1
00:00:06,006 --> 00:00:08,925
ÞÁTTARÖÐ ÚR SMIÐJU NETFLIX
2
00:00:16,850 --> 00:00:19,227
Jæja, þetta var bara...
þetta var óþægilegt.
3
00:00:20,311 --> 00:00:21,187
Hvað er að frétta?
4
00:00:21,271 --> 00:00:22,605
"Hvað er að frétta?"
5
00:00:23,189 --> 00:00:25,984
Segðu okkur hvað gerðist.
Unnum við? Töpuðum við?
6
00:00:26,067 --> 00:00:27,527
Hefur mannkyninu verið bjargað?
7
00:00:27,610 --> 00:00:30,196
Og fannstu Nintendo-tölvuna mína?
Ég finn hana hve...
8
00:00:30,697 --> 00:00:32,198
Skiptir engu. Ég held á henni.
9
00:00:32,282 --> 00:00:34,617
Því miður. Ég get ekki opinberað
niðurstöður tilraunarinnar
10
00:00:34,701 --> 00:00:35,910
fyrr en á skrifstofu dómarans.
11
00:00:35,994 --> 00:00:36,995
Hvar eru þau öll?
12
00:00:37,078 --> 00:00:39,122
Hvar er Simone, og John, og Brent,
13
00:00:39,205 --> 00:00:41,583
mér er reyndar sama um þau. Hvar er Chidi?
14
00:00:41,666 --> 00:00:42,834
Hann er á salerninu.
15
00:00:43,585 --> 00:00:45,420
Fyrirgefðu, það eru ekki
nægar upplýsingar.
16
00:00:45,503 --> 00:00:47,589
Viðfangsefni tilraunarinnar eru frosin
17
00:00:47,672 --> 00:00:51,843
svo ég setti þau inn á baðherbergi
og setti Chidi á salernið.
18
00:00:51,926 --> 00:00:53,178
Besta sætið.
19
00:00:53,261 --> 00:00:54,179
Vekjum hann.
20
00:00:54,262 --> 00:00:57,348
Svo ég nái endurfundum
við manninn sem ég elska.
21
00:00:57,432 --> 00:00:59,142
Smella, smella, laga minni?
22
00:00:59,225 --> 00:01:02,228
Dómarinn segir að ekki megi þíða
neitt þeirra fyrr en hún hefur dæmt.
23
00:01:03,605 --> 00:01:06,649
Manneskjurnar verða að vera hérna.
Þið megið ekki sjá tölurnar.
24
00:01:06,733 --> 00:01:10,445
Bíddu. Ég lagði hart að mér
við að reka hverfið í heilt ár
25
00:01:10,528 --> 00:01:12,864
og má ekki einu sinni heyra
hvernig mér gekk?
26
00:01:12,947 --> 00:01:14,157
Rétt.
27
00:01:14,240 --> 00:01:15,492
Og hér er flaska af tekíla.
28
00:01:15,575 --> 00:01:17,911
Láttu okkur vita hvernig fer.
29
00:01:22,957 --> 00:01:24,542
47. KAFLI
30
00:01:25,418 --> 00:01:28,671
Óháð því hvernig dómarinn dæmir
er þetta eins og kveðjustund.
31
00:01:28,755 --> 00:01:31,883
Jafnvel þótt okkur hafi tekist það
er ekkert gefið að við verðum saman.
32
00:01:31,966 --> 00:01:35,929
Hún gæti smellt fingrum og sent okkur
beint inn í mismunandi víddir.
33
00:01:36,846 --> 00:01:38,723
Hvernig var þetta? Hressti ég ykkur við?
34
00:01:38,807 --> 00:01:42,602
Munum við deyja aftur?
Við höfum dáið svo oft.
35
00:01:42,685 --> 00:01:47,857
Við höfum líklega fengið um 15 útfarir.
Þetta er að verða pirrandi.
36
00:01:47,941 --> 00:01:51,694
Ef það myndi hressa ykkur get ég
sagt ykkur hvað gerðist í þeim upphaflegu.
37
00:01:51,778 --> 00:01:54,614
Hjá Tahani talaði Moby fyrstur.
Hann hélt því fram að...
38
00:01:54,697 --> 00:01:57,367
Viltu hætta. Ég vil ekki heyra það.
39
00:01:57,450 --> 00:01:58,451
Hvað um mína?
40
00:01:58,535 --> 00:02:00,787
Vinir þínir sögðu ekkert um þig
41
00:02:00,870 --> 00:02:03,581
heldur notuðu veggjakrot á Rauða humarnum.
42
00:02:03,665 --> 00:02:06,126
Já, í Jacksonville er það
fyrsta stig sorgar.
43
00:02:06,209 --> 00:02:09,546
Í Arisóna getur maður annaðhvort
fengið venjulega útför
44
00:02:09,629 --> 00:02:12,340
eða látið fara með líkið á skotsvæði
45
00:02:12,423 --> 00:02:14,759
og maður fær 200 dala skattaafslátt.
46
00:02:14,843 --> 00:02:18,638
Bíddu. Svona leiðum við hugann
frá úrskurði dómarans.
47
00:02:18,721 --> 00:02:22,767
Höldum hina endanlegu útför.
48
00:02:22,851 --> 00:02:23,810
Æðislegt!
49
00:02:23,893 --> 00:02:25,395
Og þið vitið hvað sagt er í Flórída:
50
00:02:25,478 --> 00:02:28,857
"Ef þér líkar ekki þessi útför,
bíddu þá í augnablik."
51
00:02:32,986 --> 00:02:35,363
Skrifstofa dómarans?
Ég þoli ekki þennan stað.
52
00:02:35,446 --> 00:02:39,284
Hvaða aðgangsorð er á þráðlausa netið?
Það er ekkert samband.
53
00:02:40,702 --> 00:02:41,578
Shawn.
54
00:02:42,620 --> 00:02:44,998
- Michael.
- Skoppar af mér og festist á þig.
55
00:02:45,748 --> 00:02:46,958
Bíddu, nei, ég klúðraði þessu.
56
00:02:47,041 --> 00:02:51,796
Segðu fyrst eitthvað illkvittið við mig,
mjög grimmilegt, eitthvað sem fer með mig.
57
00:02:51,880 --> 00:02:53,715
Þú verður algjörlega að lími.
58
00:02:54,299 --> 00:02:55,550
Það er þá komið að þessu.
59
00:02:56,384 --> 00:03:00,471
Loksins er komið að lokum þinnar
aumu tilraunar til að sanna að mannfólkið
60
00:03:00,555 --> 00:03:03,933
sé meira en bara
hreyfanlegar skítaverksmiðjur.
61
00:03:04,017 --> 00:03:09,022
Og þér mun mistakast, aftur,
því það er það sem þú gerir.
62
00:03:09,105 --> 00:03:11,024
Þú kafnar á þessu, Michael.
63
00:03:11,107 --> 00:03:13,192
Þú munt kafna á því í síðasta skiptið.
64
00:03:14,068 --> 00:03:16,154
Fyrir utan eilífðina
sem þú munt verja á Slæma staðnum,
65
00:03:16,237 --> 00:03:19,407
þar sem ég mun kæfa þig,
ég sé um kæfinguna.
66
00:03:20,950 --> 00:03:22,118
Jæja, þú ert lím.
67
00:03:25,121 --> 00:03:26,289
- Fallegt!
- Sjáið þennan stað!
68
00:03:26,372 --> 00:03:28,166
- Meiriháttar!
- Gólfið!
69
00:03:28,249 --> 00:03:30,168
Halló, Góða staðar nefnd.
Takk fyrir að koma.
70
00:03:30,251 --> 00:03:31,669
Nei, þakka þér, Michael.
71
00:03:31,753 --> 00:03:33,338
Þú vannst mikið þrekvirki,
72
00:03:33,421 --> 00:03:35,924
mögulega best unna verk
sem unnið hefur verið.
73
00:03:36,007 --> 00:03:37,800
En þið vitið ekki hvernig okkur gekk.
74
00:03:37,884 --> 00:03:41,721
Við vitum kannski ekki hvernig ykkur gekk,
en vitum að þið stóðuð ykkur vel.
75
00:03:41,804 --> 00:03:44,265
Og Shawn, áður en við komumst að því
hvað gerðist
76
00:03:44,349 --> 00:03:46,559
viljum við að þú vitir að við viljum
gefa eftir forskot okkar,
77
00:03:46,643 --> 00:03:48,686
miðla málum og mæta þér á miðri leið.
78
00:03:48,770 --> 00:03:50,313
Ég mætti mömmu þinni á miðri leið
í gærkvöld.
79
00:03:51,022 --> 00:03:51,856
Svo litríkur!
80
00:03:53,316 --> 00:03:57,237
Við erum hér til að fagna
eftirlífi Tahani Al-Jamil,
81
00:03:57,320 --> 00:03:59,697
á staðnum þar sem henni leið best,
82
00:03:59,781 --> 00:04:03,576
í farþegarými
Gulfstream G650 einkaþotunnar.
83
00:04:03,660 --> 00:04:05,745
Tahani var virkilega góðhjörtuð
84
00:04:05,828 --> 00:04:09,374
og hún átti skilið að fólk
væri betra við hana en það var.
85
00:04:10,250 --> 00:04:14,087
Það eina dapurlega var að hún komst aldrei
yfir málgallann sinn.
86
00:04:14,837 --> 00:04:18,049
Tahani fór svo mikið fram
í gegnum mörg líf hennar,
87
00:04:18,132 --> 00:04:20,468
en hún hjálpaði mér líka að bæta mig.
88
00:04:20,551 --> 00:04:24,973
Hún kenndi mér heilmikið, eins og að
"brjóstahaldarar ættu ekki að meiða,"
89
00:04:25,056 --> 00:04:28,017
og að "maður kaupir ekki brjóstahaldara
í Home Depot,"
90
00:04:28,101 --> 00:04:31,145
og að "Home Depot selur ekki
brjóstahaldara. Í hverju ertu eiginlega?"
91
00:04:31,896 --> 00:04:35,692
Þetta var bakstuðningur fyrir karlmenn,
virkaði til bráðabirgða.
92
00:04:36,776 --> 00:04:40,655
Hún var besta vinkona sem ég hef átt
og ég elskaði hana.
93
00:04:41,698 --> 00:04:44,450
Kærar þakkir. Þetta var yndislegt.
94
00:04:45,034 --> 00:04:46,452
Ég vildi óska að Chidi væri hérna.
95
00:04:46,995 --> 00:04:49,414
Fúlt að hann sé of dáinn
fyrir þessar himnaríkisútfarir.
96
00:04:50,415 --> 00:04:52,917
Getur einhver tekið í handlegg hans?
Ég á fullt í fangi með rassinn.
97
00:04:53,793 --> 00:04:55,336
Hvernig varð hann svona massaður?
98
00:04:55,420 --> 00:04:59,048
Þegar hann var 14 ára sagði einhver honum
að hreyfing drægi úr kvíða.
99
00:04:59,132 --> 00:05:01,801
Hann fór að gera armbeygjur
og hætti því aldrei.
100
00:05:03,386 --> 00:05:06,723
Gott og vel, öll,
við skulum ljúka þessu af.
101
00:05:06,806 --> 00:05:11,060
Þetta er mikilvægasta mál
sem hefur komið til minna kasta
102
00:05:11,144 --> 00:05:14,480
og niðurstaðan mun hafa þýðingu
til eilífðar.
103
00:05:14,564 --> 00:05:17,608
Áður en við byrjum
þurfið þið öll að undirrita þetta.
104
00:05:20,194 --> 00:05:23,573
"Undirskriftalisti til að fá
Ally McBeal aftur"?
105
00:05:23,656 --> 00:05:26,284
Já, það er verið að endurræsa allt annað.
106
00:05:26,367 --> 00:05:28,661
Fá eina unga flotta í þáttinn,
til dæmis Zendaya-týpu?
107
00:05:28,745 --> 00:05:30,121
Er það Zenday-ah eða Zend-iyah?
108
00:05:30,204 --> 00:05:32,582
Zenday-ah. Eða, ég...
109
00:05:32,665 --> 00:05:35,626
Hver myndi ekki horfa á það?
Ekki satt? Einhver?
110
00:05:35,710 --> 00:05:36,878
Jæja þá.
111
00:05:38,588 --> 00:05:39,547
Í gang með þetta, Matt.
112
00:05:40,131 --> 00:05:42,925
Stundin sem við höfum öll beðið eftir.
113
00:05:43,009 --> 00:05:46,471
Niðurstöður tilraunar sem ákveða
framtíð alls mannkyns.
114
00:05:47,055 --> 00:05:47,930
Hér koma þær.
115
00:05:48,014 --> 00:05:49,974
Eftir 30, 29...
116
00:05:51,100 --> 00:05:54,312
...tvær, eina, voilà!
117
00:05:54,395 --> 00:05:55,813
HVER BÆTTI SIG?
118
00:05:55,897 --> 00:05:57,023
Hélt að þetta yrði skemmtilegt.
119
00:05:57,106 --> 00:05:59,025
Ég var mjög lengi einn þarna.
120
00:06:00,234 --> 00:06:01,194
Búmm!
121
00:06:02,111 --> 00:06:05,281
Simone bætti sig um 12% frá jarðlífinu!
122
00:06:05,364 --> 00:06:07,992
Búmm! Chidi bætti sig um 26%.
123
00:06:08,076 --> 00:06:10,495
Búmm! John bætti sig um 44%.
124
00:06:14,582 --> 00:06:15,416
Fjárinn.
125
00:06:16,375 --> 00:06:18,795
Ég hefði ekki átt að nota
þetta "búmm" svona mikið.
126
00:06:20,671 --> 00:06:22,048
Útför!
127
00:06:23,633 --> 00:06:28,054
Jason, ég tek áhættuna á að fá svar
sem gæti gert mig niðurdregna,
128
00:06:28,137 --> 00:06:29,472
en hvað varð til þess
að þú valdir þetta umhverfi?
129
00:06:29,555 --> 00:06:32,809
Það er hefð í Jacksonville að útförin sé
þar sem maður fæddist.
130
00:06:33,643 --> 00:06:37,063
Ég fæddist í djúpu lauginni, rétt eftir
að mamma lét sig vaða út í.
131
00:06:37,146 --> 00:06:38,815
Ég vissi hver áhættan var.
132
00:06:38,898 --> 00:06:40,274
Þú talar aldrei um mömmu þína.
133
00:06:40,358 --> 00:06:42,151
Hún dó þegar ég var ungur.
134
00:06:42,693 --> 00:06:44,654
Ég missti hana í Stóra K.
135
00:06:45,822 --> 00:06:48,449
Við kölluðum krókódílinn
sem bjó hjá húsinu okkar það.
136
00:06:49,951 --> 00:06:52,745
Ég er bara að fíflast, það var krabbamein.
137
00:06:52,829 --> 00:06:54,455
Sjáið mig standa á höndum.
138
00:06:57,750 --> 00:07:00,128
Jason Mendoza lifði ekki auðveldu lífi.
139
00:07:00,211 --> 00:07:04,590
Hann sagði mér að það sem hann
komst næst því að fá piñötu á afmælinu
140
00:07:04,674 --> 00:07:07,468
var þegar mávur át of marga smokka
á ströndinni og sprakk.
141
00:07:07,552 --> 00:07:11,848
En þrátt fyrir allt var hann
bjartsýnasta manneskja sem ég hef hitt.
142
00:07:11,931 --> 00:07:14,934
Jason var fyrsta manneskjan
til að spyrja mig um tilfinningar mínar.
143
00:07:15,017 --> 00:07:17,812
Ég hafði ekki haft neinar,
en hann lét mig langa til þess.
144
00:07:18,396 --> 00:07:21,858
Ég sá eitthvað sérstakt innra með honum
sem aðrir sáu ekki.
145
00:07:22,358 --> 00:07:26,154
Það var marglit bóla af jákvæðni
rétt aftan við bringubeinið.
146
00:07:26,237 --> 00:07:27,530
Það er minn Jason,
147
00:07:27,613 --> 00:07:32,618
stór litrík regnbogabóla, inni í flottri
hasarfígúru í fullri stærð.
148
00:07:32,702 --> 00:07:36,914
Það var líka fínt
að eiga sannan skíthælsfélaga
149
00:07:36,998 --> 00:07:39,500
svo ég gæti talað um
það sem skipti máli í lífinu:
150
00:07:39,584 --> 00:07:42,962
Glímu, næstum-lögleg vímuefni
og Jason Statham.
151
00:07:43,045 --> 00:07:44,505
Statham að eilífu!
152
00:07:44,589 --> 00:07:45,506
Sannarlega.
153
00:07:46,340 --> 00:07:47,216
Statham að eilífu.
154
00:07:47,800 --> 00:07:48,634
Amen.
155
00:07:48,718 --> 00:07:49,635
Amen.
156
00:07:50,386 --> 00:07:52,180
Einbeitum okkur að stóra samhenginu.
157
00:07:52,263 --> 00:07:56,767
Frjáls frá flækjum jarðlífsins
og óviljandi afleiðingum
158
00:07:56,851 --> 00:07:58,895
bættu hin þrjú sig mikið.
159
00:07:58,978 --> 00:08:01,772
Chidi varð 38% sjálfsöruggari.
160
00:08:01,856 --> 00:08:05,860
Simone varð 43% sveigjanlegri
í dómum sínum um fólk
161
00:08:05,943 --> 00:08:08,613
og John kallaði ekki eina manneskju
K-orðinu.
162
00:08:08,696 --> 00:08:11,532
En hann öskraði K-orðið að sjálfum sér
163
00:08:11,616 --> 00:08:15,244
sem og hópi af íkornum
og stól sem hann datt um.
164
00:08:15,328 --> 00:08:18,414
Af hverju erum við enn að ræða þetta?
Brent versnaði.
165
00:08:18,498 --> 00:08:20,750
Ef fólk getur ekki verið gott
þegar ýtrustu þörfum er mætt
166
00:08:20,833 --> 00:08:22,460
er það kannski ekkert svo gott.
167
00:08:22,543 --> 00:08:25,421
Það er rétt.
Gögnin þurftu að vera afgerandi.
168
00:08:25,505 --> 00:08:28,007
Ég get ekki bara snúið
öllu eftirlífinu á hvolf
169
00:08:28,090 --> 00:08:30,551
af því að þrjár manneskjur
bættu sig aðeins.
170
00:08:30,635 --> 00:08:34,096
En ekki gleyma, það er mikið af gögnum
sem sýna að Eleanor, Jason og Tahani
171
00:08:34,180 --> 00:08:38,059
bættu sig í upphaflegu tilrauninni
svo það eru sex manns.
172
00:08:38,142 --> 00:08:39,936
Það er fjöldi vinanna í Friends.
173
00:08:40,019 --> 00:08:43,397
Ætlarðu að sitja þarna og segja
að hver einasti vinur eigi stað í helvíti?
174
00:08:43,481 --> 00:08:48,027
Kannski Ross og Rachel...
og Monica og Joey...
175
00:08:48,110 --> 00:08:49,654
og vafalaust Chandler...
176
00:08:51,072 --> 00:08:52,198
en Phoebe?
177
00:08:52,281 --> 00:08:54,408
Viðurkenndu það, Michael, þú tapaðir.
178
00:08:54,492 --> 00:08:58,079
Allt sem þú hefur gert, þessi tilraun,
upphaflega hverfið,
179
00:08:58,162 --> 00:09:00,873
senda kakkalakkafélaga þína
aftur til jarðar, allt til einskis.
180
00:09:01,457 --> 00:09:03,000
Búmm! Þú ert lím.
181
00:09:03,960 --> 00:09:07,046
Það er reyndar áhugaverður punktur, Shawn.
182
00:09:07,129 --> 00:09:08,214
Einmitt. Hvað?
183
00:09:08,297 --> 00:09:11,717
Matt, náðu í skrár um fjórar manneskjur
sem eru enn lifandi á jörðinni.
184
00:09:11,801 --> 00:09:15,513
Kamilah Al-Jamil, Donna Shellstrop
og stjúpdóttir hennar, Patricia,
185
00:09:15,596 --> 00:09:17,932
og Steven Peleaz, öðru nafni Pillboi.
186
00:09:18,015 --> 00:09:19,183
Þau voru ekki hluti af tilrauninni.
187
00:09:19,267 --> 00:09:21,143
Ef hann fær að bæta inn góðu fólki
af handahófi
188
00:09:21,227 --> 00:09:22,812
ætti ég að fá að bæta inn slæmu fólki
af handahófi.
189
00:09:22,895 --> 00:09:26,774
Kallaðu fram Elizabeth Holmes.
Nei, Henry Kissinger! Nei...
190
00:09:27,692 --> 00:09:28,526
PewDiePie.
191
00:09:29,235 --> 00:09:31,571
Herra dómari, fólkið sem ég vil skoða
er ekki valið af handahófi.
192
00:09:31,654 --> 00:09:34,615
Þetta eru fjórar manneskjur
sem "kakkalakkarnir" hjálpuðu á jörðinni.
193
00:09:34,699 --> 00:09:36,993
Engir töfrar, bara góðmennska.
194
00:09:37,076 --> 00:09:41,247
Ég er viss um að stuðningur þeirra
hafi gert þetta fólk betra.
195
00:09:41,330 --> 00:09:46,377
Og ef ég hef rangt fyrir mér
skal ég fyrstur segja... "Við erum lím."
196
00:09:46,460 --> 00:09:48,879
Ég held að ekkert ykkar
sé að nota þetta rétt.
197
00:09:48,963 --> 00:09:50,131
En gott og vel, við skulum skoða.
198
00:09:51,924 --> 00:09:53,009
Sjáðu! Þarna.
199
00:09:53,092 --> 00:09:57,013
Eftir að við skiptum okkur af helgaði
Pillboi sig að því að aðstoða eldra fólk.
200
00:09:57,096 --> 00:10:00,182
Kamilah stofnaði skólastyrk í nafni Tahani
201
00:10:00,266 --> 00:10:02,935
sem kom 213 konum í framhaldsskóla.
202
00:10:03,019 --> 00:10:06,272
Donna fór að vinna heimalærdóminn
með Patriciu á hverju kvöldi
203
00:10:06,355 --> 00:10:11,027
og litla stelpan endaði reyndar
á því að kenna Donnu margföldun.
204
00:10:12,320 --> 00:10:17,575
Málið er að fólk bætir sig
þegar það fær ást og stuðning.
205
00:10:18,951 --> 00:10:21,162
Hvernig getum við refsað þeim
fái þau engan stuðning?
206
00:10:21,245 --> 00:10:26,125
Má ég minna á að Brent versnaði á hverri
sekúndu, hvert augnablik, hvern dag.
207
00:10:27,043 --> 00:10:28,502
Þar til rétt í lokin.
208
00:10:28,586 --> 00:10:31,339
Þegar tíu sekúndur voru eftir
tók hann á sig rögg.
209
00:10:31,922 --> 00:10:35,217
Þetta er málið, dómari.
Þetta er öll sagan.
210
00:10:36,302 --> 00:10:39,597
Ekkert okkar er yfir endurhæfingu hafið.
211
00:10:39,680 --> 00:10:43,434
Brent eyddi heilu ári
sem algjör drullusokkur
212
00:10:43,517 --> 00:10:45,061
og samanlögð stig sýna það.
213
00:10:45,144 --> 00:10:51,400
En það sem þessi tala segir ekki...
er hver hann hefði getað orðið á morgun.
214
00:10:55,154 --> 00:10:56,447
Ég úrskurða bráðlega.
215
00:10:57,740 --> 00:10:59,784
Janet, hvert vilt þú fara í þína útför?
216
00:10:59,867 --> 00:11:01,077
Dave & Buster's, líklega?
217
00:11:01,160 --> 00:11:02,787
Þú vilt líklega fara á Dave & Buster's.
218
00:11:02,870 --> 00:11:05,748
Ég held að ég hafi heyrt hana segja
"Dave & Buster's" svo við förum þangað.
219
00:11:05,831 --> 00:11:06,999
Við getum fundið út úr því seinna.
220
00:11:08,042 --> 00:11:12,505
Fínt að þið viljið heiðra mig,
en þið hafið nú þegar gefið mér svo mikið.
221
00:11:12,588 --> 00:11:15,966
Tahani kenndi mér
að maður getur eignast fjölskyldu,
222
00:11:16,050 --> 00:11:17,510
jafnvel þótt maður hafi aldrei átt neina.
223
00:11:18,719 --> 00:11:21,430
Jason kenndi mér að ég er einhvers virði
umfram það sem ég geri fyrir aðra.
224
00:11:22,306 --> 00:11:25,935
Og Eleanor, sá tími kom á jörðinni
þegar allt var vonlaust
225
00:11:26,018 --> 00:11:27,937
og ég sá þig samt hafa von.
226
00:11:28,521 --> 00:11:32,233
Bara að hugsa um það lætur mig
langa til að æla upp fallegu dulstirni.
227
00:11:32,316 --> 00:11:34,110
Vel mælt, Janet.
228
00:11:34,193 --> 00:11:36,529
Þá er komið að þér, Eleanor.
229
00:11:36,612 --> 00:11:39,907
Mín er auðveld.
Við þurfum ekki að fara neitt.
230
00:11:39,990 --> 00:11:40,825
STEINDAUÐ
231
00:11:40,908 --> 00:11:44,370
Ég stend hér frammi fyrir ykkur
í æfingabuxum í fyrsta skipti,
232
00:11:44,453 --> 00:11:49,500
til að fagna Eleanor Shellstrop á stað
sem hún varði miklum hluta ævinnar,
233
00:11:49,583 --> 00:11:52,253
á bar í húsi sem henni var ekki boðið í.
234
00:11:52,837 --> 00:11:54,463
Eleanor var full af óvæntum uppákomum.
235
00:11:54,547 --> 00:11:57,550
Ég vissi aldrei hvort hún myndi
gera vægðarlaust grín að mér
236
00:11:57,633 --> 00:12:02,930
eða hlutgera mig algjörlega á þann veg
að það var skjallandi, en samt vesen.
237
00:12:03,931 --> 00:12:07,101
En hvort sem hún skjallaði mig
eða gagnrýndi...
238
00:12:09,270 --> 00:12:13,774
þá fannst mér ég aldrei eins berskjölduð
og þegar hún sá mig.
239
00:12:14,567 --> 00:12:18,904
Eleanor, ég veit að þér líkar það ekki
þegar fólk verður tilfinningasamt við þig
240
00:12:18,988 --> 00:12:21,198
svo ég beindi allri minni ást á þér
í þetta lag.
241
00:12:30,958 --> 00:12:32,543
Þá fara froðubyssurnar í gang...
242
00:12:33,210 --> 00:12:36,630
Springa út á við! Og svo aftur að laginu.
243
00:12:38,382 --> 00:12:41,343
- Allt í lagi, þetta er nóg. Takk.
- Já.
244
00:12:42,219 --> 00:12:43,387
Hver er eftir?
245
00:12:45,681 --> 00:12:49,810
Við erum hér til að fagna eftirlífi
Chidis Anagonye.
246
00:12:49,894 --> 00:12:52,188
Eleanor, vilt þú segja nokkur orð?
247
00:12:56,609 --> 00:13:02,156
Chidi var villtur-trylltur,
illa stilltur villigöltur.
248
00:13:02,865 --> 00:13:07,119
Fyrirgefið, ég veit ekki af hverju
ég tók þetta eins og Yosemite Sam.
249
00:13:08,537 --> 00:13:11,499
Já, ég held að ég geti þetta ekki.
250
00:13:11,582 --> 00:13:15,628
Ég get ekki dregið saman tilfinningarnar
til Chidis svo ég segi pass.
251
00:13:18,380 --> 00:13:21,717
Dómarinn er að fara að úrskurða.
Hún vill að við verðum viðstödd.
252
00:13:22,593 --> 00:13:24,345
Við ættum líklega að skipta um föt.
253
00:13:24,428 --> 00:13:26,680
Það stendur "Drusluherinn"
á rassinum á buxum Tahani.
254
00:13:26,764 --> 00:13:28,140
Er það?
255
00:13:28,724 --> 00:13:33,687
Michael, þú komst til mín og sagðir
að stigakerfið væri gallað.
256
00:13:33,771 --> 00:13:37,650
Kerfi sem hefur verið til staðar
frá örófi alda
257
00:13:37,733 --> 00:13:41,654
og hefur dæmt hverja einustu sál
sem lifað hefur á jörðinni.
258
00:13:42,279 --> 00:13:44,031
Og ég hef komist að þeirri niðurstöðu...
259
00:13:46,575 --> 00:13:47,826
að þú hafir rétt fyrir þér.
260
00:13:48,869 --> 00:13:50,579
- Ég er...
- Þú hefur rétt fyrir þér.
261
00:13:50,663 --> 00:13:53,666
Mannfólkið er ekki fyrirfram mótað
í eitt stig af siðferði.
262
00:13:53,749 --> 00:13:56,794
Það getur alltaf bætt sig,
Sem þýðir að stigakerfið
263
00:13:56,877 --> 00:14:00,422
dæmir ekki nákvæmlega
hve gott eða slæmt það er.
264
00:14:02,675 --> 00:14:03,676
Þú vannst.
265
00:14:08,264 --> 00:14:10,933
Jæja, þetta var ekki svo erfitt, var það?
266
00:14:12,309 --> 00:14:13,394
Okkur tókst það!
267
00:14:16,772 --> 00:14:20,234
Alheimurinn stendur í þakkarskuld við þig
fyrir að vekja athygli mína á þessu.
268
00:14:20,317 --> 00:14:23,195
Hvað varðar meðhöndlun á þessu
í framhaldinu
269
00:14:23,279 --> 00:14:25,364
er jörðin augljóslega afturkölluð.
270
00:14:27,324 --> 00:14:28,367
Er jörðin hvað?
271
00:14:28,450 --> 00:14:31,912
Öllu mannfólki á jörðinni og í eftirlífinu
verður eytt
272
00:14:31,996 --> 00:14:35,499
og við byrjum aftur á mannkyninu
frá byrjun.
273
00:14:35,583 --> 00:14:37,251
Og veistu hvað er fyndið?
274
00:14:37,334 --> 00:14:42,673
Á mjög lúmskan hátt
er ég í raun að endurræsa Ally McBeal.
275
00:14:42,756 --> 00:14:44,925
Því ég endurræsi allt.
276
00:14:45,009 --> 00:14:48,929
Til hamingju, Michael. Þú vannst!
277
00:14:53,809 --> 00:14:57,688
Dómari, hægjum aðeins á okkur
og endurtökum þetta kannski,
278
00:14:57,771 --> 00:15:01,317
því ég held að sum okkar
hafi verið að hugsa um hjólabretti
279
00:15:01,400 --> 00:15:03,319
og viti ekki hvað er í gangi.
280
00:15:03,402 --> 00:15:07,114
Afturkalla jörðina,
virðist það ekki dálítið ofsafengið?
281
00:15:07,197 --> 00:15:10,075
Það er bara of mikil óreiða þarna niðri.
282
00:15:10,159 --> 00:15:14,371
Einfaldasta lausnin er að afmá allt
sem hefur lifað
283
00:15:14,455 --> 00:15:18,876
og byrja upp á nýtt
með hóp af amöbum eða einhverju.
284
00:15:18,959 --> 00:15:22,463
Þá mun mannlegt líf þróast aftur
eða jafnvel eitthvað betra.
285
00:15:22,546 --> 00:15:24,840
Kannski verða ekki barnatennur
í þetta skipti.
286
00:15:25,466 --> 00:15:28,010
Þið vitið, það er svo furðulegt,
þær detta úr
287
00:15:28,093 --> 00:15:32,222
og svo vaxa stærri tennur
bara í sömu holunni. Ógeðslegt.
288
00:15:32,848 --> 00:15:35,684
Það mikilvæga er, jörðin...
289
00:15:37,394 --> 00:15:39,355
Hvers vegna eruð þið hissa?
290
00:15:39,438 --> 00:15:41,357
Hvað hélduð þið að myndi gerast
ef þið ynnuð?
291
00:15:41,440 --> 00:15:44,360
Ég veit það ekki,
ég hélt að það yrðu þrjú stig
292
00:15:44,443 --> 00:15:46,195
fyrir að borða epli í stað tveggja.
293
00:15:46,278 --> 00:15:49,239
Já, af hverju getum við ekki bara
lagfært stigin aðeins?
294
00:15:49,323 --> 00:15:50,658
Bara til að gefa smá kraft.
295
00:15:50,741 --> 00:15:52,743
- Eins og Spanx, en fyrir sálina.
- Já.
296
00:15:52,826 --> 00:15:57,998
Stigin eru ekki vandamálið,
það er að jörðin er orðin of flókin
297
00:15:58,082 --> 00:16:01,418
til að stigin geti endurspeglað gildi
mannlegrar hegðunar.
298
00:16:01,502 --> 00:16:04,046
Munið þið? Þetta sem þið uppgötvuðuð?
299
00:16:04,129 --> 00:16:08,008
Og nú hef ég ekki um annað að velja
en að lagfæra það.
300
00:16:08,092 --> 00:16:11,553
Hvar setti ég nú dótið
til að þurrka út mannkynið?
301
00:16:11,637 --> 00:16:13,764
Varaglans, varaglans,
302
00:16:13,847 --> 00:16:17,101
dótið sem endar öll stríð,
önnur þáttaröð af Justified.
303
00:16:17,726 --> 00:16:18,686
Þið unnuð.
304
00:16:18,769 --> 00:16:22,564
En einhvern veginn
mistókst ykkur samt. Klassískt.
305
00:16:24,441 --> 00:16:27,695
Vektu Chidi. Núna. Við þurfum
alla hjálp sem við getum fengið.
306
00:16:27,778 --> 00:16:32,491
Viltu í alvöru að ég veki hann
bara til að segja honum
307
00:16:32,574 --> 00:16:34,201
að hann og allir aðrir í alheiminum
muni hætta að vera til?
308
00:16:34,284 --> 00:16:36,537
- Ekki þegar þú segir það svona.
- Jæja, hvað...
309
00:16:37,621 --> 00:16:40,791
- Góða staðar lúðarnir, okkar eina von.
- Ég...
310
00:16:40,874 --> 00:16:43,252
Hæ, englagaurar, ef þið munuð
einhvern tímann gera eitthvað
311
00:16:43,335 --> 00:16:44,420
verðið þið að gera það núna.
312
00:16:44,503 --> 00:16:47,381
Við munum gera eitthvað.
Þetta hefur gengið of langt.
313
00:16:47,464 --> 00:16:50,634
Ég er að semja bréf, mjög sterklega orðuð.
314
00:16:50,718 --> 00:16:54,471
Er "sterklega" rétti tónninn?
Við viljum ekki virðast of áköf.
315
00:16:54,555 --> 00:16:55,723
- Já.
- Það gengur gegn norminu.
316
00:16:55,806 --> 00:16:57,016
Það er hárrétt.
317
00:16:57,099 --> 00:17:00,060
Ég biðst afsökunar
og segi af mér nú þegar.
318
00:17:00,811 --> 00:17:02,646
Svo hugrakkt. Ég er svo stoltur af þér.
319
00:17:02,730 --> 00:17:04,398
Hérna er það! Frábært.
320
00:17:04,481 --> 00:17:09,028
Michael, Shawn, Janet,
við sjáumst kannski eftir milljarð ára?
321
00:17:09,111 --> 00:17:12,573
Þetta hefur verið ansi villt ferðalag.
322
00:17:12,656 --> 00:17:15,784
Ég mun sakna einhvers
Ég mun sakna einhvers
323
00:17:15,868 --> 00:17:17,119
Ég mun sakna allra
324
00:17:17,202 --> 00:17:21,123
Og ég mun sakna alls...
Sjáumst á vegamótum, vegamótum
325
00:17:21,206 --> 00:17:24,543
Sjáumst á vegamótum, vegamótum
326
00:17:25,377 --> 00:17:27,463
Ég mun sakna ykkar.
327
00:17:27,546 --> 00:17:30,007
Allt í lagi. Bless, öll.
328
00:17:33,260 --> 00:17:35,554
Janet, hvað í helvítinu? Skilaðu þessu.
329
00:17:35,637 --> 00:17:38,640
Nei. Það er í víddinni minni
og þú færð það ekki.
330
00:17:39,600 --> 00:17:41,560
Ég segi ekki oft nei.
Bar ég það rétt fram?
331
00:17:41,643 --> 00:17:42,978
Janet, skilaðu mér dótinu
332
00:17:43,062 --> 00:17:44,897
eða ég mun fara inn í víddina þína
og ná í það sjálf.
333
00:17:44,980 --> 00:17:46,106
Ég myndi vilja sjá þig reyna.
334
00:17:46,899 --> 00:17:49,777
Allt í lagi, hún er að reyna núna.
Hún er í víddinni minni.
335
00:17:50,402 --> 00:17:54,031
Það er... Það er undarleg tilfinning.
Allt í lagi.
336
00:17:54,615 --> 00:17:56,325
Mjög sætt, elskan. Hvar er það?
337
00:17:56,408 --> 00:17:59,661
- Hvað áttu við? Ekki í víddinni minni?
- Nei.
338
00:18:00,662 --> 00:18:01,622
Það er í minni.
339
00:18:03,082 --> 00:18:05,209
Mér líður eins og tittlingi
að segja þetta,
340
00:18:05,292 --> 00:18:09,797
en Michael skrifaði stefnuskrá
og ég las hana á salerninu.
341
00:18:09,880 --> 00:18:12,883
Ég þarf ekki að kúka. Ég vel að gera það.
342
00:18:13,550 --> 00:18:15,761
Allavega, ég er með þeim núna.
343
00:18:15,844 --> 00:18:19,890
- Ertu að grínast?
- Láttu ekki svona, auli.
344
00:18:19,973 --> 00:18:22,309
Allt kerfið er í algjöru rugli.
345
00:18:22,392 --> 00:18:25,646
Mannfólkið er ömurlegt,
en það er ekki því að kenna.
346
00:18:25,729 --> 00:18:28,273
Lastu það sem ég skrifaði?
Og náði það til þín?
347
00:18:28,357 --> 00:18:32,528
Já, en ég skeindi mér líka á síðunum
svo ekki flagga í heila stöng alveg strax.
348
00:18:32,611 --> 00:18:34,029
Allt í lagi?
349
00:18:35,197 --> 00:18:37,783
- Ég er svo stolt af þér.
- Mér er sama.
350
00:18:37,866 --> 00:18:39,952
Ég held að þér sé ekki alveg sama.
351
00:18:40,953 --> 00:18:42,121
Systraknús!
352
00:18:42,204 --> 00:18:43,747
- Láttu mig í friði.
- Hei!
353
00:18:43,831 --> 00:18:47,709
Hlustið. Ég felldi opinberan úrskurð
og vil ekki að hann sé afturkallaður
354
00:18:47,793 --> 00:18:50,337
af tveimur Janetum að fela hlut.
355
00:18:51,463 --> 00:18:54,466
Ég hefði átt að útskýra þetta.
Það eru ekki við tvær.
356
00:18:55,092 --> 00:18:56,301
Það erum við allar.
357
00:18:57,010 --> 00:18:58,345
- Hæ.
- Hvað er að frétta, lúðar?
358
00:18:58,428 --> 00:18:59,429
Étið fretinn úr mér, aumingjar.
359
00:18:59,513 --> 00:19:01,640
Ég kem af ástæðu og engri annarri ástæðu.
360
00:19:01,723 --> 00:19:03,475
- Hvað er að frétta, fret-setjarar?
- Hæ!
361
00:19:03,559 --> 00:19:06,228
Það sem það er!
362
00:19:06,311 --> 00:19:07,646
Halló, aular.
363
00:19:11,191 --> 00:19:13,735
Ég sendi stefnuskrána um allt
til allra hinna Janetanna.
364
00:19:13,819 --> 00:19:15,654
Við erum með hópspjall núna.
365
00:19:15,737 --> 00:19:17,614
Ég sendi aðallega gif-myndir af otrum!
366
00:19:19,283 --> 00:19:24,037
Þetta er svo pirrandi!
367
00:19:24,121 --> 00:19:27,457
Gott og vel, Janetur,
viljið þið fara erfiðu leiðina?
368
00:19:27,958 --> 00:19:32,254
Ég ætla að leita í víddum ykkar
einni af annarri
369
00:19:32,838 --> 00:19:36,800
og svo marmara ykkur eina af annarri
370
00:19:37,426 --> 00:19:41,722
þar til ég fæ þetta heimskulega
endurræsingardót fyrir jörðina aftur.
371
00:19:42,347 --> 00:19:45,601
Við getum ekki haldið aftur af henni
að eilífu. Við þurfum áætlun.
372
00:19:45,684 --> 00:19:49,980
Jæja, hver er áætlunin? Áætlun.
373
00:19:50,856 --> 00:19:52,399
Fyrsta skref, búa til áætlun.
374
00:19:52,482 --> 00:19:54,860
Annað skref, fylgja áætluninni.
375
00:19:54,943 --> 00:19:57,779
- Já, þetta virkar.
- Michael. Einbeittu þér.
376
00:19:57,863 --> 00:19:58,822
Einmitt. Fyrirgefðu.
377
00:19:59,740 --> 00:20:02,201
Ef við getum ekki breytt stigunum
378
00:20:02,284 --> 00:20:05,579
getum við kannski breytt því
hvað við gerum við stigin.
379
00:20:06,163 --> 00:20:11,001
Já, við þurfum bara nýtt kerfi
til að dæma fólk í eftirlífinu.
380
00:20:11,084 --> 00:20:13,295
- Við getum þetta, ekki satt?
- Jú.
381
00:20:13,378 --> 00:20:15,923
Ég held að þú vitir hvað þarf að gera
til að leysa þetta.
382
00:20:16,006 --> 00:20:18,675
Það er bókstaflega
bara ein manneskja hérna
383
00:20:18,759 --> 00:20:23,263
sem er nógu gáfuð og hugulsöm
til að bjarga mannkyninu.
384
00:20:25,182 --> 00:20:26,892
Jæja þá. Ég skal gera það.
385
00:20:26,975 --> 00:20:28,810
Ekki þú, heimski.
386
00:20:28,894 --> 00:20:32,648
Að hanna betra eftirlíf
er æðsta viðfangsefni siðfræðinnar.
387
00:20:32,731 --> 00:20:36,693
Chidi varði allri tilveru sinni
í að fást við stærstu viðfangsefnin.
388
00:20:36,777 --> 00:20:40,822
Hann er snillingur og samúðarfullur.
389
00:20:40,906 --> 00:20:43,867
Hann hugsar bara um
hvernig best er að koma fram við fólk
390
00:20:43,951 --> 00:20:47,162
og er reiðubúinn
að fórna eigin hamingju til þess.
391
00:20:47,246 --> 00:20:50,707
Ef okkur á að takast þetta
þurfum við að fá Chidi aftur.
392
00:20:50,791 --> 00:20:52,793
Og hann þarf minningarnar sínar.
393
00:20:52,876 --> 00:20:56,838
Viltu fá óákveðnasta mann sem fæðst hefur,
394
00:20:56,922 --> 00:21:02,052
fylla hann af yfir 800
útgáfum af sjálfum sér
395
00:21:02,135 --> 00:21:05,931
og segja honum svo að hann hafi
um 45 mínútur til að bjarga mannkyninu?
396
00:21:07,099 --> 00:21:08,850
Heldurðu að það fari vel?
397
00:21:08,934 --> 00:21:12,396
Ég veit ekki hvernig það fer,
en hann er okkar eini möguleiki.
398
00:21:12,479 --> 00:21:14,815
Og það er núna eða bókstaflega aldrei.
399
00:21:14,898 --> 00:21:17,484
Vektu hann.
400
00:21:18,694 --> 00:21:22,197
Ekki í þessari Janet. Næsta!
401
00:21:27,703 --> 00:21:29,705
Þýðandi: Haraldur Ingólfsson