1 00:02:08,545 --> 00:02:10,338 Líttu á mig. Líttu á mig! 2 00:02:11,339 --> 00:02:16,970 Manstu eftir mér núna, drengur? Manstu eftir mér? Duglegur. 3 00:02:18,179 --> 00:02:23,476 Þú kemur með mér, drengur, og þú heldur þér saman. 4 00:02:39,742 --> 00:02:42,787 -Þegiðu, drengur. -Ég er ekki drengur. 5 00:02:42,871 --> 00:02:47,709 Ertu ekki skynsamur drengur? Viltu lifa, drengur? 6 00:02:51,170 --> 00:02:54,173 Norður, drengur. Við förum norður. 7 00:03:26,831 --> 00:03:31,794 Hann var með þrjú augu og sagði mér að fylgja sér og ég gerði það. 8 00:03:32,378 --> 00:03:35,715 Við fórum niður í grafhvelfingu og faðir minn var þar. 9 00:03:35,798 --> 00:03:40,386 Faðir þinn fer ekki þangað fyrr en eftir mörg ár, vinur. 10 00:03:42,388 --> 00:03:47,310 -Þú ert hrædd eins og Hodor. -Ég óttast ekki holu í jörðinni. 11 00:03:47,393 --> 00:03:51,314 Þú hefur búið norðan Veggjar. Hvað óttastu? 12 00:03:51,397 --> 00:03:54,359 Ég er lamaður og vil samt fara. 13 00:03:59,280 --> 00:04:02,408 Þarna er afi minn, Rickard lávarður. 14 00:04:02,492 --> 00:04:05,787 Óði kóngurinn Aerys brenndi hann lifandi. 15 00:04:06,788 --> 00:04:09,332 Lyanna, föðursystir mín. 16 00:04:09,415 --> 00:04:13,461 Robert kóngur átti að kvænast henni en Rhaegar Targaryen rændi henni. 17 00:04:15,171 --> 00:04:20,593 Robert fór í stríð til að ná henni og drap Rhaegar en hún dó samt. 18 00:04:21,803 --> 00:04:23,554 Þarna sá ég pabba. 19 00:04:25,431 --> 00:04:28,601 Sérðu? Hann er ekki hérna. 20 00:04:36,818 --> 00:04:39,237 -Hérna, Lubbi. -Rickon! 21 00:04:40,697 --> 00:04:45,493 -Skepnan á að vera bundin í keðjur. -Honum er illa við keðjur. 22 00:04:45,576 --> 00:04:50,456 -Hvað ertu að gera? Komdu upp. -Nei, ég vil sjá pabba. 23 00:04:50,540 --> 00:04:52,709 Hve oft þarf ég að segja það? 24 00:04:52,792 --> 00:04:55,920 Hann fór til Konungsvalla með Sönsu og Aryu. 25 00:04:56,004 --> 00:04:57,964 Ég sá hann hérna. 26 00:04:58,047 --> 00:05:00,466 -Hvenær? -Í gærkvöldi. 27 00:05:01,384 --> 00:05:05,847 Þegar ég var sofandi. Komdu hingað, Lubbi. 28 00:05:11,519 --> 00:05:17,525 Þið saknið hans báðir og sjáið hann í huga ykkar og draumum. 29 00:05:18,401 --> 00:05:22,739 -En það þýðir ekki... -Bran. 30 00:05:41,049 --> 00:05:44,218 -Lafði mín. -Lafði mín. 31 00:05:45,970 --> 00:05:48,723 -Lafði mín. -Lafði mín. 32 00:06:38,064 --> 00:06:42,276 Robb? Robb? 33 00:06:46,572 --> 00:06:48,074 Robb! 34 00:06:52,495 --> 00:06:54,539 Þú eyðilagðir sverðið þitt. 35 00:07:07,927 --> 00:07:13,057 Ég drep þau öll. Hvert eitt og einasta. 36 00:07:14,725 --> 00:07:19,730 -Ég drep þau öll. -Drengurinn minn. 37 00:07:22,483 --> 00:07:25,111 Systur þínar eru í þeirra haldi. 38 00:07:26,487 --> 00:07:28,948 Við verðum að bjarga stelpunum 39 00:07:30,700 --> 00:07:33,327 og svo drepum við þau öll. 40 00:07:39,750 --> 00:07:43,212 Roberts stríð við villisvín 41 00:07:44,505 --> 00:07:46,757 Var ekki heillaríkt 42 00:07:48,217 --> 00:07:52,054 Svínið var svo stórt og feitt 43 00:07:52,138 --> 00:07:55,600 Og Robert ansi líkt 44 00:07:55,683 --> 00:07:59,562 Kóngur sagði: Komdu nú 45 00:07:59,645 --> 00:08:02,899 Ég skal þig fella og flá 46 00:08:02,982 --> 00:08:06,986 Því miklu hættulegra er 47 00:08:08,321 --> 00:08:10,656 Að sænga ljóni hjá 48 00:08:12,158 --> 00:08:15,077 En hinstu átök konungsins 49 00:08:16,204 --> 00:08:20,249 Fóru ekki sem best 50 00:08:20,333 --> 00:08:25,087 Ljónið sleit af eistun tvö 51 00:08:27,548 --> 00:08:30,176 Og svínið sá um rest 52 00:08:43,940 --> 00:08:47,610 En skemmtilegt. Var þetta ekki fyndið lag? 53 00:08:49,070 --> 00:08:51,239 Takk fyrir flutninginn. 54 00:08:51,322 --> 00:08:54,158 Þú hefur fengið betri viðtökur á kránni. 55 00:08:54,242 --> 00:08:58,287 Fyrirgefðu, yðar náð. Ég syng það aldrei framar. 56 00:08:58,371 --> 00:09:02,833 Hvort þykir þér vænna um fingurna eða tunguna? 57 00:09:03,918 --> 00:09:04,919 Yðar náð? 58 00:09:05,002 --> 00:09:08,256 Fingurna eða tunguna? Ef þú mættir halda öðru, hvort yrði það? 59 00:09:13,344 --> 00:09:14,971 Ég gæti líka skorið þig á háls. 60 00:09:17,098 --> 00:09:19,308 -Allir menn þurfa hendur. -Fínt er. 61 00:09:20,851 --> 00:09:25,398 -Þá tökum við tunguna. -Nei, ekki, yðar náð. 62 00:09:25,481 --> 00:09:30,820 -Ser Ilyn fær að veita refsinguna. -Nei, ég grátbið þig. 63 00:09:33,155 --> 00:09:34,448 Nei! 64 00:09:36,909 --> 00:09:39,996 Ég grátbið þig. Ég syng aldrei framar. 65 00:09:40,079 --> 00:09:45,209 Þetta nægir í dag. Þú mátt sjá um öll hin málin, móðir. 66 00:09:48,337 --> 00:09:49,755 Yðar náð, ég bið þig. 67 00:09:57,346 --> 00:09:58,597 Þú lítur vel út. 68 00:10:00,474 --> 00:10:04,687 -Takk, herra. -Yðar náð. Nú er ég konungur. 69 00:10:07,189 --> 00:10:10,651 Komdu með mér. Ég vil sýna þér svolítið. 70 00:10:14,447 --> 00:10:16,657 Hlýddu honum, barn. 71 00:10:23,664 --> 00:10:26,667 Þegar þú ferð á blæðingar geri ég þér son. 72 00:10:26,751 --> 00:10:28,627 Mamma segir stutt í það. 73 00:10:33,382 --> 00:10:34,592 Nei, ekki! 74 00:10:36,093 --> 00:10:39,096 Hérna er höfuðið af föður þínum. 75 00:10:41,515 --> 00:10:43,059 Svona fer fyrir svikurum. 76 00:10:43,142 --> 00:10:46,312 -Þú lofaðir að sýna miskunn. -Ég gerði það. 77 00:10:46,854 --> 00:10:49,106 Þetta var snyrtileg aftaka. 78 00:10:51,025 --> 00:10:55,279 -Líttu á hann. -Sendu mig heim. Ég svík þig aldrei. 79 00:10:55,363 --> 00:10:59,992 Mamma vill að ég kvænist þér. Þú verður kyrr og hlýðir. 80 00:11:02,661 --> 00:11:04,121 Líttu á hann! 81 00:11:12,588 --> 00:11:16,384 -Jæja? -Hve lengi þarf ég að horfa? 82 00:11:18,928 --> 00:11:21,555 Eins lengi og mér þóknast. 83 00:11:23,766 --> 00:11:28,062 -Viltu sjá öll hin? -Ef það þóknast þér, yðar náð. 84 00:11:28,145 --> 00:11:30,398 Þarna er hofmærin þín. 85 00:11:32,066 --> 00:11:35,486 Veistu hvað? Ég skal gefa þér gjöf. 86 00:11:35,986 --> 00:11:39,824 Þegar herinn minn hefur drepið svikarann, bróður þinn, 87 00:11:39,907 --> 00:11:41,742 færi ég þér höfuðið af honum. 88 00:11:42,910 --> 00:11:45,329 Eða hann færir mér höfuðið af þér. 89 00:11:50,543 --> 00:11:55,881 Mamma segir að konungur eigi aldrei að slá dömuna sína. Ser Meryn. 90 00:12:17,820 --> 00:12:19,738 Hérna, stúlka. 91 00:12:23,868 --> 00:12:28,456 Ætlarðu að hlýða núna eða þarftu aðra kennslustund? 92 00:12:31,250 --> 00:12:34,044 Ég hitti þig við hirðina. 93 00:12:36,714 --> 00:12:41,969 Sparaðu þér sársaukann, stúlka. Gefðu honum það sem hann vill. 94 00:12:42,303 --> 00:12:44,346 Þú þarft að nota þennan aftur. 95 00:13:05,701 --> 00:13:08,037 Það er aðeins eitt í stöðunni. 96 00:13:08,120 --> 00:13:13,000 Sverjum Renly konungi hollustu og sameinumst herliði hans. 97 00:13:13,667 --> 00:13:16,045 Renly er ekki konungur. 98 00:13:16,128 --> 00:13:20,090 Ekki viltu fylgja Joffrey, sem tók föður þinn af lífi? 99 00:13:20,174 --> 00:13:22,510 Það gerir Renly ekki að konungi. 100 00:13:22,593 --> 00:13:25,930 Hann er yngsti bróðir Roberts. 101 00:13:26,013 --> 00:13:30,935 Bran verður ekki æðstur á undan mér og Renly ekki á undan Stannis. 102 00:13:31,018 --> 00:13:33,979 -Eigum við að styðja Stannis? -Ekki Renly. 103 00:13:34,063 --> 00:13:38,234 Herrar mínir! Herrar mínir! 104 00:13:38,317 --> 00:13:41,779 Þetta hef ég að segja um þessa tvo konunga. 105 00:13:44,365 --> 00:13:49,495 Renly Baratheon er mér einskis virði og ekki Stannis heldur. 106 00:13:49,578 --> 00:13:54,166 Því ættu þeir að ráða yfir okkur úr notalegu hásæti fyrir sunnan? 107 00:13:55,000 --> 00:13:58,087 Hvað vita þeir um Vegginn eða Úlfaskóg? 108 00:13:59,630 --> 00:14:02,174 Þeir trúa jafnvel á ranga guði. 109 00:14:05,261 --> 00:14:08,681 Því ættum við ekki að ríkja yfir okkur sjálf? 110 00:14:08,764 --> 00:14:13,727 Við gáfumst upp fyrir drekunum en nú eru drekarnir dauðir. 111 00:14:15,563 --> 00:14:21,151 Þarna situr eini konungurinn sem ég mun krjúpa fyrir. 112 00:14:21,777 --> 00:14:23,779 Konungurinn í Norðri. 113 00:14:31,870 --> 00:14:34,123 Ég sætti mig við þá niðurstöðu. 114 00:14:34,206 --> 00:14:39,211 Þau mega hirða rauða kastalann og járnstólinn sinn. 115 00:14:40,504 --> 00:14:42,631 Konungurinn í Norðri. 116 00:14:43,507 --> 00:14:48,345 -Er ég bróðir þinn, nú og ávallt? -Nú og ávallt. 117 00:14:52,433 --> 00:14:56,061 Sverð mitt er þitt í sigri jafnt sem ósigri 118 00:14:56,145 --> 00:14:58,981 í dag og til míns hinsta dags. 119 00:14:59,732 --> 00:15:03,485 -Konungurinn í Norðri! -Konungurinn í Norðri! 120 00:15:03,569 --> 00:15:08,907 Konungurinn í Norðri! Konungurinn í Norðri! 121 00:15:08,991 --> 00:15:14,663 Konungurinn í Norðri! Konungurinn í Norðri! 122 00:15:14,747 --> 00:15:20,544 Konungurinn í Norðri! Konungurinn í Norðri! 123 00:15:20,628 --> 00:15:24,173 Konungurinn í Norðri! Konungurinn í Norðri! 124 00:15:28,886 --> 00:15:33,932 -Lafði Stark. -Ég vil ræða við hann. Núna. 125 00:15:54,995 --> 00:15:56,413 Látið okkur ein. 126 00:16:01,877 --> 00:16:07,007 Þú ert fögur í kvöld, lafði Stark. Það fer þér vel að vera ekkja. 127 00:16:09,051 --> 00:16:13,597 Er rúmið þitt ekki tómlegt? Komstu þess vegna til mín? 128 00:16:14,556 --> 00:16:18,352 Ég er ekki upp á mitt besta en get líklega þjónað þér. 129 00:16:19,645 --> 00:16:21,647 Farðu úr og sjáum hvað setur. 130 00:16:27,945 --> 00:16:33,450 -Ég hrífst af ofbeldisfullum konum. -Ég drep þig í kvöld. 131 00:16:33,534 --> 00:16:37,788 -Sendi systur þinni höfuðið af þér. -Ég skal leiðbeina þér. 132 00:16:37,871 --> 00:16:43,127 Lemdu mig aftur, í eyrað. Svo aftur og aftur. 133 00:16:43,210 --> 00:16:45,713 Þú ert sterk og klárar það fljótt. 134 00:16:45,796 --> 00:16:49,466 Viltu að heimurinn haldi að þú óttist ekki dauðann? 135 00:16:49,550 --> 00:16:51,719 Ég geri það ekki. 136 00:16:51,802 --> 00:16:55,013 Myrkrið bíður okkar allra. Til hvers að væla? 137 00:16:55,097 --> 00:16:59,977 Því að þú ferð í dýpsta vítið ef guðirnir eru réttlátir. 138 00:17:00,060 --> 00:17:05,190 Hvaða guðir eru það? Trén sem maðurinn þinn tilbað? 139 00:17:06,024 --> 00:17:09,236 Hvar voru trén þegar hann missti hausinn? 140 00:17:09,319 --> 00:17:13,031 Ef guðirnir eru til og þeir eru svona réttlátir, 141 00:17:13,115 --> 00:17:16,535 því er þá svona mikið óréttlæti í veröldinni? 142 00:17:16,618 --> 00:17:19,413 Vegna manna eins og þín. 143 00:17:20,706 --> 00:17:24,877 Það eru engir menn eins og ég. Ég er sá eini. 144 00:17:30,382 --> 00:17:32,384 Bran, sonur minn. 145 00:17:33,343 --> 00:17:37,681 -Hvernig féll hann úr turninum? -Ég hrinti honum út um gluggann. 146 00:17:41,310 --> 00:17:42,644 Hvers vegna? 147 00:17:44,354 --> 00:17:47,524 Ég vonaði að fallið myndi drepa hann. 148 00:17:47,608 --> 00:17:49,026 Hvers vegna? 149 00:17:57,242 --> 00:18:01,705 Reyndu að sofna. Þetta verður langt stríð. 150 00:18:26,647 --> 00:18:29,274 Ég trúi ekki að stríðið sé hafið. 151 00:18:30,567 --> 00:18:34,071 Var það svona spennandi síðast, þegar þú varst ung? 152 00:18:37,157 --> 00:18:42,287 Hvað stendur þarna? Höfum við handsamað Robb Stark? 153 00:18:43,080 --> 00:18:48,252 -Hvað gerum við næst? -Hættu að tala og farðu í rúmið. 154 00:18:56,385 --> 00:18:58,136 Þau hafa son minn í haldi. 155 00:19:01,765 --> 00:19:04,226 Stark er klókari en við héldum. 156 00:19:04,309 --> 00:19:07,604 Úlfarnir hans drápu tylft manna og hrossa. 157 00:19:07,688 --> 00:19:12,276 -Hvað með Stannis og Renly? -Þeir standa báðir gegn okkur. 158 00:19:12,359 --> 00:19:17,447 Jaime í haldi og her hans í molum. Þetta er hrein hörmung. 159 00:19:17,531 --> 00:19:20,200 Ættum við að leita friðar? 160 00:19:23,662 --> 00:19:29,376 Svona fór fyrir friðinum þegar Joffrey lét hálshöggva Ned Stark. 161 00:19:30,544 --> 00:19:36,091 Nú er léttara að drekka úr bikarnum en að fá Robb Stark að borðinu. 162 00:19:36,174 --> 00:19:41,847 -Hann hefur yfirhöndina. -Systur hans eru enn hjá okkur. 163 00:19:41,930 --> 00:19:44,308 Borgum lausnargjald fyrir Jaime. 164 00:19:44,391 --> 00:19:47,644 Vopnahlé sýna veikleika. Ráðumst strax á þau. 165 00:19:47,728 --> 00:19:53,233 -Förum til baka og söfnum liði... -Þau hafa son minn í haldi! 166 00:19:55,444 --> 00:19:57,446 Komið ykkur allir út. 167 00:20:08,373 --> 00:20:09,791 Ekki þú. 168 00:20:25,057 --> 00:20:27,935 Þú hafðir rétt fyrir þér um Eddard Stark. 169 00:20:29,645 --> 00:20:34,900 Væri hann á lífi gætum við samið um frið við Vetrarfell og Ármót 170 00:20:35,776 --> 00:20:38,779 og einbeitt okkur að bræðrum Roberts. 171 00:20:38,862 --> 00:20:44,076 En nú hefur brjálæði og heimska undirlagt allt. 172 00:20:47,871 --> 00:20:50,749 Ég hélt alltaf að þú værir vanþroska flón. 173 00:20:52,209 --> 00:20:55,837 -Kannski skjátlaðist mér. -Að ákveðnu leyti. 174 00:20:57,547 --> 00:20:59,549 Herkænskan er ný fyrir mér 175 00:20:59,633 --> 00:21:04,096 en þrjú herlið umkringja okkur ef við verðum kyrrir hérna. 176 00:21:04,179 --> 00:21:06,139 Enginn verður kyrr hérna. 177 00:21:07,432 --> 00:21:09,601 Ser Gregor fer ásamt 500 mönnum 178 00:21:09,685 --> 00:21:14,106 og kveikir í öllum Árlöndunum frá Guðsauga að Rauðukvísl. 179 00:21:14,189 --> 00:21:17,109 Við hinir söfnumst saman í Harrenhöll. 180 00:21:18,318 --> 00:21:20,153 Þú ferð til Konungsvalla. 181 00:21:22,447 --> 00:21:25,951 -Hvað geri ég þar? -Þú stjórnar ríkinu. 182 00:21:26,034 --> 00:21:29,162 Þú verður Hönd konungs í fjarveru minni. 183 00:21:29,246 --> 00:21:32,958 Þú hefur hemil á kónginum unga og móður hans ef þarf. 184 00:21:33,041 --> 00:21:37,337 Ef þig grunar hina um landráð, Baelish, Varys, Pycelle... 185 00:21:37,421 --> 00:21:39,006 Hausar á stjaka á vegg. 186 00:21:40,632 --> 00:21:45,095 Því ekki frændi eða einhver annar? Hvers vegna ég? 187 00:21:45,178 --> 00:21:47,264 Þú ert sonur minn. 188 00:21:55,022 --> 00:21:56,648 Og eitt í viðbót. 189 00:21:57,482 --> 00:22:02,571 Þú ferð ekki með þessa hóru fyrir hirðina. Skilurðu það? 190 00:22:22,174 --> 00:22:23,884 Ser Jorah. 191 00:22:27,846 --> 00:22:30,640 Varlega, varlega. 192 00:22:32,893 --> 00:22:36,772 Hvar er sonur minn? Ég vil fá hann. 193 00:22:39,691 --> 00:22:41,026 Hvar er hann? 194 00:22:43,195 --> 00:22:45,405 Drengurinn lifði þetta ekki af. 195 00:22:52,621 --> 00:22:55,540 -Segðu mér. -Hvað get ég sagt? 196 00:22:55,624 --> 00:22:58,293 Hvernig dó sonur minn? 197 00:22:59,795 --> 00:23:02,464 Hann fæddist andvana, prinsessa. 198 00:23:02,547 --> 00:23:06,051 -Konurnar sögðu... -Hvað sögðu þær? 199 00:23:09,221 --> 00:23:11,098 Að barnið hafi verið... 200 00:23:11,181 --> 00:23:15,602 Afmyndað. Ófögnuður. Ég tók á móti því sjálf. 201 00:23:17,562 --> 00:23:20,065 Með hreistur eins og eðla. 202 00:23:20,148 --> 00:23:24,319 Blindur og með leðurvængi eins og leðurblaka. 203 00:23:24,402 --> 00:23:28,532 Þegar ég snerti hann rann skinnið af beinunum. 204 00:23:28,615 --> 00:23:31,159 Líkaminn var fullur af náormum. 205 00:23:34,079 --> 00:23:39,960 Ég sagði að dauðinn væri gjaldið fyrir lífið. Þú vissir það vel. 206 00:23:41,044 --> 00:23:45,549 Hvar er Khal Drogo? Sýndu mér hann. 207 00:23:45,632 --> 00:23:51,054 Sýndu mér hvað ég keypti fyrir líf sonar míns. 208 00:23:51,138 --> 00:23:56,643 Hvað sem þú vilt, frú. Ég skal fylgja þér til hans. 209 00:23:56,726 --> 00:24:00,147 -Gerum það síðar. -Ég vil sjá hann núna. 210 00:24:15,453 --> 00:24:17,372 Ættbálkurinn er farinn. 211 00:24:17,455 --> 00:24:20,667 Þau fylgja ekki Khal sem situr ekki hest. 212 00:24:20,750 --> 00:24:26,173 Dóþrakar fylgja aðeins þeim sterku. Mig tekur það sárt, prinsessa. 213 00:24:38,101 --> 00:24:42,814 Drogo. Sól mín og stjörnur. 214 00:24:42,898 --> 00:24:47,277 -Því er hann einn hérna? -Honum líður vel í hlýjunni. 215 00:24:51,907 --> 00:24:56,203 Hann lifir. Þú baðst um líf og þú keyptir líf. 216 00:24:56,286 --> 00:25:00,040 Þetta er ekkert líf. Hvenær verður hann eins og áður? 217 00:25:00,123 --> 00:25:03,376 Þegar sólin rís í vestri og sest í austri. 218 00:25:03,460 --> 00:25:08,006 Þegar höfin þorna og fjöll fjúka eins og lauf í vindi. 219 00:25:23,939 --> 00:25:28,818 -Látið okkur ein. -Ekki vera ein með seiðkonunni. 220 00:25:28,902 --> 00:25:34,324 Ég hef ekkert meira að óttast frá hennar hendi. Farið héðan. 221 00:25:40,705 --> 00:25:44,626 Þú vissir hvað ég keypti. Þú vissir hvert gjaldið yrði. 222 00:25:44,709 --> 00:25:47,087 Þeir áttu ekki að brenna hofið. 223 00:25:47,170 --> 00:25:50,548 -Fjárhirðinn mikli reiddist. -Þetta er ekki guðs verk. 224 00:25:50,924 --> 00:25:53,301 -Barnið mitt var saklaust. -Saklaust? 225 00:25:54,344 --> 00:25:56,513 Hann yrði Stóðhesturinn sem sigraði heiminn. 226 00:25:57,305 --> 00:26:01,017 Nú brennir hann engar borgir og traðkar engar þjóðir niður. 227 00:26:01,977 --> 00:26:03,853 Ég talaði máli þínu. 228 00:26:03,937 --> 00:26:06,898 -Ég bjargaði þér. -Bjargaðirðu mér? 229 00:26:09,067 --> 00:26:13,738 Þrír reiðmenn höfðu nauðgað mér áður en þú bjargaðir mér. 230 00:26:16,533 --> 00:26:19,995 Ég sá hof guðs míns brenna. 231 00:26:20,078 --> 00:26:24,040 Þar hafði ég læknað óteljandi menn og konur. 232 00:26:24,124 --> 00:26:28,878 Ég sá fjölmörg höfuð á götunni. Bakarann sem bakaði brauðið mitt. 233 00:26:28,962 --> 00:26:33,091 Dreng sem ég hafði læknað af sótthita þrem mánuðum áður. 234 00:26:33,174 --> 00:26:37,762 Segðu mér aftur hverju þú bjargaðir nákvæmlega. 235 00:26:38,638 --> 00:26:40,140 Lífi þínu. 236 00:26:42,684 --> 00:26:44,686 Líttu betur á þennan Khal. 237 00:26:46,855 --> 00:26:52,319 Þá sérðu hvers virði lífið er ef þú hefur misst allt annað. 238 00:27:05,457 --> 00:27:06,916 Ekki gera það. 239 00:27:08,335 --> 00:27:10,253 Farðu frá, Sam. 240 00:27:10,337 --> 00:27:15,383 Þeir senda boð og hrafna af stað og menn eiga eftir að elta þig. 241 00:27:15,467 --> 00:27:18,178 Veistu hvað verður um liðhlaupa? 242 00:27:20,513 --> 00:27:22,182 Ég veit það betur en þú. 243 00:27:22,974 --> 00:27:27,145 -Hvað ætlarðu að gera? -Finna bróður minn 244 00:27:27,228 --> 00:27:30,482 og stinga sverði í hálsinn á Joffrey konungi. 245 00:27:31,399 --> 00:27:36,446 -Ekki fara. Við þörfnumst þín. -Farðu frá. 246 00:27:36,529 --> 00:27:38,281 Ég leyfi þér ekki að fara. 247 00:27:38,865 --> 00:27:41,076 -Farðu frá. -Nei. 248 00:27:59,636 --> 00:28:01,304 Hönd konungsins. 249 00:28:02,138 --> 00:28:03,932 Það er víst. 250 00:28:04,015 --> 00:28:07,977 Sagði faðir þinn að þú mættir ekki taka neinn með til Konungsvalla? 251 00:28:08,561 --> 00:28:12,232 Ég mátti ekki taka þig með. Hann tók það skýrt fram. 252 00:28:12,315 --> 00:28:14,192 -Veit hann hvað ég heiti? -Hvað segirðu? 253 00:28:16,194 --> 00:28:21,783 -Bannaði hann þér að taka Shae? -Hann notaði orðið hóra. 254 00:28:24,160 --> 00:28:28,706 Skammastu þín fyrir mig? Heldurðu að ég dansi berbrjósta um hirðina? 255 00:28:30,542 --> 00:28:34,087 Er ég fyndin? Fyndna hóran Shae? 256 00:28:35,672 --> 00:28:39,926 Pabbi er líklega valdamesti maður landsins og án efa sá ríkasti. 257 00:28:40,009 --> 00:28:42,345 Hann hefur ríkin sjö í vasanum. 258 00:28:42,971 --> 00:28:48,059 Allir, alls staðar gera alltaf það sem faðir minn segir þeim að gera. 259 00:28:49,310 --> 00:28:51,938 Hann hefur alltaf verið skíthæll. 260 00:28:58,069 --> 00:29:03,324 Ég held að hirðdömurnar gætu lært margt af stúlku eins og þér. 261 00:29:05,326 --> 00:29:10,373 Því kemurðu ekki með mér og verður hefðarfrú Handarinnar? 262 00:29:10,457 --> 00:29:14,085 Því að kóngurinn þarf Hönd og Höndin þarf... 263 00:29:17,922 --> 00:29:20,425 Ég veit hvað Höndin þarf. 264 00:29:33,897 --> 00:29:35,607 Vofa. 265 00:29:47,619 --> 00:29:49,579 Samwell! 266 00:29:53,333 --> 00:29:56,878 -Náðum við honum? -Komdu. 267 00:29:59,589 --> 00:30:02,717 Þú ert hepinn að hafa náttúrulega bólstrun. 268 00:30:04,677 --> 00:30:06,221 Við fylgjum þér heim. 269 00:30:06,304 --> 00:30:09,599 -Ég á heima hjá bróður mínum. -Við erum bræður. 270 00:30:09,682 --> 00:30:11,893 Þeir drepa þig fyrir að fara. 271 00:30:11,976 --> 00:30:14,812 Og ykkur fyrir að elta mig. Snúið við. 272 00:30:14,896 --> 00:30:17,941 Sam sagði okkur allt. Leitt með föður þinn. 273 00:30:18,024 --> 00:30:21,653 En það breytir engu. Þú sórst eið og mátt ekki fara. 274 00:30:21,736 --> 00:30:24,197 -Ég verð. -Þú mátt það ekki. 275 00:30:24,280 --> 00:30:27,033 -Þú sórst eiðinn. -Mér er sama. 276 00:30:27,116 --> 00:30:29,577 Hlýðið á orð mín og vitnið um eið minn. 277 00:30:29,661 --> 00:30:34,707 -Farið til fjandans. -Nóttin nálgast og vaktin mín hefst. 278 00:30:34,791 --> 00:30:39,379 Henni lýkur ekki fyrr en ég dey. Ég lifi og dey á varðstöð minni. 279 00:30:39,462 --> 00:30:43,091 -Ég er sverðið í myrkrinu. -Vaktmaðurinn á veggnum. 280 00:30:43,174 --> 00:30:45,969 Skjöldurinn sem verndar ríki manna. 281 00:30:46,052 --> 00:30:49,722 Ég tileinka líf mitt og heiður Næturvaktinni. 282 00:30:49,806 --> 00:30:53,518 Þessa nótt og hverja nótt þar á eftir. 283 00:31:32,807 --> 00:31:37,312 Manstu fyrsta reiðtúrinn okkar, sól mín og stjörnur? 284 00:31:41,274 --> 00:31:46,237 Ef þú heyrir og ert ekki alveg farinn skaltu sýna mér það. 285 00:31:48,406 --> 00:31:52,619 Þú kannt að berjast fyrir þínu. Þú hefur alltaf gert það. 286 00:31:54,162 --> 00:31:57,332 Nú verður þú að berjast. 287 00:32:05,423 --> 00:32:08,760 Ég veit að þú ert órafjarri. 288 00:32:08,843 --> 00:32:14,015 En komdu aftur til mín, sól mín og stjörnur. 289 00:32:37,205 --> 00:32:41,709 Þegar sólin rís í vestri... 290 00:32:43,044 --> 00:32:45,797 og sest í austri. 291 00:32:48,925 --> 00:32:52,553 Þá snýrðu aftur til mín, sól mín og stjörnur. 292 00:33:59,495 --> 00:34:05,042 Konungar? Ég get sko sagt þér allt sem hægt er að vita um þá. 293 00:34:07,628 --> 00:34:11,340 Það er eitt sem þú þarft að skilja um konungana. 294 00:34:15,928 --> 00:34:18,639 Undanfarin 67 ár 295 00:34:18,723 --> 00:34:24,479 hef ég kynnst fleiri konungum en nokkur lifandi maður. 296 00:34:26,481 --> 00:34:31,444 Þeir eru flóknir menn en ég kann að þjóna þeim. 297 00:34:32,820 --> 00:34:35,114 Og halda áfram að þjóna þeim. 298 00:34:37,950 --> 00:34:40,328 Aerys Targaryen. 299 00:34:41,704 --> 00:34:47,210 Af öllum þeim þúsundum kvilla sem guðirnir geta íþyngt okkur með 300 00:34:47,293 --> 00:34:49,378 er vitfirring sá allra versti. 301 00:34:50,922 --> 00:34:55,426 Hann var góður maður og heillandi. 302 00:34:56,719 --> 00:35:00,264 En ég horfði upp á hann bráðna 303 00:35:00,348 --> 00:35:05,478 og verða heltekinn af draumum um eld og blóð. 304 00:35:08,147 --> 00:35:11,651 Robert Baratheon var skepna af öðrum toga. 305 00:35:11,734 --> 00:35:15,613 Kraftmikill maður og frækinn stríðskappi. 306 00:35:15,696 --> 00:35:22,370 En að koma til ríkis og stjórna því er alls ekki það sama. 307 00:35:22,453 --> 00:35:28,251 Sagt er sá sem fari í gegnum lífið með hjálmgrímuna niðri 308 00:35:28,334 --> 00:35:33,548 verði oft blindur gagnvart óvinum sem til hliðar standa. 309 00:35:35,299 --> 00:35:41,264 Nú þjóna ég syni hans, Joffrey konungi. 310 00:35:41,347 --> 00:35:44,725 Megi guðirnir blessa valdatíð hans. 311 00:35:44,809 --> 00:35:49,313 Hann er efnilegur ungur maður. Sterkur og herskár. 312 00:35:49,397 --> 00:35:50,982 Strangur... 313 00:35:52,024 --> 00:35:57,238 en ströng hönd til varnar ríkinu telst ekki til vansa. 314 00:35:57,321 --> 00:36:01,450 Það er of snemmt að segja hvers konar konungur hann verður 315 00:36:01,534 --> 00:36:07,915 en ég skynja mikilfengleika í vændum fyrir nýja konunginn. 316 00:36:09,333 --> 00:36:11,127 Sannan mikilfengleika. 317 00:36:16,382 --> 00:36:20,887 -Hvað er svo þetta eina? -Hvað áttu við? 318 00:36:21,596 --> 00:36:26,517 Þú sagðir að ég þyrfti að skilja eitthvað eitt um konungana. 319 00:36:27,351 --> 00:36:30,521 -Skilja hvað? -Þegar þú byrjaðir.... 320 00:36:31,230 --> 00:36:32,857 Það skiptir engu. 321 00:36:33,816 --> 00:36:37,862 -Ég skal fylgja þér út. -Nei, það er óþarfi. 322 00:36:37,945 --> 00:36:41,449 Jæja, þangað til næst. 323 00:37:29,914 --> 00:37:33,459 Hvernig sérðu sjálfan þig fyrir þér þarna uppi? 324 00:37:33,542 --> 00:37:38,506 Passar kórónan? Vill aðallinn bugta sig og beygja fyrir þér? 325 00:37:38,589 --> 00:37:40,800 Þau sem hæddust að þér áður? 326 00:37:40,883 --> 00:37:45,721 Þau geta ekki bugtað sig og beygt þar sem þau eru höfuðlaus. 327 00:37:45,805 --> 00:37:50,184 Metnaðarfullur og siðlaus. Ég myndi ekki veðja gegn þér. 328 00:37:51,519 --> 00:37:55,398 Hvað myndir þú gera ef þú sætir þarna, vinur? 329 00:37:56,899 --> 00:38:00,945 Ég er einn fárra manna hérna sem vill ekki verða kóngur. 330 00:38:01,028 --> 00:38:03,906 Einn fárra manna hérna sem er ekki maður. 331 00:38:03,990 --> 00:38:05,282 Þú getur gert betur. 332 00:38:10,162 --> 00:38:13,124 Skáru þeir súluna undan þér ásamt steinunum? 333 00:38:13,207 --> 00:38:15,501 -Alltaf velt því fyrir mér. -Nú? 334 00:38:15,584 --> 00:38:18,587 Hugsarðu mikið um klofið á mér? 335 00:38:18,671 --> 00:38:23,884 Ég sé fyrir mér rauf eins og á konu. Er það nærri lagi? 336 00:38:23,968 --> 00:38:27,054 Heiður að þú skulir sjá þetta fyrir þér. 337 00:38:27,138 --> 00:38:31,434 Hlýtur að vera skrýtið fyrir þig eftir öll þessi ár. 338 00:38:31,517 --> 00:38:37,398 Maður frá öðru landi sem flestir fyrirlíta en allir óttast. 339 00:38:37,481 --> 00:38:42,987 Er ég þannig? Gott að vita. Liggurðu andvaka af ótta við raufina? 340 00:38:43,070 --> 00:38:48,617 Þú heldur áfram að hvísla í eyrað á einum konungi og svo þeim næsta. 341 00:38:51,454 --> 00:38:56,459 -Ég dáist að þér. -Sömuleiðis, Baelish lávarður. 342 00:38:56,542 --> 00:38:58,419 Afæta af lágum stigum 343 00:38:58,502 --> 00:39:02,757 með náðargáfu fyrir að vingast við valdamikla menn og konur. 344 00:39:02,840 --> 00:39:05,092 Gagnlegur eiginleiki, ekki satt? 345 00:39:06,719 --> 00:39:13,184 Jæja, hér stöndum við og sýnum gagnkvæma aðdáun og virðingu. 346 00:39:13,267 --> 00:39:15,311 Leikum okkar hlutverk. 347 00:39:15,394 --> 00:39:19,273 -Þjónum nýjum konungi. -Megi hann lengi ríkja. 348 00:39:19,356 --> 00:39:21,650 -Yðar hátign. -Yðar hátign. 349 00:39:22,735 --> 00:39:25,696 Herrar mínir, eigum við að byrja? 350 00:39:26,989 --> 00:39:30,993 Nú heitirðu Arry. Munaðarlausi drengurinn Arry. 351 00:39:31,077 --> 00:39:35,831 Enginn spyr munaðarleysingja spurninga því öllum er skítsama. 352 00:39:35,915 --> 00:39:38,417 -Hvað heitirðu? -Arry. 353 00:39:39,460 --> 00:39:43,005 Þú þarft að ferðast lengi og í slæmum félagsskap. 354 00:39:43,089 --> 00:39:47,635 Ég er með 20 í för núna. Karlmenn og drengi á leið að Veggnum. 355 00:39:47,718 --> 00:39:53,808 Faðir þinn hleypti mér í dýflissuna og þar voru engir litlir lávarðar. 356 00:39:53,891 --> 00:39:58,938 Annar hver maður hikar ekki við að selja þig til konungs fyrir náðun. 357 00:39:59,021 --> 00:40:03,901 Hinir myndu gera það sama en nauðga þér fyrst. 358 00:40:03,984 --> 00:40:08,322 Haltu þig út af fyrir þig og pissaðu í skóginum í einrúmi. 359 00:40:09,031 --> 00:40:13,285 Haltu þig með þessu pakki og ekki hreyfa þig þaðan. 360 00:40:13,369 --> 00:40:17,456 Annars læsi ég þig aftan á vagninum með þessum þrem. 361 00:40:21,627 --> 00:40:23,504 Gættu þín, dvergur. 362 00:40:24,964 --> 00:40:28,717 -Þessi er með sverð. -Hvar fékk ræsisrotta sverð? 363 00:40:28,801 --> 00:40:30,344 Er hann skjaldsveinn? 364 00:40:30,427 --> 00:40:35,683 Ekki skjaldsveinn. Hann er eins og stelpa og hefur stolið sverðinu. 365 00:40:36,892 --> 00:40:38,602 Leyfðu okkur að sjá. 366 00:40:40,729 --> 00:40:42,565 Mig vantar svona sverð. 367 00:40:42,648 --> 00:40:45,109 -Taktu það þá -Réttu mér sverðið. 368 00:40:45,192 --> 00:40:50,114 Gefðu Bökunni sverðið. Hann hefur sparkað strák til dauða. 369 00:40:50,197 --> 00:40:54,451 Ég sló hann niður og sparkaði í punginn þar til hann dó. 370 00:40:54,535 --> 00:40:56,370 Ég sparkaði hann í klessu. 371 00:40:58,330 --> 00:41:02,918 -Gefðu mér sverðið. -Viltu það? Ég skal gefa þér það. 372 00:41:03,627 --> 00:41:08,674 Ég hef drepið einn fituhlunk. Þú hefur aldrei drepið neinn. 373 00:41:08,757 --> 00:41:10,926 Þú lýgur en ekki ég. 374 00:41:11,010 --> 00:41:15,097 Ég kann að drepa fituhlunka. Mér finnst það skemmtilegt. 375 00:41:17,266 --> 00:41:19,727 Viltu níðast á minni máttar? 376 00:41:19,810 --> 00:41:24,273 Ég hef barið steðja í 10 ár og látið syngja vel í honum. 377 00:41:24,356 --> 00:41:26,525 Syngur í þér þegar ég slæ þig? 378 00:41:34,074 --> 00:41:39,622 -Kastalastál. Hvar stalstu því? -Ég fékk þetta að gjöf. 379 00:41:39,705 --> 00:41:43,959 Skiptir engu. Þar sem við endum er öllum sama hvað þú gerðir. 380 00:41:44,043 --> 00:41:48,714 Nauðgarar, vasaþjófar, stigamenn og morðingjar. 381 00:41:48,797 --> 00:41:52,885 -Hvað af þessu ert þú? -Lærlingur brynjusmiðs. 382 00:41:53,677 --> 00:41:57,264 Meistarinn fékk nóg af mér og ég endaði hérna. 383 00:41:57,348 --> 00:42:00,643 Áfram, aumu hórusynir. 384 00:42:00,726 --> 00:42:07,608 Það eru þúsundir kílómetra að Veggnum og vetur nálgast. 385 00:42:37,346 --> 00:42:38,806 Skinka. 386 00:42:39,682 --> 00:42:43,852 Hversu oft í röð þarf ég að byrja daginn á skinku? 387 00:42:45,145 --> 00:42:47,773 Færðu mér að minnsta kosti bjór. 388 00:42:49,233 --> 00:42:54,071 Þú virðist úrvinda. Var næturreiðtúrinn svona þreytandi? 389 00:42:56,532 --> 00:42:58,075 Ekki vera skelkaður. 390 00:42:58,158 --> 00:43:02,997 Ef ég dræpi alla sem laumast burt á nóttunni væru aðeins vofur eftir. 391 00:43:05,332 --> 00:43:10,254 Þú fórst þó ekki til einhverrar hóru heldur fórstu vegna heiðursins. 392 00:43:10,337 --> 00:43:15,551 -Og heiðurinn fékk þig til baka. -Vinir mínir sóttu mig. 393 00:43:15,634 --> 00:43:18,345 Ég sagði aldrei að það væri þinn heiður. 394 00:43:19,722 --> 00:43:23,350 -Þau myrtu föður minn. -Ætlaðirðu að lífga hann við? 395 00:43:23,434 --> 00:43:28,230 Ekki? Gott. Við höfum fengið alveg nóg af slíku hérna. 396 00:43:29,606 --> 00:43:34,737 Norðan Veggjar hafa Útverðirnir fundið heilu þorpin yfirgefin. 397 00:43:34,820 --> 00:43:39,992 Á nóttunni sjá þeir elda loga í fjöllunum fram að dagrenningu. 398 00:43:40,075 --> 00:43:44,288 Okkur skilst að ættbálkarnir safnist saman í leynivirkjum. 399 00:43:44,371 --> 00:43:47,666 Guðirnir mega vita hvers vegna. 400 00:43:48,917 --> 00:43:53,672 Okkar menn í Austurvaktinni fundu fjögur bláeygð lík. 401 00:43:53,756 --> 00:43:57,634 Ólíkt okkur voru þeir svo skynsamir að brenna líkin. 402 00:44:00,054 --> 00:44:05,184 Heldurðu að stríð bróður þíns sé mikilvægara en okkar? 403 00:44:06,268 --> 00:44:07,936 Nei. 404 00:44:08,020 --> 00:44:11,899 Þegar dauðir menn og verra leita okkar á nóttunni, 405 00:44:11,982 --> 00:44:15,736 heldurðu að það skipti máli hver situr á Járnhásætinu? 406 00:44:16,403 --> 00:44:18,405 -Nei. -Gott. 407 00:44:19,156 --> 00:44:21,867 Ég vil fá þig og úlfinn með okkur 408 00:44:21,950 --> 00:44:25,371 þegar við höldum norður fyrir Vegginn á morgun. 409 00:44:25,454 --> 00:44:26,914 Norður fyrir Vegginn? 410 00:44:27,539 --> 00:44:31,335 Ég sit ekki aðgerðalaus hjá og bíð eftir snjókomunni. 411 00:44:31,418 --> 00:44:34,380 Ég ætla að komast að því hvað er á seyði. 412 00:44:34,463 --> 00:44:37,049 Næturvaktin ræðst af fullum þunga 413 00:44:37,132 --> 00:44:40,928 gegn Villingum, Hvítgenglum og hverju sem leynist þarna. 414 00:44:43,847 --> 00:44:48,477 Og við finnum Benjen Stark lifandi eða dauðan. 415 00:44:49,603 --> 00:44:55,109 Ég stjórna leiðangrinum sjálfur og spyr þig aðeins einu sinni, Snow. 416 00:44:56,860 --> 00:45:03,033 Ertu einn Næturvaktarbræðranna eða bastarður í stríðsleik? 417 00:45:36,650 --> 00:45:39,403 Er þetta það sem þú vilt, Khaleesi? 418 00:45:46,243 --> 00:45:51,039 Drogo notar ekki drekaeggin í framhaldslífinu. Seldu þau frekar. 419 00:45:51,123 --> 00:45:55,461 Þú getur farið til Frjálsu borganna og lifað vel til æviloka. 420 00:45:55,544 --> 00:45:57,546 Ég fékk þau ekki til að selja. 421 00:46:03,218 --> 00:46:06,096 Khaleesi. Drottning mín. 422 00:46:06,763 --> 00:46:12,060 Ég sver að þjóna þér, hlýða þér og deyja fyrir þig ef ég þarf. 423 00:46:12,144 --> 00:46:14,313 En slepptu takinu á honum. 424 00:46:14,396 --> 00:46:17,483 Ég veit hvað þú ætlast fyrir. Ekki gera það. 425 00:46:17,566 --> 00:46:19,401 Ég verð að gera það. 426 00:46:20,444 --> 00:46:22,029 Þú skilur þetta ekki. 427 00:46:22,112 --> 00:46:25,282 Ég leyfi þér ekki að klifra upp á bálköstinn. 428 00:46:25,365 --> 00:46:27,576 Ég horfi ekki upp á þig brenna. 429 00:46:29,495 --> 00:46:31,747 Ertu hræddur um það? 430 00:46:50,807 --> 00:46:53,393 Þið verðið ættbálkurinn minn. 431 00:46:54,686 --> 00:46:59,358 Ég sé andlit þræla en ég frelsa ykkur. 432 00:47:00,609 --> 00:47:04,696 Takið af ykkur kragann og farið óhindruð ef þið viljið. 433 00:47:04,780 --> 00:47:07,199 En ef þið fylgið mér 434 00:47:07,282 --> 00:47:13,914 verður það sem bræður og systur, eiginmenn og eiginkonur. 435 00:47:25,133 --> 00:47:28,011 Ser Jorah, bittu þessa konu við bálköstinn. 436 00:47:30,264 --> 00:47:32,641 Þú sórst að hlýða mér. 437 00:47:41,316 --> 00:47:44,778 Ég er Daenerys Stormborn 438 00:47:44,861 --> 00:47:48,949 af ætt Targaryens og fornu Valyríukyni. 439 00:47:49,032 --> 00:47:54,454 Ég er drekadóttir og ég sver fyrir ykkur öllum 440 00:47:54,538 --> 00:47:58,166 að þeir sem vilja skaða ykkur skulu deyja öskrandi. 441 00:47:58,250 --> 00:48:01,503 -Þú heyrir mig ekki öskra. -Ég heyri það víst. 442 00:48:03,880 --> 00:48:09,136 En ég kæri mig ekki um öskur þín heldur líf þitt. 443 00:50:39,578 --> 00:50:42,289 Blóð mitt er þitt.