1 00:00:14,501 --> 00:00:17,501 SAINT-JEAN-DE-LUZ FRAKKLANDI 2 00:00:59,541 --> 00:01:02,141 Líttu bara á aflann frá í morgun. 3 00:01:02,221 --> 00:01:06,141 Hérna er þetta! Það er að byrja. Settu þetta þarna. 4 00:01:07,221 --> 00:01:08,621 Humrarnir fara þangað. 5 00:01:11,381 --> 00:01:14,781 Líttu á þessa humra. Þeir eru gullfallegir. 6 00:01:14,861 --> 00:01:16,341 -Góðan daginn. -Halló. 7 00:01:16,981 --> 00:01:18,861 Nóg úrval í dag. 8 00:01:18,941 --> 00:01:20,501 Já, ekki slæmt. 9 00:01:20,581 --> 00:01:22,901 Þetta gæti gengið. Kannski dálítið ljós. 10 00:01:22,981 --> 00:01:25,061 Gengur í ravioli eða salat. 11 00:01:25,141 --> 00:01:27,101 Svo þú vilt ákveða matseðilinn? 12 00:01:27,181 --> 00:01:30,141 Hvað veit ég um það. Ég hef ekki efni á þessu hvort eð er. 13 00:01:30,221 --> 00:01:32,581 Bráðum hef ég ekki efni á þér. 14 00:01:33,781 --> 00:01:35,221 En þessi er fínn. 15 00:01:35,301 --> 00:01:36,621 Settu hann á ís, takk. 16 00:01:54,181 --> 00:01:56,621 Tvo gullflekki og einn humar á borð sjö. 17 00:01:57,261 --> 00:01:58,901 Allt í lagi. 18 00:02:58,781 --> 00:03:03,141 Farðu með humarinn, Gilberto, og þrífðu þetta. 19 00:03:03,941 --> 00:03:05,261 Skal gert. 20 00:03:15,101 --> 00:03:16,421 Burt með hann. 21 00:04:06,021 --> 00:04:07,541 Kláraðu þetta, Gilberto. 22 00:04:08,381 --> 00:04:09,861 Ég ætla út. 23 00:04:52,461 --> 00:04:54,621 Ég vil komast héðan fyrir miðnætti. 24 00:06:33,621 --> 00:06:37,621 HÁSKÓLASJÚKRAHÚSIÐ SAINT-JEAN-DE-LUZ, FRAKKLANDI 25 00:07:06,061 --> 00:07:07,381 Hann er aðstoðarkokkur. 26 00:07:07,461 --> 00:07:09,341 Hann vinnur í eldhúsinu á Le Sinquet. 27 00:07:09,421 --> 00:07:11,501 -Þar sem afmælið þitt var? -Já. 28 00:07:12,421 --> 00:07:15,021 Kom í morgun með fötin útbíuð í svartri ælu. 29 00:07:15,101 --> 00:07:17,901 Hár hiti, niðurgangur. Við urðum að svæfa hann. 30 00:07:19,501 --> 00:07:21,661 -Kokkurinn hrundi líka. -Hvenær? 31 00:07:21,741 --> 00:07:23,061 Í gærkvöldi. 32 00:07:23,141 --> 00:07:25,381 Fötin hans voru þakin sams konar ælu. 33 00:07:26,021 --> 00:07:27,581 Hann dó áður en við komum. 34 00:07:28,701 --> 00:07:31,661 Við bíðum eftir leyfi fjölskyldu fyrir krufningu. 35 00:07:32,941 --> 00:07:34,261 Fyrirgefðu. 36 00:07:37,101 --> 00:07:39,861 Láttu mig vita þegar niðurstöður berast. Takk, Sofia. 37 00:07:55,781 --> 00:07:57,901 -Hvað gerðist? -Pabbi fór til Antwerpen. 38 00:07:57,981 --> 00:08:00,621 -Hann þurfti að mæta á fund. -Hvað með Tönyu? 39 00:08:00,701 --> 00:08:02,861 -Hún er í Portúgal. -Hann veit það ekki. 40 00:08:03,581 --> 00:08:05,181 -Hvað? -Að við erum farin. 41 00:08:06,141 --> 00:08:09,421 Það er ekkert að gera. Við eigum enga vini. Pabbi er ekki heima. 42 00:08:09,501 --> 00:08:10,941 Þú hefðir átt að hringja! 43 00:08:11,021 --> 00:08:12,501 Ég kann að taka lest. 44 00:08:12,581 --> 00:08:15,221 -Við fórum næstum í ranga lest. -Þegiðu. 45 00:08:15,821 --> 00:08:18,621 Þið getið ekki farið svona. Hvað ef eitthvað hefði gerst? 46 00:08:18,701 --> 00:08:21,021 -Eins og hvað? -Það er ekki málið, Isabelle. 47 00:08:21,101 --> 00:08:23,101 Við verðum að vita hvar þið eruð. 48 00:08:27,181 --> 00:08:28,741 Við ræðum þetta seinna. 49 00:08:29,701 --> 00:08:31,021 Ekki snerta neitt. 50 00:08:32,301 --> 00:08:34,021 Af hverju segirðu þetta? 51 00:08:34,581 --> 00:08:35,901 Burt með þig. 52 00:08:39,461 --> 00:08:42,381 -Þrjár vikur og þú gast ekki... -Það kom dálítið upp á. 53 00:08:42,461 --> 00:08:44,981 -Það er alltaf þannig. -Ég þarf að vinna, Cécile. 54 00:08:45,061 --> 00:08:46,501 Þú þarft að vinna, við... 55 00:08:47,861 --> 00:08:50,861 -Ég kem aftur á morgun. Ég skal... -Þau eru komin, Michael. 56 00:08:53,661 --> 00:08:54,981 -Ha? -Þau komu heim. 57 00:08:55,061 --> 00:08:57,581 -Sjálf? -Já, sjálf! 58 00:08:59,661 --> 00:09:02,021 Ég fer þangað um helgina og keyri þau til baka. 59 00:09:02,101 --> 00:09:04,581 -Heldurðu að ég leyfi þeim það? -Svona, Cécile. 60 00:09:05,621 --> 00:09:08,221 Þau hefðu ekki átt að fara. Ég sagði þeim það. 61 00:09:08,301 --> 00:09:11,661 En þau voru ein og það er víst ekki í fyrsta skipti. 62 00:09:11,741 --> 00:09:13,581 Skilur þú þau aldrei ein eftir? 63 00:09:13,661 --> 00:09:17,301 Auðvitað, en ekki yfir nótt ef enginn er hjá þeim. 64 00:09:17,381 --> 00:09:21,341 Og ekki á frídögum, þegar ég hef lofað að vera með þeim. 65 00:09:21,421 --> 00:09:25,221 Ætlastu til að þau sitji og bíði eftir þér? 66 00:09:25,301 --> 00:09:27,021 Já, reyndar. Þetta eru börn! 67 00:09:27,101 --> 00:09:29,621 Í borg sem þau þekkja ekki, án föður síns. 68 00:09:31,181 --> 00:09:32,541 Ég verð að fara. 69 00:09:32,621 --> 00:09:34,101 Hringdu eftir nokkra daga. 70 00:10:24,701 --> 00:10:26,021 Halló. 71 00:10:27,621 --> 00:10:28,941 Hæ. 72 00:10:31,501 --> 00:10:32,821 Ekkert að borða? 73 00:10:32,901 --> 00:10:35,221 Ef þú vildir borða hefðirðu átt að láta vita. 74 00:10:35,301 --> 00:10:37,221 Ég héld þú myndir koma mér á óvart. 75 00:10:38,021 --> 00:10:39,541 Ég virðist hafa gert það. 76 00:10:43,701 --> 00:10:45,941 -Hvað viltu? -Nei, ég skal sækja það. 77 00:10:46,741 --> 00:10:48,621 Komið að mér að koma á óvart. 78 00:10:55,061 --> 00:10:58,861 Hún heldur að frí þýði sex máltíðir á dag. 79 00:11:03,021 --> 00:11:06,621 Þú ert með fyrirlestur. Um... hvalahljóð. 80 00:11:06,701 --> 00:11:10,101 Það er bæklingur á hótelinu. 81 00:11:11,701 --> 00:11:13,021 Ég gerði það. 82 00:11:14,221 --> 00:11:16,541 Hætti við eftir allt sem hefur gerst. 83 00:11:18,261 --> 00:11:19,861 Hlýtur að hafa verið hræðilegt. 84 00:11:22,781 --> 00:11:24,341 Þú ert... 85 00:11:24,421 --> 00:11:25,741 hvalafræðingur? 86 00:11:29,861 --> 00:11:31,181 En þú? 87 00:11:31,901 --> 00:11:34,021 Þú horfir þangað út... 88 00:11:35,861 --> 00:11:37,381 Ég... 89 00:11:37,461 --> 00:11:38,781 lít þangað upp. 90 00:11:41,141 --> 00:11:42,741 Stjörnufræðingur? 91 00:11:42,821 --> 00:11:44,501 Stjarneðlisfræðingur. 92 00:11:45,901 --> 00:11:49,181 Þeir segja að við vitum meira um geiminn en hafið. 93 00:11:50,701 --> 00:11:53,141 Ég veit ekki hverjir þessir "þeir" eru. 94 00:11:56,741 --> 00:11:59,781 Foreldrar mínir spurðu mig af hverju ég vildi eyða ævinni 95 00:11:59,861 --> 00:12:02,861 í að leita að einhverju sem enginn vissi að væri til. 96 00:12:04,301 --> 00:12:06,541 -Hvað sagðir þú? -Von. 97 00:12:08,581 --> 00:12:10,221 Hljómaði vel þá. 98 00:12:12,941 --> 00:12:14,461 Innst inni samt... 99 00:12:15,901 --> 00:12:19,621 er hugmyndin um að vera ekki ein... 100 00:12:20,661 --> 00:12:22,261 undarlega... 101 00:12:22,341 --> 00:12:23,661 huggandi. 102 00:12:33,021 --> 00:12:34,461 Ég ætti að koma mér. 103 00:12:35,181 --> 00:12:36,501 Hérna. 104 00:12:38,381 --> 00:12:40,581 Við gistum á kránni í nokkrar nætur í viðbót. 105 00:12:40,661 --> 00:12:42,101 Ef þú vilt ræða málin... 106 00:12:45,821 --> 00:12:47,301 sendu mér skilaboð. 107 00:13:11,581 --> 00:13:15,581 THORVALDSON - RANNSÓKNARSKIP NOREGSHAFI 108 00:13:41,981 --> 00:13:44,301 Tuttugu og fimm nálgast, tuttugu og fimm. 109 00:13:51,301 --> 00:13:53,261 AA137 var að lenda. 110 00:14:02,541 --> 00:14:03,941 Velkominn um borð. 111 00:14:04,941 --> 00:14:06,261 Skipstjóri. 112 00:14:10,341 --> 00:14:11,981 Þú ert eldri, Sigur. 113 00:14:12,061 --> 00:14:13,381 Munar sex árum. 114 00:14:14,141 --> 00:14:15,861 Þú hefur ekkert elst, Jasper. 115 00:14:15,941 --> 00:14:17,741 Kannski er ég búinn með það. 116 00:14:17,821 --> 00:14:20,141 Hissa á að þú sért enn á Norðurleiðinni. 117 00:14:20,221 --> 00:14:22,181 Aldrei verið gefinn fyrir hita. 118 00:14:22,261 --> 00:14:23,781 Eða land, ef því er að skipta. 119 00:14:26,781 --> 00:14:28,701 Halló, Sigur. 120 00:14:31,061 --> 00:14:32,781 Tina. 121 00:14:34,581 --> 00:14:36,181 Eigum við að fara niður? 122 00:15:13,781 --> 00:15:15,101 Stýrðu núll-einn-fjóra. 123 00:15:17,781 --> 00:15:19,941 Þeir ættu að koma í ljós um það bil... 124 00:15:21,301 --> 00:15:22,701 núna. 125 00:15:32,061 --> 00:15:33,381 Sirsoe methanicola. 126 00:15:33,941 --> 00:15:36,141 -Hvað er það? -Ísormar. 127 00:15:36,821 --> 00:15:40,461 -Hvað hafa þeir verið þarna lengi? -Við fundum þá fyrir nokkrum dögum. 128 00:15:40,541 --> 00:15:43,741 Ég héld þú sagðir að þeir þektu 50 fermetra. 129 00:15:43,821 --> 00:15:46,541 Þeir gerðu það þegar við fundum þá fyrst. 130 00:15:46,621 --> 00:15:49,621 -Er þetta örugglega sami staður? -Ég skal athuga það. 131 00:15:51,741 --> 00:15:53,461 Sami staður. 132 00:15:53,541 --> 00:15:54,861 Kemstu nær? 133 00:16:03,061 --> 00:16:05,741 -Hvað eru þeir að gera? -Þeir eru að borða. 134 00:16:07,901 --> 00:16:11,061 -Hvað? -Sérðu brúnu flekkina? 135 00:16:11,141 --> 00:16:14,021 Það er bakteríumottan sem ormarnir nærast á. 136 00:16:14,741 --> 00:16:17,421 Hvítu blettirnir eru frosið metan. 137 00:16:18,901 --> 00:16:21,341 Hefurðu upptökuna frá fyrstu köfuninni? 138 00:16:22,301 --> 00:16:24,061 -Já. -Ég vil sjá hana. 139 00:16:24,141 --> 00:16:25,501 Ég læt setja hana upp. 140 00:16:28,461 --> 00:16:30,181 Hækkaðu. 141 00:16:50,581 --> 00:16:54,421 -Hvað var þetta? -Það eru stundum truflanir. 142 00:16:55,021 --> 00:16:57,021 Út af brotum í strengnum. 143 00:17:05,421 --> 00:17:06,741 Þarna, mynd. 144 00:17:15,981 --> 00:17:17,541 Mynd. 145 00:17:22,941 --> 00:17:24,261 Takk. 146 00:17:26,421 --> 00:17:27,741 Mynd. 147 00:17:33,421 --> 00:17:34,741 Mynd. 148 00:17:40,141 --> 00:17:42,741 -Geturðu sent þessar? -Allar, prófessor? 149 00:17:42,821 --> 00:17:44,261 Gerðu það. 150 00:17:55,261 --> 00:17:56,581 Viltu gjöra svo vel? 151 00:17:57,461 --> 00:17:59,821 Þú færð ekki svona í borðsalnum. 152 00:18:01,381 --> 00:18:03,821 Datt í hug að maturinn bragðaðist betur. 153 00:18:07,181 --> 00:18:09,341 Vildirðu sýna mér eitthvað? 154 00:18:25,101 --> 00:18:29,341 Það eru ísormategundir sem lifa svona norðarlega, en... 155 00:18:29,421 --> 00:18:32,701 engin þeirra hefur tennur, hvað þá kjálka, eins og þessi. 156 00:18:32,781 --> 00:18:34,101 Og ekki bara það. 157 00:18:37,941 --> 00:18:40,341 Ísormar dreifa eggjum. 158 00:18:40,421 --> 00:18:43,341 Þeir spúa milljörðum sæðisfruma og eggja út í sjóinn. 159 00:18:43,421 --> 00:18:45,781 Örlítið hlutfall frjóvgast, og þau sem gera það 160 00:18:45,861 --> 00:18:47,781 eru margar vikur að klekjast út. 161 00:18:47,861 --> 00:18:51,341 Engin þekkt tegund getur fjölgað sér nógu hratt 162 00:18:51,421 --> 00:18:53,781 til að þekja svona stórt svæði á nokkrum dögum. 163 00:18:53,861 --> 00:18:55,861 Þeir eru líka stærri. 164 00:18:55,941 --> 00:18:59,581 Næstum tvöfalt stærri en þeir sem þú sást fyrir nokkrum dögum. 165 00:19:00,341 --> 00:19:02,781 Ég veit þetta er ekki það sem þú vildir heyra, en 166 00:19:03,341 --> 00:19:06,261 mitt besta gisk er að þetta sé ný tegund, 167 00:19:09,221 --> 00:19:10,861 og ef það er satt... 168 00:19:10,941 --> 00:19:12,581 nefni ég hana eftir þér. 169 00:19:13,861 --> 00:19:15,341 Þú mátt líta á það sem... 170 00:19:15,421 --> 00:19:17,701 kveðjugjöf frá gömlum vini. 171 00:19:22,421 --> 00:19:26,181 Ég sendi þér nöfn sérfræðinga sem þú getur leitað til. 172 00:19:27,221 --> 00:19:29,141 -Ég vil halda mig við þig. -Tina. 173 00:19:29,861 --> 00:19:31,661 Það verður ekki eins og síðast. 174 00:19:31,741 --> 00:19:34,661 -Í alvöru. -Það er eina leiðin... 175 00:19:34,741 --> 00:19:37,301 Ég hefði ekki hringt í þig ef það væri þannig. 176 00:19:37,381 --> 00:19:39,261 Þú hringdir af því þú þarfnaðist mín. 177 00:19:39,341 --> 00:19:41,581 Hovestad Energy þarfnast mín. 178 00:19:41,661 --> 00:19:44,661 Það er satt, en það þýðir ekki... 179 00:19:44,741 --> 00:19:48,061 Ríkisstjórnin ætlar að opna 50 ný vinnslusvæði í Noregshafi. 180 00:19:48,141 --> 00:19:50,621 Til að bora eftir olíu, gasi, steinefnum 181 00:19:50,701 --> 00:19:52,501 sem enginn mun geta gert 182 00:19:52,581 --> 00:19:55,541 nema umhverfissamtökin sem anda ofan í hálsmál 183 00:19:55,621 --> 00:19:57,781 Hovestad, gefi grænt ljós. 184 00:19:57,861 --> 00:20:01,261 Þess vegna viltu bæta mínu nafni við lista yfir sérfræðinga 185 00:20:01,341 --> 00:20:03,821 -sem ráðgast var við. -Við gerum þetta rétt núna. 186 00:20:03,901 --> 00:20:07,301 -Þú segir það bara... -Ég meina það. 187 00:20:07,381 --> 00:20:09,661 Ef ormarnir, eða eitthvað sem við finnum, 188 00:20:09,741 --> 00:20:11,821 reynast næmir fyrir umhverfisbreytingum, 189 00:20:11,901 --> 00:20:13,341 verður það í skýrslunni. 190 00:20:14,101 --> 00:20:17,061 Ekkert verður þurrkað út eða falið í neðanmálsgreinum. 191 00:20:17,141 --> 00:20:19,821 Hvað ef það útilokar draum Hovestad um vinnslu? 192 00:20:19,901 --> 00:20:21,541 Það verður samt í skýrslunni. 193 00:20:28,781 --> 00:20:31,061 Ókei, en í þetta skipti, þegar þú... 194 00:20:31,781 --> 00:20:34,301 skrifar skýrsluna, áður en þú sendir hana, 195 00:20:34,381 --> 00:20:36,941 árita ég hana. Hverja síðu. Efst og neðst. 196 00:20:45,661 --> 00:20:47,101 Ókei. 197 00:20:55,381 --> 00:20:57,101 Hvað tók prófið langan tíma? 198 00:20:57,741 --> 00:20:59,261 Aðeins meira en sólarhring. 199 00:20:59,981 --> 00:21:03,741 Þú sérð að ormarnir átu sig í gegnum bakteríuhimnuna 200 00:21:03,821 --> 00:21:05,741 og héldu svo áfram inn í ísinn. 201 00:21:05,821 --> 00:21:09,181 Það útskýrir tennurnar og stóru kjálkana. 202 00:21:09,261 --> 00:21:12,221 Það útskýrir ekki af hverju þeir átu gegnum bakteríurnar. 203 00:21:12,741 --> 00:21:15,141 Það er engin næring í ísnum. 204 00:21:15,221 --> 00:21:18,301 Hver sem ástæðan er, héldu þeir áfram þar til þeir köfnuðu. 205 00:21:19,741 --> 00:21:21,181 Af hverju gera þeir það? 206 00:21:21,261 --> 00:21:24,621 Sumar tegundir hafa sjálfseyðingarhvöt. 207 00:21:24,701 --> 00:21:27,261 Stundum er það til að takmarka stofnstærð, 208 00:21:27,341 --> 00:21:30,781 fórna sér fyrir hópinn, en það virðist ekki vera málið hérna. 209 00:21:30,861 --> 00:21:35,301 Við athuguðum líka fjölgunartíðni bakteríanna. 210 00:21:35,381 --> 00:21:38,861 Þær fjölga sér hraðar en nokkur önnur þekkt tegund. 211 00:21:40,261 --> 00:21:43,421 Þið virðist hafa rekist á nýja tegund ísorma. 212 00:21:44,621 --> 00:21:46,781 Og líka nýjan bakteríustofn. 213 00:21:46,861 --> 00:21:49,821 Í miðju Hovestad-svæðinu í Noregshafi. 214 00:21:49,901 --> 00:21:52,821 Skrifið athuganirnar niður og sendið skýrsluna til... 215 00:21:52,901 --> 00:21:54,501 Til mín. 216 00:21:54,581 --> 00:21:56,061 Með afriti til Sigur. 217 00:21:57,021 --> 00:21:59,821 Ég kem því áfram til Hovestad. 218 00:22:00,461 --> 00:22:01,901 Má ég hringja? 219 00:22:01,981 --> 00:22:03,301 Notaðu skrifstofuna mína. 220 00:22:15,701 --> 00:22:17,581 Hvað heldurðu að þau segi? 221 00:22:18,221 --> 00:22:19,581 Hver? Hovestad? 222 00:22:20,901 --> 00:22:22,741 Þau geta ekki mikið sagt. 223 00:22:22,821 --> 00:22:25,301 Þetta er ný tegund. Það er staðreynd. 224 00:22:25,381 --> 00:22:28,701 Upplýsingarnar eru það, en það sem gert er við þær, 225 00:22:28,781 --> 00:22:30,101 það er önnur spurning. 226 00:22:31,301 --> 00:22:33,341 Það er satt. 227 00:22:34,061 --> 00:22:36,821 Því miður er það ekki mitt að ákveða. 228 00:22:37,941 --> 00:22:39,501 Ekkert annað? 229 00:22:39,581 --> 00:22:41,541 Þú... sendir skýrsluna, 230 00:22:42,221 --> 00:22:45,141 færð greitt og... heldur áfram? 231 00:22:45,981 --> 00:22:49,581 -Þetta er nóg, Rahim. -Nei, nei, allt í lagi. 232 00:22:49,661 --> 00:22:53,741 Af hverju tekur þú ekki þínar orrustur á þinn hátt, 233 00:22:53,821 --> 00:22:56,221 og ég á minn hátt. 234 00:22:58,781 --> 00:23:01,701 Takk, Katherina, og vertu viss um að... 235 00:23:02,821 --> 00:23:04,501 þú sendir mér afrit. 236 00:23:04,581 --> 00:23:05,901 -Auðvitað. -Jebb. 237 00:23:07,941 --> 00:23:11,781 Þú mátt hafa þína skoðun, hvort sem ég er sammála eða ekki. 238 00:23:11,861 --> 00:23:14,661 En það sem þú mátt ekki 239 00:23:14,741 --> 00:23:18,541 er að móðga einhvern sem stofnunin á í samskiptum við. 240 00:23:22,341 --> 00:23:24,261 Viltu andmæla dr. Johanson? 241 00:23:25,501 --> 00:23:27,141 Farðu þá til Þrándheims. 242 00:23:27,221 --> 00:23:30,141 Mættu í tíma og þegar hann biður um spurningar, 243 00:23:30,221 --> 00:23:31,541 spurðu hann þá. 244 00:23:32,421 --> 00:23:33,741 Þangað til, 245 00:23:33,821 --> 00:23:36,701 sýnirðu honum þá virðingu sem hann á skilið. 246 00:23:57,541 --> 00:24:02,741 HOVESTAD ENERGY BJÖRGVIN - NOREGI 247 00:24:14,421 --> 00:24:17,941 -Hvað gerum við með þá? -Gera með þá? 248 00:24:18,021 --> 00:24:20,661 Ormana þína. Hvað gerum við með þá? 249 00:24:22,021 --> 00:24:25,261 Þið vinnið áfram eftir norskum reglum um umhverfisáhrif 250 00:24:25,341 --> 00:24:27,341 á sjávarbotni, í olíu- og gasvinnslu. 251 00:24:27,421 --> 00:24:29,341 Það sem við viljum vita, dr. Johanson, 252 00:24:29,421 --> 00:24:32,741 er hvort við getum eitthvað gert til að hraða ferlinu. 253 00:24:35,101 --> 00:24:38,701 Ef þið viljið gera þetta samkvæmt bókinni... 254 00:24:38,781 --> 00:24:41,341 Sem ég fullvissaði dr. Johanson um. 255 00:24:41,421 --> 00:24:43,741 Hvort þið þurfið að hætta þróun eða ekki 256 00:24:43,821 --> 00:24:45,861 veltur á því hversu útbreidd tegundin er. 257 00:24:45,941 --> 00:24:50,221 Ef hún er dreifð um stærra svæði en vinnsla nær til, 258 00:24:50,301 --> 00:24:53,461 sé ég enga hættu á minni líffjölbreytni svo... 259 00:24:53,541 --> 00:24:54,861 þið haldið áfram. 260 00:24:54,941 --> 00:24:56,261 Það er ekki vandamál. 261 00:24:56,821 --> 00:24:58,381 Hins vegar... 262 00:24:58,461 --> 00:24:59,781 ef hún er það ekki, 263 00:25:00,301 --> 00:25:01,621 þá verðið þið að hætta. 264 00:25:05,021 --> 00:25:07,261 Þess vegna verðum við að fara aftur. 265 00:25:07,861 --> 00:25:09,421 Sjá hver útbreiðslan er, 266 00:25:09,501 --> 00:25:11,461 taka fleiri botnsýni. 267 00:25:12,781 --> 00:25:16,501 Ormarnir þínir virðast gera sjálfum sér meiri skaða 268 00:25:16,581 --> 00:25:19,021 en við gætum nokkurn tíma gert. 269 00:25:19,101 --> 00:25:21,181 Ég er ekki að reyna að stoppa þig, Aaren. 270 00:25:21,261 --> 00:25:23,621 Ég er að vinna verkið sem þið réðuð mig til. 271 00:25:23,701 --> 00:25:25,341 Tryggja að við gerum hlutina 272 00:25:25,421 --> 00:25:28,101 á eins umhverfislega ábyrgan hátt og mögulegt er. 273 00:25:31,061 --> 00:25:32,621 Ég talaði við Alban skipstjóra. 274 00:25:32,701 --> 00:25:36,021 Við getum leigt Thorvaldson í viku í viðbót, tvær ef þarf. 275 00:25:36,621 --> 00:25:38,421 Því fyrr sem við komumst þangað, 276 00:25:38,501 --> 00:25:40,941 því fyrr vitum við hversu stórt vandamálið er. 277 00:25:46,661 --> 00:25:48,501 Allt í lagi. Og Aaren? 278 00:25:49,501 --> 00:25:50,981 Ég vil að þú farir með þeim. 279 00:25:51,781 --> 00:25:53,101 Með ánægju. 280 00:25:53,621 --> 00:25:55,781 Við getum örugglega notað aukahendur. 281 00:25:56,781 --> 00:25:58,101 Ekkert mál. 282 00:25:58,701 --> 00:26:01,701 Ég hlakka bara til þess að verja tíma með ykkur. 283 00:26:05,061 --> 00:26:07,221 Aaren er alveg eins og mig minnti. 284 00:26:07,301 --> 00:26:09,701 Það gæti verið verra. Og Erika? 285 00:26:09,781 --> 00:26:11,341 -Hún er betri. -Í hverju? 286 00:26:11,421 --> 00:26:14,141 Í að segja eitthvað án þess að segja neitt í raun. 287 00:26:17,661 --> 00:26:18,981 Þarftu far? 288 00:26:19,941 --> 00:26:21,261 Ég er með far, takk. 289 00:26:24,261 --> 00:26:26,261 Já, ókei. Svo... 290 00:26:27,541 --> 00:26:29,301 Ég sé þig úti á sjó. 291 00:26:29,381 --> 00:26:30,701 -Já. -Já? 292 00:26:30,781 --> 00:26:32,381 -Sjáumst á sjónum. -Algjörlega. 293 00:26:37,301 --> 00:26:38,621 -Er allt í lagi? -Já. 294 00:26:54,981 --> 00:26:56,941 Skrópuðu fleiri í dag? 295 00:26:58,061 --> 00:26:59,461 Einn af lærlingunum. 296 00:26:59,541 --> 00:27:00,861 Lét hann vita? 297 00:27:02,781 --> 00:27:04,181 Ertu með heimilisfangið? 298 00:27:04,261 --> 00:27:05,661 Ég ætla að líta til hans. 299 00:27:06,461 --> 00:27:08,301 Já, á skrifstofunni. 300 00:27:08,381 --> 00:27:10,981 Geturðu gefið mér afrit af pöntunarlistanum 301 00:27:11,061 --> 00:27:12,741 frá því í gærkvöldi? 302 00:27:12,821 --> 00:27:15,061 Svo ég geti athugað hvort fleiri hafi veikst? 303 00:27:17,781 --> 00:27:19,661 Hlýtur að hafa verið humarinn. 304 00:27:19,741 --> 00:27:21,141 Humarinn? 305 00:27:21,221 --> 00:27:24,421 Já, kokkurinn, herra Bouquillon, var að elda hann og hann... 306 00:27:26,301 --> 00:27:29,261 -Hvað? -Hann bara... sprakk. 307 00:27:32,261 --> 00:27:34,021 Hvað kom fyrir humarinn? 308 00:27:34,661 --> 00:27:36,741 Gilberto fór að þrífa það upp 309 00:27:36,821 --> 00:27:40,301 og síðan henti lærlingurinn, Alaina, honum. 310 00:27:40,901 --> 00:27:42,221 Hvert? 311 00:27:43,541 --> 00:27:44,861 Í ruslkvörnina. 312 00:27:47,261 --> 00:27:49,621 Gilberto... er hann... 313 00:27:50,821 --> 00:27:53,021 Hann er í góðum höndum. Ég lofa. 314 00:28:43,821 --> 00:28:46,141 Súrefni, adrenalín, núna! 315 00:29:12,021 --> 00:29:14,061 Haldið honum! 316 00:29:43,661 --> 00:29:44,981 Alaina? 317 00:29:52,581 --> 00:29:53,901 Er einhver heima? 318 00:30:11,061 --> 00:30:12,621 -Já. -Cécile? 319 00:30:13,421 --> 00:30:15,861 -Hvar ertu? -Heima hjá lærlingnum. 320 00:30:16,861 --> 00:30:18,301 Við misstum Gilberto. 321 00:30:24,141 --> 00:30:25,621 Cécile? 322 00:30:27,341 --> 00:30:28,661 Cécile, ertu þarna? 323 00:31:01,181 --> 00:31:03,981 Leon Anawak, Hafrannsóknastofnun Vancouver-eyju. 324 00:31:04,061 --> 00:31:05,461 Að leita að Clive Roberts. 325 00:31:13,901 --> 00:31:15,221 Hleypið honum í gegn! 326 00:31:37,981 --> 00:31:39,661 Fyrir átján dögum... 327 00:31:40,341 --> 00:31:41,981 allt í góðu lagi. 328 00:31:42,581 --> 00:31:45,701 Kom inn í kanadískt hafsvæði í gær. 329 00:31:47,421 --> 00:31:48,981 Ekkert óvenjulegt. 330 00:31:50,381 --> 00:31:52,301 Síðan... engin stjórn. 331 00:31:53,221 --> 00:31:55,101 Ekkert gerðist þegar ég tók í stýrið. 332 00:31:56,981 --> 00:31:58,701 Misstuð þið afl? 333 00:31:58,781 --> 00:32:01,221 Nei. Nei, það var afl. 334 00:32:03,221 --> 00:32:05,261 Stýrið... virkaði ekki. 335 00:32:06,661 --> 00:32:07,981 Fast. 336 00:32:08,821 --> 00:32:10,181 Dráttarbátarnir komu, 337 00:32:10,261 --> 00:32:11,901 festu víra. 338 00:32:15,141 --> 00:32:16,821 Ég sá... 339 00:32:16,901 --> 00:32:18,541 skugga. 340 00:32:18,621 --> 00:32:19,941 Í sjónum. 341 00:32:20,021 --> 00:32:22,381 Hann færðist hratt að okkur og dráttarbátunum. 342 00:32:23,141 --> 00:32:24,941 Skugginn nálgaðist... 343 00:32:25,861 --> 00:32:27,261 og síðan fór hann niður. 344 00:32:28,861 --> 00:32:30,181 Hvarf. 345 00:32:32,061 --> 00:32:33,381 Og... 346 00:32:34,541 --> 00:32:36,381 síðan kom hann upp. 347 00:32:36,461 --> 00:32:37,781 Upp úr sjónum. 348 00:32:38,501 --> 00:32:39,821 Hnúfubakur... 349 00:32:41,661 --> 00:32:44,301 lenti á dráttarbátnum. 350 00:32:45,701 --> 00:32:47,181 Og annar hnúfubakur... 351 00:32:48,221 --> 00:32:50,261 lenti á öðrum dráttarbát. 352 00:32:51,941 --> 00:32:53,621 Hefurðu séð fleiri hvali? 353 00:32:53,701 --> 00:32:55,341 Kálfa? Litla hvali? 354 00:32:55,421 --> 00:32:56,741 Nei. 355 00:32:57,301 --> 00:32:59,701 Bara tvo stóra. 356 00:33:02,141 --> 00:33:03,981 Af hverju spurðirðu um kálfa? 357 00:33:04,741 --> 00:33:07,461 Hvalir ráðast stundum á skip til að vernda ungviði. 358 00:33:07,541 --> 00:33:08,861 Eða í tilhugalífinu. 359 00:33:09,741 --> 00:33:12,061 En... þeir makast ekki hérna. 360 00:33:14,141 --> 00:33:16,141 Við höfum frétt af fleiri tilvikum 361 00:33:16,221 --> 00:33:18,301 norðar og líka í Bandaríkjunum. 362 00:33:18,941 --> 00:33:21,421 Þetta er að valda hörmungum. Skip hafa bakkað, 363 00:33:21,501 --> 00:33:22,821 og bíða með að leggja að. 364 00:33:23,381 --> 00:33:25,461 Við reynum að fá leyfi til að senda 365 00:33:25,541 --> 00:33:27,261 nokkur fraktskip til Róbertseyjar. 366 00:33:29,421 --> 00:33:31,061 Ekki skrýtið með stýrið. 367 00:33:31,141 --> 00:33:33,221 Ég hef aldrei séð þvílíkt magn kræklinga. 368 00:33:33,301 --> 00:33:35,381 Nakamura skipstjóri sagði 369 00:33:35,461 --> 00:33:37,901 að skrokkurinn hafi verið hreinn í byrjun ferðar. 370 00:33:41,421 --> 00:33:42,741 Má ég... 371 00:33:44,301 --> 00:33:45,701 Við eigum nóg af þessu. 372 00:34:13,021 --> 00:34:15,141 Ókei, slakið honum niður! 373 00:34:17,461 --> 00:34:18,781 Rólega. 374 00:34:20,901 --> 00:34:22,221 Aðeins meira. 375 00:34:46,381 --> 00:34:47,821 -Hæ. -Hæ. 376 00:34:54,821 --> 00:34:56,661 Sjö einn fjórir metrar. 377 00:35:05,301 --> 00:35:06,621 Þeir eru stærri. 378 00:35:07,141 --> 00:35:08,461 Miklu stærri. 379 00:35:14,501 --> 00:35:15,901 Tilbúinn til notkunar. 380 00:35:39,741 --> 00:35:41,341 Hvað? Hvað er að? 381 00:35:44,541 --> 00:35:45,861 Borinn er kominn í gegn. 382 00:36:31,901 --> 00:36:33,221 Ég verð í brúnni. 383 00:36:39,621 --> 00:36:41,701 Þegar borinn fór í gegnum botninn, 384 00:36:41,781 --> 00:36:43,781 leysti hann úr læðingi metan. 385 00:36:44,581 --> 00:36:46,501 Við sjáum það stundum á borpöllum, 386 00:36:46,581 --> 00:36:50,621 stjórnlausan útblástur hráolíu þegar þrýstingskerfin bregðast. 387 00:36:52,581 --> 00:36:54,661 Ef þið hefðuð verið á minna skipi 388 00:36:55,501 --> 00:36:56,821 hefðuð þið getað sokkið. 389 00:37:00,221 --> 00:37:01,941 Lehman prófessor... 390 00:37:02,021 --> 00:37:03,341 Ég fékk það á skjáinn. 391 00:37:04,941 --> 00:37:07,261 Við skoðuðum alla borkjarnana sem þú komst með 392 00:37:07,341 --> 00:37:10,581 til að skilja af hverju borinn fór beint í gegn. 393 00:37:11,181 --> 00:37:12,581 En í þetta sinn... 394 00:37:13,301 --> 00:37:15,101 létum við prófin standa lengur. 395 00:37:15,821 --> 00:37:17,821 Við uppgötvuðum að holurnar í ísnum 396 00:37:17,901 --> 00:37:20,661 dýpkuðu áfram eftir að ormarnir dóu. 397 00:37:25,421 --> 00:37:27,101 Ef það eru ekki ormarnir, 398 00:37:27,181 --> 00:37:29,701 er þá eitthvað annað að bora sig gegnum ísinn? 399 00:37:29,781 --> 00:37:31,381 Það er það. 400 00:37:32,021 --> 00:37:33,621 -Bakteríurnar. -Já. 401 00:37:35,141 --> 00:37:37,501 Ef ekkert stöðvar þær, hversu djúpt komast þær? 402 00:37:38,941 --> 00:37:41,181 Alla leið á botninn, býst ég við. 403 00:37:43,541 --> 00:37:45,941 Metanlosun ætti að vera lítilsháttar. 404 00:37:46,021 --> 00:37:47,861 Það næði ekki út í andrúmsloftið 405 00:37:47,941 --> 00:37:50,901 svo það er engin ástæða til að óttast gróðurhúsaáhrif. 406 00:37:52,301 --> 00:37:54,661 En miðað við tímgunarhraða ormanna, 407 00:37:54,741 --> 00:37:57,421 er líklega þess virði að athuga hvort einhver annar 408 00:37:57,501 --> 00:37:59,141 hafi fundið sömu orma. 409 00:38:14,181 --> 00:38:16,661 -Hérna. -Takk. 410 00:38:17,661 --> 00:38:18,981 Ekkert mál. 411 00:38:23,101 --> 00:38:24,421 Er allt í lagi? 412 00:38:24,981 --> 00:38:26,301 Já... 413 00:38:27,541 --> 00:38:30,381 Ég hafði bara ekki áttað mig á hættunni. 414 00:38:30,461 --> 00:38:31,781 Ekki ég heldur. 415 00:38:37,141 --> 00:38:39,581 Það er ráðstefna í Genf á morgun, 416 00:38:39,661 --> 00:38:42,181 sem Alþjóðaorkuráðið heldur. 417 00:38:43,821 --> 00:38:47,021 Ég ætlaði ekki að fara, en eftir það sem Katherina sagði... 418 00:38:48,781 --> 00:38:51,581 Það gæti verið tækifæri til að sjá hvort fleiri 419 00:38:51,661 --> 00:38:52,981 hafi fundið sömu ormana. 420 00:38:54,301 --> 00:38:55,661 Já. 421 00:38:55,741 --> 00:38:57,061 Þú ættir að fara. 422 00:38:58,341 --> 00:39:00,981 Ég var að vona að þú kæmir með mér. 423 00:39:05,861 --> 00:39:08,381 Ég er með... mikla kennslu. 424 00:39:09,221 --> 00:39:10,781 Á næstu önn. 425 00:39:10,861 --> 00:39:13,221 Ég hef verið lengur frá en ég hefði átt að gera. 426 00:39:14,141 --> 00:39:16,541 Við gætum farið og verið í einn dag. 427 00:39:17,741 --> 00:39:19,221 -Í mesta lagi tvo. -Tina. 428 00:39:19,301 --> 00:39:21,181 Ég vinn fyrir Hovestad. 429 00:39:22,221 --> 00:39:24,581 Fólk á erfiðara með að tala við mig. 430 00:39:26,101 --> 00:39:28,181 Þú heyrðir í Katharinu. 431 00:39:28,261 --> 00:39:30,581 Við hefðum sokkið á minna skipi. 432 00:39:34,381 --> 00:39:36,901 Ég veit um einn sem getur komist að því... 433 00:39:37,661 --> 00:39:40,141 hvað, ef nokkuð, aðrir hafa fundið. 434 00:39:43,861 --> 00:39:45,181 Einn dag. 435 00:39:47,261 --> 00:39:48,581 Ég sé um það. 436 00:39:50,301 --> 00:39:51,821 Takk. 437 00:40:18,421 --> 00:40:20,021 Ókei, þetta nægir. 438 00:40:21,941 --> 00:40:24,541 Ég þarf loft og mat. Og drykk. 439 00:40:26,141 --> 00:40:27,461 Byrjum á drykknum. 440 00:40:29,101 --> 00:40:30,421 Kemurðu með? 441 00:40:30,941 --> 00:40:32,261 Fimm mínútur. 442 00:40:42,701 --> 00:40:44,021 Sjáumst uppi. 443 00:40:56,261 --> 00:40:58,781 -Hérna. -Þú ert best. 444 00:40:59,501 --> 00:41:01,381 -Og fyrir þig. -Takk. 445 00:41:28,141 --> 00:41:30,101 Dálítið mikið fyrir föstudagskvöld. 446 00:41:31,941 --> 00:41:34,061 Hvað get ég sagt? Mér finnst það gaman. 447 00:41:36,341 --> 00:41:37,661 Þú mátt vera með, 448 00:41:37,741 --> 00:41:40,581 en mjög ýtinn prófessor bíður eftir gögnum. 449 00:41:41,101 --> 00:41:43,261 Hljómar freistandi, en ég læt þig um þetta. 450 00:41:44,021 --> 00:41:47,021 En ef þú vilt, þú veist, samtal, 451 00:41:47,101 --> 00:41:49,501 venjulegan drykk á kránni, þá erum við þarna. 452 00:42:35,821 --> 00:42:37,621 -Fimm mínútur. -Tek það. 453 00:42:39,141 --> 00:42:40,621 -Skál. -Skál. 454 00:42:45,861 --> 00:42:47,581 Til hamingju með afmælið! 455 00:42:56,421 --> 00:42:58,861 Takk fyrir skilaboðin, Charlie. 456 00:43:03,181 --> 00:43:04,501 Þrítug! 457 00:43:05,501 --> 00:43:07,501 Hvernig gerðist það? 458 00:43:10,461 --> 00:43:12,501 Vildi að þú værir hér til að lina höggið. 459 00:43:13,941 --> 00:43:17,061 Við gætum endurupplifað brjálæðið í fyrra. 460 00:43:20,421 --> 00:43:23,101 Kannski ekki, miðað við allt. 461 00:43:27,061 --> 00:43:28,621 Alla vega... 462 00:43:28,701 --> 00:43:30,661 Vonandi svararðu ekki af því... 463 00:43:30,741 --> 00:43:33,221 að þú sért með flotta gaurnum á bátnum. 464 00:43:39,141 --> 00:43:40,461 Sakna þín. 465 00:45:03,661 --> 00:45:06,461 Þýðandi: Áki Guðni Karlsson plint.com