1
00:00:05,339 --> 00:00:10,219
{\an8}Draumar eru skilaboð úr djúpinu.
2
00:00:55,681 --> 00:00:59,351
Plánetan mín, Arrakis, er svo falleg
þegar sól er lágt á lofti.
3
00:01:02,813 --> 00:01:05,315
Svífandi yfir sandöldunum
4
00:01:05,482 --> 00:01:08,318
má sjá kryddið í loftinu.
5
00:01:20,789 --> 00:01:24,626
Við dagsetur lenda kryddþreskivélarnar.
6
00:01:26,128 --> 00:01:30,674
Aðkomumennirnir vinna hratt
til að forðast hita dagsins.
7
00:01:39,808 --> 00:01:42,978
Þeir fara ránshendi um landið
í augsýn okkar.
8
00:01:43,770 --> 00:01:47,482
Grimmd þeirra gagnvart þjóð minni
er það eina sem ég þekki.
9
00:01:52,321 --> 00:01:56,783
Þessir aðkomumenn, Harkónar,
komu hingað löngu áður en ég fæddist.
10
00:01:56,950 --> 00:02:00,704
Þeir stýrðu kryddframleiðslunni
og urðu viðbjóðslega ríkir.
11
00:02:01,038 --> 00:02:03,415
Ríkari en sjálfur keisarinn.
12
00:02:45,415 --> 00:02:48,585
Hermenn okkar gátu ekki
frelsað Arrakis undan Harkónum
13
00:02:48,752 --> 00:02:53,215
en dag einn, samkvæmt skipun keisara,
voru þeir farnir.
14
00:03:00,222 --> 00:03:02,599
Af hverju valdi keisarinn þessa leið?
15
00:03:04,059 --> 00:03:06,395
Hverjir verða næstir til að kúga okkur?
16
00:03:10,607 --> 00:03:12,276
DUNE
FYRSTI HLUTIFYRSTI HLUTI
17
00:03:41,597 --> 00:03:44,141
{\an8}ÁRIÐ 10191
18
00:03:46,059 --> 00:03:52,441
{\an8}CALADAN
HEIMAPLÁNETA ATREIDES-ÆTTARINNAR
19
00:03:57,905 --> 00:03:59,489
Gott að þú vaknaðir snemma.
20
00:04:01,033 --> 00:04:03,994
Faðir þinn heimtar fullan skrúða
fyrir boðbera keisara.
21
00:04:04,703 --> 00:04:06,163
Fullan skrúða?
22
00:04:07,080 --> 00:04:08,248
Herklæði?
23
00:04:08,957 --> 00:04:10,167
Viðhafnarklæðnað.
24
00:04:11,627 --> 00:04:14,087
Til hvers er þetta ef allt er ákveðið?
25
00:04:15,380 --> 00:04:16,757
Siðareglur.
26
00:04:19,343 --> 00:04:20,177
Takk fyrir.
27
00:04:22,053 --> 00:04:24,223
Þú skalt láta mig færa þér það.
28
00:04:25,349 --> 00:04:26,350
Notaðu Röddina.
29
00:04:26,975 --> 00:04:28,227
Mamma, ég er nývaknaður.
30
00:04:36,443 --> 00:04:37,819
Færðu mér vatnið.
31
00:04:38,654 --> 00:04:41,114
Glasið heyrir ekkert. Skipaðu mér fyrir.
32
00:05:08,475 --> 00:05:10,310
Færðu mér vatnið.
33
00:05:22,739 --> 00:05:23,866
Næstum því.
34
00:05:24,449 --> 00:05:25,450
Næstum því?
35
00:05:25,617 --> 00:05:28,537
Það tekur mörg ár að læra
tækni Bene Gesserit, Paul.
36
00:05:29,329 --> 00:05:30,998
Þú ert þreytulegur.
37
00:05:31,832 --> 00:05:32,875
Fleiri draumar?
38
00:05:38,797 --> 00:05:39,882
Nei.
39
00:05:42,843 --> 00:05:46,388
Öfgafullar sveiflur á hitastigi
og hamfaraveður
40
00:05:46,555 --> 00:05:50,142
gera lífsskilyrði utan borga Arrakis
virkilega slæm
41
00:05:50,309 --> 00:05:53,437
og öflugir sandstormar
geta skorið í gegnum málma.
42
00:05:54,021 --> 00:05:56,607
Aðeins ættbálkar innfæddra
sem kallast Fremenn
43
00:05:56,773 --> 00:05:59,234
hafa aðlagast nógu vel til að þrauka af.
44
00:06:00,569 --> 00:06:03,822
Þeir kjósa að lifa
á afskekktustu svæðum Arrakis
45
00:06:05,032 --> 00:06:08,535
og deila djúpauðninni
með risavöxnum sandormum
46
00:06:08,702 --> 00:06:11,163
sem Fremenn kalla Shai-Hulud.
47
00:06:11,872 --> 00:06:16,585
Nálægðin við kryddið hefur veitt
ættflokknum áberandi blá augu
48
00:06:17,544 --> 00:06:19,505
eða augu Ibads.
49
00:06:19,671 --> 00:06:21,340
Lítið er vitað um Fremenn
50
00:06:22,341 --> 00:06:25,636
utan þess hvað þeir eru
hættulegir og óáreiðanlegir.
51
00:06:26,887 --> 00:06:31,558
Vegna árása Fremanna
er kryddvinnslan sérlega áhættusöm.
52
00:06:31,725 --> 00:06:35,145
Fremenn líta á kryddið
sem heilagt ofskynjunarlyf
53
00:06:35,312 --> 00:06:39,191
sem viðheldur lífinu
og veitir gríðarlega heilsubót.
54
00:06:40,025 --> 00:06:45,322
Innan Keisaraveldisins nota
leiðsögumenn geimferðagildisins kryddið
55
00:06:45,489 --> 00:06:48,116
til að finna öruggar leiðir
á milli stjarna.
56
00:06:48,283 --> 00:06:52,538
Án kryddsins væru ferðalög
á milli pláneta óhugsandi
57
00:06:52,704 --> 00:06:57,125
og þar af leiðandi er þetta
langdýrmætasta efni veraldar.
58
00:07:46,592 --> 00:07:47,467
Brostu, Gurney.
59
00:07:48,594 --> 00:07:50,387
Ég er brosandi.
60
00:07:51,638 --> 00:07:55,767
Hvað kostar þau að ferðast
alla þessa leið fyrir svona formsatriði?
61
00:07:55,934 --> 00:07:57,144
Þrír gildisleiðsögumenn.
62
00:07:57,311 --> 00:08:00,939
Samtals 1,46 milljónir og 62 sólaris
fram og til baka.
63
00:08:16,914 --> 00:08:20,042
Með góðfúslegu leyfi
Shaddams IV af Corrino-ættinni,
64
00:08:20,209 --> 00:08:22,127
sem vermir hásæti gyllta ljónsins
65
00:08:22,294 --> 00:08:25,005
sem Padishah-keisari hins kannaða alheims,
66
00:08:25,172 --> 00:08:28,467
stend ég frammi fyrir ykkur
sem boðberi valdaskipta.
67
00:08:29,510 --> 00:08:32,304
Því til vitnis fylgja
meðlimir keisarahirðar,
68
00:08:32,471 --> 00:08:38,184
fulltrúar geimferðagildisins
og Bene Gesserit-systir.
69
00:08:39,727 --> 00:08:41,938
Keisarinn hefur talað.
70
00:08:43,524 --> 00:08:48,070
"Atreides-ættin skal samstundis
taka við stjórn Arrakis
71
00:08:48,237 --> 00:08:51,323
og hafa yfirumsjón með plánetunni."
72
00:08:53,075 --> 00:08:54,952
Þiggið þér boðið?
73
00:09:04,253 --> 00:09:06,296
Við erum Atreides-ættin.
74
00:09:07,214 --> 00:09:11,134
Við hlýðum hverju kalli
og bregðumst engum trúnaði.
75
00:09:11,718 --> 00:09:16,139
Keisarinn óskar þess
að við stillum til friðar á Arrakis.
76
00:09:16,682 --> 00:09:19,184
Atreides-ættin þiggur boðið.
77
00:09:19,351 --> 00:09:23,480
Atreides! Atreides! Atreides!
78
00:09:23,647 --> 00:09:28,026
Atreides!
79
00:09:35,158 --> 00:09:36,702
Innsigli yðar.
80
00:10:12,529 --> 00:10:13,780
Er þetta þá afgreitt?
81
00:10:15,449 --> 00:10:16,867
Það er afgreitt.
82
00:10:43,602 --> 00:10:46,480
-Hvernig gekk?
-Stélkambarnir eru of lausir.
83
00:10:46,647 --> 00:10:48,565
-Við lögum það.
-Takk, vinur.
84
00:10:48,732 --> 00:10:49,775
Redda því.
85
00:10:50,484 --> 00:10:51,485
Duncan.
86
00:10:51,652 --> 00:10:52,653
Stráksi minn.
87
00:10:52,819 --> 00:10:54,238
Blessaður.
88
00:10:54,404 --> 00:10:55,822
Paul, stráksi minn.
89
00:10:57,699 --> 00:10:59,201
Þú ferð til Arrakis á morgun.
90
00:11:00,160 --> 00:11:01,578
Með framvarðsveitinni.
91
00:11:01,745 --> 00:11:04,414
Já, ég fer á morgun með framvarðsveitinni.
92
00:11:05,707 --> 00:11:07,376
Ég vil fara með þér.
93
00:11:08,085 --> 00:11:09,002
Viltu það?
94
00:11:10,379 --> 00:11:11,797
Svarið er því miður nei.
95
00:11:13,257 --> 00:11:14,299
Duncan.
96
00:11:14,466 --> 00:11:16,760
Viltu láta draga mig fyrir herrétt?
97
00:11:17,886 --> 00:11:18,971
Hvað gengur á?
98
00:11:19,137 --> 00:11:20,430
Get ég treyst þér fyrir einu?
99
00:11:20,597 --> 00:11:21,640
Alltaf. Þú veist það.
100
00:11:28,480 --> 00:11:30,148
Mig hefur dreymt drauma.
101
00:11:32,568 --> 00:11:34,736
Um Arrakis og Fremenn.
102
00:11:43,579 --> 00:11:44,913
Allt í lagi.
103
00:11:45,372 --> 00:11:46,582
Og hvað?
104
00:11:48,041 --> 00:11:49,209
Ég sá þig.
105
00:11:52,629 --> 00:11:54,131
Ásamt Fremönnum.
106
00:11:56,633 --> 00:11:57,843
Svo ég finn þá.
107
00:11:58,010 --> 00:12:00,387
Þar höfum við það. Þetta er góðs viti.
108
00:12:02,973 --> 00:12:03,807
Lanville!
109
00:12:10,480 --> 00:12:12,107
Ég sá þig liggja í valnum.
110
00:12:12,858 --> 00:12:14,985
Eftir bardaga.
111
00:12:16,486 --> 00:12:18,447
Mér leið eins og ef ég hefði verið þar
112
00:12:18,780 --> 00:12:20,532
værirðu enn á lífi.
113
00:12:25,204 --> 00:12:26,914
Í fyrsta lagi dey ég ekki.
114
00:12:27,247 --> 00:12:28,332
Þú tekur mig ekki alvarlega.
115
00:12:28,498 --> 00:12:30,083
Viltu þess vegna fara?
116
00:12:30,250 --> 00:12:31,293
Sjáðu nú til.
117
00:12:31,960 --> 00:12:33,629
Draumar eru gott efni í sögur
118
00:12:33,795 --> 00:12:36,173
en það mikilvægasta gerist
þegar við vökum.
119
00:12:36,340 --> 00:12:37,716
Þá látum við hlutina gerast.
120
00:12:38,425 --> 00:12:40,427
Sjá þig. Ertu orðinn stæltari?
121
00:12:40,802 --> 00:12:41,720
Er það?
122
00:12:41,887 --> 00:12:43,055
Nei.
123
00:12:45,557 --> 00:12:46,725
Heyrðu.
124
00:12:47,643 --> 00:12:49,228
Sjáumst á Arrakis, stráksi.
125
00:13:24,847 --> 00:13:29,226
Faðir, ég vil fara með Duncan Idaho
í könnunarleiðangurinn á Arrakis.
126
00:13:29,852 --> 00:13:31,520
Ég lærði tungu Fremanna og kem að gagni.
127
00:13:31,687 --> 00:13:32,813
Kemur ekki til mála.
128
00:13:32,980 --> 00:13:35,440
Þú ferð eftir nokkrar vikur
eins og við hin.
129
00:13:35,607 --> 00:13:36,817
Ég hef æft mig alla ævi.
130
00:13:36,984 --> 00:13:40,988
-Til hvers ef ég má ekki taka áhættu?
-Þú veist það, Paul.
131
00:13:41,154 --> 00:13:43,198
Þú ert framtíð Atreides-ættarinnar.
132
00:13:43,365 --> 00:13:45,534
Og afi barðist við naut til gamans.
133
00:13:45,701 --> 00:13:46,785
Já.
134
00:13:47,578 --> 00:13:49,121
Sjáðu hvernig það endaði.
135
00:13:53,500 --> 00:13:55,502
Ég þarfnast þín mér við hlið.
136
00:13:56,128 --> 00:13:58,881
Gríðarlegar hættur bíða okkar á Arrakis.
137
00:13:59,047 --> 00:14:00,549
Hvaða hættur?
138
00:14:00,716 --> 00:14:02,467
Fremenn? Eyðimörkin?
139
00:14:02,634 --> 00:14:04,553
Pólitískar hættur.
140
00:14:06,763 --> 00:14:11,977
Höfðingjaættirnar fylgja okkur
og það ógnar keisaranum.
141
00:14:12,144 --> 00:14:15,147
Með því að færa stjórn Arrakis
frá Harkónum til okkar
142
00:14:15,314 --> 00:14:17,357
leggur hann grunninn að stríði
143
00:14:17,524 --> 00:14:19,526
sem veikir báðar ættirnar.
144
00:14:21,195 --> 00:14:25,115
En ef við stöndum fastir fyrir
og nýtum sannan kraft Arrakis
145
00:14:25,282 --> 00:14:27,075
verðum við sterkari en áður.
146
00:14:27,576 --> 00:14:29,161
Hvað áttu við?
147
00:14:29,328 --> 00:14:31,955
Með kryddvinnslu
og baráttu gegn Fremönnum?
148
00:14:32,122 --> 00:14:33,665
-Engu betri en Harkónar.
-Nei.
149
00:14:34,958 --> 00:14:37,503
Með því að vinna með Fremönnum.
150
00:14:38,212 --> 00:14:40,714
Ég sendi Duncan Idaho til að vinna að því.
151
00:14:42,216 --> 00:14:46,011
Hér á Caladan ríkjum við
með öflugum her á lofti og á legi.
152
00:14:46,178 --> 00:14:49,806
En á Arrakis þurfum við
að virkja eyðimerkuraflið.
153
00:14:53,227 --> 00:14:54,811
Ég vil fá þig á ráðsfund.
154
00:14:54,978 --> 00:14:56,313
Til að læra af mér.
155
00:14:56,480 --> 00:14:58,148
Hvað ef ég er það ekki?
156
00:14:59,775 --> 00:15:01,193
Ekki hvað?
157
00:15:02,778 --> 00:15:05,280
Framtíð Atreides-ættarinnar.
158
00:15:17,709 --> 00:15:20,087
Ég vildi ekki heldur
taka við af föður mínum.
159
00:15:23,966 --> 00:15:25,884
Ég vildi verða flugmaður.
160
00:15:27,302 --> 00:15:28,512
Ég vissi það ekki.
161
00:15:31,640 --> 00:15:36,061
Afi þinn sagði: "Sannur mektarmaður
sækir ekki eftir því að stjórna.
162
00:15:36,728 --> 00:15:40,190
Hann er kallaður til starfsins
og svarar kallinu."
163
00:15:41,942 --> 00:15:43,819
En þótt svar þitt verði nei
164
00:15:47,155 --> 00:15:50,117
verður þú samt það eina
sem ég krefst af þér.
165
00:15:51,952 --> 00:15:53,203
Sonur minn.
166
00:16:03,547 --> 00:16:07,301
Ég fann mína leið að embættinu.
Kannski finnur þú þína.
167
00:16:10,846 --> 00:16:12,639
Í þeirra minningu...
168
00:16:15,225 --> 00:16:16,977
skaltu reyna.
169
00:16:25,903 --> 00:16:27,905
Ekki snúa baki í dyrnar.
170
00:16:29,281 --> 00:16:31,575
Hversu oft þarf að segja þér það?
171
00:16:31,742 --> 00:16:34,077
Ég þekkti þig á fótatakinu,
Gurney Halleck.
172
00:16:34,244 --> 00:16:36,872
Einhver gæti hermt eftir göngulagi mínu.
173
00:16:37,039 --> 00:16:38,332
Ég þekki muninn.
174
00:16:38,498 --> 00:16:40,000
Ert þú nýi vopnameistarinn?
175
00:16:40,167 --> 00:16:43,670
Í fjarveru Duncans Idaho
geri ég mitt besta.
176
00:16:44,880 --> 00:16:45,881
Veldu vopn.
177
00:16:46,340 --> 00:16:48,008
Þetta var langur dagur.
178
00:16:48,175 --> 00:16:50,135
Syngdu frekar fyrir mig.
179
00:16:55,015 --> 00:16:55,849
Þú ert ókurteis.
180
00:17:13,407 --> 00:17:14,576
Komdu.
181
00:17:14,992 --> 00:17:16,078
Komdu.
182
00:17:16,244 --> 00:17:17,079
Gamli maður.
183
00:17:29,424 --> 00:17:31,510
Hægfara blað sker í gegnum hlífina.
184
00:17:38,809 --> 00:17:39,935
Ég er ekki í rétta skapinu.
185
00:17:40,644 --> 00:17:41,770
-Rétta skapinu?
-Já.
186
00:17:41,937 --> 00:17:42,938
Hvað kemur það málinu við?
187
00:17:43,105 --> 00:17:45,858
Þú berst þegar þú þarft,
burtséð frá skapinu.
188
00:17:46,024 --> 00:17:47,067
Berstu nú!
189
00:17:52,698 --> 00:17:53,574
Komdu!
190
00:18:06,253 --> 00:18:07,254
Ég náði þér.
191
00:18:07,713 --> 00:18:08,839
Já.
192
00:18:09,590 --> 00:18:11,175
En líttu niður, herra.
193
00:18:11,341 --> 00:18:13,343
Þú hefðir dáið með mér.
194
00:18:14,011 --> 00:18:15,804
Þú fannst rétta skapið.
195
00:18:28,150 --> 00:18:29,651
Verður þetta svona slæmt?
196
00:18:29,818 --> 00:18:32,070
Skilurðu þetta ekki?
197
00:18:32,404 --> 00:18:36,325
Þú áttar þig ekki
á alvarleika stöðu okkar.
198
00:18:38,785 --> 00:18:42,539
Í heil 80 ár tilheyrði Arrakis
Harkonnen-ættinni.
199
00:18:42,706 --> 00:18:45,042
Þeir áttu kryddakrana í 80 ár.
200
00:18:45,209 --> 00:18:47,002
Geturðu ímyndað þér auðinn?
201
00:18:47,503 --> 00:18:49,338
Ég vil sjá það í augunum á þér.
202
00:18:49,505 --> 00:18:51,924
Þú hefur aldrei hitt Harkóna eins og ég.
203
00:18:52,090 --> 00:18:54,426
Þeir eru ómannlegir hrottar!
204
00:18:55,135 --> 00:18:56,970
Þú verður að vera tilbúinn.
205
00:19:09,733 --> 00:19:14,196
{\an8}GIEDI PRIME
HEIMAPLÁNETA HARKONNEN-ÆTTARINNAR
206
00:19:38,971 --> 00:19:40,138
Háttvirtur Barón.
207
00:19:42,224 --> 00:19:43,892
Rabban.
208
00:19:44,643 --> 00:19:47,145
Síðustu skipin okkar
eru farin frá Arrakis.
209
00:19:48,230 --> 00:19:49,064
Málið er afgreitt.
210
00:19:49,690 --> 00:19:51,108
Gott og vel.
211
00:19:54,236 --> 00:19:56,154
Frændi, því leyfum við þetta?
212
00:19:56,321 --> 00:19:57,489
Hvernig getur keisarinn
213
00:19:58,574 --> 00:20:00,951
tekið allt sem við byggðum upp
214
00:20:01,118 --> 00:20:03,370
og gefið þessum hertoga?
215
00:20:03,537 --> 00:20:04,413
Hvernig?
216
00:20:04,955 --> 00:20:07,207
Ekki halda að það sé kærleiksverk.
217
00:20:09,960 --> 00:20:11,587
Hvað á hann við?
218
00:20:17,301 --> 00:20:20,012
Hvenær er gjöf ekki gjöf?
219
00:20:21,889 --> 00:20:24,850
Rödd Atreides-ættarinnar er orðin háværari
220
00:20:25,601 --> 00:20:28,729
og keisarinn er afbrýðisamur maður.
221
00:20:30,981 --> 00:20:33,984
Hættulegur, afbrýðisamur maður.
222
00:21:45,472 --> 00:21:46,306
Paul.
223
00:21:48,100 --> 00:21:49,726
Paul, vaknaðu.
224
00:21:55,566 --> 00:21:56,567
Hvað er að?
225
00:21:56,733 --> 00:21:58,944
Klæddu þig og fylgdu mér.
226
00:22:19,423 --> 00:22:20,591
Hvað er á seyði?
227
00:22:20,757 --> 00:22:23,594
Kennimóðirin Gaius Helen Mohiam
er komin hingað.
228
00:22:24,052 --> 00:22:26,096
Hún kenndi mér í Bene Gesserit-skólanum.
229
00:22:26,263 --> 00:22:29,266
Nú er hún orðin sannskyggnir
sjálfs keisarans.
230
00:22:29,808 --> 00:22:31,602
Hún vill hitta þig.
231
00:22:32,186 --> 00:22:33,437
Hvers vegna?
232
00:22:34,021 --> 00:22:36,231
Hún vill vita meira um drauma þína.
233
00:22:37,733 --> 00:22:39,443
Hvernig veit hún um draumana?
234
00:22:42,196 --> 00:22:43,655
Því er dr. Yueh hérna?
235
00:22:43,822 --> 00:22:45,991
Hann þarf aðeins andartak.
236
00:22:46,325 --> 00:22:47,826
Sæll, ungi herra.
237
00:22:48,493 --> 00:22:50,996
Móðir þín bað mig um að kanna lífsmörkin.
238
00:22:57,002 --> 00:22:58,295
Hvað er að gerast?
239
00:23:02,382 --> 00:23:06,303
{\an8}Bene Gesserit segjast starfa
í þágu okkar allra.
240
00:23:06,678 --> 00:23:08,931
{\an8}En með fullri virðingu fyrir móður þinni
241
00:23:10,349 --> 00:23:14,269
{\an8}þjóna þær einnig sínum eigin hagsmunum.
242
00:23:15,521 --> 00:23:16,980
{\an8}Hvað ertu að segja?
243
00:23:17,606 --> 00:23:19,149
{\an8}Farðu varlega.
244
00:23:20,067 --> 00:23:22,694
Stöðugur hjartsláttur
eins og vanalega, frú.
245
00:23:24,696 --> 00:23:26,782
Segðu engum frá þessu.
246
00:23:36,792 --> 00:23:37,918
Paul.
247
00:23:42,548 --> 00:23:45,509
{\an8}Mundu eftir þjálfun þinni.
248
00:24:05,821 --> 00:24:11,201
Hver ert þú?
249
00:24:15,664 --> 00:24:17,791
Mótþrói í augnsvipnum.
250
00:24:17,958 --> 00:24:19,668
Eins og hjá föður hans.
251
00:24:19,835 --> 00:24:20,669
Láttu okkur ein.
252
00:24:21,461 --> 00:24:23,797
Gerðu allt sem kennimóðirin segir þér.
253
00:24:27,593 --> 00:24:29,011
Vísarðu mömmu burt í eigin húsi?
254
00:24:29,178 --> 00:24:30,012
Komdu hingað.
255
00:24:30,762 --> 00:24:31,680
Krjúptu.
256
00:24:35,976 --> 00:24:37,769
Hvernig dirfistu að nota Röddina á mig?
257
00:24:45,319 --> 00:24:46,403
Hægri hönd í kassann.
258
00:24:48,655 --> 00:24:51,116
Móðir þín sagði þér að hlýða mér.
259
00:24:59,249 --> 00:25:01,543
Ég held Gom Jabbar við hálsinn á þér.
260
00:25:02,628 --> 00:25:04,213
Eiturnál.
261
00:25:04,379 --> 00:25:05,631
Þú deyrð samstundis.
262
00:25:06,757 --> 00:25:08,050
Einföld prófraun.
263
00:25:08,425 --> 00:25:10,344
Ef þú fjarlægir höndina úr kassanum
264
00:25:10,969 --> 00:25:12,513
þá deyrðu.
265
00:25:13,514 --> 00:25:15,224
Hvað er í kassanum?
266
00:25:16,558 --> 00:25:17,601
Sársauki.
267
00:25:20,103 --> 00:25:21,438
Ekki kalla á verðina.
268
00:25:22,689 --> 00:25:26,068
Móðir þín stendur fyrir utan.
Enginn kemst fram hjá henni.
269
00:25:33,033 --> 00:25:34,368
Því gerirðu þetta?
270
00:25:36,036 --> 00:25:40,165
Dýr sem situr fast í gildru
nagar af sér fótinn til að sleppa.
271
00:25:41,083 --> 00:25:42,334
Hvað gerir þú?
272
00:26:14,783 --> 00:26:15,868
Þögn.
273
00:26:25,294 --> 00:26:27,087
Ég má ekki óttast.
274
00:26:28,881 --> 00:26:30,424
Ég má ekki óttast.
275
00:26:36,930 --> 00:26:38,724
Óttinn drepur hugann.
276
00:26:40,851 --> 00:26:41,935
Óttinn...
277
00:26:42,227 --> 00:26:44,479
er smádauði sem boðar gjöreyðingu.
278
00:26:47,524 --> 00:26:50,319
Ég gengst við óttanum
og hleypi honum í gegnum mig.
279
00:27:05,792 --> 00:27:07,044
Þegar hann er yfirstiginn...
280
00:27:15,928 --> 00:27:17,930
beini ég innra auga að ferli hans.
281
00:27:22,601 --> 00:27:24,394
Og á endastöð óttans...
282
00:27:25,270 --> 00:27:26,271
verður ekki neitt.
283
00:27:31,318 --> 00:27:32,778
Aðeins ég stend eftir.
284
00:27:37,115 --> 00:27:38,116
Þetta er nóg.
285
00:27:55,050 --> 00:27:59,179
Eins og aðrir sigta sandinn,
þannig sigtum við fólkið.
286
00:28:00,514 --> 00:28:04,518
Ef þú hefðir ekki haft stjórn
á hvötum þínum, eins og dýr,
287
00:28:05,060 --> 00:28:06,478
hefðirðu ekki mátt lifa.
288
00:28:07,354 --> 00:28:09,231
Þú erfir of mikinn mátt.
289
00:28:10,148 --> 00:28:11,191
Sem hertogasonur?
290
00:28:11,358 --> 00:28:13,151
Því að þú ert sonur Jessicu.
291
00:28:14,278 --> 00:28:16,738
Þú hefur fleiri en einn
frumburðarrétt, drengur.
292
00:28:18,365 --> 00:28:19,408
Jessica?
293
00:28:26,623 --> 00:28:28,792
Þú hefur þjálfað hann í Hættinum.
294
00:28:33,338 --> 00:28:35,340
Segðu mér frá draumum þínum.
295
00:28:36,133 --> 00:28:38,093
-Mig dreymdi í nótt.
-Hvað sástu?
296
00:28:41,013 --> 00:28:42,014
Stúlku.
297
00:28:42,514 --> 00:28:43,807
Á Arrakis.
298
00:28:44,308 --> 00:28:45,642
Hefur þig dreymt hana áður?
299
00:28:49,813 --> 00:28:51,064
Margoft.
300
00:28:53,942 --> 00:28:57,070
Dreymir þig oft hluti
sem gerast eins og í draumnum?
301
00:29:00,532 --> 00:29:01,783
Ekki beint.
302
00:29:05,495 --> 00:29:07,039
Vertu sæll, ungi maður.
303
00:29:07,873 --> 00:29:09,458
Ég vona að þú lifir.
304
00:29:17,508 --> 00:29:19,468
Þurftirðu að ganga svona langt?
305
00:29:19,635 --> 00:29:21,011
Þú kenndir honum Háttinn
306
00:29:21,386 --> 00:29:23,222
þvert á reglur okkar.
307
00:29:23,388 --> 00:29:24,932
Hann beitir kröftum okkar.
308
00:29:25,098 --> 00:29:27,059
Ég varð að fara að þolmörkunum.
309
00:29:28,018 --> 00:29:30,604
Svo miklum hæfileikum sóað í karlmann.
310
00:29:31,355 --> 00:29:33,148
Þú áttir eingöngu að eignast dætur.
311
00:29:33,315 --> 00:29:36,568
En þú varst stolt og taldir þig
geta eignast Kwisatz Haderach.
312
00:29:36,735 --> 00:29:38,070
Skjátlaðist mér?
313
00:29:38,362 --> 00:29:41,031
Þú varst heppin
að hann dó ekki þarna inni.
314
00:29:41,198 --> 00:29:43,450
Ef hann er hinn útvaldi
á hann langt í land.
315
00:29:43,617 --> 00:29:46,411
Framskyggnin er óþroskuð
og hann stefnir í eldinn.
316
00:29:47,746 --> 00:29:50,207
En við mælum ráðagerðir okkar í öldum.
317
00:29:50,374 --> 00:29:51,959
Aðrir koma til greina
318
00:29:52,125 --> 00:29:54,419
ef hann stenst ekki væntingar.
319
00:29:56,964 --> 00:29:58,423
Sérðu svo litla von?
320
00:29:59,633 --> 00:30:02,553
Við höfum gert okkar besta
fyrir ykkur á Arrakis.
321
00:30:02,719 --> 00:30:04,555
Leiðin hefur verið lögð.
322
00:30:04,721 --> 00:30:06,807
Vonandi sólundar hann ekki öllu.
323
00:30:54,229 --> 00:30:55,480
Paul.
324
00:30:56,440 --> 00:30:57,941
Hvað þýðir þetta?
325
00:30:59,401 --> 00:31:00,986
Að ég geti verið hinn útvaldi?
326
00:31:01,153 --> 00:31:02,404
Þú heyrðir það.
327
00:31:05,866 --> 00:31:09,620
Bene Gesserit eru öflugir
bandamenn höfðingjaættanna
328
00:31:10,746 --> 00:31:11,872
en það er ekki allt.
329
00:31:12,039 --> 00:31:16,043
Þið ráðskist með pólitíkina
í Keisaraveldinu úr skuggunum.
330
00:31:16,835 --> 00:31:17,753
Ég veit það.
331
00:31:17,920 --> 00:31:20,297
Þú veist ekki allt.
332
00:31:20,464 --> 00:31:22,799
Í þúsundir ára
333
00:31:22,966 --> 00:31:25,010
höfum við vandlega blandað ættum
334
00:31:25,594 --> 00:31:27,596
-til þess að fæða...
-Hinn útvalda?
335
00:31:28,764 --> 00:31:30,224
Huga...
336
00:31:32,184 --> 00:31:36,355
sem er nógu öflugur
til að brúa bæði tíma og rúm.
337
00:31:37,189 --> 00:31:38,982
Fortíð og framtíð.
338
00:31:41,193 --> 00:31:43,278
Til að tryggja okkur betri framtíð.
339
00:31:44,613 --> 00:31:47,157
Við teljum hann nálgast núna.
340
00:31:49,201 --> 00:31:51,286
Sumir telja hann þegar fæddan.
341
00:31:55,332 --> 00:31:57,292
Allt hluti af áætlun.
342
00:34:15,222 --> 00:34:16,223
Hlífar.
343
00:34:58,849 --> 00:35:02,728
"Lungun bragða andblæ tímans
sem blæs um fallinn sand..."
344
00:35:47,439 --> 00:35:48,524
Thufir Hawat.
345
00:35:53,070 --> 00:35:54,571
Ungi herra!
346
00:35:54,738 --> 00:35:56,865
Hvernig er að stíga á nýja plánetu?
347
00:35:57,032 --> 00:35:58,867
Ákaflega spennandi.
348
00:35:59,576 --> 00:36:00,953
Yðar tign.
349
00:36:01,578 --> 00:36:02,579
Hvað segirðu, gamli vinur?
350
00:36:03,372 --> 00:36:05,624
Framvarðsveitin mín hefur tryggt borgina.
351
00:36:05,791 --> 00:36:08,627
Við erum enn að leysa úr nokkrum hnökrum.
352
00:36:10,254 --> 00:36:11,588
Frú mín góð.
353
00:36:16,176 --> 00:36:18,053
Lisan al-Gaib!
354
00:36:33,986 --> 00:36:36,822
Lisan al-Gaib! Lisan al-Gaib!
355
00:36:37,990 --> 00:36:40,033
Lisan al-Gaib!
356
00:36:40,200 --> 00:36:42,286
Lisan al-Gaib! Lisan al-Gaib!
357
00:36:42,452 --> 00:36:45,414
Lisan al-Gaib! Lisan al-Gaib!
358
00:36:53,255 --> 00:36:54,965
Ekki láta blekkjast af móttökunum.
359
00:36:55,132 --> 00:36:58,010
Þau hlýða reglum fyrri meistara.
Skyldumæting.
360
00:36:58,177 --> 00:37:00,429
Þetta er hlýja í boði Harkóna.
361
00:37:06,977 --> 00:37:07,978
Atreides!
362
00:37:08,145 --> 00:37:12,191
Atreides! Atreides! Atreides!
363
00:37:20,782 --> 00:37:22,993
Komum ykkur úr sólinni.
364
00:37:23,577 --> 00:37:25,954
Hitinn getur drepið hérna.
365
00:37:42,304 --> 00:37:43,972
Þau bentu á okkur.
366
00:37:45,057 --> 00:37:46,058
Hvað hrópuðu þau?
367
00:37:46,475 --> 00:37:50,312
Lisan al-Gaib. "Utanheimsröddin."
368
00:37:50,479 --> 00:37:52,272
Orðið þeirra yfir messías.
369
00:37:53,398 --> 00:37:56,026
Bene Gesserit hafa verið að störfum hérna.
370
00:37:56,652 --> 00:37:58,862
Að ýta undir hjátrú.
371
00:37:59,196 --> 00:38:01,448
Að undirbúa jarðveginn, Paul.
372
00:38:02,157 --> 00:38:06,161
Þetta fólk hefur beðið
öldum saman eftir Lisan al-Gaib.
373
00:38:06,912 --> 00:38:07,955
Þau líta á þig...
374
00:38:08,872 --> 00:38:10,707
og sjá teikn á lofti.
375
00:38:13,460 --> 00:38:15,754
Þau sjá það sem þeim var sagt að sjá.
376
00:38:20,926 --> 00:38:21,927
Leggjum í hann.
377
00:39:05,429 --> 00:39:08,599
Virkisveggurinn.
Hann ver borgina fyrir veðrinu
378
00:39:08,765 --> 00:39:10,225
og ormunum.
379
00:39:57,314 --> 00:39:59,942
Innfæddir kalla það stóra Hönd Guðs.
380
00:40:01,902 --> 00:40:05,948
Hönd Guðs fer illa
með fjarskiptabúnaðinn okkar.
381
00:40:09,201 --> 00:40:10,619
Allt er svo hljóðlátt.
382
00:40:11,703 --> 00:40:12,996
Já.
383
00:40:13,914 --> 00:40:15,666
Það veldur mér líka áhyggjum.
384
00:40:22,589 --> 00:40:24,383
Þarna er geimhöfnin
385
00:40:24,550 --> 00:40:27,010
og rykmökkurinn berst
frá kryddhreinsunarstöðinni.
386
00:40:27,177 --> 00:40:29,096
Tveir viðkvæmustu staðirnir.
387
00:40:29,263 --> 00:40:30,514
Verjið þá vel.
388
00:40:30,681 --> 00:40:33,267
Ef við vinnum ekki kryddið
og sendum það héðan
389
00:40:33,433 --> 00:40:34,810
-erum við dauðir.
-Herra.
390
00:40:35,644 --> 00:40:38,021
Sólin er of hátt á lofti.
Við þurfum að loka.
391
00:40:42,150 --> 00:40:44,403
Hvað er aftur sagt um þetta krummaskuð?
392
00:40:45,237 --> 00:40:47,447
"Til að þrífa þig
skrúbbarðu rassinn með sandi."
393
00:40:47,614 --> 00:40:49,074
Svo segja þeir.
394
00:40:49,241 --> 00:40:50,784
Svo segja þeir.
395
00:40:55,539 --> 00:40:58,041
Umsækjendur um ráðskonustarfið.
396
00:41:13,891 --> 00:41:15,350
Hvað heitir þú?
397
00:41:15,517 --> 00:41:17,603
Shadout Mapes, frú.
398
00:41:19,521 --> 00:41:22,649
Þið hinar megið fara. Þakka ykkur fyrir.
399
00:41:24,943 --> 00:41:26,153
Shadout.
400
00:41:27,070 --> 00:41:28,780
Gamalt orð á chakobsa-máli.
401
00:41:29,573 --> 00:41:30,991
"Sú sem eys úr brunni."
402
00:41:32,659 --> 00:41:33,660
{\an8}Þú ert ein Fremanna.
403
00:41:33,827 --> 00:41:35,162
{\an8}Talarðu fornar tungur?
404
00:41:35,329 --> 00:41:36,705
Ég veit ýmislegt.
405
00:41:37,039 --> 00:41:40,292
Ég veit að þú hefur falið vopn á þér.
406
00:41:41,126 --> 00:41:41,960
{\an8}Ekki núna.
407
00:41:42,085 --> 00:41:43,253
{\an8}Ef þú vilt gera mér mein
408
00:41:43,962 --> 00:41:46,340
vara ég þig við, því sama hvað þú felur
409
00:41:47,257 --> 00:41:48,926
verður það ekki nóg.
410
00:41:50,802 --> 00:41:53,180
Vopnið er ætlað sem gjöf...
411
00:41:54,181 --> 00:41:56,308
ef þið eruð virkilega hin útvöldu.
412
00:42:12,157 --> 00:42:13,742
Veistu hvað þetta er?
413
00:42:15,118 --> 00:42:16,703
Þetta er kryshnífur.
414
00:42:20,582 --> 00:42:21,792
Þekkirðu merkingu hans?
415
00:42:22,584 --> 00:42:24,670
{\an8}Búðu þig undir átök.
416
00:42:26,171 --> 00:42:27,631
Það er skapari...
417
00:42:32,970 --> 00:42:35,347
Skapari úr djúpauðninni.
418
00:42:38,100 --> 00:42:40,352
Ef þú hefur alist upp við spádóm
419
00:42:40,519 --> 00:42:42,855
veldur það uppnámi að sjá hann rætast.
420
00:42:43,188 --> 00:42:44,731
Lisan al-Gaib.
421
00:42:44,898 --> 00:42:46,942
Móðirin og sonurinn.
422
00:42:52,906 --> 00:42:54,616
Hann er þinn.
423
00:42:56,285 --> 00:42:59,830
Tönn úr Shai-Hulud.
424
00:43:47,085 --> 00:43:48,253
Halló.
425
00:43:50,881 --> 00:43:53,383
Þú skalt ekki vera úti á þessum tíma dags.
426
00:43:55,594 --> 00:43:56,929
Þau eru úti.
427
00:43:58,597 --> 00:44:00,182
Fremenn í pílagrímsför.
428
00:44:00,766 --> 00:44:02,559
Þeim er sama um sólstinginn.
429
00:44:04,520 --> 00:44:07,189
Ég vissi ekki að döðlupálmar yxu hérna.
430
00:44:08,899 --> 00:44:10,776
Þeir eru innfluttir.
431
00:44:10,943 --> 00:44:12,903
Þeir lifa ekki hérna án mín.
432
00:44:13,403 --> 00:44:17,241
Hver pálmi þarf vatn
á við fimm manns á dag.
433
00:44:19,409 --> 00:44:21,036
Tuttugu pálmar.
434
00:44:22,371 --> 00:44:23,830
Hundrað mannslíf.
435
00:44:25,165 --> 00:44:26,959
Eigum við að höggva þá og spara vatnið?
436
00:44:27,125 --> 00:44:28,460
Nei.
437
00:44:28,627 --> 00:44:30,170
Pálmarnir eru heilagir.
438
00:44:34,633 --> 00:44:36,051
Gamall draumur.
439
00:44:44,142 --> 00:44:49,314
Stærstu og hættulegustu lífverurnar
á Arrakis eru sandormarnir
440
00:44:49,481 --> 00:44:53,193
sem geta orðið 400 metrar að lengd.
441
00:44:53,610 --> 00:44:57,447
Til að forðast taktfastan hávaða
sem laðar ormana að sér
442
00:44:57,614 --> 00:45:01,577
fara Fremenn um eyðimörkina
með því að nota sandgöngu,
443
00:45:01,743 --> 00:45:04,705
hreyfingu sem líkist dansi
með óreglulegum takti
444
00:45:04,872 --> 00:45:07,624
sem líkir eftir náttúruhljóðum
eyðimerkurinnar.
445
00:45:08,959 --> 00:45:13,088
Það litla líf sem finnst á Arrakis
er Fremönnum að þakka.
446
00:45:13,255 --> 00:45:16,091
Þeir hafa ræktað jarðplöntur
með djúpgengar rætur
447
00:45:16,258 --> 00:45:19,219
eins og saguaro-kaktusa, öræfarunna,
448
00:45:19,386 --> 00:45:23,015
sandurtir og ilmrunna.
449
00:45:23,682 --> 00:45:26,810
Smalatréð er með dýpstu rætur
sem skráðar hafa verið
450
00:45:26,977 --> 00:45:30,480
en þær teygja sig tæpa 140 metra niður.
451
00:45:31,481 --> 00:45:36,612
Þessar plöntur ríghalda í lífið
í þurrum og næringarsnauðum jarðvegi.
452
00:46:46,932 --> 00:46:48,517
Þetta er vígleitari.
453
00:46:48,767 --> 00:46:50,811
Þá er stjórnandinn nálægur.
454
00:46:55,941 --> 00:46:59,152
Útsendari Harkóna var múraður
inn í vegginn fyrir sex vikum.
455
00:46:59,444 --> 00:47:02,114
Stýrði vígleitaranum
um vatnslagnir í veggjum.
456
00:47:03,574 --> 00:47:05,909
Ég brást þér í dag. Það er óafsakanlegt.
457
00:47:06,618 --> 00:47:07,619
Ég segi af mér.
458
00:47:07,786 --> 00:47:09,329
Neitarðu okkur um hæfileika þína?
459
00:47:09,496 --> 00:47:12,457
-Vegna heiðursins...
-Þeir reyndu að myrða son minn!
460
00:47:13,750 --> 00:47:15,210
Mér er skítsama um heiður þinn.
461
00:47:15,377 --> 00:47:17,588
Viltu fyrirgefningu? Gómaðu njósnara.
462
00:47:17,880 --> 00:47:19,089
Yðar náð.
463
00:47:26,513 --> 00:47:28,265
Kvikindið verður að fara.
464
00:47:28,891 --> 00:47:30,434
Þér er óhætt að tala.
465
00:47:31,476 --> 00:47:33,645
Gæludýrið okkar skilur þig ekki.
466
00:47:33,812 --> 00:47:35,147
Út með þig.
467
00:47:39,610 --> 00:47:40,944
Það skilur.
468
00:47:41,445 --> 00:47:42,946
Þagnarhjúp.
469
00:47:47,701 --> 00:47:50,495
{\an8}Hver eru skilaboð keisarans?
470
00:47:50,871 --> 00:47:53,665
{\an8}Hann mun veita þér stuðning.
471
00:47:55,959 --> 00:47:58,212
{\an8}Með herliði Sardúka sinna.
472
00:47:58,378 --> 00:48:00,130
Það má aldrei fréttast.
473
00:48:00,881 --> 00:48:03,675
Nú eru engir gervihnettir yfir Arrakis.
474
00:48:03,842 --> 00:48:06,720
Atreides-ættin deyr í myrkrinu.
475
00:48:07,471 --> 00:48:09,181
Þessu tengt.
476
00:48:09,348 --> 00:48:12,518
Leto Atreides hertogi
skiptir reglu okkar engu máli.
477
00:48:12,726 --> 00:48:14,353
En konan hans nýtur verndar okkar
478
00:48:14,520 --> 00:48:16,772
og þar af leiðandi sonur hennar.
479
00:48:17,314 --> 00:48:19,691
Sýndu þann sóma að dæma þau í útlegð.
480
00:48:23,987 --> 00:48:28,784
Harkonnen-ættin gæti aldrei
svívirt helgi reglu þinnar.
481
00:48:29,910 --> 00:48:31,495
Ég strengi þess heit.
482
00:48:31,662 --> 00:48:33,247
Við gerum þeim ekki mein.
483
00:48:53,600 --> 00:48:55,060
Ef sonur hertogans lifir...
484
00:48:55,227 --> 00:48:57,771
Enginn af Atreides-ætt mun lifa.
485
00:48:57,938 --> 00:49:00,107
En þú gafst norninni loforð.
486
00:49:00,274 --> 00:49:01,358
Hún sér of mikið.
487
00:49:01,525 --> 00:49:03,110
Ég sagðist ekki gera þeim mein.
488
00:49:03,277 --> 00:49:04,486
Ég geri það ekki.
489
00:49:04,653 --> 00:49:06,864
En Arrakis er Arrakis.
490
00:49:08,156 --> 00:49:10,659
Eyðimörkin tekur þá veiku.
491
00:49:12,744 --> 00:49:14,079
Eyðimörkin mín.
492
00:49:16,874 --> 00:49:18,792
Arrakis mín.
493
00:49:20,711 --> 00:49:22,379
Auðnin mín.
494
00:49:25,757 --> 00:49:28,010
Fyrsti stjórnunarfundurinn þinn.
495
00:49:28,177 --> 00:49:31,263
Paul Atreides sem veiðir vígleitara
með berum höndum
496
00:49:31,430 --> 00:49:32,556
eins og forn hetja.
497
00:49:35,100 --> 00:49:37,060
Takk fyrir niðurlæginguna, gamli.
498
00:49:37,227 --> 00:49:38,437
Ég hef auga með þér.
499
00:49:39,354 --> 00:49:40,606
Í réttstöðu!
500
00:49:48,655 --> 00:49:49,990
Hefjumst handa.
501
00:49:52,492 --> 00:49:54,244
Thufir. Vinnslan.
502
00:49:54,578 --> 00:49:56,997
Ég komst í bókhald Harkóna.
503
00:49:59,541 --> 00:50:04,421
Þeir þénuðu 10 milljarða sólarisa
á plánetunni á hverju ári.
504
00:50:04,588 --> 00:50:07,132
"Þeir ausa af gnótt hafsins
505
00:50:07,299 --> 00:50:08,800
og fjársjóðum huldum sandi."
506
00:50:08,967 --> 00:50:11,220
Við sjáum varla slíkan ágóða í bráð.
507
00:50:11,386 --> 00:50:13,388
Ekki með tækjunum sem þeir skildu eftir.
508
00:50:14,389 --> 00:50:15,974
Hversu slæmt er þetta?
509
00:50:21,813 --> 00:50:23,690
Þetta eru kryddsíló.
510
00:50:25,192 --> 00:50:27,819
Við eigum að fylla hvern kassa.
511
00:50:28,278 --> 00:50:29,613
Hvern einasta?
512
00:50:30,322 --> 00:50:32,741
Á 25 staðaldaga fresti.
513
00:50:33,325 --> 00:50:35,536
Skemmdarverk Harkóna hægja á okkur.
514
00:50:35,702 --> 00:50:37,371
Hvað með gerðardóminn?
515
00:50:37,538 --> 00:50:39,957
Hefur ekki dómari umsjón með valdaskiptum?
516
00:50:40,123 --> 00:50:41,333
Hvern skipaði keisarinn?
517
00:50:41,708 --> 00:50:44,294
Dr. Liet Kynes, veldisvistfræðing.
518
00:50:44,461 --> 00:50:45,963
Hefur verið hér í 20 ár.
519
00:50:46,129 --> 00:50:47,756
Sérvitur, að sögn.
520
00:50:48,131 --> 00:50:50,342
Ég vil sjá kryddakrana sjálfur.
521
00:50:51,218 --> 00:50:52,219
Ég mæli ekki með því.
522
00:50:52,594 --> 00:50:55,013
Fáum dómara valdaskipta með okkur í för.
523
00:50:55,180 --> 00:50:56,682
Sá fundur er tímabær.
524
00:50:56,849 --> 00:50:58,851
Og við fáum keisaralega vernd.
525
00:50:59,017 --> 00:51:00,185
Gíslataka.
526
00:51:00,727 --> 00:51:01,562
Elska það.
527
00:51:03,772 --> 00:51:05,315
Hann er kominn, herra.
528
00:51:29,506 --> 00:51:31,216
Hugsið vel um vini mína.
529
00:51:31,383 --> 00:51:32,384
Duncan!
530
00:51:32,926 --> 00:51:33,760
Stráksi minn!
531
00:51:39,641 --> 00:51:40,684
Þú hefur stækkað.
532
00:51:40,851 --> 00:51:42,477
Þú lyktar miklu verr.
533
00:51:46,356 --> 00:51:48,233
Ég bjó hjá Fremönnum í mánuð.
534
00:51:48,400 --> 00:51:50,944
Falinn í eyðimerkursamfélagi
sem kallast sátur.
535
00:51:51,361 --> 00:51:54,114
Stilgar, leiðtogi sátursins,
fylgdi mér á þinn fund.
536
00:51:54,615 --> 00:51:56,742
Hvernig er þetta sátur falið?
537
00:51:56,909 --> 00:51:57,993
Það er neðanjarðar.
538
00:51:58,118 --> 00:51:59,745
Arrakis er þakin hellum.
539
00:51:59,953 --> 00:52:01,205
Hversu stórt var það?
540
00:52:01,747 --> 00:52:03,498
Þarna bjuggu um 10.000 manns.
541
00:52:04,374 --> 00:52:05,751
Hér eru hundruð sátra.
542
00:52:07,044 --> 00:52:08,378
Milljónir Fremanna.
543
00:52:09,463 --> 00:52:10,297
Rétt hjá þér.
544
00:52:10,380 --> 00:52:14,218
Harkónar áætluðu 50.000
á allri plánetunni.
545
00:52:14,384 --> 00:52:16,345
Þeir fylgdust með mér leita dögum saman.
546
00:52:16,512 --> 00:52:17,846
Ég sá þá aldrei.
547
00:52:18,222 --> 00:52:20,724
Loks sendu þeir stríðsmann að drepa mig.
548
00:52:20,891 --> 00:52:22,226
Ég verð að segja
549
00:52:22,643 --> 00:52:24,603
að ég hef aldrei komist nær dauðanum.
550
00:52:25,145 --> 00:52:27,356
Þú finnur hvergi betri bardagamenn.
551
00:52:27,940 --> 00:52:29,399
Berjast eins og djöflar.
552
00:52:29,566 --> 00:52:31,401
Eyðimerkuraflið.
553
00:52:33,820 --> 00:52:35,113
Duncan.
554
00:52:35,781 --> 00:52:37,241
-Vel gert.
-Takk, herra.
555
00:52:37,407 --> 00:52:38,242
Herra.
556
00:52:38,867 --> 00:52:41,328
Leiðtogi þeirra neitar
að láta hníf af hendi.
557
00:52:41,495 --> 00:52:44,206
Það er kryshnífur.
Heilagt vopn í þeirra augum.
558
00:52:44,540 --> 00:52:45,707
Hleypið honum inn.
559
00:53:02,182 --> 00:53:03,016
Vertu kyrr.
560
00:53:03,767 --> 00:53:05,435
Heyrðu!
561
00:53:10,899 --> 00:53:12,025
Stilgar.
562
00:53:12,985 --> 00:53:14,152
Velkominn.
563
00:53:15,529 --> 00:53:19,616
Ég ber virðingu fyrir hverjum þeim
sem ber virðingu fyrir mér.
564
00:53:27,791 --> 00:53:28,709
Kyrr.
565
00:53:30,419 --> 00:53:31,712
Þakka þér, Stilgar,
566
00:53:32,087 --> 00:53:34,715
fyrir að gefa okkur af líkamsraka þínum.
567
00:53:35,674 --> 00:53:37,801
Við þiggjum og gjöldum líku líkt.
568
00:53:45,893 --> 00:53:46,894
Gott að sjá þig.
569
00:53:47,936 --> 00:53:51,190
Ég tel þjóðir okkar
hafa margt að færa hvor annarri.
570
00:53:51,356 --> 00:53:52,649
Nei, þið eruð utanheimsmenn.
571
00:53:52,816 --> 00:53:56,904
Þið komið að hirða kryddið
og gefið ekkert í staðinn.
572
00:53:58,697 --> 00:53:59,698
Það er satt.
573
00:54:01,867 --> 00:54:04,578
Ég veit að Harkónar
komu illa fram við ykkur.
574
00:54:05,829 --> 00:54:07,122
Nefndu hvað þú vilt.
575
00:54:07,414 --> 00:54:10,000
Ef ég get orðið að liði
geri ég það án endurgjalds.
576
00:54:10,667 --> 00:54:13,045
Ég bið um eitt.
Ekki leita að sátrum okkar.
577
00:54:13,212 --> 00:54:15,589
Ekki koma án leyfis inn á okkar svæði.
578
00:54:16,215 --> 00:54:19,468
Eyðimörkin tilheyrði okkur
löngu áður en þið komuð.
579
00:54:19,635 --> 00:54:21,303
Komið og sækið kryddið ykkar
580
00:54:21,470 --> 00:54:24,932
en að svo búnu farið þið aftur
inn fyrir Virkisvegginn
581
00:54:25,098 --> 00:54:26,850
og látið Fremenn um eyðimörkina.
582
00:54:27,017 --> 00:54:29,645
Þú ávarpar hertogann
sem "yðar tign" eða "herra".
583
00:54:29,811 --> 00:54:31,897
Gurney, viltu bara... Augnablik.
584
00:54:32,356 --> 00:54:33,690
Keisarinn
585
00:54:33,857 --> 00:54:36,443
veitti mér Arrakis að léni
586
00:54:36,610 --> 00:54:38,237
til stjórnar og verndar.
587
00:54:38,612 --> 00:54:40,906
Ég get ekki lofað að forðast eyðimörkina
588
00:54:41,073 --> 00:54:43,075
ef skyldan neyðir mig þangað.
589
00:54:44,076 --> 00:54:46,411
En sátrin verða ykkar að eilífu.
590
00:54:47,162 --> 00:54:49,540
Þið verðið aldrei ofsótt
á meðan ég ræð ríkjum.
591
00:54:54,127 --> 00:54:55,754
Það er virðingarvert.
592
00:54:56,171 --> 00:54:58,632
Ég verð að fara.
Meira hef ég ekki að segja.
593
00:54:58,799 --> 00:55:00,217
Viltu ekki doka við?
594
00:55:01,009 --> 00:55:02,052
Við sýnum þér heiður.
595
00:55:02,594 --> 00:55:05,514
Heiðurinn krefst þess af mér
að ég fari annað.
596
00:55:07,516 --> 00:55:09,935
{\an8}Ég þekki þig.
597
00:55:17,234 --> 00:55:18,443
Mér líst illa á hann.
598
00:55:18,610 --> 00:55:20,779
Áætlun okkar ber ávöxt.
599
00:55:20,946 --> 00:55:22,197
En tekur þetta tíma?
600
00:55:22,364 --> 00:55:23,615
Já.
601
00:55:24,616 --> 00:55:26,869
Þetta tekur tíma.
602
00:55:29,746 --> 00:55:31,039
Þetta er handa þér.
603
00:55:34,877 --> 00:55:36,086
Hliðarkompás.
604
00:55:37,045 --> 00:55:39,506
Segulsvið tunglanna hafa áhrif hérna.
605
00:55:39,673 --> 00:55:41,550
Venjulegur kompás vísar ekki norður.
606
00:55:42,384 --> 00:55:44,553
Það þarf flókið gangverk í þetta.
607
00:55:44,720 --> 00:55:46,096
Smíða Fremenn þetta?
608
00:55:46,555 --> 00:55:49,725
Og eimbúninga, sandþjöppur
og önnur sniðug tæki.
609
00:55:49,892 --> 00:55:51,768
Hver fjárinn er sandþjappa?
610
00:55:54,062 --> 00:55:55,105
Þetta er sandþjappa.
611
00:55:56,481 --> 00:55:58,650
Guð, þú ert eins og innfæddur.
612
00:55:59,193 --> 00:56:00,444
Þú dáist að þeim.
613
00:56:01,737 --> 00:56:03,030
Ég geri það.
614
00:56:03,405 --> 00:56:05,782
Þeir eru grimmir en tryggir.
615
00:56:06,200 --> 00:56:07,826
Þeir aðlagast eyðimörkinni.
616
00:56:07,993 --> 00:56:09,161
Eru hluti af henni.
617
00:56:09,328 --> 00:56:10,787
Hún er hluti af þeim.
618
00:56:11,622 --> 00:56:12,706
Bíddu þar til þú sérð það.
619
00:56:13,582 --> 00:56:14,958
Það er svo fallegt.
620
00:56:18,420 --> 00:56:20,380
Sólarupprásarviðvörun.
621
00:56:20,547 --> 00:56:23,342
Hitinn í dag nær 60 gráðum.
622
00:56:23,509 --> 00:56:28,597
Nú er hann 32 gráður en eftir
10 mínútur nær hann 49 gráðum.
623
00:56:29,765 --> 00:56:31,016
Lokaviðvörun.
624
00:57:04,424 --> 00:57:06,426
Dómari valdaskipta, herra.
625
00:57:06,593 --> 00:57:08,095
Dr. Liet Kynes.
626
00:57:08,637 --> 00:57:10,013
Háttvirtur hertogi.
627
00:57:10,889 --> 00:57:12,266
Velkominn til Arrakis.
628
00:57:12,641 --> 00:57:14,476
Þú ert veldivistfræðingurinn.
629
00:57:14,726 --> 00:57:16,520
Takk fyrir eimbúningana.
630
00:57:16,687 --> 00:57:18,397
Þeir eru hönnun Fremanna.
631
00:57:18,856 --> 00:57:19,898
Þeir allra bestu.
632
00:57:20,065 --> 00:57:22,818
Með þínu leyfi þarf ég
að tryggja búninginn.
633
00:57:24,695 --> 00:57:25,863
Þetta er í lagi.
634
00:57:27,573 --> 00:57:29,116
Þetta er í lagi.
635
00:57:30,450 --> 00:57:33,412
Dr. Kynes, við erum í þínum höndum.
636
00:57:37,875 --> 00:57:42,504
Innan eimbúningsins
er skilvirkt rakasíunarkerfi.
637
00:57:43,297 --> 00:57:44,882
Jafnvel svona snemma
638
00:57:45,048 --> 00:57:47,593
gætuð þið varla lifað
í tvo tíma án þeirra.
639
00:57:48,552 --> 00:57:50,012
Þeir kæla líkamann
640
00:57:51,013 --> 00:57:53,682
og endurvinna vökvann
sem tapast með svita.
641
00:57:54,975 --> 00:57:57,269
Hreyfingar líkamans knýja þá.
642
00:57:58,312 --> 00:58:02,191
Í grímunni er slanga svo að þið
getið drukkið endurunna vatnið.
643
00:58:03,192 --> 00:58:06,987
Í góðum búningi tapið þið
aðeins nokkrum dropum á dag.
644
00:58:07,321 --> 00:58:08,572
Afar tilkomumikið.
645
00:58:10,407 --> 00:58:11,617
Lítum á þig, vinur.
646
00:58:13,994 --> 00:58:15,078
Hefurðu...
647
00:58:15,579 --> 00:58:16,705
notað eimbúning áður?
648
00:58:16,872 --> 00:58:18,415
Nei, þetta er fyrsta sinn.
649
00:58:20,876 --> 00:58:23,253
Eyðimerkurskórnir
eru skábundnir við ökkla.
650
00:58:23,420 --> 00:58:24,588
Hver kenndi þér það?
651
00:58:25,339 --> 00:58:27,299
Það virtist vera rétta leiðin.
652
00:58:30,260 --> 00:58:33,347
{\an8}Hann þekkir hætti ykkar eins og innfæddur.
653
00:58:35,098 --> 00:58:36,099
Fylgir þú Fremönnum?
654
00:58:38,060 --> 00:58:41,396
Ég er velkomin
bæði í sátrunum og í þorpinu.
655
00:58:41,980 --> 00:58:44,566
Komið nú að skoða kryddsandana
656
00:58:44,733 --> 00:58:47,236
sem þið byggið afkomu ykkar á.
657
00:59:25,774 --> 00:59:28,485
Hvað myndirðu gera
ef blakvængjan brotlenti hér?
658
00:59:28,652 --> 00:59:30,654
Þú vilt ekki brotlenda hérna.
659
00:59:30,821 --> 00:59:32,364
Þetta er ormasvæði.
660
00:59:35,033 --> 00:59:36,034
Rykský.
661
00:59:37,202 --> 00:59:38,662
Ég sé það.
662
00:59:39,621 --> 00:59:41,623
Þetta er ein þreskivéla ykkar.
663
01:00:07,733 --> 01:00:10,694
Þið sjáið kryddið á yfirborðinu.
664
01:00:12,237 --> 01:00:14,156
Auðugur kryddakur
665
01:00:14,323 --> 01:00:15,574
af litnum að dæma.
666
01:00:15,741 --> 01:00:18,327
Ef þú flýgur hærra sérðu þetta enn betur.
667
01:00:33,300 --> 01:00:35,594
Þessar gátvélar leita að ormteiknum.
668
01:00:37,638 --> 01:00:39,014
Ormteiknum?
669
01:00:39,181 --> 01:00:41,350
Sandöldu sem þokast að skriðlinum.
670
01:00:41,517 --> 01:00:45,062
Ormar eru á miklu dýpi
en koma nær yfirborðinu fyrir árás.
671
01:00:45,896 --> 01:00:47,356
Ef þið eruð þolinmóðir
672
01:00:48,273 --> 01:00:49,816
ættum við að sjá orm.
673
01:00:50,442 --> 01:00:51,818
Koma ormarnir alltaf?
674
01:00:52,152 --> 01:00:54,571
Alltaf. Þeir laðast að taktföstu hljóðinu.
675
01:00:54,988 --> 01:00:57,032
Því eru ekki hlífar á skriðlunum?
676
01:00:57,199 --> 01:00:59,493
Hlífar eru dauðadómur í eyðimörkinni.
677
01:00:59,660 --> 01:01:03,622
Þær laða ormana að sér
og koma þeim í morðham.
678
01:01:06,250 --> 01:01:07,251
Er þetta ormur?
679
01:01:19,555 --> 01:01:20,764
Þessi er stór.
680
01:01:21,431 --> 01:01:22,724
Þú ert sjóngóður.
681
01:01:23,892 --> 01:01:26,019
Kalla upp skriðil Delta Ajax 9.
682
01:01:26,186 --> 01:01:28,689
Ormaviðvörun. Staðfestið.
683
01:01:28,939 --> 01:01:31,024
Hver kallar upp Delta Ajax 9?
684
01:01:31,608 --> 01:01:32,442
Skipti.
685
01:01:32,609 --> 01:01:34,069
Þeir eru sallarólegir.
686
01:01:34,236 --> 01:01:36,655
Óskráð flug á vegum keisarans.
687
01:01:36,822 --> 01:01:38,824
Ormteikn fyrir norðaustan ykkur.
688
01:01:38,991 --> 01:01:41,076
3,7 kílómetra fjarlægð.
689
01:01:41,243 --> 01:01:44,496
Delta Ajax 9, Gátari 1. Ormteikn staðfest.
690
01:01:45,998 --> 01:01:48,166
Búið ykkur undir tengingu.
691
01:01:51,962 --> 01:01:54,298
Ormurinn er á leið til ykkar.
692
01:01:54,464 --> 01:01:55,966
Fimm mínútur til stefnu.
693
01:01:56,133 --> 01:01:57,968
Hvað gerist núna?
694
01:01:58,135 --> 01:02:00,554
Burðarvél kemur að sækja skriðilinn.
695
01:02:00,721 --> 01:02:02,806
Þeir vinna fram á síðustu stundu.
696
01:02:02,973 --> 01:02:04,433
Kalla burðarvél Alfa 0.
697
01:02:04,600 --> 01:02:06,351
Tilbúnir fyrir tengingu.
698
01:02:06,518 --> 01:02:08,854
Fimm mínútur til stefnu. Skipti.
699
01:02:13,483 --> 01:02:15,360
Sér einhver burðarvélina?
700
01:02:19,656 --> 01:02:20,949
Þarna er hún.
701
01:02:21,116 --> 01:02:24,786
Burðarvél Alfa 0 kallar Delta Ajax 9.
702
01:02:25,162 --> 01:02:27,080
Nálgast að austan.
703
01:02:27,414 --> 01:02:30,250
Stilli flughæð og undirbý tengingu.
704
01:02:30,417 --> 01:02:33,629
Móttekið, Alfa 0. Hefjum tengingu.
705
01:02:35,756 --> 01:02:37,132
T-5.
706
01:02:37,299 --> 01:02:38,300
Móttekið.
707
01:02:38,467 --> 01:02:39,927
Lyfti eftir 30 sekúndur.
708
01:02:40,093 --> 01:02:42,930
Tenging hafin. Haldið ykkur.
709
01:02:46,016 --> 01:02:48,393
Alfa 0, það vantar einn tengipunkt.
710
01:02:48,560 --> 01:02:49,811
Hvað gengur á?
711
01:02:49,978 --> 01:02:51,980
Eitt akkeranna er bilað.
712
01:02:53,023 --> 01:02:54,233
Fjandinn.
713
01:02:54,650 --> 01:02:58,487
Burðarvél nær ekki að tengjast.
Getum ekki lyft án akkerisins.
714
01:02:58,654 --> 01:03:00,364
Allir nærstaddir!
715
01:03:00,531 --> 01:03:03,408
Er einhver burðarvél nálæg?
Vinsamlegast svarið.
716
01:03:03,575 --> 01:03:05,452
Gátari 1, hver er staðan?
717
01:03:05,619 --> 01:03:07,704
Vökvakerfið klikkaði.
Yfirgefið skriðilinn.
718
01:03:07,871 --> 01:03:09,373
-Fjórar mínútur.
-Prófið aftur.
719
01:03:09,665 --> 01:03:11,041
Hve margir eru þarna?
720
01:03:11,208 --> 01:03:12,417
21 manns áhöfn.
721
01:03:12,584 --> 01:03:13,836
Við tökum sex hver.
722
01:03:14,002 --> 01:03:15,087
Þá eru þrír eftir.
723
01:03:15,838 --> 01:03:16,839
Finnum leið.
724
01:03:29,351 --> 01:03:31,186
Þetta er Leto Atreides hertogi.
725
01:03:31,770 --> 01:03:35,148
Við lendum til að bjarga
áhöfn Delta Ajax 9.
726
01:03:35,315 --> 01:03:37,192
Lendum að vestanverðu.
727
01:03:47,536 --> 01:03:49,413
Hver hlífarafall vegur 100 kg.
728
01:03:50,205 --> 01:03:52,916
Gurney, segðu fylgdarvélunum
að henda út rafölunum.
729
01:03:53,083 --> 01:03:54,001
Já, herra.
730
01:03:54,168 --> 01:03:56,170
Paul, farðu aftast í vængjuna.
731
01:03:56,336 --> 01:03:57,337
Vísaðu þeim inn.
732
01:03:57,504 --> 01:04:01,425
Delta Ajax 9, sendið sjö menn
í hverja vængju, strax.
733
01:04:59,816 --> 01:05:01,735
Tvær mínútur til stefnu.
734
01:05:04,029 --> 01:05:06,657
Þetta er orðið tæpt. Yfirgefum skriðilinn.
735
01:05:09,159 --> 01:05:09,993
Hvar eru þeir?
736
01:05:10,160 --> 01:05:12,538
Herra, það er ástæða fyrir reglunum.
737
01:05:12,704 --> 01:05:14,915
Ef við förum út erum við dauðans matur.
738
01:05:15,499 --> 01:05:17,793
Við förum ekki frá fullri kryddhleðslu.
739
01:05:17,960 --> 01:05:18,794
Skítt með kryddið!
740
01:05:19,294 --> 01:05:21,755
Ég vil fá alla menn frá borði undir eins.
741
01:05:35,602 --> 01:05:36,603
Hei!
742
01:05:36,770 --> 01:05:37,896
Hei!
743
01:05:38,063 --> 01:05:40,482
Sjö hérna og sjö þarna.
744
01:05:42,442 --> 01:05:44,903
Áfram! Áfram!
745
01:05:59,960 --> 01:06:02,754
Kwisatz Haderach.
746
01:06:16,018 --> 01:06:19,521
Kwisatz Haderach vaknar.
747
01:06:28,947 --> 01:06:30,324
Flýtið ykkur um borð!
748
01:06:39,208 --> 01:06:40,042
Hann er kominn!
749
01:06:43,212 --> 01:06:44,046
Paul!
750
01:06:46,507 --> 01:06:47,758
Paul!
751
01:06:51,803 --> 01:06:55,015
Ég þekki fótatakið, gamli minn.
752
01:06:55,682 --> 01:06:56,892
Stattu á fætur!
753
01:06:57,351 --> 01:06:58,727
Komdu!
754
01:07:00,187 --> 01:07:02,439
Hvað er að þér? Flýtum okkur!
755
01:07:02,689 --> 01:07:03,941
Hlauptu!
756
01:07:29,883 --> 01:07:30,717
Hei!
757
01:07:49,361 --> 01:07:50,821
Blessaður sé Skaparinn og vatn hans.
758
01:07:51,864 --> 01:07:54,032
Blessuð sé koma og brottför hans.
759
01:07:54,199 --> 01:07:57,035
Megi för hans hreinsa heiminn
760
01:07:57,202 --> 01:07:59,580
og tryggja þjóð hans þennan heim.
761
01:08:23,270 --> 01:08:24,270
Heyrðu!
762
01:08:24,645 --> 01:08:26,648
-Ekki taka svona áhættu.
-Skilið.
763
01:08:26,814 --> 01:08:29,151
-Þú hefur skyldum að gegna.
-Gerist ekki aftur.
764
01:08:29,318 --> 01:08:30,444
Farðu.
765
01:08:31,194 --> 01:08:32,446
Dr. Kynes.
766
01:08:34,323 --> 01:08:35,823
Þú sást þetta.
767
01:08:36,366 --> 01:08:38,327
Með eigin augum. Það er augljóst.
768
01:08:38,493 --> 01:08:40,621
Allt sem þeir skildu eftir er ónýtt.
769
01:08:40,787 --> 01:08:41,872
Við eigum enga von.
770
01:08:42,747 --> 01:08:45,167
Þessi burðarvél var bara gömul.
771
01:08:45,584 --> 01:08:47,627
Eyðimörkin fer illa með vélar.
772
01:08:49,462 --> 01:08:51,048
Þú veist hvað gerist
773
01:08:51,215 --> 01:08:53,300
ef kryddframleiðslan hrynur.
774
01:08:55,594 --> 01:08:59,096
Mér er ekki ætlað að styðja þig.
775
01:08:59,598 --> 01:09:03,727
Arrakis hefur séð menn
eins og þig koma og fara.
776
01:09:06,188 --> 01:09:09,774
Hugsaðu vel um fjölskylduna.
777
01:09:13,194 --> 01:09:16,156
Eyðimörkin fer líka illa með mannfólkið.
778
01:09:32,756 --> 01:09:35,676
Kryddið er ofskynjunarefni.
779
01:09:36,926 --> 01:09:38,804
Þú ert næmur fyrir því.
780
01:09:43,225 --> 01:09:44,225
Þú jafnar þig.
781
01:09:45,978 --> 01:09:47,979
Þakka þér fyrir, dr. Yueh.
782
01:09:57,531 --> 01:09:59,867
Þetta voru ekki ofnæmisviðbrögð.
783
01:10:01,869 --> 01:10:03,453
Ég fékk sýn.
784
01:10:06,081 --> 01:10:07,749
Augu mín voru galopin.
785
01:10:09,751 --> 01:10:10,752
Hvað sástu?
786
01:10:48,373 --> 01:10:51,960
Kwisatz Haderach.
787
01:10:52,127 --> 01:10:55,130
Þú hefur öðlast sjón.
788
01:11:36,672 --> 01:11:38,257
Það er ruglingslegt.
789
01:11:38,423 --> 01:11:39,842
Mér fannst ég sjá dauða minn
790
01:11:40,008 --> 01:11:41,552
en samt ekki.
791
01:11:42,427 --> 01:11:46,098
Ég veit að hnífur skiptir máli,
einhvern veginn.
792
01:11:48,141 --> 01:11:50,519
Einhver færir mér hníf.
793
01:11:50,686 --> 01:11:54,189
Ég veit ekki hver, hvenær eða hvar.
794
01:11:56,483 --> 01:12:00,696
En ákveðnir hlutir eru á kristaltæru.
Ég skynja þá.
795
01:12:05,492 --> 01:12:06,952
Ég veit að þú ert ólétt.
796
01:12:13,125 --> 01:12:14,877
Þú getur ekki vitað það.
797
01:12:16,503 --> 01:12:17,629
Ég veit það varla sjálf.
798
01:12:17,796 --> 01:12:19,715
Það eru komnar örfáar vikur.
799
01:12:26,346 --> 01:12:29,892
{\an8}SALUSA SECUNDUS
PLÁNETA KEISARAHERSINS
800
01:13:03,884 --> 01:13:05,928
{\an8}Því þarfnast Baróninn okkar?
801
01:13:06,345 --> 01:13:09,348
{\an8}Harkónar eru mun fleiri
en fylgismenn Atreides.
802
01:13:10,724 --> 01:13:13,977
Hersveitir Atreides
eru þær bestu í Keisaraveldinu.
803
01:13:14,478 --> 01:13:16,897
Þjálfaðar af Gurney Halleck
og Duncan Idaho.
804
01:13:17,940 --> 01:13:19,733
{\an8}Við erum Sardúkar.
805
01:13:20,108 --> 01:13:21,485
{\an8}Vígamenn keisarans.
806
01:13:22,027 --> 01:13:24,363
{\an8}Þeir sem standa gegn okkur falla.
807
01:13:25,280 --> 01:13:26,657
Rétt er það.
808
01:13:27,658 --> 01:13:29,243
Þrjú herfylki.
809
01:13:29,409 --> 01:13:30,536
Eins og um var samið.
810
01:13:35,999 --> 01:13:38,836
{\an8}Keisarinn fyrirskipar það.
Þá verður það svo.
811
01:14:11,118 --> 01:14:13,078
Þú þarft að vita nokkuð um Paul.
812
01:14:13,245 --> 01:14:14,371
Nei.
813
01:14:15,330 --> 01:14:17,291
Ég vil ekki vita það.
814
01:14:18,000 --> 01:14:19,751
Frá því hann hitti kennimóðurina
815
01:14:19,918 --> 01:14:21,670
hefur hann ekki verið samur.
816
01:14:23,380 --> 01:14:24,631
Hann er annars hugar.
817
01:14:26,633 --> 01:14:29,720
Jessica, þú ólst mér son.
818
01:14:29,887 --> 01:14:33,098
Allt frá fæðingu hans
hef ég aldrei efast um þig.
819
01:14:33,265 --> 01:14:35,392
Ég treysti þér fullkomlega.
820
01:14:35,851 --> 01:14:37,895
Jafnvel þegar þú gekkst í skugga.
821
01:14:39,188 --> 01:14:41,023
Nú bið ég þig um þetta eitt.
822
01:14:43,734 --> 01:14:45,861
Ef eitthvað kemur fyrir.
823
01:14:47,029 --> 01:14:48,322
Viltu vernda son okkar?
824
01:14:50,115 --> 01:14:51,408
Með lífi mínu.
825
01:14:51,575 --> 01:14:54,077
Ég spyr ekki móður hans
heldur Bene Gesserit.
826
01:14:58,373 --> 01:15:00,334
Getur þú verndað Paul?
827
01:15:06,089 --> 01:15:07,925
Hvers vegna hugsarðu svona?
828
01:15:14,473 --> 01:15:16,934
Leto, þetta er ólíkt þér.
829
01:15:22,648 --> 01:15:24,942
Ég hélt að við fengjum lengri tíma.
830
01:15:44,086 --> 01:15:46,171
Góða nótt, herra Paul.
831
01:15:46,755 --> 01:15:48,549
Góða nótt, dr. Yueh.
832
01:15:58,016 --> 01:15:59,268
Þú verður að sofa.
833
01:16:01,103 --> 01:16:02,437
Nei.
834
01:16:02,604 --> 01:16:03,856
Ekki svona.
835
01:16:19,288 --> 01:16:21,415
Ég hefði átt að kvænast þér.
836
01:17:39,826 --> 01:17:41,495
Hawat. Öryggisverðir.
837
01:17:43,914 --> 01:17:45,249
Öryggisverðir.
838
01:18:48,270 --> 01:18:49,855
Herra. Herra.
839
01:18:50,814 --> 01:18:52,733
Hlífarnar liggja niðri.
840
01:19:01,533 --> 01:19:02,993
Guð minn almáttugur.
841
01:19:03,660 --> 01:19:05,871
Komið öllu vopnuðu í loftið!
842
01:19:50,541 --> 01:19:52,292
Áfram! Áfram!
843
01:20:54,271 --> 01:20:56,231
Fylgið mér! Fylgið mér!
844
01:21:25,302 --> 01:21:26,303
Atreides!
845
01:21:26,470 --> 01:21:27,596
Atreides!
846
01:21:56,750 --> 01:21:58,877
-Sardúkar!
-Sardúkar!
847
01:22:21,942 --> 01:22:23,569
Mér þykir það leitt, herra.
848
01:22:26,572 --> 01:22:29,449
En ég samdi við Baróninn.
849
01:22:31,910 --> 01:22:32,911
Hvers vegna?
850
01:22:33,829 --> 01:22:35,539
Ég var tilneyddur.
851
01:22:36,081 --> 01:22:38,750
Harkónar náðu konunni minni, Wönnu.
852
01:22:40,002 --> 01:22:42,379
Þeir rífa hana í sundur eins og dúkku.
853
01:22:43,463 --> 01:22:45,465
Ég kaupi frelsi hennar.
854
01:22:45,632 --> 01:22:47,176
Þú ert gjaldið.
855
01:22:50,637 --> 01:22:53,557
Handa Paul. Ég geri mitt besta.
856
01:22:54,266 --> 01:22:55,642
Og þú...
857
01:22:56,143 --> 01:22:57,936
drepur mann fyrir mig.
858
01:23:02,482 --> 01:23:06,028
Ég skipti út hliðarframtönninni.
859
01:23:06,195 --> 01:23:10,240
Þú bítur fast saman
til að brjóta þessa tönn.
860
01:23:11,200 --> 01:23:15,245
Þegar þú andar frá þér
fyllirðu loftið af eiturgasi.
861
01:23:15,412 --> 01:23:17,414
Það verður þinn hinsti andardráttur.
862
01:23:18,248 --> 01:23:20,459
En ef þú tímasetur þetta vel
863
01:23:21,835 --> 01:23:24,046
tekurðu Baróninn með þér.
864
01:24:57,848 --> 01:24:58,932
Paul.
865
01:25:12,905 --> 01:25:14,990
{\an8}Hendum þeim út í eyðimörkina.
866
01:25:16,033 --> 01:25:18,911
{\an8}Látum ormana éta þau.
867
01:25:20,454 --> 01:25:22,748
{\an8}Því skerum við þau ekki á háls?
868
01:25:23,790 --> 01:25:27,127
{\an8}Við gætum farið til sannskyggnis.
869
01:25:28,253 --> 01:25:30,923
{\an8}Nú getum við sagt að við drápum þau ekki.
870
01:25:38,055 --> 01:25:40,724
{\an8}Þessi með örið er heyrnarlaus.
871
01:26:21,890 --> 01:26:23,225
Farið til helvítis!
872
01:27:58,987 --> 01:28:01,573
Ég hef aldrei notið aðalskonu.
873
01:28:04,117 --> 01:28:04,952
Hvað með þig?
874
01:28:05,536 --> 01:28:07,371
Bene Gesserit eru ekki allar eðalbornar.
875
01:28:07,746 --> 01:28:10,582
Þessi er nógu eðalborin fyrir mig.
876
01:28:11,583 --> 01:28:13,710
Hendum stráknum til ormanna.
877
01:28:13,877 --> 01:28:16,004
Kveðjum hana vel og lengi.
878
01:28:16,171 --> 01:28:17,840
Ekki snerta móður mína.
879
01:28:19,174 --> 01:28:20,133
Ekki tala.
880
01:28:26,640 --> 01:28:29,017
{\an8}Hættu! Þú ert ekki tilbúinn.
881
01:28:31,770 --> 01:28:33,188
Fjarlægðu munnkeflið.
882
01:28:42,406 --> 01:28:44,324
Þegiðu.
883
01:28:45,284 --> 01:28:47,411
{\an8}Finndu réttu tónhæðina.
884
01:28:54,501 --> 01:28:55,961
{\an8}Þetta er nógu langt.
885
01:28:56,461 --> 01:28:58,463
{\an8}Hendum stráknum út.
886
01:29:12,936 --> 01:29:14,271
Fjarlægðu munnkeflið.
887
01:29:20,736 --> 01:29:21,570
Dreptu hann.
888
01:29:30,579 --> 01:29:31,705
Losaðu okkur.
889
01:29:45,344 --> 01:29:46,428
Hættu!
890
01:29:46,720 --> 01:29:48,222
Skerðu á böndin.
891
01:29:51,016 --> 01:29:52,392
Réttu mér hnífinn.
892
01:30:01,318 --> 01:30:04,238
Tónhæðin var of þvinguð hjá þér.
893
01:30:12,204 --> 01:30:13,705
Þetta er frempakki.
894
01:30:26,760 --> 01:30:27,803
Þeir lömuðu flaugina.
895
01:32:03,357 --> 01:32:06,276
Þú átt dásamlegt eldhús, frændi.
896
01:32:24,545 --> 01:32:27,047
Þetta er rithönd dr. Yuehs.
897
01:32:27,548 --> 01:32:30,008
"Ef einhver kemst lifandi frá Arrakeen
898
01:32:30,175 --> 01:32:32,261
er Atreides-vegviti í pakkanum.
899
01:32:32,427 --> 01:32:34,972
Ef Guð lofar finna þeir þig."
900
01:32:42,396 --> 01:32:43,397
Háttvirtur Barón.
901
01:32:44,815 --> 01:32:45,983
Dr. Yueh.
902
01:32:46,149 --> 01:32:47,734
Svikarinn.
903
01:32:48,986 --> 01:32:50,070
Hvað viltu?
904
01:32:51,321 --> 01:32:53,031
Ég truflaði fjarskipti þeirra
905
01:32:53,699 --> 01:32:55,200
og setti hlífarnar niður.
906
01:32:56,827 --> 01:32:59,329
Ég færði þér hertogann og fjölskyldu hans.
907
01:32:59,496 --> 01:33:01,415
Allt sem um var samið.
908
01:33:02,040 --> 01:33:04,001
Hvað átti ég að gera í staðinn?
909
01:33:04,668 --> 01:33:06,670
Létta kvalir eiginkonu minnar.
910
01:33:08,672 --> 01:33:09,673
Já.
911
01:33:43,207 --> 01:33:45,250
Ég sagðist frelsa hana.
912
01:33:45,959 --> 01:33:47,711
Og að þú færir til hennar.
913
01:33:51,882 --> 01:33:53,300
Farðu þá til hennar.
914
01:34:02,768 --> 01:34:04,937
Hvað heldurðu að gerist næst?
915
01:34:08,690 --> 01:34:10,317
Þetta er högggjafi.
916
01:34:11,026 --> 01:34:12,611
Engir eimbúningar.
917
01:34:12,778 --> 01:34:14,571
Það eina sem okkur vantar.
918
01:34:19,535 --> 01:34:22,871
Öldum saman höfum við
átt í blóðugri baráttu.
919
01:34:24,122 --> 01:34:25,749
En ekki lengur.
920
01:34:27,376 --> 01:34:30,879
Sonur þinn er dauður.
Hjákonan þín er dauð.
921
01:34:31,713 --> 01:34:34,424
Í nótt fellur Atreides-ættin.
922
01:34:37,386 --> 01:34:40,305
Og ættbogi þinn nær ekki lengra.
923
01:34:53,569 --> 01:34:54,570
Hvað sagðirðu?
924
01:35:04,705 --> 01:35:06,081
Hér er ég...
925
01:35:07,416 --> 01:35:09,418
og hér verð ég áfram.
926
01:36:52,938 --> 01:36:54,106
Kynes!
927
01:36:55,065 --> 01:36:56,942
Þú ert í hættu hérna.
928
01:36:57,109 --> 01:36:59,820
Segirðu höfðingjaættum landsráðsins
frá þessum svikum?
929
01:36:59,987 --> 01:37:01,905
Hvernig þau bestu voru myrt?
930
01:37:02,614 --> 01:37:05,158
Mér var skipað að segja ekki orð.
931
01:37:06,159 --> 01:37:07,828
Að sjá ekki neitt.
932
01:37:09,830 --> 01:37:12,207
Keisarinn sendi okkur hingað
út í opinn dauðann.
933
01:38:00,464 --> 01:38:02,674
Það er krydd í tjaldinu.
934
01:39:28,510 --> 01:39:31,305
Þetta er framtíðin.
Það sem er yfirvofandi.
935
01:39:45,944 --> 01:39:49,364
Heilagt stríð breiðist um alheiminn
eins og óslökkvandi eldur.
936
01:40:02,461 --> 01:40:04,671
Paul, þú ert smeykur. Ég sé það.
937
01:40:05,422 --> 01:40:07,925
Segðu mér hvað þú óttast.
938
01:40:17,476 --> 01:40:19,895
Getur einhver hjálpað mér?
939
01:40:20,604 --> 01:40:21,772
Paul.
940
01:40:24,274 --> 01:40:25,108
Það nálgast.
941
01:40:25,943 --> 01:40:29,196
Ég sé heilagt stríð breiðast
um alheiminn eins og óslökkvandi eld.
942
01:40:29,571 --> 01:40:33,659
Herská trú veifar fána Atreides
í nafni föður míns.
943
01:40:33,825 --> 01:40:34,660
Paul.
944
01:40:34,826 --> 01:40:38,622
Hersveitir öfgamanna tilbiðja
við altari höfuðkúpu föður míns.
945
01:40:39,540 --> 01:40:41,917
Styrjöld í mínu nafni!
946
01:40:42,084 --> 01:40:43,877
Allir öskra nafn mitt!
947
01:40:44,419 --> 01:40:45,295
Paul.
948
01:40:48,632 --> 01:40:50,801
Paul Atreides.
949
01:40:50,968 --> 01:40:53,804
Þú ert sonur föður þíns.
Þú ert sonur minn.
950
01:40:53,971 --> 01:40:56,974
Þú ert Paul Atreides hertogi.
951
01:40:57,641 --> 01:41:00,477
Þú veist hver þú ert.
Þú veist hver þú ert.
952
01:41:00,644 --> 01:41:01,478
Láttu mig vera!
953
01:41:03,564 --> 01:41:05,107
Þú gerðir mér þetta!
954
01:41:05,274 --> 01:41:07,860
Þið Bene Gesserit gerðuð mig að viðundri!
955
01:41:33,010 --> 01:41:35,304
Faðir minn er dáinn.
956
01:42:11,924 --> 01:42:13,300
Einhver nálgast.
957
01:42:14,301 --> 01:42:15,719
Þú verður að drekka.
958
01:42:17,471 --> 01:42:19,598
Endurunnið vatn úr tjaldinu.
959
01:42:27,481 --> 01:42:29,233
Úr svita og tárum.
960
01:42:33,028 --> 01:42:34,613
Jæja, förum héðan.
961
01:43:47,978 --> 01:43:49,688
Þetta er Duncan.
962
01:43:56,820 --> 01:43:58,071
Duncan.
963
01:43:59,656 --> 01:44:00,824
Frú mín.
964
01:44:00,991 --> 01:44:01,992
Paul.
965
01:44:02,534 --> 01:44:04,745
Ég samhryggist, en faðir þinn...
966
01:44:04,912 --> 01:44:06,121
Við vitum það.
967
01:44:08,081 --> 01:44:09,374
Háttvirtur hertogi.
968
01:44:22,971 --> 01:44:23,847
Hérna.
969
01:44:26,016 --> 01:44:27,476
Drekkið þetta.
970
01:44:34,983 --> 01:44:38,362
Harkónar réðust á alla byggðakjarna
plánetunnar samtímis.
971
01:44:38,529 --> 01:44:40,948
Þetta var tugur hersveita
og hundruð skipa.
972
01:44:41,114 --> 01:44:42,824
Sardúkar fylgdu þeim.
973
01:44:43,242 --> 01:44:45,160
-Tvö herfylki hið minnsta.
-Ertu viss?
974
01:44:45,827 --> 01:44:48,330
Ef þú mætir Sardúkum í bardaga...
975
01:44:48,497 --> 01:44:49,498
veistu það.
976
01:44:50,791 --> 01:44:53,961
Keisarinn hefur tekið skýra afstöðu.
977
01:44:54,878 --> 01:44:56,547
Hvað segir dómari valdaskipta?
978
01:44:58,215 --> 01:45:00,133
Keisarinn bannar mér að tjá mig.
979
01:45:00,300 --> 01:45:02,052
En þú hættir lífinu fyrir okkur.
980
01:45:22,656 --> 01:45:24,283
Það er stormur í aðsigi.
981
01:45:38,422 --> 01:45:40,382
Stormurinn kemur eftir nokkra tíma.
982
01:45:40,549 --> 01:45:41,633
Við erum óhult hér.
983
01:45:43,343 --> 01:45:44,928
Vitið þið hvað var hérna?
984
01:45:45,679 --> 01:45:47,931
Þetta var vistfræðitilraunastöð.
985
01:45:51,518 --> 01:45:53,270
Það átti að temja plánetuna.
986
01:45:53,437 --> 01:45:55,689
Sækja vatnið undan sandinum.
987
01:45:58,859 --> 01:46:01,278
Arrakis hefði getað orðið paradís.
988
01:46:01,445 --> 01:46:04,406
Verkið var hafið
en þá uppgötvaðist kryddið.
989
01:46:04,573 --> 01:46:07,284
Þá vildi enginn
losna við eyðimörkina lengur.
990
01:46:07,451 --> 01:46:10,287
Tanat, viltu finna eimbúninga
handa gestunum?
991
01:46:10,454 --> 01:46:11,580
Já, Liet.
992
01:46:11,747 --> 01:46:13,123
Shamir, kaffi, takk.
993
01:46:13,290 --> 01:46:14,708
Auðvitað, Liet.
994
01:46:17,127 --> 01:46:18,962
Hvernig tengist þú Fremönnum?
995
01:47:09,096 --> 01:47:12,307
Veistu hvað höfðingjaættirnar
óttast mest, dr. Kynes?
996
01:47:13,684 --> 01:47:15,769
Nákvæmlega það sem kom fyrir okkur.
997
01:47:16,937 --> 01:47:19,815
Að Sardúkar ráðist á þær
hverja á fætur annarri.
998
01:47:22,985 --> 01:47:25,988
Aðeins sameinaðar geta þær
staðið gegn keisaranum.
999
01:47:28,115 --> 01:47:29,825
Vilt þú bera vitni?
1000
01:47:30,492 --> 01:47:33,412
Um að keisarinn
hafi ráðist gegn okkur hérna?
1001
01:47:33,579 --> 01:47:35,831
Ef þau trúa mér
1002
01:47:36,623 --> 01:47:40,419
brýst út stríð á milli
höfðingjaættanna og keisarans.
1003
01:47:40,586 --> 01:47:42,129
Ringulreið...
1004
01:47:42,296 --> 01:47:43,630
um allt Keisaraveldið.
1005
01:47:43,922 --> 01:47:47,176
Hvað ef ég byði keisaranum
annan kost en ringulreiðina?
1006
01:47:47,926 --> 01:47:49,469
Keisarinn á enga syni.
1007
01:47:50,012 --> 01:47:51,680
Dætur hans eru enn ógiftar.
1008
01:47:52,055 --> 01:47:54,558
Sækist þú eftir hásætinu?
1009
01:47:55,017 --> 01:47:58,353
Keisarinn óttaðist Atreides
og vildi drepa ykkur hérna.
1010
01:47:58,520 --> 01:48:00,522
Skilurðu það ekki?
1011
01:48:01,106 --> 01:48:04,109
Þú ert týndur drengur
sem felur sig í holu.
1012
01:48:08,488 --> 01:48:11,074
Fremenn hafa spáð fyrir um Lisan al-Gaib.
1013
01:48:12,075 --> 01:48:13,660
Gættu þín.
1014
01:48:14,119 --> 01:48:17,414
Utanheimsröddina
sem leiðir þá til paradísar.
1015
01:48:18,790 --> 01:48:19,958
Hjátrú.
1016
01:48:24,880 --> 01:48:27,883
Ég veit að þú elskaðir einn þeirra
sem féll í bardaga.
1017
01:48:31,345 --> 01:48:34,806
Þú gengur á milli tveggja heima
undir ýmsum nöfnum.
1018
01:48:40,187 --> 01:48:41,980
Ég hef séð draum þinn.
1019
01:48:46,193 --> 01:48:47,402
Yrði ég keisari
1020
01:48:47,569 --> 01:48:50,948
myndi ég gera Arrakis að paradís
á einu augabragði.
1021
01:48:53,575 --> 01:48:56,453
{\an8}Haldið þið að hann sé Mahdi?
1022
01:48:57,496 --> 01:48:59,331
{\an8}Hann virðist svo ungur.
1023
01:50:46,855 --> 01:50:47,814
Sardúkar!
1024
01:50:51,026 --> 01:50:52,194
Nei! Duncan!
1025
01:50:52,361 --> 01:50:53,487
Nei, Paul!
1026
01:50:53,654 --> 01:50:54,905
-Duncan, ekki!
-Nei!
1027
01:50:56,198 --> 01:50:57,366
-Nei!
-Nei, Paul!
1028
01:50:58,617 --> 01:50:59,785
Nei, Duncan!
1029
01:51:00,160 --> 01:51:01,411
-Hann læsti.
-Duncan!
1030
01:51:01,578 --> 01:51:02,412
Nei!
1031
01:51:51,670 --> 01:51:52,796
Hann er dáinn.
1032
01:51:53,589 --> 01:51:54,423
Duncan!
1033
01:51:54,590 --> 01:51:56,258
Við verðum að fara héðan.
1034
01:52:03,849 --> 01:52:04,683
Farðu, Paul!
1035
01:52:05,309 --> 01:52:06,143
Paul!
1036
01:52:25,162 --> 01:52:26,663
Áfram, áfram.
1037
01:52:58,737 --> 01:52:59,821
Fylgið ljósinu.
1038
01:52:59,988 --> 01:53:02,115
Þið finnið ferðbúna vængju.
1039
01:53:02,282 --> 01:53:04,076
Stormurinn er besta von ykkar.
1040
01:53:04,243 --> 01:53:06,828
Yfir 5.000 metrum er þetta aðallega ryk.
1041
01:53:06,995 --> 01:53:10,916
Fljúgið fyrir ofan storminn.
Stefnið suður og finnið Fremenn.
1042
01:53:11,083 --> 01:53:12,209
Kemur þú ekki?
1043
01:53:12,376 --> 01:53:13,502
Hún tekur bara tvo.
1044
01:53:13,669 --> 01:53:15,379
Ég fer yfir í næstu stöð
1045
01:53:15,546 --> 01:53:17,130
og segi landsráðinu frá árásinni.
1046
01:53:17,297 --> 01:53:18,507
Hvernig?
1047
01:53:19,299 --> 01:53:20,676
Ég tilheyri Fremönnum.
1048
01:53:21,343 --> 01:53:23,011
Eyðimörkin er heimili mitt.
1049
01:53:23,595 --> 01:53:24,596
Gangi ykkur vel.
1050
01:53:24,763 --> 01:53:25,931
Gangi þér vel.
1051
01:56:04,131 --> 01:56:07,050
{\an8}Kynes. Þú hefur svikið keisarann.
1052
01:56:07,217 --> 01:56:09,469
Ég þjóna aðeins einum meistara.
1053
01:56:09,636 --> 01:56:12,890
Nafn hans er Shai-Hulud.
1054
01:56:57,976 --> 01:56:59,436
Flaugar á eftir okkur.
1055
01:57:33,428 --> 01:57:35,222
Við fljúgum ekki nógu hátt.
1056
01:58:07,921 --> 01:58:09,256
Ég má ekki óttast.
1057
01:58:09,423 --> 01:58:11,133
Óttinn drepur hugann.
1058
01:58:11,300 --> 01:58:14,970
Óttinn er smádauði sem boðar gjöreyðingu.
1059
01:58:20,601 --> 01:58:23,395
Sjáðu vininn.
1060
01:58:27,232 --> 01:58:30,068
Sjáðu vininn.
1061
01:58:33,071 --> 01:58:35,574
Leyndardómur lífsins
er ekki gáta til að leysa...
1062
01:58:38,911 --> 01:58:41,163
heldur veruleiki til að upplifa.
1063
01:58:44,625 --> 01:58:48,045
Ferli sem verður ekki skilið
með því að stöðva það.
1064
01:58:49,296 --> 01:58:51,590
Við verðum að hreyfast með ferlinu.
1065
01:58:52,633 --> 01:58:54,510
Við verðum að sameinast því.
1066
01:58:55,219 --> 01:58:56,553
Flæða með því.
1067
01:58:56,887 --> 01:58:58,514
Slepptu takinu.
1068
01:58:58,680 --> 01:59:00,641
Slepptu takinu.
1069
01:59:34,591 --> 01:59:37,094
{\an8}Hann hefur ekki náð fullum styrk.
1070
01:59:47,729 --> 01:59:51,608
Við eltum þau inn í svigkraftsbyl.
1071
01:59:53,235 --> 01:59:55,696
Vindhraðinn náði 800 km á klst.
1072
02:00:00,492 --> 02:00:02,619
Ekkert lifir af slíkan byl.
1073
02:00:02,786 --> 02:00:04,162
Þau eru dauð.
1074
02:00:05,622 --> 02:00:07,416
Það er öruggt mál.
1075
02:00:14,548 --> 02:00:16,758
Þá er það afgreitt. Loksins.
1076
02:00:18,927 --> 02:00:20,804
Sendu boð til Giedi Prime
1077
02:00:20,971 --> 02:00:23,640
um að hefja söluna á kryddbirgðunum okkar.
1078
02:00:24,516 --> 02:00:26,059
En hægt og rólega.
1079
02:00:26,810 --> 02:00:28,562
Verðið má ekki falla.
1080
02:00:29,563 --> 02:00:33,525
Þú veist ekki hvað það kostaði mig
að fá þennan herafla hingað.
1081
02:00:33,692 --> 02:00:35,986
Nú vantar mig aðeins eitt.
1082
02:00:36,528 --> 02:00:37,654
Tekjur.
1083
02:00:38,572 --> 02:00:40,282
Kreistu þær fram, Rabban.
1084
02:00:41,074 --> 02:00:42,451
Kreistu fast.
1085
02:00:42,618 --> 02:00:43,952
Já, frændi.
1086
02:00:45,579 --> 02:00:46,663
Hvað með Fremenn?
1087
02:00:47,831 --> 02:00:49,208
Dreptu þá alla.
1088
02:01:12,439 --> 02:01:14,274
Við erum yfir 5.000 metrum.
1089
02:02:52,331 --> 02:02:54,082
Farðu að klettunum við lendingu.
1090
02:04:47,154 --> 02:04:48,906
Andaðu í gegnum þetta.
1091
02:05:19,394 --> 02:05:21,438
Nú þurfum við að finna Fremenn.
1092
02:05:23,023 --> 02:05:24,316
Er allt í lagi?
1093
02:05:24,483 --> 02:05:25,609
Já.
1094
02:06:32,801 --> 02:06:34,469
Paul...
1095
02:06:41,101 --> 02:06:44,062
Vertu óhræddur.
1096
02:06:45,189 --> 02:06:48,150
Jafnvel lítil eyðimerkurmús
getur lifað hérna.
1097
02:06:49,276 --> 02:06:52,487
Vertu óhræddur.
1098
02:06:52,654 --> 02:06:54,281
Þú þarft að sigrast á óttanum.
1099
02:06:54,448 --> 02:06:55,866
Vinur...
1100
02:06:56,116 --> 02:06:59,161
Vinur mun hjálpa þér.
1101
02:07:00,579 --> 02:07:02,372
Fylgdu vininum.
1102
02:07:05,584 --> 02:07:06,668
Þú hefur margt að læra.
1103
02:07:08,795 --> 02:07:11,423
Ég skal kenna þér á hætti eyðimerkurinnar.
1104
02:07:14,801 --> 02:07:16,345
Fylgdu mér.
1105
02:07:44,122 --> 02:07:47,209
Sátrið þar sem Duncan bjó
1106
02:07:47,876 --> 02:07:49,962
er einhvers staðar þarna.
1107
02:07:52,381 --> 02:07:54,800
Ég sé gróður þarna.
1108
02:07:55,259 --> 02:07:56,301
Þarna.
1109
02:07:56,468 --> 02:07:58,512
Þá búa Fremenn þarna.
1110
02:08:02,933 --> 02:08:05,018
Förum yfir í myrkrinu.
1111
02:08:05,185 --> 02:08:07,062
Þannig gera Fremenn það.
1112
02:08:10,232 --> 02:08:12,192
Þetta er ormasvæði.
1113
02:08:12,818 --> 02:08:14,486
Við megum ekki ganga venjulega.
1114
02:08:14,653 --> 02:08:15,821
Það kostar okkur lífið.
1115
02:08:15,988 --> 02:08:18,031
Göngum eins og Fremenn.
1116
02:08:18,198 --> 02:08:19,575
Það kallast sandganga.
1117
02:08:19,992 --> 02:08:21,869
Samkvæmt kvikbókunum heima.
1118
02:08:22,703 --> 02:08:23,954
Já, allt í lagi.
1119
02:08:24,121 --> 02:08:25,581
Jæja, fylgdu mér.
1120
02:08:25,747 --> 02:08:27,416
Hreyfðu þig eins.
1121
02:08:40,762 --> 02:08:42,222
Ég held að þetta sé rétt átt.
1122
02:10:04,972 --> 02:10:05,973
Það er nálægt.
1123
02:10:06,932 --> 02:10:08,767
Förum héðan.
1124
02:10:10,727 --> 02:10:11,728
Bíddu.
1125
02:10:13,522 --> 02:10:14,523
Trumbusandur.
1126
02:10:19,778 --> 02:10:20,821
Hlauptu.
1127
02:10:27,035 --> 02:10:28,704
Áfram! Áfram!
1128
02:11:40,692 --> 02:11:41,735
Þetta er högggjafi.
1129
02:11:47,115 --> 02:11:49,034
Einhver kveikti á högggjafa.
1130
02:12:03,715 --> 02:12:05,884
Paul! Hlauptu!
1131
02:12:20,607 --> 02:12:21,859
Hversu stórir eru þeir?
1132
02:12:22,025 --> 02:12:23,193
Þetta var klikkað.
1133
02:12:27,948 --> 02:12:29,449
Einhver kallaði á hann.
1134
02:12:39,543 --> 02:12:41,753
{\an8}Við erum ekki ein.
1135
02:13:01,607 --> 02:13:03,233
Ekki hlaupa burt.
1136
02:13:04,276 --> 02:13:07,070
Það er bara sóun á líkamsvökva ykkar.
1137
02:13:07,905 --> 02:13:08,739
Bíðið.
1138
02:13:16,538 --> 02:13:17,539
Stilgar.
1139
02:13:17,706 --> 02:13:18,540
Heyrðu!
1140
02:13:19,166 --> 02:13:22,211
Þú þekkir mig. Þú komst á fund föður míns.
1141
02:13:23,337 --> 02:13:25,130
Hann er sonur hertogans.
1142
02:13:25,214 --> 02:13:26,715
Hvað tefur þig?
1143
02:13:27,216 --> 02:13:28,300
Við þurfum vatnið þeirra.
1144
02:13:29,259 --> 02:13:31,345
Drengurinn sem ég sagði ykkur frá.
1145
02:13:31,512 --> 02:13:32,846
Gerum honum ekki mein.
1146
02:13:33,847 --> 02:13:35,766
{\an8}Hvernig getur hann verið Lisan al-Gaib?
1147
02:13:36,016 --> 02:13:37,059
{\an8}Hann hefur ekki sannað sig.
1148
02:13:37,226 --> 02:13:38,393
{\an8}Þau eru væsklar.
1149
02:13:38,560 --> 02:13:39,770
Jamis.
1150
02:13:40,479 --> 02:13:44,525
Þau gengu af hugrekki
yfir svæði Shai-Huluds.
1151
02:13:45,442 --> 02:13:48,403
Hann hvorki talar
né hagar sér eins og væskill.
1152
02:13:49,530 --> 02:13:51,240
Ekki faðir hans heldur.
1153
02:13:51,406 --> 02:13:53,367
Högggjafinn minn bjargaði honum.
1154
02:13:54,076 --> 02:13:56,411
Vertu skynsamur, Stilgar.
1155
02:13:56,578 --> 02:13:58,247
Hann er ekki hinn útvaldi.
1156
02:14:00,832 --> 02:14:02,543
Við eigum valdamikla vini.
1157
02:14:02,918 --> 02:14:05,963
Ef þið hjálpið okkur
að komast héðan, til Caladan,
1158
02:14:06,129 --> 02:14:07,339
verður það ríkulega launað.
1159
02:14:07,506 --> 02:14:10,092
Hvað eigið þið dýrmætara en vatnið
1160
02:14:10,259 --> 02:14:11,760
í holdi ykkar?
1161
02:14:16,723 --> 02:14:18,308
Drengurinn er ungur.
1162
02:14:18,475 --> 02:14:20,602
Hann getur lært okkar hætti.
1163
02:14:20,769 --> 02:14:22,855
Hann fær athvarf hjá okkur.
1164
02:14:23,522 --> 02:14:25,732
En konan er óþjálfuð...
1165
02:14:28,485 --> 02:14:29,903
og of gömul til að læra.
1166
02:15:02,311 --> 02:15:03,228
Frá, rakkar.
1167
02:15:04,938 --> 02:15:07,065
Hún sker mig á háls.
1168
02:15:12,237 --> 02:15:14,489
Því sagðistu ekki vera kuklari?
1169
02:15:14,656 --> 02:15:16,283
Og bardagakona?
1170
02:15:16,450 --> 02:15:18,535
Samtalinu lauk of fljótt.
1171
02:15:18,702 --> 02:15:20,787
Friður, kona.
1172
02:15:20,954 --> 02:15:22,289
Friður.
1173
02:15:23,123 --> 02:15:24,625
Ég dæmdi hvatvíslega.
1174
02:15:33,759 --> 02:15:35,427
{\an8}Sólin rís.
1175
02:15:36,345 --> 02:15:38,180
{\an8}Við þurfum að ná í Tabr-sátrið.
1176
02:15:40,098 --> 02:15:42,267
{\an8}Örlög þeirra tveggja ráðast þar.
1177
02:15:48,065 --> 02:15:49,691
{\an8}En þangað til þá...
1178
02:15:50,067 --> 02:15:52,277
{\an8}mun ég standa með þeim.
1179
02:15:54,112 --> 02:15:56,073
{\an8}Þau njóta verndar minnar.
1180
02:16:04,164 --> 02:16:06,291
Ég hefði ekki leyft þér
að meiða vini mína.
1181
02:16:31,692 --> 02:16:33,568
Þau segja að þú sért Mahdi.
1182
02:16:34,361 --> 02:16:36,071
En þú ert bara drengur.
1183
02:16:37,698 --> 02:16:38,991
Þú valdir erfiðustu leiðina upp.
1184
02:16:39,156 --> 02:16:40,450
Fylgdu mér.
1185
02:16:44,162 --> 02:16:45,789
{\an8}Förum héðan!
1186
02:16:48,040 --> 02:16:49,543
Komdu með þetta.
1187
02:16:56,633 --> 02:16:59,928
Þú færð eigin maula-byssu
þegar þú vinnur fyrir henni.
1188
02:17:00,304 --> 02:17:01,305
Réttu mér hana.
1189
02:17:07,227 --> 02:17:09,271
Chani, sjáðu um nýliðana.
1190
02:17:09,478 --> 02:17:11,940
Gættu öryggis þeirra. Förum af stað.
1191
02:17:12,107 --> 02:17:13,400
Ég vil ekki sjá þau.
1192
02:17:20,365 --> 02:17:21,532
Jamis...
1193
02:17:21,867 --> 02:17:24,244
Ég hef talað. Róaðu þig.
1194
02:17:24,411 --> 02:17:25,870
Þú talar eins og leiðtogi.
1195
02:17:26,955 --> 02:17:28,749
En sá sterkasti leiðir.
1196
02:17:30,083 --> 02:17:31,834
Hún skákaði þér.
1197
02:17:33,337 --> 02:17:34,671
Ég krefst amtal-einvígis.
1198
02:17:35,839 --> 02:17:38,133
Þú mátt ekki skora á Sayyadinu.
1199
02:17:38,299 --> 02:17:39,425
Hver berst fyrir hana?
1200
02:17:39,800 --> 02:17:42,137
Jamis, ekki gera þetta.
1201
02:17:42,638 --> 02:17:44,723
Ekki. Það grámar af degi.
1202
02:17:44,806 --> 02:17:47,558
Þá mun sólin vitna um þennan dauða.
1203
02:17:47,808 --> 02:17:49,770
Hvar er bardagakappi hennar?
1204
02:18:00,697 --> 02:18:02,616
Ég samþykki bardagakappann.
1205
02:18:34,314 --> 02:18:38,067
Paul Atreides verður að deyja
1206
02:18:40,654 --> 02:18:45,200
til að Kwisatz Haderach geti risið.
1207
02:18:47,995 --> 02:18:51,039
Vertu óhræddur.
1208
02:18:51,748 --> 02:18:53,291
Ekki streitast á móti.
1209
02:18:59,423 --> 02:19:01,299
Þegar þú tekur mannslíf...
1210
02:19:02,300 --> 02:19:04,343
tekurðu þitt eigið.
1211
02:19:36,001 --> 02:19:38,253
Ég trúi ekki að þú sért Lisan al-Gaib.
1212
02:19:39,922 --> 02:19:41,798
En ég vil að þú deyir með sóma.
1213
02:19:53,519 --> 02:19:56,146
Frænka mín gaf mér þennan kryshníf.
1214
02:19:59,566 --> 02:20:01,777
Hann er gerður úr tönn úr Shai-Hulud.
1215
02:20:01,944 --> 02:20:03,570
Sandorminum mikla.
1216
02:20:05,447 --> 02:20:07,991
Það er mikill heiður
að deyja með hann í hendi.
1217
02:20:12,496 --> 02:20:14,706
Hvar er utanheimsmaðurinn?
1218
02:20:19,086 --> 02:20:20,963
Jamis er fær bardagamaður.
1219
02:20:22,005 --> 02:20:23,590
Hann lætur þig ekki þjást.
1220
02:20:25,050 --> 02:20:26,677
Chani...
1221
02:20:38,939 --> 02:20:40,107
Skiptir ekki máli.
1222
02:21:35,662 --> 02:21:37,706
Megi hnífur yðar brotna og bregðast.
1223
02:21:45,589 --> 02:21:47,466
Þú ættir að fagna hníf mínum.
1224
02:21:51,053 --> 02:21:52,721
Þessi heimur drepur þig.
1225
02:21:56,141 --> 02:21:57,643
Þetta er fljótlegra.
1226
02:22:37,391 --> 02:22:38,225
Gefstu upp?
1227
02:22:41,353 --> 02:22:43,063
Hann þekkir ekki reglurnar.
1228
02:22:43,814 --> 02:22:45,983
Enginn gefst upp í amtal-einvígi.
1229
02:22:46,149 --> 02:22:47,776
Dauðinn er eina niðurstaðan.
1230
02:22:56,243 --> 02:22:58,078
-Leikur hann sér að honum?
-Nei.
1231
02:22:59,496 --> 02:23:01,081
Paul hefur aldrei drepið mann.
1232
02:23:11,925 --> 02:23:16,054
Kwisatz Haderach.
1233
02:23:19,349 --> 02:23:22,144
Kwisatz Haderach.
1234
02:23:22,519 --> 02:23:26,315
Klífðu upp. Rístu.
1235
02:25:19,011 --> 02:25:20,637
Þú ert einn okkar núna.
1236
02:25:20,888 --> 02:25:22,723
Líf fyrir líf.
1237
02:25:22,890 --> 02:25:24,766
Fylgið okkur að Tabr-sátri.
1238
02:25:24,933 --> 02:25:25,809
Nei.
1239
02:25:25,976 --> 02:25:27,477
Paul þarf að komast af plánetunni.
1240
02:25:27,644 --> 02:25:29,521
Þið hljótið að eiga smyglara.
1241
02:25:29,688 --> 02:25:30,731
Þið eigið skip.
1242
02:25:30,898 --> 02:25:32,232
-Nei.
-Þið eigið...
1243
02:25:33,317 --> 02:25:35,277
Keisarinn sendi okkur hingað.
1244
02:25:36,778 --> 02:25:38,447
Faðir minn kom hingað...
1245
02:25:39,406 --> 02:25:41,116
ekki vegna kryddsins...
1246
02:25:41,825 --> 02:25:43,368
ekki vegna ríkidæmis...
1247
02:25:44,286 --> 02:25:46,288
heldur vegna styrks ykkar.
1248
02:25:49,416 --> 02:25:51,376
Leið mín liggur í eyðimörkina.
1249
02:25:54,087 --> 02:25:55,422
Ég sé það.
1250
02:25:58,008 --> 02:25:59,551
Ef þið takið á móti okkur
1251
02:26:00,511 --> 02:26:02,054
skulum við koma.
1252
02:26:50,769 --> 02:26:52,229
Eyðimerkuraflið.
1253
02:26:53,647 --> 02:26:55,232
Þetta er aðeins upphafið.
1254
02:35:16,191 --> 02:35:18,193
Þýðandi:
Jóhann Axel Andersen