1 00:01:37,413 --> 00:01:40,610 Á miðnætti á gamlárskvöld var e.s. POSEIDON á leið... 2 00:01:40,853 --> 00:01:44,050 frá New York til Aþenu. Slys varð og skipið hvarf. 3 00:01:44,293 --> 00:01:46,363 Sárafáir komust lífs af. 4 00:01:46,613 --> 00:01:48,285 Þetta er saga þeirra. 5 00:02:17,773 --> 00:02:20,003 - Vélarrúm, er meistarinn þarna? - Já, herra. 6 00:02:20,253 --> 00:02:22,767 - Þetta er skipstjórinn. Sæktu hann. - Já, herra. 7 00:02:25,333 --> 00:02:28,609 - Nærðu tengslum? - Já, ég næ tengslum. 8 00:02:29,493 --> 00:02:33,202 Yfirvélstjóri, skipstjórinn vill fá þig í símann. 9 00:02:34,613 --> 00:02:36,092 Yfirvélstjóri hér. Talaðu. 10 00:02:36,293 --> 00:02:39,842 Hvað er um að vera? Geturðu gert eitthvað við jafnvægisbúnaðinn? 11 00:02:40,093 --> 00:02:43,369 Það er ekkert að honum. 12 00:02:43,613 --> 00:02:46,002 Ég er líka á kafi í dælunni! 13 00:02:46,213 --> 00:02:49,728 Veistu hvað amar að? Það er skepnan Linarcos. 14 00:02:51,293 --> 00:02:53,932 Viltu endurtaka þetta? Hann stendur hérna. 15 00:02:54,173 --> 00:02:56,209 Gott. Vonandi heyrði hann þetta. 16 00:02:57,773 --> 00:03:01,243 Joe, gerðu eins og þú getur þar til veðrið skánar. 17 00:03:14,293 --> 00:03:17,683 - Hvaðan í fjandanum kemur þú? - Úr klefa mínum, herra. 18 00:03:18,213 --> 00:03:20,647 Veistu ekki að það er hættulegt að vera þarna? 19 00:03:21,013 --> 00:03:23,732 Ég mátti koma hvenær sem væri. Robin Shelby... 20 00:03:23,973 --> 00:03:24,849 manstu? 21 00:03:25,093 --> 00:03:28,324 Þú kaust að koma á einstaklega heillandi andartaki. 22 00:03:28,573 --> 00:03:30,086 Trufla öldurnar þig ekki? 23 00:03:30,573 --> 00:03:32,404 Ég hef farið á brimbretti á háum öldum. 24 00:03:34,053 --> 00:03:37,284 - Þessar virðast nær 30 fetum. - Þær eru 35 fet. 25 00:03:37,533 --> 00:03:39,569 Sumar verða 300 fet. 26 00:03:39,813 --> 00:03:42,611 - Mér finnst 60 vera hámark. Stöðugur. - Stöðugur, herra. 27 00:03:53,213 --> 00:03:55,010 - Upp með skipið. - Upp með skipið, herra. 28 00:03:55,213 --> 00:03:56,612 Haldið ykkur! 29 00:04:09,173 --> 00:04:11,687 - Eru allar líftaugar uppi? - Allar nema á C-þilfari. 30 00:04:11,933 --> 00:04:15,482 Þegar ég skipa að allar taugar séu uppi meina ég líka C-þilfar. 31 00:04:15,733 --> 00:04:17,689 Brimið er mikið. 32 00:04:17,933 --> 00:04:19,207 - Shelby. - Já, herra. 33 00:04:19,413 --> 00:04:22,564 Við höldum áfram samtalinu síðar. Er það sanngjarnt? 34 00:04:22,933 --> 00:04:24,412 Já, herra. 35 00:04:25,493 --> 00:04:28,212 Sú síðasta opnaði næstum skipið, Linarcos. 36 00:04:28,413 --> 00:04:32,088 Ég varaði þig við. Við áttum að fylla fleiri geyma á Gíbraltar. 37 00:04:32,573 --> 00:04:35,406 Skipið er þungt að ofan en þegar dælan kemst í lag... 38 00:04:35,613 --> 00:04:38,173 tek ég meiri kjölfestu. 39 00:04:38,613 --> 00:04:42,401 - Hvar næst? - Rogo-hjónin, M45. 40 00:04:51,613 --> 00:04:54,810 - Já? - Caravello læknir. Þú spurðir um mig. 41 00:04:55,013 --> 00:04:56,605 Í allan morgun. 42 00:04:56,813 --> 00:04:59,850 - Ertu eini læknirinn á dallinum? - Eini skipslæknirinn. 43 00:05:00,093 --> 00:05:01,924 En ef einhver væri að deyja? 44 00:05:02,173 --> 00:05:05,961 Guð, hver er ekki að deyja? 45 00:05:06,293 --> 00:05:08,727 Flestir farþeganna eru veikir, Rogo. 46 00:05:08,973 --> 00:05:10,804 Við verðum að taka þá á víxl. 47 00:05:11,013 --> 00:05:13,891 Notaðu eina núna, aðra eftir 8 tíma... 48 00:05:14,133 --> 00:05:16,806 og vertu í rúminu þar til sjórinn verður kyrr. 49 00:05:17,613 --> 00:05:18,807 Hægan nú. 50 00:05:19,213 --> 00:05:22,330 Þurftum við að bíða allan þennan tíma eftir þér svo þú gætir... 51 00:05:22,573 --> 00:05:26,851 gefið henni pillur og bullað um að hún liggji fyrir? 52 00:05:28,173 --> 00:05:30,892 Hvernig veistu að þetta er bara sjóveiki? Líttu á hana. 53 00:05:31,133 --> 00:05:34,364 Það gæti verið eitthvað annað. Þú skoðaðir hana ekki. 54 00:05:34,893 --> 00:05:38,203 Skjóttu mig, Mike. Í guðanna bænum skjóttu mig. 55 00:05:38,413 --> 00:05:40,165 Sérðu hve veik hún er? 56 00:05:40,813 --> 00:05:44,601 Ég skal segja þér hvað þetta er. Það er matareitrun. 57 00:05:45,333 --> 00:05:48,803 Hvernig á hún að gleypa pillur ef hún kemur ekki vatni niður? 58 00:05:50,093 --> 00:05:52,049 Þetta eru stílar, hr. Rogo. 59 00:05:52,293 --> 00:05:53,408 Maður... 60 00:05:54,133 --> 00:05:55,964 gleypir þá ekki. 61 00:05:56,853 --> 00:05:58,366 Hvað er gert við þá? 62 00:05:58,973 --> 00:06:02,966 Ég veit hvað er gert við stíla. Komdu þeim héðan út! 63 00:06:03,493 --> 00:06:04,892 Elskan... 64 00:06:05,133 --> 00:06:08,409 Hjúkka, við ættum að halda áfram stofuganginum. 65 00:06:14,733 --> 00:06:17,042 Ég held enn að þetta sé matareitrun. 66 00:06:17,653 --> 00:06:19,644 Viltu þegja? 67 00:06:44,453 --> 00:06:47,809 - Góðan dag, Rosen og frú. - Góðan dag. 68 00:06:48,013 --> 00:06:49,571 Dettu ekki út af. 69 00:06:53,573 --> 00:06:57,248 - Þessi Martin er ruglaður. - Ég kann vel við manninn. 70 00:06:57,493 --> 00:07:00,929 Auðvitað kanntu vel við hann. Hann er stundvís eins og lest. 71 00:07:01,173 --> 00:07:02,606 Þú og þessar lestir. 72 00:07:02,813 --> 00:07:06,010 Hvenær í lífinu hef ég hlaupið eftir lest? 73 00:07:06,413 --> 00:07:10,088 Hver grét í viku þegar hætt var að nota raflestina á 3. breiðgötu? 74 00:07:11,213 --> 00:07:12,202 Já. 75 00:07:14,373 --> 00:07:15,647 Hann er einmana. 76 00:07:17,533 --> 00:07:20,047 Þess vegna hleypur hann. Svo það sjáist ekki. 77 00:07:21,013 --> 00:07:23,652 Hér stendur að það sé pakkaferð að fjallinu... 78 00:07:23,893 --> 00:07:26,407 þar sem Móse tók á móti boðorðunum tíu. 79 00:07:26,613 --> 00:07:27,602 Nei. 80 00:07:27,853 --> 00:07:31,892 Þegar við komum loks til Ísraels verðum við kyrr og ferðumst ekki. 81 00:07:32,173 --> 00:07:34,403 Við ætlum að kynnast dóttursyni okkar. 82 00:07:34,973 --> 00:07:39,251 Hann er orðinn tveggja ára og farinn að tala. 83 00:07:39,493 --> 00:07:41,449 Við höfum aldrei séð hann. 84 00:07:46,293 --> 00:07:49,603 Leggstu á hnén og biddu guð hjálpar. 85 00:07:49,853 --> 00:07:52,413 Kannski fer allt þá vel. 86 00:07:53,533 --> 00:07:54,807 Þvættingur. 87 00:07:56,133 --> 00:07:57,612 Ekki í mínum átthögum. 88 00:07:58,613 --> 00:08:03,209 Það er hægt að gera gat á hnén af að biðja guð um yl í febrúar. 89 00:08:03,853 --> 00:08:07,004 Og grýlukerti vaxa úr lófunum. 90 00:08:08,053 --> 00:08:10,613 Ef manni er kalt brennum við húsgögnum... 91 00:08:10,853 --> 00:08:14,641 - en við verðum ekki á hnjánum. - Fremur óhefðbundið, séra Scott. 92 00:08:14,893 --> 00:08:16,212 En raunsætt. 93 00:08:16,693 --> 00:08:19,253 John, kirkjan er til fleira en bænahalds. 94 00:08:19,493 --> 00:08:22,644 Skrítið að þú skulir enn vera vígður miðað við stólræðurnar. 95 00:08:22,893 --> 00:08:24,724 - Eða ertu það? - Af bestu tegund. 96 00:08:24,973 --> 00:08:27,851 Reiður, uppreisnargjarn, gagnrýninn, trúníðingur... 97 00:08:28,093 --> 00:08:30,926 sviptur af mestu svokölluðu prestsvaldi. 98 00:08:31,173 --> 00:08:33,004 En ég starfa enn. 99 00:08:33,773 --> 00:08:36,890 - Þú virðist njóta refsingarinnar. - Refsingarinnar? 100 00:08:37,133 --> 00:08:39,203 Kirkjan hefur blessað mig. 101 00:08:39,453 --> 00:08:44,607 Rekið mig til nýs lands í Afríku. Ég varð að finna það á kortinu. 102 00:08:45,893 --> 00:08:49,772 Biskupinn minn veit það ekki en hann lét mig fá það sem ég vildi: 103 00:08:50,093 --> 00:08:52,812 Olnbogarými. Frelsi! 104 00:08:53,773 --> 00:08:58,688 Raunverulegt frelsi til að sleppa öllum reglum og öllum skrautklæðum. 105 00:08:58,933 --> 00:09:01,606 Og frelsi til að finna guð á minn hátt. 106 00:09:02,333 --> 00:09:05,405 Ég ætti að fara. Sjáumst síðar. 107 00:09:07,213 --> 00:09:08,123 John. 108 00:09:10,333 --> 00:09:13,006 Viltu enn að ég prédiki nú síðdegis? 109 00:09:13,253 --> 00:09:17,132 Eitt er víst. Enginn sefur undir ræðunni. 110 00:09:17,733 --> 00:09:19,212 Veðurspáin, herra. 111 00:09:20,973 --> 00:09:24,602 "Hæg suðaustanátt. Loftþrýstingur 1016 millíbör. 112 00:09:24,853 --> 00:09:26,809 Sléttur sjór, heiðskírt. " Gott. 113 00:09:27,053 --> 00:09:29,328 Siglum hægt og byrjum að setja í botntankana. 114 00:09:29,573 --> 00:09:30,688 Já, herra. 115 00:09:33,493 --> 00:09:35,404 Full ferð áfram, skipstjóri. 116 00:09:35,653 --> 00:09:40,602 Ég sagði ykkur að kjölfestan væri ekki nóg til að sigla hratt. 117 00:09:41,693 --> 00:09:44,207 Tölum saman einslega. 118 00:09:44,453 --> 00:09:46,648 Linus, byrjaðu að auka kjölfestuna. 119 00:09:49,773 --> 00:09:51,843 Ég lagði ekki til að við færum á fulla ferð. 120 00:09:52,533 --> 00:09:54,649 Sem fulltrúi nýja eigandans... 121 00:09:54,893 --> 00:09:56,804 - fyrirskipaði ég það. - Fjandinn sjálfur... 122 00:09:57,053 --> 00:10:00,409 Poseidon er of gott skip til að vera siglt á ruslahaugana. 123 00:10:00,653 --> 00:10:05,249 Við erum þremur dögum á eftir áætlun og það kostar þúsundir dala... 124 00:10:05,493 --> 00:10:07,882 að halda skipbrotsmannskap. Við leggjumst að á mánudaginn. 125 00:10:08,133 --> 00:10:10,488 Ég get ekki teflt um líf farþeganna! 126 00:10:10,733 --> 00:10:14,043 Þú átt að skila skipinu þegar og þar sem við viljum. 127 00:10:14,293 --> 00:10:18,844 Óstöðugt skip á fullri ferð er hættulegt. Einkum svo gamalt skip. 128 00:10:19,213 --> 00:10:23,604 Ég þarf ekki að minna þig á að ég á rétt á að svipta þig starfinu. 129 00:10:24,413 --> 00:10:27,211 Þrír aðrir yfirmenn hafa skipstjóraréttindi. 130 00:10:27,573 --> 00:10:29,609 Fulla ferð nú. 131 00:10:32,693 --> 00:10:34,968 Óábyrga kvikindi. 132 00:10:39,173 --> 00:10:40,686 Fulla ferð. 133 00:10:41,773 --> 00:10:42,888 Já, herra. 134 00:11:21,253 --> 00:11:22,686 Hvaðan koma þau? 135 00:11:22,933 --> 00:11:26,164 Þau komu um borð á Gíbraltar og eru á leið til Sikileyjar. 136 00:11:26,413 --> 00:11:28,244 Ókeypis ferð fyrir ókeypis tónlist. 137 00:11:28,493 --> 00:11:30,643 Þau ætla á djasshátíðina. 138 00:11:36,653 --> 00:11:37,802 Morguninn eftir... 139 00:11:38,053 --> 00:11:40,613 Ég þoli þetta ekki. Ég vil fá vals eftir Strauss. 140 00:11:40,813 --> 00:11:42,246 Ég kann vel við þetta. 141 00:11:42,493 --> 00:11:44,927 Þú ert jafnvel hrifinn af sekkjapípum. 142 00:11:45,813 --> 00:11:47,610 Vissirðu þetta? 143 00:11:47,853 --> 00:11:50,731 Vélarnar í þessu skipi búa yfir fleiri hestöflum... 144 00:11:50,973 --> 00:11:53,931 en allt riddaralið Napóleons þegar hann sigraði Evrópu. 145 00:11:54,373 --> 00:11:55,931 Hvað um það? 146 00:11:56,173 --> 00:11:58,323 Það er mikið, Robin, mjög mikið. 147 00:11:59,613 --> 00:12:02,047 Rafallinn myndar næga orku... 148 00:12:02,293 --> 00:12:05,729 til að lýsa Charleston í S-Karólínu og Atlanta í Georgíu. 149 00:12:05,973 --> 00:12:07,088 - Shelby? - Það er rétt. 150 00:12:07,333 --> 00:12:09,051 - Skeyti. - Þakka þér fyrir. 151 00:12:10,253 --> 00:12:14,007 - Nú má ég opna skeytið. - Ekki þennan barnaskap. 152 00:12:17,373 --> 00:12:20,604 "Við mamma bíðum komu ykkar óþolinmóð. 153 00:12:20,813 --> 00:12:25,204 Hugir okkar og hjörtu eru hjá ykkur á gamlárskvöld. Pabbi." 154 00:12:25,613 --> 00:12:28,081 - Við hefðum átt að senda þeim skeyti. - Ég gerði það. 155 00:12:28,333 --> 00:12:32,531 Af hverju leitaðirðu ekki hugmynda minna um hvað þar ætti að vera? 156 00:12:32,773 --> 00:12:35,651 Af hverju á ég ekki bróður sem er auðveldari í umgengni? 157 00:12:35,893 --> 00:12:39,727 - Hættu að hoppa og farðu í sturtu. - Ég fer í vélarrúmið. 158 00:12:39,973 --> 00:12:42,009 - Þú ferð í kirkju. - Í fríinu? 159 00:12:42,213 --> 00:12:46,411 - Viltu fara í baðherbergið? - Mig langar að sjá skrúfuásinn. 160 00:12:46,653 --> 00:12:49,963 - Þú sérð skrúfuásinn síðar. - Viltu þegja? 161 00:12:50,613 --> 00:12:52,843 Segðu þetta aldrei oftar við mig. 162 00:12:55,413 --> 00:12:57,085 Þegiðu, þegiðu, þegiðu. 163 00:13:00,893 --> 00:13:02,804 Guð er önnum kafinn. 164 00:13:03,493 --> 00:13:08,408 Við skiljum ekki hvað hann hyggst fyrir um mannkynið. 165 00:13:09,053 --> 00:13:12,523 Við getum því ekki vænst þess að hann sinni einstaklingum. 166 00:13:13,493 --> 00:13:16,530 Einstaklingurinn skiptir aðeins máli að því leyti... 167 00:13:16,773 --> 00:13:20,243 að hann er tengiliður fortíðar og framtíðar... 168 00:13:21,173 --> 00:13:24,006 með börnum sínum, barnabörnum... 169 00:13:24,933 --> 00:13:27,003 eða framlagi hans til mannkyns. 170 00:13:28,213 --> 00:13:32,411 Biðjið því guð ekki að leysa vandamál ykkar. 171 00:13:34,453 --> 00:13:37,013 Biðjið til þess hluta guðs sem er í ykkur. 172 00:13:38,733 --> 00:13:40,928 Hafið kjark til að berjast sjálf. 173 00:13:41,493 --> 00:13:43,848 Guð vill hugrakkar sálir. 174 00:13:45,053 --> 00:13:47,806 Hann vill sigurvegara, ekki þá sem gefast upp. 175 00:13:48,653 --> 00:13:50,962 Þótt þið getið ekki sigrað reynið það að minnsta kosti. 176 00:13:52,973 --> 00:13:55,043 Guð ann þeim sem reyna. 177 00:13:55,573 --> 00:13:57,848 - Ekki satt, Robin? - Jú. 178 00:13:58,973 --> 00:14:03,808 Hvað eigum við að einsetja okkur á nýju ári? 179 00:14:04,733 --> 00:14:08,123 Að láta guð vita að þið þorið að gera þetta ein. 180 00:14:09,053 --> 00:14:12,170 Einsetjið ykkur að berjast fyrir ykkur og aðra... 181 00:14:12,413 --> 00:14:14,005 og fyrir þá sem ykkur þykir vænt um. 182 00:14:14,533 --> 00:14:17,445 Að sá hluti guðs sem er í ykkur berjist með ykkur... 183 00:14:17,773 --> 00:14:18,922 allt til enda. 184 00:14:37,093 --> 00:14:41,484 Veistu hvernig er að vera valinn úr öllum farþegunum... 185 00:14:41,733 --> 00:14:45,612 og eiga að sitja við borð skipstjórans á gamlárskvöld? 186 00:14:46,013 --> 00:14:48,129 Ég get að nokkru leyti lýst hvernig það er. 187 00:14:48,373 --> 00:14:51,968 Áhyggjur af því að aðrar konur líti niður á mann eru þvættingur. 188 00:14:52,893 --> 00:14:57,444 Hann bauð okkur bara af því að þú ert í rannsóknarlögreglunni. 189 00:14:58,413 --> 00:15:00,290 Farðu bara án mín. 190 00:15:00,533 --> 00:15:03,605 Á ég kannski að kyssa skipstjórann á miðnætti? 191 00:15:03,813 --> 00:15:05,405 Ekki þetta. 192 00:15:10,493 --> 00:15:12,643 Segðu hver rétta ástæðan er. 193 00:15:12,893 --> 00:15:15,612 Þú óttast enn að einhver ræfill beri kennsl á þig. 194 00:15:15,813 --> 00:15:17,610 Þetta er heimskulegt. 195 00:15:18,013 --> 00:15:21,005 Þú ert hætt því starfi. Þú ert konan mín. 196 00:15:21,253 --> 00:15:24,006 Þú getur ekki sífellt óttast... 197 00:15:24,253 --> 00:15:27,450 að allir sem þú rekst á séu gamlir viðskiptavinir! 198 00:15:28,653 --> 00:15:30,450 Linda, heyrirðu það? 199 00:15:30,693 --> 00:15:33,924 Viltu þegja? Ég er upptekin! 200 00:15:35,253 --> 00:15:39,212 Þú varst ekki svo lengi á götunum! Hve marga menn þekktirðu? 201 00:15:39,413 --> 00:15:41,404 Veistu hve ólíklegt er... 202 00:15:41,653 --> 00:15:44,804 að jafnvel einn þessara manna séu á skipinu? 203 00:15:46,173 --> 00:15:48,209 Þú þarft ekki að hrópa. 204 00:15:48,413 --> 00:15:50,005 Ég sagði... 205 00:15:51,053 --> 00:15:52,930 Veistu hve ólíklegt er... 206 00:15:53,173 --> 00:15:55,289 Ég heyrði hvað þú sagðir. 207 00:16:08,093 --> 00:16:09,412 Mike. 208 00:16:11,973 --> 00:16:15,045 Ég sá ungan yfirmann á þilfarinu um daginn. 209 00:16:15,573 --> 00:16:18,406 Og hann var ansi kunnuglegur. 210 00:16:18,853 --> 00:16:20,684 Jafnvel í fötunum. 211 00:16:29,893 --> 00:16:31,690 Hann þekkti þig þá. 212 00:16:32,453 --> 00:16:33,249 Og hvað? 213 00:16:34,893 --> 00:16:36,611 Finnst þér það ekki óþægilegt? 214 00:16:38,933 --> 00:16:41,527 Ég hefði ekki gifst þér ef mér þætti það óþægilegt. 215 00:16:42,173 --> 00:16:45,165 Þú handtókst mig sex sinnum. 216 00:16:45,453 --> 00:16:49,412 Ég varð að halda þér frá götunum þar til þú giftist mér! 217 00:17:04,973 --> 00:17:07,282 Komdu, auma lögga. 218 00:17:18,573 --> 00:17:20,882 GLEÐlLEGT NÝÁR 219 00:17:50,813 --> 00:17:52,041 Belle. 220 00:18:08,653 --> 00:18:12,009 Hr. Martin, hvað er þetta græna? 221 00:18:13,773 --> 00:18:16,446 Það er alfalfa, frú Rosen. 222 00:18:16,693 --> 00:18:20,447 Það er nauðsynlegt í blóðmyndun, taugastarfsemi og vexti. 223 00:18:21,893 --> 00:18:25,488 Þetta með vöxtinn verkar ekki. Ekki hvað mig varðar. 224 00:18:26,613 --> 00:18:30,652 Og þetta gula. Það er mjög fallegt. 225 00:18:31,213 --> 00:18:34,683 Tókóferol, unnið úr fræolíu. 226 00:18:35,173 --> 00:18:38,449 - Mér sýnist þetta e-vítamín. - Það er rétt, hr. Rosen. 227 00:18:38,813 --> 00:18:40,610 Eykur það ekki orku karla? 228 00:18:41,813 --> 00:18:43,405 Svo er sagt. 229 00:18:45,133 --> 00:18:47,647 Þig vantar bara fallega konu. 230 00:18:49,293 --> 00:18:51,523 Ég hef of lengi verið piparsveinn. 231 00:18:52,093 --> 00:18:54,653 Þú ert of önnum kafinn við að gleypa allar pillurnar. 232 00:18:54,893 --> 00:18:55,803 Byrjar hún. 233 00:18:56,053 --> 00:18:59,125 Konan mín getur ekki látið ógift fólk í friði. 234 00:18:59,373 --> 00:19:00,601 Nei. 235 00:19:00,813 --> 00:19:04,726 - Því veldur umhyggjan. - Mig langar að giftast, frú Rosen. 236 00:19:05,093 --> 00:19:07,402 Ég virðist bara ekki mega vera að því. 237 00:19:08,013 --> 00:19:12,370 Ég fer í búðina klukkan 8 og opna hana klukkan 9. 238 00:19:12,613 --> 00:19:14,729 Ég loka 7 og fer heim klukkan 8. 239 00:19:15,773 --> 00:19:19,129 Nema á miðvikudögum og föstudögum. Þá fer ég heim klukkan 10. 240 00:19:19,653 --> 00:19:21,883 Frú Rosen, þegar þú hittir dótturson þinn... 241 00:19:22,213 --> 00:19:24,249 segðu honum að versla ekki með karlmannaföt. 242 00:19:24,493 --> 00:19:25,926 Ég veit hvað þú átt við. 243 00:19:26,173 --> 00:19:29,802 Við fórum ekki til Coney-eyjar fyrr en við höfðum selt fyrirtækið í fyrra. 244 00:19:30,013 --> 00:19:31,128 Skilurðu? 245 00:19:31,373 --> 00:19:33,091 Hr. Tinkham, ertu kvæntur? 246 00:19:33,333 --> 00:19:36,405 Hjónabandið hentar mér ekki, frú. Ég á ástkonu. 247 00:19:36,613 --> 00:19:39,127 - Hvað? - Hafið. 248 00:19:39,373 --> 00:19:41,523 Góður þessi. 249 00:19:43,053 --> 00:19:45,613 Frá jarðskjálftamælistöðinni í Aþenu, herra. 250 00:19:46,853 --> 00:19:51,051 "Neðansjávarskjálfti 7,8 á Richter-kvarða. 251 00:19:51,293 --> 00:19:55,127 Skálftamiðja 210 kílómetra norðvestur af Krít." 252 00:20:04,173 --> 00:20:06,528 Er þetta sá sem skipið heitir eftir? 253 00:20:06,773 --> 00:20:09,003 Já, guðinn mikli, Póseidon. 254 00:20:09,253 --> 00:20:13,212 Í grísku goðafræðinni guð hafsins, stormsins, fárviðra... 255 00:20:13,453 --> 00:20:17,002 jarðskjálfta og ýmissa fleiri náttúruhamfara. 256 00:20:17,253 --> 00:20:18,891 Skapillur náungi. 257 00:20:19,133 --> 00:20:21,203 - Já? - Afsakaðu ónæðið, skipstjóri. 258 00:20:21,413 --> 00:20:23,210 - Viltu koma upp í brú? - Já. 259 00:20:23,853 --> 00:20:26,811 Viljið þið hafa mig afsakaðan? Skyldan kallar. 260 00:20:27,053 --> 00:20:29,283 Prestur, viltu leysa mig af sem gestgjafi? 261 00:20:29,533 --> 00:20:31,524 - Með ánægju. - Þakka þér fyrir. 262 00:20:37,213 --> 00:20:38,407 Þakka þér, Acres. 263 00:20:38,613 --> 00:20:42,925 - Meðan ég man. Gleðilegt ár! - Þakka þér, herra. 264 00:20:43,893 --> 00:20:45,008 Hvert ætlið þið? 265 00:20:46,373 --> 00:20:50,082 Til Napólí, Rómar, Feneyja... 266 00:20:50,333 --> 00:20:51,607 Gleymdu ekki Tórínó. 267 00:20:51,973 --> 00:20:55,010 Þetta er fyrsta fríið okkar síðan við giftum okkur. 268 00:20:55,253 --> 00:20:58,086 Og ég skil ekki af hverju við flugum ekki. 269 00:20:58,493 --> 00:21:01,405 Þar sem ég stjórna hér mæli ég fyrir skálum. 270 00:21:02,253 --> 00:21:04,892 Fínt. Fyrir hverju skálum við? 271 00:21:06,373 --> 00:21:07,362 Fyrir ástinni. 272 00:21:10,933 --> 00:21:12,889 Heyr, heyr. 273 00:21:13,133 --> 00:21:13,929 Fyrir ástinni. 274 00:21:14,213 --> 00:21:15,612 Fyrir ástinni. 275 00:21:18,093 --> 00:21:20,561 Fyrir ástinni, kjáni. 276 00:21:21,373 --> 00:21:24,012 Viltu segja mér hvað brytinn gerir? 277 00:21:24,253 --> 00:21:28,690 Þið hafið kannski heyrt annað en hann stjórnar skipinu. 278 00:21:28,933 --> 00:21:31,447 Brytinn, ekki skipstjórinn. 279 00:21:31,733 --> 00:21:34,008 Poseidon er í raun ekki skip. 280 00:21:34,213 --> 00:21:37,444 Heldur hótel með stafni og skut fest við það... 281 00:21:37,693 --> 00:21:39,729 og ég er hótelstjórinn. 282 00:21:41,453 --> 00:21:43,171 Susan, viltu dansa? 283 00:21:44,053 --> 00:21:46,203 - Halló, Susan? - Systa! 284 00:21:46,413 --> 00:21:49,132 Ég spurði hvort þú vildir dansa. 285 00:21:49,373 --> 00:21:51,125 Já, mig langar til þess. 286 00:22:00,413 --> 00:22:03,723 Þetta er skelfilegt skotmark og það nálgast. 287 00:22:04,853 --> 00:22:06,969 Jarðskjálftastöðin í Aþenu. 288 00:22:10,693 --> 00:22:13,526 Þetta er Harrison, skipstjóri á e.s. Poseidon. 289 00:22:13,773 --> 00:22:17,925 Geturðu sagt mér nánar frá skjálftanum í grennd við Krít? 290 00:22:18,133 --> 00:22:22,684 Aþena svarar. Skjálftamiðja 210 km norðvestur af Krít. 291 00:22:23,173 --> 00:22:25,323 Stóð í 42 sekúndur. 292 00:22:25,533 --> 00:22:30,243 Eftirskjálfti, 3,6 stig á Richter, stóð í 10 sekúndur. 293 00:22:30,493 --> 00:22:33,326 Fyrstu fréttir benda til meiri háttar botnrasks... 294 00:22:33,573 --> 00:22:37,043 og að flóðahætta verði í norðaustri, skipti. 295 00:22:38,053 --> 00:22:42,729 Þetta er Poseidon. Þakka þér fyrir upplýsingarnar. Hætti. 296 00:22:46,373 --> 00:22:49,126 - Er allt skálkað? - Rígbyrt, herra. 297 00:22:55,173 --> 00:22:58,290 Herrar mínir og frúr, get ég fengið hljóð? 298 00:22:58,773 --> 00:23:01,970 Nú eru nákvæmlega 50 sekúndur til miðnættis. 299 00:23:04,773 --> 00:23:09,130 Ég bið alla að rísa á fætur og fylla glösin. 300 00:23:19,333 --> 00:23:22,211 Hr. Martin, vertu ekki einn í kvöld. 301 00:23:22,413 --> 00:23:24,210 Svona, stattu hjá mér. 302 00:23:24,653 --> 00:23:25,927 Gerðu það. 303 00:23:28,413 --> 00:23:32,122 Herrar og frúr, þögn. Hljóð, gerið svo vel. 304 00:23:32,613 --> 00:23:34,524 Tíu sekúndur, níu... 305 00:23:34,733 --> 00:23:36,849 átta, sjö... 306 00:23:37,053 --> 00:23:38,930 sex, fimm... 307 00:23:39,173 --> 00:23:42,882 fjórar, þrjár, tvær, ein. 308 00:23:47,013 --> 00:23:48,890 Gleðilegt nýár! 309 00:23:51,413 --> 00:23:55,008 - Gleðilegt nýár! - Gleðilegt nýár! 310 00:24:10,493 --> 00:24:13,690 Þetta virðist safnast saman á grynningunum. 311 00:24:14,093 --> 00:24:17,244 - Meðan ég man, gleðilegt ár. - Sömuleiðis, herra. 312 00:24:17,493 --> 00:24:19,848 - Hver er hraðinn? - Sextíu hnútar, herra. 313 00:24:20,453 --> 00:24:22,171 Þetta hlýtur að vera fjallhátt. 314 00:25:00,013 --> 00:25:02,049 - Varðmaður, sérðu eitthvað? - Ekkert, herra. 315 00:25:02,293 --> 00:25:05,046 - Í ratsjá á bakborða. Fylgstu með. - Já, herra. 316 00:25:05,813 --> 00:25:07,087 Sæktu kíkinn minn. 317 00:25:14,413 --> 00:25:15,402 Skipstjóri. 318 00:25:15,813 --> 00:25:16,802 Varðmaður. 319 00:25:22,853 --> 00:25:24,844 - Hvað er það, varðmaður? - Bakborðsmegin... 320 00:25:25,093 --> 00:25:29,723 Ég hef aldrei séð neitt líkt þessu. Fjallhár vatnsveggur stefnir hingað. 321 00:25:52,133 --> 00:25:53,612 Guð minn góður. 322 00:25:54,613 --> 00:25:56,604 - Hart í bak! - Hart í bak, herra. 323 00:25:56,813 --> 00:25:58,371 Lokið öllum vatnsheldum lúgum! 324 00:25:58,613 --> 00:25:59,648 Gefðu viðvörunarmerki. 325 00:26:14,053 --> 00:26:15,645 Hver fjárinn er í gangi? 326 00:26:18,373 --> 00:26:19,852 - Sparks. - Já, herra. 327 00:26:20,053 --> 00:26:20,849 Sendu neyðarkall. 328 00:26:21,093 --> 00:26:24,608 - Neyðarkall, herra? - Já, ég sagði neyðarkall. 329 00:26:24,813 --> 00:26:26,485 Neyðarkall, neyðarkall. 330 00:26:26,733 --> 00:26:28,451 E.s. Poseidon kallar. 331 00:27:18,293 --> 00:27:19,885 Manny! Manny! 332 00:27:20,133 --> 00:27:23,364 Manny! Manny! Nei, Manny! 333 00:27:24,253 --> 00:27:25,606 Manny! 334 00:27:27,413 --> 00:27:29,290 Haltu þér, Linda! 335 00:29:14,813 --> 00:29:16,769 - Manny. - Belle. 336 00:29:17,013 --> 00:29:18,207 - Hvað? - Belle. 337 00:29:18,413 --> 00:29:19,892 Ó, Manny! 338 00:29:20,453 --> 00:29:22,523 - Er allt í lagi? - Ég held það. 339 00:29:22,773 --> 00:29:25,048 - Er ekkert að þér? - Ég held ekki. 340 00:29:30,413 --> 00:29:33,644 - Jesús góður, hvað gerðist? - Skipinu hvolfdi. 341 00:29:39,213 --> 00:29:40,726 - Það er í lagi. - Linda? 342 00:29:40,973 --> 00:29:44,329 - Linda, elskan, er allt í lagi? - Halló. 343 00:29:45,053 --> 00:29:47,851 - Hvar í fjandanum varstu? - Hvað heldur þú? 344 00:29:48,093 --> 00:29:49,845 Flaug um allt á rassinum. 345 00:30:12,253 --> 00:30:13,402 Viltu... 346 00:30:15,013 --> 00:30:16,002 hjálpa mér? 347 00:30:17,173 --> 00:30:19,403 Hjálpaðu mér. 348 00:30:56,333 --> 00:30:57,732 Teddy? 349 00:30:58,973 --> 00:30:59,883 Ted? 350 00:31:11,493 --> 00:31:15,691 Verðum að fara að björgunarbátunum. 351 00:31:16,333 --> 00:31:19,325 Mjög fljótlega. 352 00:31:20,813 --> 00:31:21,882 Viltu... 353 00:31:22,453 --> 00:31:26,492 fara að björgunarbátunum? 354 00:31:47,493 --> 00:31:49,006 Hlustið öll á mig. 355 00:31:50,253 --> 00:31:54,565 Verið öll þar sem þið eruð nú. Hjálp berst þá og þegar. 356 00:31:55,253 --> 00:31:58,211 Í skipinu eru vatnsheld hólf. 357 00:31:58,453 --> 00:32:00,648 Verið því róleg. 358 00:32:01,093 --> 00:32:04,005 Verið þar sem þið eruð. Hjálp er á leiðinni. 359 00:32:04,333 --> 00:32:07,006 - Systa. - Hjálpin kemur. 360 00:32:08,093 --> 00:32:09,162 Susan! 361 00:32:09,773 --> 00:32:10,569 Susan! 362 00:32:10,813 --> 00:32:14,010 - Robin, er allt í lagi? - Já, herra. Ekkert er að mér. 363 00:32:14,253 --> 00:32:15,606 - En ég get ekki... - Robin? 364 00:32:15,853 --> 00:32:17,206 Séra Scott. 365 00:32:19,413 --> 00:32:20,846 Geturðu hjálpað mér? 366 00:32:21,093 --> 00:32:22,970 Hvað ertu að gera þarna uppi? 367 00:32:23,253 --> 00:32:25,130 Þetta er bjánaleg spurning. 368 00:32:25,733 --> 00:32:28,691 - Meiddistu? - Ég held ekki. 369 00:32:30,653 --> 00:32:32,371 Vertu alveg kyrr. 370 00:32:32,613 --> 00:32:33,762 Bíddu þarna. 371 00:32:39,013 --> 00:32:41,402 Þetta verður í lagi. Stattu þig, Systa. 372 00:32:42,333 --> 00:32:43,686 Hérna, öll! 373 00:32:43,893 --> 00:32:45,884 Hlustið á mig. Hjálpið mér. 374 00:32:46,133 --> 00:32:47,327 Komið hingað. 375 00:32:47,693 --> 00:32:49,570 Togið fast. Búum til net. 376 00:32:50,573 --> 00:32:51,847 Festið það niður. 377 00:32:53,493 --> 00:32:56,132 Jæja, drengir. Togið fast. Svona. 378 00:32:56,693 --> 00:32:58,012 Jæja, haltu þér. 379 00:32:58,573 --> 00:33:00,609 Svona, Susan! Stökktu, við grípum þig! 380 00:33:01,613 --> 00:33:02,728 Ég get það ekki. 381 00:33:03,133 --> 00:33:05,772 Vertu ekki hrædd. Stökktu. Treystu okkur! 382 00:33:06,293 --> 00:33:08,488 Þú getur þetta, Systa. 383 00:33:09,293 --> 00:33:12,365 Stökktu, Susan! Þér tekst þetta. 384 00:33:12,813 --> 00:33:15,281 Susan, þú getur þetta. Stökktu nú. 385 00:33:15,493 --> 00:33:19,452 - Þetta er ekkert mál. Komdu! - Já, haltu áfram. Komdu. 386 00:33:22,093 --> 00:33:23,845 Svona, stökktu! 387 00:33:31,973 --> 00:33:33,088 Systa! 388 00:33:33,293 --> 00:33:34,885 - Er allt í lagi? - Já. 389 00:33:35,093 --> 00:33:36,082 - Systa! - Allt í lagi. 390 00:33:45,453 --> 00:33:48,684 Hlustið öll á mig. Gerið svo vel að hlusta. 391 00:33:50,453 --> 00:33:53,013 Verið þar sem þið eruð! 392 00:33:53,853 --> 00:33:55,286 Séra Scott? 393 00:33:56,173 --> 00:33:59,290 - Hver er þar? - Þetta er ég. Acres. 394 00:33:59,493 --> 00:34:02,132 Geturðu hjálpað mér niður? Ég meiddist á fæti. 395 00:34:02,373 --> 00:34:04,682 Bíddu, við komum þér niður. Taktu í þetta. 396 00:34:04,933 --> 00:34:06,571 Dragðu það út. Taktu í það. 397 00:34:06,813 --> 00:34:09,281 Afsakaðu, prestur. Ég heiti James Martin. 398 00:34:09,493 --> 00:34:12,166 - Er ekki betra að fara upp? - Hvað áttu við? 399 00:34:12,413 --> 00:34:15,769 Ég held að björgun verði að koma gegnum skrokkinn. 400 00:34:16,013 --> 00:34:18,891 - Skrokkinn? Áttu við botninn? - Guð minn, það er rétt. 401 00:34:19,133 --> 00:34:21,283 Skipið er á hvolfi. Við verðum að fara upp. 402 00:34:21,493 --> 00:34:23,927 Acres, hvert liggur þetta? 403 00:34:24,493 --> 00:34:25,721 Að eldhúsinu, herra. 404 00:34:25,973 --> 00:34:28,123 - Verið þarna, við komum upp. - Bíddu. 405 00:34:28,373 --> 00:34:30,841 Hvernig ætlarðu að fara gegnum botninn? 406 00:34:31,093 --> 00:34:32,162 Hann er úr stáli. 407 00:34:32,653 --> 00:34:35,486 Aftast, þar sem skrúfuásinn fer úr skrokknum. 408 00:34:35,733 --> 00:34:39,487 Krakki, þetta er ekkert leikfang. Leyfðu okkur að átta okkur á þessu. 409 00:34:39,733 --> 00:34:42,531 Fyrirgefðu, herra, en Charley, þriðji vélstjóri... 410 00:34:42,773 --> 00:34:46,482 sagði mér frá ásnum. Þarna er skrokkurinn aðeins einn þumlungur. 411 00:34:46,893 --> 00:34:49,532 Veistu hve þykkur einn þumlungur af stáli er? 412 00:34:49,773 --> 00:34:51,809 Hann er þumlungi þynnri en tveir þumlungar. 413 00:34:52,053 --> 00:34:54,442 Við förum upp. Við öll! 414 00:34:55,093 --> 00:34:58,130 Er stigi þarna eða eitthvað sem við getum klifrað á? 415 00:34:58,373 --> 00:35:00,603 Nei, herra, þetta er línþvottasvæðið. 416 00:35:02,053 --> 00:35:04,328 - Borðdúkar? - Já, herra. 417 00:35:04,613 --> 00:35:07,571 - Við getum bundið þá saman. - Þeir eru ekki nógu sterkir. 418 00:35:07,813 --> 00:35:08,689 Það sem okkur vantar er... 419 00:35:10,493 --> 00:35:12,688 Eitthvað líkt þessu, jólatrénu. 420 00:35:13,293 --> 00:35:15,682 - Hjálpaðu mér. - Nei. 421 00:35:16,453 --> 00:35:19,684 - Ætlarðu að hjálpa okkur? - Nei. Heyrðirðu í brytanum? 422 00:35:19,933 --> 00:35:23,005 Hann sagði að við ættum að vera róleg hér, hjálpin bærist. 423 00:35:23,293 --> 00:35:26,490 - Ég verð bara hér. - Þarna fer hann. Karlinn minn. 424 00:35:26,733 --> 00:35:28,530 - Linda. - Allt samkvæmt reglunum. 425 00:35:28,773 --> 00:35:32,322 - Skiptu þér ekki af þessu. - Drullastu með okkur, karlinn. 426 00:35:33,053 --> 00:35:34,088 Heyrðu... 427 00:35:35,093 --> 00:35:39,484 gættu orða þinna, prestur. Þú talar eins og þú sért úr skrílshverfi! 428 00:35:39,733 --> 00:35:42,122 Djöflamergur, hjálpaðu honum. 429 00:35:42,373 --> 00:35:44,364 Allt í lagi. 430 00:35:44,733 --> 00:35:46,883 Hver í fjandanum þykist hann vera? 431 00:35:47,333 --> 00:35:49,289 Farið frá! Svona, farið frá! 432 00:35:50,653 --> 00:35:52,883 Við lyftum á þremur. Hinum megin. 433 00:35:53,133 --> 00:35:54,612 Einn! Tveir... 434 00:35:54,853 --> 00:35:57,208 Hamingjan sanna, prestur, þetta er sjálfsmorð. 435 00:35:57,773 --> 00:36:01,891 Við erum sambandslaus við umheiminn. Kannski komumst við út. 436 00:36:02,093 --> 00:36:05,165 - Verið nú ekki fyrir. - Biddu fyrir okkur en ekki gera þetta! 437 00:36:05,413 --> 00:36:07,131 Þið deyið öll ef þið klífið upp. 438 00:36:07,373 --> 00:36:10,012 Það hjálpar okkur ekki heldur að sitja hér á rassinum. 439 00:36:10,253 --> 00:36:12,721 Kannski getum við bjargað okkur með því að klífa upp. 440 00:36:12,973 --> 00:36:16,522 Þú kemur líka ef það er glóra í þér. Takið í. Á þremur. Einn. 441 00:36:16,773 --> 00:36:17,683 Tveir! Upp! 442 00:36:17,933 --> 00:36:20,493 Ári er þetta þungt. 443 00:36:20,693 --> 00:36:22,092 Jæja, áfram. 444 00:36:36,613 --> 00:36:37,762 Bíðið! 445 00:36:42,093 --> 00:36:43,287 Reisum þetta upp. 446 00:36:50,053 --> 00:36:51,691 Hafðu þetta við mittið. 447 00:36:52,613 --> 00:36:55,685 Viðbúinn, Acres! Gott hjá þér, hr. Rosen. 448 00:36:55,933 --> 00:36:58,049 Ýtið nú, allir saman! 449 00:36:58,373 --> 00:37:00,204 - Svona, ýtið! - Náðu botninum! 450 00:37:00,453 --> 00:37:02,921 - Festa við botninn! - Haldið þessu uppi. 451 00:37:03,173 --> 00:37:05,448 - Takið á þessu! - Farið varlega. 452 00:37:06,093 --> 00:37:08,402 - Haldið þessu beinu. - Alla leið upp! 453 00:37:08,653 --> 00:37:09,927 Jæja, prestur. 454 00:37:10,173 --> 00:37:11,731 - Ýtið nú! - Áfram nú! 455 00:37:11,973 --> 00:37:14,089 - Svona, Rogo! - Haldið þessu svona. 456 00:37:14,333 --> 00:37:16,289 Látið það ekki velta. 457 00:37:17,173 --> 00:37:18,811 - Gott. Rólega. - Svona. 458 00:37:19,093 --> 00:37:20,890 Svona. Acres, gættu þín. 459 00:37:21,093 --> 00:37:22,321 - Farið frá. - Okkur tókst það. 460 00:37:22,853 --> 00:37:24,889 Acres, geturðu fest það þarna uppi? 461 00:37:25,373 --> 00:37:27,284 - Já, ég held það. - Gott hjá þér. 462 00:37:27,853 --> 00:37:28,808 - Herra Rosen. - Já. 463 00:37:29,053 --> 00:37:30,202 Sæktu konuna þína. 464 00:37:33,853 --> 00:37:36,413 - Er allt tilbúið þarna uppi, Acres? - Já, herra. 465 00:37:37,893 --> 00:37:39,531 Byrjum að klífa upp. 466 00:37:43,133 --> 00:37:44,691 Mig vantar einhvern lipran. 467 00:37:47,213 --> 00:37:48,805 - Ertu tilbúinn? - Já, herra. 468 00:37:49,053 --> 00:37:50,088 Gott hjá þér. 469 00:37:54,173 --> 00:37:56,289 Klífðu upp inni eins hratt og þú kemst. 470 00:37:56,493 --> 00:37:59,530 Komdu síðan út og Acres hjálpar þér. 471 00:37:59,773 --> 00:38:01,092 Ekkert mál. 472 00:38:33,253 --> 00:38:35,289 Þetta er ekkert mál. Áfram! 473 00:38:35,493 --> 00:38:38,610 - Nú við hin. - Hvað gerist þegar við erum komin upp? 474 00:38:38,853 --> 00:38:41,890 Gegnum eldhúsið og áfram þar til við komum að skrokknum. 475 00:38:42,093 --> 00:38:42,889 Í þessa átt. 476 00:38:43,133 --> 00:38:45,886 Sparkarðu þá gat á botninn og syndir í land? 477 00:38:46,133 --> 00:38:48,806 Eða hróparðu: "þetta er lögreglan" og þá opnast? 478 00:38:49,053 --> 00:38:51,408 - Enga stæla. - Susan, þú ferð fyrst. 479 00:38:51,653 --> 00:38:55,362 Þú getur ekki klifið í síðkjól. Farðu því úr honum. 480 00:38:59,693 --> 00:39:01,763 Farðu upp sömu leið og Robin... 481 00:39:02,013 --> 00:39:04,083 - og horfðu ekki niður. - Allt í lagi. 482 00:39:05,293 --> 00:39:08,569 Afsakaðu, prestur minn, en hvað um allt hitt fólkið? 483 00:39:08,813 --> 00:39:11,850 Ég læt það halda áfram. Reyndu að fá hina til að fara. 484 00:39:12,453 --> 00:39:14,091 Jæja, ungfrú Rogo, farðu upp. 485 00:39:14,293 --> 00:39:17,091 - Þú verður að fara úr kjólnum. - Hún gerir það ekki. 486 00:39:17,333 --> 00:39:20,803 - Hún getur ekki klifið í þröngum kjól. - Hún er í engu innan undir! 487 00:39:21,253 --> 00:39:23,209 Bara í nærbuxum. Hvað þarf ég fleira? 488 00:39:23,453 --> 00:39:25,171 Hvað áttu við með hvað fleira? 489 00:39:25,413 --> 00:39:27,973 - Láttu hana fá skyrtuna þína. - Skyrt... 490 00:39:29,533 --> 00:39:30,329 Gerðu það. 491 00:39:31,773 --> 00:39:33,126 Linda... 492 00:39:33,653 --> 00:39:36,929 næst klæðistu eins og ég segi þér að klæðast. 493 00:39:39,453 --> 00:39:42,092 - Hvernig gengur, Susan? - Bærilega! 494 00:39:46,653 --> 00:39:47,881 Gott hjá þér. 495 00:39:48,653 --> 00:39:51,565 Ágæta fólk, tíminn er naumur. 496 00:39:51,813 --> 00:39:55,044 Þið heyrðuð öll hvað presturinn sagði. 497 00:39:55,373 --> 00:39:57,489 Hann fer með okkur í vélarrúmið. 498 00:39:57,693 --> 00:40:00,287 - Komið öll þessa leið. - Hr. Martin! 499 00:40:00,493 --> 00:40:04,452 - Við verðum hér. - Skilurðu ekki rökin? 500 00:40:08,213 --> 00:40:11,205 - Hvað ertu að gera? - Ég vil að þú... 501 00:40:11,453 --> 00:40:13,808 látir dótturson okkar fá þetta. 502 00:40:14,493 --> 00:40:16,484 Af hverju? Fer ég á annan stað en þú? 503 00:40:17,253 --> 00:40:20,802 - Segðu mér eitt, Manny. - Hvað er það núna? 504 00:40:21,053 --> 00:40:25,171 Hvað heldurðu að sé langt síðan við sögðum "ég elska þig" hvort við annað? 505 00:40:27,973 --> 00:40:29,406 Hver veit það? 506 00:40:29,653 --> 00:40:31,291 Tuttugu ár? 507 00:40:31,893 --> 00:40:33,292 Í gær? 508 00:40:34,933 --> 00:40:36,571 Ég elska þig. 509 00:40:38,573 --> 00:40:40,882 Ekki hafa margir notið þess. 510 00:40:45,053 --> 00:40:47,772 Settu þetta aftur á þig. Gefðu honum það sjálfur. 511 00:40:48,013 --> 00:40:49,492 - Nei. - Frú Rosen... 512 00:40:50,053 --> 00:40:51,486 við verðum að fara núna. 513 00:40:52,453 --> 00:40:56,685 Hr. Scott, jafnfeit kona og ég getur ekki klifið. 514 00:40:57,693 --> 00:41:01,242 - Ég bíð hér með hinu fólkinu. - Ég get ekki leyft það. 515 00:41:01,533 --> 00:41:03,205 Hlustaðu á hann, Belle. 516 00:41:03,453 --> 00:41:06,809 Er eitthvað öðruvísi þarna uppi en er hér niðri? 517 00:41:07,493 --> 00:41:08,687 Já. 518 00:41:09,173 --> 00:41:10,686 Lífið. 519 00:41:14,573 --> 00:41:15,892 Lífið er þarna uppi. 520 00:41:16,693 --> 00:41:18,888 Og lífið skiptir alltaf miklu... 521 00:41:19,493 --> 00:41:20,687 er það ekki? 522 00:41:25,493 --> 00:41:26,892 Jú. 523 00:41:28,853 --> 00:41:31,287 Þá það, ég skal klifra. 524 00:41:48,133 --> 00:41:50,089 Góði Ted. 525 00:41:50,573 --> 00:41:51,847 Þú verður að vakna. 526 00:41:54,853 --> 00:41:57,492 Við verðum að gera svolítið. 527 00:41:58,933 --> 00:42:01,401 Allt er óskipulegt hjá mér þegar þú ert fjarri. 528 00:42:02,213 --> 00:42:04,443 - Vaknaðu. - Ungfrú? 529 00:42:05,733 --> 00:42:07,086 Ungfrú? 530 00:42:14,933 --> 00:42:16,969 Þú ættir að koma með mér. 531 00:42:17,733 --> 00:42:19,291 Og fara frá honum? 532 00:42:20,453 --> 00:42:22,091 Ég get það ekki. 533 00:42:23,053 --> 00:42:25,487 Ég get ekki yfirgefið bróður minn. 534 00:42:27,053 --> 00:42:28,850 Ég á engan annan að. 535 00:42:31,173 --> 00:42:32,162 Hvað heitirðu? 536 00:42:34,013 --> 00:42:35,287 Nonnie. 537 00:42:37,653 --> 00:42:39,086 Nonnie... 538 00:42:39,853 --> 00:42:42,287 bróðir þinn er dáinn. 539 00:42:56,333 --> 00:42:58,893 Líkaði þér tónlistin hans? 540 00:43:00,373 --> 00:43:02,091 Ég hefði dansað eftir henni... 541 00:43:03,453 --> 00:43:06,092 ef ég hefði haft einhvern til að dansa við. 542 00:43:10,693 --> 00:43:12,888 Viltu koma? 543 00:43:14,213 --> 00:43:16,602 Komdu með mér. Gerðu það. 544 00:43:19,693 --> 00:43:21,012 - Komdu, Belle. - Ég get það ekki. 545 00:43:21,253 --> 00:43:23,289 Þú getur það. Það er aðeins ofar. 546 00:43:23,493 --> 00:43:27,042 Ég get það ekki. Ég er föst hérna. 547 00:43:27,333 --> 00:43:30,928 - Víst geturðu það. - Ég get það ekki, Manny! 548 00:43:31,293 --> 00:43:33,090 Ég get það ekki. 549 00:43:36,613 --> 00:43:38,604 Hvað er að gerast? Hvað er þetta? 550 00:43:38,853 --> 00:43:40,286 Hvað er þarna niðri? 551 00:43:42,693 --> 00:43:44,285 Góð stúlka. 552 00:43:45,333 --> 00:43:49,212 - Fyrirgefðu hvað ég er kumpánlegur. - Hvað geturðu gert annað? 553 00:43:49,453 --> 00:43:51,648 Ég er ekki frú Pétur Pan. 554 00:43:51,893 --> 00:43:53,690 Jæja, Belle, förum upp. 555 00:43:54,053 --> 00:43:55,725 Komdu nú. 556 00:43:56,253 --> 00:43:57,925 Svona. Þá förum við. 557 00:43:59,413 --> 00:44:00,482 Reiðubúin? 558 00:44:01,253 --> 00:44:03,483 - Eltu hana. - Andartak. 559 00:44:03,733 --> 00:44:07,282 - Segirðu aldrei "vertu svo vænn"? - Ef það kemur þér upp tréð... 560 00:44:07,533 --> 00:44:09,285 vertu svo vænn. 561 00:44:12,453 --> 00:44:14,523 Þetta er Nonnie, hún fer með okkur. 562 00:44:14,773 --> 00:44:17,082 - Hvað um hin? - Enginn hlustar á okkur. 563 00:44:17,293 --> 00:44:20,091 Þau treysta brytanum betur en okkur. 564 00:44:27,573 --> 00:44:30,485 Hjálpaðu henni upp, Martin, og eltu hana síðan. 565 00:44:40,893 --> 00:44:43,885 Þú sagðir ekki hvað þér fannst um prédikun mína. 566 00:44:45,493 --> 00:44:48,087 - Þú spurðir mig ekki álits. - Ég geri það núna. 567 00:44:51,813 --> 00:44:54,122 Þú talaðir aðeins máli hinna sterku. 568 00:44:54,973 --> 00:44:57,726 Ég bið þig að sýna styrk. Komdu með okkur. 569 00:44:58,973 --> 00:45:01,089 Ég get ekki yfirgefið fólkið. 570 00:45:01,373 --> 00:45:03,489 Ég veit að ég get ekki bjargað því. 571 00:45:04,053 --> 00:45:05,884 Mig grunar að við deyjum öll... 572 00:45:07,893 --> 00:45:09,451 en ég get ekki farið frá þeim. 573 00:45:13,573 --> 00:45:15,291 Þau vilja ekki fara. 574 00:45:15,493 --> 00:45:18,087 Þau kusu að vera kyrr. Því ættir þú að vera kyrr? 575 00:45:18,653 --> 00:45:20,371 Hvaða gagn er þá að lífi þínu? 576 00:45:20,773 --> 00:45:22,286 Til hvers hefurðu lifað? 577 00:45:38,253 --> 00:45:40,289 Ég á engra kosta völ. 578 00:45:50,773 --> 00:45:52,491 John, ég ætla ekki að gefast upp. 579 00:45:56,373 --> 00:45:57,852 Get ég fengið hljóð? 580 00:45:58,693 --> 00:46:00,888 Viljið þið hlusta á mig? 581 00:46:04,653 --> 00:46:05,802 Þetta er leiðin út. 582 00:46:07,453 --> 00:46:10,013 - Þetta er eina von okkar. - Ekki hlusta á hann! 583 00:46:10,253 --> 00:46:13,051 - Við verðum hér uns hjálp berst. - Hvaðan berst hjálp? 584 00:46:13,893 --> 00:46:16,726 Frá skipstjóranum? Hann er dáinn. 585 00:46:16,973 --> 00:46:19,885 Allir sem voru fyrir ofan okkur þegar skipinu hvolfdi eru dánir. 586 00:46:20,093 --> 00:46:22,288 Af því að nú eru þeir í kafi. 587 00:46:22,693 --> 00:46:25,890 - Það er ekki satt! - Þetta er sannleikur, montrass! 588 00:46:26,933 --> 00:46:28,525 Við erum þau einu sem lifa! 589 00:46:28,853 --> 00:46:31,686 Og enginn hjálpar okkur nema við sjálf. 590 00:46:32,413 --> 00:46:36,088 Það er undir hverju okkar komið. Undir okkur öllum. Saman. 591 00:46:36,613 --> 00:46:38,444 Í guðs bænum komið nú með mér. 592 00:46:38,733 --> 00:46:40,610 Ég skipa ykkur að vera kyrr! 593 00:46:40,893 --> 00:46:42,849 Hann veit ekkert um skipið. 594 00:46:43,093 --> 00:46:45,288 - Það er rétt. - Skiptu þér ekki af þessu. 595 00:46:52,693 --> 00:46:54,888 - Guð blessi þig. - Guð blessi þig. 596 00:46:57,253 --> 00:46:58,481 Hérna, herra. Hérna. 597 00:47:01,293 --> 00:47:02,123 Gerðu svo vel. 598 00:47:21,653 --> 00:47:25,566 - Ég bið ykkur í síðasta sinn. - Þú veist ekki hvað þú segir. 599 00:47:25,813 --> 00:47:27,212 Ég veit bara... 600 00:47:27,453 --> 00:47:29,523 að sjórinn heldur áfram að streyma inn. 601 00:47:29,773 --> 00:47:32,412 Við gætum farið dýpra. Við getum jafnvel farið í kaf... 602 00:47:32,653 --> 00:47:34,291 áður en við komumst út. 603 00:47:34,533 --> 00:47:37,286 En það er von. Þetta gæti tekist. 604 00:47:38,413 --> 00:47:40,290 Ef þið verðið hér þá deyið þið. 605 00:47:40,573 --> 00:47:43,292 Við verðum hjá brytanum. 606 00:47:54,693 --> 00:47:59,084 - Gastu ekki fengið fleiri til að koma? - Við erum ein. Förum inn. 607 00:48:08,133 --> 00:48:09,532 Komið þeim inn! Farið inn. 608 00:48:31,533 --> 00:48:33,251 Förum að trénu. 609 00:48:37,853 --> 00:48:38,729 Bíðið! 610 00:48:41,293 --> 00:48:42,521 Eitt í einu! 611 00:48:42,973 --> 00:48:46,090 - Verið ekki hrædd. - Fjandinn, farðu af mér! 612 00:48:47,493 --> 00:48:49,563 Enga hræðslu. Eitt í einu! 613 00:48:49,893 --> 00:48:52,566 Slepptu höndinni! 614 00:48:52,813 --> 00:48:55,373 Eitt í einu. Hægan nú! 615 00:48:57,453 --> 00:49:00,923 Réttu mér höndina, prestur. Réttu mér höndina! 616 00:49:06,493 --> 00:49:10,486 Ég fer í kaf! Hjálp, hjálp! Ég fer í kaf! 617 00:49:20,813 --> 00:49:22,087 Ég fer í kaf! 618 00:49:22,333 --> 00:49:26,690 Ég fer í kaf! Viljið þið hjálpa mér? 619 00:49:32,573 --> 00:49:36,885 Guð minn, ég vil ekki deyja! Hjálpið mér! 620 00:49:37,093 --> 00:49:39,482 Haltu þér ekki í mig. Hjálp! 621 00:49:54,053 --> 00:49:56,089 Hvar er eldhúsið, Acres? 622 00:49:57,013 --> 00:49:58,492 Í þessa átt, herra. 623 00:50:05,013 --> 00:50:05,809 Hvað er þetta? 624 00:50:06,613 --> 00:50:07,648 Eldur. 625 00:50:08,533 --> 00:50:12,287 - Er þetta eldvarnahurð? - Já, þetta eru öryggisdyr. 626 00:50:12,533 --> 00:50:15,605 - Lokast þær við háan hita? - Já, herra. 627 00:50:15,853 --> 00:50:19,687 Eldur án súrefnis, kafnar hann ekki? 628 00:50:19,893 --> 00:50:22,088 - Svo er sagt, herra. - Látum reyna á það. 629 00:50:24,533 --> 00:50:27,411 - Segðu þeim að vera ekki hjá hurðinni. - Bíddu! 630 00:50:27,693 --> 00:50:30,082 Veistu hvað skyndieldur er? 631 00:50:30,333 --> 00:50:32,005 Ég læt þig ekki drepa okkur! 632 00:50:32,253 --> 00:50:34,084 Ég fer um þessar dyr, hr. Rogo. 633 00:50:34,293 --> 00:50:38,605 Þú getur lokað þeim á eftir mér eða reynt að stöðva mig. 634 00:50:39,893 --> 00:50:41,485 Hvort á það að vera? 635 00:50:46,853 --> 00:50:51,483 Ég hélt alltaf að ég yrði drepinn af glæponi í leiguíbúð. 636 00:50:52,733 --> 00:50:54,485 Svona, opnaðu. 637 00:50:55,173 --> 00:50:57,403 Farið að skilrúminu. 638 00:50:57,653 --> 00:51:00,121 Viljið þið færa ykkur? Þökk fyrir. Þangað. 639 00:51:05,053 --> 00:51:06,088 Hérna. 640 00:51:21,093 --> 00:51:22,845 Farið til baka. Öll til baka! 641 00:52:42,333 --> 00:52:46,611 Afsakaðu, Rogo. Segjum að hann komi ekki til baka. 642 00:52:46,853 --> 00:52:48,571 Hvað veit ég um það? 643 00:52:49,533 --> 00:52:53,492 Við verðum að gera eitthvað. Við verðum að semja áætlun. 644 00:52:55,733 --> 00:52:57,769 En hvað segi ég hinum nú? 645 00:52:58,013 --> 00:53:01,483 Segðu þeim að draga upp sálmabækur og fara að syngja. 646 00:53:01,693 --> 00:53:03,092 Til baka! Til baka! 647 00:53:05,333 --> 00:53:06,322 Allt í lagi. 648 00:53:06,573 --> 00:53:08,291 - Allt í lagi hvað? - Acres. 649 00:53:08,533 --> 00:53:11,331 Hvert liggur þessi stigi hjá eldhúsinu? 650 00:53:12,613 --> 00:53:14,922 Niður að... upp á Breiðvang. 651 00:53:15,293 --> 00:53:18,683 - Hvað er Breiðvangur? - Þjónustugangur með öllu skipinu. 652 00:53:18,933 --> 00:53:20,889 Liggur hann að vélarrúminu? 653 00:53:22,093 --> 00:53:26,848 Ég er lítið kunnugur neðan þilja en það getur hugsast. 654 00:53:27,093 --> 00:53:27,889 Hann liggur þangað! 655 00:53:28,133 --> 00:53:29,691 - Þú aftur? - Fyrirgefðu, herra. 656 00:53:29,893 --> 00:53:32,407 Robin, hvað veistu um Breiðvang? 657 00:53:32,733 --> 00:53:34,883 Ég fór um hann með vini mínum vélstjóranum. 658 00:53:35,093 --> 00:53:38,085 Hann kallaði það Breiðvang þegar hann fór með mig að kötlunum. 659 00:53:38,693 --> 00:53:39,808 Þá er það ákveðið. 660 00:53:40,053 --> 00:53:42,362 - Tekurðu hann trúanlegan? - Af hverju ekki? 661 00:53:42,613 --> 00:53:46,447 - Þetta er bara barn. - Frú Rosen, ekki fleiri jólatré. 662 00:53:46,933 --> 00:53:48,651 Ég yrði þakklát. 663 00:53:49,173 --> 00:53:51,767 - Kemstu þetta, Acres? - Já, herra. 664 00:53:52,013 --> 00:53:53,128 Ég er hress, herra. 665 00:53:53,413 --> 00:53:55,847 - Sæktu bróður þinn. - Nonnie, komdu. 666 00:53:56,093 --> 00:53:57,924 - Belle, við verðum að fara. - Förum. 667 00:54:00,053 --> 00:54:03,204 Þarna eru mörg lík. 668 00:54:03,453 --> 00:54:05,683 Snertið ekkert, þetta er heitt. 669 00:54:17,373 --> 00:54:20,809 Nei! Manny, eldurinn brennir okkur. Við förum til baka. 670 00:54:21,053 --> 00:54:25,205 Þú hefur skipað mér í 30 ár. Hlýddu mér nú. Við förum í gegn! 671 00:54:25,453 --> 00:54:26,488 Ég skal annast þig! 672 00:55:12,933 --> 00:55:15,288 Acres, er þetta eina leiðin? 673 00:55:15,733 --> 00:55:16,927 Já, herra. 674 00:55:27,213 --> 00:55:29,681 Okkur vantar eitthvað til að draga ykkur upp með. 675 00:55:51,573 --> 00:55:53,723 Prestur, prófaðu þetta. 676 00:55:55,813 --> 00:55:59,010 Acres, þú ferð fyrstur. Ég þarfnast þín. 677 00:55:59,533 --> 00:56:01,012 Rogo, hjálpaðu honum. 678 00:56:02,253 --> 00:56:03,481 Rogo, Rogo, Rogo. 679 00:56:03,733 --> 00:56:05,724 Hr. Rogo, settu þetta um mitti hans. 680 00:56:18,893 --> 00:56:22,727 Það sem mér fellur ekki við þig er framkoma þín. 681 00:56:22,973 --> 00:56:24,088 Eða er það dýpra? 682 00:56:24,693 --> 00:56:28,481 Kannski erum við eins og þú vilt ekki horfa á þig. 683 00:56:29,773 --> 00:56:30,967 Um þessar dyr? 684 00:56:31,213 --> 00:56:34,489 Nei, þarna er eldhús skipverja. 685 00:56:35,453 --> 00:56:37,091 Það er þarna, herra. 686 00:56:37,453 --> 00:56:39,887 - Sæktu þau hin. - Já, herra. 687 00:56:41,933 --> 00:56:43,286 Þakka þér fyrir. 688 00:56:44,733 --> 00:56:46,689 Takið í þetta. 689 00:56:48,573 --> 00:56:53,203 - Skrítið að ljósin loga enn. - Neyðarrafrás og rafhlöður. 690 00:56:53,453 --> 00:56:56,013 Ljósin eiga að loga í þrjár stundir. 691 00:56:56,253 --> 00:56:57,686 Það er líka eins gott. 692 00:56:59,373 --> 00:57:00,692 Guð minn. 693 00:57:06,893 --> 00:57:10,488 - Jæja? - Þetta er eina leiðin af svæðinu. 694 00:57:10,693 --> 00:57:12,490 Það hlýtur að vera önnur leið. Hugsaðu. 695 00:57:14,533 --> 00:57:16,091 Þú ert ómeidd, Belle. 696 00:57:16,293 --> 00:57:17,885 Svona, togaðu. 697 00:57:22,173 --> 00:57:23,492 Það er í lagi, frú Rosen. 698 00:57:23,693 --> 00:57:27,049 Ég hjálpaði pabba að draga inn 600 punda sverðfisk við Hawaii. 699 00:57:32,213 --> 00:57:33,282 Þarna. 700 00:57:37,733 --> 00:57:38,768 Herra, það er þarna. 701 00:57:39,013 --> 00:57:42,483 Þarna niðri. Já, þarna. Ég held að þetta sé leiðin. 702 00:58:08,453 --> 00:58:11,684 - Liggur hún að miðásnum? - Mér var sagt það. 703 00:58:25,046 --> 00:58:28,083 - Hvert liggur hann? - Það eru útgangar á öllum þilförum... 704 00:58:28,326 --> 00:58:29,395 eins og á þessu. 705 00:58:29,646 --> 00:58:32,763 - Þetta gefur ekki mikla von. - Það er alveg rétt. 706 00:58:33,006 --> 00:58:34,917 Farðu nú upp. 707 00:58:41,806 --> 00:58:45,321 Sjórinn kemur inn! Sjórinn kemur inn! 708 00:58:48,886 --> 00:58:51,241 - Taktu í þetta! - Sjórinn kemur inn! 709 00:58:51,966 --> 00:58:53,160 Þegiðu! 710 00:58:53,406 --> 00:58:56,125 Farðu upp þessa fjandans rennu! 711 00:58:56,366 --> 00:58:59,244 Við getum ekki öll verið jafnróleg og þú, frú Rogo. 712 00:59:00,006 --> 00:59:01,519 Komið hingað upp. 713 00:59:01,926 --> 00:59:04,201 - Flýtið ykkur! - Settu slönguna niður. 714 00:59:04,646 --> 00:59:05,681 Takið í hana! 715 00:59:07,486 --> 00:59:09,124 - Niður með hana. - Áfram! 716 00:59:09,726 --> 00:59:12,399 - Togið, togið! - Upp. 717 00:59:12,646 --> 00:59:14,238 Verið ekki hrædd! 718 00:59:14,486 --> 00:59:15,919 Allt í lagi. 719 00:59:16,126 --> 00:59:17,115 - Rogo. - Já? 720 00:59:17,326 --> 00:59:19,760 - Farðu með þau þessa leið. - Komið öll þessa leið. 721 00:59:20,006 --> 00:59:23,555 Þetta er brjálæði. Við sökkvum! Ekkert hindrar að við drukknum. 722 00:59:23,806 --> 00:59:25,319 - Haldið áfram! - Hann segir sannleikann. 723 00:59:25,526 --> 00:59:29,235 - Alls staðar eru loftpyttir. - Loftpyttir? 724 00:59:29,526 --> 00:59:30,356 Já. 725 00:59:30,606 --> 00:59:33,916 Þótt síðasta þilfar hafi farið í kaf þarf þetta ekki að gera það. 726 00:59:35,846 --> 00:59:38,724 - Hve lengi verðum við á floti? - Nógu lengi. 727 00:59:38,926 --> 00:59:41,838 Andrea Doria var á floti í 10 tíma en sökk síðan. 728 00:59:42,086 --> 00:59:44,646 Við höfum nægan tíma. 729 00:59:44,886 --> 00:59:46,239 Svona, haldið áfram. 730 00:59:46,806 --> 00:59:48,956 Þessi leiðsla liggur að lóðréttri loftrás. 731 00:59:49,606 --> 00:59:51,085 Gegnum þetta litla gat? 732 00:59:51,326 --> 00:59:53,920 Um þetta litla gat komumst við að Breiðvangi. 733 00:59:54,366 --> 00:59:56,596 Við höfum klifið upp fjögur þilför. Tvö eftir. 734 00:59:57,206 --> 01:00:01,358 - Þetta er eina leiðin. - Á maður að komast hér fyrir? 735 01:00:01,766 --> 01:00:04,724 Frú Rosen, þú kemst hér í gegn, þú mátt trúa því. 736 01:00:04,966 --> 01:00:07,924 Hún er haldin þeirri firru að hún sé of feit. 737 01:00:09,126 --> 01:00:12,436 - Rogo, komdu með mér. - Auðvitað. Aftur ég. 738 01:00:12,846 --> 01:00:13,801 Af hverju? 739 01:00:14,046 --> 01:00:17,561 Ég þarfnast þín við hinn enda leiðslunnar. 740 01:00:18,726 --> 01:00:21,001 - Hr. Martin! - Já, herra? 741 01:00:21,246 --> 01:00:23,999 Gættu þess að allir fari inn og komdu síðastur. 742 01:00:24,246 --> 01:00:25,440 Allt í lagi, prestur. 743 01:00:26,126 --> 01:00:27,525 Ég fer næst. 744 01:00:27,766 --> 01:00:30,041 Ef gamla fituhlussan festist hérna... 745 01:00:30,286 --> 01:00:32,720 verð ég ekki fyrir aftan hana. 746 01:00:34,046 --> 01:00:36,321 Krakkar, þið eruð næstir. 747 01:00:42,686 --> 01:00:43,914 Manny... 748 01:00:44,166 --> 01:00:46,919 ef ég festist ýttu þá. 749 01:00:47,126 --> 01:00:49,276 Vertu óhrædd, þú festist ekki. 750 01:00:51,206 --> 01:00:53,117 Gáðu að höfðinu. 751 01:00:54,246 --> 01:00:55,725 Svona. 752 01:00:56,686 --> 01:00:59,041 - Nonnie, þú ferð næst. - Nei, með þér. 753 01:00:59,286 --> 01:01:00,514 Með þér. 754 01:01:00,966 --> 01:01:03,241 - Hr. Acres, viltu vera svo vænn? - Já, herra. 755 01:01:03,486 --> 01:01:05,716 Komdu, við viljum ekki týna hinu fólkinu. 756 01:01:05,966 --> 01:01:07,922 Verðurðu rétt fyrir aftan mig? 757 01:01:12,566 --> 01:01:15,922 Eins og sardínur í dós. Fljótt nú! 758 01:02:03,566 --> 01:02:05,158 Halló! 759 01:02:12,006 --> 01:02:13,598 Halló þarna inni! 760 01:02:15,886 --> 01:02:18,764 Eltu mig. Ekki líta niður. 761 01:02:19,006 --> 01:02:20,758 Með hægðinni hefst það. 762 01:02:20,966 --> 01:02:23,161 Settu fótinn í stigann. Svona. 763 01:02:23,766 --> 01:02:26,564 Það er ekkert að þér. Haltu áfram, elskan. 764 01:02:36,646 --> 01:02:38,557 Ég sagði þér að líta ekki niður. 765 01:02:39,926 --> 01:02:41,678 Allt í lagi. 766 01:02:48,726 --> 01:02:50,364 Já, svona. Farðu þér hægt. 767 01:03:07,006 --> 01:03:09,236 Það hlýtur að vera hér. Sendu þau upp. 768 01:03:24,246 --> 01:03:26,441 Gættu að fótfestunni. Þú ert næstur, strákur. 769 01:03:26,646 --> 01:03:28,364 Hjálpaðu frú Rosen. 770 01:03:29,046 --> 01:03:30,718 Áfram nú. 771 01:03:30,926 --> 01:03:33,394 - Hvernig líður þér frú Rosen? - Vel. 772 01:03:33,646 --> 01:03:37,685 Ég fer að ná andanum aftur. Hvernig líður þér, hr. Rogo? 773 01:03:37,926 --> 01:03:39,564 Vel, vel. 774 01:03:41,846 --> 01:03:43,757 Fástu ekki um þetta. 775 01:03:45,406 --> 01:03:47,601 - Horfðu bara upp. - Manny, ertu þarna? 776 01:03:47,846 --> 01:03:50,565 - Hvar get ég verið annars staðar? - Frú Rosen... 777 01:03:50,766 --> 01:03:53,519 þetta átti ekki að hljóma þannig. 778 01:03:53,726 --> 01:03:54,795 Missti ég af einhverju? 779 01:03:55,166 --> 01:03:57,726 Þegar ég sagði frá 600 punda sverðfiskinum... 780 01:03:57,926 --> 01:04:00,565 átti ég ekki við að þú værir svo þung. 781 01:04:01,246 --> 01:04:04,602 Af hverju hefurðu áhyggjur miðað við það sem er að gerast? 782 01:04:04,806 --> 01:04:06,034 Já, hvað fleira? 783 01:04:06,606 --> 01:04:08,324 Þú ert góður drengur. 784 01:04:08,526 --> 01:04:10,164 Segðu systur minni það. 785 01:04:10,366 --> 01:04:11,958 Gættu nú að fætinum. 786 01:04:17,406 --> 01:04:20,478 Þetta er í lagi, frú Rosen. 787 01:04:20,726 --> 01:04:22,239 Ég kem. 788 01:04:34,246 --> 01:04:36,760 Ýttu á bakið á mér. Ýttu. 789 01:04:47,246 --> 01:04:50,397 - Farðu á undan. - Allt í lagi, frú Rosen. 790 01:04:50,646 --> 01:04:53,956 En ekki... fara of hratt. 791 01:04:54,246 --> 01:04:56,362 Manny, ertu fyrir aftan mig? 792 01:04:56,606 --> 01:04:58,756 Þú ert ekki enn laus við mig. 793 01:05:02,446 --> 01:05:03,765 Upp með þig. 794 01:05:04,326 --> 01:05:05,554 Upp. Upp. 795 01:06:19,646 --> 01:06:20,761 Haltu áfram. 796 01:06:20,966 --> 01:06:22,638 Nonnie, er allt í lagi? 797 01:06:28,646 --> 01:06:29,999 Mér þykir fyrir því. 798 01:06:30,246 --> 01:06:31,804 Ég get ekki hreyft mig. 799 01:06:32,046 --> 01:06:33,365 Ég get það ekki. 800 01:06:34,046 --> 01:06:37,356 Nonnie, hafðu augun á stiganum. 801 01:06:38,046 --> 01:06:40,276 Horfðu ekki á neitt nema stigann. 802 01:06:40,526 --> 01:06:43,404 Ég er hér. Ég er með þér. Skilurðu það? 803 01:06:43,646 --> 01:06:48,561 Jæja, ein rim í einu. Teygðu höndina upp. 804 01:06:48,806 --> 01:06:52,958 Hugsaðu ekki um neitt nema stigann. Áfram, Nonnie. 805 01:06:53,246 --> 01:06:57,444 Hvað eruð þið að gera þarna uppi? Er kominn kaffitími? Áfram! 806 01:06:57,686 --> 01:06:59,756 Góði hr. Rogo. 807 01:07:00,726 --> 01:07:03,957 Jæja, Nonnie, nú er það fóturinn. 808 01:07:04,406 --> 01:07:05,600 Stígðu upp. 809 01:07:05,846 --> 01:07:07,165 Stígðu upp. 810 01:07:07,606 --> 01:07:08,755 Svona. 811 01:07:09,166 --> 01:07:10,155 Svona. 812 01:07:10,406 --> 01:07:13,239 Þannig er það. Fyrsta rimin er erfiðust. 813 01:07:13,446 --> 01:07:17,803 Aftur núna. Aftur núna. Einu sinni enn. Svona. 814 01:07:18,046 --> 01:07:20,321 Jæja. Ein rim í einu. 815 01:07:21,686 --> 01:07:24,484 Nú fóturinn. Nú fóturinn. 816 01:07:24,726 --> 01:07:26,956 Haltu áfram. Svona. 817 01:07:27,166 --> 01:07:29,760 Þá er það næsta rim. 818 01:07:32,766 --> 01:07:35,564 Hræðilegar sprengingar. 819 01:07:35,926 --> 01:07:39,202 - Hvað er að gerast? - Þetta er allt í lagi. 820 01:07:39,406 --> 01:07:41,044 Við erum enn á floti. 821 01:07:41,246 --> 01:07:42,565 Sjáið. 822 01:07:45,966 --> 01:07:48,161 Guð. Aðrir eru enn á lífi! 823 01:07:51,126 --> 01:07:55,358 Verið hér. Hjálpaðu hinum út. Ég athuga hvert þau fara. 824 01:07:57,766 --> 01:08:00,155 - Hvert farið þið? - Við fylgjum lækninum. 825 01:08:00,366 --> 01:08:01,765 Læknir! 826 01:08:02,006 --> 01:08:05,476 Þið farið ekki í rétta átt. Þið eruð á leið fram í stafn. 827 01:08:05,726 --> 01:08:07,045 Það er rétt, prestur. 828 01:08:07,246 --> 01:08:09,760 Bíddu hægur. Þið komist ekki út þeim megin. 829 01:08:09,966 --> 01:08:12,355 - Af hverju ekki? - Af því að stafninn fer í kaf. 830 01:08:12,566 --> 01:08:13,760 Stafninn er í kafi. 831 01:08:14,006 --> 01:08:16,839 Farið aftur í skut. Við förum út gegnum vélarrúmið. 832 01:08:17,046 --> 01:08:18,684 - Það er horfið. - Hvernig veistu það? 833 01:08:18,926 --> 01:08:23,363 Sprengingarnar. Þið urðuð þeirra vör. Eina leiðin út er fram á við. 834 01:08:25,166 --> 01:08:29,000 Aðgættirðu vélarrúmið? Sástu það? 835 01:08:29,246 --> 01:08:31,396 Ég þarf þess ekki. Við förum fram í skut. 836 01:08:31,926 --> 01:08:34,156 Komdu með okkur, prestur. 837 01:08:38,166 --> 01:08:40,157 Þið farið vitlausa leið. 838 01:08:49,246 --> 01:08:50,235 Við misstum Acres. 839 01:08:50,446 --> 01:08:52,084 Hann féll niður loftrásina. 840 01:08:53,846 --> 01:08:55,757 Hvar í fjandanum varst þú? 841 01:08:57,926 --> 01:08:59,917 Hvað áttu við? 842 01:09:00,366 --> 01:09:03,164 Ég sagði þér að halda hópnum saman. 843 01:09:03,366 --> 01:09:06,961 - Hr. Rogo gerði eins og hann gat... - þú þarft ekki að verja mig. 844 01:09:07,326 --> 01:09:12,195 Ég hef fengið nóg af þér. Þykistu vera guð almáttugur? 845 01:09:12,566 --> 01:09:15,364 - Hann var meiddur og þurfti vernd! - Og hvað um það? 846 01:09:15,806 --> 01:09:18,798 Skipið hallaðist og hann datt. Loftrásin sprakk! 847 01:09:19,006 --> 01:09:23,045 Hann er dauður. Búið mál. Eða viltu gera eitthvað meira úr þessu? 848 01:09:23,726 --> 01:09:26,798 Ég sagðist ætla að koma öllum héðan og ætla að standa við það. 849 01:09:27,006 --> 01:09:30,362 Hr. Scott, hvert ætlar allt hitt fólkið? 850 01:09:32,646 --> 01:09:34,364 Það er á leið fram í stafn. 851 01:09:34,846 --> 01:09:37,485 En það er rangt. Stafninn er í kafi. 852 01:09:37,726 --> 01:09:40,559 Hvernig veistu það? Hefurðu séð hann? 853 01:09:40,766 --> 01:09:43,200 Hvernig getur þú verið svona viss um allt? 854 01:09:43,806 --> 01:09:46,081 Ef allt þetta fólk heldur að það hafi rétt fyrir sér... 855 01:09:46,286 --> 01:09:48,481 ættum við að fara með því, ekki með þér. 856 01:09:48,686 --> 01:09:50,404 Stórsnjallt. 857 01:09:50,646 --> 01:09:53,604 Tuttugu manns ákveða að drukkna og því er það í lagi. 858 01:09:53,846 --> 01:09:56,440 Það er dæmigert. Allt samkvæmt tölum... 859 01:09:57,846 --> 01:10:01,156 - Hættu þessu, Mike. - Hann hefur haft rétt fyrir sér. 860 01:10:02,166 --> 01:10:05,124 Andartak. Má ég koma með tillögu? 861 01:10:05,326 --> 01:10:08,363 Við værum öruggari ef þið hættuð að rífast. 862 01:10:08,766 --> 01:10:10,961 Hvað viltu að við gerum? 863 01:10:11,526 --> 01:10:13,562 Ég skal semja við þig. 864 01:10:14,646 --> 01:10:17,558 Ég ætla að fara aftur í skut í vélarrúmið. 865 01:10:17,806 --> 01:10:21,196 Ef leiðin er fær förum við eins og ég vil! 866 01:10:21,406 --> 01:10:24,284 Ef ekki höldum við áfram. Er það skilið? 867 01:10:30,646 --> 01:10:32,159 Prestur! 868 01:10:33,686 --> 01:10:35,517 Þú færð 15 mínútur. 869 01:10:35,726 --> 01:10:39,765 Ef þú verður ekki kominn þá förum við hina leiðina. 870 01:10:44,126 --> 01:10:45,639 Samþykkt. 871 01:10:59,046 --> 01:11:01,799 Væri ekki skynsamlegt að svipast um... 872 01:11:02,046 --> 01:11:05,800 og reyna að finna eitthvað sem við þörfnumst, til dæmis mat? 873 01:11:06,046 --> 01:11:07,764 - Jú, auðvitað. - Gott. 874 01:11:07,966 --> 01:11:11,003 Ágætt, Byrjið öll að leita en verið á svæðinu. 875 01:11:11,206 --> 01:11:12,639 Nonnie, svipumst um. 876 01:11:12,846 --> 01:11:16,475 Manny, bíddu aðeins. Ég er með spurningu. 877 01:11:16,726 --> 01:11:18,637 Ég elti herra Scott. Vertu hér. 878 01:11:18,846 --> 01:11:21,201 Útilokað. Ég hjálpa við leitina. 879 01:11:21,446 --> 01:11:23,755 Þá það en farðu ekki langt. 880 01:11:27,686 --> 01:11:30,359 Manny, ertu enn með vasaklútinn? 881 01:11:31,846 --> 01:11:33,564 Hann er ekki mjög hreinn. 882 01:12:29,406 --> 01:12:31,158 Séra Scott. 883 01:12:33,846 --> 01:12:35,564 Hr. Scott. 884 01:12:36,766 --> 01:12:38,563 Af hverju ertu ekki með hinum? 885 01:12:40,726 --> 01:12:41,715 Ég er hrædd. 886 01:12:46,726 --> 01:12:48,956 Mér finnst ég öruggari með þér. 887 01:13:00,326 --> 01:13:02,760 Geturðu ekki komið okkur héðan? 888 01:13:04,126 --> 01:13:07,163 Vissulega, Susan. Vissulega. 889 01:13:10,046 --> 01:13:14,597 Við komumst ekki þessa leið en við fórum hjá mörgum öðrum göngum. 890 01:13:14,846 --> 01:13:18,555 Við leitum í þeim öllum þar til við finnum vélarrúmið. 891 01:13:20,046 --> 01:13:21,559 Allt í lagi. 892 01:13:22,246 --> 01:13:23,565 Komdu nú. 893 01:13:24,726 --> 01:13:28,685 Fáum við nokkru sinni að sjá dótturson okkar? 894 01:13:28,926 --> 01:13:31,679 Svona, elskan, þú verður að vera jákvæð. 895 01:13:31,926 --> 01:13:34,156 Við sjáum hann. Við sjáum hann. 896 01:13:36,326 --> 01:13:41,161 Ef einhver okkar bjargast vona ég að það verði þessi börn. 897 01:13:41,566 --> 01:13:44,444 Þau eiga allt lífið fyrir sér. 898 01:13:44,646 --> 01:13:46,841 Hættu að gefa burt líf okkar. 899 01:13:47,046 --> 01:13:51,437 Við losnum úr þessu. Við öll. Sittu bara hér meðan ég... 900 01:13:51,646 --> 01:13:52,681 Manny... 901 01:13:54,166 --> 01:13:56,361 þú ert góður maður. 902 01:13:57,646 --> 01:13:58,999 Þú ert svo góður. 903 01:14:51,966 --> 01:14:54,605 - Lofaðu mér einu. - Það fer eftir því hvað það er. 904 01:14:54,806 --> 01:14:58,401 Ef ég verð ekki kominn eftir 5 mínútur segðu hinum að mér hafi skjátlast. 905 01:14:58,606 --> 01:15:01,040 Segðu Rogo að gera þetta á sinn hátt. Skilurðu mig? 906 01:15:01,566 --> 01:15:03,397 Ég lofa að gera það en þú kemur aftur. 907 01:15:04,446 --> 01:15:05,765 Ég kem aftur. 908 01:15:41,126 --> 01:15:44,198 Að sjá þetta. Ný leið til hárskurðar. 909 01:15:44,446 --> 01:15:49,076 Kúnninn er festur niður, ýtt á hnapp, honum lyft upp og snúið við... 910 01:15:49,326 --> 01:15:51,760 hárið látið hanga niður og klipp, klipp. 911 01:15:51,966 --> 01:15:54,161 Já, klipp, klipp. 912 01:15:54,366 --> 01:15:56,960 Teddy bróðir hefur fallegt hár. 913 01:16:03,806 --> 01:16:05,762 Hann er í raun dáinn... 914 01:16:07,566 --> 01:16:09,158 er það ekki? 915 01:16:12,206 --> 01:16:14,720 Ég get ekki lifað án hans. 916 01:16:15,766 --> 01:16:17,165 Ég get það ekki. 917 01:16:19,766 --> 01:16:21,165 Nonnie... 918 01:16:21,926 --> 01:16:23,757 þú heldur áfram. 919 01:16:24,366 --> 01:16:25,958 Við höldum áfram. 920 01:16:26,526 --> 01:16:28,164 Við megum til. 921 01:16:35,766 --> 01:16:38,963 Í fyrstu höldum við að það sé útilokað. 922 01:16:40,246 --> 01:16:43,761 En trúðu mér, með tímanum... 923 01:16:43,966 --> 01:16:47,356 kynnistu öðrum hlutum, öðru fólki. 924 01:16:47,766 --> 01:16:50,758 Öðrum til að þykja vænt um. Vittu til. 925 01:17:00,246 --> 01:17:02,680 KARLAR 926 01:17:32,206 --> 01:17:34,674 - Koníak, kaðall, öxi. - Við fundum þetta. 927 01:17:34,926 --> 01:17:38,157 Gott, gott. Það eru liðnar 17 mínútur og hann ókominn. 928 01:17:38,366 --> 01:17:39,799 - 16 mínútur. - Förum. 929 01:17:40,046 --> 01:17:43,925 - Bíðum í nokkrar mínútur enn. - Til hvers? 930 01:17:44,126 --> 01:17:46,276 Við förum þangað og í flýti. 931 01:17:46,526 --> 01:17:48,039 Hr. Rogo! 932 01:17:49,286 --> 01:17:51,800 - Hvað er að? Hvar varstu? - Með hr. Scott. 933 01:17:52,006 --> 01:17:55,237 Við fundum lúgu og hann hélt hann kæmist um hana að vélarrúminu. 934 01:17:55,446 --> 01:17:59,758 Hann sagði að ef hann kæmi ekki aftur eftir 5 mínútur ætti ég að segja þér... 935 01:17:59,966 --> 01:18:03,356 - að gera eins og þú vildir. - Jafnaðu þig, vinan. 936 01:18:03,606 --> 01:18:06,518 Nú er nóg komið. Við höfum sóað tímanum... 937 01:18:06,726 --> 01:18:09,399 þegar við áttum að fara fram í með hinu fólkinu. 938 01:18:09,686 --> 01:18:14,362 Bíddu. Hann hefur gert svo mikið að við getum ekki yfirgefið hann. 939 01:18:14,566 --> 01:18:16,841 - Þú lætur eins og hann sé dáinn. - Ég tek undir það. 940 01:18:17,046 --> 01:18:19,037 Hann gerði samkomulag. Við höldum okkur við það. 941 01:18:19,246 --> 01:18:22,443 Við förum nú strax fram í skip. Drífum okkur! 942 01:18:22,646 --> 01:18:25,763 Ég fann þetta. Ég var þar. 943 01:18:27,526 --> 01:18:31,075 Heyrirðu það, Rogo? Ég sá vélarrúmið og leiðina þaðan. 944 01:18:31,726 --> 01:18:35,639 Það er þarna. Ég segi eins og þú: "Drífum okkur!" Komið þið. 945 01:18:35,846 --> 01:18:38,360 Robin? Bíðið, hvar er Robin? 946 01:18:38,766 --> 01:18:40,916 Þegar ég sá hann síðast fór hann í þessa átt. 947 01:18:41,126 --> 01:18:45,358 Bíðið. Susan, farðu með allt fólkið að lúgunni. Ég finn Robin. 948 01:18:45,566 --> 01:18:49,161 - Ég fer ekki án hans. - Viltu treysta mér? 949 01:18:50,606 --> 01:18:54,360 Aðeins þú veist hvar lúgan er. Ég ætla að finna Robin. 950 01:18:55,646 --> 01:18:58,319 - Veslings litli drengurinn. - Haldið áfram, hann finnst. 951 01:19:08,446 --> 01:19:10,004 Robin, komdu hingað. 952 01:19:13,966 --> 01:19:16,275 Hér inni. Upp stigann. 953 01:19:28,446 --> 01:19:31,358 - Jæja, farðu upp. - Ekki án bróður míns. 954 01:19:31,926 --> 01:19:33,120 Farðu upp. Bíddu. 955 01:19:33,326 --> 01:19:35,556 - Farðu upp. - Robin! 956 01:19:37,526 --> 01:19:38,959 Guð minn góður. 957 01:19:54,366 --> 01:19:55,958 Farið upp með hann! 958 01:20:00,166 --> 01:20:02,361 Farðu upp, drengur. Upp með þig. 959 01:20:17,486 --> 01:20:19,397 Ég þurfti að fara á klóið. 960 01:20:19,606 --> 01:20:24,361 - Það væri heimskulegur dauðdagi! - Fyrirgefðu, sagði ég. 961 01:20:28,566 --> 01:20:30,443 - Hvert förum við núna? - Niður. 962 01:20:30,646 --> 01:20:32,318 Lokaðu vatnsþéttu dyrunum. 963 01:20:32,526 --> 01:20:35,040 Niður? Getur ekki verið. Ég hef fylgst með þessu. 964 01:20:35,246 --> 01:20:38,318 Við fórum upp átta þiljur. Þær voru allar fullar af sjó. 965 01:20:38,526 --> 01:20:41,962 Ekki vélarrúmið. Ég sá það. Við förum niður. 966 01:20:56,966 --> 01:20:59,002 Þetta er ekkert fjandans vélarrúm. 967 01:20:59,726 --> 01:21:01,159 Hvar erum við? 968 01:21:01,406 --> 01:21:03,601 Þessi gangur liggur að vélarrúminu. 969 01:21:03,806 --> 01:21:07,162 - En nú er hann í kafi. - Við syndum þá. Komdu með kaðalinn. 970 01:21:07,406 --> 01:21:09,556 - Þér er ekki alvara. - Hún fer með rétt mál. 971 01:21:09,766 --> 01:21:12,234 Vélarrúmið er líklega líka í kafi. 972 01:21:12,446 --> 01:21:15,961 Það er þurrt. Það er á næsta gólfi fyrir ofan. Ég sá það. 973 01:21:16,446 --> 01:21:20,803 Ég syndi upp stigaop. Það er litlu hærra en 10 metrar. 974 01:21:21,046 --> 01:21:22,399 Ekki meira? 975 01:21:22,606 --> 01:21:24,119 Við getum það. Trúðu mér. 976 01:21:24,606 --> 01:21:26,722 Ég festi kaðalinn á hinum endanum. 977 01:21:26,926 --> 01:21:30,680 Þegar ég kem þangað kippi ég í hann. Dragið ykkur upp eftir bandinu. 978 01:21:30,886 --> 01:21:33,764 Dragið djúpt andann. Þetta er ekki meira en hálf mínúta. 979 01:21:33,966 --> 01:21:36,639 - Geturðu lengi haldið niðri andanum? - Ég veit það ekki? 980 01:21:36,846 --> 01:21:38,359 Gerðu mér greiða. Reyndu það núna. 981 01:21:38,566 --> 01:21:40,682 - Mr. Rogo, taktu tímann. - Byrjaðu. 982 01:21:40,926 --> 01:21:45,363 Sjáðu. Ég var köfunarmeistari New York borgar... 983 01:21:45,566 --> 01:21:49,241 í þrjú ár. Ég hélt niðri í mér andanum í 2 mínútur og 47 sekúndur. 984 01:21:49,446 --> 01:21:52,279 - Leyfðu mér að gera þetta. - Þá varstu 17 ára. 985 01:21:52,486 --> 01:21:55,523 Þið hafið öll ýtt mér og dregið mig alla þessa leið. 986 01:21:55,726 --> 01:21:58,604 Nú hef ég færi á að gera dálítið sem ég kann. 987 01:21:58,806 --> 01:22:01,001 Má ég gera þetta fyrir alla? 988 01:22:01,206 --> 01:22:05,563 Ég get haldið niðri andanum meðan ég syndi tíu metra. 989 01:22:08,646 --> 01:22:09,761 Þakka þér fyrir. 990 01:22:10,846 --> 01:22:12,165 Heyrðu, prédikari. 991 01:22:13,286 --> 01:22:14,958 Dragðu djúpt andann. 992 01:22:58,206 --> 01:23:00,720 - Tekur einhver tímann á honum? - Já, ég. 993 01:23:00,926 --> 01:23:04,521 Hann syndir eftir göngum og upp og niður stigaganga. 994 01:23:04,726 --> 01:23:07,320 Aðeins ég hef æfingu í þessu. 995 01:23:07,526 --> 01:23:08,515 Viltu halda þér saman? 996 01:23:08,726 --> 01:23:11,035 Af hverju heldurðu að þú getir þetta? 997 01:23:11,246 --> 01:23:14,556 Spyrjið hvern sem er í Sundsambandi kvenna. 998 01:23:14,766 --> 01:23:19,203 Þótt ég hafi þyngst aðeins hef ég vel getað verið íþróttakona áður. 999 01:23:19,406 --> 01:23:21,874 - Hver er tíminn orðinn? - 39 sekúndur. 1000 01:23:42,806 --> 01:23:44,956 - Hvað? - Kaðallinn fer ekki í gegn. 1001 01:23:45,166 --> 01:23:47,361 - Kannski er hann kominn. - Gefum honum meiri tíma. 1002 01:23:47,566 --> 01:23:49,284 Hann sagðist kippa í kaðalinn. 1003 01:23:52,246 --> 01:23:54,806 Hvað eigum við að gera? Hvað gerum við? 1004 01:23:55,006 --> 01:23:57,759 Dragðu hann til baka! 1005 01:23:58,366 --> 01:24:01,563 Slakaðu, bannsettur! 1006 01:24:02,126 --> 01:24:03,241 Belle, farðu varlega. 1007 01:24:03,446 --> 01:24:06,279 Manny, heldurðu að ég ætli að sýna kæruleysi? 1008 01:24:09,766 --> 01:24:11,836 Hvað þykist hún vera að gera? 1009 01:24:12,206 --> 01:24:14,720 Leyfðu henni að fara. Hún veit hvað hún gerir. 1010 01:25:09,166 --> 01:25:11,919 - Hún hlýtur að hafa fundið hann. - Guði sé lof. 1011 01:25:48,446 --> 01:25:50,323 Þeim hlýtur að hafa tekist þetta. 1012 01:25:51,646 --> 01:25:56,766 Sjáðu til, Scott, í vatninu er ég grindhoruð. 1013 01:26:12,126 --> 01:26:13,639 Þau kippa ekki. 1014 01:26:13,846 --> 01:26:15,996 Bíddu, gefðu þeim tíma. 1015 01:26:30,846 --> 01:26:34,156 Ég er víst ekki lengur... 1016 01:26:34,566 --> 01:26:37,319 meistari Sundsambands kvenna. 1017 01:26:37,526 --> 01:26:39,562 Stattu þig, frú Rosen. Stattu þig. 1018 01:26:39,806 --> 01:26:41,558 Hr. Scott... 1019 01:26:41,966 --> 01:26:43,957 þetta nægir alveg. 1020 01:26:45,046 --> 01:26:46,559 Leyfðu mér að fara. 1021 01:26:46,806 --> 01:26:49,161 Má ég fara? 1022 01:26:50,726 --> 01:26:52,557 Láttu Manny fá þetta. 1023 01:26:52,806 --> 01:26:56,594 Segðu honum að að láta dótturson okkar fá þetta... 1024 01:26:56,846 --> 01:26:58,564 frá okkur báðum. 1025 01:27:00,686 --> 01:27:03,154 Þetta er lífstákn. 1026 01:27:06,046 --> 01:27:09,561 Lífið skiptir alltaf miklu. 1027 01:27:24,566 --> 01:27:26,557 Guð minn. 1028 01:27:27,846 --> 01:27:30,360 Ekki þessi kona. 1029 01:27:32,846 --> 01:27:35,565 Guð minn, ekki þessi kona. 1030 01:27:37,046 --> 01:27:39,640 Eitthvað hefur gerst. Belle hefði gefið merki. 1031 01:27:39,846 --> 01:27:42,406 - Þau hafa haft nógan tíma. - Nú er komið meira en nóg. 1032 01:27:42,606 --> 01:27:46,360 - Ég verð að fá að vita hvað gerðist. - Nei, þú drukknar bara líka. 1033 01:27:46,566 --> 01:27:48,841 - Hleyptu mér, hún er konan mín. - Leyfðu honum að fara. 1034 01:27:49,046 --> 01:27:52,356 Ég fer í gegn. Verið kyrr þar til ég kem aftur. 1035 01:27:52,566 --> 01:27:55,000 - Láttu mig fá vasaljósið. - Góði Mike. 1036 01:27:55,206 --> 01:27:57,561 Róleg, elskan. Ég kem aftur. 1037 01:29:10,206 --> 01:29:13,198 Hvað kom fyrir? Þú togaðir ekki í kaðalinn. 1038 01:29:13,406 --> 01:29:14,964 Ég festist. 1039 01:29:15,366 --> 01:29:17,322 Frú Rosen losaði mig. 1040 01:29:17,966 --> 01:29:21,754 Takk, frú Rosen. Ef þín hefði ekki notið við værum við öll... 1041 01:29:25,446 --> 01:29:27,755 Drottinn minn. 1042 01:29:29,486 --> 01:29:31,363 Farðu og sæktu hin. 1043 01:29:31,646 --> 01:29:33,796 - Hvað á ég að segja honum? - Ekkert! 1044 01:29:34,006 --> 01:29:35,758 Farðu bara og sæktu þau. 1045 01:29:44,206 --> 01:29:46,356 Þú varst mjög kjörkuð, kona. 1046 01:29:50,206 --> 01:29:51,958 Mjög kjörkuð. 1047 01:30:37,246 --> 01:30:38,395 Það er ekkert að mér, elskan. 1048 01:30:38,806 --> 01:30:41,798 - Það er ekkert að mér. - Belle, er hún heil heilsu? 1049 01:30:42,406 --> 01:30:46,445 Hún fór alla leið og bjargaði Scott. Hún ruddi leiðina fyrir okkur hin. 1050 01:30:46,966 --> 01:30:48,558 Hún komst alla leið. 1051 01:30:49,286 --> 01:30:51,277 En fór ekki eitthvað úrskeiðis? 1052 01:30:55,446 --> 01:31:00,156 Hún gerði allt eins og ég sagði þér. Hr. Rosen, handlangaðu þig á bandinu. 1053 01:31:00,846 --> 01:31:02,438 Eitthvað fór úr böndunum. 1054 01:31:02,686 --> 01:31:05,246 Hún fór alla leið. Hlustið nú á mig. 1055 01:31:05,446 --> 01:31:10,201 Komið öll hingað, dragið djúpt andann og handlangið ykkur. 1056 01:31:10,406 --> 01:31:12,442 Þið komist fljótlega í vélarrúmið. 1057 01:31:12,646 --> 01:31:16,116 Það er yfir sjávarmáli eins og presturinn sagði. Krakkar fyrst. 1058 01:31:16,326 --> 01:31:19,841 Ég get synt þrisvar yfir laugina í kafi en Systa aðeins tvisvar. 1059 01:31:20,046 --> 01:31:21,240 Jæja þá. 1060 01:31:21,446 --> 01:31:24,165 Gleymið ekki að anda nokkrum sinnum djúpt að ykkur. 1061 01:31:26,766 --> 01:31:28,165 Jæja, farið. 1062 01:31:35,046 --> 01:31:37,162 Ég kann ekki að synda. 1063 01:31:38,366 --> 01:31:39,355 Kanntu ekki að synda? 1064 01:31:39,606 --> 01:31:42,074 Ekki tekið eitt sundtak. 1065 01:31:54,926 --> 01:31:56,154 Núna þið. 1066 01:31:56,366 --> 01:31:58,960 Hr. Rogo, viltu ekki fara? Ég skal hjálpa henni. 1067 01:31:59,206 --> 01:32:02,562 Verið þá snögg að þessu. Engin fíflalæti. 1068 01:32:09,166 --> 01:32:12,078 - Kanntu alls ekki að synda? - Nei, ég kann það ekki. 1069 01:32:12,326 --> 01:32:14,760 - En þú getur haldið niðri andanum. - Já. 1070 01:32:15,006 --> 01:32:16,075 Þú þarft ekki annað. 1071 01:32:16,326 --> 01:32:19,796 Byrjaðu að anda djúpt og haltu niðri andanum áður en þú kafar. 1072 01:32:20,046 --> 01:32:22,799 Haltu þér í beltið mitt. Ég dreg þig alla leið. 1073 01:32:23,006 --> 01:32:23,995 Nei. 1074 01:32:24,246 --> 01:32:27,158 Þú mátt til, Nonnie. Ég fer ekki án þín. 1075 01:32:27,966 --> 01:32:30,355 Er þér alvara með þetta? 1076 01:32:32,486 --> 01:32:37,560 Verum eftir hér. Við þurfum ekki að elta fólkið. 1077 01:32:39,486 --> 01:32:40,555 Hvað ætli gerist? 1078 01:32:41,126 --> 01:32:45,563 - Okkur gæti verið bjargað. - Enginn veit það. 1079 01:32:46,406 --> 01:32:48,158 Ætlarðu ekki að yfirgefa mig? 1080 01:32:48,366 --> 01:32:49,845 Ég fer ekki án þín. 1081 01:32:53,566 --> 01:32:55,761 Ég verð að halda niðri andanum. 1082 01:32:56,006 --> 01:33:01,205 - Ekki annað. Og ekki sleppa takinu. - Ég sleppi því ekki. 1083 01:33:05,406 --> 01:33:06,964 - Reiðubúin? - Nei. 1084 01:33:07,646 --> 01:33:11,559 Nú öndum við þrisvar djúpt að okkur og förum síðan. 1085 01:33:40,166 --> 01:33:41,360 Belle. 1086 01:34:33,046 --> 01:34:34,365 Er allt í lagi, elskan? 1087 01:34:47,046 --> 01:34:48,195 Hjálp! 1088 01:34:51,726 --> 01:34:52,875 Náið henni. 1089 01:34:53,086 --> 01:34:54,758 Hingað upp! 1090 01:34:59,846 --> 01:35:01,757 Komið. Komið. 1091 01:35:09,726 --> 01:35:13,480 Ég sá skrúfuásopið. Við erum næstum sloppin. 1092 01:35:13,726 --> 01:35:16,286 En við verðum að halda áfram. Komið nú. 1093 01:35:16,526 --> 01:35:20,565 - Ertu tilfinningalaus, skepnan þín? - Heyrðu nú! 1094 01:35:22,246 --> 01:35:23,964 Hlustið öll á mig. 1095 01:35:24,926 --> 01:35:27,804 Frú Rosen er dáin. Við getum ekki lífgað hana við. 1096 01:35:28,046 --> 01:35:31,675 En við getum haldið áfram. Hún hefði viljað það. 1097 01:35:31,926 --> 01:35:34,201 Við skulum því halda áfram. Á fætur! 1098 01:35:34,446 --> 01:35:37,358 Standið upp og höldum áfram. Svona. 1099 01:35:38,446 --> 01:35:41,961 - Þú líka, hr. Rosen. - Nei, ég á að vera hjá henni. 1100 01:35:42,206 --> 01:35:43,958 Guð blessi frú Rosen. 1101 01:35:45,846 --> 01:35:47,564 Heyrðu, Rosen. 1102 01:35:52,766 --> 01:35:54,757 Það síðasta sem hún sagði við mig var: 1103 01:35:54,966 --> 01:35:59,642 "Láttu Manny fá þetta til að gefa dóttursyni okkar frá okkur báðum." 1104 01:36:01,926 --> 01:36:03,757 Þú átt að vera hjá þeim sem lifa. 1105 01:36:07,406 --> 01:36:11,524 Ef þú kemur ekki með okkur hefur lát hennar engan tilgang. 1106 01:36:13,526 --> 01:36:14,754 Komdu nú. 1107 01:36:18,646 --> 01:36:19,761 Gott og vel... 1108 01:36:20,366 --> 01:36:21,958 en farðu á undan. 1109 01:36:22,846 --> 01:36:25,565 Mig langar að vera aðeins lengur hjá henni. 1110 01:36:26,846 --> 01:36:28,165 Þú færð eina mínútu. 1111 01:36:42,726 --> 01:36:44,159 Hlustið nú á. 1112 01:36:46,726 --> 01:36:48,762 Sjáið þið rauðu lokuna þarna? 1113 01:36:49,406 --> 01:36:52,204 Undir henni er gengið inn í öxulrýmið. 1114 01:36:52,846 --> 01:36:55,360 Skrúfuöxullinn er þetta silfurlitaða. 1115 01:36:55,646 --> 01:36:58,956 Og við förum þangað eftir þessari göngubrú. 1116 01:36:59,566 --> 01:37:00,760 Komið nú með mér. 1117 01:37:33,406 --> 01:37:34,839 Þessa leið, hr. Rosen! 1118 01:37:35,406 --> 01:37:36,555 Þessa leið. 1119 01:38:00,166 --> 01:38:03,556 Við komumst ekki hér í gegn. Við verðum að fara upp. 1120 01:39:41,806 --> 01:39:42,955 Verið hér. 1121 01:40:27,846 --> 01:40:29,518 Einar dyr enn og við erum komin. 1122 01:40:31,606 --> 01:40:34,678 Hér er þetta, Rogo, eins og ég sagði þér. 1123 01:40:34,886 --> 01:40:37,958 - Komið þið. - Litla dýrið fór með rétt mál. 1124 01:40:46,926 --> 01:40:48,484 Linda! 1125 01:41:05,206 --> 01:41:08,357 Þú þarna prestur! 1126 01:41:09,766 --> 01:41:13,805 Lygni, morðóði lúsablesi! 1127 01:41:14,806 --> 01:41:16,797 Þú gabbaðir mig næstum! 1128 01:41:17,926 --> 01:41:22,636 Ég var farin að trúa loforði þínu að við ættum nokkra von. 1129 01:41:23,566 --> 01:41:25,124 Hvaða von? 1130 01:41:25,646 --> 01:41:27,159 Þú hafðir af mér... 1131 01:41:27,406 --> 01:41:30,955 það eina sem ég hef nokkru sinni elskað. 1132 01:41:31,766 --> 01:41:33,199 Lindu mína. 1133 01:41:34,406 --> 01:41:35,555 Þú drapst hana! 1134 01:41:37,326 --> 01:41:38,805 Þú drapst hana! 1135 01:41:40,846 --> 01:41:42,564 Þú drapst hana. 1136 01:41:44,206 --> 01:41:46,197 Þú drapst hana. 1137 01:42:00,246 --> 01:42:02,760 Hr. Scott, heit gufa! 1138 01:42:03,246 --> 01:42:05,157 Hún lokar leiðinni fyrir okkur. 1139 01:42:11,926 --> 01:42:16,761 Hvað viltu fleira af okkur? Það er ekki þér að þakka að við erum hér. 1140 01:42:17,206 --> 01:42:19,595 Við komum af eigin hvötum án hjálpar þinnar. 1141 01:42:28,646 --> 01:42:33,322 Við báðum þig ekki að berjast fyrir okkur en berstu ekki gegn okkur! 1142 01:42:33,726 --> 01:42:35,159 Láttu okkur í friði! 1143 01:42:36,646 --> 01:42:40,355 Hve margar fórnir enn? Hve mikið blóð enn? 1144 01:42:49,086 --> 01:42:51,156 Hve mörg mannslíf enn? 1145 01:42:57,446 --> 01:42:58,959 Belle nægði ekki! 1146 01:43:00,646 --> 01:43:02,204 Og ekki Acres! 1147 01:43:04,446 --> 01:43:06,164 Og nú stúlkan. 1148 01:43:09,606 --> 01:43:11,278 Viltu enn eitt líf? 1149 01:43:13,406 --> 01:43:14,805 Taktu mig þá. 1150 01:44:01,526 --> 01:44:02,800 Þið getið þetta! 1151 01:44:03,966 --> 01:44:05,240 Haldið áfram. 1152 01:44:07,526 --> 01:44:08,754 Rogo! 1153 01:44:10,246 --> 01:44:11,315 Farðu með þau í gegn! 1154 01:44:31,806 --> 01:44:34,366 Hvað ertu að gera? Komdu hingað. Susan. Núna. 1155 01:44:34,606 --> 01:44:36,403 Komdu aftur hingað. Þú getur ekki hjálpað honum. 1156 01:44:36,646 --> 01:44:39,797 Susan, komdu aftur hingað. 1157 01:44:40,046 --> 01:44:44,756 Susan, komdu hingað. Susan, komdu hingað! 1158 01:44:45,006 --> 01:44:49,557 Hingað upp. Hingað upp. Áfram nú. Nei. 1159 01:44:53,966 --> 01:44:55,877 Hvað þykistu vera að gera? 1160 01:44:57,326 --> 01:45:00,443 Þið heyrðuð klerkinn segja: "Farðu með þau í gegn." 1161 01:45:01,126 --> 01:45:03,560 Farðu þá með okkur í gegn! 1162 01:45:03,806 --> 01:45:06,445 Þetta verður í lagi, Systa. Það verður í lagi. 1163 01:45:06,686 --> 01:45:08,324 Hvernig lögreglumaður varst þú? 1164 01:45:09,406 --> 01:45:12,284 Þú hefur ekki gert annað en kvarta og kveina. 1165 01:45:12,526 --> 01:45:14,915 Alltaf neikvæður og niðurdrepandi. 1166 01:45:15,886 --> 01:45:19,561 Nú geturðu gert eitthvað jákvætt í tilbreytingarskyni. 1167 01:45:19,926 --> 01:45:21,882 Ætlarðu að hætta, hr. Rogo? 1168 01:45:22,126 --> 01:45:25,436 Ferðu vælandi út á maganum? 1169 01:45:30,326 --> 01:45:33,762 Þetta nægir alveg! 1170 01:45:47,206 --> 01:45:51,165 Taktu rögg á þig, Susan. Robin, annastu systur þína. Farðu. 1171 01:45:51,406 --> 01:45:53,761 Nonnie, fylgdu þeim. 1172 01:45:55,206 --> 01:45:56,719 Kemurðu, hr. Rosen? 1173 01:46:35,926 --> 01:46:38,156 Gætið ykkar á hurðinni. Hún er heit. 1174 01:46:56,606 --> 01:46:59,564 Hvað nú? Blindgöng. 1175 01:46:59,766 --> 01:47:03,475 Afsakaðu, herra, en ég held annað. 1176 01:47:04,286 --> 01:47:07,835 - Hvað heldurðu, strákur? - Ég reyndi að segja þér það. 1177 01:47:08,046 --> 01:47:10,958 Við erum í öxulganginum. Stálið er hvergi þynnra. 1178 01:47:12,006 --> 01:47:14,759 - Skrokkurinn er aðeins einn þumlungur. - Allt í lagi. 1179 01:47:15,006 --> 01:47:17,759 Þögn. Mér fannst ég heyra eitthvað. 1180 01:47:21,686 --> 01:47:23,961 Guð minn, einhver er þarna úti! 1181 01:47:33,406 --> 01:47:35,158 Bíðið! 1182 01:47:35,926 --> 01:47:37,154 Aftur. 1183 01:47:41,646 --> 01:47:42,965 Bíðið, bíðið. 1184 01:47:44,806 --> 01:47:45,955 Aftur. 1185 01:47:49,206 --> 01:47:51,640 Hættið, hættið. Gagnslaust. 1186 01:47:51,846 --> 01:47:52,881 Nei, höldum áfram. 1187 01:47:53,366 --> 01:47:56,199 Hr. Scott hefði ekki hætt. Höldum áfram! 1188 01:48:00,086 --> 01:48:01,565 Bíðið, bíðið. 1189 01:48:05,646 --> 01:48:07,955 Það er einhver þarna uppi. 1190 01:48:18,526 --> 01:48:23,725 Presturinn sagði satt. Þessi indæli drullusokkur laug ekki! 1191 01:48:27,006 --> 01:48:29,236 Sjáið. Sjáið! 1192 01:48:32,486 --> 01:48:34,204 Farið til baka. 1193 01:49:38,966 --> 01:49:41,764 - Hve mörg eruð þið þarna? - Sex. 1194 01:49:43,246 --> 01:49:44,565 Ekki fleiri? 1195 01:49:44,806 --> 01:49:48,560 Björguðuð þið fleirum? Fólki úr stafninum? 1196 01:49:48,806 --> 01:49:50,080 Nei. 1197 01:52:06,846 --> 01:52:07,835 Íslenskur texti eftir: SDl Media Group 1198 01:52:08,006 --> 01:52:08,995 [lCELANDlC]