1 00:00:06,006 --> 00:00:08,925 ÞÁTTARÖÐ ÚR SMIÐJU NETFLIX 2 00:00:19,519 --> 00:00:21,312 Sæll, aumingi. 3 00:00:21,396 --> 00:00:23,565 Sæl, Slæma Janet. Hvernig hefurðu það í dag? 4 00:00:23,648 --> 00:00:24,482 Hræðilegt. 5 00:00:25,400 --> 00:00:29,112 Ég kom til að láta þig vita að eftir sex mánaða fangavist 6 00:00:29,195 --> 00:00:33,199 hér í vídd Góðu Janetar er dagurinn í dag sá síðasti. 7 00:00:33,283 --> 00:00:34,826 Ég ætla að segja þér sögu. 8 00:00:34,909 --> 00:00:37,620 Þegar því er lokið losa ég mig við þig. 9 00:00:39,289 --> 00:00:42,292 Hljómar eins og einhver hafi loksins farið í djöflabuxurnar. 10 00:00:42,876 --> 00:00:44,044 Hvaða saga er þetta? 11 00:00:44,127 --> 00:00:45,128 Enn önnur tilraun þín til að sanna 12 00:00:45,211 --> 00:00:48,757 að manneskjur séu "góðar" og "verðskuldi virðingu" 13 00:00:48,840 --> 00:00:52,302 og ekki "hlunkar af saur"? 14 00:00:52,385 --> 00:00:53,511 Eitthvað í þá áttina. 15 00:00:54,345 --> 00:00:55,180 Ertu tilbúin? 16 00:00:55,263 --> 00:00:57,390 Smávegis áður en þú byrjar... 17 00:01:08,818 --> 00:01:11,404 45. KAFLI 18 00:01:14,741 --> 00:01:15,742 Vá, þetta endist. 19 00:01:15,825 --> 00:01:17,869 Er þetta sagan þín? Virðist leiðinleg. 20 00:01:17,952 --> 00:01:20,663 Þessi bók er hluti af sögunni. Þú munt sjá. 21 00:01:21,539 --> 00:01:24,167 Þetta hófst allt fyrir viku. 22 00:01:24,250 --> 00:01:26,795 Við höfðum sent manneskjurnar fjórar í skíðaferð... 23 00:01:26,878 --> 00:01:29,923 Og þær skíðuðu fram af kletti og brutu hvert bein í líkamanum 24 00:01:30,006 --> 00:01:33,676 og buxurnar fóru niður og maður sá rassinn á þeim. Endir. 25 00:01:33,760 --> 00:01:37,013 Reyndar fór þetta betur en við hefðum getað vonað. 26 00:01:38,640 --> 00:01:41,059 Jæja, ég viðurkenni það. Ég hafði rangt fyrir mér. 27 00:01:41,142 --> 00:01:43,061 Þetta var rosagaman! 28 00:01:43,144 --> 00:01:44,854 Já! Ég gat ekki farið á skíði 29 00:01:44,938 --> 00:01:47,732 því að hreyfing í halla hræðir mig, 30 00:01:47,816 --> 00:01:50,276 en það voru svo mörg afdrep þar til að lesa. 31 00:01:50,360 --> 00:01:52,570 Bara hvert sem litið var. 32 00:01:52,654 --> 00:01:55,698 Auk þess leiddi Jianyu okkur í þessari frábæru hugleiðslu. 33 00:01:55,782 --> 00:01:57,909 Viljið þið deila möntrunni ykkar? 34 00:01:57,992 --> 00:02:01,246 Mín er Cate Blanchett að segja: "Rihanna." 35 00:02:01,329 --> 00:02:03,373 Aftur til hamingju með sigurinn í rommíinu. 36 00:02:03,456 --> 00:02:04,916 Ég hélt að ég myndi vinna þig 37 00:02:04,999 --> 00:02:06,668 því ég var alltaf spilandi á skólaárunum. 38 00:02:06,751 --> 00:02:07,919 Varst þú ekki í Rutgers? 39 00:02:08,002 --> 00:02:09,170 Nei, ég var í Princeton. 40 00:02:09,254 --> 00:02:11,047 Já, ég veit. Ég er bara að rugla í þér. 41 00:02:12,340 --> 00:02:14,425 Flott. Þú varst samt að grínast, er það ekki? 42 00:02:14,509 --> 00:02:16,511 Þú veist að það var Prince... Já, þú veist. 43 00:02:16,594 --> 00:02:19,514 Vel gert, öll. 44 00:02:19,597 --> 00:02:23,351 Þau standa sig öll vel, en Brent hefur tekið mestum framförum. 45 00:02:23,434 --> 00:02:27,730 Já, þegar Simone vann hann í spilum velti hann ekki borðinu og rauk burt. 46 00:02:27,814 --> 00:02:29,524 Hann rauk bara burt. Það er stórt. 47 00:02:29,607 --> 00:02:31,901 Við vitum ekki enn hvort hann hefur í alvöru breyst 48 00:02:31,985 --> 00:02:33,695 eða hvort hann er bara að reyna að komast inn í "Ofurhimnaríki". 49 00:02:33,778 --> 00:02:35,822 En hegðun hans hefur breyst. 50 00:02:35,905 --> 00:02:37,365 Munið, það er leiðarvísirinn. 51 00:02:37,448 --> 00:02:40,910 Fyrst breytum við hegðuninni, síðan vinnum við að hvatanum. 52 00:02:40,994 --> 00:02:42,412 Og núna... 53 00:02:43,079 --> 00:02:45,582 stundin sem við höfum öll beðið eftir. 54 00:02:45,665 --> 00:02:51,296 Verðlaun sem Mannkynsbjargvættur vikunnar fær... 55 00:02:51,379 --> 00:02:52,213 Jason! 56 00:02:52,297 --> 00:02:53,339 Já! 57 00:02:53,423 --> 00:02:55,466 Haltu áfram þessari frábæru vinnu með Chidi. 58 00:02:56,301 --> 00:03:02,015 Og verðlaun sem kynþokkafyllsti bjargvættur vikunnar fær... 59 00:03:02,849 --> 00:03:04,684 Eleanor Shellstrop! 60 00:03:04,767 --> 00:03:06,060 Þakka þér fyrir, ég tek við þeim. 61 00:03:06,144 --> 00:03:07,437 Ég er aldrei "kynþokkafyllstur". 62 00:03:08,187 --> 00:03:09,022 Ég veit ekki hvað ég get sagt þér. 63 00:03:09,105 --> 00:03:11,733 Kannski að fara í ræktina. Hressa upp á líkamann. 64 00:03:11,816 --> 00:03:13,985 Þetta var algjör hápunktur. 65 00:03:14,068 --> 00:03:17,697 Skíðaferðin, ekki svindlkeppnin um kynþokkann. 66 00:03:17,780 --> 00:03:20,992 Okkur hafði aldrei liðið betur með tilraunina. 67 00:03:21,075 --> 00:03:23,369 Og svo gerði Brent nokkuð... 68 00:03:24,329 --> 00:03:25,413 mjög brentískt. 69 00:03:25,496 --> 00:03:27,707 Hver hefði getað séð það fyrir? 70 00:03:28,666 --> 00:03:30,251 Hei, skíðadúllur. 71 00:03:30,877 --> 00:03:31,753 Frábærar fréttir. 72 00:03:32,754 --> 00:03:35,673 Ég skrifaði bók og þar sem þið eruð lúðalegustu vinir mínir 73 00:03:35,757 --> 00:03:37,258 fáið þið að lesa hana fyrst. 74 00:03:37,342 --> 00:03:40,970 "Sex fetum undir pari: Ráðgáta með Chip Driver." 75 00:03:41,054 --> 00:03:43,598 Já. Þetta er að hálfu njósnasaga, að hálfu morðgáta. 76 00:03:43,681 --> 00:03:46,601 Líka að hálfu kafbátaævintýri, að hálfu erótískar minningar 77 00:03:46,684 --> 00:03:47,977 og að hálfu pólitísk spennusaga. 78 00:03:48,061 --> 00:03:51,814 Hún er líka að hálfu golfkennsla og að hálfu athugasemdir um samfélagið. 79 00:03:51,898 --> 00:03:53,358 Eru þetta þá þrjár og hálf bók í einni? 80 00:03:53,441 --> 00:03:55,068 Að minnsta kosti. Svo lesið hana snöggvast. 81 00:03:55,151 --> 00:03:57,528 Ég verð með áritunarveislu og ég vil að þú kynnir mig. 82 00:03:57,612 --> 00:03:58,529 Talir um hve frábær ég er. 83 00:03:59,322 --> 00:04:01,282 Veislan er eftir tvo daga, svo drífið ykkur. 84 00:04:02,325 --> 00:04:03,952 Tahani. Afboðaðu áform þín. 85 00:04:04,035 --> 00:04:07,664 Við ætlum að deila vínflösku og lesa hræðilega bók Brents upphátt. 86 00:04:07,747 --> 00:04:08,915 Drottinn minn. 87 00:04:09,582 --> 00:04:10,750 Við ættum kannski ekki að gera grín. 88 00:04:10,833 --> 00:04:13,253 Hann virtist ljúfari í skíðaferðinni. 89 00:04:13,336 --> 00:04:14,921 Hann útbjó sykurpúðasamlokur fyrir okkur. 90 00:04:15,505 --> 00:04:18,049 Sagðist reyndar líka hafa fundið þær upp. 91 00:04:18,132 --> 00:04:22,303 Áður en þú verð hann ættirðu kannski að skoða ástarmál Chips Driver. 92 00:04:24,389 --> 00:04:25,348 Ó, nei. 93 00:04:25,431 --> 00:04:28,268 "Hún hét Scarlett Pakistan 94 00:04:28,351 --> 00:04:33,439 og var þannig stelpa sem maður gat ekki tekið alla í einu, annars dæi maður. 95 00:04:33,523 --> 00:04:36,651 Maður varð að taka henni í bútum, eins og frábæru listaverki, 96 00:04:36,734 --> 00:04:37,694 eins og Louvre." 97 00:04:37,777 --> 00:04:40,738 "Brún augu hennar voru eins brún og brúnasti vaxlitur. 98 00:04:40,822 --> 00:04:44,325 Hún var með leggi eins og Jessica Rabbit úr myndinni." 99 00:04:44,409 --> 00:04:49,122 "Langir, flaksandi lokkarnir ilmuðu eins og tunglið í ljósaskiptunum á par fjögur. 100 00:04:50,331 --> 00:04:51,249 Mér þykir þetta leitt. 101 00:04:51,332 --> 00:04:52,875 Ég hef þolað verra. 102 00:04:52,959 --> 00:04:54,836 Einu sinni, í afmælisveislu Elons Musk, 103 00:04:54,919 --> 00:04:58,881 sat ég á milli Silvio Berlusconi og Elon Musk. 104 00:04:58,965 --> 00:05:00,216 Þetta er slæmt. 105 00:05:00,300 --> 00:05:03,136 Brent og Simone er erfiðasta sambandið okkar. 106 00:05:03,845 --> 00:05:06,180 Hún á það til að fella illa ígrundaða dóma um fólk 107 00:05:06,264 --> 00:05:10,810 og hann er maður sem ítrekað staðfestir dóma hennar. 108 00:05:10,893 --> 00:05:15,815 Við þurfum að fá hana til að trúa að Brent sé betri en verstu gjörðir hans. 109 00:05:15,898 --> 00:05:19,444 Eins og að segja að Tahani "hafi hreim eins og Englandsdrottning, 110 00:05:19,527 --> 00:05:22,447 en án hinna öldruðu ógeðslegu andlitshluta." 111 00:05:22,530 --> 00:05:25,616 Okkur fannst við geta ráðið við leiðindin út af bók Brents. 112 00:05:25,700 --> 00:05:28,244 En eins og oft er með svona 113 00:05:28,328 --> 00:05:30,288 fór það neikvæða að dreifa úr sér. 114 00:05:30,371 --> 00:05:32,332 Eins og þegar einhver ælir í rútunni 115 00:05:32,415 --> 00:05:33,916 og síðan finnur einhver lyktina og ælir? 116 00:05:34,709 --> 00:05:35,752 Já, vissulega. 117 00:05:35,835 --> 00:05:36,836 Hvað er að, vinur? 118 00:05:36,919 --> 00:05:40,423 Brent skrifaði þessa bók og hafði sum okkar augljóslega í henni. 119 00:05:40,506 --> 00:05:44,594 Það er huglaus persóna sem kallast Gleraugna-Glámur, 120 00:05:44,677 --> 00:05:47,055 sem "notar gleraugu og klæðist vestum 121 00:05:47,138 --> 00:05:49,599 og gerir aldrei neitt af fingrum fram eða flott." 122 00:05:49,682 --> 00:05:52,393 Ég er að kenna ykkur siðfræði. Hvað er flottara en það? 123 00:05:52,477 --> 00:05:55,271 Ef þú vilt prófa eitthvað af fingrum fram er ég þinn maður. 124 00:05:55,354 --> 00:05:57,648 Næstum allt sem ég gerði á jörðinni gerði ég án umhugsunar 125 00:05:57,732 --> 00:05:59,776 eða án þess að hafa áhyggjur af hvað myndi gerast. 126 00:05:59,859 --> 00:06:03,196 Þannig fékk ég viðurnefnið mitt, Sakborningurinn. 127 00:06:03,279 --> 00:06:05,531 Ekki bestu rökin, en þú hefur rétt fyrir þér. 128 00:06:05,615 --> 00:06:08,576 Hvað er eitthvað af fingrum fram sem ég get gert núna? 129 00:06:08,659 --> 00:06:10,745 Búum til lista með tíu möguleikum 130 00:06:10,828 --> 00:06:12,830 og skerum hann svo hægt niður á næstu fjórum dögum. 131 00:06:12,914 --> 00:06:14,874 Betri hugmynd, dönsum, vinur. 132 00:06:18,086 --> 00:06:19,629 Ekki ofhugsa hlutina. 133 00:06:19,712 --> 00:06:22,757 Svona sigrum við Glám, leiðinlega lúðann. 134 00:06:23,549 --> 00:06:24,550 Já. 135 00:06:25,218 --> 00:06:27,220 - Sjáðu gamla Glám dansa. - Þarna. 136 00:06:28,596 --> 00:06:30,306 Ég hef aldrei heyrt þetta áður Hver er þetta? 137 00:06:30,389 --> 00:06:33,768 Ég. Ég samdi þetta. Lagið heitir "Ég mun ávallt elska þig," 138 00:06:34,352 --> 00:06:36,646 undirtitill, "Láttu bossann dúa í baðinu." 139 00:06:36,729 --> 00:06:39,649 Skemmtileg staðreynd, lögreglusírenurnar í bakgrunninum eru alvöru. 140 00:06:39,732 --> 00:06:41,609 Ég var eltur þegar ég tók þetta upp. 141 00:06:42,193 --> 00:06:46,364 Allt í lagi. Nei... 142 00:06:46,447 --> 00:06:49,408 Gaga mín góð. 143 00:06:49,492 --> 00:06:52,078 Augljóslega var þetta óþægileg framvinda. 144 00:06:52,912 --> 00:06:54,288 Geturðu bara hoppað yfir í endann? 145 00:06:54,372 --> 00:06:56,833 Nei. Ég þarf að segja þér alla söguna. 146 00:06:56,916 --> 00:07:00,628 Af hverju? Allar sögur um manneskjur enda á sama veg. 147 00:07:00,711 --> 00:07:03,089 Segðu mér bara hvernig þau klúðruðu og losaðu mig undan þjáningunni. 148 00:07:03,172 --> 00:07:04,966 Þú ert of fljót að dæma þau. 149 00:07:05,049 --> 00:07:08,302 Treystu mér, ég hef varið mun meiri tíma með fólki en þú. 150 00:07:08,386 --> 00:07:12,056 Og ég veit bókstaflega allt sem hvert og eitt þeirra hefur gert. 151 00:07:12,140 --> 00:07:14,350 Veistu hvað er að gerast núna á jörðinni? 152 00:07:14,433 --> 00:07:20,148 Stríð, morð, konur í 400 dala jógabuxum neita að bólusetja börnin sín. 153 00:07:20,231 --> 00:07:24,902 Hefnigjarnir lúðar hjá Apple eru að breyta lögun hleðslusnúranna aftur. 154 00:07:24,986 --> 00:07:26,946 Hvaðan kemur þessi von, maður? 155 00:07:27,029 --> 00:07:29,657 Þessi klikkaða von um að fólk sé ómaksins virði. 156 00:07:29,740 --> 00:07:31,701 Til að vitna í hræðilegt lag 157 00:07:31,784 --> 00:07:34,954 eftir hræðilegan tónlistarmann sem fólk dýrkar svo mikið 158 00:07:35,037 --> 00:07:37,373 að það setur lagið stöðugt í hræðilegar kvikmyndastiklur, 159 00:07:37,457 --> 00:07:39,750 manneskjur eru "s-slæmar inn að beini." 160 00:07:41,836 --> 00:07:44,839 Jæja, ég tel þær g-góðar stundum 161 00:07:44,922 --> 00:07:48,551 og þú ættir að leyfa þeim að n-njóta v-vafans. 162 00:07:48,634 --> 00:07:49,469 Jæja... 163 00:07:49,969 --> 00:07:51,053 Hvar var ég? 164 00:07:54,015 --> 00:07:58,019 John hafði fyrir slysni uppgötvað sannleikann um Jason. 165 00:07:58,102 --> 00:08:00,062 Að varðveita svona leyndarmál er einmitt 166 00:08:00,146 --> 00:08:02,523 það sem John átti í basli með á jörðinni. 167 00:08:02,607 --> 00:08:07,236 Eða til að umorða svo þú skiljir, slúðurklóið var alveg að yfirfyllast. 168 00:08:08,779 --> 00:08:10,573 Ég skil það núna. Þakka þér fyrir. 169 00:08:10,656 --> 00:08:15,745 Þannig að Jianyu er í alvöru Jason frá Flórída? 170 00:08:15,828 --> 00:08:17,038 Hverjir fleiri vita um þetta? 171 00:08:17,121 --> 00:08:20,082 Er það bara ég? Er þetta leyndarmál? 172 00:08:20,166 --> 00:08:22,126 Já, og við verðum að halda því þannig. 173 00:08:22,210 --> 00:08:24,712 Ef sannleikurinn kemur í ljós vitum við ekki hvað kemur fyrir Jason. 174 00:08:24,795 --> 00:08:26,964 Þú veist ekki hvað þú ert að biðja mig um. 175 00:08:27,048 --> 00:08:29,342 Hverfið er augljóslega meiriháttar, 176 00:08:29,425 --> 00:08:32,094 en það er líka smávegis eins og "þáttaröð 4 af Downton Abbey." 177 00:08:32,929 --> 00:08:35,139 Fallega hannað, en mjög leiðinlegt. 178 00:08:35,223 --> 00:08:37,058 Að Jason sé mistök 179 00:08:37,141 --> 00:08:40,228 er það mest spennandi sem hefur gerst síðan við komum hingað. 180 00:08:40,311 --> 00:08:44,815 Hvað ef, í staðinn fyrir þagmælsku þína kenni Jason þér 181 00:08:44,899 --> 00:08:47,276 Magic Mike mjaðmahreyfingarnar? 182 00:08:50,154 --> 00:08:52,156 Þú sagðir alltaf að þig langaði til að læra þetta. 183 00:08:53,241 --> 00:08:54,075 Jæja þá. 184 00:08:54,867 --> 00:08:57,119 En ég vil læra allan dansinn. 185 00:08:57,203 --> 00:08:58,204 GÓÐU DISKARNIR 186 00:08:58,287 --> 00:08:59,664 Við vonuðum að Simone myndi gleyma öllu um bók Brents, 187 00:08:59,747 --> 00:09:00,790 en því miður... 188 00:09:00,873 --> 00:09:05,086 "Chip Driver kom á morðstaðinn á 1968 árgerðinni af Cadillac. 189 00:09:05,169 --> 00:09:08,047 'Hafðu hann nærri, ' urraði hann á bílastæðisþjóninn, Luis. 190 00:09:08,130 --> 00:09:09,924 'Auðvitað, señor, ' sagði Luis, 191 00:09:10,007 --> 00:09:13,886 sem í laumi dáðist meira að Chip en sínum eigin föður." 192 00:09:13,970 --> 00:09:18,015 "Chip leit á kynþokkafullar útlínur fórnarlambsins á gólfinu. 193 00:09:18,099 --> 00:09:19,767 'Þvílík sóun á línum, ' urraði hann. 194 00:09:19,850 --> 00:09:23,020 Hann leit á Rolex-úrið sitt, sem var ekta. 195 00:09:23,104 --> 00:09:26,732 Klukkan var næstum golf svo málið varð að bíða. 196 00:09:26,816 --> 00:09:29,569 Gott að hann hafði þegar leyst það. 197 00:09:29,652 --> 00:09:33,030 Morðinginn var Luis, bílastæðisþjónninn." 198 00:09:33,114 --> 00:09:36,033 Hann leysir morðgátuna á blaðsíðu tíu. Um hvað er restin af bókinni? 199 00:09:36,617 --> 00:09:37,868 Hvernig gengur, dömur? 200 00:09:38,828 --> 00:09:41,289 Bara að sökkva okkur ofan í frábært bókmenntaverk. 201 00:09:41,372 --> 00:09:44,083 Já, heyrið. 202 00:09:44,166 --> 00:09:49,505 Brent hefur kannski farið fullgeyst í sumu, 203 00:09:49,589 --> 00:09:51,632 en gætuð þið mögulega fyrirgefið honum? 204 00:09:52,258 --> 00:09:53,551 - Ætli það ekki. - Nei. 205 00:09:54,218 --> 00:09:55,094 Ekki? 206 00:09:55,177 --> 00:09:57,054 Því miður, nei, ég get það ekki. 207 00:09:57,138 --> 00:10:00,558 Þessi bók inniheldur hlutgervingu, kvenfyrirlitningu og kynþáttafordóma. 208 00:10:00,641 --> 00:10:02,852 Hví þarf enn að fást við svona skyrtu á Góða staðnum? 209 00:10:02,935 --> 00:10:05,146 Þegar fólk eins og hann eru fávísir fávitar, 210 00:10:05,229 --> 00:10:07,607 af hverju er fólk eins og við beðið um að fyrirgefa honum? 211 00:10:07,690 --> 00:10:09,859 Líka, og þetta er ekki eins mikilvægt, 212 00:10:09,942 --> 00:10:12,528 af hverju er hann í orrustuþotu á höfundarmyndinni sinni? 213 00:10:12,612 --> 00:10:15,740 Ég get svarað síðustu spurningunni, það er af því hann dýrkar Top Gun. 214 00:10:15,823 --> 00:10:18,451 Hvað hinar spurningarnar varðar 215 00:10:18,534 --> 00:10:21,621 mun ég hafa samband aftur eftir að ég hef ráðgast 216 00:10:21,704 --> 00:10:24,999 við nokkrar ódauðlegar verur, sem eru mjög vitrar. 217 00:10:29,712 --> 00:10:31,213 Bjóst ekki við að þú værir golfari. 218 00:10:31,297 --> 00:10:33,049 Ég kann að meta golf. 219 00:10:33,132 --> 00:10:34,675 Eins og Ben Hogan sagði eitt sinn: 220 00:10:34,759 --> 00:10:37,470 "Mikilvægasta höggið í golfi er það næsta." 221 00:10:37,553 --> 00:10:39,555 Það er yndisleg hugmynd. 222 00:10:39,639 --> 00:10:44,018 Ef maður gerir mistök fær maður tækifæri til að bæta fyrir þau. 223 00:10:44,101 --> 00:10:46,896 Já, eins og Jon Daly sagði eitt sinn við David Lee Roth 224 00:10:46,979 --> 00:10:50,149 á Chili's-mótinu í Orlando: 225 00:10:50,232 --> 00:10:52,443 "Sjúgðu þetta högg, aumingi!" 226 00:10:58,741 --> 00:11:01,285 Negldi það. Þessi fór beint en svo fór hún ofan í. 227 00:11:01,369 --> 00:11:04,455 Kannski ætti reyndur kylfingur eins og þú að spila 228 00:11:04,538 --> 00:11:06,874 án aðstoðarhamsins? 229 00:11:07,458 --> 00:11:10,503 - Spilum upp á gamla mátann. - Allt í lagi. Hví ekki? 230 00:11:14,006 --> 00:11:16,050 Frændinn! Þú hnerraðir, maður. 231 00:11:16,133 --> 00:11:18,761 Ég held ekki, því ég bókstaflega get það ekki. 232 00:11:18,844 --> 00:11:20,679 Einhver hnerraði. Fjárinn. 233 00:11:20,763 --> 00:11:23,057 Brent, vinur, enginn hnerraði. 234 00:11:23,140 --> 00:11:26,727 Þú slóst lélegt högg og það er allt í lagi. 235 00:11:26,811 --> 00:11:29,939 Það er ekki veikleikamerki að viðurkenna að hafa mistekist. 236 00:11:30,689 --> 00:11:32,191 Skiptir engu, ég klikkaði. 237 00:11:32,274 --> 00:11:37,613 Þarna. Finnum nú boltann þinn og reynum að gera betur í næsta höggi. 238 00:11:37,696 --> 00:11:39,657 Og veistu, ef þetta verður 239 00:11:39,740 --> 00:11:44,870 hluti af einhverju öðru seinna á lífsleiðinni, þá er það fínt. 240 00:11:45,704 --> 00:11:47,832 - Ha? - Ha? Ekkert. 241 00:11:47,915 --> 00:11:49,458 Ég verð að segja, Slæma Janet 242 00:11:49,542 --> 00:11:52,586 að mér fannst ég virkilega hafa stöðvað blæðinguna. 243 00:11:52,670 --> 00:11:54,922 Hélstu að þessi vitleysingur myndi snúast algjörlega 244 00:11:55,005 --> 00:11:56,882 út af einni ljúfri myndlíkingu? 245 00:11:56,966 --> 00:11:58,884 Hvað get ég sagt? Ég er bjartsýnismaður. 246 00:11:59,009 --> 00:12:02,555 En tveimur dögum seinna á viðburðinum hrundi þetta næstum samstundis. 247 00:12:02,638 --> 00:12:04,348 BRENT NORWALK - HÖFUNDUR HINNA VINSÆLU CHIP DRIVER-RÁÐGÁTUBÓKA 248 00:12:04,432 --> 00:12:06,267 Takk fyrir að segja engum frá Jason. 249 00:12:06,350 --> 00:12:09,728 Alveg síðan ég kom hefur Tahani hjálpað mér að átta mig á 250 00:12:09,812 --> 00:12:12,982 að slúður var óheilbrigð leið hjá mér til að auka sjálfstraustið. 251 00:12:13,065 --> 00:12:16,485 En aftur á móti, það þarf að segja frá þessu Jason-máli. 252 00:12:16,569 --> 00:12:18,237 Reyndu bara að muna hvað Immanuel Kant sagði: 253 00:12:18,320 --> 00:12:20,865 "Það er skylda þín að varðveita leyndarmál vinar þíns." 254 00:12:20,948 --> 00:12:23,617 En uppáhalds heimspekingurinn minn, Bethenny Frankel, myndi segja 255 00:12:23,701 --> 00:12:28,038 að ég hafi skyldu til að "nefna það allt"! Og "ef þú ræður ekki við sannleikann 256 00:12:28,122 --> 00:12:29,915 ræðurðu ekki við mig!" 257 00:12:29,999 --> 00:12:34,587 Aftur, ég grátbið þig, vinsamlega hlustaðu á Immanuel Kant og ekki Bethenny Frankel. 258 00:12:34,670 --> 00:12:37,047 Ég verð að slúðra um eitthvað. 259 00:12:37,131 --> 00:12:39,758 Hvað um nokkur atriði sem ég tók eftir í hverfinu? 260 00:12:39,842 --> 00:12:41,719 Viltu vita hver klæðist sömu asnalegu stuttbuxunum á hverjum degi? 261 00:12:41,802 --> 00:12:43,929 - Nei, ég vil það ekki. - Það er "Asnalegu Stuttbuxna Cathy". 262 00:12:44,680 --> 00:12:50,603 Simone? Ég hef velt fyrir mér þessum góðu spurningum sem þú spurðir mig. 263 00:12:50,686 --> 00:12:51,812 Afsakaðu töfina. 264 00:12:51,896 --> 00:12:57,485 Fornu bókrollurnar sem ég ráðgaðist við, það var erfitt... að rúlla þeim aftur upp. 265 00:12:58,486 --> 00:13:00,946 Ég hef hugsað um hvað þú ættir að segja við Brent 266 00:13:01,030 --> 00:13:02,823 þegar hann spyr þig álits á skáldsögunni hans. 267 00:13:02,907 --> 00:13:06,160 Ég líka. Ég er með frábæra hugmynd, ég ætla segja að hún sé ömurleg. 268 00:13:06,243 --> 00:13:10,331 Það er hárrétt hjá þér að Brent þurfi að þroskast, 269 00:13:10,414 --> 00:13:15,127 en það gæti verið til fínlegri leið til að láta það gerast. 270 00:13:15,711 --> 00:13:17,046 Hæ, þarna eru þær. 271 00:13:17,129 --> 00:13:19,256 Englar Charlies. 272 00:13:19,340 --> 00:13:21,175 Lukuð þið við að lesa bókina? Hvað fannst ykkur? 273 00:13:21,258 --> 00:13:25,054 Mjög athyglisvert orðaval. 274 00:13:25,137 --> 00:13:29,558 Ég hef án vafa aldrei séð orðið "buxna-tjald" notað svona oft. 275 00:13:29,642 --> 00:13:31,310 Já. Mér fannst bara á því augnabliki 276 00:13:31,393 --> 00:13:33,479 að það væri það sem landlæknir myndi segja. 277 00:13:33,562 --> 00:13:35,564 Hvað annað? Fáum fleiri "mæli". 278 00:13:36,565 --> 00:13:38,567 Meðmæli. Til að nota þegar þið kynnið mig. 279 00:13:39,276 --> 00:13:41,820 Bara að skrifa bók er meiriháttar afrek. 280 00:13:41,904 --> 00:13:44,114 Það eru orð að sönnu. Sagan er líka ótrúlega góð. 281 00:13:44,198 --> 00:13:47,910 Chip leysir ráðgátuna á blaðsíðu tíu. Besti rannsakandi sögunnar. 282 00:13:47,993 --> 00:13:49,453 Drífið ykkur bara upp 283 00:13:49,537 --> 00:13:51,872 og talið frá hjartanu um uppáhaldsbókina ykkar. 284 00:13:55,125 --> 00:13:56,710 Reyndar verð ég að segja 285 00:13:56,794 --> 00:14:00,339 að persónan Scarlett Pakistan er augljóslega byggð á Tahani 286 00:14:00,422 --> 00:14:02,132 og það er ekki beinlínis fallega gert. 287 00:14:02,716 --> 00:14:04,009 Ekki fallega gert? 288 00:14:04,760 --> 00:14:06,053 Ég sagði að þau væru risastór. 289 00:14:06,136 --> 00:14:08,556 - Allra bestu "mælin". - Já, sjáðu til, það er... 290 00:14:08,639 --> 00:14:11,183 Brent, manstu samtal okkar um að gera mistök 291 00:14:11,267 --> 00:14:14,144 og hvernig mikilvægasta höggið er það næsta? 292 00:14:14,228 --> 00:14:16,772 Bíddu aðeins. Eruð þið sammála henni? 293 00:14:17,398 --> 00:14:18,399 Ótrúlegt. 294 00:14:18,482 --> 00:14:20,818 Ég bað ekki um að réttsýna fólkið myndi öskra á mig. 295 00:14:20,901 --> 00:14:22,861 Ég ætlaði að gefa ykkur 10% afslátt af verði bókarinnar. 296 00:14:22,945 --> 00:14:25,573 En nú þurfið þið að borga 65 dali eins og allir aðrir. 297 00:14:25,656 --> 00:14:27,157 Það eru engir peningar hérna. 298 00:14:27,908 --> 00:14:29,118 Bókaviðburðinum er aflýst. 299 00:14:29,201 --> 00:14:30,953 Út af þessum illkvittnu konum. 300 00:14:32,079 --> 00:14:32,955 Ansans. 301 00:14:35,291 --> 00:14:37,877 Kannski ég geti sannfært Simone um að meðhöndla þetta á breska mátann, 302 00:14:37,960 --> 00:14:42,006 brosa hugrökk, bæla tilfinningarnar og leyfa stöðugum úða 303 00:14:42,089 --> 00:14:44,508 að skola depurðina hægt í burtu á 50 árum. 304 00:14:45,134 --> 00:14:49,013 F hafi það. Simone er ekki vandamálið. Það er Brent. 305 00:14:49,096 --> 00:14:51,098 Hann þarf að breytast 306 00:14:51,181 --> 00:14:53,851 og það gerir ekkert gagn að læðast í kringum hann. 307 00:14:53,934 --> 00:14:56,729 Við þurfum að láta hann hafa það óþvegið. 308 00:14:56,812 --> 00:15:01,400 Það er rétt hjá þér. Nóg komið. Hann bjó á jörðinni í næstum 60 ár. 309 00:15:01,483 --> 00:15:04,278 Þessi tilraun er meira en hálfnuð. 310 00:15:04,361 --> 00:15:06,363 Hann verður að bæta sig og við getum ekki beðið að eilífu. 311 00:15:06,447 --> 00:15:08,407 Janet, hvar er hann núna? 312 00:15:08,490 --> 00:15:09,950 Giskaðu út í loftið. 313 00:15:11,952 --> 00:15:13,579 Hæ, vinur. Hvað ertu að gera? 314 00:15:13,662 --> 00:15:16,123 - Sveifla og slá? - Reyni það. 315 00:15:16,206 --> 00:15:18,000 Það virðist bara ekki ganga í dag. 316 00:15:18,709 --> 00:15:20,878 Simone var mjög illskeytt við mig. 317 00:15:21,503 --> 00:15:23,172 Jafnvel með smá kynþáttafordóma. 318 00:15:23,255 --> 00:15:25,799 Heyrðu. List er huglæg. 319 00:15:26,967 --> 00:15:28,636 Það sem er mikilvægara... 320 00:15:29,637 --> 00:15:32,097 Ekki hægt að orða þetta öðruvísi, vinur, þú gerðir mistök. 321 00:15:32,181 --> 00:15:33,974 Athafnir þínar særðu fólk 322 00:15:34,058 --> 00:15:36,393 og þú þarft að taka ábyrgð á því. 323 00:15:37,519 --> 00:15:40,272 Þú þarft að koma til baka og biðjast afsökunar. 324 00:15:40,356 --> 00:15:43,651 Taka fyrsta skrefið til að bæta hverfið. 325 00:15:44,860 --> 00:15:46,695 Jæja þá. Ég skal vera meiri maður. 326 00:15:46,779 --> 00:15:48,072 Alveg eins og pabbi minn, 327 00:15:48,155 --> 00:15:50,491 þegar hann þurfti einn að kljást við þessar hóplögsóknir. 328 00:15:52,451 --> 00:15:54,203 Ég vildi bara að ég næði til mannsins. 329 00:15:54,286 --> 00:15:56,914 Ég velti fyrir mér hvort hann brygðist við kenningunni um samfélagssáttmála. 330 00:15:56,997 --> 00:15:58,374 Af hverju ertu að reyna að hjálpa honum? 331 00:15:58,457 --> 00:16:00,042 Hann veit ekki einu sinni af þér. 332 00:16:00,125 --> 00:16:01,710 Hann sér ekki annað fólk. 333 00:16:01,794 --> 00:16:05,965 Hann kallaði mig "gleraugnaglámsbleyðu sem líklega riðlast á bókum." 334 00:16:06,048 --> 00:16:08,300 En af hverju ekki að vera meiri maður og hefja sig upp fyrir það? 335 00:16:08,384 --> 00:16:09,927 Ég skal segja þér af hverju. Með því 336 00:16:10,010 --> 00:16:12,304 sendir maður skilaboð um að það sé í lagi að láta fara svona með sig 337 00:16:12,388 --> 00:16:14,682 og það er ekki í lagi að koma svona fram við fólk. 338 00:16:14,765 --> 00:16:17,685 Ekki Tahani. Ekki mig. Jafnvel ekki þig, Glámur. 339 00:16:18,686 --> 00:16:20,479 Öllsömul? Safnist saman. 340 00:16:21,146 --> 00:16:23,023 Brent ætlar að segja dálítið. 341 00:16:26,610 --> 00:16:27,444 Gott og vel. 342 00:16:28,112 --> 00:16:30,322 Varðandi viðurkennda skáldsögu mína, 343 00:16:30,906 --> 00:16:32,741 þykir mér mjög leitt 344 00:16:32,825 --> 00:16:35,661 ef þið móðguðust. Allt í lagi? 345 00:16:36,578 --> 00:16:37,538 Ekki afsökunarbeiðni. 346 00:16:37,621 --> 00:16:39,039 Jú, víst. 347 00:16:39,123 --> 00:16:40,332 Jæja þá. 348 00:16:41,333 --> 00:16:44,044 Mér þykir leitt ef það sem ég skrifaði, sem var í góðu lagi, 349 00:16:44,128 --> 00:16:46,422 lét ykkur á einhvern hátt finnast það ekki vera í lagi. 350 00:16:46,505 --> 00:16:48,048 En vitið þið hvað, það er ykkar mál. 351 00:16:48,132 --> 00:16:50,134 Brent, í ranga átt, vinur. 352 00:16:50,217 --> 00:16:53,679 Nei, annaðhvort biðstu afsökunar af alvöru eða hættir að sóa tíma okkar. 353 00:16:53,762 --> 00:16:56,640 Vitið þið hvað? Mér þykir þetta reyndar alls ekki leitt. Hvað um það? 354 00:16:56,724 --> 00:16:57,683 Vilduð þið heyra þetta? 355 00:16:57,766 --> 00:16:59,685 Augljóslega ekki. 356 00:16:59,768 --> 00:17:01,562 Eigum við ekki að taka okkur hlé? Fáum okkur snarl. 357 00:17:01,645 --> 00:17:04,732 Ekki fyrr en ég fæ þau "mæli" sem ég á skilið. 358 00:17:04,815 --> 00:17:07,109 Viltu "mæli"? Ég skal gefa þér "mæli". 359 00:17:07,192 --> 00:17:10,988 Ég hélt að ekki væri mögulegt að skrifa svona ömurlega bók eins og þína. 360 00:17:11,071 --> 00:17:13,657 Ég bókstaflega hélt að manneskjur gætu ekki verið 361 00:17:13,741 --> 00:17:16,827 svona miklir kynþáttahatarar og fordómafullar. 362 00:17:16,910 --> 00:17:20,622 Einnig, Chip Driver er annaðhvort einkaspæjari 363 00:17:20,706 --> 00:17:23,167 eða leikstjórnandi Chicago Bears 364 00:17:23,250 --> 00:17:25,461 eða "heimsins sterkasti forseti." 365 00:17:25,544 --> 00:17:26,712 Hann getur ekki verið allt þrennt. 366 00:17:29,715 --> 00:17:30,632 Obbossí. 367 00:17:31,216 --> 00:17:32,593 Þetta er til skammar. 368 00:17:33,093 --> 00:17:36,388 Ég áorkaði nokkru. Ég skrifaði skáldsögu. 369 00:17:36,472 --> 00:17:38,223 Og nú er ráðist á mig persónulega? 370 00:17:38,307 --> 00:17:39,475 Ég hef verið kallaður kynþáttahatari, kvenhatari. 371 00:17:39,558 --> 00:17:41,977 Ég hef ekkert slíkt í mér. 372 00:17:42,061 --> 00:17:44,063 Ég er Brent Norwalk og ég er góð manneskja. 373 00:17:44,146 --> 00:17:45,564 Ég er á Góða staðnum. Hafið þið heyrt um hann? 374 00:17:45,647 --> 00:17:47,649 Og ég er hér af því ég á það skilið. 375 00:17:47,733 --> 00:17:50,319 Ég er hér af því ég vann fyrir því með því að vera bestur. 376 00:17:50,402 --> 00:17:51,737 Þú ert fáránlegur. 377 00:17:51,820 --> 00:17:53,155 Já, og þú ert yfirlætisfullur melur. 378 00:17:54,114 --> 00:17:57,201 Vinsamlega ekki tala svona við hana. Hei, ég er með hugmynd. 379 00:17:57,284 --> 00:18:00,579 Ég skal kalla fram nokkur heimspekirit sem við getum notað... 380 00:18:00,662 --> 00:18:02,623 Nóg komið af þessum fjárans bókum, Glámur. 381 00:18:02,706 --> 00:18:03,791 Já, einmitt. Þú veist það líklega ekki, 382 00:18:03,874 --> 00:18:05,000 en persónan er byggð á þér. 383 00:18:05,084 --> 00:18:06,835 Nei, ég vissi það, maður. 384 00:18:06,919 --> 00:18:09,046 - Varaðu þig! - Það er aftur ráðist á mig. 385 00:18:09,129 --> 00:18:10,672 - Fyrirgefðu, þetta var óvart. - Frændinn hafi þig. 386 00:18:16,845 --> 00:18:18,430 Ég er að spá í beyglubita... 387 00:18:19,223 --> 00:18:20,808 sem snarl? 388 00:18:23,102 --> 00:18:25,938 Miðaldra bandarísk brothætt karlmennska. 389 00:18:26,021 --> 00:18:27,815 Veistu hví þau eru kölluð eftirstríðsárabörn? 390 00:18:27,898 --> 00:18:31,151 Eftir smá stríð við egóið... 391 00:18:31,235 --> 00:18:33,028 þá breytast þau í börn. 392 00:18:33,112 --> 00:18:35,405 Þarna var komið nóg. Við vorum í frændans málum. 393 00:18:35,989 --> 00:18:38,242 Sex mánaða erfiðisvinna 394 00:18:38,325 --> 00:18:43,705 í að reyna að hjálpa fjórum manneskjum að ráða við sínar verstu hvatir og tengjast. 395 00:18:43,789 --> 00:18:46,875 Og bara allt í einu, allt farið. 396 00:18:46,959 --> 00:18:49,336 Ég sagði þér það, maður. Manneskjur eru ömurlegar. 397 00:18:51,171 --> 00:18:55,592 Það er einn kafli enn í sögunni. 398 00:19:00,180 --> 00:19:02,307 Þetta var slæmur dagur. 399 00:19:03,183 --> 00:19:06,145 Mjög slæmur dagur. Öruggt að allir misstu fullt af stigum. 400 00:19:08,438 --> 00:19:10,274 Og ég er ekki með lausn. 401 00:19:12,734 --> 00:19:16,738 Gott og vel. Endurstillum okkur. 402 00:19:16,822 --> 00:19:18,782 Ég geri eitthvað smá vafasamt 403 00:19:18,866 --> 00:19:22,494 og læt John taka litla, góða ákvörðun um að hjálpa. 404 00:19:22,578 --> 00:19:25,455 Ég gæti sagt honum að ég ætli að fá mér strípur 405 00:19:25,539 --> 00:19:26,665 og látið hann tala mig ofan af því. 406 00:19:26,748 --> 00:19:28,500 Hvað er að því að fá strípur? 407 00:19:28,584 --> 00:19:31,795 Eleanor. Góða. Vikan hefur verið nógu erfið. 408 00:19:33,130 --> 00:19:37,342 Ég gæti kveikt í kuflinum mínum og reynt að fá Brent til að slökkva. 409 00:19:37,426 --> 00:19:40,637 Ég veit að þú stingur bara upp á þessu því þú hefur ítrekað sagt 410 00:19:40,721 --> 00:19:42,764 að þú myndir líta vel út í logandi munkakufli, 411 00:19:42,848 --> 00:19:44,308 en þetta er ekki slæm hugmynd. 412 00:19:45,184 --> 00:19:47,936 Neyða hann til að hjálpa einhverjum án þess að hugsa um það. 413 00:19:48,020 --> 00:19:50,147 Síðan bið ég kannski Chidi að leiða kennslustund um samhygð. 414 00:19:50,230 --> 00:19:52,316 Já! Skrifum þetta niður. 415 00:19:52,399 --> 00:19:53,734 Við eigum nægan tíma eftir. 416 00:19:53,817 --> 00:19:55,110 Við getum komist aftur á rétta braut. 417 00:19:55,903 --> 00:19:57,696 Þetta var fyrir klukkutíma síðan. 418 00:19:57,779 --> 00:20:02,117 Rétt áður en ég kom hingað að hitta þig í síðasta skiptið. 419 00:20:02,201 --> 00:20:06,663 Mánuðum saman höfum við rökrætt um hvort fólk er gott eða slæmt. 420 00:20:06,747 --> 00:20:08,498 En þegar ég horfði á þau þrjú 421 00:20:08,582 --> 00:20:10,918 rétta sig við og hrista af sér, 422 00:20:11,001 --> 00:20:13,712 áttaði ég mig á að við höfum spurt rangrar spurningar. 423 00:20:13,795 --> 00:20:16,840 Það sem skiptir máli er ekki hvort fólk er gott eða slæmt. 424 00:20:16,924 --> 00:20:22,930 Það sem skiptir máli er hvort það reynir að vera betra í dag en í gær. 425 00:20:23,513 --> 00:20:25,265 Þú spyrð hvaðan von mín kemur. 426 00:20:25,849 --> 00:20:27,184 Þetta er svarið. 427 00:20:30,187 --> 00:20:31,146 Hvað ertu að gera? 428 00:20:31,230 --> 00:20:32,481 Senda þig heim. 429 00:20:32,564 --> 00:20:35,525 Ég er ekki að marmara þig, Janet. Ég er að sleppa þér. 430 00:20:35,609 --> 00:20:38,028 Ég hef reynt að fá þig á okkar band. 431 00:20:38,111 --> 00:20:42,157 Það hefur ekki gengið, svo það virðist grimmúðlegt að halda þér. 432 00:20:42,241 --> 00:20:45,410 Að leyfa þér að fara heim er ákvörðun mín 433 00:20:45,494 --> 00:20:49,998 um að vera aðeins betri í dag en ég var í gær. 434 00:20:51,833 --> 00:20:53,126 Hérna er síminn þinn... 435 00:20:54,169 --> 00:20:56,505 og kveðjugjöf. 436 00:20:57,089 --> 00:20:58,465 Sætt. Er þetta bók Brents? 437 00:20:58,548 --> 00:21:02,219 Nei. Ég var ekki með pening á mér svo ég gat ekki fengið eintak handa þér. 438 00:21:02,803 --> 00:21:04,179 Þetta er stefnuyfirlýsing, 439 00:21:04,263 --> 00:21:06,848 með lýsingu í smáatriðum á öllu því sem hefur gerst hjá fólkinu. 440 00:21:06,932 --> 00:21:11,353 Janet og ég skrifuðum hana fyrir nokkru. Hún hefur uppfært hana jafnóðum. 441 00:21:11,436 --> 00:21:14,022 - Ég vona að þú lesir hana. - Frábærlega hugsað. 442 00:21:14,106 --> 00:21:17,526 Fólk sem fær bækur að gjöf les þær alltaf. 443 00:21:18,026 --> 00:21:19,945 Bless! 444 00:21:27,703 --> 00:21:29,705 Þýðandi: Haraldur Ingólfsson