1
00:00:06,006 --> 00:00:08,925
ÞÁTTARÖÐ ÚR SMIÐJU NETFLIX
2
00:00:10,969 --> 00:00:12,595
Allar Janet-víddir eru ekkert,
3
00:00:12,679 --> 00:00:16,975
en víddir hlutlausu Janetar
eru mest ekkert.
4
00:00:17,058 --> 00:00:19,352
Dómari, vertu svo væn
að afturkalla ekki jörðina.
5
00:00:19,436 --> 00:00:22,063
Af hverju ekki? Kerfin virka ekki.
Þið sönnuðuð það.
6
00:00:22,147 --> 00:00:24,858
Ég vil bara endurræsa allt
og fara aftur inn á skrifstofu.
7
00:00:24,941 --> 00:00:30,029
Ég er á þriðju þáttaröð af Justified
og má ég segja, hún er svo góð!
8
00:00:30,113 --> 00:00:32,657
Ég tók alla aðra þáttaröðina á einum degi.
9
00:00:33,241 --> 00:00:36,077
Hugsaðu þér öll meiriháttar afrek mannanna
sem þú værir að eyða.
10
00:00:36,161 --> 00:00:40,373
Verk Williams Shakespeare,
pýramídana, Timothy Olyphant...
11
00:00:40,457 --> 00:00:41,458
Þetta stingur.
12
00:00:41,541 --> 00:00:45,003
Hann er eins og 50 lítrar af karlmanni
í tíu lítra hatti.
13
00:00:45,086 --> 00:00:46,463
Ég bara...
14
00:00:47,255 --> 00:00:50,884
Sjáðu til, ég er fjandans dómarinn
og ég felldi fjandans úrskurð
15
00:00:50,967 --> 00:00:56,514
og þetta mun gerast, fjandakornið,
þegar ég finn fjarstýringardótið!
16
00:00:56,598 --> 00:00:57,807
Gott og vel, að hverju á ég að leita?
17
00:00:57,891 --> 00:01:02,145
"Mannkynseyðingarhnappur
bílskúrshurðaopnaradót dómari."
18
00:01:02,228 --> 00:01:03,229
ENGIN NIÐURSTAÐA
19
00:01:06,149 --> 00:01:08,693
Jæja, það var ekki í þér. Einhver lokaorð?
20
00:01:08,777 --> 00:01:11,279
Þetta eru mín síðustu orð. Endir orða.
21
00:01:11,362 --> 00:01:13,114
Já. Mjög leiðinlegt.
22
00:01:13,615 --> 00:01:14,449
Bless!
23
00:01:15,658 --> 00:01:17,744
Gott og vel, hver er næst?
24
00:01:17,827 --> 00:01:20,246
Bólugrafni rassinn á pabba þínum,
feita hlussa.
25
00:01:20,330 --> 00:01:26,211
Það er áhugavert því síðast þegar ég gáði
átti ég ekki pabba.
26
00:01:26,294 --> 00:01:31,382
Þess vegna dregst ég að öllum föðurímyndum
í sjónvarpsþáttum sem ég horfi á.
27
00:01:31,466 --> 00:01:32,300
Allt í lagi?
28
00:01:33,551 --> 00:01:34,928
Við getum ekki leikið fela hlut að eilífu.
29
00:01:35,011 --> 00:01:36,763
Haltu áfram að reyna.
Fáðu hana til að sjá ljósið.
30
00:01:36,846 --> 00:01:39,265
Ég hef þegar sýnt henni ljósið.
Hún var ekki hrifin.
31
00:01:39,349 --> 00:01:41,226
Hún var reyndar viðstödd
þegar það var fundið upp.
32
00:01:41,309 --> 00:01:42,769
- Hei, vinur.
- Hæ!
33
00:01:42,852 --> 00:01:45,522
Ég veit þú ert að hugsa
hvernig hægt er að bjarga sérhverri sál
34
00:01:45,605 --> 00:01:46,898
sem hefur lifað og hver veit hvað, en...
35
00:01:47,565 --> 00:01:49,484
við höfum ef til vill
aðeins um hálftíma ólifaðan
36
00:01:49,567 --> 00:01:54,864
svo ég vildi bara athuga með þig...
37
00:01:55,448 --> 00:01:56,908
Allt í lagi, já, fínt.
38
00:01:56,991 --> 00:01:57,826
Ég elska þig.
39
00:01:59,244 --> 00:02:00,328
- Í alvöru?
- Já.
40
00:02:01,037 --> 00:02:03,289
Ég elska þig. Elskar þú mig?
41
00:02:03,373 --> 00:02:04,332
Já, ég geri það.
42
00:02:04,415 --> 00:02:06,167
Jæja þá, fínt!
43
00:02:07,085 --> 00:02:08,670
Við erum á leið til Coolsville.
44
00:02:08,753 --> 00:02:14,134
Þú virðist undarlega viss, ólíkt þér,
en það nær mér alveg.
45
00:02:14,217 --> 00:02:15,468
Eigum við að koma okkur héðan?
46
00:02:15,552 --> 00:02:17,971
Nei, en mér líkar sjálfstraustið.
47
00:02:18,054 --> 00:02:20,181
Þegar maður hefur 1.000
mismunandi útgáfur af sjálfum sér
48
00:02:20,265 --> 00:02:21,432
á mörgum tímalínum
49
00:02:21,516 --> 00:02:23,852
sem blandast og settar í einu
inn í vitund manns
50
00:02:23,935 --> 00:02:25,603
veitir það manni virkilega
skýrleikatilfinningu.
51
00:02:25,687 --> 00:02:29,274
- Sástu tímahnífinn?
- Já, sá tímahnífinn.
52
00:02:30,024 --> 00:02:31,025
Hann var nettur.
53
00:02:31,609 --> 00:02:34,320
Allt í lagi! Eigum við ekki
að bjarga mannkyninu?
54
00:02:35,155 --> 00:02:37,615
Getur ein ykkar Janetanna
útvegað mér krítartöflu
55
00:02:37,699 --> 00:02:40,410
og afrit af Ordinary Vices
eftir Judith Shklar?
56
00:02:41,035 --> 00:02:42,495
Og kannski volgar kringlur?
57
00:02:42,579 --> 00:02:45,582
Ef við erum á útleið verð ég
með magafylli af volgum kringlum.
58
00:02:53,214 --> 00:02:54,757
49. KAFLI
59
00:02:54,841 --> 00:02:58,553
Áður en við reynum að endurhanna
eftirlífið algjörlega,
60
00:02:58,636 --> 00:03:02,599
hefur ykkur dottið í hug góð ástæða að
dómarinn ætti ekki að afturkalla jörðina?
61
00:03:02,682 --> 00:03:04,225
Af því að það væri ferlegt.
62
00:03:04,309 --> 00:03:05,810
Já. Við gætum þurft meira en það.
63
00:03:05,894 --> 00:03:07,562
Ætlarðu samt ekki að skrifa það niður?
64
00:03:08,563 --> 00:03:09,564
Jú, allt í lagi.
65
00:03:10,899 --> 00:03:14,360
Skrifaðir þú það niður
eða krotaðir bara eitthvað?
66
00:03:14,444 --> 00:03:15,945
Við þurfum að hugsa stærra.
67
00:03:16,029 --> 00:03:18,615
Við þurfum að koma með
algjörlega nýtt eftirlífskerfi
68
00:03:18,698 --> 00:03:23,286
sem bæði Góði og Slæmi staðurinn
samþykkja, sem... virðist ómögulegt.
69
00:03:23,369 --> 00:03:26,289
Vitleysa. Málamiðlun er alltaf möguleg.
70
00:03:26,372 --> 00:03:30,335
Eitt sinn var ég, Bruno Mars, LeBron James
og dr. Ruth Westheimer í Portofino...
71
00:03:30,418 --> 00:03:31,794
Við höfum ekki tíma fyrir þetta, elskan.
72
00:03:31,878 --> 00:03:35,131
Fínt. Til að gera langa sögu stutta,
LeBron framkvæmdi barkaskurð,
73
00:03:35,214 --> 00:03:38,384
lagið vann fjölda Grammy-verðlauna
og allir voru mjög ánægðir.
74
00:03:38,468 --> 00:03:39,886
Nú langar mig að heyra söguna.
75
00:03:39,969 --> 00:03:41,763
Nei, rétt hjá þér. Einbeitum okkur.
76
00:03:41,846 --> 00:03:45,099
Í þessari ritgerð, "Grimmd í fyrsta sæti",
77
00:03:45,183 --> 00:03:48,978
heldur Judith Shklar fram
að við ættum að skoða grimmd
78
00:03:49,062 --> 00:03:50,813
sem aðalgalla samfélagsins.
79
00:03:50,897 --> 00:03:52,857
Fyrirgefðu, ertu á hjólaskautum?
80
00:03:53,441 --> 00:03:54,275
Já!
81
00:03:54,359 --> 00:03:55,568
Ég fékk þá hjá Diskó-Janet.
82
00:03:55,652 --> 00:03:56,486
Takk, Diskó-Janet!
83
00:03:56,569 --> 00:03:57,403
Pottþétt!
84
00:03:57,987 --> 00:03:58,905
En hér er málið.
85
00:03:58,988 --> 00:04:00,782
Ímyndið ykkur einhvern að selja dóp
86
00:04:00,865 --> 00:04:03,785
sem svo er lokaður inni
í hættulegu fangelsi árum saman.
87
00:04:03,868 --> 00:04:06,913
Glæpurinn er ekki grimmilegur,
en refsingin er það.
88
00:04:06,996 --> 00:04:07,872
Það er vandamál.
89
00:04:07,956 --> 00:04:08,790
Láttu mig vita það.
90
00:04:08,873 --> 00:04:11,709
Eitt sinn fór ég í fangelsi í viku
bara fyrir að stela pylsu.
91
00:04:12,543 --> 00:04:14,087
Jæja, pylsulaga bíl.
92
00:04:14,170 --> 00:04:15,588
Ég stal Pylsubílnum.
93
00:04:15,672 --> 00:04:17,590
Þetta er vandinn við núverandi kerfi.
94
00:04:17,674 --> 00:04:19,467
Ef maður lifir ekki fullkomnu lífi
95
00:04:19,550 --> 00:04:22,136
er maður pyntaður illilega að eilífu
án nokkurra bjarga.
96
00:04:22,220 --> 00:04:23,763
Grimmdin í refsingunni
97
00:04:23,846 --> 00:04:26,933
samsvarar ekki grimmdinni
í lífinu sem maður lifði.
98
00:04:27,016 --> 00:04:28,851
Horfið nú á þennan snúning.
99
00:04:30,436 --> 00:04:32,563
Við þurfum að finna upp kerfi
100
00:04:32,647 --> 00:04:35,441
sem leiðir af sér minnstu grimmdina
og þjáningarnar
101
00:04:35,525 --> 00:04:36,401
fyrir þau sem ekki eiga það skilið.
102
00:04:36,484 --> 00:04:38,194
Þetta er réttlætismál.
103
00:04:43,992 --> 00:04:47,829
Að heyra þig tala um heimspekileg
hugtök um réttlæti er þokkafullt.
104
00:04:47,912 --> 00:04:49,330
- Eigum við að koma okkur héðan?
- Já.
105
00:04:49,414 --> 00:04:50,790
Nei, höldum áfram.
106
00:04:52,792 --> 00:04:54,627
Slæmu Janetar víddirnar eru þær verstu.
107
00:04:55,211 --> 00:04:56,504
Slökkva á tónlist.
108
00:04:57,255 --> 00:04:58,381
Einmitt. Ég gleymdi.
109
00:04:58,464 --> 00:04:59,674
Hafðu hana hærri.
110
00:05:00,508 --> 00:05:02,677
Hvað ef þú byrjar á mannkyninu frá byrjun
111
00:05:02,760 --> 00:05:06,139
og mannfólkið þróast á milljónum ára
og verður verra?
112
00:05:06,222 --> 00:05:09,934
Hvað ef rapprokk verður fundið upp fyrr
og verður eina tegund tónlistar?
113
00:05:10,018 --> 00:05:12,687
Langar þig í alvöru að sjá um
heila veröld af Limp Bizkits
114
00:05:12,770 --> 00:05:14,564
sem stjórnað er af Kid Rock keisara?
115
00:05:14,647 --> 00:05:15,648
Ekki mitt vandamál.
116
00:05:16,232 --> 00:05:17,900
Gott og vel, nú byrjum við.
117
00:05:17,984 --> 00:05:19,360
"Hugbúnaðaruppfærsla"?
118
00:05:19,444 --> 00:05:20,903
Nei. Hætta við.
119
00:05:20,987 --> 00:05:21,988
Af hverju gerir hún þetta núna?
120
00:05:23,031 --> 00:05:24,699
Þessi tölva er ömurleg.
121
00:05:25,950 --> 00:05:27,285
ENGAR NIÐURSTÖÐUR
VEL GERT, FÁVITAR
122
00:05:29,871 --> 00:05:32,332
Gott og vel, mamma. Sjáumst í næsta lífi.
123
00:05:32,415 --> 00:05:33,499
Áður en þú marmarar mig,
124
00:05:33,583 --> 00:05:36,711
má ég koma með lokayfirlýsingu
til að lýsa líðan minni?
125
00:05:36,794 --> 00:05:38,087
Ég held ég viti hvert þetta stefnir.
126
00:05:48,931 --> 00:05:51,893
Gott og vel, Diskó Janet. Komið að þér.
127
00:05:51,976 --> 00:05:52,935
Úr augsýn.
128
00:05:53,019 --> 00:05:54,312
Hvað eruð þið að gera hér enn?
129
00:05:54,395 --> 00:05:56,856
Farið aftur heim til Mindy
og fáið ykkur volgan bjór
130
00:05:56,939 --> 00:05:58,149
og bíðið eftir að ég klári ykkur hérna.
131
00:05:58,232 --> 00:05:59,650
Nema þú, sæti.
132
00:06:00,234 --> 00:06:02,236
Ég hef alltaf pláss fyrir þig.
133
00:06:04,072 --> 00:06:06,240
Bíðum við... það er málið.
134
00:06:06,324 --> 00:06:07,158
Ég er sammála.
135
00:06:07,241 --> 00:06:09,535
Chidi ætti að reyna við dómarann
til að bjarga okkur.
136
00:06:09,619 --> 00:06:10,578
Ég hef gert það oft.
137
00:06:10,661 --> 00:06:11,829
Það kallast Jacksonville-samningur.
138
00:06:11,913 --> 00:06:13,915
Nei. Heima hjá Mindy.
139
00:06:13,998 --> 00:06:16,793
Eleanor fannst alltaf að það ætti
að vera til meðalstaður
140
00:06:16,876 --> 00:06:19,962
fyrir fólk sem lifði meðallífi.
Það er svarið.
141
00:06:20,046 --> 00:06:22,131
Við gerum meðalstaðinn
að þriðja valkostinum.
142
00:06:22,215 --> 00:06:23,216
Auðvitað!
143
00:06:23,299 --> 00:06:26,385
Kannski ef maður er í mínus á jörðinni:
144
00:06:26,469 --> 00:06:29,097
"Því miður, þú klúðraðir.
Njóttu þess að láta fletja út liminn."
145
00:06:29,180 --> 00:06:32,141
Yfir milljón eða eitthvað... þá er partí!
146
00:06:32,225 --> 00:06:36,229
Og allir aðrir á milli
fá sitt eigið, persónulega Cincinnati.
147
00:06:36,312 --> 00:06:39,690
Það er án vafa minna grimmilegt
en núverandi kerfi, en ekki frábært.
148
00:06:40,274 --> 00:06:42,610
Gæti verið það besta
sem við getum gert í stöðunni.
149
00:06:42,693 --> 00:06:44,195
Við skulum reyna að fá þetta samþykkt.
150
00:06:46,114 --> 00:06:46,948
Halló, öll.
151
00:06:47,031 --> 00:06:50,076
Ég hélt að þið yrðuð minna kát
úr því alheimurinn er að enda.
152
00:06:50,159 --> 00:06:53,371
Erfitt að vera ekki kát
þegar við erum að borða frosna jógúrt.
153
00:06:53,871 --> 00:06:55,623
Ég er með smávegis af öllum bragðtegundum.
154
00:06:55,706 --> 00:06:57,708
Það er eina leiðin til að tryggja
munnfylli af málamiðlunum.
155
00:06:57,792 --> 00:06:59,418
- Alveg rétt hjá þér.
- Vel mælt!
156
00:06:59,502 --> 00:07:01,546
Þegið þið.
157
00:07:01,629 --> 00:07:02,713
Hæ.
158
00:07:02,797 --> 00:07:03,673
Þegið þið.
159
00:07:03,756 --> 00:07:04,924
Nú er ég sjálfsöruggur.
160
00:07:05,007 --> 00:07:06,801
Því miður. Við höfum lítinn tíma.
161
00:07:06,884 --> 00:07:11,597
Við erum með nýja hugmynd
um staðsetningu fólks í eftirlífinu...
162
00:07:11,681 --> 00:07:13,141
Við dýrkum hana. Við erum með.
163
00:07:13,724 --> 00:07:14,767
Viljið þið ekki heyra hana?
164
00:07:14,851 --> 00:07:16,769
Nei. Ef ykkur datt þetta í hug
hlýtur hún að vera góð.
165
00:07:16,853 --> 00:07:19,730
- Já.
- Þau sögðu já. Njótum sigursins.
166
00:07:19,814 --> 00:07:21,482
Nú þurfum við bara að sannfæra Shawn.
167
00:07:21,566 --> 00:07:22,567
Ég skal leiða.
168
00:07:22,650 --> 00:07:25,027
Ef ég get sannfært dr. Ruth
um að lögsækja ekki Bruno Mars
169
00:07:25,111 --> 00:07:27,530
út af höfundarrétti á laginu "Uptown Funk"
þá ræð ég við þetta.
170
00:07:28,114 --> 00:07:30,158
Þú verður að segja mér þá sögu á leiðinni.
171
00:07:31,242 --> 00:07:34,745
Þannig að öll sem ekki ná þröskuldinum
fyrir hverfi meðalstaðarins
172
00:07:34,829 --> 00:07:35,872
eru á þínu valdi.
173
00:07:35,955 --> 00:07:38,416
Slæmi staðurinn
hefur enn fullt af fólki til að kvelja.
174
00:07:38,499 --> 00:07:41,544
Ég verð að viðurkenna, það er vit í þessu
175
00:07:41,627 --> 00:07:43,921
og mér líkar að þitt lið
sættist á lélegan samning
176
00:07:44,005 --> 00:07:45,882
á meðan mitt lið er að megninu óbreytt.
177
00:07:47,300 --> 00:07:49,218
Fjandinn hafi það. Ég er með.
178
00:07:50,303 --> 00:07:51,429
- Í alvöru?
- Nei!
179
00:07:52,722 --> 00:07:54,265
Trúðuð þið mér í alvöru?
180
00:07:54,348 --> 00:07:58,603
Gaur, eftir 20 mínútur
þurrkast mannkynið út til frambúðar.
181
00:07:59,187 --> 00:08:01,647
- Og?
- Slæmi staðurinn mun tæmast líka.
182
00:08:02,148 --> 00:08:05,902
Þið hafið engan til að kvelja
í milljarða ára. Allir tapa.
183
00:08:06,819 --> 00:08:08,863
Ég veit, en málið er þetta.
184
00:08:09,614 --> 00:08:14,202
Mér er sama þótt allir tapi
svo lengi sem þið tapið.
185
00:08:14,285 --> 00:08:16,287
Shawn, taktu rökum.
186
00:08:16,370 --> 00:08:17,205
Af hverju ætti ég að gera það?
187
00:08:17,288 --> 00:08:19,248
Ekkert af þessu hefði gerst
ef þú hefðir ekki fiktað
188
00:08:19,332 --> 00:08:22,585
í hverfinu þínu
og komið með nýjar hugmyndir.
189
00:08:22,668 --> 00:08:25,087
Nýjar hugmyndir eru ógeð.
Mér býður við þeim.
190
00:08:25,171 --> 00:08:29,717
Shawn, þú varst svo svalur,
en þú hefur breyst, maður.
191
00:08:29,800 --> 00:08:32,428
Ég ætla að skrifa illa ræðu
fyrir endalokin.
192
00:08:32,512 --> 00:08:35,515
Hún verður svo... löng.
193
00:08:49,862 --> 00:08:50,821
Bíddu aðeins.
194
00:08:51,656 --> 00:08:52,657
Hvað var ég að gera?
195
00:08:52,740 --> 00:08:55,451
Ég skal segja þér það.
Þú varst að tæta í þig dansgólfið.
196
00:08:55,535 --> 00:08:58,454
Nei. Ég var að leita að
þessu heimskulega klikkdóti.
197
00:08:58,538 --> 00:09:00,540
Þessi smitandi diskóstef.
198
00:09:01,499 --> 00:09:02,833
Nú, bíddu.
199
00:09:02,917 --> 00:09:04,961
Við erum með meiriháttar nýja hugmynd
og Shawn er næstum samþykkur.
200
00:09:05,044 --> 00:09:07,672
Kannski ef þú talaðir við hann
gætirðu ýtt honum í átt að samningi.
201
00:09:07,755 --> 00:09:08,798
Ég held ekki með neinum.
202
00:09:08,881 --> 00:09:13,010
Ég er dómarinn. Það eina sem mig varðar
er sanngirni og hlutleysi.
203
00:09:20,017 --> 00:09:21,936
Þetta lag er mitt lag.
204
00:09:22,019 --> 00:09:23,145
AÐ HVERJU LEITARÐU, ELSKAN?
205
00:09:23,729 --> 00:09:25,356
Mannkynseyðingardótinu.
206
00:09:29,944 --> 00:09:31,445
Jæja, seinna.
207
00:09:31,529 --> 00:09:32,905
Stattu þig.
208
00:09:34,198 --> 00:09:35,032
Næsta!
209
00:09:35,116 --> 00:09:38,578
Jafnvel af djöfli að vera
er Shawn algjör skarfur.
210
00:09:38,661 --> 00:09:41,455
Ég veit hvað við getum boðið honum
svo hann skipti um skoðun.
211
00:09:41,539 --> 00:09:42,456
Hvað?
212
00:09:42,540 --> 00:09:46,794
Eitthvað sem hann langar í. Allt í fína
þegar við finnum út hvað það er.
213
00:09:47,503 --> 00:09:48,504
Þetta er tilgangslaust.
214
00:09:48,588 --> 00:09:52,258
Hann er svo einbeittur á að sigra okkur
að hann vill brenna allt.
215
00:09:52,341 --> 00:09:54,010
Við höfum ekkert að bjóða honum.
216
00:09:54,093 --> 00:09:56,095
Reyndar er nokkuð sem hann langar í.
217
00:09:57,763 --> 00:09:58,598
Grimmd.
218
00:09:59,432 --> 00:10:00,683
Látum hann fá hana.
219
00:10:07,898 --> 00:10:09,900
Hæ, krakkar. Ég er bara að brjóta hluti.
220
00:10:11,736 --> 00:10:12,945
- Hvað er að frétta?
- Heyrðu, djöfull.
221
00:10:13,029 --> 00:10:14,447
Við vitum hve þú þráir að við töpum.
222
00:10:14,530 --> 00:10:16,699
Svo við bjóðumst til að tapa,
til frambúðar.
223
00:10:16,782 --> 00:10:20,494
Ef þú samþykkir að leyfa dómaranum
að búa til alvöru meðalstað...
224
00:10:21,120 --> 00:10:24,123
máttu kvelja okkur fjögur að eilífu.
225
00:10:24,206 --> 00:10:25,875
- Í alvöru?
- Já.
226
00:10:25,958 --> 00:10:28,252
Þetta er klassísk klípa um vagninn.
227
00:10:28,336 --> 00:10:31,380
Einn af strákunum sprengdi fýlubombu
á vagninum, olli uppnámi
228
00:10:31,464 --> 00:10:34,467
svo aðrir í áhöfninni gátu stolið úr vösum
fólks þegar þeir hlupu úr lestinni.
229
00:10:34,550 --> 00:10:37,428
Það er mjög rangt, en á svo útsmoginn hátt
230
00:10:37,511 --> 00:10:39,680
að maður kemst þangað
sem maður þarf að komast.
231
00:10:39,764 --> 00:10:41,682
Ég skal gefa þér forskot við pyntingarnar.
232
00:10:41,766 --> 00:10:43,434
Ég lít illa út í Mod-tískunni.
233
00:10:43,517 --> 00:10:44,685
Þú mátt taka mig líka.
234
00:10:45,269 --> 00:10:48,689
Ég gæti ekki þolað sjálfan mig
vitandi af ykkur fjórum þar án mín.
235
00:10:50,691 --> 00:10:52,568
Þetta er erfitt.
236
00:10:52,652 --> 00:10:55,988
Annars vegar myndi ég dýrka
að koma kóngulóm í þessi rassgöt.
237
00:10:56,072 --> 00:10:59,492
Hins vegar væru milljarðar rassgata
alveg án kóngulóa.
238
00:11:00,576 --> 00:11:03,537
Hvað um að allir sem deyja
fari á Slæma staðinn
239
00:11:04,038 --> 00:11:05,956
og ég fái að kvelja ykkur öll?
240
00:11:06,040 --> 00:11:07,208
Hljómar vel.
241
00:11:07,291 --> 00:11:08,793
Nei, heimsku.
242
00:11:08,876 --> 00:11:12,004
Þannig virkar það nú þegar,
nema hvað við erum líka kvalin.
243
00:11:12,088 --> 00:11:13,923
Ég lagði fram tillögu.
244
00:11:14,006 --> 00:11:16,300
- Ætlið þið ekki að reyna að semja?
- Góður punktur.
245
00:11:16,384 --> 00:11:18,135
Það sanngjarna fyrir okkur er
246
00:11:18,219 --> 00:11:21,055
að gefa eftir fleira og fleira
sem við viljum, einhliða,
247
00:11:21,138 --> 00:11:22,598
þar til djöfullinn er loks ánægður.
248
00:11:22,681 --> 00:11:23,933
Frændinn hafi það!
249
00:11:24,016 --> 00:11:26,727
Ef við munum tapa
skulum við tapa á okkar forsendum.
250
00:11:26,811 --> 00:11:31,399
Finnum alveg nýja hugmynd
sem gerir alheiminn betri.
251
00:11:31,482 --> 00:11:34,068
Amen. Þá getum við
að minnsta kosti borið höfuðið hátt.
252
00:11:34,151 --> 00:11:38,739
Við þurfum að koma með
bestu áætlun okkar innan tíu mínútna.
253
00:11:38,823 --> 00:11:41,242
Það veltur allt á þessu.
254
00:11:42,118 --> 00:11:43,994
Allt sem við höfum gengið í gegnum,
255
00:11:44,912 --> 00:11:48,958
líf ykkar á jörðinni,
öll lífin sem þið lifðuð hérna,
256
00:11:49,041 --> 00:11:51,627
öll siðfræðiþjálfunin og lexíurnar,
257
00:11:51,710 --> 00:11:55,589
og ferðalögin
í fjarlægustu horn eftirlífsins,
258
00:11:55,673 --> 00:11:59,552
allt þetta gerðist
svo við gætum verið hérna, saman,
259
00:11:59,635 --> 00:12:02,805
sem bestu útgáfur af sjálfum okkur,
260
00:12:02,888 --> 00:12:07,351
til að leysa hina endanlegu gátu
á síðustu stundu.
261
00:12:07,435 --> 00:12:09,437
Flott ræða. Nú eru níu mínútur eftir.
262
00:12:11,147 --> 00:12:13,274
Chidi, getur þú þetta?
263
00:12:13,357 --> 00:12:16,277
Reyndar, af því sem þú sagðir:
"Bestu útgáfur af sjálfum okkur,"
264
00:12:16,360 --> 00:12:17,403
fékk ég hugmynd.
265
00:12:18,737 --> 00:12:20,156
Þetta var þá flott ræða.
266
00:12:24,034 --> 00:12:25,035
Ekki heldur í þér.
267
00:12:25,119 --> 00:12:27,204
Ég á bara eitt eftir ósagt.
268
00:12:27,288 --> 00:12:29,790
- Nei...
- Ég fell ekki aftur fyrir því.
269
00:12:31,333 --> 00:12:32,668
Hún er staðföst.
270
00:12:34,003 --> 00:12:35,045
Þá ert bara þú eftir.
271
00:12:35,129 --> 00:12:37,423
Við erum með hugmynd
sem okkur langar að kynna.
272
00:12:37,506 --> 00:12:39,049
Hef ekki áhuga, sláni.
273
00:12:40,342 --> 00:12:42,595
Hvernig getum við sannfært hana
ef hún vill ekki hlusta?
274
00:12:42,678 --> 00:12:45,681
Ef hún verður ekki hérna
þurfið þið að fara þangað inn.
275
00:12:45,764 --> 00:12:48,267
En það virkaði ekki vel síðast.
276
00:12:48,350 --> 00:12:49,268
Já, það var ekki meiriháttar,
277
00:12:49,351 --> 00:12:52,438
en hún marmarar mig eftir tvær mínútur
svo við getum eins reynt.
278
00:12:52,521 --> 00:12:53,481
Verðum við öll...
279
00:12:54,315 --> 00:12:55,691
- þú aftur?
- Ég held ekki.
280
00:12:55,774 --> 00:12:57,943
Að ganga í gegnum það einu sinni
breytti mér og ykkur.
281
00:12:58,027 --> 00:13:00,237
En ef dómarinn ætlaði ekki
að hlusta á okkur hérna,
282
00:13:00,321 --> 00:13:02,698
hvers vegna heldur þú
að hún hlusti þarna inni?
283
00:13:02,781 --> 00:13:04,950
Ég veit um eitt
sem mun halda athygli hennar.
284
00:13:08,829 --> 00:13:10,456
FELUSTAÐUR
MANNKYNSEYÐINGARDÓTSINS
285
00:13:11,040 --> 00:13:11,874
Bjánar.
286
00:13:17,046 --> 00:13:17,880
Ansans.
287
00:13:18,631 --> 00:13:20,174
Hvernig gat ég fallið fyrir þessu?
288
00:13:20,257 --> 00:13:21,634
Fáðu þér sæti, dómari.
289
00:13:21,717 --> 00:13:24,428
Ég var búin að segja, ég hef ekki áhuga.
290
00:13:24,929 --> 00:13:26,805
Gefið mér eina ástæðu
til að hlusta á ykkur.
291
00:13:26,889 --> 00:13:27,723
Gott og vel.
292
00:13:28,307 --> 00:13:29,266
Hér er hann.
293
00:13:31,727 --> 00:13:32,561
Frú.
294
00:13:36,398 --> 00:13:39,109
Bjóstu til Olyphant handa mér?
295
00:13:39,193 --> 00:13:41,737
Þú ættir að hlusta á þau, dómari.
Virðist sanngjarnt.
296
00:13:42,404 --> 00:13:43,864
Já, það er líklega rétt.
297
00:13:43,948 --> 00:13:45,533
Vel gert, Janet.
298
00:13:45,616 --> 00:13:49,662
Ég get alveg notið útsýnisins
þegar landslagið er svona fagurt.
299
00:13:50,496 --> 00:13:52,206
Ég ætti að kalla á Shawn.
300
00:13:54,041 --> 00:13:54,917
Maður minn.
301
00:13:55,000 --> 00:13:57,419
Hvolparnir voru loksins komnir
upp í fallbyssuna.
302
00:13:57,503 --> 00:13:58,546
Allt í lagi.
303
00:13:59,129 --> 00:14:00,464
Gjörið svo vel.
304
00:14:00,548 --> 00:14:02,424
Vandinn varðandi eftirlífið
305
00:14:02,508 --> 00:14:05,970
er ekki aðeins að það er grimmilegt,
heldur að það er endanlegt.
306
00:14:06,053 --> 00:14:09,473
Maður fær eitt tækifæri á jörðinni
og óháð öllu samhengi í lífinu
307
00:14:09,557 --> 00:14:12,810
er maður settur eitthvert,
yfirleitt á Slæma staðinn, til frambúðar,
308
00:14:12,893 --> 00:14:14,853
með enga möguleika á endurlausn.
309
00:14:14,937 --> 00:14:18,566
Hverfið mitt var byggt til að kvelja fólk,
en það gerði fólkið betra.
310
00:14:18,649 --> 00:14:22,444
Við viljum byggja kerfi
sem virkar viljandi þannig,
311
00:14:22,528 --> 00:14:25,823
kerfi sem er hannað til
að gefa fólki einhverja möguleika.
312
00:14:27,867 --> 00:14:28,701
Áhugavert.
313
00:14:29,785 --> 00:14:31,078
Viljið þið fara í gegnum það með okkur?
314
00:14:31,871 --> 00:14:33,330
Já, við ætlum að gera það. Rólegur.
315
00:14:33,414 --> 00:14:38,377
Tíminn á jörðinni verður ekki
próf sem maður nær eða fellur í,
316
00:14:38,460 --> 00:14:42,798
heldur námskeið sem maður tekur
og prófið kemur í eftirlífinu.
317
00:14:42,882 --> 00:14:44,383
Fyrsti hlutinn verður óbreyttur.
318
00:14:44,466 --> 00:14:48,262
Maður lifir lífinu, klúðrar alls konar,
319
00:14:48,345 --> 00:14:53,267
þannig að fólk segir: "Þetta er í ruglinu,
jafnvel fyrir Flórída."
320
00:14:53,350 --> 00:14:55,978
En maður heyrir það ekki
því maður féll í fenið
321
00:14:56,061 --> 00:14:59,023
við að reyna að mála Taco Bell merkið
á skjaldböku.
322
00:14:59,940 --> 00:15:01,066
Við höfum lokið máli okkar, dómari.
323
00:15:01,150 --> 00:15:02,735
- Nei! Nei, við...
- Nei, við erum ekki búin.
324
00:15:02,818 --> 00:15:04,153
Við vorum rétt að byrja.
325
00:15:04,236 --> 00:15:07,865
Þegar maður deyr er maður enn með stig,
326
00:15:07,948 --> 00:15:11,660
en í nýja kerfinu virkar sú tala
sem grunnur
327
00:15:11,744 --> 00:15:16,332
til að ákveða hve erfitt eða auðvelt
prófið þitt er.
328
00:15:16,415 --> 00:15:18,876
Fyrirgefið, ég er bara
að reyna að ná þessu.
329
00:15:19,376 --> 00:15:21,879
Hver hannar þessi próf?
330
00:15:21,962 --> 00:15:26,800
Arkítektar frá Góða staðnum
og Slæma staðnum vinna saman
331
00:15:26,884 --> 00:15:30,596
að hönnun sviðsmynda til að þú
takist á við siðferðilegan vanda.
332
00:15:30,679 --> 00:15:35,517
Eins og sjálfselsku Eleanor,
hvatvísi Jasons, óákveðni Chidis
333
00:15:35,601 --> 00:15:37,895
og algjöra vanhæfni mína
til að ráða við Mod-tískuna.
334
00:15:38,479 --> 00:15:40,898
- Það er ekki...
- Ég veit að ég hef aðra galla,
335
00:15:40,981 --> 00:15:42,524
en þetta er sá stóri.
336
00:15:42,608 --> 00:15:44,026
Prófið getur verið hvernig sem er.
337
00:15:44,109 --> 00:15:46,904
Kannski er þér sagt
að þú sért á Góða staðnum,
338
00:15:46,987 --> 00:15:48,739
en þú veist að það eru mistök.
339
00:15:48,822 --> 00:15:51,742
Kannski lítur prófið alveg eins út
og venjulegt líf
340
00:15:51,825 --> 00:15:54,078
eða snúin útgáfa af lífi þínu.
341
00:15:54,662 --> 00:15:56,830
Þú færð þessar áskoranir.
342
00:15:56,914 --> 00:16:02,544
Þér gengur vel eða illa,
en í lokin færðu eins konar mat.
343
00:16:02,628 --> 00:16:05,673
Já, og arkítektarnir útskýra
hvað þú gerðir illa, hvað vel,
344
00:16:05,756 --> 00:16:08,425
og svo er fólk endurræst
og gerir það aftur,
345
00:16:08,509 --> 00:16:11,387
og aftur og aftur þar til maður nær því.
346
00:16:11,470 --> 00:16:13,305
- Í nýja...
- Bíðið.
347
00:16:13,389 --> 00:16:18,352
Mér sýnist, ef þið eruð endurræst,
að minni ykkar verði þurrkuð út.
348
00:16:18,435 --> 00:16:19,645
Hvernig getið þið lært eitthvað
349
00:16:19,728 --> 00:16:21,480
ef þið þurfið alltaf að byrja frá byrjun?
350
00:16:22,272 --> 00:16:23,857
Góður punktur, Timothy Olyphant.
351
00:16:23,941 --> 00:16:25,526
- Tim er í lagi.
- Fínt.
352
00:16:25,609 --> 00:16:28,737
Í nýja kerfinu fær maður óljóst minni
353
00:16:28,821 --> 00:16:31,615
um það sem maður lærði í matstímunum.
354
00:16:31,699 --> 00:16:36,078
Þær upplýsingar, hvað maður gerði vel
eða illa, fylgja þér eins og...
355
00:16:37,413 --> 00:16:39,206
Eins og lítil rödd í höfðinu,
356
00:16:39,289 --> 00:16:41,667
sem hjálpar ykkur að verða
betri útgáfa af sjálfum ykkur.
357
00:16:41,750 --> 00:16:43,794
Gott og vel, þetta hjálpar. Takk fyrir.
358
00:16:44,378 --> 00:16:46,714
Við teljum því að með nægum tækifærum
359
00:16:46,797 --> 00:16:50,259
muni fólk á endanum taka nógu góðar
ákvarðanir til að komast í Góða staðinn
360
00:16:50,342 --> 00:16:52,261
og kannski tekst sumum það aldrei,
361
00:16:52,344 --> 00:16:54,680
en það er í lagi
því öll fá sanngjarnt tækifæri.
362
00:16:54,763 --> 00:16:57,474
Bíðið við. Hvað eru djöflarnir
að gera allan þennan tíma?
363
00:16:57,558 --> 00:17:00,728
Ég er með milljónir kvikuskrímsla
þarna niðri sem verða atvinnulaus.
364
00:17:00,811 --> 00:17:04,356
Ég spyr, ofan í hvaða hálsa
eiga þau að troða kviku?
365
00:17:04,440 --> 00:17:07,776
Slæmu fréttirnar eru, ekki meira hraun
í hálsa eða flattir limir.
366
00:17:07,860 --> 00:17:10,404
Hvað erum við þá að gera við limina?
367
00:17:10,487 --> 00:17:12,114
Að mestu leyti að hunsa þá.
368
00:17:13,699 --> 00:17:15,451
Þið heyrið þetta.
Ég er ekki klikkaður, er það?
369
00:17:15,534 --> 00:17:16,702
Nei, þetta er sanngjörn spurning.
370
00:17:16,785 --> 00:17:18,537
Með hverjum stendurðu, maður?
371
00:17:18,620 --> 00:17:21,040
Ég er bara hlutlaus í þessu, litla dama.
372
00:17:21,123 --> 00:17:22,583
Ég leita bara að skýrleika.
373
00:17:22,666 --> 00:17:24,126
Shawn, þið hafið öll vinnu áfram.
374
00:17:24,209 --> 00:17:27,546
Arkítektar Slæma staðarins
hjálpa við að hanna prófin.
375
00:17:27,629 --> 00:17:30,132
Venjulegir djöflar hafa líka hlutverk,
376
00:17:30,215 --> 00:17:32,468
eins og þeir gerðu
í upphaflega hverfinu mínu.
377
00:17:32,551 --> 00:17:34,636
Og manstu hve gaman þér fannst
að leika dómarann?
378
00:17:35,304 --> 00:17:37,097
Ég veit ekki. Haldið þið að þetta gangi?
379
00:17:37,181 --> 00:17:38,974
Það hefur það eiginlega nú þegar.
380
00:17:39,058 --> 00:17:43,979
Chidi fékk 800 útgáfur af sjálfum sér
troðið samtímis í sál sína.
381
00:17:44,063 --> 00:17:47,191
Hann er nýr maður. Miklu svalari núna.
382
00:17:48,025 --> 00:17:50,569
Mér líkaði einnig við gömlu útgáfuna,
en ekki eins vel.
383
00:17:50,652 --> 00:17:52,071
Það er ekki bara Chidi, dómari.
384
00:17:52,154 --> 00:17:53,864
Þegar ég byrjaði í fyrsta hverfi Michaels
385
00:17:53,947 --> 00:17:57,117
var ég ekkert annað en
vélmenni í svölu vesti,
386
00:17:57,201 --> 00:17:58,577
en sjáið mig núna.
387
00:17:58,660 --> 00:18:01,163
Ég get haft fjórar manneskjur
í víddinni minni
388
00:18:01,246 --> 00:18:04,083
og kallað fram Timothy Olyphant
á augnabliki.
389
00:18:04,166 --> 00:18:08,003
Að vera endurræst aftur og aftur gerði mig
að betri ekki-manneskju en ég var.
390
00:18:08,504 --> 00:18:10,380
Mannfólkið ætti að fá sama tækifæri.
391
00:18:13,050 --> 00:18:13,926
Jæja?
392
00:18:21,475 --> 00:18:22,476
Pass!
393
00:18:23,811 --> 00:18:25,896
Jæja, ég hélt virkilega
að ykkur tækist þetta.
394
00:18:25,979 --> 00:18:29,024
Þetta var mjög ánægjulegt, vinur.
395
00:18:42,287 --> 00:18:45,082
Ég faldi fjarstýringuna eins langt í burtu
og hægt var, en þetta er sekúnduspursmál.
396
00:18:45,165 --> 00:18:46,542
Mér þykir þetta svo leitt.
397
00:18:46,625 --> 00:18:47,668
Hvert fór Shawn?
398
00:18:47,751 --> 00:18:50,087
Ekki ómaka þig.
Hann er bara að leika sér að okkur.
399
00:18:50,170 --> 00:18:52,714
Ég veit. Það veitir mér von.
400
00:18:55,259 --> 00:18:57,678
Varð að gera þetta einu sinni enn
áður en þetta hverfur allt.
401
00:18:57,761 --> 00:19:01,181
- Hvað ertu að bjóða núna?
- Ekkert. Þessu er lokið.
402
00:19:01,265 --> 00:19:02,975
Þetta var síðasta hugmyndin okkar.
403
00:19:03,517 --> 00:19:04,351
Gott.
404
00:19:04,935 --> 00:19:06,728
Brátt verður allt
dýrmæta mannfólkið þitt horfið.
405
00:19:07,855 --> 00:19:09,565
Já. Það er leitt.
406
00:19:10,858 --> 00:19:14,111
Jæja, til hamingju. Þú vannst.
Sjáumst eftir milljarð ára.
407
00:19:15,237 --> 00:19:17,948
Þegar mannfólkið þróast aftur
verð ég aftur ofan í þér, svikari!
408
00:19:18,532 --> 00:19:20,409
Já, ég veit.
409
00:19:20,492 --> 00:19:23,162
Þess vegna sagði ég:
"Sjáumst eftir milljarð ára."
410
00:19:23,245 --> 00:19:24,079
Bíddu.
411
00:19:25,122 --> 00:19:26,498
Ég ætla að fara með illskuræðuna núna.
412
00:19:26,582 --> 00:19:27,541
Ef þú vilt.
413
00:19:30,586 --> 00:19:31,753
"Frá örófi alda
414
00:19:31,837 --> 00:19:34,673
hafa hið góða og illa háð kröftuga baráttu
sem stafar af..."
415
00:19:34,756 --> 00:19:36,425
Þetta virðist heimskulegt
ef þú streitist ekki á móti.
416
00:19:36,508 --> 00:19:39,553
Hvers vegna hefurðu ekki aðra áætlun?
Þú hefur alltaf haft aðra áætlun.
417
00:19:39,636 --> 00:19:41,013
Hvað er að, Shawn?
418
00:19:44,183 --> 00:19:45,225
Jæja þá.
419
00:19:45,726 --> 00:19:47,102
Þú færð mig til að viðurkenna það.
420
00:19:47,686 --> 00:19:49,479
Að berjast við þig er það
skemmtilegasta sem ég hef gert.
421
00:19:49,980 --> 00:19:50,856
Þú veist.
422
00:19:51,440 --> 00:19:52,941
Maður skrúfar fyrsta augað úr og er:
423
00:19:53,025 --> 00:19:55,527
"Maður minn, ég trúi ekki
að ég fái borgað fyrir þetta!"
424
00:19:56,195 --> 00:20:00,032
En í trilljónasta skipti:
"Ég hefði bara átt að verða kennari."
425
00:20:00,616 --> 00:20:03,869
Og svo ferð þú og ferð að þykja vænt um
mannfólkið og eitthvað...
426
00:20:04,661 --> 00:20:05,621
eitthvað breyttist.
427
00:20:06,580 --> 00:20:07,789
Mér fannst aftur gaman.
428
00:20:10,042 --> 00:20:12,044
Ég er ekki viss hvort ég er reiðubúinn
að því ljúki.
429
00:20:12,628 --> 00:20:13,503
Ég veit, vinur.
430
00:20:14,004 --> 00:20:18,175
Það er erfitt þegar einhverju lýkur,
en hvernig sem fer þá er þessu lokið.
431
00:20:18,926 --> 00:20:21,386
Eina spurningin er, hvað er næst?
432
00:20:23,138 --> 00:20:27,768
Ég heyrði ræðuna á djöflaráðstefnunni.
Þú veist að kerfið er rotið.
433
00:20:27,851 --> 00:20:31,396
Þú hefðir ekki leyft mér að prófa
fyrstu tilraunina ef allt væri í lagi.
434
00:20:32,272 --> 00:20:33,774
Reynum nýja leið.
435
00:20:34,358 --> 00:20:35,359
Saman.
436
00:20:40,322 --> 00:20:41,657
Gott og vel, loksins.
437
00:20:41,740 --> 00:20:45,160
Í síðasta skipti, ég,
dómari eftirlífsins...
438
00:20:45,244 --> 00:20:46,536
Bíddu, dómari.
439
00:20:47,496 --> 00:20:48,538
Ertu að grínast?
440
00:20:48,622 --> 00:20:51,583
Fær stelpa ekki að enda mannkynið
í eitt skipti
441
00:20:51,667 --> 00:20:54,086
án þess að öll séu að atast í henni?
442
00:20:54,169 --> 00:20:57,381
- Hvað nú, maður?
- Shawn hefur samþykkt tilboðið okkar.
443
00:20:57,464 --> 00:20:59,883
- Bíddu, í alvöru?
- Í grundvallaratriðum, já.
444
00:21:00,467 --> 00:21:02,261
- Enn smávegis sem þarf að finna inn.
- Út.
445
00:21:02,344 --> 00:21:04,137
Út. Fyrirgefið, gamall vani.
446
00:21:04,221 --> 00:21:06,473
Við getum fundið leið
til að láta þetta ganga.
447
00:21:06,556 --> 00:21:07,391
Sjáið þetta!
448
00:21:07,474 --> 00:21:09,601
- Jason!
- Nei.
449
00:21:10,560 --> 00:21:11,478
Fyrirgefið.
450
00:21:13,313 --> 00:21:14,648
Jæja...
451
00:21:14,731 --> 00:21:20,237
að því gefnu að við endurhönnum
allt eftirlífið samkvæmt þessu,
452
00:21:21,321 --> 00:21:22,531
hvað gerum við fyrst?
453
00:21:26,201 --> 00:21:28,620
Ekki horfa á mig.
Ég er... Ég er bara hugsuður.
454
00:21:28,704 --> 00:21:29,705
Þýðandi: Haraldur Ingólfsson