1
00:00:33,325 --> 00:00:35,619
Allar þjóðsögur
eiga sér sannleiksrætur.
2
00:00:36,453 --> 00:00:40,415
Í Amasónskóginum
varð til þjóðsagan um Tár mánans.
3
00:00:42,167 --> 00:00:47,589
Eitt krónublað af Trénu mikla læknaði
hvert mein og aflétti hverri bölvun.
4
00:00:50,467 --> 00:00:51,760
Öldum saman
5
00:00:51,927 --> 00:00:56,056
héldu fjölmargir leiðangrar
í leit að Lækningatárum þjóðsögunnar.
6
00:00:58,225 --> 00:01:03,021
Frægastur varð leiðangur landvinninga-
mannsins Dons Lope de Aguirre
7
00:01:04,647 --> 00:01:08,360
sem ætlaði sér
að öðlast mátt Táranna.
8
00:01:09,528 --> 00:01:11,405
En frumskógurinn verndaði Tárin.
9
00:01:15,242 --> 00:01:18,620
Sagan segir að ferð hans
hafi farið út um þúfur.
10
00:01:19,288 --> 00:01:21,748
En þjóðsagan segir meira.
11
00:01:22,916 --> 00:01:26,753
Að Verndarar Trésins hafi
fundið hann og læknað hann.
12
00:01:27,212 --> 00:01:29,798
Að hann hafi krafist
hins helga Örvarodds,
13
00:01:29,965 --> 00:01:32,676
lykilsins að felustað Tára mánans.
14
00:01:34,595 --> 00:01:36,180
Að hann hafi ráðist á þau.
15
00:01:38,390 --> 00:01:40,100
En frumskógurinn varðist
16
00:01:40,267 --> 00:01:42,644
og Aguirre og félagar voru teknir
17
00:01:42,811 --> 00:01:45,981
og fordæmdir til að komast
aldrei úr augsýn við ána
18
00:01:46,148 --> 00:01:48,483
og geta hvorki farið né dáið...
19
00:01:48,942 --> 00:01:50,777
{\an8}eða svo segir þjóðsagan.
20
00:01:51,695 --> 00:01:55,115
{\an8}Við vitum að þeir hurfu hérna
við Lágrimas de Cristal
21
00:01:55,282 --> 00:01:57,951
og hér finnum við
rætur þjóðsögunnar...
22
00:01:58,118 --> 00:01:59,828
Lundúnum 1916
Í miðri fyrri heimsstyrjöld
23
00:01:59,995 --> 00:02:03,498
...en það er tré sem býr
yfir einstökum lækningamætti.
24
00:02:03,665 --> 00:02:05,000
Virðulegu kollegar...
25
00:02:05,167 --> 00:02:07,127
ég held því fram að þjóðsagan
26
00:02:07,294 --> 00:02:09,755
um Tár mánans sé ekki goðsögn
27
00:02:09,963 --> 00:02:11,840
heldur sannleikur.
-Sannleikur.
28
00:02:12,007 --> 00:02:14,968
Sem gæti gjörbylt
nútímalæknavísindum
29
00:02:15,135 --> 00:02:17,513
og læknað sjúkdóma
sem herja á borgirnar
30
00:02:17,679 --> 00:02:21,683
og fella fleiri hermenn okkar
í skotgröfunum en vopn Þjóðverja.
31
00:02:21,850 --> 00:02:25,938
Ég kom hingað til þess að óska
eftir aðgangi að skjalasafni ykkar
32
00:02:26,522 --> 00:02:28,774
til að skoða fornan örvarodd
33
00:02:28,941 --> 00:02:32,945
{\an8}sem kom nýlega í ljós
eftir leiðangur dr. Alberts Falls.
34
00:02:33,111 --> 00:02:35,072
{\an8}Örvaroddurinn er týndi hlekkurinn
35
00:02:35,239 --> 00:02:39,826
{\an8}sem leiðir okkur loksins að...
hinkra fyrir dramatísk áhrif...
36
00:02:41,954 --> 00:02:43,872
Tárum mánans.
37
00:02:44,039 --> 00:02:46,041
Þú lagðir fram beiðnina,
herra Houghton
38
00:02:46,208 --> 00:02:48,961
og svarið er enn eindregið...
39
00:02:49,127 --> 00:02:51,338
Nei.
-Heyr, heyr.
40
00:02:51,839 --> 00:02:55,551
Skjalasafn okkar er vettvangur
fyrir réttmæta fræðimenn...
41
00:02:55,717 --> 00:02:57,219
EF ALLT KLIKKAR
LESTU (HÆGT)
42
00:02:57,386 --> 00:02:59,221
...ekki æsta amatöra.
-Heyr, heyr.
43
00:02:59,888 --> 00:03:03,392
Það má vel vera,
en þar sem þið veittuð mér áheyrn
44
00:03:03,600 --> 00:03:06,854
viljið þið leyfa mér að halda áfram
45
00:03:07,771 --> 00:03:12,526
að útskýra mikilvægi
Tára mánans fyrir læknavísindin?
46
00:03:22,160 --> 00:03:23,370
Halló.
-Halló.
47
00:03:23,745 --> 00:03:25,038
Shaka Zulu.
-Já.
48
00:03:25,205 --> 00:03:27,791
Með einni einfaldri nýsköpun
49
00:03:27,958 --> 00:03:29,918
gjörsigraði hann alla óvini...
50
00:03:30,085 --> 00:03:32,546
Hann notaði líka umkringingaraðferðina.
51
00:03:33,046 --> 00:03:35,215
Þú ættir ekki að vera hérna.
52
00:03:35,382 --> 00:03:40,512
Það er rétt hjá þér. Ég held...
-Ritarasvalirnar eru þarna uppi.
53
00:03:40,679 --> 00:03:42,014
Þakka þér fyrir.
54
00:03:43,974 --> 00:03:45,392
Lækning á öllum kvillum.
55
00:03:45,809 --> 00:03:48,228
Hvort sem um er að ræða tæringu...
56
00:03:48,687 --> 00:03:51,231
barnaveiki, beinbrunasótt...
57
00:03:51,648 --> 00:03:55,152
gulusótt, heysótt, sóttarsótt...
58
00:03:55,319 --> 00:03:57,696
Það gæti læknað allar sóttir.
59
00:04:04,661 --> 00:04:05,662
Afsakaðu.
60
00:04:06,413 --> 00:04:07,164
Já?
61
00:04:07,414 --> 00:04:10,292
Þetta er aðeins fyrir meðlimi.
-Er það?
62
00:04:10,459 --> 00:04:12,377
Já.
-Fyrirgefðu.
63
00:04:12,544 --> 00:04:14,671
Ég veit ekki hvernig þú komst...
64
00:04:26,350 --> 00:04:31,647
Herra Houghton, við veittum þér áheyrn
í virðingarskyni við föður þinn heitinn.
65
00:04:31,813 --> 00:04:35,442
En allt sem þú segir
minnir mig óvenju mikið á grein
66
00:04:35,609 --> 00:04:41,782
sem mér auðnaðist að hafna,
en hún var lögð fram af kvenhöfundi
67
00:04:42,241 --> 00:04:45,160
að nafni dr. Lily Houghton.
68
00:04:47,162 --> 00:04:49,373
Eruð þið nokkuð skyld?
69
00:04:49,540 --> 00:04:51,333
Ég hef aldrei gengist við því.
70
00:04:51,500 --> 00:04:54,253
Eigum við ekki að vísa þér út?
71
00:05:24,324 --> 00:05:25,534
LEIĐANGUR A. FALLS
72
00:06:05,741 --> 00:06:06,992
Hér er þetta.
73
00:06:07,159 --> 00:06:09,077
Hann er í fremsta kassanum.
74
00:06:09,244 --> 00:06:12,706
Þakka þér kærlega
fyrir rausnarlegt framlag þitt
75
00:06:12,873 --> 00:06:15,250
í gullstöngum, hvorki meira né minna.
76
00:06:15,417 --> 00:06:18,837
Lífið væri einfaldara
ef fleiri greiddu með gulli.
77
00:06:20,339 --> 00:06:23,175
Ég vil þetta ekki allt,
aðeins einn grip.
78
00:06:26,345 --> 00:06:29,389
Einhver hefur verið
skrefi á undan mér.
79
00:06:29,932 --> 00:06:31,808
Óhugsandi. Þetta er allt hér.
80
00:06:31,975 --> 00:06:35,354
Þetta hefur runnið til.
Látum okkur sjá.
81
00:06:35,729 --> 00:06:37,189
Þetta var hérna.
82
00:06:40,192 --> 00:06:41,193
Stöðvið hana!
83
00:06:41,652 --> 00:06:45,656
Sælir. Ég vil benda ykkur á
að þetta er Nguni-kastspjót.
84
00:06:45,822 --> 00:06:47,574
Ranglega merkt sem "Zulu".
85
00:06:49,117 --> 00:06:50,244
Grípið hana!
86
00:07:09,054 --> 00:07:10,180
Bíddu!
87
00:07:16,937 --> 00:07:19,356
Þú kemst ekki lengra.
Komdu niður!
88
00:07:26,572 --> 00:07:27,656
Guð minn góður!
-Nei!
89
00:07:33,745 --> 00:07:34,454
KONUNGLEGA MANNFRÆĐIFÉLAGIĐ
90
00:07:35,205 --> 00:07:35,998
Vertu sæll.
91
00:07:36,164 --> 00:07:37,791
Þið eruð ekki þeir fyrstu.
92
00:07:37,958 --> 00:07:40,252
Mér hefur verið fleygt út
af bestu klúbbum Evrópu.
93
00:07:51,013 --> 00:07:52,014
Almáttugur!
94
00:07:54,474 --> 00:07:57,394
Fräulein, færðu mér öskjuna
og ég hjálpa þér upp.
95
00:07:59,521 --> 00:08:01,648
Stans!
-Þú ert að detta.
96
00:08:14,161 --> 00:08:15,329
Fargjaldið, takk.
97
00:08:16,997 --> 00:08:18,498
Settu það á reikninginn.
98
00:08:19,333 --> 00:08:21,001
Á leið á vígstöðvarnar?
99
00:08:22,794 --> 00:08:23,921
Bravó!
100
00:08:28,175 --> 00:08:31,678
Ég held að ég tali
fyrir hönd allra félagsmanna
101
00:08:31,845 --> 00:08:37,976
þegar ég bið þig innilegrar
afsökunar, Jóakim prins.
102
00:08:38,894 --> 00:08:42,147
Þú sagðir þeim nafnið mitt.
103
00:08:59,206 --> 00:09:02,084
En það er "Jóakim" prins.
104
00:09:02,334 --> 00:09:03,502
Jóakim.
105
00:09:03,919 --> 00:09:05,546
Fínt.
-Jóakim prins.
106
00:09:05,712 --> 00:09:07,130
Við endurgreiðum þér...
107
00:09:07,297 --> 00:09:10,592
Haltu fjárframlaginu
en segðu mér eitt.
108
00:09:11,009 --> 00:09:13,303
Hver er þessi kona?
109
00:09:13,637 --> 00:09:14,930
Ég veit ekki...
110
00:09:17,891 --> 00:09:19,893
Jú, ég veit hver þetta var.
111
00:09:20,435 --> 00:09:22,396
Innbrot, stórfelldur þjófnaður
112
00:09:22,563 --> 00:09:25,482
og það versta,
að þvinga mig í almenningsvagn.
113
00:09:26,567 --> 00:09:28,193
Þarf ég að hafa áhyggjur?
114
00:09:28,360 --> 00:09:29,695
Af hverju, MacGregor?
115
00:09:29,987 --> 00:09:33,991
Krónublaðið gæti læknað allt,
bjargað mannslífum og breytt heiminum.
116
00:09:34,157 --> 00:09:36,368
Hefur þig ekki dreymt
um annað ævintýri?
117
00:09:36,535 --> 00:09:39,746
Vildi ég fara á frumstæðan útkjálka
þar sem ég skil ekki orð
118
00:09:39,913 --> 00:09:41,582
færi ég til ættingja í Skotlandi.
119
00:09:42,249 --> 00:09:44,501
Ferðin með pabba til Bútan
var hryllingur.
120
00:09:44,668 --> 00:09:46,461
Þú misstir bara tvær tær.
121
00:09:46,628 --> 00:09:48,839
Ég var sjö ára.
-Vertu þá kyrr.
122
00:09:49,089 --> 00:09:50,299
Þú mátt bíða hérna.
123
00:09:50,465 --> 00:09:52,426
Ég verð alein í Amasónskóginum.
124
00:09:52,593 --> 00:09:53,927
Hver myndi gæta þín?
125
00:09:54,094 --> 00:09:55,929
Ég hef ekki hugmynd um það.
126
00:09:57,598 --> 00:09:58,557
Sýndu af þér kæti.
127
00:09:58,724 --> 00:10:01,351
Gufuskip til Brasilíu
og lest til Porto Velho.
128
00:10:01,518 --> 00:10:02,895
Þá vantar bara skipper.
129
00:10:05,439 --> 00:10:09,651
GUFUSKIPIĐ MÁRITANÍA
130
00:10:23,415 --> 00:10:26,877
Ég vil byrja á að hrósa ykkur
fyrir gott val á skipper.
131
00:10:27,044 --> 00:10:29,546
Af öllum siglingum
um Amasónfrumskóginn
132
00:10:29,713 --> 00:10:31,340
er þessi án nokkurs vafa...
133
00:10:31,507 --> 00:10:32,508
sú ódýrasta.
134
00:10:32,674 --> 00:10:34,176
{\an8}En einnig mest spennandi.
135
00:10:35,469 --> 00:10:36,845
{\an8}Er túrinn enn í gangi?
136
00:10:37,012 --> 00:10:38,180
Vissulega.
137
00:10:38,347 --> 00:10:40,140
Hvað með endurgreiðslu?
-Nei.
138
00:10:40,307 --> 00:10:42,226
Hefðum átt að velja hinn.
Sagði það.
139
00:10:56,782 --> 00:10:58,033
Skipper!
140
00:10:59,576 --> 00:11:00,786
Skipper?
141
00:11:02,037 --> 00:11:04,998
Skipper! Þú ættir að sjá þetta!
142
00:11:09,503 --> 00:11:11,213
Passið ykkur! Farið frá!
143
00:11:17,678 --> 00:11:19,471
Hvar vorum við?
-Dauðvona.
144
00:11:22,182 --> 00:11:23,058
Skipper!
145
00:11:25,477 --> 00:11:26,311
Herra?
146
00:11:26,478 --> 00:11:28,689
Stundum er erfitt að hneppa.
147
00:11:30,023 --> 00:11:31,275
Skipper!
148
00:11:31,859 --> 00:11:32,860
Jæja.
149
00:11:45,163 --> 00:11:48,458
Ef þið lítið til vinstri
sjáið þið túkana að leik.
150
00:11:48,625 --> 00:11:50,544
Uppáhaldið þeirra er goggaglíma.
151
00:11:50,711 --> 00:11:52,004
En eini gallinn er sá
152
00:11:52,963 --> 00:11:54,590
að aðeins túkann þetta.
153
00:11:58,010 --> 00:11:59,761
Túkan er sá sem kann þetta.
154
00:11:59,928 --> 00:12:02,306
Túkanfuglinn kann þetta.
155
00:12:02,472 --> 00:12:04,474
Túkan er sá sem tú-kann þetta.
156
00:12:05,309 --> 00:12:06,018
Vá.
157
00:12:06,185 --> 00:12:08,187
Grjótið í ánni er sandsteinn.
158
00:12:08,896 --> 00:12:11,690
Sumir verða alveg
steinhissa að heyra það.
159
00:12:12,941 --> 00:12:15,235
Aðrir verða bergnumdir af þessu.
160
00:12:17,029 --> 00:12:20,949
Ég vann einu sinni í djúsverksmiðju
en starfið bar ekki ávöxt.
161
00:12:22,034 --> 00:12:23,035
Ekki nógu safaríkt.
162
00:12:24,119 --> 00:12:25,662
Þeir kreistu allt úr mér.
163
00:12:26,580 --> 00:12:29,166
Þessi var góður.
Hefði átt að byrja á honum.
164
00:12:29,333 --> 00:12:31,668
Sagt er að kyrkislangan þarna
165
00:12:31,835 --> 00:12:34,254
geti étið um 230 kíló í einu.
166
00:12:34,421 --> 00:12:37,591
Ég á sjálfur mjög erfitt með...
167
00:12:37,758 --> 00:12:38,800
að kyngja því.
168
00:12:38,967 --> 00:12:40,010
Viltu láta hann hætta?
169
00:12:40,177 --> 00:12:42,429
Enginn getur það.
Ekki grípa fram í.
170
00:12:42,596 --> 00:12:43,764
Ég læt slönguna éta þig.
171
00:12:43,931 --> 00:12:44,973
Hún er barn.
172
00:12:45,224 --> 00:12:46,225
Hún er sólgin í börn.
173
00:12:46,934 --> 00:12:47,768
Lokaðu munninum.
174
00:12:53,524 --> 00:12:54,691
Heyrðu!
175
00:12:54,858 --> 00:12:57,236
Hendur innbyrðis.
Reglan um frumskóginn:
176
00:12:57,402 --> 00:12:59,696
Allt sem þið sjáið vill drepa ykkur.
177
00:13:01,031 --> 00:13:02,074
Og getur það.
178
00:13:06,453 --> 00:13:09,915
Eitraður englalúður. Striknín.
Kúrare. Bananakónguló.
179
00:13:14,253 --> 00:13:16,964
Sóttdauðir ræningjar
sem fundu ekki Æskubrunn.
180
00:13:17,464 --> 00:13:21,176
Fullhugar sem lentu í stingskötum
í miðri leit að gullborgum.
181
00:13:21,343 --> 00:13:24,972
Landvinningamenn, fordæmdir
fyrir slátrun sakleysingja.
182
00:13:26,473 --> 00:13:30,018
Og loks þeir sem voru étnir
af banvænum flóðhestum.
183
00:13:30,519 --> 00:13:31,937
Flóðhestar lifa ekki...
184
00:13:34,064 --> 00:13:35,065
Passið ykkur!
185
00:13:40,863 --> 00:13:44,575
Þetta er hápunktur ferðarinnar
og uppáhaldið mitt.
186
00:13:48,370 --> 00:13:52,374
Dömur mínar og herrar,
ég kynni áttunda undur veraldar.
187
00:13:54,418 --> 00:13:55,919
Bíðið aðeins...
188
00:13:58,964 --> 00:14:01,466
Bakhlið vatns!
189
00:14:04,303 --> 00:14:05,804
Alveg eins og framhliðin.
190
00:14:05,971 --> 00:14:08,557
Allt öðruvísi.
Áttunda undrið, bakhlið vatns.
191
00:14:08,724 --> 00:14:11,143
Upp með myndavélarnar.
Ekki missa af því.
192
00:14:11,310 --> 00:14:12,477
Smell, smell.
193
00:14:13,061 --> 00:14:14,479
Fleiri myndir.
194
00:14:15,731 --> 00:14:19,026
Vonandi ekki Puka Michuna,
hættulegustu veiðimennirnir.
195
00:14:19,193 --> 00:14:20,277
Þeir veiða menn.
196
00:14:26,200 --> 00:14:27,034
Passa sig.
197
00:14:29,661 --> 00:14:30,787
Farðu hraðar.
198
00:14:30,954 --> 00:14:34,750
Þá skemmi ég vélina,
en ég hef ekki efni á nýrri.
199
00:14:39,046 --> 00:14:41,840
Takið eftir, ég rukka
eftir upphafsfjölda,
200
00:14:42,007 --> 00:14:44,760
ekki fjölda við heimkomu.
Haldið ykkur fast!
201
00:15:09,785 --> 00:15:13,372
{\an8}PORTO VELHO Í BRASILÍU
202
00:15:30,264 --> 00:15:31,932
Taktu farangurinn fyrir mig.
203
00:15:33,141 --> 00:15:34,560
GOĐSÖGN EĐA SANNLEIKUR?
204
00:15:38,438 --> 00:15:40,107
Sagði þér að vera ekki í buxum.
205
00:15:41,108 --> 00:15:42,401
Óþörf athygli.
206
00:15:42,568 --> 00:15:44,111
Mér er alveg sama.
207
00:15:47,990 --> 00:15:49,324
Halló.
208
00:15:59,543 --> 00:16:04,339
Það var gaman að hafa ykkur
en nú verð ég að hafna ykkur.
209
00:16:04,756 --> 00:16:07,050
Það þýðir "hunskist burt".
Bara alvara.
210
00:16:08,468 --> 00:16:10,262
Mundu eftir draslinu.
-Takk.
211
00:16:10,429 --> 00:16:11,763
Grín. Hann er fyrir aftan þig.
212
00:16:14,183 --> 00:16:16,101
Gefið Zaqueu smáræði.
213
00:16:16,268 --> 00:16:19,146
Virðist vera 10 ára en er 47 ára.
Takk, herra.
214
00:16:20,814 --> 00:16:23,192
En glæsilegt. Bjóstu þetta til?
215
00:16:23,525 --> 00:16:24,776
Fallegt.
216
00:16:26,320 --> 00:16:28,947
Þetta er hræðilegt.
Afsakið, þið hafið...
217
00:16:29,114 --> 00:16:30,616
Ekki slást við apasala.
218
00:16:30,782 --> 00:16:33,118
Ég slæst ekkert
en búrin eru ómannúðleg.
219
00:16:33,285 --> 00:16:35,454
Almáttugur. Þarna eru bátarnir.
220
00:16:38,373 --> 00:16:40,876
Við höfum unnið
fyrir hádegismat á hótelinu
221
00:16:41,043 --> 00:16:42,586
ásamt baði og kokkteil.
222
00:16:42,753 --> 00:16:45,088
Við fórum ekki alla þessa leið
fyrir bað og vín.
223
00:16:45,255 --> 00:16:48,175
Finnum herra Nilo
og tryggjum okkur far. Komdu.
224
00:16:49,009 --> 00:16:50,636
FLJÓTAÆVINTÝRI NILOS
225
00:16:50,802 --> 00:16:52,095
Frank skuldar mér.
226
00:16:53,931 --> 00:16:55,682
Buongiorno, Frankie minn.
227
00:16:55,849 --> 00:16:57,184
Ekki kalla mig það.
228
00:16:57,351 --> 00:16:59,269
Veistu hvaða dagur er í dag?
229
00:16:59,436 --> 00:17:00,312
Frank skuldar mér.
230
00:17:00,479 --> 00:17:04,691
Þriðji þriðjudagur mánaðarins.
Peningana mína. Contante.
231
00:17:04,858 --> 00:17:07,361
Hvar eru þeir?
-Þessir peningar? Hérna.
232
00:17:07,528 --> 00:17:11,906
Ég tek þetta til að borða í fyrsta sinn
í vikunni en þú færð allt hitt.
233
00:17:13,992 --> 00:17:16,869
Þú móðgar mig.
Þetta er ekki öll skuldin.
234
00:17:17,037 --> 00:17:19,623
Þetta er eins og litla táin,
bara smáræði.
235
00:17:19,790 --> 00:17:22,376
Sama og ekkert
af upphæðinni, Frank.
236
00:17:23,377 --> 00:17:25,587
Ég lánaði þér fyrir nýrri vél
237
00:17:25,753 --> 00:17:28,257
og þú endurgreiðir lánið
með vöxtum.
238
00:17:28,423 --> 00:17:30,884
Ég ætla að taka vélina þína.
239
00:17:31,051 --> 00:17:33,762
Ef ég fæ 5.000 ríöl eftir viku
skila ég henni.
240
00:17:34,555 --> 00:17:38,517
En ef þú borgar ekki innan viku
hirði ég allan bátinn.
241
00:17:38,684 --> 00:17:41,603
Því viltu bátinn minn?
Þú átt flotta báta. Alla bátana.
242
00:17:41,770 --> 00:17:44,606
Ekki enn, Frank.
En ég mun eignast þá alla.
243
00:17:44,773 --> 00:17:46,942
Að öllum líkindum eftir viku.
244
00:18:01,123 --> 00:18:02,833
Hvaða vítishola er þetta?
245
00:18:03,000 --> 00:18:04,293
Þetta er æði.
246
00:18:06,420 --> 00:18:08,505
Afsakaðu, þekkirðu herra Nilo...
247
00:18:11,133 --> 00:18:12,718
Klassakúnnar hérna.
248
00:18:13,427 --> 00:18:15,304
Komin heim, Rosita.
249
00:18:54,384 --> 00:18:56,136
Ég leita að Nilo annars staðar.
250
00:18:56,303 --> 00:18:57,846
Kannski á hótelbarnum.
251
00:18:58,013 --> 00:18:59,973
Vertu fljótur eða ég fer án þín.
252
00:19:00,140 --> 00:19:02,976
Sá möguleiki verður
stöðugt fýsilegri.
253
00:19:03,727 --> 00:19:04,603
Afsakaðu.
254
00:19:05,604 --> 00:19:06,730
Skrifstofa Nilos?
255
00:19:07,856 --> 00:19:09,024
Uppi. Takk fyrir.
256
00:19:16,490 --> 00:19:17,699
Hvað er títt?
257
00:19:28,377 --> 00:19:30,212
NILO NEMOLATO
ATHAFNAMAĐUR
258
00:19:30,379 --> 00:19:31,672
Herra Nilo? Halló?
259
00:19:31,839 --> 00:19:33,006
Frank skuldar mér.
260
00:19:33,757 --> 00:19:36,927
Þarna ertu. Ég ætlaði
að ræða við þig um viðskipti.
261
00:19:37,094 --> 00:19:38,470
Þú hittir illa á mig.
262
00:19:39,596 --> 00:19:42,349
Ef þú kemur í fyrramálið
getum við spjallað.
263
00:19:42,683 --> 00:19:43,892
Nei, gerum það núna.
264
00:19:44,059 --> 00:19:45,894
Ég heiti dr. Lily Houghton.
265
00:19:46,061 --> 00:19:47,896
Við viljum sigla upp með ánni
266
00:19:48,063 --> 00:19:49,481
og þú ert maðurinn í verkið.
267
00:19:49,857 --> 00:19:52,526
Það er rangt.
-Það stenst ekki, þú færð...
268
00:19:52,693 --> 00:19:53,735
afar góð meðmæli.
269
00:19:53,902 --> 00:19:55,571
Ég fékk hugmynd. Farðu.
270
00:19:55,737 --> 00:19:59,032
En allir bátarnir
í höfninni eru merktir þér.
271
00:19:59,199 --> 00:20:01,869
Mér finnst þú vera ósanngjarn.
272
00:20:02,035 --> 00:20:03,912
Þú reynir að ryðjast inn.
273
00:20:07,624 --> 00:20:08,750
Ég er moldrík.
274
00:20:14,798 --> 00:20:16,842
Þú gefst ekki upp.
-Svo er sagt.
275
00:20:20,012 --> 00:20:24,516
Við ætlum upp með ánni
í átt að Andesfjöllum í Perú.
276
00:20:24,683 --> 00:20:27,936
Þetta svæði er hvergi nefnt
á hefðbundnum kortum
277
00:20:28,103 --> 00:20:30,898
en áður fyrr var það kallað
278
00:20:31,064 --> 00:20:32,983
Lágrimas de Cristal.
279
00:20:34,318 --> 00:20:35,319
Þú ert í brókum.
280
00:20:36,528 --> 00:20:38,614
Síðbuxum. Já, eins og þú.
281
00:20:38,780 --> 00:20:40,157
Eru konur svona á Englandi?
282
00:20:40,324 --> 00:20:41,909
Við erum ekki á Englandi.
283
00:20:42,075 --> 00:20:44,620
Þótt buxurnar séu sláandi
vil ég endilega...
284
00:20:44,786 --> 00:20:46,038
Frank skuldar mér.
285
00:20:46,371 --> 00:20:47,372
Frank skuldar mér.
286
00:20:49,249 --> 00:20:50,501
Frank skuldar mér.
287
00:20:50,667 --> 00:20:52,127
Viltu drykk?
-Hver er Frank?
288
00:20:52,294 --> 00:20:54,296
Ég hef ekki hugmynd.
-Smádreitil.
289
00:20:54,463 --> 00:20:56,423
Vínblöndu?
-Hvað sem þú drekkur.
290
00:20:56,590 --> 00:20:58,217
Þekkirðu svæðið, Nilo?
291
00:20:58,383 --> 00:21:00,427
Já, ef það tilheyrir Amasónfljóti.
292
00:21:00,594 --> 00:21:02,846
Þú mátt vita
að af öllum stöðum í heimi
293
00:21:03,013 --> 00:21:06,558
viltu síst af öllum
heimsækja Lágrimas de Cristal.
294
00:21:06,725 --> 00:21:08,310
Ég vil það og geri það.
295
00:21:08,477 --> 00:21:10,562
Þú gerir það ekki, Brók.
296
00:21:10,729 --> 00:21:12,356
Þú kemst ekki.
Enginn kemst þangað.
297
00:21:12,523 --> 00:21:14,983
Enginn gæti hugsað sér
að fara þangað í frí.
298
00:21:15,150 --> 00:21:17,069
Ég kom ekki hingað í frí.
299
00:21:24,326 --> 00:21:25,327
Hvar fékkstu kortið?
300
00:21:25,494 --> 00:21:28,872
Er það ekki stórkostlegt?
Öll smáatriðin og natnin.
301
00:21:29,373 --> 00:21:31,250
Frá kortagerðarmanni Aguirres.
302
00:21:31,416 --> 00:21:33,210
Faðir minn átti það.
Hann sagði mér
303
00:21:33,377 --> 00:21:36,255
frá Tárum mánans
þegar ég var ung stúlka.
304
00:21:37,464 --> 00:21:40,342
Ferðu vegna sagna
sem pabbi sagði fyrir svefninn?
305
00:21:40,509 --> 00:21:41,802
Geturðu siglt þangað?
306
00:21:41,969 --> 00:21:43,971
Eða var þetta algjör tímasóun?
307
00:21:44,137 --> 00:21:47,266
Ég gæti siglt þangað
en hvað með beinbrunasóttina
308
00:21:47,432 --> 00:21:48,433
og risaslöngur?
309
00:21:48,600 --> 00:21:50,853
Auk þess er þetta
heimili Puka Michuna.
310
00:21:51,562 --> 00:21:53,647
Þau éta þig
og nota augun sem perlur.
311
00:21:53,814 --> 00:21:56,733
Ég mæli frekar
með öruggara ferðalagi.
312
00:21:56,900 --> 00:21:58,443
Ég, þú og brækurnar
313
00:21:58,610 --> 00:22:00,320
getum skoðað bæinn.
Það er gaman.
314
00:22:00,487 --> 00:22:02,865
Ég sýni þér fossa.
Þú hefur gaman af þeim.
315
00:22:03,031 --> 00:22:06,159
Svo get ég sýnt þér
dvergfílahjörð sem við fundum.
316
00:22:06,326 --> 00:22:07,494
Skoðum fílana.
317
00:22:11,206 --> 00:22:13,292
Ég týndi lyklinum.
-Var það?
318
00:22:13,625 --> 00:22:14,793
Já.
319
00:22:17,087 --> 00:22:18,088
Þetta virkar ekki.
320
00:22:18,255 --> 00:22:19,882
Þú meiðir þig. Þetta er beitt.
321
00:22:20,048 --> 00:22:25,262
Herra Nilo, ég eyddi æskunni
með barnungum vasaþjófum í Delhi.
322
00:22:25,470 --> 00:22:26,471
Gjörðu svo vel.
323
00:22:26,638 --> 00:22:28,974
Ég skal hafa áhyggjur
af eigin öryggi.
324
00:22:29,141 --> 00:22:30,642
Eigum við að semja um verð?
325
00:22:30,809 --> 00:22:33,437
Eða ætti ég frekar
að finna annan skipper?
326
00:22:35,814 --> 00:22:37,274
Tvo bjóra og tvær steikur.
327
00:22:38,650 --> 00:22:40,194
Hver borgar þetta?
328
00:22:40,360 --> 00:22:41,987
Herra Nilo sagðist borga.
329
00:22:42,154 --> 00:22:42,863
Það er rétt.
330
00:22:43,363 --> 00:22:45,866
Ég held að 5.000 ríöl
séu sanngjarnt verð.
331
00:22:46,033 --> 00:22:48,785
10.000 og ég fer sjálfur,
enda besti skipstjórinn.
332
00:22:48,952 --> 00:22:51,163
Og hógværasti. Segjum 10.000.
333
00:22:51,330 --> 00:22:52,623
10.000 lifandi á staðinn.
334
00:22:52,789 --> 00:22:55,083
Ef ég flyt þig dauða til baka
kostar það 15.000.
335
00:22:55,250 --> 00:22:56,585
Er dýrara að deyja?
336
00:22:56,752 --> 00:22:59,671
Þá þarf ég að bera þig.
Dauðinn erfiðar þetta.
337
00:23:00,797 --> 00:23:01,965
20.000 dauð eða lifandi.
338
00:23:02,132 --> 00:23:05,969
Fulla greiðslu þegar við snúum við
fyrir Lágrimas de Cristal.
339
00:23:06,136 --> 00:23:07,513
Því ættum við að snúa við?
340
00:23:07,679 --> 00:23:10,516
Þú grátbiður um það
þegar við komum að flúðunum.
341
00:23:10,682 --> 00:23:12,768
Ég hlakka til
að valda þér vonbrigðum.
342
00:23:12,935 --> 00:23:15,312
Lily, sjáðu hvern ég fann
á hótelbarnum.
343
00:23:15,521 --> 00:23:16,355
Herra Nilo.
344
00:23:18,357 --> 00:23:20,859
Hann er harður í samningum
en ég er það líka
345
00:23:21,026 --> 00:23:23,320
og náði verðinu niður í 50.000.
346
00:23:23,820 --> 00:23:25,155
Hver er vinur þinn?
347
00:23:26,823 --> 00:23:27,824
Ekki herra Nilo.
348
00:23:27,991 --> 00:23:29,618
Nei, ekki herra Nilo.
349
00:23:29,785 --> 00:23:32,037
Nei, þá hlýturðu að vera...
350
00:23:32,204 --> 00:23:33,497
Góður matur, Frank?
351
00:23:33,664 --> 00:23:35,582
Frank sem skuldar honum?
352
00:23:36,917 --> 00:23:39,253
Auðvitað. Nú skil ég þetta.
353
00:23:39,670 --> 00:23:42,422
Þetta eru bara svik
ef þú fellur fyrir því.
354
00:23:42,589 --> 00:23:45,634
Takk, herra Frank.
Vonandi hittumst við aldrei aftur.
355
00:23:45,968 --> 00:23:47,010
Sæll, herra Nilo.
356
00:23:49,638 --> 00:23:51,723
Flautaðirðu á mig?
-12.000.
357
00:23:52,474 --> 00:23:54,434
10.000.
-Vantar þig ekki vél?
358
00:23:54,601 --> 00:23:57,187
Fröken, hann kæmi þér
ekki á næsta kamar.
359
00:23:57,354 --> 00:23:59,189
Báturinn hans er eins og kamar.
360
00:23:59,356 --> 00:24:01,567
Þú finnur ekki
hraðskreiðari bát en La Quila.
361
00:24:01,733 --> 00:24:04,236
Auk þess er ég
með besta baðið í Brasilíu.
362
00:24:04,653 --> 00:24:05,821
Því ætti ég að treysta þér?
363
00:24:06,572 --> 00:24:07,906
Enginn annar kemst þangað.
364
00:24:19,418 --> 00:24:20,544
Hamingjan sanna!
365
00:24:23,964 --> 00:24:25,716
Varlega. Þeir finna lykt af ótta.
366
00:24:25,883 --> 00:24:27,009
Ég er ekki hrædd.
367
00:24:27,176 --> 00:24:30,262
Kannski er það ég.
Gæti verið ótti í vökvaformi.
368
00:24:43,400 --> 00:24:44,234
Snáfaðu.
369
00:24:47,946 --> 00:24:49,573
Verið öll róleg!
370
00:24:56,997 --> 00:24:58,916
Þar losnaði meiri ótti.
-Þegiðu!
371
00:25:12,721 --> 00:25:13,514
Ái.
372
00:25:38,247 --> 00:25:39,456
Honum tókst það!
373
00:25:42,417 --> 00:25:44,336
Takk fyrir, takk.
374
00:25:44,503 --> 00:25:46,713
Frank Wolff, frumskógarferðir.
375
00:25:46,880 --> 00:25:50,884
Besta verðið í bænum
og engir jagúarar, takk.
376
00:25:54,012 --> 00:25:57,015
Það er margt í fari þínu
sem mér líkar alls ekki.
377
00:25:57,182 --> 00:26:00,185
En þú ert mjög hæfur þannig að...
378
00:26:00,352 --> 00:26:01,353
12.000.
379
00:26:01,520 --> 00:26:02,563
15.000
-12.000.
380
00:26:02,729 --> 00:26:03,981
15.
381
00:26:04,690 --> 00:26:08,151
12.000, helminginn núna
og helming við heimkomu, á lífi.
382
00:26:08,777 --> 00:26:10,863
Ef það er samþykkt
hittumst við á bryggjunni.
383
00:26:11,071 --> 00:26:12,072
Samþykkt.
-Gott.
384
00:26:12,239 --> 00:26:13,740
Allt klárt í fyrramálið.
385
00:26:13,907 --> 00:26:15,784
Nei, Frank skuldari.
Eftir 10 mínútur.
386
00:26:16,243 --> 00:26:17,578
Það dimmir eftir tvo tíma.
387
00:26:17,744 --> 00:26:18,745
Er það?
388
00:26:19,663 --> 00:26:20,998
Förum eftir 10 mínútur.
389
00:26:22,082 --> 00:26:23,333
Góð ákvörðun.
390
00:26:34,887 --> 00:26:36,013
Ekki núna.
391
00:26:37,639 --> 00:26:38,849
Ég sagði ekki núna.
392
00:26:49,026 --> 00:26:50,068
Komdu hingað.
393
00:26:50,527 --> 00:26:52,905
Þú stóðst þig vel, Proxima.
Góð stelpa.
394
00:26:53,071 --> 00:26:56,241
Þú varst svolítið sein
og beist mig allt of fast.
395
00:26:57,743 --> 00:26:58,744
En þú stóðst þig vel.
396
00:27:17,679 --> 00:27:19,473
Frumskóginum er sama
um fína kjóla.
397
00:27:19,640 --> 00:27:21,308
Þú kemur aldrei öllu um borð.
398
00:27:21,475 --> 00:27:22,518
Ekki minn farangur.
399
00:27:25,979 --> 00:27:27,689
Ég á hann og get sagt þér það
400
00:27:27,856 --> 00:27:30,817
að hver einasti gripur
er mér lífsnauðsynlegur.
401
00:27:33,612 --> 00:27:35,489
Með allri þessari aukaþyngd
402
00:27:35,656 --> 00:27:37,783
erum við heppin
að komast frá bryggju.
403
00:27:37,950 --> 00:27:41,537
Kvöldverður án kvöldverðarjakka
er nú varla kvöldverður.
404
00:27:41,703 --> 00:27:42,579
Jæja...
405
00:27:43,914 --> 00:27:45,415
vertu nú þægur.
406
00:27:54,007 --> 00:27:55,259
Hvað gerið þið við fuglana?
407
00:27:55,425 --> 00:27:57,135
Stoppum þá upp
og sendum til Parísar.
408
00:27:57,302 --> 00:27:58,387
Ég held nú síður.
409
00:28:01,306 --> 00:28:02,307
Hversu mikið?
410
00:28:06,270 --> 00:28:07,938
Hvað þykistu vera að gera?
411
00:28:10,899 --> 00:28:12,734
Hey! MacGregor!
412
00:28:12,901 --> 00:28:14,903
Sæktu þetta aftur undir eins.
413
00:28:15,070 --> 00:28:16,530
Hjálp, MacGregor!
414
00:28:17,447 --> 00:28:18,574
MacGregor!
415
00:28:18,740 --> 00:28:19,408
Nei.
416
00:28:21,368 --> 00:28:22,411
Tennisspaðarnir.
417
00:28:22,578 --> 00:28:23,537
Þetta er sigling.
418
00:28:25,706 --> 00:28:27,708
Dagfatnaður og skór?
-Nei.
419
00:28:29,293 --> 00:28:30,711
Léttlestur og baðföt?
420
00:28:30,878 --> 00:28:31,712
Fínt.
421
00:28:32,713 --> 00:28:33,422
Áfengið?
422
00:28:33,630 --> 00:28:34,923
Það má fara með.
423
00:28:35,757 --> 00:28:37,092
Heyrðu, bjálfinn þinn.
424
00:28:37,259 --> 00:28:39,219
Ef þú kastar fleiri töskum...
425
00:28:40,012 --> 00:28:41,513
Þú ert þéttur á velli.
426
00:28:41,847 --> 00:28:43,390
Það er satt.
-Lily?
427
00:28:44,766 --> 00:28:45,767
Lily?
428
00:28:50,355 --> 00:28:51,690
Hey!
429
00:28:51,857 --> 00:28:53,775
Nilo, vélin þín!
-Förum af stað.
430
00:28:53,942 --> 00:28:54,818
Ekki án systur minnar.
431
00:28:54,985 --> 00:28:56,278
Komdu, taktu dótið.
432
00:29:07,331 --> 00:29:08,415
Fröken!
433
00:29:12,211 --> 00:29:13,545
Áfram.
434
00:29:13,712 --> 00:29:16,924
Ég neita að skilja
snyrtivörurnar mínar eftir.
435
00:29:18,133 --> 00:29:19,134
Slökkvið á vélinni!
436
00:29:19,760 --> 00:29:20,969
Jæja, förum.
437
00:29:24,723 --> 00:29:26,433
Því elta þeir okkur?
438
00:29:26,600 --> 00:29:27,976
Ég hef ekki hugmynd.
439
00:29:28,477 --> 00:29:30,020
Hér er sú enska. Borgaðu.
440
00:29:37,528 --> 00:29:38,529
Lily.
441
00:29:38,987 --> 00:29:40,489
Stjórnborða. Haltu stefnu.
442
00:29:40,781 --> 00:29:42,533
Ég veit ekki hvað það þýðir.
443
00:30:01,510 --> 00:30:03,762
Fröken, við verðum...
-Fyrirgefðu.
444
00:30:03,929 --> 00:30:05,097
Ekkert mál. Gott högg.
445
00:30:10,477 --> 00:30:11,478
Hérna, Frank.
446
00:30:11,854 --> 00:30:14,189
Ekki fara upp. Það er þessi leið.
447
00:30:18,151 --> 00:30:19,653
Fröken, þessa leið.
448
00:30:39,715 --> 00:30:42,301
Gleymdu þessum öpum.
Þeir spjara sig.
449
00:30:43,093 --> 00:30:44,136
Ekki fara upp.
450
00:30:56,523 --> 00:30:57,524
Fröken, stoppaðu.
451
00:30:57,691 --> 00:30:58,525
Ekki núna.
452
00:31:11,663 --> 00:31:12,789
Hvað segirðu, Brók?
453
00:31:12,956 --> 00:31:14,249
Allt gott.
454
00:31:14,416 --> 00:31:15,417
Ég varaði þig við.
455
00:31:15,584 --> 00:31:17,336
Ég veit það.
-Komdu.
456
00:31:24,426 --> 00:31:25,761
Nei.
457
00:31:26,011 --> 00:31:27,721
Komdu! Stökktu!
458
00:31:28,305 --> 00:31:30,057
Hvað ertu að slóra?
459
00:31:30,224 --> 00:31:31,475
Þarna eru þau!
460
00:31:48,492 --> 00:31:50,410
Hvar er Lily?
-Þarna.
461
00:31:52,162 --> 00:31:53,705
Auðvitað er hún þarna.
462
00:32:10,305 --> 00:32:11,765
Jæja. Komdu, fröken.
463
00:32:31,702 --> 00:32:33,829
Fórstu í eldsnögga skoðunarferð?
464
00:32:36,039 --> 00:32:37,165
Gaman að sjá þig.
465
00:32:38,250 --> 00:32:39,334
Því stökkstu ekki?
466
00:32:39,501 --> 00:32:41,336
Ég ræði það ekki.
-Hún er ósynd.
467
00:32:41,503 --> 00:32:43,297
Bókaðirðu siglingu ósynd?
468
00:32:43,463 --> 00:32:44,339
Ég ætla ekki að synda.
469
00:32:44,506 --> 00:32:46,216
Hvað með gaurana sem eltu okkur?
470
00:32:46,383 --> 00:32:49,678
Ég gæti hugsanlega verið
með hlut í fórum mínum
471
00:32:50,262 --> 00:32:53,056
sem gæti hugsanlega
vakið áhuga annarra.
472
00:33:06,278 --> 00:33:10,866
Ég geri ráð fyrir því að hún
hafi komist undan þér, Axel.
473
00:33:11,283 --> 00:33:12,910
Já, yðar hátign.
474
00:33:13,202 --> 00:33:16,580
Þá sé ég um þetta sjálfur.
475
00:33:17,664 --> 00:33:20,751
Tréð er lykillinn
að sigri Þýskalands í stríðinu.
476
00:33:27,549 --> 00:33:31,178
Örvaroddurinn
vísar okkur veginn að Trénu.
477
00:33:31,345 --> 00:33:33,805
Hann má ekki komast frá höfninni.
478
00:33:34,014 --> 00:33:34,973
Upp á yfirborð!
479
00:33:48,946 --> 00:33:51,114
Hverjir eru þetta?
-Almáttugur.
480
00:33:53,492 --> 00:33:54,993
Nú hækkaði gjaldið.
481
00:33:59,373 --> 00:34:00,541
Skorðið ykkur!
482
00:34:11,969 --> 00:34:13,053
Koma svo!
483
00:34:14,012 --> 00:34:15,681
Hvað gerðist?
-Ekkert afl.
484
00:34:17,933 --> 00:34:18,641
Fröken...
485
00:34:19,935 --> 00:34:21,018
Hlaðið aftur!
486
00:34:23,938 --> 00:34:25,983
Taktu við stýrinu.
-Ég stýri betur.
487
00:34:26,149 --> 00:34:27,609
Allir aðrir en þú.
488
00:34:28,360 --> 00:34:29,987
Stjórnborða, áður en hann hleður.
489
00:34:30,152 --> 00:34:30,987
Skilið.
490
00:34:33,031 --> 00:34:34,824
Gjörðu svo vel.
-Guði sé lof.
491
00:34:52,384 --> 00:34:53,385
Frank.
492
00:34:55,012 --> 00:34:56,221
Stalstu vél frá mér?
493
00:34:56,388 --> 00:34:57,848
Farðu af höfninni minni.
494
00:34:58,015 --> 00:34:59,683
Einkaeign. Þú ert búinn að vera.
495
00:34:59,850 --> 00:35:00,475
Ciao.
496
00:35:12,196 --> 00:35:15,282
Sökkvum þeim og finnum
Örvaroddinn á botninum.
497
00:35:16,575 --> 00:35:17,868
Hlaðið tundurskeyti.
498
00:35:18,035 --> 00:35:21,038
Hlaðið tundurskeyti!
-Loka tundurskeytahólfi.
499
00:35:22,956 --> 00:35:24,374
Takk.
-Ekkert að þakka.
500
00:35:26,543 --> 00:35:28,545
Nær. Nær.
501
00:35:31,965 --> 00:35:33,425
Lily?
-Ef ég væri þú...
502
00:35:33,592 --> 00:35:34,301
Þú ert ekki ég.
503
00:35:34,468 --> 00:35:35,552
Stundum er best...
504
00:35:35,719 --> 00:35:37,554
Enginn annar en ég
snertir vélina mína.
505
00:35:40,516 --> 00:35:41,350
Hvað sagði...
506
00:35:44,686 --> 00:35:45,854
Þá er það komið.
507
00:35:49,024 --> 00:35:50,192
Verið sæl.
508
00:35:53,695 --> 00:35:54,988
Er þetta...
-Tundurskeyti.
509
00:35:55,155 --> 00:35:55,989
Guð minn góður.
510
00:36:01,870 --> 00:36:03,163
Frank, Frank!
511
00:36:03,330 --> 00:36:04,581
Frank, Frank!
512
00:36:04,748 --> 00:36:06,875
Hvað ertu að gera?
-Við stingum það ekki af.
513
00:36:43,537 --> 00:36:45,414
Frank!
514
00:37:13,108 --> 00:37:15,402
Sjá hvað þeir gerðu þér, greyið.
515
00:37:17,154 --> 00:37:19,740
Mér þykir það leitt. Vélbyssur.
516
00:37:20,032 --> 00:37:21,950
Hver kemur á kafbát í Amasón?
517
00:37:23,660 --> 00:37:25,996
Þú stakkst þá samt af
eins og alltaf.
518
00:37:40,135 --> 00:37:42,054
Ég valdi bara hversdagsklæðnað.
519
00:37:42,721 --> 00:37:44,473
Nú fórstu alveg yfir strikið.
520
00:37:44,640 --> 00:37:47,601
Þekkjum við morðóða
brjálæðinginn á kafbátnum?
521
00:37:47,768 --> 00:37:49,144
Ég náði ekki nafninu.
522
00:37:49,436 --> 00:37:50,938
En yngsti sonur Vilhjálms keisara
523
00:37:51,146 --> 00:37:53,023
skrifaði greinar um Tár mánans.
524
00:37:53,190 --> 00:37:55,442
Ég myndi giska á
að þetta væri hann.
525
00:37:57,444 --> 00:37:58,695
Er þér ekkert heitt?
526
00:37:59,154 --> 00:38:00,572
Ekki vitund.
527
00:38:03,116 --> 00:38:04,868
Ég svitna í augunum.
528
00:38:09,498 --> 00:38:10,624
Allt í lagi, vinur?
529
00:38:19,091 --> 00:38:21,718
Drottinn minn dýri!
MacGregor, sjáðu!
530
00:38:21,885 --> 00:38:24,012
Inia geoffrensis!
531
00:38:24,179 --> 00:38:27,182
Mikið eru þeir fallegir.
532
00:38:30,769 --> 00:38:33,230
Við köllum þá encantado hérna.
533
00:38:33,397 --> 00:38:35,399
Í álögum?
-Já, hamskipta-anda.
534
00:38:35,566 --> 00:38:38,360
Ef þið starið í augun
fáið þið eilífar martraðir.
535
00:38:38,652 --> 00:38:41,280
Ef þú trúir á þjóðsögur
skaltu trúa á bölvanir.
536
00:38:43,824 --> 00:38:45,075
Allt í lagi.
537
00:38:52,499 --> 00:38:53,542
MacGregor.
538
00:38:53,959 --> 00:38:56,920
Ég átti rangeygða kærustu.
Það gekk ekki.
539
00:38:57,421 --> 00:38:58,505
Hún leit mig hornauga.
540
00:39:00,048 --> 00:39:02,092
Kallarðu þetta virkilega brandara?
541
00:39:02,259 --> 00:39:03,427
Þetta er ekki fyndið.
542
00:39:03,594 --> 00:39:05,762
Svo hafði hún augastað á öðrum.
543
00:39:13,854 --> 00:39:14,938
Kjánalegt.
544
00:39:25,490 --> 00:39:28,744
Flestir brosa þegar þeir
eru myndaðir, Frank.
545
00:39:31,163 --> 00:39:33,165
Þetta er kvikmyndavél.
546
00:39:33,332 --> 00:39:34,333
Hefurðu ekki séð svona?
547
00:39:34,499 --> 00:39:35,626
Ég hef aldrei séð kvikmynd.
548
00:39:35,792 --> 00:39:39,671
Þær eru skemmtilegar og geta
flutt mann hvert sem er í heiminum.
549
00:39:41,006 --> 00:39:43,884
Því ættirðu að vilja það
með þetta allt um kring?
550
00:39:44,051 --> 00:39:45,135
Þetta er bara...
551
00:39:45,552 --> 00:39:47,429
eins og aldingarðurinn Eden.
552
00:39:47,596 --> 00:39:49,806
Þetta er svo fallegt.
553
00:39:49,973 --> 00:39:52,809
Sjáðu þetta.
Frank, sástu þessar helikóníur?
554
00:39:58,190 --> 00:40:02,152
Vissirðu að það væru fleiri tegundir
á einu tré í Amasónskóginum...
555
00:40:12,454 --> 00:40:16,542
MacGregor, þú stefnir í ranga átt.
Við förum þangað.
556
00:40:16,708 --> 00:40:19,336
Haltu stefnunni.
Lágrimas de Cristal er þarna.
557
00:40:19,503 --> 00:40:20,379
Frank.
-Þetta er fínt.
558
00:40:20,546 --> 00:40:21,922
Þér skjátlast.
559
00:40:22,089 --> 00:40:23,215
Nei, ég er skipperinn.
560
00:40:23,382 --> 00:40:25,342
Lágrimas de Cristal
er beint fram undan.
561
00:40:25,509 --> 00:40:26,218
Haltu stefnunni.
562
00:40:26,385 --> 00:40:29,012
Samkvæmt kortinu
komumst við þessa leið.
563
00:40:29,179 --> 00:40:31,849
Hér er kletturinn og þveráin þarna.
564
00:40:32,015 --> 00:40:33,976
Við spörum tvo daga á þessu.
565
00:40:34,142 --> 00:40:36,019
Það gengur ekki. Förum þangað.
566
00:40:36,186 --> 00:40:37,729
Lágrimas de Cristal er þarna.
567
00:40:37,896 --> 00:40:39,231
Hefurðu siglt í flúðum?
568
00:40:39,398 --> 00:40:41,149
Nei, þú hefur gert það.
-Já.
569
00:40:41,316 --> 00:40:42,317
Þess vegna réð ég þig.
570
00:40:43,026 --> 00:40:43,861
Þannig að...
571
00:40:44,862 --> 00:40:47,656
beygðu til hægri, á stjórnborða
eða hvað þú kallar það.
572
00:40:48,031 --> 00:40:49,408
Ég er ekki ósyndur, Brók.
573
00:40:49,575 --> 00:40:52,160
Engar áhyggjur af því, Skippí.
574
00:40:56,206 --> 00:40:58,292
Fröken, það er "skipper".
575
00:40:58,458 --> 00:41:00,085
Mín mistök.
576
00:41:11,388 --> 00:41:14,892
Þessi guðsvolaði,
endalausi Amasónfrumskógur
577
00:41:15,058 --> 00:41:18,270
með sínum óteljandi þverárflækjum.
578
00:41:18,729 --> 00:41:22,107
Dr. Houghton og Örvaroddurinn
gætu verið hvar sem er.
579
00:41:22,274 --> 00:41:23,650
Aðeins einn maður
580
00:41:23,859 --> 00:41:27,487
hefur komist nálægt Tárum mánans.
581
00:41:27,946 --> 00:41:31,909
Spyrjum hann sjálfan.
Breytum stefnunni.
582
00:41:33,243 --> 00:41:36,205
Yðar göfgi, bölvun Aguirres...
583
00:41:37,497 --> 00:41:39,875
Er það ekki bara þjóðsaga?
584
00:41:42,920 --> 00:41:44,254
Vörpum akkerum hér í nótt.
585
00:41:44,421 --> 00:41:47,341
Náum við ekki langt í myrkrinu?
Höldum áfram.
586
00:41:47,508 --> 00:41:50,093
Nei, nema þú viljir að vélin ofhitni.
587
00:41:52,137 --> 00:41:53,680
Eftir svona dag, Skippí...
588
00:41:53,847 --> 00:41:56,683
væri gott að komast
í lúxusbaðið hjá þér.
589
00:41:57,184 --> 00:41:59,144
Er það niðri?
590
00:42:00,437 --> 00:42:02,564
Það er ekkert bað niðri, Brók.
-Nú?
591
00:42:02,731 --> 00:42:05,150
Nei, baðið er þarna.
Þetta er baðið.
592
00:42:05,526 --> 00:42:08,737
7.000 km lúxusbað.
593
00:42:08,904 --> 00:42:11,114
Ég hitaði það aðeins fyrir þig áðan.
594
00:42:12,282 --> 00:42:14,910
Ég veit að þú ert ósynd
svo að ef þú drukknar
595
00:42:15,077 --> 00:42:17,829
geturðu notað sápuna
til að skola þér á land.
596
00:42:25,671 --> 00:42:26,964
Mig langar í mat.
597
00:42:27,130 --> 00:42:29,883
Einhver henti nestinu mínu í höfnina.
598
00:42:30,884 --> 00:42:33,846
Ef þú vilt stytta ferðina
með því að svelta okkur
599
00:42:34,012 --> 00:42:37,140
máttu vita að það virkar
alveg örugglega hjá þér.
600
00:42:45,148 --> 00:42:47,150
Heldurðu að ég borði þetta?
601
00:42:56,243 --> 00:42:57,244
Píranafiskar.
602
00:42:57,411 --> 00:42:58,579
Étið þá eða þeir éta ykkur.
603
00:43:01,665 --> 00:43:02,666
Ekki séns.
604
00:43:05,586 --> 00:43:08,547
Ég verð að segja
að píranafiskarnir eru góðir.
605
00:43:08,714 --> 00:43:10,799
Hvaða bragð er þetta samt?
606
00:43:10,966 --> 00:43:11,967
Blóðbragð.
607
00:43:22,728 --> 00:43:23,812
Einmitt.
608
00:43:23,979 --> 00:43:25,314
Ég er farinn í háttinn.
609
00:43:25,480 --> 00:43:28,400
Þú mátt fara hvert sem er,
nema í káetuna mína.
610
00:43:28,567 --> 00:43:30,485
Hvers vegna ætti ég að gera það?
611
00:43:35,407 --> 00:43:36,241
Árinn!
612
00:43:40,495 --> 00:43:43,373
Hvernig fæ ég þig
til að hætta að stara á mig?
613
00:43:44,124 --> 00:43:46,793
Ég er ekki vanur því
að sjá konur í buxum.
614
00:43:46,960 --> 00:43:49,713
Þú hefur mikinn áhuga
á klæðaburði mínum.
615
00:43:49,880 --> 00:43:51,215
Sættu þig við þetta.
616
00:44:31,046 --> 00:44:33,173
Þú nærð miklu lífi í augun.
617
00:44:33,382 --> 00:44:35,092
En fjarvíddin er skökk.
618
00:44:35,259 --> 00:44:36,260
Hvað segirðu?
619
00:44:37,261 --> 00:44:38,470
Það er rétt og pirrandi.
620
00:44:38,637 --> 00:44:40,055
Teiknar þú?
-Áður fyrr.
621
00:44:40,222 --> 00:44:41,223
Því hættirðu?
622
00:44:41,390 --> 00:44:42,975
Ég teiknaði allt sem ég vildi.
623
00:44:43,475 --> 00:44:44,810
Ákvað að læra eitthvað nýtt.
624
00:44:44,977 --> 00:44:47,729
Kannski vantaði þig bara
réttu andagiftina.
625
00:44:48,564 --> 00:44:49,398
Hvað með þig?
626
00:44:49,940 --> 00:44:51,483
Mig skortir aldrei andagift.
627
00:44:51,650 --> 00:44:53,485
Nei, hvað ertu að gera hérna?
628
00:44:53,652 --> 00:44:57,072
Að elta kort um allar trissur?
Finnst þér það skemmtilegt?
629
00:44:57,239 --> 00:44:58,574
Tár mánans...
-Hættu.
630
00:44:58,740 --> 00:45:00,576
Ég tel þjóðsöguna vera sanna.
631
00:45:00,742 --> 00:45:01,910
Ekki satt.
-Ég finn þau.
632
00:45:02,077 --> 00:45:03,662
Alls ekki.
-Og þá...
633
00:45:04,121 --> 00:45:06,164
björgum við svo mörgum mannslífum.
634
00:45:06,582 --> 00:45:09,418
Sagan segir að eitt krónublað
geti læknað allt.
635
00:45:09,877 --> 00:45:11,920
Það gjörbreytir læknavísindunum.
636
00:45:12,087 --> 00:45:14,131
Það er upphaf vísindabyltingar.
637
00:45:14,298 --> 00:45:15,632
Afar spennandi, Frank.
638
00:45:15,799 --> 00:45:17,634
Viltu verða Darwin blómanna?
639
00:45:17,801 --> 00:45:19,344
Ég vil hjálpa sem flestum.
640
00:45:19,511 --> 00:45:20,512
Bjarga heiminum?
641
00:45:20,679 --> 00:45:21,805
Ég sagði það ekki.
642
00:45:21,972 --> 00:45:22,890
Það er göfugt.
643
00:45:23,056 --> 00:45:24,683
Takk fyrir.
-Og heimskulegt.
644
00:45:24,850 --> 00:45:27,352
Þú ert algjörlega óþolandi.
645
00:45:28,061 --> 00:45:29,605
Og falskur.
646
00:45:33,734 --> 00:45:36,111
Hættirðu lífi ykkar beggja
647
00:45:36,278 --> 00:45:37,613
til að bjarga ókunnugum?
648
00:45:37,779 --> 00:45:39,573
Mér má vera annt um ókunnuga.
649
00:45:39,740 --> 00:45:41,658
Mér er ekki annt um neinn.
650
00:45:41,825 --> 00:45:43,327
Það leynir sér ekki.
651
00:45:43,493 --> 00:45:44,870
Ef maður er svo heppinn
652
00:45:45,037 --> 00:45:46,747
að vera annt
um eina manneskju
653
00:45:46,914 --> 00:45:49,583
er það nægur heimur fyrir mig.
654
00:45:50,209 --> 00:45:51,960
"Nægur heimur fyrir mig."
655
00:45:55,756 --> 00:45:58,800
Guð minn almáttugur! Je minn...
656
00:45:58,967 --> 00:45:59,968
MacGregor!
657
00:46:00,135 --> 00:46:02,221
Proxima! Proxima!
658
00:46:02,387 --> 00:46:04,223
Vertu kyrr, Proxima!
659
00:46:04,389 --> 00:46:05,724
Kyrr.
660
00:46:05,891 --> 00:46:06,892
Proxima.
661
00:46:08,101 --> 00:46:09,353
Er þetta kötturinn þinn?
662
00:46:09,520 --> 00:46:10,562
Og slagsmálin?
663
00:46:10,729 --> 00:46:13,190
Þau voru plat.
-Í guðs bænum, Frank!
664
00:46:13,357 --> 00:46:15,567
Má treysta þér að einhverju leyti?
665
00:46:15,734 --> 00:46:16,902
Ekki neinu.
666
00:46:23,742 --> 00:46:25,077
Frábær tímasetning.
667
00:46:28,580 --> 00:46:32,000
Innfæddir tala um þennan stað
með miklum ótta.
668
00:46:33,126 --> 00:46:36,380
Hérna var Aguirre
og mönnum hans refsað
669
00:46:36,547 --> 00:46:38,966
fyrir að hafa reynt
að stela Örvaroddinum.
670
00:46:48,725 --> 00:46:49,560
Þarna.
671
00:46:52,145 --> 00:46:53,522
Árvatnið.
672
00:46:55,482 --> 00:46:59,152
Þetta er það
sem þið hafið beðið eftir.
673
00:47:36,481 --> 00:47:38,442
Sjáið hver er kominn.
674
00:47:38,609 --> 00:47:42,321
Goðsögn í lifanda lífi.
675
00:47:42,946 --> 00:47:45,824
Árvatnið. Viltu meira svona?
676
00:47:45,991 --> 00:47:50,412
Löng og sársaukafull bið
eftir því að sjá ána aftur.
677
00:47:50,579 --> 00:47:54,833
Tár mánans aflétta bölvuninni
og frelsa ykkur undan frumskóginum.
678
00:47:55,000 --> 00:47:59,296
Þú vilt það sem ég þarfnast.
679
00:48:00,130 --> 00:48:01,673
Sprengibúnaðinn.
680
00:48:06,136 --> 00:48:09,014
Örvaroddurinn er nálægur.
681
00:48:10,933 --> 00:48:14,311
Þú finnur hann fyrir mig
682
00:48:14,478 --> 00:48:17,606
og við fáum báðir það
sem við viljum. Samþykkt?
683
00:48:19,858 --> 00:48:20,692
Sverðu það.
684
00:48:21,985 --> 00:48:23,028
Gott.
685
00:48:53,141 --> 00:48:54,560
Hver fékk martröð?
686
00:49:17,541 --> 00:49:19,918
Nú förum við í strokkinn.
Tilbúin, Brók?
687
00:49:20,586 --> 00:49:22,296
Er þetta eina leiðin?
688
00:49:22,462 --> 00:49:25,048
Þú valdir þessa leið
til að spara tvo daga.
689
00:49:25,549 --> 00:49:27,968
Hversu bókstafleg
er líkingin við strokk?
690
00:49:28,135 --> 00:49:31,054
Ef þú átt eitthvað verðmætt
skaltu setja það undir þiljur.
691
00:49:31,221 --> 00:49:33,807
Ég tel mig verðmætan
svo við sjáumst síðar.
692
00:49:33,974 --> 00:49:35,726
Bíddu aðeins, MacGregor.
693
00:49:39,271 --> 00:49:40,564
Ekki týna þessu.
694
00:49:41,815 --> 00:49:44,484
Sérðu þetta? Færðu mér það.
695
00:49:45,360 --> 00:49:46,778
Gaman að kynnast þér.
696
00:49:46,945 --> 00:49:48,488
Ekki segja þetta.
697
00:49:49,198 --> 00:49:50,199
Farðu.
698
00:49:58,081 --> 00:50:00,459
Ekki þú aftur. Burt með þig.
699
00:50:03,295 --> 00:50:04,463
Ertu tilbúin, Brók?
700
00:50:04,630 --> 00:50:06,173
Stýrðu bara, Skippí.
701
00:50:08,008 --> 00:50:09,301
Bölvaður kötturinn.
702
00:50:09,468 --> 00:50:11,345
Hvað nú?
-Lætur mig ekki vera.
703
00:50:24,358 --> 00:50:25,359
Nú byrjar ballið.
704
00:50:31,907 --> 00:50:32,783
Guð minn góður!
705
00:50:38,914 --> 00:50:39,831
Allt í lagi?
706
00:50:39,998 --> 00:50:41,708
Allt í fína.
-Viltu snúa við?
707
00:50:41,875 --> 00:50:43,460
Nei, ég er rétt að byrja.
708
00:50:44,753 --> 00:50:46,129
Gott. Ég líka.
709
00:50:50,133 --> 00:50:50,968
Hægðu á þér!
710
00:50:59,685 --> 00:51:00,686
Viltu snúa við?
711
00:51:00,853 --> 00:51:01,770
Stýrðu bara.
712
00:51:25,794 --> 00:51:27,337
Þú gerðir í brækurnar, Brók.
713
00:51:27,504 --> 00:51:28,881
Það slettist á mig.
714
00:51:29,047 --> 00:51:30,132
Gefstu nú upp.
715
00:51:30,299 --> 00:51:32,217
Gefðu gítarinn upp á bátinn.
716
00:51:46,648 --> 00:51:47,858
Guð minn góður!
717
00:52:07,878 --> 00:52:09,129
Áfram, mín kæra.
718
00:52:18,889 --> 00:52:19,890
Koma svo!
719
00:52:50,462 --> 00:52:52,297
Gerðu þetta aldrei aftur.
720
00:52:52,464 --> 00:52:55,008
Ég get snúið við
og farið aftur í bæinn.
721
00:52:55,175 --> 00:52:57,469
Það fyrsta skynsamlega
sem þú hefur sagt.
722
00:53:00,472 --> 00:53:01,807
Hvað með þig, Brók?
723
00:53:02,307 --> 00:53:03,308
Viltu snúa við?
724
00:53:05,310 --> 00:53:06,520
Ekki?
725
00:53:06,687 --> 00:53:09,481
Mér fannst þetta
alveg stórkostleg lífsreynsla.
726
00:53:09,690 --> 00:53:12,192
Ákaflega spennandi.
727
00:53:12,359 --> 00:53:13,735
Þú ert dálítið lasleg.
728
00:53:13,944 --> 00:53:16,363
Þess vegna spurði ég.
Er allt í lagi?
729
00:53:16,822 --> 00:53:17,906
Ertu svöng?
730
00:53:19,533 --> 00:53:20,659
Já, hún er svöng.
731
00:53:21,118 --> 00:53:23,537
Ég á reyktan píranafisk ef þú vilt.
732
00:53:25,330 --> 00:53:26,665
Þú stóðst þig...
733
00:53:38,760 --> 00:53:40,345
Náðirðu því?
734
00:53:43,473 --> 00:53:44,516
Ertu drukkin?
735
00:53:44,683 --> 00:53:47,436
Þú ert versti köttur sem ég hef átt.
736
00:53:54,067 --> 00:53:56,987
{\an8}UCAYALI-VÍKIN
737
00:53:58,155 --> 00:53:59,615
Hvernig þolirðu hana?
738
00:53:59,781 --> 00:54:02,910
Eftir tvo daga langar mig
að kasta henni útbyrðis.
739
00:54:03,619 --> 00:54:05,287
Það þarf að venjast henni.
740
00:54:07,789 --> 00:54:09,750
Er hún alltaf svona mikil...
741
00:54:09,917 --> 00:54:10,792
Lily?
742
00:54:10,959 --> 00:54:11,835
Já.
743
00:54:12,294 --> 00:54:13,420
Því miður.
744
00:54:13,921 --> 00:54:15,672
Hausinn fyrst
og hugsað á niðurleið.
745
00:54:16,548 --> 00:54:18,842
Mottóið hennar á latínu.
746
00:54:30,979 --> 00:54:32,272
Hvað ertu að gera?
747
00:54:38,278 --> 00:54:39,655
Þín jarðarför.
748
00:54:47,538 --> 00:54:49,289
Aðeins að kíkja.
749
00:54:57,881 --> 00:55:01,426
Systir þín segir
hvað sem er við hvern sem er.
750
00:55:01,593 --> 00:55:03,762
Án tillits til annarra.
751
00:55:04,388 --> 00:55:06,807
Sama hvern hún særir.
Yfirleitt mig.
752
00:55:06,974 --> 00:55:09,059
Hún líkist föður okkar.
753
00:55:09,226 --> 00:55:12,187
Hann eltist alltaf
við einhverjar grillur.
754
00:55:12,354 --> 00:55:15,399
Það eru ekki til bölvanir
eða einhver allrameinabót.
755
00:55:15,566 --> 00:55:17,943
Hér hafa ekki verið
landvinningamenn í þrjár aldir.
756
00:55:29,288 --> 00:55:33,417
VIKULEGU JARLATÍĐINDIN
757
00:55:45,554 --> 00:55:47,472
Því komstu með henni hingað?
758
00:55:49,474 --> 00:55:53,103
Þetta var í þriðja sinn
sem mér bauðst að kvænast
759
00:55:53,270 --> 00:55:57,274
heillandi, menntaðri konu
sem kunni að sitja hest...
760
00:55:58,192 --> 00:56:02,070
en ég neyddist til þess
að segja dömunni
761
00:56:02,237 --> 00:56:04,323
að ég gæti ekki þegið boðið.
762
00:56:04,907 --> 00:56:08,076
Eða nokkurt annað slíkt boð
763
00:56:08,243 --> 00:56:11,371
þar sem hugur minn
leitaði hamingjusamlega...
764
00:56:13,040 --> 00:56:14,208
annað.
765
00:56:19,129 --> 00:56:20,589
Annað?
766
00:56:21,673 --> 00:56:22,966
Annað.
767
00:56:24,301 --> 00:56:26,261
Skál fyrir öðru.
768
00:56:33,268 --> 00:56:35,646
Frændi okkar hótaði
að svipta mig arfi.
769
00:56:35,812 --> 00:56:37,773
Vinir og ættingjar höfnuðu mér...
770
00:56:39,441 --> 00:56:40,859
vegna þess sem ég elskaði.
771
00:56:41,360 --> 00:56:44,112
Ég hefði verið útskúfaður
úr samfélaginu...
772
00:56:45,280 --> 00:56:46,865
án Lilyar.
773
00:56:48,575 --> 00:56:50,035
Hún studdi mig.
774
00:56:50,953 --> 00:56:54,122
Þess vegna myndi ég
fylgja henni inn í eldfjall.
775
00:57:07,636 --> 00:57:09,638
Brók! Leggjum í hann!
776
00:57:14,226 --> 00:57:16,019
Viltu útskýra þetta?
777
00:57:19,398 --> 00:57:20,607
Þið máttuð ekki fara inn.
778
00:57:20,774 --> 00:57:21,942
Auðvitað ekki.
779
00:57:22,109 --> 00:57:23,193
Til að leyna þessu.
780
00:57:23,360 --> 00:57:26,822
Þetta er lygi eftir lygi.
Þú ert eins og blekkingarlaukur.
781
00:57:26,989 --> 00:57:28,740
Hvaða lygar?
-Þú leitar þess sjálfur.
782
00:57:28,907 --> 00:57:31,493
Ég leita þess ekki lengur.
783
00:57:33,579 --> 00:57:34,997
Hef ekki gert það lengi.
784
00:57:35,664 --> 00:57:36,915
Gott og vel...
785
00:57:37,082 --> 00:57:39,501
Ég leitaði Tára mánans eins og þú.
786
00:57:39,668 --> 00:57:41,128
Ég á kort eins og þitt.
787
00:57:43,797 --> 00:57:45,674
Og fjölmörg önnur eins.
788
00:57:47,467 --> 00:57:50,262
Kortagerðarmaður Aguirres
var afkastamikill.
789
00:57:50,429 --> 00:57:53,056
Hann lést við leit
að því sem aldrei finnst.
790
00:57:53,223 --> 00:57:57,311
Ég hef elt þjóðsöguna í hvert þorp,
hverja eyju og hvert sandrif.
791
00:57:58,145 --> 00:57:59,521
Án árangurs.
792
00:57:59,980 --> 00:58:01,982
Nú er ég fastur á ánni
793
00:58:02,149 --> 00:58:04,651
og vildi vera
alls staðar annars staðar.
794
00:58:11,533 --> 00:58:13,160
Þú hafðir aldrei þetta.
795
00:58:20,501 --> 00:58:23,504
Nú ætla ég að klappa þér
og þú étur mig ekki.
796
00:58:23,670 --> 00:58:25,297
Er það skilið?
797
00:58:26,048 --> 00:58:28,926
Ég kem nær. Nú geri ég það.
798
00:58:29,593 --> 00:58:33,013
Þú ert ekki svo slæm
miðað við stóran, loðinn morðkött.
799
00:58:34,723 --> 00:58:37,434
Ég er yfirleitt lengur
að misbjóða öðrum.
800
00:58:39,353 --> 00:58:40,229
Lily!
801
00:58:41,647 --> 00:58:42,523
MacGregor.
802
00:58:50,155 --> 00:58:50,989
Ó...
803
00:59:07,005 --> 00:59:08,215
Hvert förum við?
804
00:59:08,507 --> 00:59:10,717
Við stefnum á hausaveiðaraslóðir
805
00:59:10,884 --> 00:59:13,554
en það er slæmur staður
að nálgast yfirhöfuð.
806
00:59:13,720 --> 00:59:16,098
Í alvöru, Frank. Ekki núna.
807
00:59:16,265 --> 00:59:17,724
Ég get ekki slökkt.
808
00:59:24,022 --> 00:59:25,065
Lily!
809
00:59:25,232 --> 00:59:26,275
Frank!
810
00:59:28,068 --> 00:59:29,194
Frank.
811
01:00:29,963 --> 01:00:31,006
Hvað sagðirðu?
812
01:00:31,173 --> 01:00:35,010
Ég sagði þeim að leyfa
ykkur MacGregor að fara og lifa.
813
01:00:35,177 --> 01:00:38,055
Í staðinn skiljið þið
eigur ykkar og föt eftir
814
01:00:38,222 --> 01:00:39,389
og ég verð kyrr.
815
01:00:39,556 --> 01:00:40,682
Þú ert hugrakkur.
816
01:00:40,849 --> 01:00:43,018
En ég tek það ekki í mál, Frank.
817
01:00:43,185 --> 01:00:45,562
Við komumst ekki
öll þrjú héðan lifandi.
818
01:00:45,729 --> 01:00:47,439
Ég þekki þau. Farið og...
819
01:00:47,606 --> 01:00:49,316
Nei.
-Má ég tala í fimm mínútur
820
01:00:49,483 --> 01:00:51,276
án þess að þú grípir fram í?
821
01:00:54,655 --> 01:00:56,240
Þarna fórstu með það.
822
01:00:59,493 --> 01:01:00,744
Æ, nei.
823
01:01:04,331 --> 01:01:05,916
"Það eina sem ég vil...
824
01:01:06,792 --> 01:01:08,210
er Örvaroddurinn."
-Nei.
825
01:01:08,377 --> 01:01:09,753
Ekki hrista hausinn.
Þau þola það ekki.
826
01:01:09,920 --> 01:01:10,921
Ekki gera það.
827
01:01:13,423 --> 01:01:15,008
"Hann er í þínum fórum
828
01:01:15,634 --> 01:01:17,845
en honum var rænt
frá okkur fyrir löngu.
829
01:01:18,846 --> 01:01:20,764
Skilaðu honum og vertu frjáls
830
01:01:21,181 --> 01:01:23,058
eða ég hrifsa hann
úr fingrum þér
831
01:01:24,518 --> 01:01:26,562
eftir að hafa étið burt kjötið."
832
01:01:29,898 --> 01:01:32,025
Þú heyrðir í indælu mannætunni.
833
01:01:32,192 --> 01:01:33,193
Skilaðu honum.
834
01:01:33,360 --> 01:01:38,031
Ég er ryðguð í tungumáli Puka Michuna.
Þýddu þetta orð fyrir orð.
835
01:01:38,198 --> 01:01:39,157
Allt í lagi.
836
01:01:39,324 --> 01:01:41,451
Nei, þið fáið hann ekki.
-Jesús minn.
837
01:01:41,618 --> 01:01:42,536
Lily.
-Lily.
838
01:01:42,703 --> 01:01:43,829
Þegiðu og túlkaðu.
839
01:01:43,996 --> 01:01:47,082
Já, ég er með Örvaroddinn
sem tilheyrir ykkur.
840
01:01:48,000 --> 01:01:51,128
Hún er með tómt vesen
vegna Örvaroddsins.
841
01:01:51,295 --> 01:01:52,546
Ég skila honum.
842
01:01:52,713 --> 01:01:54,047
Hún er mjög erfið.
843
01:01:54,214 --> 01:01:56,925
En fyrst verð ég
að finna Tár mánans.
844
01:01:57,342 --> 01:01:58,552
Hún er óþolandi.
845
01:01:58,719 --> 01:02:00,929
Ef það kostar mig lífið
verður að hafa það.
846
01:02:01,096 --> 01:02:03,515
Henni er sama þótt þið drepið hana.
847
01:02:03,682 --> 01:02:05,642
En sleppið mönnunum tveim.
848
01:02:05,809 --> 01:02:08,395
En ekki drepa mig.
849
01:02:11,481 --> 01:02:12,316
Lily!
850
01:02:12,858 --> 01:02:15,319
Áfram með ykkur.
Berjist við mig.
851
01:02:15,485 --> 01:02:17,196
Áfram! Hvað er að ykkur?
852
01:02:17,362 --> 01:02:18,906
Lily...
853
01:02:28,749 --> 01:02:30,083
Í alvöru, Frank.
854
01:02:30,250 --> 01:02:33,003
Næst rukka ég meira
fyrir allt þetta kjaftæði.
855
01:02:33,170 --> 01:02:34,421
Við sömdum um þetta.
856
01:02:34,588 --> 01:02:36,882
Ég er þreytt.
Við leggjum mikið á okkur
857
01:02:37,049 --> 01:02:38,634
í fáránlegum búningum.
858
01:02:38,800 --> 01:02:39,968
Þú talaðir...
859
01:02:40,135 --> 01:02:42,804
um enska hefðarfrú
og rolulegan bróður hennar.
860
01:02:42,971 --> 01:02:44,306
Hún drepur sig á þessu.
861
01:02:44,473 --> 01:02:46,016
Ég veit, hún er galin.
862
01:02:47,100 --> 01:02:48,936
Galin í ákveðni sinni.
863
01:02:49,102 --> 01:02:52,022
Lily, ég náði ekki
að hætta við þetta plan.
864
01:02:52,189 --> 01:02:55,067
Þetta eru bara svik
ef þú fellur fyrir því.
865
01:02:59,863 --> 01:03:01,031
Hættu þessu.
866
01:03:01,198 --> 01:03:02,699
Rola?
-Á sterkan hátt.
867
01:03:05,494 --> 01:03:08,914
Gott högg.
Öll fjölskyldan er höggþung.
868
01:03:11,458 --> 01:03:12,835
Geturðu þýtt þetta?
869
01:03:13,544 --> 01:03:14,753
Hugsanlega.
870
01:03:16,171 --> 01:03:19,675
Það gæti hugsast
en það er vandkvæðum bundið.
871
01:03:20,592 --> 01:03:23,262
Þú talar mjög góða ensku
þegar þörf er á.
872
01:03:23,428 --> 01:03:26,014
Mér finnst eins og við séum
að semja um verð.
873
01:03:26,181 --> 01:03:27,015
Þú skilur mig.
874
01:03:27,850 --> 01:03:29,184
Sam vill vöruskipti.
875
01:03:29,351 --> 01:03:30,894
Ég skal trúa því.
876
01:03:33,146 --> 01:03:34,314
Viltu hattinn?
877
01:03:34,690 --> 01:03:35,816
Þú mátt fá hattinn.
878
01:03:40,070 --> 01:03:41,989
Þarna fórstu alveg með það.
879
01:03:44,992 --> 01:03:47,452
Fyrirgefur hún mér?
-Það er ólíklegt.
880
01:03:47,786 --> 01:03:50,956
Þetta var ekkert persónulegt.
Þetta var löngu umsamið.
881
01:03:51,123 --> 01:03:53,458
Ef þú svíkur Lily
ertu dauður fyrir henni.
882
01:03:53,625 --> 01:03:55,919
Dauður og grafinn.
883
01:03:56,837 --> 01:03:58,255
Í grafhýsi.
884
01:03:59,423 --> 01:04:01,466
Smurður og grafinn.
-Ég náði því.
885
01:04:01,633 --> 01:04:03,635
Dauður eins og dódó.
-Alveg á tæru.
886
01:04:03,802 --> 01:04:05,262
Steindauður.
-MacGregor.
887
01:04:05,429 --> 01:04:06,680
Bjórinn er góður.
888
01:04:07,139 --> 01:04:08,056
Þetta er masato.
889
01:04:09,892 --> 01:04:11,894
Það er gerjaður hráki.
890
01:04:12,060 --> 01:04:13,604
Þú drekkur hráka.
891
01:04:19,610 --> 01:04:20,569
Þegar í Róm.
892
01:04:24,281 --> 01:04:26,074
Ég vildi að ég væri í Róm.
893
01:04:27,034 --> 01:04:28,493
"Tár mánans...
894
01:04:29,995 --> 01:04:33,498
búa yfir mætti til að lækna allt."
895
01:04:34,917 --> 01:04:36,668
Þetta orð hérna
896
01:04:36,835 --> 01:04:39,296
á sér enga hliðstæðu í ensku.
Það er...
897
01:04:42,174 --> 01:04:43,300
sársauki í...
898
01:04:45,552 --> 01:04:46,803
sálinni.
899
01:04:49,056 --> 01:04:50,057
Lækna. Lækna.
900
01:04:51,391 --> 01:04:52,601
Lækna sálina.
901
01:04:52,768 --> 01:04:53,727
Nokkurn veginn.
902
01:04:53,894 --> 01:04:54,853
Lækna.
903
01:04:56,396 --> 01:05:00,359
"Sá einn er verðugur
sem breytir vatni í stein
904
01:05:00,526 --> 01:05:03,153
og lagfærir brostið hjarta.
905
01:05:07,991 --> 01:05:09,785
Tárin blómstra eingöngu
906
01:05:09,952 --> 01:05:13,038
þegar Tréð mikla
er undir grátandi mána."
907
01:05:13,789 --> 01:05:15,123
Það er eftir tvo daga.
908
01:05:16,083 --> 01:05:17,543
"Tréð felur sig
909
01:05:17,960 --> 01:05:19,044
þar sem mána blæddi.
910
01:05:19,419 --> 01:05:22,881
Það sökk í vestri
yfir hjarta nöðrunnar."
911
01:05:23,048 --> 01:05:24,007
Naðran.
912
01:05:25,175 --> 01:05:27,511
"Þar sem tönn bítur í hala."
913
01:05:28,470 --> 01:05:31,557
"Þar sem tönn bítur í hala."
Guð minn almáttugur.
914
01:05:31,723 --> 01:05:33,350
Sagði að þetta væri flókið.
915
01:05:33,517 --> 01:05:34,601
Auðvitað fann enginn það.
916
01:05:34,768 --> 01:05:36,395
Það er ekki í Lágrimas de Cristal.
917
01:05:36,562 --> 01:05:37,938
Það er í La Luna Rota.
918
01:05:38,105 --> 01:05:38,897
Já.
919
01:05:40,732 --> 01:05:43,151
Hvað er ég lengi að komast þangað?
920
01:05:43,318 --> 01:05:44,152
Tvo eða þrjá daga.
921
01:05:44,319 --> 01:05:45,696
En með kanó?
922
01:05:45,863 --> 01:05:46,697
Hvað segirðu?
923
01:05:46,864 --> 01:05:49,950
Segðu Skippí skipstjóra
að ég haldi ein áfram.
924
01:05:50,117 --> 01:05:51,743
Þú getur það ekki.
-Segðu...
925
01:05:51,910 --> 01:05:54,246
að hann vanmeti
festu mína og hæfileika.
926
01:05:54,413 --> 01:05:57,749
Segðu dr. Brók að það sé
ýmislegt í frumskóginum
927
01:05:57,916 --> 01:05:59,418
sem hún hefur aldrei lesið um.
928
01:05:59,585 --> 01:06:00,627
Segðu það.
929
01:06:00,794 --> 01:06:02,671
Ég fell ekki fyrir fleiri brellum.
930
01:06:02,838 --> 01:06:03,797
Þær eru þreytandi.
931
01:06:03,964 --> 01:06:05,841
Ef þú ferð ein
með þetta um hálsinn
932
01:06:06,008 --> 01:06:07,092
lifirðu það ekki af.
-Nú?
933
01:06:07,259 --> 01:06:08,218
Við verðum að halda hópinn.
934
01:06:08,385 --> 01:06:09,595
Er það?
-Já.
935
01:06:09,761 --> 01:06:10,929
"Við" er áhugavert orð.
936
01:06:11,096 --> 01:06:13,932
Það gefur til kynna
traust og hreinskilni.
937
01:06:14,099 --> 01:06:17,269
En þú veist ekkert um slíkt
því þú ert lygari, Frank.
938
01:06:17,436 --> 01:06:19,521
Þú ert eigingjarn og hrokafullur
939
01:06:19,688 --> 01:06:21,732
og ég treysti þér
ekki lengra en ég kasta þér
940
01:06:21,899 --> 01:06:23,984
sem er stutt, því þú ert risastór.
941
01:06:24,151 --> 01:06:25,861
Það er ekkert "við" lengur.
942
01:06:26,028 --> 01:06:27,613
Hér eru launin þín
943
01:06:27,779 --> 01:06:30,991
ásamt örlitlu þjórfé
fyrir alveg frábæra þjónustu.
944
01:06:35,287 --> 01:06:37,706
Þetta er teigtré.
945
01:06:37,873 --> 01:06:39,499
Teigtré.
946
01:06:39,666 --> 01:06:42,920
Notið það fyrir högg
í kringum 200 metra.
947
01:06:43,837 --> 01:06:46,173
Þið notið járn í styttri vegalengdir.
948
01:06:50,010 --> 01:06:52,554
Stríðsmálning? Einmitt já.
949
01:06:53,222 --> 01:06:55,307
Fyrir stríðsmann. Mikil ósköp!
950
01:06:58,310 --> 01:06:59,686
Þetta kitlar.
951
01:07:02,940 --> 01:07:04,274
Ég næ þessu ekki af.
952
01:07:04,441 --> 01:07:07,277
Þetta er tattúblek.
Það dofnar á endanum.
953
01:07:07,444 --> 01:07:08,737
Eftir nokkra áratugi.
954
01:07:08,904 --> 01:07:10,072
Æ, nei.
955
01:07:15,369 --> 01:07:18,038
Francisco...
956
01:07:43,146 --> 01:07:44,356
Lily!
-Hvað, Frank?
957
01:07:44,523 --> 01:07:45,858
Forðum okkur.
-Hvað?
958
01:07:46,024 --> 01:07:47,442
Réttu mér Örvaroddinn.
959
01:07:47,609 --> 01:07:49,069
Heldurðu að ég sé flón?
960
01:07:50,737 --> 01:07:52,656
Francisco...
961
01:07:54,992 --> 01:07:56,952
Francisco...
962
01:08:00,497 --> 01:08:02,207
Hvað?
-Ég reyndi að segja það.
963
01:08:13,010 --> 01:08:14,219
Nei.
964
01:08:17,264 --> 01:08:18,765
Þú virðist hissa.
965
01:08:19,140 --> 01:08:20,767
Það getur ekki verið.
966
01:08:23,729 --> 01:08:25,564
Þjóðsagan er sönn.
967
01:08:25,731 --> 01:08:27,274
Eftir 400 ár.
968
01:08:27,441 --> 01:08:28,567
Örvaroddurinn...
969
01:08:28,734 --> 01:08:29,359
tilheyrir mér.
970
01:08:32,988 --> 01:08:33,738
Bjargaðu fjölskyldunni!
971
01:08:33,906 --> 01:08:34,406
Já!
972
01:08:37,367 --> 01:08:38,118
Guð!
973
01:08:40,245 --> 01:08:41,330
Frank, Frank!
974
01:09:24,957 --> 01:09:27,292
Ég held þér, Brók. Treystu mér.
975
01:09:29,002 --> 01:09:30,671
Haltu fast!
976
01:09:36,176 --> 01:09:37,803
Frank, náðu þessu.
977
01:09:39,345 --> 01:09:40,138
Bíddu.
-Áfram.
978
01:09:42,515 --> 01:09:43,392
Gerðu það.
-Næ því.
979
01:09:43,559 --> 01:09:44,518
Frank.
-Næ því ekki.
980
01:09:44,685 --> 01:09:45,644
Frank!
-Guð minn góður!
981
01:09:48,564 --> 01:09:50,983
Slepptu. Hvað ertu að gera?
-Ná upp hraða.
982
01:09:51,149 --> 01:09:52,568
Fáránlegt.
-Nei, bíddu.
983
01:09:52,734 --> 01:09:54,486
Slepptu. Þetta var hörmung.
984
01:09:54,653 --> 01:09:55,737
Þú ert of þung.
985
01:09:55,904 --> 01:09:56,905
MacGregor!
986
01:09:57,072 --> 01:09:58,282
Lily?
987
01:09:58,866 --> 01:09:59,700
Afsakaðu.
988
01:10:29,730 --> 01:10:30,981
Slepptu henni!
989
01:10:37,029 --> 01:10:38,864
Nei!
-Aguirre!
990
01:10:53,754 --> 01:10:55,088
Teigtré.
991
01:10:55,255 --> 01:10:56,507
Flott högg.
-Örin.
992
01:11:22,407 --> 01:11:23,367
Nei!
993
01:11:24,701 --> 01:11:25,869
Frank!
994
01:11:40,300 --> 01:11:41,593
Forðum okkur héðan.
995
01:11:42,177 --> 01:11:44,137
Inn með ykkur. Takið hnífinn.
996
01:11:44,972 --> 01:11:45,973
Núna!
997
01:11:51,103 --> 01:11:51,979
Hvað er að?
998
01:11:52,145 --> 01:11:53,355
Fóturinn.
999
01:11:53,522 --> 01:11:54,815
Þetta er allt í lagi.
1000
01:11:55,983 --> 01:11:58,735
Farðu héðan.
Komdu þér sem lengst frá ánni.
1001
01:11:58,902 --> 01:12:00,362
Aguirre vill Örvaroddinn.
1002
01:12:00,529 --> 01:12:02,406
Eins og fætur toga.
-Farðu.
1003
01:12:02,698 --> 01:12:05,117
Þeir koma. Farðu frá ánni.
1004
01:12:15,878 --> 01:12:16,628
Náði henni!
1005
01:12:17,880 --> 01:12:18,505
Nei!
1006
01:12:18,672 --> 01:12:20,007
Komdu með Örvaroddinn!
1007
01:12:21,925 --> 01:12:23,677
Við fórum of langt frá ánni!
1008
01:12:45,407 --> 01:12:48,118
Guð minn góður.
-Þetta er bara ég.
1009
01:12:54,458 --> 01:12:55,501
Sástu Örvaroddinn?
1010
01:12:56,585 --> 01:12:57,252
Sástu hann?
1011
01:12:57,419 --> 01:12:59,671
Ég sá hann ekki aðeins
heldur hélt á honum.
1012
01:12:59,838 --> 01:13:01,215
Loks afléttum við bölvuninni
1013
01:13:01,381 --> 01:13:02,925
og hefnum okkar á Francisco.
1014
01:13:03,091 --> 01:13:05,511
Gleymdu Francisco.
Örvaroddurinn, Aguirre.
1015
01:13:05,928 --> 01:13:09,181
Aðeins Tár mánans
aflétta þessari bölvun.
1016
01:13:09,681 --> 01:13:11,517
Frumskógurinn étur sálir okkar.
1017
01:13:11,975 --> 01:13:13,310
Við erum ógeðslegir.
1018
01:13:14,186 --> 01:13:16,104
Þú segir það.
En ég er gómsætur.
1019
01:13:18,065 --> 01:13:20,567
Haldið þið að við
séum enn með sálir?
1020
01:13:21,068 --> 01:13:25,155
Þess vegna þurfum við Tár mánans.
Þau eru eina von okkar.
1021
01:13:25,364 --> 01:13:27,950
Buxnaklædda konan
er með Örvaroddinn
1022
01:13:28,116 --> 01:13:29,826
og fór með hann frá ánni.
1023
01:13:29,993 --> 01:13:31,828
Þar sem við getum ekki elt hana.
1024
01:13:31,995 --> 01:13:33,163
Prinsinn.
1025
01:13:35,457 --> 01:13:37,376
Hann getur elt Örvaroddinn.
1026
01:13:38,043 --> 01:13:39,378
Segið honum hvar hún er.
1027
01:13:39,878 --> 01:13:40,796
Þið heyrðuð það.
1028
01:13:40,963 --> 01:13:42,673
Segið prinsinum það.
1029
01:13:45,926 --> 01:13:47,135
MacGregor!
1030
01:13:49,054 --> 01:13:50,722
MacGregor!
1031
01:13:50,889 --> 01:13:52,182
MacGregor!
1032
01:13:53,517 --> 01:13:54,893
MacGregor!
1033
01:14:08,448 --> 01:14:09,616
Frank?
1034
01:14:10,659 --> 01:14:11,785
Þú ert á lífi.
1035
01:14:11,952 --> 01:14:13,954
Hvernig geturðu verið á lífi?
1036
01:14:15,205 --> 01:14:18,083
Ég sá þig deyja og falla.
Hvernig geturðu lifað?
1037
01:14:18,250 --> 01:14:19,835
Sama hvað þú hefur gert fyrir mig,
1038
01:14:20,002 --> 01:14:21,795
ef við komumst héðan...
-Þarna ertu.
1039
01:14:21,962 --> 01:14:23,630
...fer ég aldrei frá Kensington.
1040
01:14:23,797 --> 01:14:26,049
Frank er á lífi.
-Já, Frank er á lífi.
1041
01:14:29,428 --> 01:14:32,347
Þú ert með eitthvað í bakinu.
1042
01:14:35,642 --> 01:14:36,768
Frank?
1043
01:14:37,895 --> 01:14:40,022
Ég heiti reyndar Francisco.
1044
01:14:41,315 --> 01:14:43,859
Francisco Lopez de Heredia.
1045
01:14:44,026 --> 01:14:45,235
Og...
1046
01:14:46,778 --> 01:14:48,530
ég er um 400 ára gamall.
1047
01:14:49,239 --> 01:14:50,782
Hvað?
-Það er erfiður biti.
1048
01:14:50,949 --> 01:14:54,453
Ég skal útskýra alla söguna...
-Þér blæðir ekki.
1049
01:14:54,620 --> 01:14:55,412
Ertu draugur?
1050
01:14:55,871 --> 01:14:57,080
Nei, það er flókið.
1051
01:14:57,414 --> 01:15:00,334
Þú ert greinilega ekki mannlegur.
1052
01:15:00,501 --> 01:15:03,670
Það er erfitt að einbeita sér
með sverð í hjartanu.
1053
01:15:04,046 --> 01:15:06,423
Sam, taktu sverðið.
-Vampíra?
1054
01:15:06,590 --> 01:15:09,051
Ég sagðist vera hætt
að draga vopn úr þér.
1055
01:15:11,261 --> 01:15:12,304
Nei.
1056
01:15:14,556 --> 01:15:16,808
Ertu ekki doktor?
1057
01:15:17,142 --> 01:15:18,560
Í grasafræði.
1058
01:15:18,727 --> 01:15:20,604
Sjá hvernig það lafir þarna.
1059
01:15:20,771 --> 01:15:22,272
Það er svona í laginu.
1060
01:15:22,439 --> 01:15:23,774
Það er sérkennilegt.
1061
01:15:23,941 --> 01:15:25,859
Sástu hvernig það hlykkjast?
1062
01:15:26,026 --> 01:15:28,403
Það er samt eiginlega beint.
1063
01:15:29,988 --> 01:15:31,198
Önnur höndin eða báðar?
1064
01:15:31,365 --> 01:15:32,366
Prófum aðra.
1065
01:15:35,410 --> 01:15:37,037
Notaðu báðar hendurnar.
1066
01:15:38,080 --> 01:15:38,830
Nei, nei!
1067
01:15:38,997 --> 01:15:41,208
Hvað?
-Þetta er svo sárt.
1068
01:15:41,375 --> 01:15:42,584
Nei.
-Hvernig veistu?
1069
01:15:42,751 --> 01:15:45,254
Frank, viltu bíta í spýtuna mína?
1070
01:15:45,420 --> 01:15:47,256
Nei, takk.
-Vegna sársaukans.
1071
01:15:47,422 --> 01:15:49,466
Ég skil hvað hann á við, en nei.
1072
01:15:49,633 --> 01:15:51,093
Bara ef þú þarft.
1073
01:15:51,260 --> 01:15:52,886
Þú ert svo stífur núna.
1074
01:15:53,053 --> 01:15:54,680
Það dregur ekki úr stressinu.
1075
01:15:54,847 --> 01:15:56,932
Þú mátt vera stressuð
í fyrsta sinn.
1076
01:15:57,099 --> 01:15:57,933
Er þetta fyrsta sinn?
1077
01:15:58,100 --> 01:15:59,977
Þú veist það.
-Já, ég sé það.
1078
01:16:00,143 --> 01:16:01,979
Ég hef gert það hundrað sinnum.
1079
01:16:02,145 --> 01:16:03,689
Hvernig tek ég því?
-Þetta er einstakt.
1080
01:16:03,856 --> 01:16:05,190
Er það?
-Já.
1081
01:16:05,357 --> 01:16:06,400
Hægt.
-Hvað?
1082
01:16:06,567 --> 01:16:07,609
Ekki svona.
1083
01:16:07,776 --> 01:16:08,777
Allt of fast.
-Frank.
1084
01:16:08,944 --> 01:16:09,945
Á ég að tosa?
1085
01:16:10,112 --> 01:16:11,029
Já.
-Alls ekki.
1086
01:16:11,196 --> 01:16:12,781
Ég skal koma að aftan.
1087
01:16:12,948 --> 01:16:14,992
Það er óþarfi.
-Allt í lagi.
1088
01:16:15,158 --> 01:16:18,161
Það hjálpar alltaf
að nota fótinn í þetta.
1089
01:16:18,328 --> 01:16:19,997
Ég er stressaður.
-Ekki vera það.
1090
01:16:20,539 --> 01:16:22,249
Frank, ég tel upp að þremur.
1091
01:16:22,416 --> 01:16:23,917
Ætlar þú... Tel ég...?
1092
01:16:24,084 --> 01:16:24,918
Nei, ég tel.
1093
01:16:25,085 --> 01:16:26,420
Einn.
-Því að...
1094
01:16:35,804 --> 01:16:38,432
Mig dreymdi hádegisverð á Boodle's.
1095
01:16:39,308 --> 01:16:40,392
Heyrðu, doktor.
1096
01:16:41,602 --> 01:16:42,728
Förum nú.
-Auðvitað.
1097
01:16:42,895 --> 01:16:44,396
Nei, þú hefur gert nóg.
1098
01:16:44,563 --> 01:16:46,064
Ég læt þig ekki eina.
1099
01:16:46,231 --> 01:16:49,026
Sjáðu ástandið á þér.
Þú getur ekki gengið.
1100
01:16:49,193 --> 01:16:51,153
Viltu íhuga að snúa við?
1101
01:16:52,446 --> 01:16:55,199
Ég spjara mig. Ég lofa því.
1102
01:17:00,537 --> 01:17:01,663
Lykta ég illa?
1103
01:17:01,830 --> 01:17:03,373
Viðurstyggilega.
1104
01:17:17,763 --> 01:17:19,890
Það eru komnir gestir.
Opnið lúguna.
1105
01:17:34,780 --> 01:17:37,866
Góðan daginn, kæru vinir.
1106
01:17:46,208 --> 01:17:47,292
Er eitthvað þarna?
1107
01:17:48,961 --> 01:17:52,130
Hvað er þarna?
Funduð þið fljótabátinn?
1108
01:17:54,716 --> 01:17:55,843
Ekki?
1109
01:17:56,301 --> 01:17:58,804
Ekki fljótabátinn? Örvaroddinn?
1110
01:18:00,806 --> 01:18:04,309
Funduð þið Örvaroddinn?
Sýnið mér hvar.
1111
01:18:04,476 --> 01:18:06,603
Við tökum við skipunum býflugu.
1112
01:18:06,770 --> 01:18:07,813
Sýnið mér á kortinu.
1113
01:18:10,440 --> 01:18:11,525
Hérna?
1114
01:18:11,692 --> 01:18:13,569
Já! Þið heyrðuð það! Ný stefna!
1115
01:18:16,113 --> 01:18:18,156
Er býflugan með réttu hnitin?
1116
01:18:18,323 --> 01:18:22,327
Enga svona vitleysu, Axel.
1117
01:18:23,996 --> 01:18:25,956
Takk fyrir. Takk.
1118
01:18:30,294 --> 01:18:33,797
395 ár.
1119
01:18:33,964 --> 01:18:36,717
Og 5 mánuðir og 13 dagar.
1120
01:18:36,884 --> 01:18:38,635
Ég hélt að þú værir dáinn.
1121
01:18:41,930 --> 01:18:43,140
Varstu döpur?
1122
01:18:43,307 --> 01:18:45,100
Ég hafði áhyggjur.
1123
01:18:45,267 --> 01:18:46,101
Af sál minni.
1124
01:18:46,268 --> 01:18:47,477
Af leiðangrinum.
1125
01:18:49,605 --> 01:18:50,606
Og af þér.
1126
01:18:55,152 --> 01:18:56,528
Hvað ertu þá?
1127
01:18:57,070 --> 01:18:59,615
Þér blæðir ekki, en þú andar.
1128
01:19:00,908 --> 01:19:02,367
Þú ert ómögulegur.
1129
01:19:02,534 --> 01:19:04,494
Ég veit ekki lengur hvað ég er.
1130
01:19:06,038 --> 01:19:07,623
Ég get sagt þér hvað ég var.
1131
01:19:10,626 --> 01:19:12,336
Faðir minn var málaliði
1132
01:19:12,503 --> 01:19:17,132
og faðir Aguirres
réð hann til starfa í Algeirsborg.
1133
01:19:18,467 --> 01:19:20,010
{\an8}SPÁNN 1556
1134
01:19:20,177 --> 01:19:22,846
{\an8}Faðir minn dó fyrir hann
svo hann tók mig að sér.
1135
01:19:23,013 --> 01:19:25,933
Hann ól okkur Aguirre upp saman
eins og bræður.
1136
01:19:26,099 --> 01:19:28,519
Anna, dóttir Aguirres, veiktist.
1137
01:19:29,561 --> 01:19:32,231
Hún var honum allt
og hann sór að missa hana ekki.
1138
01:19:32,981 --> 01:19:34,399
Ég fer um langan veg.
1139
01:19:35,567 --> 01:19:37,694
En ég sný aftur með Tár mánans.
1140
01:19:38,779 --> 01:19:41,198
Þá getur þú aftur
hlaupið um í mánaskini.
1141
01:19:41,657 --> 01:19:42,449
Heil heilsu.
1142
01:19:54,837 --> 01:19:58,131
Við börðumst yfir hafið
en áin sigraði okkur.
1143
01:19:59,424 --> 01:20:01,301
Skógurinn varðist hverju skrefi.
1144
01:20:01,927 --> 01:20:05,722
Ég hefði gert allt til að finna Tárin
og bjarga dóttur Aguirres.
1145
01:20:05,889 --> 01:20:07,432
Jafnvel kortlagt Amasón.
1146
01:20:11,937 --> 01:20:14,481
Varst þú kortagerðarmaður Aguirres?
1147
01:20:15,315 --> 01:20:16,650
Teiknaðir þú kortið mitt?
1148
01:20:18,277 --> 01:20:19,486
Frank...
1149
01:20:19,653 --> 01:20:21,154
Finnst þér verkið einstakt?
1150
01:20:21,321 --> 01:20:23,615
Þú varst hálfgerður
meistari þíns tíma.
1151
01:20:23,782 --> 01:20:24,658
Hálfgerður?
1152
01:20:29,705 --> 01:20:31,999
Skógurinn tók okkur
hvern á fætur öðrum.
1153
01:20:33,709 --> 01:20:37,045
Næstum allir voru fallnir
en Aguirre gafst ekki upp.
1154
01:20:39,047 --> 01:20:41,842
Hann gat ekki lifað
án dóttur sinnar.
1155
01:20:42,759 --> 01:20:43,886
Svo komu þau.
1156
01:20:46,346 --> 01:20:49,850
Við hefðum dáið, hefðu þau ekki
bjargað okkur með Tárum mánans.
1157
01:20:50,142 --> 01:20:51,977
Töfrarnir voru raunverulegir.
1158
01:20:52,853 --> 01:20:56,148
Höfðinginn og dóttir hans
höfðu beislað máttinn.
1159
01:20:57,357 --> 01:21:00,068
Krónublöðin læknuðu alla kvilla.
1160
01:21:00,527 --> 01:21:03,155
Við vorum allir endurlífgaðir.
1161
01:21:04,781 --> 01:21:09,369
Aguirre var ánægður að komast
svo nálægt lækningu dóttur sinnar.
1162
01:21:13,290 --> 01:21:14,708
En hann var óþolinmóður.
1163
01:21:18,545 --> 01:21:21,048
Aguirre vildi fá Örvaroddinn
1164
01:21:21,465 --> 01:21:22,549
og komast að Trénu.
1165
01:21:22,716 --> 01:21:24,343
Þú ert ekki verðugur.
1166
01:21:25,052 --> 01:21:26,261
Höfðinginn neitaði.
1167
01:21:32,518 --> 01:21:34,686
Þrátt fyrir alla velvild þeirra
1168
01:21:35,687 --> 01:21:37,064
hefði hann drepið þau öll.
1169
01:21:40,567 --> 01:21:41,735
Hún er með Örvaroddinn!
1170
01:21:43,529 --> 01:21:45,864
Ég unni Aguirre
en tók ekki þátt í þessu.
1171
01:21:46,031 --> 01:21:47,449
Ég geri þér ekki mein.
1172
01:21:47,699 --> 01:21:48,700
Ég vil Örvaroddinn.
1173
01:21:48,867 --> 01:21:50,827
Ég gat ekki staðið hjá.
1174
01:21:51,036 --> 01:21:51,828
Komdu með hann!
1175
01:21:54,998 --> 01:21:55,624
Hlaupið!
1176
01:21:57,125 --> 01:21:58,126
Nei!
1177
01:21:58,377 --> 01:22:00,671
Stunga bróður ristir dýpst.
1178
01:22:00,838 --> 01:22:02,214
Svikari.
1179
01:22:18,564 --> 01:22:21,149
Höfðinginn notaði
hinsta andardráttinn
1180
01:22:21,567 --> 01:22:25,195
til þess að vernda Örvaroddinn
og helga Tréð þeirra.
1181
01:22:25,779 --> 01:22:26,864
Hann lagði bölvun á Aguirre
1182
01:22:27,030 --> 01:22:31,076
og okkur alla svo við kæmumst
aldrei framar úr augsýn við ána.
1183
01:22:31,285 --> 01:22:32,077
Hvar er hún?
1184
01:22:32,244 --> 01:22:32,995
Hún fór ekki langt.
1185
01:22:33,245 --> 01:22:36,582
Eða frumskógurinn hrifsaði okkur
til baka um ókomna tíð.
1186
01:22:48,969 --> 01:22:51,054
Aguirre hataði mig fyrir svikin.
1187
01:22:51,221 --> 01:22:54,099
Hann fann mig ítrekað
og við börðumst.
1188
01:22:56,143 --> 01:22:57,186
Og börðumst aftur.
1189
01:23:00,647 --> 01:23:02,441
Ég varð þreyttur á stungunum
1190
01:23:02,608 --> 01:23:05,444
og tryggði að hann gerði
hvorki mér né öðrum mein framar.
1191
01:23:08,572 --> 01:23:10,115
Ég festi hann í helli.
1192
01:23:10,407 --> 01:23:11,450
Áin!
1193
01:23:11,700 --> 01:23:12,409
Hvar er hún?
1194
01:23:12,576 --> 01:23:14,453
Þar sem skógurinn
náði þeim ekki til baka.
1195
01:23:15,162 --> 01:23:16,413
Förum héðan!
1196
01:23:29,009 --> 01:23:31,136
Francisco, þetta færðu borgað!
1197
01:23:33,764 --> 01:23:36,934
Í heil 300 ár
herjaði skógurinn á líkama þeirra.
1198
01:23:37,100 --> 01:23:39,228
Og breytti í skrímslin
sem þeir eru í dag.
1199
01:23:40,979 --> 01:23:42,814
Ég veit ekki hvernig þeir sluppu
1200
01:23:43,607 --> 01:23:45,192
en ég var lengi óhultur.
1201
01:23:45,943 --> 01:23:47,069
Hvað gerðirðu?
1202
01:23:47,236 --> 01:23:49,947
Ég gerði gott úr þessu
og byggði upp þorp.
1203
01:23:50,531 --> 01:23:51,698
Það var gaman.
1204
01:23:53,534 --> 01:23:54,535
Eignaðist vini.
1205
01:23:56,495 --> 01:23:58,121
Missti vini.
1206
01:24:00,707 --> 01:24:02,668
Þá ákvað ég að leita Tára mánans.
1207
01:24:04,419 --> 01:24:05,838
Ég smíðaði bát.
1208
01:24:08,507 --> 01:24:11,760
Ég nefndi hann í höfuðið
á tunglgyðjunni, Quila.
1209
01:24:12,970 --> 01:24:15,639
Ég kortlagði alla ána og leitaði.
1210
01:24:17,057 --> 01:24:18,100
Uns ég gafst upp.
1211
01:24:18,517 --> 01:24:20,435
Ég gat aldrei farið frá ánni
1212
01:24:20,602 --> 01:24:22,938
svo ég bauð ferðamönnum
upp á siglingar.
1213
01:24:23,105 --> 01:24:25,190
Allan þennan tíma, aleinn...
1214
01:24:25,357 --> 01:24:28,318
En auðvitað ekki alveg aleinn.
1215
01:24:28,485 --> 01:24:29,152
Einmitt.
1216
01:24:29,319 --> 01:24:32,281
Í gegnum árin tók ég
að mér ýmsa flækinga.
1217
01:24:32,447 --> 01:24:34,908
Svo næsta og næsta og næsta
1218
01:24:35,409 --> 01:24:37,536
og la próxima, la próxima...
1219
01:24:37,703 --> 01:24:40,372
Já, öll gæludýrin hétu Proxima.
1220
01:24:41,498 --> 01:24:43,417
En þú ert samt uppáhaldið mitt.
1221
01:24:50,632 --> 01:24:52,634
Þú áttir að syngja með mér.
1222
01:24:52,801 --> 01:24:54,636
Á ég að byrja aftur?
1223
01:24:57,139 --> 01:24:59,099
Ég grátbið þig, hættu!
1224
01:25:03,103 --> 01:25:04,479
Erum við komin?
1225
01:25:04,646 --> 01:25:05,439
Nei!
1226
01:25:09,067 --> 01:25:10,360
Nú veit ég.
1227
01:25:10,527 --> 01:25:12,946
Ég sé glitta í...
1228
01:25:13,113 --> 01:25:15,449
eitthvað sem byrjar á...
1229
01:25:18,952 --> 01:25:20,370
"K".
1230
01:25:21,163 --> 01:25:23,248
Má ekki bjóða ykkur far?
1231
01:25:24,541 --> 01:25:25,417
Heyrðu!
1232
01:25:25,584 --> 01:25:28,462
Ég þigg aldrei far með ókunnugum.
1233
01:25:28,712 --> 01:25:29,838
Tesopa?
1234
01:25:33,091 --> 01:25:36,929
Hvernig kanntu við frumskóginn?
1235
01:25:37,262 --> 01:25:38,597
Hvað segirðu?
1236
01:25:38,764 --> 01:25:39,890
Frumskóginn.
1237
01:25:40,182 --> 01:25:42,142
Fyrirgefðu?
-Frumskóginn.
1238
01:25:42,434 --> 01:25:43,310
Aðeins hægar.
1239
01:25:43,477 --> 01:25:44,311
Frumskóginn.
1240
01:25:44,478 --> 01:25:45,395
Í setningu?
1241
01:25:45,562 --> 01:25:48,815
Trén og pöddurnar. Frumskógurinn.
1242
01:25:48,982 --> 01:25:50,609
Frumskógur?
-Ég sagði það.
1243
01:25:50,776 --> 01:25:52,361
Já.
-Hvernig kanntu við hann?
1244
01:25:52,528 --> 01:25:53,654
Hann er að venjast.
1245
01:25:53,820 --> 01:25:55,864
Nú er mér alveg sama.
1246
01:25:56,657 --> 01:25:58,700
Við erum komnir á staðinn, herra.
1247
01:25:59,952 --> 01:26:01,870
Nú skulum við semja.
1248
01:26:04,331 --> 01:26:06,333
Horfðu þarna í gegn.
1249
01:26:07,751 --> 01:26:10,712
Sérðu þennan friðsæla
Puka Michuna-ættbálk?
1250
01:26:10,879 --> 01:26:14,341
Ef ég þrýsti á þennan hnapp
1251
01:26:14,508 --> 01:26:17,636
verður líf 400 sakleysingja
á enda bundið.
1252
01:26:17,803 --> 01:26:21,932
Eini glæpur þeirra yrði sá
að vera enn á lífi.
1253
01:26:22,099 --> 01:26:26,186
Systir þín var hér með Örvaroddinn.
Ég vil vita hvert hún stefnir.
1254
01:26:26,353 --> 01:26:27,521
Þitt er valið.
1255
01:26:27,688 --> 01:26:30,983
Eiga þau að lifa eða deyja?
1256
01:26:34,528 --> 01:26:35,988
Ég skal hjálpa.
-Nei, ég stýri.
1257
01:26:36,154 --> 01:26:37,823
Þú verður að hlusta á hana.
1258
01:26:38,574 --> 01:26:40,576
Fullkomið.
-Ansi gott.
1259
01:26:40,742 --> 01:26:42,870
Nú fljótum við bara áfram.
1260
01:26:49,668 --> 01:26:51,753
Veistu hvað fólk
hefur leitað lengi að þessu?
1261
01:26:51,920 --> 01:26:53,547
Þessu gamla drasli?
-Já.
1262
01:26:53,714 --> 01:26:55,090
Hvar fékkstu þetta?
1263
01:26:55,924 --> 01:26:56,925
Ég stal því.
1264
01:26:57,092 --> 01:26:57,885
Stalstu því?
1265
01:26:59,094 --> 01:27:01,263
Frelsaði það. Er það skárra?
1266
01:27:01,430 --> 01:27:02,264
Allt í lagi.
1267
01:27:03,724 --> 01:27:08,604
Ég hef leitað þess ansi lengi
en ég held að það tilheyri þér.
1268
01:27:14,693 --> 01:27:16,695
Hvað viltu gera
þegar þú finnur Tréð?
1269
01:27:18,488 --> 01:27:19,948
Aflétta bölvuninni.
1270
01:27:20,532 --> 01:27:22,409
Hvað verður um þig?
1271
01:27:22,868 --> 01:27:23,702
Sko...
1272
01:27:26,496 --> 01:27:28,123
Ég fæ að velja.
1273
01:27:29,791 --> 01:27:31,793
Ég vel hvíldina.
1274
01:27:34,296 --> 01:27:35,339
Sjáðu til, Lily.
1275
01:27:35,797 --> 01:27:39,009
Allt nýtt sem þú sérð í heiminum
1276
01:27:39,426 --> 01:27:42,346
hef ég séð hundrað þúsund sinnum.
1277
01:27:43,847 --> 01:27:46,975
En það hefur aldrei
verið innihaldsríkt.
1278
01:27:53,524 --> 01:27:56,401
Jæja, hvar eru þau?
1279
01:27:58,779 --> 01:28:01,073
Ég þekki ekki nákvæmlega...
1280
01:28:01,240 --> 01:28:02,241
Hvar?
-Þarna.
1281
01:28:08,455 --> 01:28:09,456
Þú náðir þessu.
1282
01:28:10,541 --> 01:28:12,751
Tréð er hérna og það verður okkar.
1283
01:28:12,918 --> 01:28:18,173
Ég deili ekki uppgötvunum mínum
með húsbændum þeirra.
1284
01:28:18,924 --> 01:28:20,801
Hefurðu verið lengi hér niðri?
1285
01:28:38,944 --> 01:28:41,280
Þetta hlýtur að vera "vatn í stein".
1286
01:28:46,910 --> 01:28:48,620
Eigum við að klifra?
1287
01:28:54,877 --> 01:28:56,628
Við eigum ekki að fara upp.
1288
01:29:01,175 --> 01:29:02,342
Heppnin er með okkur.
1289
01:29:02,509 --> 01:29:04,136
Þarna er hólf með sveif.
1290
01:29:04,303 --> 01:29:05,846
Við eigum að toga í hana.
1291
01:29:06,013 --> 01:29:06,847
En yndislegt.
1292
01:29:07,014 --> 01:29:08,265
Yndislegt og frábært.
1293
01:29:08,432 --> 01:29:11,852
Gallinn er sá að þeir
sem útbjuggu þetta allt saman
1294
01:29:12,019 --> 01:29:14,479
voru yfirleitt grennri en ég.
1295
01:29:16,356 --> 01:29:20,444
Nú er tilvalið fyrir þig
að prófa besta baðið í Brasilíu.
1296
01:29:20,611 --> 01:29:22,571
Nei, Frank.
-Hlustaðu nú, Brók.
1297
01:29:22,738 --> 01:29:24,531
Ég er ósynd og get ekki synt.
1298
01:29:24,698 --> 01:29:25,699
Þú hefur aldrei prófað.
1299
01:29:25,866 --> 01:29:27,367
Þetta er djúpstæður ótti.
1300
01:29:27,534 --> 01:29:28,744
Ég sé um að synda.
1301
01:29:28,911 --> 01:29:31,330
Ég bið þig.
-Ég get þetta ekki án þín.
1302
01:29:31,705 --> 01:29:32,956
Ég þarfnast þín.
1303
01:29:34,249 --> 01:29:35,751
Þú verður að treysta mér.
1304
01:29:37,878 --> 01:29:39,254
Nei, ekki, Frank.
1305
01:29:39,421 --> 01:29:40,672
Þú gætir...
1306
01:29:40,839 --> 01:29:42,508
Snúðu þér við
og horfðu á fossinn.
1307
01:29:42,674 --> 01:29:44,426
Vinsamlegast.
-Þá það.
1308
01:29:47,596 --> 01:29:48,764
Ekki kíkja.
1309
01:29:49,598 --> 01:29:51,808
Ertu í brók undir brókunum?
1310
01:29:52,434 --> 01:29:53,769
Já.
-Guð minn góður.
1311
01:29:53,936 --> 01:29:56,063
Allt í lagi.
-Ég er ekki... Nei!
1312
01:29:56,230 --> 01:29:58,148
Eitthvað snerti fótinn á mér.
1313
01:29:58,315 --> 01:30:00,609
Allt í lagi, það var fóturinn á mér.
1314
01:30:00,776 --> 01:30:03,195
Fyrirgefðu, ég er hrædd.
-Ég held þér.
1315
01:30:03,362 --> 01:30:04,863
Allt í lagi. Andaðu.
1316
01:30:05,572 --> 01:30:07,074
Tilbúin?
-Já.
1317
01:32:35,138 --> 01:32:36,014
Lily!
1318
01:32:37,057 --> 01:32:38,267
Vaknaðu, Lily.
1319
01:32:38,433 --> 01:32:39,601
Svona, Lily.
1320
01:32:39,768 --> 01:32:42,312
Vaknaðu nú, Lily.
1321
01:32:43,856 --> 01:32:45,399
Hvað er að þér, Frank?
1322
01:32:45,566 --> 01:32:46,984
Þú ert á lífi.
-Þú fórst.
1323
01:32:47,150 --> 01:32:49,027
Það voru svo margir fiskar...
1324
01:32:49,194 --> 01:32:50,696
Fiskar? Frank...
1325
01:32:50,863 --> 01:32:52,072
Píranafiskarnir komu...
1326
01:32:52,239 --> 01:32:54,491
Ég bjargaði þér.
-Ekki horfa á mig.
1327
01:32:54,658 --> 01:32:55,367
Þá það.
1328
01:33:13,719 --> 01:33:15,846
Breyta vatni í stein.
1329
01:33:19,391 --> 01:33:21,351
Eftir 400 ár.
1330
01:33:21,894 --> 01:33:23,395
Ég fann það.
1331
01:33:24,646 --> 01:33:25,647
Við fundum það.
1332
01:33:31,361 --> 01:33:32,613
Þú verður Darwin blómanna.
1333
01:33:32,779 --> 01:33:35,699
Krónublaðið er þarna.
Þú verður frjáls.
1334
01:33:35,866 --> 01:33:38,660
Áin er falleg
en þú getur farið hvert sem er,
1335
01:33:38,827 --> 01:33:40,996
skoðað heiminn
og farið til Lundúna.
1336
01:33:41,413 --> 01:33:43,165
Ég er þaðan og get sýnt þér allt.
1337
01:33:43,332 --> 01:33:47,920
Ég á meira að segja bíl og verð
skipperinn þinn, Skippí. Ef þú vilt.
1338
01:33:48,337 --> 01:33:50,756
Ég myndi gjarnan vilja
gera það með þér.
1339
01:33:51,298 --> 01:33:52,925
En ég er ákveðinn.
1340
01:33:53,592 --> 01:33:56,178
Ég fer ekki til Lundúna
eftir þetta allt.
1341
01:33:58,013 --> 01:33:59,556
Ég fer ekki í neinn bíl.
1342
01:34:06,480 --> 01:34:07,648
Ég er tilbúinn.
1343
01:34:08,065 --> 01:34:08,941
Nei.
1344
01:34:09,107 --> 01:34:12,694
Minn tími er liðinn.
Hann leið fyrir svo löngu.
1345
01:34:19,785 --> 01:34:22,246
Alls ekki.
Þú gætir átt eitt líf í viðbót.
1346
01:34:22,412 --> 01:34:23,914
Sem betur fer er valið mitt.
1347
01:34:24,122 --> 01:34:27,876
Það ætti ekki að vera það
því þú ert óskynsamur.
1348
01:34:28,043 --> 01:34:30,921
En þú getur snúið aftur
í þinn heim.
1349
01:34:31,088 --> 01:34:33,423
Hann gæti orðið þinn heimur.
1350
01:34:37,302 --> 01:34:40,222
Kannski er ein manneskja
nægur heimur.
1351
01:34:53,944 --> 01:34:55,237
Það gæti verið.
1352
01:34:59,241 --> 01:35:00,450
Lily...
1353
01:35:04,371 --> 01:35:05,372
Lily.
1354
01:35:15,174 --> 01:35:16,175
Halló.
1355
01:35:16,717 --> 01:35:20,137
Ég gæti hafa bent brjálæðingi
með fallbyssu á ykkur.
1356
01:35:30,814 --> 01:35:32,566
Loksins hittumst við.
1357
01:35:36,069 --> 01:35:38,030
Stór og sterkur strákur?
1358
01:35:40,240 --> 01:35:43,535
Farðu í brúna. Farðu.
1359
01:35:48,832 --> 01:35:52,836
Þetta er víst þín eign.
1360
01:35:55,506 --> 01:35:58,675
Færðu mér nú Örvaroddinn, takk.
1361
01:36:01,261 --> 01:36:02,012
Nei, nei.
1362
01:36:09,436 --> 01:36:12,147
Þú ert svo hugmyndarík kona...
1363
01:36:12,314 --> 01:36:15,651
að leita Tára mánans
til að deila með vísindasamfélagi
1364
01:36:15,817 --> 01:36:20,155
sem hleypir þér ekki, Fräulein,
inn í sínar raðir.
1365
01:36:20,864 --> 01:36:23,909
Að færa svo stórkostlegan mátt
1366
01:36:24,076 --> 01:36:27,454
í hendur almúgans
yrði hreint og klárt brjálæði.
1367
01:36:27,621 --> 01:36:31,458
Þegar ég gæti notað Tárin,
ekki aðeins til að vinna stríðið,
1368
01:36:31,625 --> 01:36:35,796
heldur tryggja okkur vald
yfir komandi kynslóðum.
1369
01:36:36,630 --> 01:36:37,589
Burt með þau.
1370
01:36:42,511 --> 01:36:46,390
Horfðu fram
og vísaðu okkur að Trénu.
1371
01:37:44,865 --> 01:37:47,534
Þetta Tré er löngu dautt.
1372
01:37:47,701 --> 01:37:51,330
Þú veist mest allra um Tár mánans.
1373
01:37:51,997 --> 01:37:55,209
Þú kannt að láta það blómstra
og gerir það fyrir mig.
1374
01:37:55,375 --> 01:37:56,793
Þú færð það sem þú vilt.
1375
01:37:57,127 --> 01:37:59,213
Því ættirðu ekki
að drepa okkur þá?
1376
01:37:59,588 --> 01:38:01,381
Ég gæti drepið ykkur núna.
1377
01:38:02,883 --> 01:38:03,926
Ég skal.
1378
01:38:04,092 --> 01:38:07,554
Ef þú lofar að sleppa þeim
og gefur mér eitt krónublað.
1379
01:38:07,721 --> 01:38:11,016
Ég þekki þjóðsögurnar
eins og ég hafi lifað þær sjálfur.
1380
01:38:11,183 --> 01:38:12,017
Frank, ekki...
1381
01:38:12,184 --> 01:38:15,229
Ef einhver kallar fram
Tár mánans verður það ég.
1382
01:38:17,523 --> 01:38:21,485
Ef þú lætur Tréð blómstra
færðu krónublaðið þitt.
1383
01:38:21,652 --> 01:38:22,903
Ég lofa því.
1384
01:38:25,697 --> 01:38:26,865
Það er eina leiðin.
1385
01:38:27,032 --> 01:38:29,034
Litli bróðir bíður á bátnum.
1386
01:38:29,201 --> 01:38:31,161
Litli bróðir? Ég ber nafn.
1387
01:38:52,641 --> 01:38:54,601
Þetta er stórfenglegt.
1388
01:38:55,978 --> 01:38:57,521
Gjörðu svo vel.
1389
01:39:12,327 --> 01:39:14,079
Örvaroddurinn ætti að passa.
1390
01:39:15,205 --> 01:39:17,624
Farðu og hjálpaðu honum.
-Nei.
1391
01:39:18,250 --> 01:39:19,668
Nei?
1392
01:39:23,463 --> 01:39:25,215
Ef ég fæ líka krónublað.
1393
01:39:26,383 --> 01:39:29,553
Ef ég gef þér líka krónublað...
1394
01:39:29,720 --> 01:39:32,431
Eitt krónublað, ekki tvö.
Þið verðið að velja.
1395
01:39:32,598 --> 01:39:35,058
Hvað segirðu, Vöðvabúnt?
1396
01:39:35,934 --> 01:39:39,646
Viltu afsala þér krónublaðinu
í hennar hendur?
1397
01:39:41,732 --> 01:39:43,192
Hún yrði að drepa mig.
1398
01:39:51,241 --> 01:39:52,868
Samþykkt.
-Samþykkt.
1399
01:40:00,834 --> 01:40:02,461
"Stríðsmaður með brostið hjarta
1400
01:40:02,794 --> 01:40:05,172
kleif upp á hæsta tindinn
1401
01:40:05,339 --> 01:40:07,758
og skaut ör sinni í mánann.
1402
01:40:07,925 --> 01:40:11,303
Þar kynntist máninn sársaukanum
og felldi tár.
1403
01:40:11,470 --> 01:40:14,431
Þar sem tárin féllu
reis heilagt tré..."
1404
01:40:25,692 --> 01:40:26,693
Réttu mér Örina.
1405
01:40:32,950 --> 01:40:33,617
Flýtið ykkur!
1406
01:40:42,501 --> 01:40:45,462
Sam sagði að við yrðum
að lagfæra brostið hjarta.
1407
01:40:45,629 --> 01:40:48,507
Þetta er ekki Örvaroddur
heldur hjarta.
1408
01:40:49,049 --> 01:40:50,717
Þú lagar ekki hjarta
sem er ekki...
1409
01:40:50,884 --> 01:40:52,302
Brostið.
1410
01:42:37,783 --> 01:42:39,243
Nú tek ég krónublaðið.
1411
01:43:00,180 --> 01:43:01,849
"Undir grátandi mána..."
1412
01:43:02,558 --> 01:43:05,978
Tínum blöðin áður en máninn sest.
Flýtum okkur!
1413
01:43:31,044 --> 01:43:32,045
Hvert einasta sinn.
1414
01:43:32,212 --> 01:43:33,172
Fyrirgefðu.
1415
01:43:47,269 --> 01:43:48,270
Skjótið!
1416
01:43:54,109 --> 01:43:55,402
Góður morðkisi.
1417
01:43:59,072 --> 01:44:00,199
Hvar er Lily?
1418
01:44:00,908 --> 01:44:01,909
Þarna uppi.
1419
01:44:03,202 --> 01:44:04,745
Þá byrjar það aftur.
1420
01:44:10,751 --> 01:44:11,960
Máninn sest.
1421
01:44:12,127 --> 01:44:13,170
Tréð deyr.
1422
01:44:34,483 --> 01:44:35,317
Koma svo.
1423
01:44:40,239 --> 01:44:40,948
Já!
1424
01:44:47,996 --> 01:44:48,997
Lily!
1425
01:44:59,466 --> 01:45:04,721
Er þetta ekki
skemmtilega kunnugleg staða?
1426
01:45:06,181 --> 01:45:07,766
Réttu mér krónublaðið.
1427
01:45:07,975 --> 01:45:10,352
Nei.
-Þú deyrð bráðum
1428
01:45:10,519 --> 01:45:14,439
á einn eða annan hátt,
en ef þú færir mér ekki krónublaðið
1429
01:45:14,606 --> 01:45:16,149
deyr bróðir þinn líka.
1430
01:45:16,775 --> 01:45:20,863
En hans dauðdagi
verður miklu hægari.
1431
01:45:22,281 --> 01:45:23,782
Réttu mér krónublaðið.
1432
01:45:33,458 --> 01:45:36,295
Eitt er nóg. Færðu mér það.
1433
01:45:40,757 --> 01:45:42,634
Aldrei. Frank!
1434
01:45:43,010 --> 01:45:43,927
Slepptu mér!
1435
01:45:48,891 --> 01:45:50,309
Stýrðu. Haltu henni stöðugri.
1436
01:46:13,040 --> 01:46:15,334
Þú ert besti köttur sem ég hef átt.
1437
01:46:19,546 --> 01:46:20,714
Látið mig í friði!
1438
01:46:23,967 --> 01:46:25,719
Þú hefur ekki verið góður...
1439
01:46:25,886 --> 01:46:27,846
við litlu vini mína.
1440
01:46:28,013 --> 01:46:29,890
Aguirre, hjálpaðu mér
að ná krónublaðinu.
1441
01:46:30,057 --> 01:46:33,435
Ég gef þér hvað sem þú vilt.
Peninga eða skip.
1442
01:46:33,810 --> 01:46:34,937
Spán!
1443
01:46:35,145 --> 01:46:37,231
Kóngafólki er ekki treystandi.
1444
01:46:43,278 --> 01:46:44,988
Aguirre, buxnaklædda konan.
1445
01:46:47,950 --> 01:46:48,867
Náið henni!
1446
01:46:55,624 --> 01:46:56,875
Aguirre!
1447
01:46:59,336 --> 01:47:00,462
Francisco er með krónublaðið.
1448
01:47:03,215 --> 01:47:04,258
Stöðvið hann!
1449
01:47:10,848 --> 01:47:12,558
Hér ferðu frá borði.
-Ha?
1450
01:47:13,642 --> 01:47:15,602
Segðu Lily að hún
hefði verið nægur heimur.
1451
01:47:15,769 --> 01:47:16,645
Hvert ertu að fara?
1452
01:47:16,812 --> 01:47:20,649
Proxima. Verndaðu hann.
Þú ræður. Farðu.
1453
01:47:22,776 --> 01:47:23,902
Bless, vinan.
1454
01:47:37,416 --> 01:47:40,419
Gefum þeim eina ferð að lokum,
mín fagra.
1455
01:47:41,086 --> 01:47:42,462
Þessu lýkur aðeins svona.
1456
01:47:42,629 --> 01:47:43,964
Komið og náið mér.
1457
01:47:49,303 --> 01:47:50,262
Lily.
1458
01:48:12,326 --> 01:48:13,577
Hann siglir á.
1459
01:48:15,621 --> 01:48:17,456
Nei, hann stíflar ána.
1460
01:48:43,190 --> 01:48:44,066
Francisco!
1461
01:48:44,733 --> 01:48:45,859
Færðu mér krónublaðið!
1462
01:48:46,026 --> 01:48:47,194
Hann er með það í vasanum!
1463
01:48:49,071 --> 01:48:50,572
Þetta er nóg!
1464
01:48:50,948 --> 01:48:53,242
Það er komið að dauðastund ykkar.
1465
01:48:53,784 --> 01:48:54,660
Jæja.
1466
01:48:54,826 --> 01:48:56,745
Við höfum fengið nóg af þér.
1467
01:49:01,875 --> 01:49:02,751
Góða nótt.
1468
01:49:13,345 --> 01:49:15,472
Ekki það sem ég ætlaði mér.
1469
01:49:28,569 --> 01:49:30,696
Stunga bróður ristir dýpst.
1470
01:49:38,579 --> 01:49:40,747
Færðu mér krónublaðið.
1471
01:49:40,914 --> 01:49:44,334
Ég átti að segja þér
að þú hefðir verið nægur heimur.
1472
01:49:45,460 --> 01:49:46,920
Hvar er krónublaðið?
1473
01:49:54,178 --> 01:49:55,512
Því miður, gamli vinur.
1474
01:49:56,054 --> 01:49:57,639
Hann vildi að þú fengir það.
1475
01:50:00,142 --> 01:50:01,602
Stöðvið bátinn!
1476
01:50:01,768 --> 01:50:03,270
Frank.
-Bíddu.
1477
01:50:04,813 --> 01:50:06,273
Frank, nei!
1478
01:50:06,440 --> 01:50:08,567
Nei!
1479
01:50:43,727 --> 01:50:45,020
Hvað hefurðu gert?
1480
01:50:45,521 --> 01:50:47,689
Þetta er verra en dauði. Kvalræði!
1481
01:51:30,691 --> 01:51:35,028
Þú ert mest pirrandi maður
sem ég hef á ævinni kynnst.
1482
01:51:45,581 --> 01:51:46,957
Lily.
1483
01:53:13,502 --> 01:53:14,461
Frank.
1484
01:53:32,479 --> 01:53:33,480
Frank!
1485
01:53:43,240 --> 01:53:44,324
Þér blæðir.
1486
01:53:44,533 --> 01:53:45,617
Þetta er sárt.
1487
01:53:45,784 --> 01:53:46,785
Er það?
-Já.
1488
01:53:46,952 --> 01:53:47,953
Það er gott.
1489
01:53:48,620 --> 01:53:49,705
Þú skaust mig.
1490
01:53:49,872 --> 01:53:51,373
Ég veit.
-Tvisvar.
1491
01:53:51,540 --> 01:53:52,833
Þú féllst ekki í fyrsta skoti.
1492
01:53:53,000 --> 01:53:54,626
Þú hefðir átt að falla.
1493
01:54:02,968 --> 01:54:04,887
Þið eruð bæði heimur minn.
1494
01:54:38,795 --> 01:54:41,548
Viti menn...
-Nilo, nú áttu alla bátana.
1495
01:54:43,008 --> 01:54:43,717
Farðu vel með hana.
1496
01:54:48,722 --> 01:54:51,934
Ég kom hingað í dag
til að tala um Tár mánans.
1497
01:54:52,142 --> 01:54:53,435
Þjóðsagan er sönn.
1498
01:54:55,062 --> 01:54:59,775
Við fórum dýpra inn í Amasónskóginn
en nokkur leiðangur hefur farið.
1499
01:55:01,568 --> 01:55:06,657
Á þeirri leið hurfu skilin á milli
lífs og dauða, fortíðar og nútíðar.
1500
01:55:07,866 --> 01:55:10,202
Ég varð vitni
að ótrúlegum hlutum.
1501
01:55:10,619 --> 01:55:13,914
Höfrungum í álögum
sem gátu valdið martröðum.
1502
01:55:14,248 --> 01:55:19,336
Lifandi dauðum landvinningamönnum
sem skógurinn fangaði í 400 ár.
1503
01:55:20,003 --> 01:55:22,047
Ættbálk með kvenhöfðingja...
1504
01:55:23,966 --> 01:55:26,802
Nei, það gekk mjög vel upp.
1505
01:55:27,427 --> 01:55:32,432
Málið er að slíkan leiðangur
hefur enginn hérna upplifað.
1506
01:55:32,850 --> 01:55:35,894
Þetta var verðugt ævintýri
fyrir þessi samtök.
1507
01:55:36,812 --> 01:55:40,983
En eru þessi samtök
verðug ævintýris okkar?
1508
01:55:41,525 --> 01:55:44,236
Sjáið til, við leituðum ekki
að Tárum mánans
1509
01:55:44,403 --> 01:55:46,363
til að fá umfjöllun í vísindariti
1510
01:55:46,530 --> 01:55:48,240
fyrir gamla frethausa.
1511
01:55:49,908 --> 01:55:53,203
Systir mín, sem er nú orðin
prófessor í Cambridge
1512
01:55:53,370 --> 01:55:58,166
bað mig um að hafna boði ykkar
um inngöngu með fullri virðingu.
1513
01:55:58,333 --> 01:56:01,003
Það geri ég nú,
nema alls ekki með virðingu.
1514
01:56:01,170 --> 01:56:03,922
Herrar mínir, þið megið
taka þetta boð ykkar
1515
01:56:04,464 --> 01:56:07,342
og troða því
upp í hnappagatið á ykkur.
1516
01:56:09,761 --> 01:56:11,471
Hvernig dirfistu!
1517
01:56:17,477 --> 01:56:19,605
Tilbúinn í fyrsta ökutímann?
1518
01:56:20,147 --> 01:56:21,732
Ég held það, Brók.
1519
01:56:23,150 --> 01:56:26,528
Vonandi veistu
hvað bíður þín, Frank.
1520
01:56:26,695 --> 01:56:27,738
Ökuferð.
1521
01:56:28,197 --> 01:56:30,490
Þessir brandarar drepa mig.
1522
01:56:31,200 --> 01:56:33,744
Þeir keyra mig á kaf.
1523
01:56:36,079 --> 01:56:37,289
Vá, Lily.
1524
01:56:37,456 --> 01:56:39,499
Ánægður?
-Já, þessi var góður.
1525
01:56:39,666 --> 01:56:40,709
Ertu stoltur?
1526
01:56:41,668 --> 01:56:43,962
Frank. Guð minn góður.
-Ég næ þessu.
1527
01:56:44,129 --> 01:56:45,464
Í guðs bænum.
-Ég næ þessu.
1528
01:56:45,631 --> 01:56:46,924
Beygðu núna!
1529
01:56:47,132 --> 01:56:49,468
Ég ræð við þetta, Brók.
1530
02:07:03,081 --> 02:07:05,083
Íslenskur texti:
Jóhann Axel Andersen