1
00:00:08,091 --> 00:00:12,637
Í upphafi...
2
00:00:12,846 --> 00:00:16,766
...fyrir tíð Sérstæðanna sex
og árdaga sköpunarinnar,
3
00:00:16,975 --> 00:00:19,978
voru HIMNAVERURNAR.
Arishem, æðsta Himnaveran,
4
00:00:20,145 --> 00:00:24,024
skapaði fyrstu sólina
og færði alheiminum ljós.
5
00:00:24,190 --> 00:00:27,819
Lífið kviknaði og dafnaði.
Allt var í jafnvægi.
6
00:00:27,986 --> 00:00:32,073
Þar til ónáttúruleg rándýr
birtust úr djúpgeimnum
7
00:00:32,240 --> 00:00:35,618
og nærðust á vitibornu lífi.
8
00:00:35,785 --> 00:00:40,331
Þau voru kölluð AFBRIGÐI.
Ringulreið heltók alheiminn.
9
00:00:40,498 --> 00:00:44,335
Til að endurvekja náttúrulega skipan
sendi Arishem HIN EILÍFU...
10
00:00:44,502 --> 00:00:49,215
ódauðlegar hetjur frá plánetunni Ólympíu,
til að útrýma Afbrigðunum.
11
00:00:49,382 --> 00:00:54,304
Hin Eilífu höfðu óbilandi trú á Arishem
12
00:00:54,471 --> 00:00:59,601
þar til ein sendiför, undir stjórn Ajak,
leiðtoga þeirra, breytti öllu...
13
00:01:48,858 --> 00:01:50,235
Stundin er runnin upp.
14
00:02:26,229 --> 00:02:27,689
Er hún ekki falleg?
15
00:02:28,773 --> 00:02:30,358
Ég heiti Íkaris.
16
00:02:31,359 --> 00:02:32,694
Ég heiti Sersi.
17
00:02:43,288 --> 00:02:48,126
5000 FYRIR KRIST
Í MESÓPÓTAMÍU
18
00:03:08,688 --> 00:03:11,316
Það kemur! Hlaupið!
19
00:03:14,819 --> 00:03:15,653
Faðir!
20
00:03:15,904 --> 00:03:16,738
Hlauptu!
21
00:04:03,368 --> 00:04:04,285
Góður bardagi.
22
00:04:04,827 --> 00:04:05,787
Sömuleiðis.
23
00:05:48,348 --> 00:05:50,141
Þakka þér fyrir, Ajak.
24
00:07:15,226 --> 00:07:21,107
Í SAMTÍMANUM
Í LONDON
25
00:07:22,191 --> 00:07:26,779
FORNMUNIR SEM MÓTUÐU
MANNKYNSSÖGUNA
26
00:07:33,619 --> 00:07:34,454
Klukkan er 9
27
00:07:34,620 --> 00:07:35,997
Fjandinn.
28
00:07:39,542 --> 00:07:42,378
Afsakið. Afsakið.
29
00:08:01,105 --> 00:08:02,940
Ég veit að ég er sein, Charlie.
30
00:08:08,154 --> 00:08:09,989
"Á þessari víðlendu jörð,
31
00:08:10,156 --> 00:08:13,493
innan um takmarkalausa
viðurstyggð og slor,
32
00:08:13,659 --> 00:08:16,871
leynist í öruggu skjóli í innsta hjarta
33
00:08:17,038 --> 00:08:19,624
frækornið litla, fullkomnun."
34
00:08:20,458 --> 00:08:23,377
Von og bjartsýni skáldsins
í garð mannkyns
35
00:08:23,544 --> 00:08:28,007
endurspeglar nýlegan sigur okkar
með endurkomu helmings mannkyns...
36
00:08:28,174 --> 00:08:29,258
Guði sé lof, hún er komin.
37
00:08:30,760 --> 00:08:33,971
Stórsnjalla vísindakonan Sersi
sem ætlar nú
38
00:08:34,138 --> 00:08:37,683
og átti alltaf
að sjá um fyrirlestur dagsins.
39
00:08:37,892 --> 00:08:40,686
Takk, herra Whitman.
Afsakið hvað ég er sein.
40
00:08:40,853 --> 00:08:45,733
Í dag lærum við um mikilvægi
topprándýra í stöðugu vistkerfi.
41
00:08:47,068 --> 00:08:48,069
Ljóðlist?
42
00:08:48,236 --> 00:08:51,781
Ég hafði ekkert að segja
og krakkarnir stressa mig.
43
00:08:51,948 --> 00:08:54,158
Mér fannst þú heillandi, prófessor.
44
00:08:54,742 --> 00:08:55,785
Sjáumst í kvöld.
45
00:08:55,952 --> 00:08:57,912
Sjáumst í kvöld?
46
00:08:58,663 --> 00:09:00,331
Svona, róið ykkur.
47
00:09:02,833 --> 00:09:03,834
Jæja.
48
00:09:04,293 --> 00:09:06,712
Hver getur sagt mér
hvað topprándýr er?
49
00:09:07,171 --> 00:09:08,881
Dýr sem veiðir sér til matar.
50
00:09:09,048 --> 00:09:10,216
Mjög gott.
51
00:09:10,383 --> 00:09:14,053
Topprándýr veiða sér til matar
eins og öll önnur rándýr.
52
00:09:14,220 --> 00:09:16,097
En sérkenni þeirra er það
53
00:09:16,264 --> 00:09:20,893
að engin önnur dýr í umhverfinu
eru nógu sterk til að veiða þau.
54
00:09:22,144 --> 00:09:23,479
Hver getur nefnt dæmi?
55
00:09:23,646 --> 00:09:24,647
Ljón.
56
00:09:24,814 --> 00:09:26,566
Úlfar.
-Rétt.
57
00:09:29,193 --> 00:09:30,403
Jarðskjálfti.
58
00:09:32,905 --> 00:09:34,824
Beygið ykkur. Beygið ykkur!
59
00:09:34,991 --> 00:09:37,827
Þetta er jarðskjálfti.
Farið öll undir borðin.
60
00:09:37,994 --> 00:09:38,828
Undir borðið!
61
00:09:38,995 --> 00:09:41,998
Ég skal hjálpa þér.
Þetta líður fljótt hjá.
62
00:09:50,047 --> 00:09:51,966
Allt í lagi. Komdu hingað.
63
00:09:53,884 --> 00:09:56,095
Allt í lagi. Þið eruð óhult.
64
00:10:39,221 --> 00:10:40,681
Ég fíla þetta lag.
65
00:10:40,848 --> 00:10:41,974
Ég líka.
66
00:10:43,017 --> 00:10:44,352
Viltu dansa?
67
00:10:45,311 --> 00:10:46,479
Hver fjandinn!
68
00:10:47,438 --> 00:10:48,648
Höndin á þér!
69
00:10:49,398 --> 00:10:53,235
Þú hefur drukkið of mikið.
Ég verð að fara.
70
00:10:58,366 --> 00:11:02,787
Hann á afmæli í dag
71
00:11:02,953 --> 00:11:07,958
Hann á afmæli, hann Dane
72
00:11:08,125 --> 00:11:12,088
Hann á afmæli í dag
73
00:11:12,254 --> 00:11:14,215
Hipp, hipp!
-Húrra!
74
00:11:21,097 --> 00:11:22,640
Er þetta frá miðöldum?
75
00:11:22,807 --> 00:11:24,100
Með ættarmerki þínu.
76
00:11:24,475 --> 00:11:26,727
Þetta hefur verið fokdýrt.
77
00:11:26,894 --> 00:11:28,521
Ég er lunkin á eBay.
78
00:11:28,688 --> 00:11:29,689
Þakka þér fyrir.
79
00:11:30,356 --> 00:11:31,649
Til hamingju með daginn.
80
00:11:35,236 --> 00:11:39,907
Hefurðu velt því betur fyrir þér
hvort þú vilt búa með mér?
81
00:11:40,074 --> 00:11:42,243
Já, ég hef íhugað það.
82
00:11:43,411 --> 00:11:45,413
Ég get ekki búið með þér.
83
00:11:45,579 --> 00:11:47,415
Mig grunaði að þú segðir það.
84
00:11:47,581 --> 00:11:48,416
Því miður.
85
00:11:48,582 --> 00:11:51,085
Ég held að ég viti ástæðuna.
86
00:11:53,045 --> 00:11:54,463
Ertu galdrakona?
87
00:11:54,964 --> 00:11:55,965
Hvað segirðu?
88
00:11:56,132 --> 00:11:57,925
Eins og Doktor Strange.
89
00:11:58,092 --> 00:11:59,093
Nei, ég er...
90
00:11:59,260 --> 00:12:01,554
Ég hef séð undarlega hluti
gerast nálægt þér.
91
00:12:01,721 --> 00:12:04,807
Vatnið breytist í kaffi
þegar þjónninn hunsar okkur.
92
00:12:04,974 --> 00:12:05,975
Það er koffínið sem talar.
93
00:12:06,142 --> 00:12:08,394
Sprite segir hluti eins og
94
00:12:09,019 --> 00:12:12,064
að þú hafir hætt
með þínum fyrrverandi fyrir öld.
95
00:12:12,690 --> 00:12:13,691
Sagði hún það?
96
00:12:13,858 --> 00:12:15,067
Og að hann geti flogið.
97
00:12:15,568 --> 00:12:17,153
Hann er flugmaður.
98
00:12:18,028 --> 00:12:20,114
Fáið ykkur herbergi.
99
00:12:20,281 --> 00:12:22,742
Förum. Ég á að vera komin í háttinn.
100
00:12:26,871 --> 00:12:28,914
Ertu virkilega ástfangin?
101
00:12:29,081 --> 00:12:30,332
Hvað ef svo er?
102
00:12:30,499 --> 00:12:32,668
Þá skaltu segja honum sannleikann.
103
00:12:32,835 --> 00:12:34,462
Ég vinn í því.
104
00:12:45,973 --> 00:12:47,475
Langar ykkur í pítsu?
105
00:12:47,641 --> 00:12:48,893
Nei, takk.
106
00:12:50,770 --> 00:12:54,231
Hann lifir ekki að eilífu.
Þú ættir að búa með honum.
107
00:12:54,857 --> 00:12:56,108
Ég bý með þér.
108
00:12:58,402 --> 00:12:59,528
Dane.
109
00:13:02,364 --> 00:13:04,116
Fjandinn! Er þetta Afbrigði?
110
00:13:04,283 --> 00:13:05,910
Dane, hlauptu!
111
00:13:17,379 --> 00:13:18,547
Sersi?
-Komdu.
112
00:13:20,257 --> 00:13:22,635
Hvað er þetta?
-Afbrigði.
113
00:13:22,802 --> 00:13:23,969
Þið drápuð þau öll!
114
00:13:24,136 --> 00:13:25,137
Sagðirðu honum það?
115
00:13:25,304 --> 00:13:26,931
Trúðirðu mér?
-Já, núna.
116
00:13:33,646 --> 00:13:35,189
Hvað ertu að gera?
117
00:13:35,356 --> 00:13:36,398
Verndaðu Dane!
118
00:13:36,565 --> 00:13:38,442
Sersi, bíddu! Hvað?
119
00:13:46,909 --> 00:13:48,035
Allt í góðu, gaur.
120
00:13:48,202 --> 00:13:49,328
Sprite!
121
00:13:54,542 --> 00:13:56,460
Nei. Tröppurnar.
122
00:14:33,497 --> 00:14:36,208
Forðið ykkur! Áfram!
123
00:14:36,375 --> 00:14:37,751
Áfram!
-Komdu!
124
00:14:45,426 --> 00:14:46,802
Það veit hvar við erum.
125
00:14:47,219 --> 00:14:48,053
Hvernig?
126
00:14:48,220 --> 00:14:49,722
Ég veit það ekki.
127
00:14:51,181 --> 00:14:52,182
Sprite!
128
00:14:58,147 --> 00:14:59,148
Sprite!
129
00:15:18,334 --> 00:15:19,418
Íkaris!
130
00:15:21,045 --> 00:15:22,504
Góða kvöldið, dömur.
131
00:15:24,340 --> 00:15:25,424
Gættu þín!
132
00:15:41,649 --> 00:15:42,942
Galdrar.
133
00:15:45,569 --> 00:15:46,570
Ég hélt að ég væri dauður.
134
00:15:46,737 --> 00:15:47,821
Afsakaðu.
135
00:16:09,051 --> 00:16:10,928
Læknaði það sig?
136
00:16:30,364 --> 00:16:31,573
Íkaris.
137
00:16:32,950 --> 00:16:35,244
Það er gott að sjá þig.
138
00:16:35,703 --> 00:16:37,538
Gott að sjá þig líka, Sprite.
139
00:16:43,752 --> 00:16:45,462
Ég heiti Dane.
140
00:16:45,629 --> 00:16:47,047
Sæll, Dane.
141
00:16:47,589 --> 00:16:49,758
Þú hlýtur að vera flugmaðurinn.
142
00:17:03,313 --> 00:17:06,483
Við erum hin Eilífu
frá plánetunni Ólympíu.
143
00:17:07,151 --> 00:17:10,070
Við komum hingað
fyrir 7.000 árum á Dómó,
144
00:17:10,237 --> 00:17:13,657
geimskipinu okkar,
til að vernda mennina fyrir Afbrigðum.
145
00:17:14,616 --> 00:17:18,829
Við töldum okkur hafa drepið þau öll
fyrir fimm öldum en þau komu aftur.
146
00:17:21,290 --> 00:17:23,375
Ef þú vilt ekki búa með mér
máttu segja nei.
147
00:17:23,542 --> 00:17:25,002
Þetta er alvarlegt mál.
148
00:17:25,169 --> 00:17:28,172
Ég veit það en ég trúi varla
að þú sért ekki galdrakona.
149
00:17:28,714 --> 00:17:30,340
Þú áttir að breyta mér í gíraffa.
150
00:17:30,507 --> 00:17:32,009
Vildi alltaf vera gíraffi.
151
00:17:32,176 --> 00:17:34,470
Verst að ég get ekki breytt lífverum.
152
00:17:34,636 --> 00:17:35,971
Þú hefðir verið sætur gíraffi.
153
00:17:41,143 --> 00:17:43,187
Því börðust þið ekki gegn Þanosi?
154
00:17:43,479 --> 00:17:46,565
Eða í öðrum stríðum
og hörmungum í mannkynssögunni?
155
00:17:47,066 --> 00:17:49,318
Okkur var bannað
að skipta okkur af átökum manna
156
00:17:49,485 --> 00:17:50,527
nema Afbrigði kæmu við sögu.
157
00:17:50,694 --> 00:17:51,904
Hvers vegna?
158
00:17:52,071 --> 00:17:57,242
Ef við hefðum verndað mannkynið
gegn öllu í heil 7.000 ár
159
00:17:57,409 --> 00:18:01,288
hefðuð þið ekki þróast
eins og ykkur var ætlað.
160
00:18:01,455 --> 00:18:05,667
En ef öllum Afbrigðunum
var útrýmt fyrir löngu...
161
00:18:05,834 --> 00:18:07,169
því eruð þið hér enn?
162
00:18:07,336 --> 00:18:08,420
Við höfum beðið
163
00:18:08,879 --> 00:18:10,923
eftir skipun um að snúa heim.
164
00:18:12,758 --> 00:18:13,967
Jæja...
165
00:18:14,802 --> 00:18:16,011
Íkaris.
166
00:18:16,845 --> 00:18:18,764
Sá sem flaug of nálægt sólinni.
167
00:18:19,264 --> 00:18:21,600
Sprite samdi þá sögu í Aþenu.
168
00:18:21,767 --> 00:18:24,061
Á fimmtu öld fyrir Krist?
169
00:18:24,228 --> 00:18:25,896
Hversu lengi voruð þið par?
170
00:18:26,063 --> 00:18:27,564
Í 5.000 ár.
171
00:18:28,941 --> 00:18:30,943
Það mætti kalla langtímasamband.
172
00:18:32,111 --> 00:18:33,445
Hvað kom fyrir?
173
00:18:33,821 --> 00:18:35,531
Hann fór.
174
00:18:35,989 --> 00:18:39,284
Ég hélt alltaf
að hann myndi snúa aftur en...
175
00:18:39,785 --> 00:18:41,537
hann gerði það ekki.
176
00:18:42,204 --> 00:18:43,497
Ég fór mína leið.
177
00:18:43,956 --> 00:18:45,332
Það gleður mig.
178
00:18:46,375 --> 00:18:47,376
Fyrirgefðu.
179
00:18:48,877 --> 00:18:50,295
Ég verð að fara.
180
00:18:59,513 --> 00:19:01,974
Í morgun reið fordæmalaus
hnattrænn jarðskjálfti
181
00:19:02,141 --> 00:19:03,725
yfir lönd um allan heim
182
00:19:03,892 --> 00:19:05,936
og olli skemmdum og skelfingu.
183
00:19:06,103 --> 00:19:08,689
Margir telja hann tengjast Gloppunni.
184
00:19:09,148 --> 00:19:11,108
SÞ hafa boðað til neyðarfundar...
185
00:19:11,275 --> 00:19:13,402
Afbrigðið læknaði sig.
186
00:19:14,403 --> 00:19:16,446
Þau hafa aldrei getað það.
187
00:19:18,198 --> 00:19:21,618
Það réðst á okkur frekar en mennina.
Hvað er á seyði?
188
00:19:21,785 --> 00:19:24,496
Ég vildi líta til ykkar
vegna jarðskjálftans.
189
00:19:24,663 --> 00:19:26,748
Ég vissi ekkert um Afbrigðið.
190
00:19:29,751 --> 00:19:31,587
Eitthvað kemur fyrir Jörðina.
191
00:19:32,880 --> 00:19:34,673
Þetta er ekki tilviljun.
192
00:19:36,175 --> 00:19:37,926
Við verðum að finna hin.
193
00:19:38,552 --> 00:19:40,512
Ég hef ekki séð sum þeirra um aldir.
194
00:19:40,679 --> 00:19:42,598
Ég efa að margt hafi breyst.
195
00:19:52,816 --> 00:19:55,611
Mér þykir svo leitt
að hafa sært þig, Sersi.
196
00:20:01,200 --> 00:20:03,118
En við verðum að halda hópinn.
197
00:20:04,620 --> 00:20:06,580
Þegar þú ert örugg læt ég þig vera.
198
00:20:07,789 --> 00:20:09,875
Förum fyrst til Ajak.
199
00:20:10,834 --> 00:20:12,753
Hún veit hvað skal gera.
200
00:20:16,590 --> 00:20:18,300
Heyrirðu það, Sprite?
201
00:20:19,051 --> 00:20:20,969
Fjölskyldumót.
202
00:20:21,136 --> 00:20:22,846
Kominn tími til.
203
00:20:34,942 --> 00:20:37,236
Heyrðu, ég sá um þetta.
Skiptir ekki máli.
204
00:20:46,328 --> 00:20:47,537
Óttastu eigi.
205
00:20:48,914 --> 00:20:50,791
Fljót, farið inn fyrir hliðið.
206
00:21:42,134 --> 00:21:46,888
575 FYRIR KRIST
Í BABÝLON
207
00:22:12,456 --> 00:22:13,582
Ajak.
208
00:22:14,666 --> 00:22:15,751
Arishem.
209
00:22:16,626 --> 00:22:19,796
Við verndum Babýlon
fyrir Afbrigðunum.
210
00:22:19,963 --> 00:22:22,466
Fleiri koma og leita athvarfs.
211
00:22:22,632 --> 00:22:25,385
Hún er orðin stærsta borg Jarðar.
212
00:22:25,552 --> 00:22:28,388
Hin Eilífu sem sinna verkefnum
víða um alheiminn
213
00:22:28,555 --> 00:22:30,265
læra af velgengni ykkar.
214
00:22:30,682 --> 00:22:31,808
Þakka þér fyrir.
215
00:22:34,853 --> 00:22:38,065
Ég virði djúphugsaða
ráðagerð þína, Arishem.
216
00:22:39,149 --> 00:22:42,861
En ég tók eftir nokkru sérstöku
við þessa plánetu.
217
00:22:44,988 --> 00:22:48,283
Ég óttast að í þetta sinn
sé fórnarkostnaðurinn...
218
00:22:48,450 --> 00:22:51,161
Ekki verða of tengd þessari plánetu.
219
00:22:51,328 --> 00:22:55,165
Einbeittu þér að sönnum tilgangi
sendifarar ykkar.
220
00:22:56,583 --> 00:22:58,085
Ég skil.
221
00:22:59,336 --> 00:23:01,171
Ég bregst þér ekki.
222
00:23:25,862 --> 00:23:26,905
Fastos.
223
00:23:27,072 --> 00:23:29,991
Fórstu í veisluna í gær
eins og ég sagði þér?
224
00:23:30,158 --> 00:23:31,159
Veisluna, já.
225
00:23:31,326 --> 00:23:32,828
Hann vann í alla nótt.
226
00:23:33,245 --> 00:23:34,246
Hver spurði þig?
227
00:23:34,413 --> 00:23:36,581
Reyndu að lifa lífinu.
Hvar er Sersi?
228
00:23:36,748 --> 00:23:37,749
Sein að vanda.
229
00:23:37,916 --> 00:23:40,919
Fyrirgefðu, ég verð að sýna þér
svolítið spennandi.
230
00:23:41,962 --> 00:23:43,797
Bíddu bara.
231
00:23:47,592 --> 00:23:48,593
Hvað er þetta?
232
00:23:48,760 --> 00:23:50,303
Þetta er vél.
233
00:23:50,470 --> 00:23:53,515
Hún færir gufu
úr háþrýstingi í lágþrýsting.
234
00:23:54,141 --> 00:23:56,726
Nú geta þau ræktað landið
ótrúlega hratt.
235
00:23:57,102 --> 00:23:58,270
Þau fríka út.
236
00:23:58,687 --> 00:24:01,273
Þau hafa aðeins notað hjólið
í þúsund ár.
237
00:24:02,524 --> 00:24:06,361
Þú gætir líka notað hugarorkuna
til að stjórna þeim
238
00:24:06,528 --> 00:24:07,529
og flýtt ferlinu.
239
00:24:07,696 --> 00:24:08,947
Ajak, heyrirðu þetta?
240
00:24:09,114 --> 00:24:11,950
Fastos, þessi gufa...
241
00:24:12,117 --> 00:24:14,119
Gufuvél.
-Það er of snemmt.
242
00:24:14,703 --> 00:24:15,704
Þarna kemur hún.
243
00:24:16,121 --> 00:24:17,581
Hverju missti ég af?
244
00:24:17,831 --> 00:24:21,793
Engu nema öskrum
innilegra vonbrigða minna.
245
00:24:21,960 --> 00:24:23,879
Áttu ekki eitthvað einfaldara?
246
00:24:24,045 --> 00:24:24,880
Einfalt.
247
00:24:25,046 --> 00:24:26,631
Látum okkur nú sjá.
248
00:24:27,966 --> 00:24:30,927
Dömur mínar og herrar, ég kynni...
249
00:24:32,262 --> 00:24:33,597
plóginn.
250
00:24:34,598 --> 00:24:36,558
Það er það sem hann gerir.
251
00:24:36,725 --> 00:24:38,018
Plægir jarðveginn.
252
00:24:38,185 --> 00:24:41,438
Ég hitti landnema
sem reisa hús við norðurakrana.
253
00:24:41,605 --> 00:24:42,981
Þeir þurfa að rækta jörðina.
254
00:24:43,523 --> 00:24:45,108
Takk, Sersi.
-Sjáið til...
255
00:24:45,692 --> 00:24:49,154
mannkynið þróast hægar
en sum okkar hefðu kosið.
256
00:24:50,113 --> 00:24:54,868
En enginn veit hvaða undur
þau uppgötva í framtíðinni.
257
00:24:56,203 --> 00:25:01,458
Undur heimsins bíða ykkar allra.
258
00:25:02,501 --> 00:25:05,712
Fylgið Gilgamesi og Enkidu til orrustu.
259
00:25:05,879 --> 00:25:10,091
Fyllist eilífum eldmóði
vegna hugrekkis þeirra og styrks.
260
00:25:10,258 --> 00:25:13,720
Þið og meðbræður ykkar...
261
00:25:13,887 --> 00:25:16,765
eigið mikil ævintýri fyrir höndum.
262
00:25:16,932 --> 00:25:20,018
Verðið sjálf að goðsögnum!
263
00:25:25,023 --> 00:25:26,024
Ég sá þetta.
264
00:25:26,191 --> 00:25:28,068
Hér eru svo margir stólar.
265
00:25:28,235 --> 00:25:29,402
Ég gæti notað máttinn...
266
00:25:29,569 --> 00:25:31,154
Fáðu þér drykk með mér.
267
00:25:31,613 --> 00:25:32,614
Nei.
268
00:25:32,781 --> 00:25:34,533
Þú ferð ekki ein að berjast.
269
00:25:34,699 --> 00:25:36,868
Við verjum borgina.
-Farðu frá.
270
00:25:37,619 --> 00:25:40,497
Ég kom ekki hingað
til að fela mig á bak við veggi.
271
00:25:40,997 --> 00:25:44,417
Treystum fyrirætlunum Arishems
um þessa plánetu.
272
00:25:46,878 --> 00:25:47,837
Þena.
273
00:25:50,131 --> 00:25:52,676
Það er mér heiður
að berjast þér við hlið.
274
00:25:54,302 --> 00:25:55,554
Sömuleiðis.
275
00:25:59,099 --> 00:26:02,143
Mín fagra Makkari. Þú ert sein.
276
00:26:02,394 --> 00:26:06,690
Ég þurfti nógu marga gripi
til að gera góð kaup.
277
00:26:10,986 --> 00:26:12,404
Ljúgðu bara að henni.
278
00:26:17,242 --> 00:26:21,371
Ég get skynjað titring.
279
00:26:21,538 --> 00:26:23,248
Jafnvel minnstu hreyfingu.
280
00:26:23,707 --> 00:26:28,044
Þar á meðal raddir ykkar
þegar þið talið.
281
00:26:28,545 --> 00:26:32,132
Voruð þið tveir að sóa tíma mínum?
282
00:26:32,507 --> 00:26:35,176
Smaragðstaflan sem þú leitar að...
283
00:26:35,343 --> 00:26:36,344
er bara þjóðsaga.
284
00:26:51,693 --> 00:26:53,361
Þegar mennirnir kljást
285
00:26:53,528 --> 00:26:56,906
bannar Ajak okkur að skipta okkur af.
286
00:26:57,073 --> 00:27:01,119
En hún segir líka
að það sé mjög ljótt að stela.
287
00:27:04,998 --> 00:27:05,874
Ef þú klagar ekki
288
00:27:06,041 --> 00:27:07,500
skal ég ekki klaga.
289
00:27:08,209 --> 00:27:09,336
Samþykkt.
290
00:27:20,847 --> 00:27:23,892
Ég læt tilfinningar mínar til Sersi
ekki trufla mig.
291
00:27:24,059 --> 00:27:27,228
Mannkynið getur alls ekki
varist Afbrigðunum sjálft.
292
00:27:27,771 --> 00:27:29,314
Við eigum enn margt ógert.
293
00:27:30,982 --> 00:27:32,984
Þú hefur mikla trú á Arishem.
294
00:27:33,568 --> 00:27:35,070
Ég finn það.
295
00:27:36,821 --> 00:27:39,282
En þú mátt lifa lífinu.
296
00:27:39,991 --> 00:27:42,327
Segðu Sersi hvernig þér líður.
297
00:28:08,520 --> 00:28:09,729
Prófaðu.
298
00:28:11,356 --> 00:28:13,358
Afsakið. Ég klúðra þessu.
299
00:28:16,569 --> 00:28:17,987
Þetta er ekki slæmt.
300
00:28:21,700 --> 00:28:22,659
Við sjáumst.
301
00:28:23,785 --> 00:28:25,120
Leyfðu mér að hjálpa.
302
00:28:52,105 --> 00:28:53,273
Í stíl við augun í þér.
303
00:28:54,774 --> 00:28:56,067
Fallegt af þér.
304
00:28:56,234 --> 00:28:58,153
Lærirðu tungumál þeirra núna?
305
00:28:58,319 --> 00:29:00,447
Ef ég vil eyða meiri tíma með þér
306
00:29:00,613 --> 00:29:02,574
þarf ég að kynnast þeim.
307
00:29:05,368 --> 00:29:06,911
Ég er svo fallegur.
308
00:29:08,955 --> 00:29:09,956
Hvað sagði ég?
309
00:29:10,123 --> 00:29:13,334
Þú sagðir: "Ég er svo fallegur."
310
00:29:16,504 --> 00:29:17,547
Þú...
311
00:29:20,341 --> 00:29:23,052
Þú ert svo falleg, Sersi.
312
00:29:34,981 --> 00:29:36,524
Ég er þinn, Sersi...
313
00:29:37,692 --> 00:29:38,693
ef þú vilt mig.
314
00:30:23,655 --> 00:30:25,240
Ég elska þig, Íkaris.
315
00:30:28,034 --> 00:30:29,661
Ég elska þig, Sersi.
316
00:30:40,547 --> 00:30:44,425
400 EFTIR KRIST
Í GUPTA-VELDINU
317
00:30:49,347 --> 00:30:53,017
Megi guðirnir blessa hjónaband ykkar.
318
00:30:53,893 --> 00:30:55,270
Til hamingju.
319
00:31:22,380 --> 00:31:27,176
Í SAMTÍMANUM
Í SUÐUR-DAKÓTA
320
00:31:37,103 --> 00:31:38,396
Halló?
321
00:31:42,066 --> 00:31:43,234
Ajak?
322
00:32:08,009 --> 00:32:09,636
Ajak!
323
00:32:35,578 --> 00:32:37,246
Þetta er verk Afbrigðis.
324
00:33:01,187 --> 00:33:03,272
Síðasta sinn sem ég sá hana.
325
00:33:05,149 --> 00:33:09,320
Ajak bað mig að athuga með Sersi
og þess vegna fór ég til London.
326
00:33:11,531 --> 00:33:14,951
Við vorum báðar einmana
og þörfnuðumst hvor annarrar.
327
00:33:16,744 --> 00:33:18,788
Það má segja, að á sinn hátt,
328
00:33:18,955 --> 00:33:21,958
hafi Ajak aldrei hætt
að reyna að gæta okkar.
329
00:33:30,508 --> 00:33:31,884
Bless, Ajak.
330
00:33:36,472 --> 00:33:38,975
Fyrsta sinn í 7.000 ár
sem eitt okkar deyr.
331
00:33:39,517 --> 00:33:42,061
Ég held að Afbrigðið
sem réðst á okkur í London
332
00:33:42,228 --> 00:33:44,022
hafi drepið Ajak og tekið kraft hennar.
333
00:33:44,188 --> 00:33:45,898
Afbrigði hafa aldrei gert það.
334
00:33:46,065 --> 00:33:48,109
Það læknaði sig eins og Ajak.
335
00:33:48,609 --> 00:33:51,195
Ég sver að ég heyrði það
næstum því tala.
336
00:34:18,222 --> 00:34:19,057
Arishem.
337
00:34:19,223 --> 00:34:20,183
Sersi.
338
00:34:20,349 --> 00:34:21,976
Stundin nálgast.
339
00:34:23,853 --> 00:34:26,064
Sersi! Er allt í lagi?
340
00:34:26,647 --> 00:34:28,107
Hvað gerðist, Sersi?
341
00:34:31,319 --> 00:34:33,738
Kúlan sem Ajak notaði
til að tala við Arishem
342
00:34:33,905 --> 00:34:36,407
fór úr líkama hennar og inn í mig.
343
00:34:36,574 --> 00:34:38,284
Talaðir þú við Arishem?
344
00:34:38,910 --> 00:34:40,536
Já, hann sagði
345
00:34:41,120 --> 00:34:42,872
að stundin nálgaðist.
346
00:34:44,123 --> 00:34:45,833
Geturðu talað við hann aftur?
347
00:34:46,793 --> 00:34:48,211
Ég kann það ekki.
348
00:34:48,377 --> 00:34:50,254
Hún valdi þig sem arftaka.
349
00:34:50,922 --> 00:34:52,173
Hún gaf þér kúluna.
350
00:34:52,340 --> 00:34:53,424
Bíddu við, Sprite.
351
00:34:55,134 --> 00:34:56,552
Var þetta örugglega Arishem?
352
00:34:56,719 --> 00:34:58,012
Hvað annað gæti það verið?
353
00:34:59,263 --> 00:35:00,515
Mahd Wy'ry.
354
00:35:06,854 --> 00:35:11,651
1521 EFTIR KRIST
Í TENOCHTITLÁN
355
00:35:36,801 --> 00:35:38,052
Hvar eru öll hin?
356
00:35:39,178 --> 00:35:41,222
Við urðum að skipta liði.
357
00:35:41,848 --> 00:35:43,474
Afbrigðin voru fleiri en þú sagðir.
358
00:35:43,641 --> 00:35:45,309
Þú hefur skemmt þér vel.
359
00:35:45,643 --> 00:35:46,853
Ég gerði það.
360
00:35:49,021 --> 00:35:51,107
Þegar hin drepa síðustu Afbrigðin
361
00:35:51,858 --> 00:35:54,110
höfum við útrýmt þeim af plánetunni.
362
00:36:12,211 --> 00:36:13,546
Ekki.
363
00:36:14,881 --> 00:36:17,341
Við skiptum okkur ekki
af stríðum þeirra.
364
00:36:18,467 --> 00:36:20,011
Þetta er ekki stríð.
365
00:36:20,178 --> 00:36:21,971
Þetta er þjóðarmorð.
366
00:36:22,346 --> 00:36:24,390
Vopn þeirra eru orðin of skaðleg.
367
00:36:25,766 --> 00:36:28,936
Kannski var óráðlegt
að flýta framför þeirra, Fastos.
368
00:36:29,145 --> 00:36:32,690
Tæknin er hluti
af þróunarferli þeirra, Druig.
369
00:36:32,857 --> 00:36:34,400
Ég gat ekki stöðvað þetta.
370
00:36:34,567 --> 00:36:36,569
Þú getur það ekki en ég get það.
371
00:36:36,903 --> 00:36:38,237
Vertu sterkur.
372
00:36:38,654 --> 00:36:40,323
Það er um seinan.
373
00:36:40,489 --> 00:36:42,950
Þena?
-Allir munu deyja.
374
00:36:44,076 --> 00:36:45,077
Er allt í lagi?
375
00:36:46,495 --> 00:36:47,496
Þena?
376
00:36:50,750 --> 00:36:52,585
Þena? Nei!
-Þena!
377
00:37:21,781 --> 00:37:24,116
Ekki hlusta á hugsanir þínar, Þena.
378
00:37:25,117 --> 00:37:27,078
Hlustaðu á rödd mína.
379
00:37:28,788 --> 00:37:30,456
Þú ert örugg.
380
00:37:31,582 --> 00:37:34,168
Þú ert elskuð.
381
00:37:35,086 --> 00:37:36,879
Þú ert Þena okkar.
382
00:37:44,178 --> 00:37:45,346
Heyrðu, Þena!
383
00:37:45,513 --> 00:37:47,765
Heyrðu! Hættu þessu nú!
384
00:38:06,075 --> 00:38:07,660
Er í lagi með hana?
-Já.
385
00:38:08,953 --> 00:38:10,079
Sersi.
386
00:38:10,246 --> 00:38:11,247
Þena, gerðu það.
387
00:38:11,872 --> 00:38:13,332
Komdu aftur til okkar.
388
00:38:14,000 --> 00:38:15,042
Allt í lagi.
389
00:38:31,600 --> 00:38:33,728
Ég taldi Mahd Wy'ry vera þjóðsögu.
390
00:38:37,148 --> 00:38:38,816
Það er engin lækning til
391
00:38:39,692 --> 00:38:41,152
svo enginn talar um það.
392
00:38:45,990 --> 00:38:46,991
Hvað gerðist?
393
00:38:47,158 --> 00:38:48,242
Þena.
394
00:38:48,409 --> 00:38:49,952
Þú réðst á alla.
395
00:38:50,369 --> 00:38:52,747
Særðir Sersi og Fastos
396
00:38:52,913 --> 00:38:54,874
og drapst næstum Makkari.
397
00:38:57,335 --> 00:38:59,170
Ég man það ekki.
398
00:38:59,337 --> 00:39:01,422
Þú þjáist af Mahd Wy'ry.
399
00:39:01,589 --> 00:39:05,760
Hugurinn tvístrast
undan álagi minninga þinna.
400
00:39:05,926 --> 00:39:10,181
Ég neyðist til að eyða þeim
til að þú getir byrjað upp á nýtt.
401
00:39:11,307 --> 00:39:14,560
Ég læt Arishem vita
og fer með þig aftur í skipið
402
00:39:14,727 --> 00:39:17,563
þar sem við höfum tæknina
til að hjálpa þér.
403
00:39:17,730 --> 00:39:19,982
Þá verður hún ekki Þena lengur.
404
00:39:20,149 --> 00:39:21,359
Hvað ef það gerist aftur?
405
00:39:21,525 --> 00:39:23,778
Hún hefði getað drepið þig
eða okkur öll.
406
00:39:23,944 --> 00:39:24,945
Gerðu það.
407
00:39:26,614 --> 00:39:29,116
Gerðu það. Ég vil muna.
408
00:39:30,159 --> 00:39:32,036
Ég vil muna eftir lífi mínu.
409
00:39:32,661 --> 00:39:34,163
Þena, ég elska þig.
410
00:39:34,330 --> 00:39:35,956
En hlustaðu nú á mig.
411
00:39:36,123 --> 00:39:39,710
Það skiptir ekki máli
hvort þú manst þetta eða ekki.
412
00:39:40,252 --> 00:39:42,004
Andi þinn lifir enn.
413
00:39:42,171 --> 00:39:44,965
Þú verður ávallt Þena innst inni.
414
00:39:45,424 --> 00:39:46,425
Treystu mér.
415
00:39:46,592 --> 00:39:47,843
Því ætti hún að treysta þér?
416
00:39:49,637 --> 00:39:52,264
Þú vilt að hún leyfi þér
að afmá hana.
417
00:39:52,431 --> 00:39:54,266
Ég veit að þú ert í uppnámi...
418
00:39:54,433 --> 00:39:55,476
Uppnámi?
419
00:39:57,478 --> 00:40:00,689
Við höfum treyst þér í 7.000 ár
og hvar enduðum við?
420
00:40:02,191 --> 00:40:07,196
Ég hef horft upp á menn eyða hver öðrum
þegar ég hefði getað stöðvað þá.
421
00:40:08,989 --> 00:40:11,742
Veistu hvað það gerir manni
eftir fleiri aldir?
422
00:40:13,035 --> 00:40:15,121
Gæti sendiförin verið glapræði?
423
00:40:15,913 --> 00:40:19,125
Hjálpum við þeim virkilega
að byggja upp betri heim?
424
00:40:28,175 --> 00:40:30,553
Við erum eins og hermennirnir þarna.
425
00:40:31,387 --> 00:40:33,556
Peð í höndum leiðtoganna.
426
00:40:34,223 --> 00:40:36,308
Blinduð af tryggð.
427
00:40:39,353 --> 00:40:41,063
Nú lýkur því.
428
00:40:58,831 --> 00:40:59,832
Slepptu þeim.
429
00:40:59,999 --> 00:41:01,333
Þú þarft að neyða mig.
430
00:41:01,500 --> 00:41:02,501
Hættið.
431
00:41:09,049 --> 00:41:10,593
Ef þið viljið stöðva mig
432
00:41:11,886 --> 00:41:13,762
þurfið þið að drepa mig.
433
00:41:37,495 --> 00:41:39,330
Ég skal hafa auga með Þenu.
434
00:41:40,039 --> 00:41:41,123
Höldum minningunum.
435
00:41:42,374 --> 00:41:44,418
Dag einn, þegar hún ræðst á þig,
436
00:41:45,044 --> 00:41:47,087
gætirðu þurft að drepa hana.
437
00:41:53,219 --> 00:41:54,970
Við tökum áhættuna.
438
00:42:04,772 --> 00:42:05,940
Þið megið öll fara.
439
00:42:08,400 --> 00:42:10,110
Afbrigðin eru dauð.
440
00:42:10,986 --> 00:42:13,948
Það er algjör óþarfi
fyrir ykkur að fylgja mér.
441
00:42:14,114 --> 00:42:15,699
Viltu ekki spyrja Arishem?
442
00:42:15,866 --> 00:42:17,701
Við erum heild
og ættum að vera saman.
443
00:42:17,868 --> 00:42:20,788
Ég spurði þig ekki álits, Íkaris.
444
00:42:20,955 --> 00:42:23,290
Ekki gleyma þinni stöðu.
445
00:42:26,502 --> 00:42:28,754
Það er komið að kveðjustund.
446
00:42:29,880 --> 00:42:31,465
Þið megið fara.
447
00:42:32,841 --> 00:42:35,010
Ég vil að þið farið út í heiminn
448
00:42:35,177 --> 00:42:37,930
og lifið ykkar eigin lífi.
449
00:42:38,097 --> 00:42:39,848
Ekki sem hermenn.
450
00:42:40,558 --> 00:42:43,519
Ekki í þeim tilgangi
sem ykkur var gefinn.
451
00:42:43,894 --> 00:42:46,689
Finnið ykkar eigin tilgang.
452
00:42:47,565 --> 00:42:51,735
Einhvern daginn
þegar við hittumst öll á ný...
453
00:42:54,196 --> 00:42:57,199
vil ég að þið segið mér
hvað þið hafið fundið.
454
00:43:02,871 --> 00:43:07,376
Í SAMTÍMANUM
Í MUMBAI
455
00:44:05,851 --> 00:44:06,977
Velkomin.
456
00:44:07,144 --> 00:44:09,438
Ég heiti Karun Patel.
457
00:44:10,064 --> 00:44:11,315
Einkaþjónn Kingos.
458
00:44:12,149 --> 00:44:15,527
Það er sannur heiður
að hitta hin miklu Eilífu.
459
00:44:33,671 --> 00:44:36,799
Kött! Þetta var flott hjá öllum.
460
00:44:36,965 --> 00:44:38,717
En við getum gert 10% betur.
461
00:44:38,884 --> 00:44:40,969
Glæsilegt. Mjög vel gert.
462
00:44:41,136 --> 00:44:42,137
Svo flott.
463
00:44:43,222 --> 00:44:45,307
Háskólafélagar mínir eru mættir.
464
00:44:46,016 --> 00:44:46,850
Sæll, stjóri.
465
00:44:47,559 --> 00:44:50,145
Frábær tímasetning.
Velkomin á settið fyrir
466
00:44:50,312 --> 00:44:52,564
Goðsögnina um Íkaris.
467
00:44:53,273 --> 00:44:54,358
Ég leik þig.
468
00:44:54,525 --> 00:44:56,193
Flottur búningur?
-Ræðum málin.
469
00:44:56,360 --> 00:44:57,695
Segðu leikstjóranum...
470
00:44:57,861 --> 00:44:59,029
Ræðum saman í einrúmi.
471
00:44:59,655 --> 00:45:03,117
Karun hefur unnið fyrir mig í 50 ár.
Ég treysti honum.
472
00:45:03,283 --> 00:45:05,703
Hann hélt fyrst að ég væri vampíra.
473
00:45:05,869 --> 00:45:07,162
Reyndi að stinga mig í hjartað.
474
00:45:07,705 --> 00:45:09,415
Ég hef svo oft beðist afsökunar.
475
00:45:09,581 --> 00:45:12,167
Ekki nógu oft en það nálgast.
Læt þig vita.
476
00:45:12,334 --> 00:45:15,337
Styttist í næsta atriði.
Spjöllum í tjaldinu mínu.
477
00:45:15,504 --> 00:45:16,672
Þið verðið ánægð.
478
00:45:16,839 --> 00:45:19,758
Ég kem inn á vírum
af því ég get ekki flogið.
479
00:45:19,925 --> 00:45:21,677
Ætlum við að taka saman aftur?
480
00:45:21,844 --> 00:45:22,845
Ræðum málin.
481
00:45:23,011 --> 00:45:23,971
Mig hefur langað
482
00:45:24,138 --> 00:45:26,306
að deila sannleikanum
um Skuggastríðsmanninn.
483
00:45:26,473 --> 00:45:27,933
Ajak er dáin.
484
00:45:33,021 --> 00:45:34,398
Hún var drepin.
485
00:45:35,315 --> 00:45:36,692
Það var Afbrigði.
486
00:45:41,238 --> 00:45:42,865
Afbrigðin eru komin aftur.
487
00:45:43,031 --> 00:45:44,491
Við vitum ekki hve mörg.
488
00:45:48,412 --> 00:45:49,830
Komdu með okkur.
489
00:46:01,425 --> 00:46:05,888
SKUGGASTRÍÐSMAÐURINN 3
490
00:46:06,054 --> 00:46:08,182
Ég get ekki farið.
Allir stóla á mig.
491
00:46:08,348 --> 00:46:10,893
Við vorum að byrja
á fyrstu mynd af þremur.
492
00:46:11,518 --> 00:46:13,520
BTS samþykktu smáhlutverk...
493
00:46:15,105 --> 00:46:16,273
Herra.
494
00:46:16,690 --> 00:46:18,650
Má ég segja svolítið?
-Ekki segja neitt.
495
00:46:18,817 --> 00:46:19,860
Þú ættir að fara.
496
00:46:20,027 --> 00:46:21,236
Þú áttir að þegja.
497
00:46:21,403 --> 00:46:25,657
"Æðsta skylda okkar í lífinu
er sú að vernda fjölskylduna."
498
00:46:26,533 --> 00:46:28,494
Manstu? Uppáhaldslínan þín
499
00:46:28,660 --> 00:46:33,165
úr Skuggastríðsmanninum 2:
Tímaferðalaginu.
500
00:46:33,916 --> 00:46:35,751
Fjölskyldan þarfnast þín.
501
00:46:46,678 --> 00:46:48,847
Sjö þúsund ár.
502
00:46:50,641 --> 00:46:54,353
Svo lengi hafa hin Eilífu
barist við Afbrigðin.
503
00:46:54,978 --> 00:46:56,980
Þið haldið að ég sé kvikmyndastjarna.
504
00:46:57,147 --> 00:46:59,983
Ég er það vissulega en ég er líka...
505
00:47:00,901 --> 00:47:02,486
Eilífur.
506
00:47:02,653 --> 00:47:04,154
Kingo, hvað ertu að gera?
507
00:47:05,030 --> 00:47:08,283
Mér finnst að fólk
ætti að minnast okkar.
508
00:47:08,450 --> 00:47:12,496
Ég bý til heimildarmynd um okkur.
509
00:47:12,663 --> 00:47:15,666
Nú kynnist þið annarri
úr okkar hópi, Sprite.
510
00:47:15,833 --> 00:47:18,043
Sprite, segðu þeim frá þér.
511
00:47:18,210 --> 00:47:19,545
Bíddu.
512
00:47:23,423 --> 00:47:25,926
Jæja, ræðum við hana síðar.
513
00:47:26,593 --> 00:47:28,804
Þetta er Sersi.
514
00:47:29,388 --> 00:47:30,389
Sersi.
515
00:47:30,556 --> 00:47:32,391
Segðu þeim frá þér.
516
00:47:34,643 --> 00:47:35,644
Það er á upptöku.
517
00:47:35,811 --> 00:47:36,645
Sko...
518
00:47:38,313 --> 00:47:42,901
Ég get breytt steini í vatn.
519
00:47:43,694 --> 00:47:46,196
Ég gæti breytt steini í við.
520
00:47:46,363 --> 00:47:48,448
Eða steini í málm.
521
00:47:48,615 --> 00:47:50,784
Einu sinni breytti ég steini í loft.
522
00:47:50,951 --> 00:47:51,827
Kött!
523
00:47:52,411 --> 00:47:56,039
Veistu hvað? Hugsaðu þig um
og við tölum við þig seinna.
524
00:47:56,206 --> 00:47:57,457
Komdu.
525
00:48:00,168 --> 00:48:02,504
Sprite segir að þú sért háð þessu.
526
00:48:04,631 --> 00:48:05,799
Þessu?
527
00:48:06,675 --> 00:48:08,176
Sjáðu þetta.
528
00:48:11,013 --> 00:48:13,140
Þar sem við eldumst ekki.
529
00:48:13,640 --> 00:48:15,475
Þetta fer þér vel.
530
00:48:17,060 --> 00:48:18,061
Finnst þér ekki?
531
00:48:22,232 --> 00:48:26,111
Veltir enginn fyrir sér hvernig
þú hefur getað leikið í 100 ár?
532
00:48:26,278 --> 00:48:27,821
Um hvað ertu að tala?
533
00:48:27,988 --> 00:48:30,157
Þetta er langalangafi minn,
534
00:48:30,324 --> 00:48:32,659
þetta er langafi minn,
535
00:48:32,826 --> 00:48:33,827
afi minn,
536
00:48:33,994 --> 00:48:36,038
faðir minn og ég.
537
00:48:36,204 --> 00:48:39,207
Merkasta leikarafjölskyldan
í sögu Bollywood.
538
00:48:39,666 --> 00:48:40,667
Tilkomumikið?
539
00:48:40,834 --> 00:48:42,878
Þú yfirgafst mig í Makedóníu.
540
00:48:44,630 --> 00:48:48,091
Ég varð þreyttur á því
að flytja á fimm ára fresti.
541
00:48:48,258 --> 00:48:51,219
Fólkið fríkar út
þegar það sér að maður...
542
00:48:53,305 --> 00:48:54,306
eldist ekki.
543
00:48:55,557 --> 00:48:57,017
Ég hélt að við værum vinir.
544
00:49:04,024 --> 00:49:05,901
Veistu af hverju ég dýrka bíómyndir?
545
00:49:06,777 --> 00:49:08,362
Þín vegna.
546
00:49:08,528 --> 00:49:11,323
Ég saknaði þess að sitja með hinum,
hlusta á sögur þínar
547
00:49:11,490 --> 00:49:12,741
og sjá sjónhverfingarnar.
548
00:49:17,579 --> 00:49:19,790
Við hefðum öll átt að halda hópinn.
549
00:49:21,792 --> 00:49:23,877
Þá væri Ajak enn á lífi.
550
00:49:25,462 --> 00:49:27,255
Hún hefði ekki átt
að senda okkur burt.
551
00:49:30,425 --> 00:49:35,138
Í ÁSTRALÍU
552
00:49:38,100 --> 00:49:39,893
Er þetta Afbrigðið frá London?
553
00:49:40,310 --> 00:49:41,728
Það var öðruvísi.
554
00:49:42,521 --> 00:49:44,564
Hljóta að vera fleiri en við héldum.
555
00:49:46,149 --> 00:49:48,151
Er þetta Afbrigði, herra?
556
00:49:48,318 --> 00:49:49,361
Já.
557
00:49:50,278 --> 00:49:51,989
Þetta er falleg skepna.
558
00:49:52,155 --> 00:49:55,617
Hvað? Þetta?
Nei, þetta er viðbjóðslegt.
559
00:49:55,784 --> 00:49:58,412
Þau hafa aldrei reynt
að afhausa þig. Taktu upp.
560
00:49:59,997 --> 00:50:03,291
Nú kynnist þið tveimur
af fræknustu stríðsköppum heims.
561
00:50:03,750 --> 00:50:07,170
Þena er algjör goðsögn,
banvæn og með gott tískuvit.
562
00:50:07,337 --> 00:50:09,047
Trausti vinur hennar...
563
00:50:09,214 --> 00:50:10,298
Dyrnar.
564
00:50:11,008 --> 00:50:12,926
...er með krafta í kögglum.
565
00:50:13,093 --> 00:50:16,054
Hinn ógurlegi Gilgames!
566
00:50:18,557 --> 00:50:19,599
Gilgames!
567
00:50:20,100 --> 00:50:22,436
Kyssið kokkinn
568
00:50:22,602 --> 00:50:24,187
Hvað tafði ykkur?
569
00:50:27,315 --> 00:50:29,109
Þú ert enn unglegri, Sprite.
570
00:50:29,276 --> 00:50:30,777
Ég á alveg eins svuntu.
571
00:50:31,278 --> 00:50:32,571
Hver í fjáranum ert þú?
572
00:50:32,988 --> 00:50:35,073
Ég heiti Karun, einkaþjónn Kingos.
573
00:50:35,699 --> 00:50:38,326
Einkaþjónn eins og Alfreð í Batman?
574
00:50:38,785 --> 00:50:41,163
Gilgames. Afbrigðin eru komin aftur.
575
00:50:41,329 --> 00:50:43,915
Gæti það verið.
Ég hefði viljað hjálp.
576
00:50:44,082 --> 00:50:46,543
Afbrigði réðst líka á okkur í London.
577
00:50:46,710 --> 00:50:48,462
Íkaris gat ekki drepið það.
578
00:50:49,337 --> 00:50:50,338
Gastu það ekki?
579
00:50:50,505 --> 00:50:52,507
Ég var truflaður.
580
00:50:52,674 --> 00:50:53,967
Auðvitað, maður.
581
00:50:54,885 --> 00:50:57,471
Langar ykkur að smakka bökuna mína?
582
00:50:59,765 --> 00:51:01,349
Mér þykir það leitt, Gil.
583
00:51:02,017 --> 00:51:03,393
Ajak er dáin.
584
00:51:06,229 --> 00:51:07,522
Það er satt, vinur.
585
00:51:08,065 --> 00:51:09,399
Við misstum hana.
586
00:51:41,389 --> 00:51:42,557
Sersi.
587
00:51:43,975 --> 00:51:45,852
Árásin fór illa í hana.
588
00:51:46,019 --> 00:51:47,938
Hún er ekki skemmtileg núna.
589
00:51:49,523 --> 00:51:51,024
Heyrðu, Þena.
590
00:51:51,441 --> 00:51:53,318
Sjáðu hver eru komin.
591
00:51:54,194 --> 00:51:55,362
Taktu í höndina á mér.
592
00:51:58,115 --> 00:51:59,157
Þena.
593
00:51:59,574 --> 00:52:02,327
Allir á Centuri-6 munu deyja.
594
00:52:03,036 --> 00:52:04,079
Taktu í höndina á mér.
595
00:52:04,246 --> 00:52:06,456
Um seinan. Við björgum þeim ekki.
596
00:52:06,623 --> 00:52:07,499
Þena.
597
00:52:14,548 --> 00:52:15,799
Þena.
598
00:52:16,508 --> 00:52:19,219
Við komum saman til Jarðar
á geimskipinu okkar.
599
00:52:21,513 --> 00:52:23,223
Þú ert Eilíf.
600
00:52:24,057 --> 00:52:26,810
Mesta bardagahetjan frá Ólympíu.
601
00:52:26,977 --> 00:52:29,062
Goðsagnakenndur verndari Aþenu.
602
00:52:30,564 --> 00:52:32,482
Stríðsgyðjan.
603
00:52:34,484 --> 00:52:36,820
Mundu hver þú ert.
604
00:52:44,870 --> 00:52:46,329
Mundu.
605
00:53:02,220 --> 00:53:04,181
Þena.
-Hæ.
606
00:53:05,140 --> 00:53:06,141
Halló.
607
00:53:06,516 --> 00:53:08,476
Hver er garðyrkjumaðurinn ykkar?
608
00:53:09,978 --> 00:53:12,189
Borðið þið svona á hverjum degi?
609
00:53:12,355 --> 00:53:13,940
Gómsætt.
-Á hverjum degi.
610
00:53:14,107 --> 00:53:16,193
Takk fyrir.
-Verði ykkur að góðu.
611
00:53:16,359 --> 00:53:17,527
Fáðu þér.
612
00:53:17,694 --> 00:53:20,864
Þessi drykkur er blanda
af víni, bjór og miði.
613
00:53:21,031 --> 00:53:23,491
Blandaður fyrir hermenn
í Trójustríðinu.
614
00:53:24,159 --> 00:53:25,744
En hugulsamt.
615
00:53:32,542 --> 00:53:34,127
Ætti hún að drekka?
616
00:53:35,378 --> 00:53:38,798
Drykkurinn hennar er óáfengur.
Fyrir krakka.
617
00:53:40,884 --> 00:53:43,053
Þú fékkst það sama, Sprite.
618
00:53:45,680 --> 00:53:46,681
Fyrir krakka.
619
00:53:48,934 --> 00:53:50,227
Ég var að grínast.
620
00:53:50,393 --> 00:53:53,772
Óðinn kenndi mér að blanda
drykkinn þinn í þakklætisskyni
621
00:53:53,939 --> 00:53:57,067
eftir að við hjálpuðum honum
að sigra Laufey í Túnsbergi.
622
00:53:57,234 --> 00:53:58,318
Hvað?
623
00:53:59,653 --> 00:54:00,654
Ég er stórt barn.
624
00:54:00,820 --> 00:54:02,697
Mjög þroskað. Viltu hætta?
625
00:54:03,573 --> 00:54:04,908
Hættu.
-Talandi um Óðin.
626
00:54:05,075 --> 00:54:07,661
Þór elti mig á röndum
þegar hann var lítill.
627
00:54:07,827 --> 00:54:10,455
Nú er hann frægur Hefnandi
og svarar mér aldrei.
628
00:54:10,622 --> 00:54:12,958
Nú eru Rogers kafteinn
og Járnmaðurinn horfnir.
629
00:54:13,124 --> 00:54:15,085
Hver verður leiðtogi Hefnendanna?
630
00:54:15,752 --> 00:54:17,254
Ég gæti verið leiðtoginn.
631
00:54:17,420 --> 00:54:18,630
Ég myndi standa mig.
632
00:54:18,797 --> 00:54:19,631
Það er satt.
633
00:54:19,965 --> 00:54:22,008
Ajak valdi þig ekki sem okkar leiðtoga.
634
00:54:22,759 --> 00:54:24,594
Ái, Gil. Ái.
635
00:54:24,761 --> 00:54:25,762
Harkalegt.
-Þú sleppur
636
00:54:25,929 --> 00:54:28,473
því þú hefur alltaf
öfundað mig af fluginu.
637
00:54:28,640 --> 00:54:29,849
Hvað með það?
638
00:54:30,016 --> 00:54:31,726
Ég er sætari. Allir vita það.
639
00:54:31,893 --> 00:54:32,894
Hvert ertu að fara?
640
00:54:34,896 --> 00:54:36,564
Að fá mér ferskt loft.
641
00:54:42,445 --> 00:54:43,822
Þetta er svo gott, Gil.
642
00:54:43,989 --> 00:54:47,200
Ég gæti selt þetta.
Auglýst sjálfur og mokað þessu út.
643
00:54:47,367 --> 00:54:48,660
Bruggað úr maís.
644
00:54:48,827 --> 00:54:52,664
Ég tygg hverja maísbaun
og læt gerjast í eigin hráka.
645
00:55:06,720 --> 00:55:09,556
Er þetta Centuri-6
sem Þena minntist á?
646
00:55:09,889 --> 00:55:11,683
Já, það er pláneta.
647
00:55:12,600 --> 00:55:16,229
Hún telur sig hafa búið þarna
þar til plánetunni var eytt.
648
00:55:16,396 --> 00:55:20,066
Talar um risajarðskjálfta
sem klufu plánetuna í sundur.
649
00:55:20,233 --> 00:55:22,152
Allir dóu og hún þar með talin.
650
00:55:22,569 --> 00:55:25,238
Alheimsskjálfti reið yfir
fyrir þrem dögum.
651
00:55:25,905 --> 00:55:27,741
Var það málið?
652
00:55:27,907 --> 00:55:29,659
Ég hélt að ég væri drukkinn.
653
00:55:30,368 --> 00:55:32,579
Ajak valdi mig sem leiðtoga
654
00:55:33,330 --> 00:55:35,874
en ég kann ekki einu sinni
að tala við Arishem.
655
00:55:36,041 --> 00:55:37,917
Ég hef reynt svo oft.
656
00:55:39,127 --> 00:55:41,212
Kannski reynirðu of mikið.
657
00:55:42,172 --> 00:55:44,758
Stundum þarftu að hlusta.
658
00:56:32,222 --> 00:56:33,348
Sersi.
659
00:56:34,224 --> 00:56:35,308
Arishem.
660
00:56:35,892 --> 00:56:37,769
Afbrigði myrti Ajak.
661
00:56:37,936 --> 00:56:40,355
Við teljum það hafa
tekið mátt hennar.
662
00:56:40,522 --> 00:56:43,274
Svo er eitthvað óvenjulegt
í gangi á Jörðinni.
663
00:56:43,441 --> 00:56:46,444
Það er aukaverkun uppkomunnar.
664
00:56:47,862 --> 00:56:49,489
Uppkomunnar?
665
00:56:50,240 --> 00:56:54,411
Nú færðu að heyra um raunverulegan
tilgang sendifarar ykkar.
666
00:56:54,577 --> 00:56:59,916
Þið voruð send til Jarðar til að tryggja
komu Himnaverunnar Tiamuts.
667
00:57:01,126 --> 00:57:05,797
Á milljarðs ára fresti
verða nýjar Himnaverur að fæðast.
668
00:57:06,381 --> 00:57:10,885
Ég kem fyrir Himnaverugræðlingum
á hýsilplánetum víða um alheiminn.
669
00:57:13,012 --> 00:57:16,891
Plánetan Jörð var valin
til að hýsa Himnaveruna Tiamut.
670
00:57:22,272 --> 00:57:23,898
Til þess að vaxa
671
00:57:24,065 --> 00:57:27,902
þarf Tiamut gríðarlega orku
frá vitibornum verum.
672
00:57:28,903 --> 00:57:32,407
Afbrigðin komu í veg fyrir það
með því að éta mennina
673
00:57:32,574 --> 00:57:35,243
þar til hin Eilífu útrýmdu þeim.
674
00:57:35,869 --> 00:57:41,791
Nú hafa mennirnir á plánetunni
náð tilætluðum fjölda.
675
00:57:41,958 --> 00:57:45,003
Nú er kominn tími
fyrir uppkomuna að hefjast.
676
00:58:04,981 --> 00:58:06,065
En...
677
00:58:07,358 --> 00:58:09,110
allir Jarðarbúar munu deyja.
678
00:58:10,778 --> 00:58:13,865
Endalok eins lífs, Sersi...
679
00:58:15,241 --> 00:58:18,036
er upphaf annars.
680
00:58:30,882 --> 00:58:34,761
Alheimurinn gengur
í gegnum stanslaus orkuskipti.
681
00:58:35,762 --> 00:58:39,807
Þetta er óendanleg hringrás
sköpunar og eyðileggingar.
682
00:58:40,725 --> 00:58:42,977
Himnaverur nýta orku
683
00:58:43,144 --> 00:58:46,231
úr hýsilplánetunum
til þess að skapa sólir...
684
00:58:46,898 --> 00:58:50,151
og móta þyngdarafl, hita og birtu...
685
00:58:50,318 --> 00:58:52,820
til að nýjar vetrarbrautir mótist.
686
00:58:57,825 --> 00:58:59,452
Án okkar...
687
00:58:59,619 --> 00:59:02,789
verður alheimur okkar
myrkrinu að bráð.
688
00:59:05,542 --> 00:59:07,418
Allt líf mun deyja.
689
00:59:08,628 --> 00:59:10,380
Vissi Ajak sannleikann?
690
00:59:10,797 --> 00:59:15,677
Hún hefur hjálpað til við uppkomu
fjölda Himnavera í milljónir ára.
691
00:59:15,843 --> 00:59:17,554
Eins og þú sjálf.
692
00:59:18,388 --> 00:59:22,267
En ég fór til Jarðar
í fyrstu sendiför mína.
693
00:59:23,685 --> 00:59:27,397
Ég var heima á Ólympíu.
694
00:59:28,773 --> 00:59:31,192
Það er engin Ólympía til.
695
00:59:49,294 --> 00:59:52,338
Þetta er raunverulegt heimili þitt.
696
00:59:53,381 --> 00:59:55,091
Heimssmiðjan.
697
00:59:57,927 --> 01:00:02,181
Hérna skapaði ég
og innstillti hin Eilífu.
698
01:00:38,176 --> 01:00:40,178
Allt deyr nema við...
699
01:00:41,471 --> 01:00:43,514
því að við vorum aldrei á lífi.
700
01:00:47,727 --> 01:00:49,520
Því man ég ekkert af þessu?
701
01:00:59,947 --> 01:01:04,577
Minningar ykkar eru afmáðar
og endurræstar eftir hverja uppkomu.
702
01:01:05,703 --> 01:01:07,246
Þær eru geymdar hérna.
703
01:01:09,957 --> 01:01:11,584
Hvers vegna geymirðu þær?
704
01:01:12,251 --> 01:01:15,672
Ég geri það til að rannsaka Afbrigðin.
705
01:01:16,798 --> 01:01:19,384
Ég skapaði Afbrigðin, Sersi...
706
01:01:19,550 --> 01:01:22,470
af sömu ástæðu
og ég skapaði ykkur.
707
01:01:23,554 --> 01:01:27,392
Á hverri hýsilplánetu Himnaveru
má finna sérstök rándýr.
708
01:01:31,104 --> 01:01:34,273
Ég sendi Afbrigðin fyrst
til að útrýma þeim
709
01:01:34,440 --> 01:01:36,984
til að vitibornar lífverur gætu dafnað.
710
01:01:42,532 --> 01:01:45,201
En það var galli í hönnun þeirra.
711
01:01:46,411 --> 01:01:47,745
Þau þróuðust.
712
01:01:47,912 --> 01:01:49,956
Urðu sjálf rándýr.
713
01:01:51,916 --> 01:01:54,127
Og ég missti stjórn á þeim.
714
01:01:56,212 --> 01:01:59,215
Ég skapaði og innstillti ykkur,
hin Eilífu,
715
01:01:59,382 --> 01:02:03,219
sem gerviverur án möguleika á þróun,
716
01:02:03,386 --> 01:02:05,555
til að bæta fyrir mistök mín.
717
01:02:07,557 --> 01:02:11,978
Sersi, Ajak valdi þig
til að taka við af sér
718
01:02:12,145 --> 01:02:14,397
sem hin æðsta Eilífa.
719
01:02:14,981 --> 01:02:16,774
Ekki bregðast mér.
720
01:02:35,251 --> 01:02:37,879
Erum við semsagt bara flott vélmenni?
721
01:02:38,045 --> 01:02:41,340
Eru fyrri minningar
geymdar einhvers staðar...
722
01:02:42,133 --> 01:02:43,718
úti í geimnum?
723
01:02:43,885 --> 01:02:46,220
Og Arishem skapaði Afbrigðin.
724
01:02:48,055 --> 01:02:49,807
Fyrirgefðu, Þena.
725
01:02:49,974 --> 01:02:51,392
Þú reyndir að vara okkur við.
726
01:02:51,559 --> 01:02:55,563
Síðast þegar Arishem endurræsti
minningar þínar klikkaði eitthvað.
727
01:02:56,314 --> 01:02:57,356
Hvað áttu við?
728
01:02:57,523 --> 01:03:00,860
Er það ekki Mahd Wy'ry?
729
01:03:01,027 --> 01:03:04,530
Þena mundi eftir hinum plánetunum
sem við vorum send á
730
01:03:04,697 --> 01:03:06,783
og öllum sem dóu í uppkomunni.
731
01:03:07,241 --> 01:03:08,701
Ég hélt að við værum hetjur.
732
01:03:09,368 --> 01:03:10,703
En við erum illmennin.
733
01:03:10,870 --> 01:03:13,164
Við erum ekki illmenni.
734
01:03:13,331 --> 01:03:16,209
Við hjálpuðum Himnaverum
að auka lífið í alheiminum.
735
01:03:16,375 --> 01:03:19,545
Illmenni gera ekki slíkt.
Góðu gæjarnir gera það.
736
01:03:19,712 --> 01:03:22,632
Alltaf þegar lífi saklausra
er fórnað fyrir æðri tilgang
737
01:03:22,799 --> 01:03:24,842
reynast það vera mistök.
738
01:03:25,468 --> 01:03:27,136
Við verðum að stöðva uppkomuna.
739
01:03:27,303 --> 01:03:30,932
Sersi, við höfum engan rétt á því
að stöðva fæðingu Himnaveru.
740
01:03:31,098 --> 01:03:33,976
Tiamut hlýtur að geta birst
án þess að eyða Jörðinni.
741
01:03:35,061 --> 01:03:38,272
Við verðum að tefja hann
þar til við finnum lausnina.
742
01:03:39,106 --> 01:03:41,317
Gæti Druig stjórnað huga hans?
743
01:03:41,484 --> 01:03:43,736
Kannski svæft hann?
744
01:03:43,903 --> 01:03:45,029
Svæft hann?
745
01:03:45,488 --> 01:03:46,614
Er þér alvara?
746
01:03:46,781 --> 01:03:49,283
Gilgames lét Druig
svæfa mig einu sinni.
747
01:03:50,618 --> 01:03:52,328
Til þess að komast til Fídjí.
748
01:03:52,495 --> 01:03:55,206
En þetta er Himnavera.
-Við verðum að reyna.
749
01:03:55,373 --> 01:03:58,709
Við getum ekki látið alla
á Jörðinni deyja.
750
01:03:58,876 --> 01:04:00,211
Einmitt.
751
01:04:02,129 --> 01:04:05,049
Ég er mannlegur
svo ég er dálítið hlutdrægur.
752
01:04:05,383 --> 01:04:06,968
Heimsendir er í nánd.
753
01:04:07,134 --> 01:04:08,594
Þú ættir að fara heim.
754
01:04:09,554 --> 01:04:10,930
Að gera hvað?
755
01:04:11,556 --> 01:04:13,182
Horfa á sjónvarpið?
756
01:04:13,349 --> 01:04:16,853
Þegar ég gæti fylgt
fyrstu ofurhetjum Jarðar
757
01:04:17,019 --> 01:04:19,438
sem reyna að bjarga heiminum?
758
01:04:20,273 --> 01:04:21,482
Þá það.
759
01:04:21,649 --> 01:04:24,193
Ef þú vilt vera kyrr máttu það.
760
01:04:24,360 --> 01:04:26,112
Þakka þér fyrir, herra.
761
01:04:27,822 --> 01:04:29,031
Gilgames.
762
01:04:29,198 --> 01:04:30,741
Gætirðu hellt slefbjórnum?
763
01:04:30,908 --> 01:04:32,201
Fannst þér hann ekki góður?
764
01:04:32,368 --> 01:04:34,370
Við verðum að fara. Strax.
765
01:04:35,204 --> 01:04:36,581
Finnum öll hin.
766
01:04:36,914 --> 01:04:38,165
Þegar við höfum sameinast
767
01:04:38,332 --> 01:04:41,043
ákveðum við hvað við gerum
vegna uppkomunnar.
768
01:04:45,715 --> 01:04:50,386
Í AMASÓNFRUMSKÓGINUM
769
01:05:11,991 --> 01:05:13,868
Góðan daginn.
770
01:05:14,994 --> 01:05:16,579
Fallegt hérna, herra.
771
01:05:16,746 --> 01:05:18,039
Ekki láta blekkjast.
772
01:05:19,165 --> 01:05:21,250
Það er fró í fáfræðinni.
773
01:05:22,960 --> 01:05:25,504
Hæ, við erum að leita að Druig.
774
01:05:25,671 --> 01:05:26,589
Er hann hérna?
775
01:05:26,672 --> 01:05:27,506
Já.
776
01:05:27,673 --> 01:05:29,008
Hvernig þekkirðu Druig?
777
01:05:29,800 --> 01:05:30,968
Við erum vinir...
778
01:05:31,969 --> 01:05:33,304
úr háskóla.
779
01:05:37,224 --> 01:05:38,434
Halló, Sprite.
780
01:05:46,275 --> 01:05:48,152
Ég saknaði ykkar allra.
781
01:05:51,113 --> 01:05:55,034
Verið eins og heima hjá ykkur.
782
01:05:59,872 --> 01:06:02,875
Þú færðir mér ansi margar
slæmar fréttir í einu.
783
01:06:03,626 --> 01:06:04,794
Viltu hjálpa okkur?
784
01:06:05,294 --> 01:06:06,295
Það gleður mig...
785
01:06:13,427 --> 01:06:14,553
Hvar kaupirðu þjónustu?
786
01:06:15,012 --> 01:06:16,514
Ég næ engu sambandi.
787
01:06:18,224 --> 01:06:21,560
Munið þið öll eftir þessum skógi?
Hann er svo fallegur.
788
01:06:22,728 --> 01:06:24,772
Hér bjuggum við síðast öll saman.
789
01:06:26,232 --> 01:06:29,193
Ég hef verndað fólkið hérna
í tuttugu kynslóðir
790
01:06:29,360 --> 01:06:32,363
gegn öllu utanaðkomandi
og gegn sjálfu sér.
791
01:06:32,530 --> 01:06:37,243
Ykkar tegund mun einn daginn
bera ábyrgð á eigin útrýmingu.
792
01:06:37,785 --> 01:06:39,328
Heldurðu það ekki?
793
01:06:39,787 --> 01:06:42,957
Við verðum að læra af mistökunum
og gera betur, herra.
794
01:06:43,124 --> 01:06:45,001
Ekki gefa upp vonina.
795
01:06:47,920 --> 01:06:49,338
Þú gerðir það ekki.
796
01:06:49,505 --> 01:06:52,008
Ný regla.
Bannað að andsetja einkaþjóna.
797
01:06:52,174 --> 01:06:53,634
Hvar er kímnigáfan?
798
01:06:53,801 --> 01:06:54,802
Afsakaðu, herra.
799
01:06:54,969 --> 01:06:57,179
Ekki biðjast afsökunar.
Ekki þín sök.
800
01:06:57,930 --> 01:07:00,558
Þú ert ekki guð. Veistu það ekki?
801
01:07:00,725 --> 01:07:04,353
Kaldhæðnislegt að heyra
frá Kingo kvikmyndastjörnu.
802
01:07:04,520 --> 01:07:06,105
Ég hef líka leikstýrt.
803
01:07:06,272 --> 01:07:07,648
Nú? Hverju?
804
01:07:08,274 --> 01:07:09,859
Efni á netinu.
805
01:07:10,609 --> 01:07:11,610
Hve mikið áhorf?
806
01:07:11,777 --> 01:07:13,696
Ég geri það ekki fyrir áhorfin.
807
01:07:13,863 --> 01:07:15,656
Förum. Hann sóar tíma okkar.
808
01:07:15,823 --> 01:07:18,117
Við þörfnumst hans.
-Íkaris.
809
01:07:19,160 --> 01:07:20,244
Ég saknaði þín.
810
01:07:21,162 --> 01:07:23,247
Ætlarðu að heilla mig eða hóta mér?
811
01:07:23,414 --> 01:07:25,458
Ég hef þriðja valkost ef þú vilt.
812
01:07:25,624 --> 01:07:28,502
Eflaust sárt að vera ekki
í uppáhaldi hjá mömmu.
813
01:07:28,669 --> 01:07:30,337
Hún væri mjög stolt af þér.
814
01:07:30,504 --> 01:07:31,505
Þetta er alvarlegt mál.
815
01:07:31,672 --> 01:07:33,466
Veistu hvað er alvarlegt?
816
01:07:34,383 --> 01:07:38,345
Ég var að frétta að ég hefði verið
í sjálfsvígsför í 7.000 ár
817
01:07:38,512 --> 01:07:41,891
og að öll tilvera mín væri lygi.
818
01:07:45,061 --> 01:07:48,397
Afsakaðu ef mér er skítsama
um ykkar plön í augnablikinu.
819
01:07:53,277 --> 01:07:54,695
Druig er glataður.
820
01:07:54,862 --> 01:07:56,489
Það er rétt, herra.
821
01:08:16,967 --> 01:08:18,719
Mér líst ekki á þennan stað.
822
01:08:19,178 --> 01:08:22,389
Druig þarf að hugsa
og Sersi vill að við bíðum
823
01:08:22,556 --> 01:08:23,766
svo við bíðum.
824
01:08:25,643 --> 01:08:29,480
Ég þekkti mig ekki
í sjónhverfingum Sprite.
825
01:08:30,564 --> 01:08:32,775
Þetta voru gömlu, góðu dagarnir.
826
01:08:34,652 --> 01:08:37,196
Hvað ef ég get ekki barist lengur?
827
01:08:38,364 --> 01:08:39,907
Auðvitað geturðu það.
828
01:08:40,950 --> 01:08:42,993
Hvað ef ég særi þig aftur?
829
01:08:43,369 --> 01:08:48,582
Þú veist alveg hver þú ert.
Þú ert Þena stríðsgyðja.
830
01:08:53,420 --> 01:08:54,839
Þakka þér fyrir.
831
01:08:56,298 --> 01:08:57,550
Fyrir hvað?
832
01:08:59,426 --> 01:09:01,637
Fyrir að hugsa alltaf um mig.
833
01:09:04,014 --> 01:09:05,724
Ég myndi gera það aftur.
834
01:09:08,561 --> 01:09:10,521
Á hvaða plánetu sem er.
835
01:09:29,331 --> 01:09:31,125
Mér finnst líka gott að horfa á hann.
836
01:09:31,292 --> 01:09:32,459
Jesús.
837
01:09:33,586 --> 01:09:35,212
Það er ekkert óhugnanlegt.
838
01:09:37,840 --> 01:09:39,675
Hefurðu lesið Pétur Pan?
839
01:09:39,842 --> 01:09:42,970
Í mínum huga er Íkaris eins og Pétur.
840
01:09:43,137 --> 01:09:47,474
Sersi er Vanda
og þú ert auðvitað Skellibjalla
841
01:09:48,726 --> 01:09:51,103
og við hin erum Týndu drengirnir.
842
01:09:51,562 --> 01:09:53,063
Hvað ertu að segja?
843
01:09:53,522 --> 01:09:56,066
Skellibjalla hefur alltaf
verið ástfangin af Pétri.
844
01:09:59,486 --> 01:10:02,698
Það er sárt því hún getur
aldrei verið með honum.
845
01:10:05,618 --> 01:10:07,119
Mér þykir það leitt.
846
01:10:09,038 --> 01:10:10,289
Kingo.
847
01:10:12,875 --> 01:10:15,377
Hvers vegna skapaði Arishem mig svona?
848
01:10:17,463 --> 01:10:18,923
Ég veit það ekki.
849
01:10:26,513 --> 01:10:27,890
Braustu ekki vélina?
850
01:10:28,057 --> 01:10:29,850
Ég er alltaf með varavél.
851
01:10:34,980 --> 01:10:36,774
Þú átt mjög reiða fjölskyldu.
852
01:10:37,524 --> 01:10:39,401
Það er alvarlegt vandamál.
853
01:10:39,568 --> 01:10:42,488
Hvað með Mídas?
Allt sem hann snerti varð að gulli.
854
01:10:42,655 --> 01:10:43,656
Varst það þú?
-Dane.
855
01:10:43,822 --> 01:10:45,741
Konfúsíus? Aristóteles?
-Hringdu í frænda þinn.
856
01:10:45,908 --> 01:10:47,493
Hvað? Frænda minn? Nei.
857
01:10:47,660 --> 01:10:49,828
Þú hefur viljað sættast við hann.
858
01:10:49,995 --> 01:10:52,373
Þetta er rétti tíminn. Trúðu mér.
859
01:10:52,539 --> 01:10:54,124
Sersi, þú ert svo skrýtin.
860
01:10:54,291 --> 01:10:55,542
Dane? Dane?
861
01:10:55,709 --> 01:10:56,710
Slæmt samband
862
01:10:57,962 --> 01:10:59,421
Sambandið slitnar.
863
01:10:59,588 --> 01:11:00,631
Sleistu sambandinu?
864
01:11:03,342 --> 01:11:04,969
Hvernig tók hann fréttunum?
865
01:11:05,386 --> 01:11:07,972
Ég gat ekki sagt honum
að heimsendir væri í nánd.
866
01:11:08,138 --> 01:11:10,391
Hann gæti ekkert gert.
867
01:11:10,557 --> 01:11:11,558
Sersi.
868
01:11:14,937 --> 01:11:16,647
Ég hef áhyggjur af þér.
869
01:11:17,648 --> 01:11:20,609
Ef Arishem sér að þú reynir
að stöðva uppkomuna...
870
01:11:22,569 --> 01:11:25,489
Ég er ekki nógu sterkur
til að vernda þig fyrir honum.
871
01:11:31,036 --> 01:11:32,538
Ég óttast ekki.
872
01:11:33,789 --> 01:11:36,208
Við verðum að stöðva
þessa ofbeldishringrás.
873
01:11:40,713 --> 01:11:42,548
Hafðu ekki áhyggjur af mér.
874
01:11:43,632 --> 01:11:44,967
Gamall vani.
875
01:11:52,182 --> 01:11:54,268
Hvers vegna fórstu?
876
01:11:56,061 --> 01:11:57,187
Ég sagði sjálfri mér
877
01:11:58,063 --> 01:12:00,065
að eitthvað hefði komið fyrir þig.
878
01:12:00,232 --> 01:12:02,234
Þess vegna beið ég.
879
01:12:02,401 --> 01:12:04,862
Dagar urðu að árum
880
01:12:05,029 --> 01:12:07,239
og þú snerir aldrei aftur.
881
01:12:09,116 --> 01:12:10,701
Sersi.
882
01:12:11,452 --> 01:12:13,287
Ég hef saknað þín.
883
01:12:15,956 --> 01:12:17,958
Ég vildi ekki fara.
884
01:12:21,045 --> 01:12:22,254
Ég verð að segja þér...
885
01:12:22,880 --> 01:12:24,089
Íkaris!
886
01:12:24,715 --> 01:12:25,924
Íkaris!
887
01:12:31,096 --> 01:12:32,014
Fröken?
888
01:12:33,265 --> 01:12:34,558
Ertu ómeidd?
889
01:12:35,100 --> 01:12:36,602
Gættu þín!
890
01:12:36,769 --> 01:12:38,354
Rýmið búðirnar!
891
01:12:41,398 --> 01:12:42,733
Fyrir aftan mig!
892
01:12:42,900 --> 01:12:43,901
Eitt þeirra tók Íkaris.
893
01:12:44,068 --> 01:12:45,235
Þetta er fyrirsát!
894
01:12:54,661 --> 01:12:56,205
Glæsilega gert, herra.
895
01:12:56,538 --> 01:12:58,082
Ertu galinn? Feldu þig.
896
01:12:58,248 --> 01:13:00,626
Okkur vantar hasaratriði.
897
01:13:01,251 --> 01:13:02,461
Herra!
898
01:13:03,045 --> 01:13:04,838
Sprite, komdu Karun burt.
899
01:13:07,091 --> 01:13:09,968
Hvað ertu með margar
myndavélar, ungi maður?
900
01:13:17,810 --> 01:13:19,228
Kingo!
901
01:13:19,395 --> 01:13:20,813
Komið!
902
01:13:27,528 --> 01:13:28,737
Þessa leið!
903
01:13:28,904 --> 01:13:30,072
Flýtið ykkur!
904
01:13:35,202 --> 01:13:36,954
Inn með ykkur!
905
01:14:14,908 --> 01:14:15,742
Íkaris!
906
01:14:31,341 --> 01:14:35,137
Ég hef barist við þetta áður.
Það er sterkara en hin.
907
01:14:38,265 --> 01:14:39,475
Nei.
908
01:14:41,518 --> 01:14:42,853
Hræðileg tímasetning.
909
01:14:43,604 --> 01:14:44,688
Þena!
910
01:14:53,197 --> 01:14:54,448
Hættu, Þena!
911
01:15:29,900 --> 01:15:31,026
Slepptu þeim.
912
01:15:31,193 --> 01:15:32,736
Ekki núna, Sersi.
913
01:15:32,903 --> 01:15:36,073
Gerðu það.
Ég veit að þú ert betri en þetta.
914
01:15:45,332 --> 01:15:46,458
Druig.
915
01:15:46,625 --> 01:15:47,501
Hvað gengur á?
916
01:15:47,668 --> 01:15:49,670
Farið að fljótinu!
917
01:16:07,229 --> 01:16:08,647
Gilgames.
918
01:16:09,314 --> 01:16:11,024
Fæ ég örlitla aðstoð?
919
01:16:11,191 --> 01:16:12,317
Vertu kyrr hérna.
920
01:16:12,985 --> 01:16:13,986
Segðu það.
921
01:16:15,404 --> 01:16:16,405
Kyrr hérna.
922
01:16:16,572 --> 01:16:18,657
Gott. Þú jafnar þig.
923
01:16:30,544 --> 01:16:31,878
Þau stefna á búðirnar.
924
01:16:32,045 --> 01:16:33,755
Farðu. Þau þarfnast þín.
925
01:16:33,922 --> 01:16:35,340
Farðu, Íkaris.
926
01:16:43,348 --> 01:16:45,475
Sprite, reddaðu mér tíma.
927
01:16:54,776 --> 01:16:56,570
Geturðu flýtt þér?
928
01:16:58,697 --> 01:16:59,615
Núna!
929
01:17:04,411 --> 01:17:05,454
Dishoom.
930
01:17:15,005 --> 01:17:17,007
Karun! Náðirðu þessu?
931
01:17:17,174 --> 01:17:18,925
Já, herra!
932
01:17:54,002 --> 01:17:55,754
Kingo.
-Farðu bara.
933
01:17:55,921 --> 01:17:57,381
Ég yfirgef þig ekki.
934
01:17:57,714 --> 01:17:58,757
Sprite!
935
01:18:33,458 --> 01:18:34,459
Íkaris!
936
01:19:17,127 --> 01:19:19,546
Sersi, er allt í lagi með þig?
937
01:19:30,098 --> 01:19:31,808
Hvernig fórstu að þessu?
938
01:19:32,642 --> 01:19:34,394
Ég veit það ekki.
939
01:19:47,532 --> 01:19:49,284
Hættu, hættu, hættu.
940
01:19:51,203 --> 01:19:52,162
Þena.
941
01:20:35,038 --> 01:20:37,332
Nei. Gilgames.
942
01:20:37,833 --> 01:20:39,125
Farðu frá.
943
01:20:47,384 --> 01:20:48,802
Ajak...
944
01:20:50,428 --> 01:20:51,847
Minningar hennar...
945
01:20:53,932 --> 01:20:55,934
Nú skil ég þetta.
946
01:20:57,060 --> 01:20:59,354
Ég sé það sem hún sá.
947
01:21:00,605 --> 01:21:02,649
Svo margar plánetur.
948
01:21:03,525 --> 01:21:09,030
Svo miklu lífi er eytt í hvert sinn
sem Himnavera fæðist.
949
01:21:09,739 --> 01:21:11,616
Arishem notaði okkur
950
01:21:11,783 --> 01:21:16,246
og yfirgaf okkur til að deyja
með hverri uppkomu.
951
01:21:16,413 --> 01:21:18,039
Við vildum bara lifa af.
952
01:21:20,500 --> 01:21:22,627
Þá sendi hann ykkur.
953
01:21:23,920 --> 01:21:28,091
Ég drep ykkur öll
fyrir það sem þið hafið gert okkur.
954
01:21:28,258 --> 01:21:31,052
Þið Eilífu eruð ekki bjargvættir.
955
01:21:31,595 --> 01:21:33,263
Þið eruð morðingjar.
956
01:21:36,850 --> 01:21:37,684
Íkaris!
957
01:21:52,908 --> 01:21:54,284
Þena.
958
01:21:57,287 --> 01:21:58,538
Hey.
959
01:22:00,498 --> 01:22:02,042
Mundu.
960
01:22:10,342 --> 01:22:11,801
Nei.
961
01:22:13,678 --> 01:22:14,971
Nei.
962
01:22:18,475 --> 01:22:19,893
Ég skal muna.
963
01:22:20,060 --> 01:22:21,603
Ég skal muna.
964
01:22:44,542 --> 01:22:46,711
Ég skal muna.
965
01:23:29,129 --> 01:23:30,714
Þegar ég fór...
966
01:23:30,880 --> 01:23:36,052
íhugaði ég að taka stjórn á huga
hvers einasta manns á plánetunni.
967
01:23:36,928 --> 01:23:40,265
Ofbeldi, ótti og græðgi.
968
01:23:40,432 --> 01:23:41,975
Allt slíkt myndi hverfa.
969
01:23:42,142 --> 01:23:43,309
Því gerðirðu það ekki?
970
01:23:43,476 --> 01:23:46,062
Vegna þess að án gallanna þeirra
971
01:23:46,604 --> 01:23:48,523
yrðu þau ekki mannleg.
972
01:23:51,526 --> 01:23:54,529
Gerðu það, Druig.
Þú getur ekki verið hérna lengur.
973
01:23:55,280 --> 01:23:58,742
Afbrigðin reyna að koma í veg fyrir
að við drepum þau.
974
01:23:58,908 --> 01:24:01,745
Nú eru þau með samvisku.
Það gerir þau hættulegri.
975
01:24:01,911 --> 01:24:03,830
Nei, Sersi.
976
01:24:04,914 --> 01:24:07,333
Það gerir þau að okkur.
977
01:24:08,043 --> 01:24:10,003
Hin Eilífu og Afbrigðin.
978
01:24:11,212 --> 01:24:12,839
Börn Arishems.
979
01:24:14,007 --> 01:24:17,761
Þið viljið að ég taki stjórn
á huga Himnaveru.
980
01:24:17,927 --> 01:24:21,181
Ég er ekki nógu sterkur til þess.
981
01:24:21,347 --> 01:24:23,058
Við þörfnumst Fastosar.
982
01:24:25,602 --> 01:24:27,020
Gangi ykkur vel.
983
01:24:27,854 --> 01:24:30,774
Hann gafst upp
á mannkyninu fyrir löngu.
984
01:24:38,323 --> 01:24:44,412
ÁGÚST 1945
Í HIROSHIMA
985
01:25:03,431 --> 01:25:04,724
Ég gerði þetta.
986
01:25:06,643 --> 01:25:08,978
Ef þau hefðu ekki þróast
með minni tækni...
987
01:25:14,400 --> 01:25:16,277
Druig hafði rétt fyrir sér.
988
01:25:17,153 --> 01:25:19,239
Sendiförin okkar var glapræði.
989
01:25:19,864 --> 01:25:21,449
Þetta fólk er...
990
01:25:23,243 --> 01:25:24,494
ekki björgunar virði.
991
01:25:24,661 --> 01:25:26,496
Æ, Fastos.
992
01:25:26,663 --> 01:25:28,123
Ekki björgunar virði.
993
01:25:40,301 --> 01:25:42,053
Takk.
-Gott kast núna.
994
01:25:42,137 --> 01:25:43,471
Allt í lagi.
-Hérna.
995
01:25:43,555 --> 01:25:44,389
Og...
996
01:25:45,348 --> 01:25:46,391
Frábært!
-Já!
997
01:25:46,558 --> 01:25:47,684
Já!
-Já!
998
01:25:47,851 --> 01:25:49,519
Flott.
-Tilbúinn? Kast.
999
01:25:49,686 --> 01:25:50,645
Í SAMTÍMANUM
Í CHICAGO
1000
01:25:50,812 --> 01:25:51,646
Munaði litlu.
1001
01:25:51,813 --> 01:25:52,897
Sjáðu, pabbi.
-Já.
1002
01:25:53,064 --> 01:25:55,024
Sjáðu.
-Leyfðu mér að sjá.
1003
01:25:56,192 --> 01:25:57,735
Pabbi, ég er bara byrjandi.
1004
01:25:57,902 --> 01:25:58,903
Sæll.
1005
01:25:59,070 --> 01:26:00,363
Getum við aðstoðað?
1006
01:26:00,530 --> 01:26:01,447
Kastaðu aftur.
1007
01:26:01,614 --> 01:26:04,200
Heyrið þið, Jack og Ben.
1008
01:26:05,410 --> 01:26:08,788
Hæ, krakkar.
Þetta eru vinir mínir úr háskólanum.
1009
01:26:11,124 --> 01:26:16,171
Þau heita Sylvia og Isaac.
Þetta er Isaac.
1010
01:26:16,629 --> 01:26:18,673
Isaac.
-Pabbi, þetta er Superman.
1011
01:26:18,840 --> 01:26:21,259
Hann er Superman!
-Mjög fyndið, Jack.
1012
01:26:21,426 --> 01:26:23,386
Hann er ekki Superman.
-Jú, víst.
1013
01:26:23,553 --> 01:26:27,473
Ég sá hann í sjónvarpinu
berjast við skrímsli í London.
1014
01:26:28,099 --> 01:26:31,519
Þú varst með skikkju
og skaust geislum úr augunum.
1015
01:26:32,228 --> 01:26:33,229
Ég nota ekki skikkju.
1016
01:26:33,396 --> 01:26:35,648
Fyrirgefðu.
-Eigum við að fara inn?
1017
01:26:35,815 --> 01:26:38,318
Á ég að kalla þig Clark núna?
1018
01:26:38,484 --> 01:26:40,111
Þú hefur notað verri nöfn.
1019
01:26:40,278 --> 01:26:41,821
Nærðu þessu, Jack?
1020
01:26:41,988 --> 01:26:43,072
Vel gert.
1021
01:26:43,239 --> 01:26:45,283
Já.
-Sýndu mér hvernig.
1022
01:26:45,658 --> 01:26:48,244
Hring eftir hring eftir hring.
1023
01:26:51,748 --> 01:26:53,458
Svona, haltu áfram.
-Komdu.
1024
01:27:02,217 --> 01:27:05,178
Já, þið eruð mjög eðlileg.
1025
01:27:07,931 --> 01:27:10,016
Eftir öll þessi ár...
1026
01:27:10,183 --> 01:27:12,268
gleyptir jafnvel þú við lygum Ajak.
1027
01:27:12,435 --> 01:27:13,937
Ekki núa mér því um nasir.
1028
01:27:15,939 --> 01:27:19,984
Nú skil ég af hverju hún bannaði
öll afskipti af átökum manna.
1029
01:27:20,526 --> 01:27:22,195
Átök leiða til stríðs
1030
01:27:22,362 --> 01:27:26,950
og stríð leiðir til framfara í tækni
og læknisfræði sem bjarga mannslífum.
1031
01:27:27,116 --> 01:27:29,118
Verkefni okkar var aldrei
1032
01:27:29,285 --> 01:27:32,038
að tryggja frið eða samhug í heiminum
1033
01:27:32,205 --> 01:27:35,959
heldur að auka mannfjöldann
með öllum ráðum.
1034
01:27:36,125 --> 01:27:39,170
Ræktum við ekki mennina
sem fóður fyrir Himnaverur?
1035
01:27:39,337 --> 01:27:40,338
Það er napurlegt.
1036
01:27:40,505 --> 01:27:42,006
Eins og að segja eiginmanni og syni
1037
01:27:42,173 --> 01:27:43,758
að þeir gætu dáið fljótt.
1038
01:27:43,925 --> 01:27:46,010
Gafstu ekki upp á mannkyninu?
1039
01:27:46,761 --> 01:27:48,721
Ég var heppinn. Allt í lagi?
1040
01:27:50,974 --> 01:27:53,017
Nú á ég fjölskyldu.
1041
01:27:53,184 --> 01:27:55,520
Þeir endurvöktu trú mína.
1042
01:27:56,604 --> 01:28:00,692
Ég sé hið góða í mannkyninu
í þeirra fari hvern einasta dag.
1043
01:28:00,858 --> 01:28:02,485
Ég get ekki hjálpað ykkur.
1044
01:28:02,652 --> 01:28:03,778
Ég yfirgef þá aldrei.
-Fastos...
1045
01:28:03,945 --> 01:28:05,029
Því miður, Sersi.
1046
01:28:05,196 --> 01:28:06,572
Það var rangt að nota máttinn
1047
01:28:06,739 --> 01:28:08,658
án þess að hugsa um afleiðingarnar.
1048
01:28:08,825 --> 01:28:13,579
Nú kýs ég að nota hendurnar
til að gera við reiðhjól sonar míns.
1049
01:28:14,122 --> 01:28:15,331
Er það?
1050
01:28:16,374 --> 01:28:17,583
Ég nota engan mátt.
1051
01:28:17,750 --> 01:28:19,085
Ertu viss?
1052
01:28:19,252 --> 01:28:20,086
Hvað ertu...
1053
01:28:23,673 --> 01:28:27,010
Hver fjandinn er að þér?
Sonur minn er hérna rétt hjá.
1054
01:28:27,176 --> 01:28:29,178
Mér sýnist þú hafa notað máttinn.
1055
01:28:29,345 --> 01:28:31,556
Almáttugur.
-Þú reistir öruggt hús.
1056
01:28:31,639 --> 01:28:33,141
Er borðið úr víbraníumi?
1057
01:28:33,224 --> 01:28:34,058
Ekki!
1058
01:28:38,563 --> 01:28:40,064
Haustlínan.
1059
01:28:40,231 --> 01:28:41,482
Frá IKEA.
1060
01:28:41,649 --> 01:28:42,650
Asni.
1061
01:28:42,817 --> 01:28:45,528
Hvernig þoldirðu hann
í rúm 5.000 ár?
1062
01:28:45,695 --> 01:28:48,281
Að vera kyrr er eins og
að bjóða Afbrigðum í mat.
1063
01:28:48,448 --> 01:28:49,991
Engin bið eftir heimsendi.
1064
01:28:50,158 --> 01:28:51,409
Mikið til í því.
1065
01:28:51,576 --> 01:28:54,579
Þið getið ekki ætlast til þess
að ég fylgi ykkur.
1066
01:28:54,746 --> 01:28:56,748
Ég fer ekki...
-Þú skalt fara, habibi.
1067
01:28:57,540 --> 01:28:58,833
Viltu að ég fari?
1068
01:28:59,000 --> 01:29:01,794
Veistu hvað mamma myndi segja?
1069
01:29:01,961 --> 01:29:06,007
Hættu að fresta þessu, Phil,
og gakktu frá þínum málum.
1070
01:29:06,174 --> 01:29:07,467
Hann frestar öllu.
1071
01:29:07,633 --> 01:29:09,594
Ég yfirgef ekki ykkur tvo.
1072
01:29:09,761 --> 01:29:11,554
Ég er ekki ánægður með það
1073
01:29:12,221 --> 01:29:15,475
en ef það er séns fyrir Jack
að dafna og lifa eigin lífi
1074
01:29:15,641 --> 01:29:17,352
verðum við að reyna það.
1075
01:29:57,016 --> 01:30:01,229
ÍRAK
1076
01:30:45,690 --> 01:30:47,525
Dómó.
1077
01:30:48,693 --> 01:30:50,194
Ja hérna.
1078
01:31:00,037 --> 01:31:03,124
Andrúmsloftið er spennuþrungið.
1079
01:31:03,958 --> 01:31:06,836
Skuggaleg kyrrð þrengir að lungunum.
1080
01:31:07,003 --> 01:31:09,589
Hvað ertu að gera?
Þetta er mjög óþægilegt.
1081
01:31:10,256 --> 01:31:12,675
Guð minn góður.
Vertu róleg, Þena.
1082
01:31:16,471 --> 01:31:18,848
Snakk. Þetta var bara snakkpoki.
1083
01:31:19,265 --> 01:31:23,436
Eins og þið sjáið eru hin Eilífu
ekki laus við mannlegar kenndir
1084
01:31:23,603 --> 01:31:25,396
eins og hugleysi.
1085
01:31:27,899 --> 01:31:29,484
Hvað hefur hún gert?
1086
01:31:29,984 --> 01:31:33,321
Er þetta steinkista
á rannsóknarstofunni minni?
1087
01:31:34,614 --> 01:31:37,867
Þetta er Makkari.
Hún er eins og frú Havisham.
1088
01:31:38,034 --> 01:31:39,744
Við höfum ekki hist um aldir.
1089
01:31:41,162 --> 01:31:43,706
Tilbúin að fara heim?
1090
01:32:03,684 --> 01:32:04,727
Er þetta Íbensverðið?
1091
01:32:04,894 --> 01:32:06,145
Excalibur.
1092
01:32:07,688 --> 01:32:09,273
Artúr var skotinn í þér.
1093
01:32:10,525 --> 01:32:12,026
Þannig að...
1094
01:32:12,193 --> 01:32:16,405
ég hef beðið allar þessar aldir
eftir að snúa heim til Ólympíu
1095
01:32:16,572 --> 01:32:18,199
en nú segið þið mér
1096
01:32:18,366 --> 01:32:20,117
að hún sé ekki til?
1097
01:32:20,368 --> 01:32:23,538
Og heimsendir er líka í nánd.
1098
01:32:24,205 --> 01:32:26,332
Þá þarf mér ekki að leiðast lengur.
1099
01:32:28,042 --> 01:32:29,293
Hefurðu séð myndirnar mínar?
1100
01:32:30,670 --> 01:32:32,755
Ég á ekki DVD-spilara.
1101
01:32:33,089 --> 01:32:34,090
DVD?
1102
01:32:34,465 --> 01:32:36,008
Nú er streymi aðalmálið.
1103
01:32:36,175 --> 01:32:38,094
Þú þarft að fá þér Kindle.
1104
01:32:38,261 --> 01:32:40,304
Veistu hvað það er? Eins og...
1105
01:32:40,930 --> 01:32:43,724
Ef þú veist ekki einu sinni
hvað iPad er
1106
01:32:43,891 --> 01:32:46,018
er næstum ómögulegt
að útskýra þetta.
1107
01:32:50,231 --> 01:32:54,569
Hvernig náðirðu
þessari Smaragðstöflu á endanum,
1108
01:32:54,735 --> 01:32:57,655
fallega, fallega Makkari mín?
1109
01:33:00,741 --> 01:33:02,118
Saknaðirðu mín?
1110
01:33:03,327 --> 01:33:04,870
Hvað er í gangi hér?
1111
01:33:05,037 --> 01:33:07,123
Er það nýtt? Óþolandi.
-Eruð þið...
1112
01:33:07,290 --> 01:33:10,251
Fastos, ég þarf
að stjórna huga Himnaveru.
1113
01:33:10,418 --> 01:33:11,877
Jæja, verið tilbúin.
1114
01:33:15,172 --> 01:33:16,299
Armbönd?
1115
01:33:16,799 --> 01:33:17,883
Bjóstu til armbönd?
1116
01:33:18,050 --> 01:33:19,969
Kennslustund um Himnaverur.
1117
01:33:20,136 --> 01:33:23,806
Þessar verur eru öflugustu
orkugjafar alheimsins.
1118
01:33:23,973 --> 01:33:27,226
Þegar Arishem skapaði okkur
gaf hann okkur óendanlega alheimsorku
1119
01:33:27,435 --> 01:33:30,563
sem endurnýjar líkama okkar.
En armböndin ættu
1120
01:33:30,730 --> 01:33:32,690
að stöðva endurnýjunarferlið.
1121
01:33:32,857 --> 01:33:35,943
Þá geta líkamar okkar
safnað saman meiri alheimsorku.
1122
01:33:36,277 --> 01:33:37,278
Til hvers?
1123
01:33:37,445 --> 01:33:40,239
Afbrigðin geta tekið upp orku okkar.
1124
01:33:40,781 --> 01:33:44,076
Hvað ef við getum líka
tekið upp orku hvert annars?
1125
01:33:44,243 --> 01:33:46,746
Ef ég næ að tengja okkur öll
1126
01:33:46,912 --> 01:33:48,873
gæti eitt okkar orðið afar öflugt
1127
01:33:49,040 --> 01:33:51,751
og dregið til sín orku frá hinum
1128
01:33:51,917 --> 01:33:53,085
og þannig mótað...
1129
01:33:56,672 --> 01:33:58,049
Einhug.
1130
01:34:01,802 --> 01:34:03,763
Einhugur er einn stór hugur.
1131
01:34:03,929 --> 01:34:04,930
Við náðum því.
1132
01:34:05,097 --> 01:34:06,390
Glatað nafn.
-Brjótum heilann.
1133
01:34:07,058 --> 01:34:08,059
Heilabrjótur!
1134
01:34:08,225 --> 01:34:09,727
Mun betra.
-Ég fann upp á því.
1135
01:34:09,894 --> 01:34:10,895
Ég ræð nafninu.
1136
01:34:11,062 --> 01:34:15,399
Segjum sem svo að Druig
geti svæft Tiamut.
1137
01:34:15,566 --> 01:34:16,692
Hvað svo?
1138
01:34:16,859 --> 01:34:19,278
Við finnum nýja plánetu
handa mannkyninu.
1139
01:34:19,445 --> 01:34:22,281
Smíðum við örk
fyrir tvö dýr af hverri tegund?
1140
01:34:22,448 --> 01:34:24,825
Hvað bjargar Jörðinni aldrei?
Kaldhæðnin þín.
1141
01:34:24,992 --> 01:34:26,827
Geimnýlendur taka áratugi.
1142
01:34:26,994 --> 01:34:28,371
Við flýtum ferlinu.
1143
01:34:28,537 --> 01:34:30,956
Hvað ef við drepum óvart Tiamut?
1144
01:34:31,123 --> 01:34:34,877
Þá stöðvum við sköpun
milljarða lífa í alheiminum.
1145
01:34:35,044 --> 01:34:36,379
Ekki satt, stjóri?
1146
01:34:38,047 --> 01:34:39,799
Segðu eitthvað, Íkaris.
1147
01:34:39,965 --> 01:34:41,634
Þér finnst þetta óráðlegt.
1148
01:34:48,391 --> 01:34:50,768
Ajak valdi Sersi sem leiðtoga.
1149
01:34:52,228 --> 01:34:54,105
Sersi tekur þessa ákvörðun.
1150
01:34:56,732 --> 01:34:58,526
Gleymdu því hverja Ajak valdi.
1151
01:34:58,693 --> 01:35:01,862
Þú ert sterkastur
og ættir að ákveða þetta.
1152
01:35:02,947 --> 01:35:05,241
Þá það. Ljúgðu að sjálfum þér.
1153
01:35:05,408 --> 01:35:06,784
Sprite.
1154
01:35:15,918 --> 01:35:17,169
Þetta er ekki...
1155
01:35:17,336 --> 01:35:18,629
Íkaris.
-Ekki elta hann.
1156
01:35:18,796 --> 01:35:20,798
Kingo, ég... Þið öll.
1157
01:35:21,215 --> 01:35:23,676
Ekkert mál. Sprite er alltaf pirruð.
1158
01:35:23,843 --> 01:35:25,720
Ég heyrði hana kvarta úr fjarska.
1159
01:35:25,886 --> 01:35:27,221
Allt í góðu, Kingo.
1160
01:35:27,388 --> 01:35:29,098
Ef þú vilt þetta treysti ég þér.
1161
01:35:29,265 --> 01:35:31,934
Ég fylgi þér til enda
eins og ég hef alltaf gert.
1162
01:35:33,936 --> 01:35:35,438
Hvað sagðirðu?
1163
01:35:35,688 --> 01:35:38,149
Ég fylgi þér til enda
eins og ég hef alltaf gert.
1164
01:35:39,900 --> 01:35:42,778
Ég er ekki sá sem þú heldur.
1165
01:36:13,225 --> 01:36:18,105
FYRIR SEX DÖGUM
Í SUÐUR-DAKÓTA
1166
01:36:21,108 --> 01:36:22,735
Hvað höfum við langan tíma?
1167
01:36:23,152 --> 01:36:24,737
Eina viku.
1168
01:36:25,279 --> 01:36:26,572
Gott.
1169
01:36:28,157 --> 01:36:30,159
Við lukum sendiför okkar.
1170
01:36:32,995 --> 01:36:34,538
Hvar er hún?
1171
01:36:34,705 --> 01:36:35,706
Í London.
1172
01:36:36,540 --> 01:36:38,125
Hún á gott líf þar.
1173
01:36:38,292 --> 01:36:40,377
Hún hefur eflaust saknað þín.
1174
01:36:40,544 --> 01:36:43,839
Ef ég hefði farið til hennar
hefði ég sagt sannleikann.
1175
01:36:45,674 --> 01:36:47,301
Hún hefði þjáðst
1176
01:36:47,468 --> 01:36:49,970
að vita af endalokum
heimsins sem hún ann.
1177
01:36:50,137 --> 01:36:51,305
Íkaris.
1178
01:36:52,348 --> 01:36:54,016
Við verðum að segja þeim satt.
1179
01:36:54,183 --> 01:36:55,601
Hvað segirðu?
1180
01:36:55,976 --> 01:36:56,852
Af hverju?
1181
01:36:57,019 --> 01:36:59,772
Í sameiningu
gætum við stöðvað uppkomuna.
1182
01:37:00,523 --> 01:37:02,191
Stöðvað uppkomuna?
1183
01:37:02,358 --> 01:37:03,359
Sjáðu til...
1184
01:37:03,526 --> 01:37:05,361
Þetta er erfitt...
-Hlustaðu.
1185
01:37:05,528 --> 01:37:08,572
Ég hef hlýtt Arishem í milljónir ára.
1186
01:37:08,739 --> 01:37:11,367
Ég hef aldrei
dregið skipanir hans í efa.
1187
01:37:11,534 --> 01:37:13,202
Þar til nú.
-Hvers vegna?
1188
01:37:14,161 --> 01:37:15,538
Hvers vegna núna?
1189
01:37:20,417 --> 01:37:25,047
Fyrir fimm árum þurrkaði Þanos út
helming alls lífs í alheiminum.
1190
01:37:26,507 --> 01:37:28,342
Frestaði uppkomunni.
1191
01:37:30,386 --> 01:37:32,346
En íbúar þessarar plánetu
1192
01:37:32,513 --> 01:37:35,766
fengu alla til baka
með því að smella fingrum.
1193
01:37:36,976 --> 01:37:40,104
Þegar ég leysti upp hópinn
1194
01:37:40,271 --> 01:37:43,148
ferðaðist ég um heiminn
og bjó á meðal mannanna.
1195
01:37:43,315 --> 01:37:46,902
Ég hef séð þá berjast
og ljúga og drepa...
1196
01:37:47,194 --> 01:37:49,530
en ég hef líka séð þá...
1197
01:37:49,697 --> 01:37:52,116
hlæja og elska.
1198
01:37:52,283 --> 01:37:56,287
Ég hef séð sköpun þeirra og drauma.
1199
01:37:59,498 --> 01:38:00,875
Þessi pláneta...
1200
01:38:01,542 --> 01:38:03,127
og þetta fólk...
1201
01:38:04,587 --> 01:38:06,255
hefur breytt mér.
1202
01:38:07,840 --> 01:38:11,886
Fórnarkostnaðurinn við áform Arishems
er ekki þessi virði.
1203
01:38:12,052 --> 01:38:13,679
Ekki í þetta sinn.
1204
01:38:15,514 --> 01:38:17,224
Ég treysti þér, Ajak.
1205
01:38:21,478 --> 01:38:23,314
Ég fylgi þér til enda
1206
01:38:24,648 --> 01:38:26,150
eins og ég hef alltaf gert.
1207
01:38:26,317 --> 01:38:27,693
Þakka þér fyrir.
1208
01:38:29,320 --> 01:38:31,280
Við verðum öll að sameinast á ný.
1209
01:38:33,908 --> 01:38:36,243
Ég þarf að sýna þér svolítið fyrst.
1210
01:38:46,879 --> 01:38:48,547
Það er þarna fram undan.
1211
01:38:56,055 --> 01:38:58,557
Þau hafa verið föst í ísnum um aldir
1212
01:38:58,724 --> 01:39:01,644
og losnað í síðustu viku
þegar jökullinn bráðnaði
1213
01:39:01,810 --> 01:39:04,521
þar sem kjarni jarðar hitnaði
vegna uppkomunnar.
1214
01:39:05,731 --> 01:39:08,067
Þau drápu heilan hóp olíuverkamanna.
1215
01:39:08,859 --> 01:39:10,486
Ég rakti spor þeirra hingað.
1216
01:39:13,989 --> 01:39:16,325
Grunaði að þér hefði snúist hugur.
1217
01:39:17,493 --> 01:39:19,536
Ég leyfi þér ekki að svíkja Arishem.
1218
01:39:21,246 --> 01:39:23,332
Því drepurðu mig ekki sjálfur?
1219
01:39:23,499 --> 01:39:26,502
Þegar öll hin sjá
að eitthvað kemur fyrir Jörðina
1220
01:39:27,169 --> 01:39:28,337
leita þau til þín.
1221
01:39:29,046 --> 01:39:31,924
Þau finna líkið
og sjá að Afbrigðin eru komin.
1222
01:39:32,341 --> 01:39:35,010
Það heldur þeim við efnið
fram að uppkomunni.
1223
01:39:36,720 --> 01:39:39,056
Ég hef verið þér tryggur, Ajak.
1224
01:39:39,390 --> 01:39:41,850
Þagað yfir leyndarmálinu um aldir
1225
01:39:42,184 --> 01:39:44,937
og logið að öllum ástvinum mínum
1226
01:39:45,104 --> 01:39:49,733
en ég hef aldrei efast um þann tilgang
að þjóna Himnaverunum.
1227
01:39:50,442 --> 01:39:52,361
Æ, Íkaris.
1228
01:39:57,241 --> 01:40:00,119
Ég leiddi þig á ranga braut.
1229
01:40:00,911 --> 01:40:02,329
Þá einu sem ég þekki.
1230
01:42:56,086 --> 01:42:58,046
Mig grunaði að þú værir hérna.
1231
01:42:58,547 --> 01:43:00,966
Ég hef hugsað mikið um þennan stað.
1232
01:43:02,176 --> 01:43:04,511
Ótrúlegt hvernig allt breytist.
1233
01:43:05,095 --> 01:43:07,222
Kannski höfum við bara breyst.
1234
01:43:10,058 --> 01:43:11,935
Ég veit að þú ert ósáttur við planið.
1235
01:43:13,061 --> 01:43:16,064
Ég hef alltaf litið á Himnaverurnar
eins og hafið.
1236
01:43:17,900 --> 01:43:21,403
Þær gefa líf og taka líf
án minnstu hlutdrægni.
1237
01:43:21,820 --> 01:43:24,531
Ef þær hyrfu á braut
myndi alheimurinn enda.
1238
01:43:25,032 --> 01:43:27,451
Þú vilt frelsa mannkynið
undan náttúrulegri skipan.
1239
01:43:27,618 --> 01:43:31,455
Það er ónáttúrulegt að eyða
öllu lífi á heilli plánetu.
1240
01:43:32,164 --> 01:43:33,916
Leið Arishems er forn og grimmileg.
1241
01:43:34,082 --> 01:43:36,043
Ég vil ekki rífast, Sersi.
1242
01:43:36,835 --> 01:43:37,836
Öllu lýkur brátt.
1243
01:43:38,003 --> 01:43:40,839
Nema hvað, þessu lýkur aldrei.
1244
01:43:41,089 --> 01:43:43,592
Við myndum halda áfram
án minninga okkar
1245
01:43:43,759 --> 01:43:45,302
eða frjáls vilja
1246
01:43:45,469 --> 01:43:47,054
um alla eilífð.
1247
01:43:52,768 --> 01:43:54,144
Þú ert hræddur.
1248
01:43:54,561 --> 01:43:57,189
Mér er sama þótt við
yfirgefum þennan heim.
1249
01:43:57,898 --> 01:43:59,858
Ég vil bara að þegar það gerist
1250
01:44:01,443 --> 01:44:03,695
geti ég enn munað eftir þér.
1251
01:44:05,781 --> 01:44:08,242
Ég er ástfanginn af þér
1252
01:44:08,700 --> 01:44:11,620
og þakklátur fyrir lífið
sem ég hef átt með þér.
1253
01:44:17,793 --> 01:44:18,877
Íkaris.
1254
01:44:43,735 --> 01:44:45,028
Sersi?
1255
01:44:49,032 --> 01:44:50,492
Það er byrjað.
1256
01:44:53,954 --> 01:44:55,622
Nei. Guð minn góður.
1257
01:44:56,206 --> 01:44:57,207
Hvað með Einhuginn?
1258
01:44:57,666 --> 01:45:00,419
Ég hef ekki náð að tengja okkur
en það er stutt í það.
1259
01:45:00,585 --> 01:45:02,129
Mjög stutt.
-Hversu stutt?
1260
01:45:02,296 --> 01:45:04,298
Ég veit það ekki, Sersi.
1261
01:45:07,509 --> 01:45:08,844
Finndu uppkomustaðinn.
1262
01:45:32,743 --> 01:45:35,329
Þú vissir alltaf
að endalokin væru í nánd.
1263
01:45:35,495 --> 01:45:38,123
Þetta hlýtur að vera léttir.
1264
01:45:38,290 --> 01:45:40,292
Afbrigðið eltir okkur enn.
1265
01:45:41,001 --> 01:45:43,545
Hefndin færir þér ekki frið, Þena.
1266
01:45:44,046 --> 01:45:46,256
En kannski ef ég drep það.
1267
01:45:59,353 --> 01:46:00,771
Íkaris?
1268
01:46:02,189 --> 01:46:03,648
Hvað ertu að gera?
1269
01:46:09,613 --> 01:46:12,240
Ég vildi að þú yfirgæfir
þennan heim í friði.
1270
01:46:13,617 --> 01:46:16,036
Án þess að vita af uppkomunni.
1271
01:46:16,411 --> 01:46:17,996
En mér mistókst það.
1272
01:46:21,833 --> 01:46:23,543
Ég vildi að Ajak hefði ekki valið þig.
1273
01:46:30,759 --> 01:46:32,094
Ég nálgast lausnina.
1274
01:46:36,598 --> 01:46:37,891
Hvað ertu að gera?
1275
01:46:38,058 --> 01:46:39,559
Ég lét þetta ganga nógu langt.
1276
01:46:39,726 --> 01:46:40,644
Ekki meiða hann.
1277
01:46:42,771 --> 01:46:44,356
Hann laug að okkur.
1278
01:46:45,232 --> 01:46:46,983
Hann vissi allt um uppkomuna.
1279
01:46:47,692 --> 01:46:49,027
Það er ekki satt.
1280
01:46:49,194 --> 01:46:51,905
Ajak sagði mér það
þegar við fórum frá Babýlon.
1281
01:46:53,281 --> 01:46:54,282
Hvað segirðu?
1282
01:46:55,283 --> 01:46:57,661
Þú ætlaðir aldrei
að leyfa okkur að stöðva þetta.
1283
01:46:57,828 --> 01:46:58,829
Nei.
1284
01:47:00,122 --> 01:47:02,791
Ég vildi vernda ykkur
fyrir Afbrigðunum.
1285
01:47:02,958 --> 01:47:06,253
Því valdi Ajak mig
ef hún vildi að þú tækir við af sér?
1286
01:47:11,383 --> 01:47:12,634
Hvað hefurðu gert?
1287
01:47:13,969 --> 01:47:15,595
Hann drap hana.
1288
01:47:18,348 --> 01:47:19,349
Ég var tilneyddur.
1289
01:47:20,767 --> 01:47:22,644
Hún elskaði þig.
1290
01:47:25,439 --> 01:47:27,107
Var það?
-Hún elskaði þig.
1291
01:47:29,484 --> 01:47:31,820
Var auðvelt fyrir mig
að vita sannleikann?
1292
01:47:32,821 --> 01:47:34,823
Að vita að þetta myndi allt enda?
1293
01:47:36,950 --> 01:47:39,327
Að neyðast til að ljúga að ykkur?
1294
01:47:40,787 --> 01:47:42,873
Ef við gæfum mannkyninu val
1295
01:47:43,039 --> 01:47:48,128
hve margir myndu velja að deyja
til að fleiri milljarðar gætu fæðst?
1296
01:47:48,295 --> 01:47:50,672
Við gefum þeim ekkert val.
1297
01:47:51,465 --> 01:47:54,801
Ertu fús til að drepa fyrir þetta?
1298
01:47:55,802 --> 01:47:58,472
Þú ert ömurlegur!
1299
01:47:58,889 --> 01:48:01,183
Ég er Eilífur, Fastos.
1300
01:48:01,808 --> 01:48:04,853
Ég lifi aðeins fyrir Arishem.
1301
01:48:05,020 --> 01:48:06,271
Eins og þú.
1302
01:48:06,771 --> 01:48:07,772
Þú ert þannig gerður.
1303
01:48:07,939 --> 01:48:12,611
Ég myndi engu vilja breyta
um það hvernig ég er gerður.
1304
01:48:12,777 --> 01:48:14,738
Fæddur eða skapaður.
1305
01:48:14,905 --> 01:48:17,157
En ég lifi ekki fyrir Arishem.
1306
01:48:17,324 --> 01:48:19,284
Ég lifi fyrir fjölskylduna mína.
1307
01:48:19,451 --> 01:48:21,912
Þá gerirðu sömu mistök og Ajak.
1308
01:48:23,955 --> 01:48:24,789
Ég fann Tiamut.
1309
01:48:24,956 --> 01:48:26,166
Nei!
-Makkari!
1310
01:48:28,502 --> 01:48:29,961
Komdu þér burt.
1311
01:48:33,006 --> 01:48:34,382
Kingo.
1312
01:48:42,307 --> 01:48:44,893
Þú ræðst ekki gegn fjölskyldunni.
1313
01:48:45,810 --> 01:48:48,188
Gilgames dó þín vegna.
1314
01:48:50,106 --> 01:48:51,566
Þið getið ekki varist mér.
1315
01:48:52,567 --> 01:48:55,153
Ég drep ykkur öll
ef ég neyðist til þess.
1316
01:49:02,911 --> 01:49:04,037
Bíddu.
1317
01:49:04,996 --> 01:49:06,039
Ég fer með þér.
1318
01:49:06,206 --> 01:49:07,249
Sprite.
1319
01:49:09,042 --> 01:49:10,085
Hvað er þetta?
1320
01:49:23,848 --> 01:49:25,767
Því fór Sprite með Íkarisi?
1321
01:49:27,602 --> 01:49:29,437
Vegna þess að hún elskar hann.
1322
01:49:31,231 --> 01:49:33,692
Voruð þið ekki búin
að átta ykkur á því?
1323
01:49:34,859 --> 01:49:37,028
Hann plataði okkur illilega.
1324
01:49:37,904 --> 01:49:39,197
Komdu, Karun.
1325
01:49:39,739 --> 01:49:40,949
Hvert ertu að fara?
1326
01:49:41,116 --> 01:49:43,034
Ég get ekki hjálpað ykkur.
1327
01:49:44,077 --> 01:49:45,704
Íkaris hefur rétt fyrir sér.
1328
01:49:45,870 --> 01:49:48,915
Ætlarðu þá að fylgja honum?
1329
01:49:49,708 --> 01:49:51,710
Ég elska Jarðarbúana.
1330
01:49:52,168 --> 01:49:54,462
En ef þið stöðvið þessa uppkomu
1331
01:49:54,629 --> 01:49:57,007
komið þið í veg fyrir að fleiri heimar
1332
01:49:57,173 --> 01:49:58,758
verði skapaðir.
1333
01:49:59,467 --> 01:50:01,303
Ég hef enn trú á Arishem.
1334
01:50:01,761 --> 01:50:04,931
En ég neita að gera ykkur mein
fyrir mínar skoðanir.
1335
01:50:09,644 --> 01:50:10,729
Við þörfnumst þín.
1336
01:50:10,895 --> 01:50:13,481
Jafnvel með minni hjálp
eigum við ekki séns.
1337
01:50:14,232 --> 01:50:15,900
Þetta er Íkaris.
1338
01:50:19,279 --> 01:50:20,280
En...
1339
01:50:21,072 --> 01:50:22,949
vonandi hittumst við á næstu plánetu.
1340
01:50:27,287 --> 01:50:29,873
Takk fyrir allt sem þið hafið gert...
1341
01:50:31,166 --> 01:50:33,209
fyrir mannkynið.
1342
01:50:34,127 --> 01:50:36,963
Þetta hefur verið mikill heiður.
1343
01:50:39,299 --> 01:50:41,509
Ég mun sakna ykkar allra.
1344
01:50:50,602 --> 01:50:51,603
Sko...
1345
01:50:52,312 --> 01:50:55,315
ef ég drep mig við að mæta Íkarisi
1346
01:50:56,107 --> 01:50:57,984
þurfum við varaáætlun.
1347
01:50:58,151 --> 01:50:59,861
Aukinn máttur okkar allra
1348
01:51:00,028 --> 01:51:01,404
drepur ekki Himnaveru.
1349
01:51:01,571 --> 01:51:04,115
Sersi breytti Afbrigði í tré.
1350
01:51:05,116 --> 01:51:06,242
Hvað segirðu?
1351
01:51:06,910 --> 01:51:08,370
Vildirðu ekki segja mér það?
1352
01:51:08,536 --> 01:51:10,246
Þú hefur aldrei getað það.
1353
01:51:10,413 --> 01:51:11,831
Ég veit ekki hvernig.
1354
01:51:11,998 --> 01:51:14,417
Ég held að ég geti það ekki aftur.
1355
01:51:14,584 --> 01:51:17,128
Er þetta ekki tíminn til að reyna það?
1356
01:51:17,295 --> 01:51:19,255
Fastos, ég drap Afbrigðið.
1357
01:51:19,422 --> 01:51:22,634
Við ætlum að svæfa Tiamut
en ekki drepa hann.
1358
01:51:22,801 --> 01:51:24,177
Ég drep ekki Himnaveru.
1359
01:51:24,344 --> 01:51:25,970
Sersi. Sersi.
1360
01:51:26,137 --> 01:51:27,514
Við getum það ekki!
1361
01:51:33,478 --> 01:51:34,604
Við getum það ekki.
1362
01:51:34,771 --> 01:51:36,314
Allt í lagi, Sersi.
1363
01:51:37,649 --> 01:51:39,025
Ég sé um þetta.
1364
01:51:55,250 --> 01:51:56,876
Enginn tími fyrir þetta.
1365
01:51:58,044 --> 01:52:00,755
Ég sá ekki lygarnar
fyrir framan nefið á mér.
1366
01:52:02,048 --> 01:52:04,926
Ég skil ekki af hverju
Ajak valdi mig sem leiðtoga.
1367
01:52:06,469 --> 01:52:08,012
Ég spurði Gilgames eitt sinn
1368
01:52:08,513 --> 01:52:10,849
hvers vegna hann hafði verndað mig.
1369
01:52:11,266 --> 01:52:12,684
Hann svaraði:
1370
01:52:13,143 --> 01:52:16,479
"Þegar þú elskar eitthvað
þá verndarðu það.
1371
01:52:17,188 --> 01:52:21,818
Ekkert í heiminum er eðlilegra."
1372
01:52:24,487 --> 01:52:29,033
Þú hefur elskað mannkynið
frá því við komum hingað.
1373
01:52:30,452 --> 01:52:35,874
Þannig að ég get ekki hugsað mér
hæfari leiðtoga en þig.
1374
01:52:38,376 --> 01:52:39,669
Sersi.
1375
01:52:41,921 --> 01:52:43,256
Stattu á fætur.
1376
01:52:51,181 --> 01:52:53,641
Ajak valdi þig af ástæðu.
1377
01:52:58,897 --> 01:52:59,856
Sersi!
1378
01:53:00,315 --> 01:53:01,357
Sersi!
1379
01:53:01,524 --> 01:53:03,109
Sersi, við þörfnumst þín!
1380
01:53:03,276 --> 01:53:04,819
Ég flutti þessa ræðu.
1381
01:53:04,986 --> 01:53:06,029
Hvað?
1382
01:53:06,196 --> 01:53:07,447
Hvað áttu við?
1383
01:53:07,614 --> 01:53:10,617
Sersi, kúlan innra með þér
1384
01:53:10,784 --> 01:53:12,327
tengir þig við Arishem.
1385
01:53:12,494 --> 01:53:15,622
Ég gæti umbreytt henni
1386
01:53:15,789 --> 01:53:18,041
og myndað tengingu á milli...
1387
01:53:18,541 --> 01:53:19,542
okkar allra.
1388
01:53:20,001 --> 01:53:22,295
Það gæti virkjað Einhuginn.
1389
01:53:22,462 --> 01:53:24,130
Frábært.
-Já.
1390
01:53:24,839 --> 01:53:26,090
En...
1391
01:53:27,133 --> 01:53:28,968
Ég þarf að ná henni úr þér.
1392
01:53:31,888 --> 01:53:33,097
Allt í lagi.
1393
01:53:34,599 --> 01:53:35,683
Gerðu það.
1394
01:53:37,310 --> 01:53:38,436
Gott og vel.
1395
01:53:46,444 --> 01:53:48,029
Ekki drepa hana.
1396
01:53:48,196 --> 01:53:49,405
Þena...
1397
01:53:50,657 --> 01:53:51,699
Gerðu það.
1398
01:54:05,380 --> 01:54:06,673
Virkar þetta?
1399
01:54:11,386 --> 01:54:12,804
Það verður að virka.
1400
01:55:04,606 --> 01:55:06,399
Gott að þú komst.
1401
01:55:10,612 --> 01:55:12,196
Takk, Sprite.
1402
01:55:27,045 --> 01:55:28,713
Verndaðu uppkomuna.
1403
01:55:28,880 --> 01:55:30,632
Ætlarðu virkilega að drepa þau?
1404
01:55:38,473 --> 01:55:40,016
Hvar er Druig?
1405
01:55:40,558 --> 01:55:41,768
Önnum kafinn.
1406
01:55:41,935 --> 01:55:44,020
Þena, leiktu fallega.
1407
01:55:47,815 --> 01:55:49,233
Þú hefur aldrei barist við mig.
1408
01:55:49,400 --> 01:55:50,526
Alltaf langað það.
1409
01:55:58,952 --> 01:56:01,162
Nú skulum við svæfa guð.
1410
01:57:08,604 --> 01:57:10,440
Hefði átt að gera þetta
fyrir fimm öldum.
1411
01:57:57,779 --> 01:57:59,280
Druig er dauður.
1412
01:58:00,198 --> 01:58:01,574
Þessu er lokið.
1413
01:59:09,100 --> 01:59:09,934
Fastos.
1414
01:59:14,355 --> 01:59:16,149
Ég verð að reyna að stöðva þetta.
1415
01:59:16,315 --> 01:59:18,067
Ég þarf að komast nær Tiamut.
1416
01:59:18,234 --> 01:59:20,027
Haldið Íkarisi við efnið.
-Gerum það.
1417
01:59:20,194 --> 01:59:21,195
Farðu.
1418
01:59:29,954 --> 01:59:30,788
Nóg komið.
1419
02:00:01,152 --> 02:00:02,403
Þena, hættu!
1420
02:00:34,518 --> 02:00:35,895
Því hjálparðu Íkarisi?
1421
02:00:36,771 --> 02:00:38,147
Það má ekki taka mátt okkar.
1422
02:00:39,482 --> 02:00:40,608
Það er of seint.
1423
02:00:42,276 --> 02:00:44,904
Þena, hann egnir þig. Ekki...
1424
02:01:00,795 --> 02:01:01,796
Makkari!
1425
02:01:10,972 --> 02:01:12,181
Hvar er Sersi?
1426
02:01:12,556 --> 02:01:14,725
Þú hefur alltaf vanmetið hana.
1427
02:01:16,185 --> 02:01:17,436
Ó, nei.
1428
02:01:18,271 --> 02:01:19,897
Rólegan æsing.
1429
02:01:24,360 --> 02:01:25,736
Stjóri.
1430
02:01:29,907 --> 02:01:32,785
Ég veit ekki með þig
en þetta er ánægjulegt.
1431
02:01:32,952 --> 02:01:35,288
Slepptu mér. Ég get ekki leyft þetta.
1432
02:01:35,454 --> 02:01:36,747
Ég held ekki.
1433
02:01:37,164 --> 02:01:40,626
Mig hefur lengi langað
að vængstýfa þig, Íkaris.
1434
02:01:53,931 --> 02:01:54,932
Þena.
1435
02:01:57,643 --> 02:02:00,563
Þú hefur breyst.
1436
02:02:01,939 --> 02:02:03,566
Þú ert löskuð.
1437
02:02:04,400 --> 02:02:05,901
Sködduð.
1438
02:02:06,485 --> 02:02:08,321
Gagnslaus.
1439
02:02:10,573 --> 02:02:14,410
Þú getur ekki verndað neitt þeirra.
1440
02:02:28,341 --> 02:02:29,717
Sersi.
1441
02:02:34,472 --> 02:02:37,391
Þú ert ekki nógu öflug
til að gera þetta.
1442
02:02:37,558 --> 02:02:39,477
Þú gerir það ekki.
1443
02:02:39,894 --> 02:02:41,645
Þú ert ekki morðingi.
1444
02:02:41,812 --> 02:02:43,397
Kannski hef ég breyst.
1445
02:02:43,856 --> 02:02:46,359
Ert þú virkilega svona, Sprite?
1446
02:02:46,525 --> 02:02:49,153
Ertu tilbúin að láta alla
á plánetunni deyja?
1447
02:02:57,953 --> 02:02:59,747
Fyrirgefðu, Sersi.
1448
02:03:12,218 --> 02:03:14,428
Ég hef alltaf öfundað þig, Sersi.
1449
02:03:16,514 --> 02:03:18,557
Þú fékkst að lifa sem ein þeirra.
1450
02:03:19,100 --> 02:03:20,184
Ég gat það aldrei.
1451
02:03:21,435 --> 02:03:23,687
Ég þoldi aldrei
að lifa á meðal manna.
1452
02:03:24,271 --> 02:03:27,066
Þeir minna mig á hluti
sem ég vissi ekki að ég þráði.
1453
02:03:27,566 --> 02:03:30,945
Þeirra vegna vil ég vita
hvernig það er að fullorðnast.
1454
02:03:32,071 --> 02:03:33,781
Að verða ástfangin.
1455
02:03:34,573 --> 02:03:36,200
Eignast fjölskyldu.
1456
02:03:37,493 --> 02:03:41,163
Og að vita þegar upp er staðið
að ég hafi lifað lífinu.
1457
02:03:48,295 --> 02:03:49,422
Nú er öllu lokið.
1458
02:03:50,256 --> 02:03:52,591
Við byrjum aftur á nýjum stað.
1459
02:03:56,512 --> 02:03:58,139
Þetta var mjög hrífandi.
1460
02:03:58,305 --> 02:03:59,557
Druig.
1461
02:04:05,271 --> 02:04:06,814
Ég get þetta ekki.
1462
02:04:10,484 --> 02:04:12,361
Þetta er þinn bardagi núna.
1463
02:04:56,947 --> 02:04:58,157
Þena.
1464
02:04:59,533 --> 02:05:00,784
Þetta er ég.
1465
02:05:01,368 --> 02:05:02,536
Gilgames.
1466
02:05:03,954 --> 02:05:04,997
Horfðu á mig.
1467
02:05:06,040 --> 02:05:07,333
Gilgames?
1468
02:05:07,500 --> 02:05:09,043
Vertu kyrr hérna.
1469
02:05:11,754 --> 02:05:13,005
Segðu það.
1470
02:05:13,547 --> 02:05:15,216
Kyrr hérna.
1471
02:05:16,091 --> 02:05:17,801
Þú spjarar þig.
1472
02:05:19,845 --> 02:05:21,680
Taktu í höndina á mér.
1473
02:05:34,985 --> 02:05:36,195
Algjör synd.
1474
02:05:38,239 --> 02:05:39,865
Þú og ég...
1475
02:05:40,449 --> 02:05:42,368
við erum aðeins verkfæri guðs.
1476
02:05:43,744 --> 02:05:46,956
Hönnuð til þess að drepa.
1477
02:05:49,792 --> 02:05:51,043
Þena.
1478
02:05:54,505 --> 02:05:55,881
Mundu.
1479
02:06:26,370 --> 02:06:27,955
Ég man.
1480
02:07:57,252 --> 02:07:58,712
Koma svo, Sersi.
1481
02:07:59,755 --> 02:08:00,839
Koma svo.
1482
02:10:10,010 --> 02:10:11,762
Er hún ekki falleg?
1483
02:12:40,911 --> 02:12:42,454
Mér þykir þetta leitt.
1484
02:12:44,164 --> 02:12:45,624
Ég veit það.
1485
02:14:01,199 --> 02:14:02,242
Hvernig?
1486
02:14:02,701 --> 02:14:04,077
Hvernig gerðirðu þetta?
1487
02:14:05,203 --> 02:14:08,457
Þegar ég snerti lófa Tiamuts
streymdi orka til mín.
1488
02:14:08,874 --> 02:14:11,251
Tiamut sameinaðist Einhug okkar.
1489
02:14:11,418 --> 02:14:12,753
Ég skildi ekki hvernig
1490
02:14:12,919 --> 02:14:15,589
við höfum lifað af eyðingu
hinna plánetanna.
1491
02:14:15,964 --> 02:14:18,467
Við tengjumst Himnaverunni
við uppkomuna.
1492
02:14:31,146 --> 02:14:34,024
Við urðum öll sem eitt...
1493
02:14:36,193 --> 02:14:38,945
jafnvel Íkaris og Sprite.
1494
02:14:39,821 --> 02:14:45,160
Allt vegna Tiamuts.
1495
02:15:22,197 --> 02:15:23,406
Er hann farinn?
1496
02:15:33,083 --> 02:15:34,334
Sprite.
1497
02:15:36,837 --> 02:15:39,422
Ég get enn notað orku Einhugsins.
1498
02:15:40,382 --> 02:15:42,551
Ég ætti að geta gert þig mannlega.
1499
02:15:43,927 --> 02:15:46,847
Þú getur fengið allt það
sem þú sagðist þrá.
1500
02:15:47,013 --> 02:15:49,891
En tími þinn verður takmarkaður
og þú munt deyja.
1501
02:15:50,058 --> 02:15:51,101
Ertu búin undir það?
1502
02:15:53,520 --> 02:15:54,938
Ég er það.
1503
02:16:32,350 --> 02:16:34,477
Risavaxin steinvera
birtist á Indlandshafi...
1504
02:16:34,644 --> 02:16:35,979
2 VIKUM SÍÐAR
Í SUÐUR-DAKÓTA
1505
02:16:36,146 --> 02:16:38,940
...og yfirvöld hafa
fleiri spurningar en svör.
1506
02:16:39,816 --> 02:16:43,320
Bandarísk og áströlsk herskip
eru í varnarstöðu á svæðinu
1507
02:16:43,486 --> 02:16:44,487
en að svo stöddu...
1508
02:16:44,654 --> 02:16:46,531
Gerðuð þið þetta?
1509
02:16:47,324 --> 02:16:49,618
Ég elska þig svo heitt.
1510
02:16:56,917 --> 02:16:58,293
Er allt í lagi?
1511
02:16:59,211 --> 02:17:01,213
Ég verð stundum ringluð.
1512
02:17:01,379 --> 02:17:03,423
Já, ég líka.
1513
02:17:06,009 --> 02:17:08,303
Pabbi sagði að þú værir gyðjan Aþena.
1514
02:17:08,470 --> 02:17:10,555
Þena. Þú sleppir A-inu.
1515
02:17:13,475 --> 02:17:15,310
Hver er ofurkraftur þinn?
1516
02:17:19,189 --> 02:17:21,441
Getið þið bara... Augnablik.
1517
02:17:22,192 --> 02:17:23,818
Jæja, allt í lagi.
1518
02:17:24,361 --> 02:17:26,071
Sko, þetta er... Allt í lagi.
1519
02:17:26,238 --> 02:17:27,739
Næstum rakstur og klipping.
1520
02:17:27,906 --> 02:17:29,366
Stattu fyrir aftan mig.
1521
02:17:29,532 --> 02:17:31,493
Manstu hvernig þú lokar fyrir eyrun?
1522
02:17:31,660 --> 02:17:33,370
Þakka þér fyrir.
1523
02:17:35,538 --> 02:17:38,250
Barnapössunarréttindin þín
eru nú afturkölluð.
1524
02:17:38,416 --> 02:17:39,459
Aldrei aftur.
1525
02:17:39,960 --> 02:17:41,836
Takk fyrir. Ofbeldi... Heyrðu.
1526
02:17:42,003 --> 02:17:44,839
Ofbeldi er aldrei svarið.
Ekki satt, Þ?
1527
02:17:45,006 --> 02:17:47,634
Þú verður að nota höfuðið.
1528
02:17:47,801 --> 02:17:49,511
Eins og þú barðist á ströndinni?
1529
02:17:49,678 --> 02:17:50,929
Pabbi þinn...
1530
02:17:51,096 --> 02:17:53,473
ræddi rólega og ákveðið
við vonda karlinn
1531
02:17:53,640 --> 02:17:55,141
og hann varð að hlusta.
1532
02:17:55,308 --> 02:17:56,643
Hann er tíu ára...
1533
02:17:57,143 --> 02:17:58,603
ekki heimskur.
1534
02:17:59,229 --> 02:18:00,730
Hvenær farið þið héðan?
1535
02:18:00,897 --> 02:18:02,774
Styttist ekki í það?
1536
02:18:02,941 --> 02:18:05,777
Þetta er Druig.
Komdu ekki nálægt honum.
1537
02:18:06,319 --> 02:18:07,445
Já!
1538
02:18:09,864 --> 02:18:11,199
Ekki lengra, Jack.
1539
02:18:11,366 --> 02:18:13,702
Pabbi, Dómó er svo töff.
1540
02:18:13,868 --> 02:18:15,495
Pabbi lagaði það sjálfur.
1541
02:18:15,662 --> 02:18:17,247
Getum við farið í geiminn?
1542
02:18:17,414 --> 02:18:19,916
Við skulum byrja á æfingaakstrinum.
1543
02:18:20,792 --> 02:18:22,210
Heyrðu, Fastos.
1544
02:18:23,044 --> 02:18:24,421
Farðu varlega.
1545
02:18:24,796 --> 02:18:26,381
Jörðin er heppin að fá þig.
1546
02:18:27,215 --> 02:18:28,842
Þakka þér fyrir.
1547
02:18:29,009 --> 02:18:30,677
Ég veit að þú vilt ekki faðmast...
1548
02:18:33,847 --> 02:18:34,931
Allt í lagi.
1549
02:18:37,892 --> 02:18:41,980
Heldurðu, þegar við finnum
öll hin Eilífu þarna úti,
1550
02:18:42,147 --> 02:18:45,150
að þau sætti sig
við sannleikann eins og við?
1551
02:18:47,277 --> 02:18:51,031
Já, því að sannleikurinn
mun frelsa þau.
1552
02:19:03,043 --> 02:19:04,753
Sagði að þetta væri vanabindandi.
1553
02:19:05,920 --> 02:19:06,963
Komdu í heimsókn.
1554
02:19:07,589 --> 02:19:08,798
Ég reyni það.
1555
02:19:09,382 --> 02:19:10,717
Þegar ég fæ skólafrí.
1556
02:19:10,884 --> 02:19:13,553
Þú hefur gott af því
að vera á meðal manna.
1557
02:19:13,720 --> 02:19:15,513
Þá bætirðu félagsfærnina.
1558
02:19:16,056 --> 02:19:17,432
Taldirðu hana óþarfa?
1559
02:19:18,808 --> 02:19:20,810
Það útskýrir svo margt.
1560
02:19:30,528 --> 02:19:32,072
Ég á eftir að sakna þín.
1561
02:19:32,614 --> 02:19:33,823
Sömuleiðis.
1562
02:19:37,494 --> 02:19:38,620
Fröken.
1563
02:19:39,079 --> 02:19:40,372
Takk, Karun.
1564
02:19:40,955 --> 02:19:43,416
Ég velti fyrir mér hvort þetta var rétt.
1565
02:19:45,043 --> 02:19:46,127
Að drepa Tiamut.
1566
02:19:46,294 --> 02:19:48,046
Það verður ekki aftur snúið.
1567
02:19:48,213 --> 02:19:50,173
En þú hlustaðir á hjartað.
1568
02:19:50,340 --> 02:19:51,800
Við gerðum það öll.
1569
02:19:54,010 --> 02:19:55,011
Jafnvel Íkaris.
1570
02:20:02,602 --> 02:20:04,562
Mér sýnist þessi bíða eftir þér.
1571
02:20:05,730 --> 02:20:07,857
Hann er sætari í eigin persónu.
1572
02:20:10,276 --> 02:20:13,488
Geturðu ekki, eftir allt þetta,
breytt mér í gíraffa?
1573
02:20:14,155 --> 02:20:17,826
Kannski næst þegar ég
tengist Himnaveru
1574
02:20:17,992 --> 02:20:20,203
í uppkomu, ef við virkjum Einhug.
1575
02:20:20,370 --> 02:20:23,164
Já, það hljómar eins og nei.
1576
02:20:27,127 --> 02:20:28,545
Hvað gerirðu nú?
1577
02:20:28,711 --> 02:20:30,004
Ég er ekki viss.
1578
02:20:30,171 --> 02:20:32,173
Jörðin er heimili mitt en...
1579
02:20:33,925 --> 02:20:36,636
ég get ekki lengur þóst vera mannleg.
1580
02:20:43,226 --> 02:20:44,811
Ég elska þig, Sersi.
1581
02:20:46,354 --> 02:20:47,439
Sama hvað þú ert.
1582
02:21:01,244 --> 02:21:03,872
Við ætluðum ekki
að eiga fleiri leyndarmál.
1583
02:21:04,038 --> 02:21:07,041
Ég leyni engu öðru. Ég lofa því.
1584
02:21:07,208 --> 02:21:08,710
Reyndar...
1585
02:21:08,877 --> 02:21:11,171
þarf ég að segja þér leyndarmál.
1586
02:21:12,255 --> 02:21:13,798
Hvað er það?
1587
02:21:15,758 --> 02:21:18,261
Það kom í ljós að ættarsaga mín er...
1588
02:21:19,179 --> 02:21:20,763
flókin.
1589
02:21:24,184 --> 02:21:25,560
Sersi?
1590
02:21:26,352 --> 02:21:27,854
Sersi, hvað er að?
1591
02:21:29,314 --> 02:21:30,648
Sersi?
1592
02:21:54,464 --> 02:21:55,840
Sersi?
1593
02:21:56,716 --> 02:21:57,967
Sersi?
1594
02:21:58,843 --> 02:22:01,012
Sersi!
1595
02:22:15,818 --> 02:22:19,197
Þið hafið kosið að fórna Himnaveru...
1596
02:22:19,572 --> 02:22:21,991
fyrir íbúa þessarar plánetu.
1597
02:22:23,284 --> 02:22:25,078
Ég þyrmi þeim
1598
02:22:25,245 --> 02:22:29,958
en minningar ykkar sýna
hvort þeir verðskuldi að lifa.
1599
02:22:31,459 --> 02:22:35,672
Ég sný aftur til að fella minn dóm.
1600
02:22:51,062 --> 02:22:53,106
Allt í lagi, Ted?
1601
02:22:54,816 --> 02:22:56,693
Sástu þetta?
1602
02:24:41,673 --> 02:24:46,678
Á SVIÐI - Í EIGIN PERSÓNU
HOUDINI
1603
02:25:56,205 --> 02:25:58,249
Það eru liðnar fleiri vikur.
1604
02:25:58,416 --> 02:26:01,210
Við höfum ekkert heyrt frá þeim.
1605
02:26:01,919 --> 02:26:03,379
Það er eins og...
1606
02:26:03,546 --> 02:26:04,505
þau séu horfin.
1607
02:26:06,299 --> 02:26:07,633
Arishem.
1608
02:26:09,886 --> 02:26:11,596
Við verðum að snúa til baka.
1609
02:26:21,189 --> 02:26:22,398
Ég skynja það líka.
1610
02:26:24,567 --> 02:26:25,902
Hvað?
1611
02:26:38,790 --> 02:26:39,874
Ja hérna.
1612
02:26:40,750 --> 02:26:43,377
Eyrun á mér. Augun eru dofin.
1613
02:26:43,544 --> 02:26:46,380
Ekki fleiri fjarflutninga undir áhrifum.
1614
02:26:47,715 --> 02:26:48,883
Bíðið aðeins.
1615
02:26:54,764 --> 02:26:56,224
Ég kynni...
1616
02:26:56,891 --> 02:26:59,477
háttvirtan prins Títan...
1617
02:26:59,644 --> 02:27:02,855
bróður Þanosar og hjartagosann...
1618
02:27:03,022 --> 02:27:04,106
sem sigraði...
1619
02:27:04,273 --> 02:27:05,274
Bróðir Þanosar?
1620
02:27:05,441 --> 02:27:07,401
...Svarta-Robert.
-Roger.
1621
02:27:09,320 --> 02:27:11,781
Sem sigraði Svarta-Roger.
1622
02:27:12,406 --> 02:27:13,699
Ævintýramanninn mikla...
1623
02:27:14,242 --> 02:27:18,162
Starfox frá Ráðgátuplánetunni.
1624
02:27:18,746 --> 02:27:20,957
Ánægjulegt að kynnast ykkur,
1625
02:27:21,499 --> 02:27:23,376
öðrum Eilífum eins og mér.
1626
02:27:24,418 --> 02:27:26,754
Óþarfi að segja allt í hvert sinn.
1627
02:27:26,921 --> 02:27:28,130
Þú ert svo tilkomumikill.
1628
02:27:28,297 --> 02:27:29,298
Hverju get ég sleppt?
1629
02:27:29,549 --> 02:27:30,550
Hver ert þú?
1630
02:27:32,802 --> 02:27:33,928
Ég heiti Eros.
1631
02:27:34,428 --> 02:27:35,471
Þetta er Pip.
1632
02:27:35,888 --> 02:27:39,100
Þú ert eins falleg
og goðsögurnar segja, Þena.
1633
02:27:39,267 --> 02:27:40,560
Hvað viljið þið?
1634
02:27:40,726 --> 02:27:42,395
Við Pip komum til að hjálpa.
1635
02:27:47,859 --> 02:27:49,944
Vinir ykkar eru í vondum málum.
1636
02:27:51,612 --> 02:27:53,698
Við vitum hvar þau eru.
1637
02:34:21,418 --> 02:34:23,420
Íslenskur texti:
Jóhann Axel Andersen
1638
02:34:45,109 --> 02:34:46,568
Þú getur þetta.
1639
02:34:47,820 --> 02:34:49,655
Þú getur þetta.
1640
02:35:10,092 --> 02:35:11,677
Dauðinn er mín umbun.
1641
02:35:13,929 --> 02:35:15,431
Mér þykir það leitt.
1642
02:35:17,641 --> 02:35:19,268
Ég verð að reyna.
1643
02:35:33,365 --> 02:35:35,951
Ertu tilbúinn fyrir þetta, herra Whitman?
1644
02:35:37,786 --> 02:35:41,290
HIN EILÍFU snúa aftur...