1
00:00:06,006 --> 00:00:08,925
ÞÁTTARÖÐ ÚR SMIÐJU NETFLIX
2
00:00:11,177 --> 00:00:13,847
- Eitthvað?
- Nei. Enginn veit neitt.
3
00:00:13,930 --> 00:00:15,348
Hvað í héranum er í gangi?
4
00:00:15,432 --> 00:00:17,642
Við höfum ekki fengið nýtt fólk
til að kvelja í heila viku.
5
00:00:17,726 --> 00:00:19,394
- Ég sakna þess.
- Ég veit.
6
00:00:19,477 --> 00:00:22,022
Ég varð svo örvilnaður í morgun
að ég reyndi að fletja út eggaldin.
7
00:00:22,105 --> 00:00:23,481
Það er bara ekki eins.
8
00:00:23,565 --> 00:00:25,483
Hei! Aumingjar. Fundur.
9
00:00:25,567 --> 00:00:27,193
- Um hvað?
- Ég veit það ekki.
10
00:00:27,277 --> 00:00:29,821
Líklega um illa þefjandi pung pabba þíns.
11
00:00:31,573 --> 00:00:33,575
Vonandi ekki meiri þjálfun
vegna kynferðislegrar áreitni.
12
00:00:33,658 --> 00:00:36,911
Við erum nýbúin með það.
Ég er strax svo góður í henni.
13
00:00:38,705 --> 00:00:40,498
Allt í lagi! Við fengum þau.
14
00:00:40,582 --> 00:00:42,333
Allt í lagi, það var lagið!
15
00:00:42,417 --> 00:00:45,587
Já, það er ekki alveg
það sem er að gerast hérna.
16
00:00:45,670 --> 00:00:48,089
Slæmi staðurinn mun breytast.
17
00:00:48,173 --> 00:00:49,215
Og ég er...
18
00:00:49,299 --> 00:00:51,301
Nú, ég er eiginlega yfirmaður núna.
19
00:00:52,010 --> 00:00:53,928
Hann er að grínast, er það ekki?
20
00:00:54,012 --> 00:00:55,054
Ég er hræddur um ekki.
21
00:00:55,138 --> 00:00:56,431
Hlutirnir eru að breytast.
22
00:00:56,514 --> 00:01:00,101
Michael og ég munum reyndar vi...
23
00:01:00,185 --> 00:01:01,936
vi... vi...
24
00:01:02,562 --> 00:01:03,980
vinna... saman.
25
00:01:04,939 --> 00:01:05,982
Þoldi þetta ekki.
26
00:01:06,066 --> 00:01:08,026
Ég þoldi ekki að segja það, tilfinninguna,
þoldi þetta ekki.
27
00:01:08,818 --> 00:01:10,111
Þið hafið verið valin
28
00:01:10,195 --> 00:01:14,532
til að vera fyrstu arkítektar
Slæma staðarins sem læra á nýja kerfið.
29
00:01:14,616 --> 00:01:16,201
Af hverju þurfum við nýtt kerfi?
30
00:01:16,284 --> 00:01:18,787
Pyntingar virka.
Þannig hefur það alltaf verið gert.
31
00:01:18,870 --> 00:01:22,290
Með fullri virðingu, en
"þannig hefur það alltaf verið gert,"
32
00:01:22,373 --> 00:01:24,918
er afsökun sem hefur verið notuð
í hundruð ára
33
00:01:25,001 --> 00:01:27,962
- til að réttlæta rasisma, kvenhatur...
- Einmitt.
34
00:01:28,546 --> 00:01:30,673
Sko? Þessi gella skilur þetta.
35
00:01:35,720 --> 00:01:37,347
50. KAFLI
36
00:01:37,430 --> 00:01:39,557
Þessar tölvur hafa aðgang
37
00:01:39,641 --> 00:01:42,936
að öllum skrám allra
sem eru núna á Slæma staðnum.
38
00:01:43,019 --> 00:01:44,521
Og við þrjú höfum mjög mikilvægt starf.
39
00:01:44,604 --> 00:01:47,816
Að finna út hvaða fyrrum forsetar
Bandaríkjanna voru laumuhommar.
40
00:01:47,899 --> 00:01:49,526
- Nei.
- Jæja þá. Tvíkynhneigðir.
41
00:01:49,609 --> 00:01:51,110
Auðvitað, en einnig,
42
00:01:51,194 --> 00:01:53,113
á meðan Michael er að reyna
að þjálfa arkítektana,
43
00:01:53,196 --> 00:01:56,241
eigum við að finna fyrstu þúsund
manneskjurnar til að taka prófið.
44
00:01:56,324 --> 00:02:00,453
Fólk sem mun sigla í gegnum það
svo við getum byggt traust á kerfinu.
45
00:02:00,537 --> 00:02:01,412
Hverjar eru forsendurnar?
46
00:02:01,496 --> 00:02:04,082
Ætti það að vera fólk
með flest stig samtals?
47
00:02:04,165 --> 00:02:06,084
Eða sem sigraðist á mestu erfiðleikunum?
48
00:02:06,167 --> 00:02:07,377
Ég held að við getum byrjað
á þeim auðveldustu.
49
00:02:07,460 --> 00:02:09,462
Allra besta fólkinu sem var uppi...
50
00:02:10,046 --> 00:02:12,841
Evel Knievel, Kool-Aid manninn, Mini-Me,
51
00:02:12,924 --> 00:02:16,553
DJ Jazzy Jeff, anda
svo við getum óskað okkur eilífðar...
52
00:02:16,636 --> 00:02:18,096
- Jason...
- Ekkert mál, hafið mig með líka.
53
00:02:18,179 --> 00:02:21,099
Einnig Fat Bastard,
áhugaverðasta manni í heimi,
54
00:02:21,182 --> 00:02:23,101
Pikachu, Karate Kid,
55
00:02:23,184 --> 00:02:24,769
Wendy úr Wendy's, úrilla köttinn
56
00:02:24,853 --> 00:02:27,522
og GPS-konuna
sem segir manni hvert á að fara.
57
00:02:28,523 --> 00:02:29,691
Þetta virðist góður tími til að hætta.
58
00:02:29,774 --> 00:02:31,734
Látum gott heita í dag.
Komum aftur fersk á morgun.
59
00:02:31,818 --> 00:02:33,695
- Vel gert, öll!
- Hvað...
60
00:02:36,781 --> 00:02:41,161
Janet er að dreifa skránni
um Tahani Al-Jamil,
61
00:02:41,244 --> 00:02:43,663
sem bauð sig fram
til að taka prófið í dag.
62
00:02:43,746 --> 00:02:45,874
Skoðið þetta og svo höldum við áfram.
63
00:02:45,957 --> 00:02:47,333
Þau virðast ekki mjög áhugasöm.
64
00:02:47,417 --> 00:02:49,377
Þetta gæti orðið erfiðara en ég hélt.
65
00:02:49,460 --> 00:02:52,213
Eins og þegar við reyndum
að kenna Taylor Swift að dansa.
66
00:02:52,755 --> 00:02:54,424
Lengstu fjögur ár ævi minnar.
67
00:02:54,507 --> 00:02:57,677
Við erum að umbylta
öllu kerfi Slæma staðarins
68
00:02:57,760 --> 00:03:00,054
og þessir arkítektar
eru vanir sínum háttum.
69
00:03:00,138 --> 00:03:02,140
Þetta mun kosta mikla vinnu.
70
00:03:02,223 --> 00:03:05,018
En vinnan er skemmtilegi hlutinn.
71
00:03:05,101 --> 00:03:06,853
Skiptir engu hve langan tíma það tekur,
72
00:03:06,936 --> 00:03:11,149
við klárum og hefjum betri
og bjartari framtíð.
73
00:03:11,232 --> 00:03:14,319
Fari þetta til fjandans.
Ég vinn ekki fyrir svikara.
74
00:03:14,402 --> 00:03:15,737
Phil farinn.
75
00:03:15,820 --> 00:03:17,405
Það er nafnið mitt, Phil.
76
00:03:17,488 --> 00:03:19,490
Ó, Phil. Hei. Svona, vinur.
77
00:03:19,574 --> 00:03:21,075
Ég valdi þig persónulega
78
00:03:21,159 --> 00:03:24,787
byggt á frumlegri vinnu þinni
í deild yfirborðskenndrar vakningar.
79
00:03:24,871 --> 00:03:25,872
Vá.
80
00:03:25,955 --> 00:03:28,082
Frábært hjá þér
að hrútskýra deildina mína fyrir mér.
81
00:03:28,166 --> 00:03:29,918
Og ég móðgast.
82
00:03:31,044 --> 00:03:33,630
Maður minn! Hvílík goðsögn!
83
00:03:34,255 --> 00:03:36,132
- Um hvern ertu að lesa?
- Mig.
84
00:03:36,215 --> 00:03:37,425
Ég var flottur á jörðinni.
85
00:03:37,508 --> 00:03:39,969
Ég saug svo mikið af bensíni, Eleanor.
86
00:03:40,637 --> 00:03:42,096
Jafnvel þótt bíllinn væri á ferð,
87
00:03:42,180 --> 00:03:44,599
brennandi, eða úr báti.
88
00:03:44,682 --> 00:03:46,100
Ég náði alltaf þessu bensíni.
89
00:03:46,184 --> 00:03:47,268
Maður minn.
90
00:03:47,352 --> 00:03:50,438
Ég hugsaði aldrei út í
að við gætum skoðað eigin skrár.
91
00:03:50,521 --> 00:03:52,065
Ég prentaði út skrár okkar allra.
92
00:03:55,401 --> 00:03:57,278
Ég elska þig, allt í lagi?
93
00:03:57,362 --> 00:03:58,988
Orðin eru ljúf, en tónninn hræðir.
94
00:03:59,072 --> 00:04:02,283
Við erum ástfangin og allt er frábært,
og ef við ætlum að halda því
95
00:04:02,367 --> 00:04:05,370
verður þú að lofa mér
að lesa skrána mína aldrei, aldrei.
96
00:04:05,453 --> 00:04:08,414
Ef þú vilt það ekki
þá geri ég það auðvitað ekki,
97
00:04:08,498 --> 00:04:10,500
en ekkert þarna gæti breytt
tilfinningum mínum til þín.
98
00:04:11,292 --> 00:04:15,296
Þú segir það núna, en þú veist ekki
hvað ég gerði á hrekkjavöku 2013.
99
00:04:15,380 --> 00:04:17,131
Hvað gerðir þú á hrekkjavöku 2013?
100
00:04:17,215 --> 00:04:19,259
Ég man það ekki,
en hlýtur að hafa verið slæmt.
101
00:04:19,342 --> 00:04:22,428
Því daginn eftir vaknaði ég
í stóru gúmmííláti
102
00:04:22,512 --> 00:04:23,721
í kjallara hjá einhverju fólki
103
00:04:23,805 --> 00:04:25,807
og ég ældi yfir gömlu myndaalbúmin þeirra.
104
00:04:26,891 --> 00:04:29,644
Þetta er svipurinn
sem við reynum að forðast, vinur.
105
00:04:29,727 --> 00:04:31,354
Ég þarf ekki að lesa skrána þína.
106
00:04:31,437 --> 00:04:33,022
Ég þekki þig.
107
00:04:33,106 --> 00:04:36,651
Ég elska þig og get ekki beðið
eftir að verja eilífðinni með þér.
108
00:04:38,194 --> 00:04:41,990
Augljóslega höfum við verk að vinna
109
00:04:42,073 --> 00:04:43,491
og þurfum bæði að ná prófinu.
110
00:04:43,574 --> 00:04:45,285
En að lokum verðum við saman til eilífðar.
111
00:04:45,368 --> 00:04:46,327
Þú verður að lesa skrána mína strax.
112
00:04:46,411 --> 00:04:48,788
Ha? Ég er ráðvilltur. Er þetta leikur?
113
00:04:49,831 --> 00:04:51,541
Er þetta einhvers konar kynlífsleikur?
114
00:04:51,624 --> 00:04:52,792
Ég get ekki tekið áhættuna.
115
00:04:52,875 --> 00:04:55,378
Hvað ef við verjum hálfri eilífðinni saman
116
00:04:55,461 --> 00:04:58,548
og svo finnur þú eitthvað
sem breytir tilfinningum þínum til mín
117
00:04:58,631 --> 00:05:02,343
og svo fyrirlítur þú mig
fyrir að sóa hálfri eilífð þinni?
118
00:05:02,427 --> 00:05:04,721
Nei. Það er betra
að rífa plásturinn beint af
119
00:05:04,804 --> 00:05:07,515
og þú lesir allt það slæma núna,
þegar við erum heit og áköf.
120
00:05:07,598 --> 00:05:09,809
- Gott og vel. Ég skal lesa hana.
- Já.
121
00:05:09,892 --> 00:05:11,894
Má ég klára að lesa
um Oskar Schindler fyrst?
122
00:05:11,978 --> 00:05:16,899
Er ég á eftir honum? Listagaurnum?
Við erum glötuð, gaur.
123
00:05:16,983 --> 00:05:20,194
Eftir eins margar tilraunir og þarf,
ef manneskjan ykkar nær prófinu,
124
00:05:20,278 --> 00:05:22,322
og sýnir að hún á skilið
að fara á Góða staðinn,
125
00:05:22,405 --> 00:05:23,573
heyrið þið þetta hljóð...
126
00:05:24,198 --> 00:05:26,117
Góði staður, hér kem ég.
127
00:05:26,200 --> 00:05:27,994
Þetta nýja kerfi er frábært!
128
00:05:28,077 --> 00:05:30,538
Hverjum eigum við að þakka
þessa áreynslulausu...
129
00:05:30,621 --> 00:05:31,706
innleiðingu þess?
130
00:05:31,789 --> 00:05:34,751
Hver sem það er, getum við verið
sammála um að það er snilld.
131
00:05:35,335 --> 00:05:38,004
Það var ég. Bless, öll.
132
00:05:38,087 --> 00:05:39,964
Detti mér allar dauðar lýs!
133
00:05:40,048 --> 00:05:41,716
Er þessi mynd loksins búin?
134
00:05:41,799 --> 00:05:43,551
Henni er lokið. Bara eitt smá...
135
00:05:44,135 --> 00:05:45,595
Þetta er próf
136
00:05:49,015 --> 00:05:51,434
Betra en önnur próf
137
00:05:52,769 --> 00:05:55,188
- Ég held að við...
- Jæja, vangaveltur?
138
00:05:55,271 --> 00:05:58,232
Já. Þetta hljómar allt svo hallærislega.
139
00:05:58,316 --> 00:06:01,069
Nei, það er núverandi kerfi
sem er hallærislegt.
140
00:06:01,152 --> 00:06:02,320
Það er svo einfalt.
141
00:06:02,403 --> 00:06:04,238
Þið fáið skrá manneskju
142
00:06:04,322 --> 00:06:05,948
og verum hreinskilin,
þið lesið hana aldrei.
143
00:06:06,032 --> 00:06:08,743
Þið bara farið beint
í kaflann um ótta og fóbíur
144
00:06:08,826 --> 00:06:09,952
og notið það til að kvelja hana.
145
00:06:10,036 --> 00:06:12,455
Ótti við snáka?
Hendið henni í snákagryfjuna.
146
00:06:12,538 --> 00:06:16,042
Áhyggjur af að eitthvað komi fyrir
þinn venjulega, sívala lim?
147
00:06:16,125 --> 00:06:16,959
Fletjum hann.
148
00:06:17,043 --> 00:06:18,628
Þessi nýja leið gerir ykkur kleift
149
00:06:18,711 --> 00:06:22,673
að prófa sálræna galla fólks og veikleika.
150
00:06:22,757 --> 00:06:24,884
Og trúið okkur, það er nóg af þeim.
151
00:06:24,967 --> 00:06:27,345
- Hei!
- Fyrirgefið. Ég er í söluham.
152
00:06:27,428 --> 00:06:30,640
Þetta er tækifærið ykkar
til að vera hluti af nýrri framtíð.
153
00:06:30,723 --> 00:06:33,726
Ætlið þið að segja mér
að ekki sé til einn einasti djöfull
154
00:06:33,810 --> 00:06:38,147
sem langar til að hanna fyrsta
prófið í þessu nýja kerfi?
155
00:06:38,231 --> 00:06:39,732
Sá er til.
156
00:06:39,816 --> 00:06:42,193
Og hún er ísköld gella.
157
00:06:45,321 --> 00:06:46,906
Vicky, hvað ert þú að gera hér?
158
00:06:46,989 --> 00:06:51,077
Slakaðu á. Ég heyrði um nýja kerfið.
Líst vel á það og vil vera með.
159
00:06:51,160 --> 00:06:53,371
Fyrirgefðu að ég skuli efast,
160
00:06:53,454 --> 00:06:57,083
eftir að þú reyndir að eyðileggja
allt heila hverfið mitt.
161
00:06:57,166 --> 00:06:58,709
Sko. Eftir að þú sprengdir mig í slím
162
00:06:58,793 --> 00:07:01,295
hafði ég mikinn tíma til að hugsa
á meðan það var að endurraðast.
163
00:07:01,379 --> 00:07:05,091
Ef hlutirnir eiga að breytast
verð ég að breytast með þeim.
164
00:07:05,174 --> 00:07:09,512
Breytingar geta vissulega verið ógnandi,
en ég er listakona,
165
00:07:09,595 --> 00:07:12,849
sem þýðir að ég á að vera hrædd.
166
00:07:13,432 --> 00:07:15,143
Jæja þá, fáðu þér sæti.
167
00:07:15,226 --> 00:07:17,103
Janet lætur þig fá skrá Tahani.
168
00:07:17,186 --> 00:07:18,479
Ó, nei. Ég þarf ekki skrána hennar.
169
00:07:18,563 --> 00:07:20,314
Ég þekki Tahani mjög vel.
170
00:07:20,398 --> 00:07:23,901
Sjálfsheltekin, fjölskylduvandamál,
of upptekin af því að vera hávaxin.
171
00:07:23,985 --> 00:07:25,820
Dæmigerð Vicky, talandi niður til fólks.
172
00:07:25,903 --> 00:07:28,614
En það skiptir ekki máli
því ég er fyrir ofan það.
173
00:07:29,449 --> 00:07:31,325
Því ég er nær sólinni.
174
00:07:32,535 --> 00:07:33,369
Ég er hávaxin.
175
00:07:36,414 --> 00:07:38,708
Ó, nei. Ég vissi það. Nú hatarðu mig.
176
00:07:38,791 --> 00:07:41,627
Hvað varð til þess? Þegar mér var stefnt
af góðgerðastofnuninni?
177
00:07:41,711 --> 00:07:44,005
- Nei.
- Ég veit hvað það var.
178
00:07:44,088 --> 00:07:47,008
Mér til varnar þá vissi ég ekki
að hann væri tvíburi kærastans míns
179
00:07:47,091 --> 00:07:48,593
fyrr en í miðjum klíðum
180
00:07:48,676 --> 00:07:51,304
og á þeim tímapunkti
er þetta fórnarkostnaður.
181
00:07:51,387 --> 00:07:52,263
Ég hata þig alls ekki.
182
00:07:52,346 --> 00:07:54,223
Þú fékkst erfið verkefni.
183
00:07:54,307 --> 00:07:56,142
Þú þurftir að ala þig upp sjálf,
184
00:07:56,225 --> 00:08:00,480
en þú varst samt sjálfsöruggari
við 13 ára aldur en ég var nokkurn tíma.
185
00:08:01,063 --> 00:08:04,442
Að sjá allt þitt líf lagt svona fram er...
186
00:08:05,651 --> 00:08:06,486
er alveg einstakt.
187
00:08:07,069 --> 00:08:09,113
Gott og vel, svo þú elskar mig enn.
188
00:08:09,989 --> 00:08:11,991
Þig langar enn í mig.
189
00:08:12,074 --> 00:08:13,284
Hvað er þá að?
190
00:08:13,367 --> 00:08:15,036
Ég er ekki nógu góður fyrir þig!
191
00:08:15,119 --> 00:08:16,704
Ég meina... Sjáðu skrána mína.
192
00:08:16,787 --> 00:08:21,459
Hún er einn tíundi miðað við þína
því ég gerði ekkert í lífinu.
193
00:08:21,542 --> 00:08:24,170
Já, við erum ólík,
en við vitum það nú þegar.
194
00:08:24,253 --> 00:08:25,671
Af hverju ertu að fara á taugum?
195
00:08:25,755 --> 00:08:27,757
Þú ert svali, sjálfsöruggi Chidi
núna, manstu?
196
00:08:27,840 --> 00:08:29,926
Ég er öruggur með tilfinningar mínar
til þín.
197
00:08:30,009 --> 00:08:33,721
Ég er líka öruggur með
að ég sé hundleiðinlegur
198
00:08:33,804 --> 00:08:36,015
og þú eigir skilið að vera með einhverjum
sem er það ekki.
199
00:08:36,098 --> 00:08:39,185
Eins og Nicolas, slökkviliðsmanninum
sem þú varst með 2009.
200
00:08:39,268 --> 00:08:42,813
Hann bjargaði fólki úr brennandi húsum
og hann var svo flottur.
201
00:08:44,023 --> 00:08:45,942
Nicolas slökkviliðsmaður...
202
00:08:47,527 --> 00:08:49,362
Nicolas.
203
00:08:49,904 --> 00:08:51,531
Ég get ekki mótmælt þessu, en...
204
00:08:52,657 --> 00:08:53,950
Ég elska þig.
205
00:08:54,033 --> 00:08:56,661
Mig langar ekki að vera með neinum öðrum.
206
00:08:56,744 --> 00:08:58,287
Að minnsta kosti ekki til eilífðar.
207
00:08:58,371 --> 00:09:00,998
Ef Frida Kahlo vill kela við mig
í himnaríki
208
00:09:01,082 --> 00:09:02,583
þá þurfum við að tala saman,
209
00:09:02,667 --> 00:09:07,129
en ef þú last skrána mína og ert sáttur
þá erum við sátt.
210
00:09:07,213 --> 00:09:09,924
Nema það sé eitthvað í þinni skrá
sem myndi trufla mig.
211
00:09:10,007 --> 00:09:12,134
Eins og að hafa bókasafnsbók
fram yfir skilatíma.
212
00:09:12,218 --> 00:09:13,469
Ha? Ég flutti.
213
00:09:13,553 --> 00:09:15,012
Hún lenti neðst í kassanum.
214
00:09:15,096 --> 00:09:16,556
Ég setti bókasafnið í erfðaskrána mína
til að bæta fyrir það.
215
00:09:16,639 --> 00:09:17,682
Nei, ég er að grínast.
216
00:09:17,765 --> 00:09:18,891
Slakaðu á.
217
00:09:18,975 --> 00:09:20,268
Förum aftur að vinna.
218
00:09:22,812 --> 00:09:25,064
Þegar ég ýti á þessa stöng
219
00:09:25,147 --> 00:09:29,026
fer Tahani inn í kringumstæðurnar
sem Megan hefur hannað
220
00:09:29,110 --> 00:09:31,487
og munu prófa
siðferðilega ákvarðanatöku hennar.
221
00:09:31,571 --> 00:09:35,199
Augljóslega mun fólk ekki vita
í alvöru prófinu að það sé próf,
222
00:09:35,283 --> 00:09:37,743
en þetta ætti að vera góð æfing.
223
00:09:38,327 --> 00:09:39,161
Öll tilbúin?
224
00:09:43,666 --> 00:09:44,667
Forrétt?
225
00:09:45,251 --> 00:09:46,961
Já. Þakka þér fyrir.
226
00:09:47,587 --> 00:09:48,713
Keðjusagarbjörn!
227
00:09:51,132 --> 00:09:53,050
Gott og vel, fáein atriði.
228
00:09:53,134 --> 00:09:56,470
Við notum ekki
keðjusagarbirni lengur, manstu?
229
00:09:56,554 --> 00:09:58,848
Einmitt. Gott og vel. Já.
230
00:09:58,931 --> 00:10:01,267
- Hvað annað?
- Það var aðallega þetta eina.
231
00:10:01,350 --> 00:10:03,102
Viltu ekki prófa aftur?
232
00:10:03,185 --> 00:10:06,522
Og mundu að áskoranirnar
sem viðkomandi fær
233
00:10:06,606 --> 00:10:09,191
ættu að vera smærri
og auðveldari að tengjast.
234
00:10:10,026 --> 00:10:10,860
Gott og vel.
235
00:10:12,445 --> 00:10:13,988
Forrétt? Þetta er laxafrauð.
236
00:10:14,071 --> 00:10:15,448
Er það eldislax?
237
00:10:15,531 --> 00:10:17,783
Því ég vil frekar styðja
sjálfbærar veiðar.
238
00:10:18,909 --> 00:10:20,286
Mánudagar, maður?
239
00:10:20,369 --> 00:10:21,245
Keðjusög!
240
00:10:22,538 --> 00:10:24,373
Þú sagðir smærri
og auðveldari að tengjast.
241
00:10:24,457 --> 00:10:28,127
Björninn er smærri, fólk hatar mánudaga
og elskar beikon.
242
00:10:28,210 --> 00:10:29,462
Hvað viltu frá mér?
243
00:10:29,545 --> 00:10:31,631
Michael, má ég prófa?
244
00:10:31,714 --> 00:10:33,049
Ég get sýnt þeim hvað þú ert
að reyna að gera.
245
00:10:33,132 --> 00:10:35,468
Jæja þá, Vicky, gjörðu svo vel.
246
00:10:36,344 --> 00:10:39,764
Fyrst þarf ég að komast inn
í höfuðið á Tahani.
247
00:10:39,847 --> 00:10:40,890
Halló, elskan.
248
00:10:40,973 --> 00:10:43,142
Piss-poss, túnfiskur og súrkrás.
249
00:10:43,225 --> 00:10:47,647
Einu sinni spilaði ég ballskák
við Questlove og Oliviu Munn.
250
00:10:47,730 --> 00:10:48,773
Já, þarna er hún.
251
00:10:48,856 --> 00:10:50,066
Gefið mér augnablik.
252
00:10:52,777 --> 00:10:55,446
Var að klára að lesa um James Buchanan.
253
00:10:55,946 --> 00:11:00,117
Án vafa dálítið tvíkynhneigður.
Ég set hann í kannski bunkann.
254
00:11:01,494 --> 00:11:04,038
Mig langar í flögur. Er nammibar hérna?
255
00:11:05,831 --> 00:11:06,874
Hvað er í gangi, gaur?
256
00:11:06,957 --> 00:11:08,376
Ég veit að þú ert í uppnámi.
Það er augljóst.
257
00:11:08,959 --> 00:11:09,877
- Er það?
- Já.
258
00:11:09,960 --> 00:11:12,129
Þú sagðir Eleanor að þú værir í uppnámi
259
00:11:12,213 --> 00:11:13,381
og ég held að þú sért það enn.
260
00:11:13,964 --> 00:11:17,551
Þegar ég skoðaði líf Eleanor
sá ég hve ólík við erum.
261
00:11:17,635 --> 00:11:20,096
Ef kerfið virkar og við náum bæði prófinu
262
00:11:20,179 --> 00:11:24,350
sé ég enga útgáfu af eilífðinni
þar sem hún verður ekki leið á mér.
263
00:11:24,433 --> 00:11:27,186
Plathimnaríkið mitt var 56 fermetra íbúð
264
00:11:27,269 --> 00:11:31,273
sem var í raun bókaskápur
og klósett og ég dýrkaði það.
265
00:11:31,357 --> 00:11:34,318
Og hvað? Það er svalt
að þið séuð svona ólík.
266
00:11:34,402 --> 00:11:36,695
Stundum geta tvær manneskjur
sem eiga ekkert sameiginlegt
267
00:11:36,779 --> 00:11:39,907
náð saman og það er flott.
Andstæður dragast saman.
268
00:11:39,990 --> 00:11:42,535
Þú þarfnast að það sé satt
því þú ert að hitta Janet.
269
00:11:43,494 --> 00:11:44,912
Algjörar andstæður.
270
00:11:45,496 --> 00:11:49,500
Hvað ertu að segja?
Að Janet gæti orðið leið á mér?
271
00:11:49,583 --> 00:11:51,836
Nei, það er ekki... Fyrirgefðu.
Ég átti ekki við...
272
00:11:51,919 --> 00:11:53,671
Maður... Ó, nei.
273
00:11:53,754 --> 00:11:55,464
Nei, Jason, komdu aftur, ég...
274
00:11:58,634 --> 00:12:00,761
Ég vildi vera kominn aftur
á klósettsbókasafnið mitt.
275
00:12:01,262 --> 00:12:06,016
Og á rétta staði, og... byrja.
276
00:12:09,186 --> 00:12:12,106
Ótrúlegt að við skulum enn vera
með kvöldverð fyrir Kamiluh?
277
00:12:12,189 --> 00:12:13,691
Svo vandræðalegt.
278
00:12:13,774 --> 00:12:14,984
Hún veit það ekki enn,
279
00:12:15,067 --> 00:12:17,987
en ég heyrði að dómar
um nýju plötuna verði hræðilegir.
280
00:12:18,070 --> 00:12:20,573
Orðrómurinn er að útgáfan
vilji losa sig við hana.
281
00:12:20,656 --> 00:12:24,493
Ég heyrði að hún gæti þurft
að fljúga á almennu og skrá farangur,
282
00:12:24,577 --> 00:12:25,786
hvað sem það þýðir.
283
00:12:26,454 --> 00:12:27,621
Þakka ykkur, öll,
284
00:12:27,705 --> 00:12:30,624
fyrir að koma
til að fagna dóttur okkar, Kamiluh.
285
00:12:30,708 --> 00:12:33,252
Ég veit að þið eruð öll mjög upptekin.
286
00:12:33,335 --> 00:12:35,254
Sjáið bara hina dóttur okkar, Tahani.
287
00:12:35,337 --> 00:12:37,006
Hún þurfti að koma beint úr ræktinni.
288
00:12:37,590 --> 00:12:40,468
Vill einhver segja eitthvað fallegt
289
00:12:40,551 --> 00:12:44,472
um nýjustu plötu Kamiluh,
eða eitthvað um hana?
290
00:12:44,555 --> 00:12:46,724
Það er svo margt til að fagna.
291
00:12:46,807 --> 00:12:48,601
Kannski Tahani ætti að tala.
292
00:12:48,684 --> 00:12:53,230
Hún hefur fengið sinn skerf af vonbrigðum.
Ætti að vera góð meðferð að tala um mig.
293
00:12:53,314 --> 00:12:56,901
Vissulega. Ég get sagt eitthvað...
294
00:12:58,611 --> 00:12:59,945
en ég hef ekki hugmynd um hvað.
295
00:13:01,280 --> 00:13:02,656
Drottinn minn, þetta er erfitt.
296
00:13:05,242 --> 00:13:08,496
Vel gert, Vicky.
Þetta var ansi gott... fyrir kerfið.
297
00:13:08,579 --> 00:13:10,080
Fyrir mig var þetta frekar áfall.
298
00:13:10,164 --> 00:13:12,666
Allt í lagi. Það var eins og
foreldrar hennar væru keðjusagarbjörninn,
299
00:13:12,750 --> 00:13:16,378
en í staðinn fyrir að afhöfða hana
tóku þau sjálfstraustið af henni.
300
00:13:16,462 --> 00:13:18,130
Já. Megan, gott.
301
00:13:18,214 --> 00:13:19,632
Taka það sem maður veit um fólk
302
00:13:19,715 --> 00:13:22,176
og neyða það svo inn í aðstæður
sem eru persónulega erfiðar.
303
00:13:22,259 --> 00:13:26,263
Hugsið þetta eins og að fletja út typpin
í hjörtum þess.
304
00:13:27,348 --> 00:13:28,682
Nú virðist vit í þessu.
305
00:13:28,766 --> 00:13:32,228
Viljið þið ekki kafa dýpra ofan í
skrána hennar og finna fleiri áskoranir?
306
00:13:33,521 --> 00:13:35,064
Hægið á ykkur.
307
00:13:35,147 --> 00:13:37,107
Vicky kom með gott dæmi.
308
00:13:37,191 --> 00:13:39,193
Þarna var eitthvað gott á ferðinni.
309
00:13:39,276 --> 00:13:43,364
En í heildina? C-plús.
Þetta var C-plús, myndi ég segja.
310
00:13:43,447 --> 00:13:44,865
Það eru ákveðin vandkvæði.
311
00:13:44,949 --> 00:13:47,493
Tæknileg atriði sem aðeins ég sé, og allt,
312
00:13:47,576 --> 00:13:50,162
svo þetta var í rauninni lélegt.
313
00:13:50,246 --> 00:13:52,790
Svo ég held að best sé að þú farir, Vicky.
314
00:13:52,873 --> 00:13:54,750
Þetta gengur ekki. Þú ert léleg í þessu.
315
00:13:54,833 --> 00:13:56,502
C-plús. Gott og vel, Bless.
316
00:13:56,585 --> 00:14:00,047
Vá. Sami gamli Michael.
Getur bara ekki deilt sviðsljósinu.
317
00:14:00,130 --> 00:14:01,632
Jæja, bless, öll.
318
00:14:02,216 --> 00:14:03,384
Þá er þessu lokið með Vicky.
319
00:14:08,764 --> 00:14:10,391
Michael, af hverju rakstu Vicky?
320
00:14:10,474 --> 00:14:13,519
Sjáið til, ég veit að henni gekk vel
á fyrsta prófinu.
321
00:14:13,602 --> 00:14:16,772
En það er byrjendaheppni.
Það er óvæntur þáttur í þessu.
322
00:14:17,690 --> 00:14:20,568
Leynisósa sem aðeins ég einn
veit hvernig á að...
323
00:14:21,443 --> 00:14:25,281
hella yfir safaríku steikina
í þessu ferli.
324
00:14:25,364 --> 00:14:27,616
Ég hef aldrei sagt þetta áður, en... ha?
325
00:14:27,700 --> 00:14:31,036
Vicky er ekki aðeins góð í að hanna próf,
heldur er hún góð í að kenna öðrum.
326
00:14:31,120 --> 00:14:33,122
Nú, það er vandamálið. Hún fer of hratt.
327
00:14:33,205 --> 00:14:35,207
Við verðum að læra að ganga
áður en við getum hlaupið.
328
00:14:35,291 --> 00:14:37,835
Fyrst hélstu að þetta tæki heila eilífð,
en nú gengur það of hratt.
329
00:14:37,918 --> 00:14:39,962
Í fyrsta lagi, þegiðu.
330
00:14:40,045 --> 00:14:42,089
Í öðru lagi, þegiðu bara.
331
00:14:42,673 --> 00:14:44,383
Það er augljóst hvað er í gangi hérna.
332
00:14:44,466 --> 00:14:47,845
Þú vilt ekki að erkióvinur þinn
leysi vandamálið fyrir þig.
333
00:14:47,928 --> 00:14:48,762
Ég þekki þá tilfinningu.
334
00:14:48,846 --> 00:14:51,974
Einu sinni á jörðinni vissi ég ekki eitt
og þurfti að spyrja Alexu.
335
00:14:52,725 --> 00:14:53,559
Mér fannst ég óhrein.
336
00:14:55,144 --> 00:14:56,812
Nei, það er ekki málið.
337
00:14:59,231 --> 00:15:03,444
Ég er í uppnámi því í hundruð ára
hef ég haft starf.
338
00:15:03,527 --> 00:15:06,822
Fyrst var það að finna betri leiðir
til að kvelja fólk,
339
00:15:06,906 --> 00:15:10,701
síðan að hjálpa því,
síðan að bæta kerfi sem virkaði ekki,
340
00:15:10,784 --> 00:15:12,286
síðan að kenna djöflunum.
341
00:15:12,369 --> 00:15:16,498
Ég þurfti ítrekað að rúlla grjóti
upp brekkuna.
342
00:15:16,582 --> 00:15:19,501
Og svo rann það niður
svo ég þurfti að rúlla því upp aftur.
343
00:15:19,585 --> 00:15:22,046
Og svo kemur Vicky með þetta...
344
00:15:22,963 --> 00:15:27,885
eins og einhverja grjótlyftu
og bara lyftir því upp á toppinn.
345
00:15:27,968 --> 00:15:30,763
Að ýta grjótinu upp brekkuna
gaf mér tilgang.
346
00:15:31,639 --> 00:15:32,598
Hver er ég...
347
00:15:33,933 --> 00:15:35,809
ef grjótið er horfið?
348
00:15:36,727 --> 00:15:39,521
Kaldhæðnislegt, en það er einmitt
það sem Vin Diesel spurði mig
349
00:15:39,605 --> 00:15:42,691
þegar Dwayne Johnson neitaði að koma fram
í Fast & Furious 9.
350
00:15:43,692 --> 00:15:46,111
Ekki hjálplegt? Náði því.
351
00:15:46,820 --> 00:15:50,240
Í hreinskilni, Michael, ég veit ekki
hvað verður um þig,
352
00:15:50,324 --> 00:15:51,617
né nokkurt okkar.
353
00:15:51,700 --> 00:15:55,329
En að fá Vicky aftur er besti möguleikinn
til að láta þetta ganga upp núna.
354
00:15:55,412 --> 00:15:59,249
Einbeitum okkur að því
og fáumst við framtíðina í framtíðinni.
355
00:16:01,251 --> 00:16:02,169
Hei...
356
00:16:05,005 --> 00:16:08,425
Fyrirgefðu það sem ég sagði áðan, maður.
357
00:16:08,509 --> 00:16:10,552
Nei, þetta var rétt hjá þér.
358
00:16:10,636 --> 00:16:14,723
Janet og ég erum ólík.
Kannski endist þetta ekki.
359
00:16:15,224 --> 00:16:17,559
Kannski erum við eins og
Montague- og Capulet-fólkið.
360
00:16:17,643 --> 00:16:18,686
Hvernig þekkir þú það?
361
00:16:18,769 --> 00:16:22,022
Ég las bækur, maður, jeminn.
362
00:16:22,606 --> 00:16:23,691
Allt í lagi, heyrðu.
363
00:16:25,234 --> 00:16:28,028
Kannski á pappírunum
er ekki vit í þér og Janet saman,
364
00:16:28,112 --> 00:16:29,029
en hverjum er ekki sama?
365
00:16:29,113 --> 00:16:32,616
Sambandið sem þið hafið byggt upp saman
er yndislegt.
366
00:16:32,700 --> 00:16:35,995
Hún þekkir þig og elskar þig
og það eitt skiptir máli.
367
00:16:37,037 --> 00:16:38,998
- Telurðu það í alvöru?
- Auðvitað geri ég það.
368
00:16:40,457 --> 00:16:41,291
Auli!
369
00:16:42,584 --> 00:16:45,004
- Fyrirgefðu?
- Ég náði þér algjörlega.
370
00:16:45,087 --> 00:16:48,924
Gaur, láttu eins og það sem þú sagðir
hafir þú sagt við þig en ekki mig.
371
00:16:49,008 --> 00:16:50,801
Og þú verður að hlusta á sjálfan þig
372
00:16:50,884 --> 00:16:53,721
því þetta var þegar í höfðinu á þér
og svo kom það út.
373
00:16:53,804 --> 00:16:55,305
En settu það bara aftur inn í höfuðið
374
00:16:55,389 --> 00:17:00,227
og áttaðu þig á að það varst þú
að tala um þig og Eleanor.
375
00:17:00,978 --> 00:17:07,026
Ótrúlegt en satt, ég veit hvað þú átt við
og ég verð að viðurkenna. Þetta var...
376
00:17:07,651 --> 00:17:09,570
- Þetta var gott.
- Já, það var það.
377
00:17:09,653 --> 00:17:11,488
Skál og mát.
378
00:17:17,077 --> 00:17:17,995
Hæ!
379
00:17:18,579 --> 00:17:19,455
Þarna er hún.
380
00:17:19,538 --> 00:17:23,834
- Hvert ertu að fara?
- Ég er með tíma í ísköldu jóga.
381
00:17:23,917 --> 00:17:26,587
- Meiriháttar. Maður tognar svo víða.
- Já.
382
00:17:27,337 --> 00:17:28,172
Hvað viltu?
383
00:17:29,381 --> 00:17:31,508
Mér þykir leitt að ég skyldi henda þér út.
384
00:17:31,592 --> 00:17:33,218
Það snérist ekki um þig.
385
00:17:33,302 --> 00:17:36,138
Það var bara mitt eigið óöryggi
sem þvældist fyrir.
386
00:17:37,347 --> 00:17:38,390
Viltu vera svo væn að koma aftur?
387
00:17:39,224 --> 00:17:40,267
Nei.
388
00:17:40,350 --> 00:17:43,062
Ég ætla ekki að láta þig
gera lítið úr mér aftur.
389
00:17:43,145 --> 00:17:45,939
Ég er sterkur, sjálfstæður sýrusnákur
390
00:17:46,023 --> 00:17:48,776
í búningi sterkrar, sjálfstæðrar konu.
391
00:17:48,859 --> 00:17:49,818
Heyrðu.
392
00:17:51,904 --> 00:17:54,448
Þú varst það besta
í upphaflega hverfinu mínu.
393
00:17:54,531 --> 00:17:56,992
Ég tók þér sem sjálfsögðum hlut
og það var rangt.
394
00:17:57,951 --> 00:18:00,829
En núna vil ég veita þér
besta hlutverk ævinnar.
395
00:18:01,663 --> 00:18:04,416
Þú færð að stjórna verkefninu.
396
00:18:04,500 --> 00:18:07,002
Ég læt þig fá allar mínar áætlanir
og athugasemdir,
397
00:18:07,086 --> 00:18:09,713
en svo stíg ég til hliðar og þú tekur við.
398
00:18:09,797 --> 00:18:12,132
Full listræn stjórn...
399
00:18:12,925 --> 00:18:13,759
eins og leikstjóri.
400
00:18:14,343 --> 00:18:16,220
- Hvað segirðu?
- Nú...
401
00:18:17,221 --> 00:18:18,055
Það hljómar vel.
402
00:18:18,138 --> 00:18:19,264
En það gengur ekki upp.
403
00:18:19,348 --> 00:18:21,183
Öll hérna hata þig svo mikið
404
00:18:21,266 --> 00:18:23,936
að setjir þú mig við stjórnvölinn
telja þau mig strengjabrúðu þína.
405
00:18:24,019 --> 00:18:26,271
Ég get ekki samþykkt
karlmennsku þína yfir mig alla.
406
00:18:26,355 --> 00:18:29,858
Ég veit. Þess vegna ætla ég ekki
að láta þig fá þetta.
407
00:18:30,734 --> 00:18:32,111
Þú munt taka það.
408
00:18:33,570 --> 00:18:34,738
Hei.
409
00:18:34,822 --> 00:18:41,537
Ég var heimskur
og Jason gaf mér mjög góð ráð.
410
00:18:42,037 --> 00:18:42,871
Klassískt hjá okkur.
411
00:18:42,955 --> 00:18:48,710
Það sem við vorum á jörðinni
er agnarsmár hluti af okkur
412
00:18:48,794 --> 00:18:51,630
og jafnvel enn smærri hluti
af því sem við erum saman.
413
00:18:51,713 --> 00:18:53,882
Mér þykir leitt
að ég skyldi fara á taugum,
414
00:18:53,966 --> 00:18:56,510
en einnig, einhvern daginn,
þegar við komumst á Góða staðinn,
415
00:18:56,593 --> 00:18:59,388
ætla ég að læra á gítar
svo þú verðir ekki leið á mér.
416
00:19:00,180 --> 00:19:01,515
Ég er hrifnari af trommurum.
417
00:19:02,516 --> 00:19:03,684
Lestu skrána mína.
418
00:19:06,186 --> 00:19:07,354
Afsakið töfina.
419
00:19:07,437 --> 00:19:09,731
Á þessu næsta stigi þjálfunarinnar...
420
00:19:09,815 --> 00:19:13,026
- Hættu strax.
- Vicky? Hélt ég hefði losað mig við þig.
421
00:19:13,110 --> 00:19:16,113
Og nú kemur þú óvænt inn um dyrnar.
422
00:19:16,196 --> 00:19:18,448
Rétt. Ég er að setja uppreisn í gang.
423
00:19:18,532 --> 00:19:22,077
Jæja, við eigum okkur sögu, ekki satt?
424
00:19:22,161 --> 00:19:24,538
En ég er enn uppistandandi, Mikki minn.
425
00:19:24,621 --> 00:19:26,915
Og núna, þá tek ég yfir.
426
00:19:26,999 --> 00:19:29,960
Útskýrðu hvað þú átt við,
fyrir mér og öllum hinum.
427
00:19:30,043 --> 00:19:32,254
Núna er þetta mín þjálfun. Þú ert búinn.
428
00:19:32,337 --> 00:19:34,882
Og þessir djöflar standa með mér,
ekki satt?
429
00:19:34,965 --> 00:19:38,927
- Já!
- Jæja, Vicky. Þú vinnur... í þetta sinn.
430
00:19:39,011 --> 00:19:40,679
Tahani, Janet, komum.
431
00:19:40,762 --> 00:19:43,515
Nei, en bíddu... við erum enn að rífast.
432
00:19:43,599 --> 00:19:47,269
Og það er svo mikill hiti
að það gæti sprungið í...
433
00:19:48,437 --> 00:19:50,355
danseinvígið í West Side Story?
434
00:19:50,939 --> 00:19:53,233
Nei, ég er í of miklu uppnámi
yfir uppreisninni.
435
00:19:53,817 --> 00:19:56,111
Snöggar. Áður en hún byrjar að syngja.
436
00:19:56,612 --> 00:19:57,446
1.28 JEREMY BEARIMY SÍÐAR
437
00:19:57,529 --> 00:19:58,906
Velkomin, öll!
438
00:19:58,989 --> 00:20:00,741
NÝÍ ÞJÁLFUNARSKÓLI EFTIRLÍFSARKÍTEKTA
439
00:20:00,824 --> 00:20:04,453
Arkítektar Góða staðarins til vinstri,
arkítektar Slæma staðarins til hægri.
440
00:20:04,536 --> 00:20:09,333
Finnið skrárnar ykkar og námskeiðsgögnin.
Kennsla hefst eftir 30 mínútur.
441
00:20:12,586 --> 00:20:16,465
Námskeiðið Hreyfing fyrir hraunskrímsli
er orðið fullt.
442
00:20:16,548 --> 00:20:18,383
O, maður!
443
00:20:19,259 --> 00:20:22,721
Þú komst grjótinu upp brekkuna
og það virðist ætla að haldast þar.
444
00:20:23,597 --> 00:20:24,932
Nú þurfum við bara
að finna þitt næsta grjót.
445
00:20:26,475 --> 00:20:28,393
Jæja, fyrsti hópur af hverfum
er kominn í gang.
446
00:20:28,977 --> 00:20:30,145
Hvað nú?
447
00:20:30,729 --> 00:20:32,814
Þetta er hljóðið
þegar einhver kemst inn í Góða staðinn.
448
00:20:32,898 --> 00:20:35,234
Hver var það? Prince?
Hlýtur að vera Prince.
449
00:20:35,317 --> 00:20:36,818
Í hreinskilni, ef það var ekki Prince
450
00:20:36,902 --> 00:20:38,445
er þetta allt í ruglinu
og við verðum að byrja aftur.
451
00:20:39,029 --> 00:20:41,573
Nei, það eruð þið.
452
00:20:42,783 --> 00:20:43,617
Í alvöru?
453
00:20:43,700 --> 00:20:47,287
Dómarinn samþykkti að þið fjögur
þurfið ekki að taka prófið.
454
00:20:47,371 --> 00:20:50,749
Það að bjarga sérhverri sál í alheiminum
455
00:20:50,832 --> 00:20:52,417
er nokkurra stiga virði.
456
00:20:52,501 --> 00:20:53,669
Þið komust inn.
457
00:21:02,761 --> 00:21:05,305
Nei, ég veit.
Þetta er í alvöru í þetta skiptið.
458
00:21:05,389 --> 00:21:06,223
Ég lofa.
459
00:21:08,308 --> 00:21:09,142
Inn með ykkur.
460
00:21:10,143 --> 00:21:10,978
Kemur þú líka?
461
00:21:11,061 --> 00:21:12,813
Já. Ég ætlaði að gera það.
462
00:21:13,563 --> 00:21:16,984
Nýlega atvinnulaus, gæti eins
ferðast smávegis.
463
00:21:17,067 --> 00:21:17,901
Eigum við?
464
00:21:28,078 --> 00:21:30,205
Foles!
465
00:21:30,289 --> 00:21:32,207
Þýðandi: Haraldur Ingólfsson