1 00:01:55,281 --> 00:01:56,449 Fjandinn. 2 00:01:59,953 --> 00:02:01,079 Andið. 3 00:02:07,335 --> 00:02:08,628 Og ýtið. 4 00:02:16,886 --> 00:02:17,804 Og aftur. 5 00:02:22,433 --> 00:02:23,393 Ýtið. 6 00:02:27,397 --> 00:02:28,314 Kollurinn! 7 00:02:42,161 --> 00:02:44,706 Drengur, prinsessa. -Móðirin sé lofuð! 8 00:02:59,512 --> 00:03:02,015 Hraustur? -Sparkar eins og geit, prinsessa. 9 00:03:11,691 --> 00:03:13,776 Halló. 10 00:03:17,322 --> 00:03:18,281 Prinsessa. 11 00:03:19,991 --> 00:03:24,203 Drottingin hefur beðið um að henni verði fært barnið. Tafarlaust. 12 00:03:27,665 --> 00:03:28,583 Hvers vegna? 13 00:03:39,218 --> 00:03:40,428 Ég færi henni það sjálf. 14 00:03:40,511 --> 00:03:43,848 Þér eigið að liggja kyrr, prinsessa. -Svo sannarlega. Hjálpið mér að klæðast. 15 00:03:50,855 --> 00:03:52,398 Svona, svona... 16 00:04:01,574 --> 00:04:02,492 Prinsessa. 17 00:04:04,285 --> 00:04:05,203 Kjóllinn þinn? 18 00:04:40,238 --> 00:04:42,115 Prinsessa? -Hún kemur. 19 00:04:42,198 --> 00:04:43,116 Fylgjan! 20 00:04:53,459 --> 00:04:55,712 Drengur. Ég var að frétta það. 21 00:04:55,795 --> 00:04:57,130 Já. -Vel gert. 22 00:04:58,881 --> 00:05:01,801 Hvert ertu að fara. -Hún vill sjá hann. 23 00:05:01,884 --> 00:05:02,802 Núna? 24 00:05:04,220 --> 00:05:05,388 Ég kem með þér. 25 00:05:05,471 --> 00:05:07,432 Það ætla ég rétt að vona. -Ég skal taka hann. 26 00:05:07,515 --> 00:05:09,267 Hún fær enga slíka ánægju frá mér. 27 00:05:09,350 --> 00:05:11,144 Haltu þó í arminn á mér. 28 00:05:16,107 --> 00:05:17,567 Var þetta skelfilega sárt? 29 00:05:19,777 --> 00:05:20,903 Almáttugir. 30 00:05:25,908 --> 00:05:27,618 Ég fékk eitt sinn lensu í gegnum öxlina. 31 00:05:29,120 --> 00:05:30,538 Ég samhryggist innilega. 32 00:05:31,289 --> 00:05:32,915 Prinsessa. -Prinsessa. 33 00:05:32,999 --> 00:05:35,543 Ég er feginn að vera ekki kona. -Prinsessa. 34 00:05:35,626 --> 00:05:37,086 Prinsessa. Herra. 35 00:05:43,176 --> 00:05:44,093 Hvað er að? 36 00:05:45,303 --> 00:05:46,596 Hvað er að? Hvað er að? 37 00:05:47,638 --> 00:05:48,556 Fjandinn. 38 00:05:49,307 --> 00:05:51,267 Áfram. Áfram. 39 00:05:56,939 --> 00:05:58,441 Hvað gæti hún viljað? 40 00:06:00,526 --> 00:06:02,236 Ég hélt að þetta væri að baki. 41 00:06:07,075 --> 00:06:08,659 Prinsessa. Ser Laenor. 42 00:06:08,743 --> 00:06:12,080 Það eru forréttindi að fá að vera fyrstur með hamingjuóskir. 43 00:06:12,163 --> 00:06:13,289 Þakkir, Caswell lávarður. 44 00:06:13,956 --> 00:06:16,876 Ef ég get eitthvað gert... 45 00:06:16,959 --> 00:06:18,878 Sá dagur gæti enn komið, lávarður. 46 00:06:26,677 --> 00:06:30,848 Við snúum til baka. Hún getur komið til okkar. 47 00:06:30,932 --> 00:06:34,060 Nei. Ekki nema þú viljir bera mig niður þennan stiga. 48 00:06:51,994 --> 00:06:53,079 Þetta er fásinna. 49 00:07:10,555 --> 00:07:11,472 Prinsessa. 50 00:07:29,532 --> 00:07:30,491 Rhaenyra. 51 00:07:31,242 --> 00:07:33,578 Þú ættir að vera að hvílast eftir erfiðið. 52 00:07:35,079 --> 00:07:37,790 Ég efast ekki um að þú myndir kjósa það, yðar tign. 53 00:07:37,874 --> 00:07:38,791 Fáðu þér sæti. 54 00:07:39,417 --> 00:07:41,669 Talya, sæktu púða handa prinsessunni. 55 00:07:41,752 --> 00:07:43,796 Það er óþarfi. -Vitleysa. 56 00:07:44,922 --> 00:07:46,215 Við ljúkum þessu síðar. 57 00:07:48,217 --> 00:07:49,177 Yðar tign. 58 00:07:55,558 --> 00:07:57,852 Hvílíkar gleðifréttir þennan morguninn. 59 00:07:57,935 --> 00:07:59,270 Svo sannarlega, hágöfgi. 60 00:08:00,313 --> 00:08:01,439 Hver er hann? 61 00:08:02,607 --> 00:08:05,401 Hvar er dóttursonur minn? Þarna. 62 00:08:07,361 --> 00:08:08,905 Þarna er hann. 63 00:08:12,575 --> 00:08:14,118 Glæsilegur prins. 64 00:08:14,994 --> 00:08:15,912 Stæðilegur. 65 00:08:16,537 --> 00:08:18,664 Þú verður mikil kempa. 66 00:08:19,707 --> 00:08:22,501 Heldur betur. -Hefur barnið fengið nafn? 67 00:08:23,502 --> 00:08:24,962 Við höfum ekki... -Joffrey. 68 00:08:26,297 --> 00:08:27,632 Hann skal heita Joffrey. 69 00:08:28,216 --> 00:08:29,967 Óvenjulegt nafn á Valyríubarn. 70 00:08:32,762 --> 00:08:34,931 Ég held að hann sé með nef föður síns. 71 00:08:36,807 --> 00:08:38,017 Hvað finnst ykkur? 72 00:08:44,232 --> 00:08:47,526 Ef þér væri sama, yðar tign, dóttir yðar drýgði hetjudáð 73 00:08:47,610 --> 00:08:49,904 og þarf að hvílast. -Að sjálfsögðu. 74 00:08:52,114 --> 00:08:53,074 Svona... 75 00:09:02,208 --> 00:09:03,543 Vel gert, stúlkan mín. 76 00:09:06,128 --> 00:09:07,755 Vonandi var sóttin auðveld. 77 00:09:09,215 --> 00:09:11,759 Ég held að ég hafi kallað ljósmóðurina kuntu. 78 00:09:19,892 --> 00:09:21,811 Haltu áfram að reyna, ser Laenor. 79 00:09:23,104 --> 00:09:25,231 Fyrr eða síðar gætirðu náð einu sem líkist þér. 80 00:09:39,870 --> 00:09:43,624 Ættirðu ekki að ráðfæra þig við mig áður en þú nefnir barnið mitt? 81 00:09:44,125 --> 00:09:45,876 Hann er barnið okkar, ekki svo? 82 00:09:47,837 --> 00:09:49,380 Aðeins öðru okkar blæðir. 83 00:09:50,089 --> 00:09:52,842 Ég á skilið að hafa eitthvað að segja um eigin fjölskyldu. 84 00:09:53,926 --> 00:09:56,178 Þú hefur lítinn áhuga sýnt á okkar málum undanfarið. 85 00:10:09,150 --> 00:10:12,153 Og hann sá stóran, ógurlegan dreka! 86 00:10:17,533 --> 00:10:18,451 Mamma! 87 00:10:19,410 --> 00:10:20,328 Sjáðu. 88 00:10:25,791 --> 00:10:27,376 Við völdum egg fyrir barnið. 89 00:10:29,295 --> 00:10:31,839 Það virðist fullkomið. 90 00:10:31,922 --> 00:10:33,632 Ég leyfði Luke að velja. -Þakkir, Jace. 91 00:10:34,633 --> 00:10:37,094 Það er ekki daglegt brauð að egg yfirgefi drekagryfjuna. 92 00:10:37,178 --> 00:10:39,764 Ég taldi réttast að fylgja drengjunum. 93 00:10:41,640 --> 00:10:43,392 Við Laenor þökkum þér, foringi. 94 00:10:45,311 --> 00:10:47,063 Annar drengur, frétti ég. 95 00:10:52,151 --> 00:10:54,528 Þú verður mikil kempa, ekki satt? 96 00:10:55,196 --> 00:10:56,113 Leyfist mér...? 97 00:10:58,074 --> 00:11:00,785 Ser Harwin vill verða kynntur fyrir Joffrey. 98 00:11:03,162 --> 00:11:04,080 Að sjálfsögðu. 99 00:11:06,248 --> 00:11:07,208 Joffrey, var það? 100 00:11:15,633 --> 00:11:17,927 Faðir, má ég halda á Joffrey? 101 00:11:18,010 --> 00:11:22,556 Nei. Nei. Aftur í drekagryfjuna með ykkur tvo. 102 00:11:22,640 --> 00:11:25,101 Komdu. -Áður en þeir senda leitarflokk. 103 00:11:36,821 --> 00:11:39,532 Sofandi frammi fyrir foringja Borgarvaktarinnar. 104 00:11:41,617 --> 00:11:43,077 Skelfilegt virðingarleysi. 105 00:11:43,494 --> 00:11:46,539 Ég er hrædd um að ákveðin ósvífni fylgi fjölskyldunni. 106 00:12:11,647 --> 00:12:12,565 Bíðið! 107 00:12:17,445 --> 00:12:18,612 Leyfið honum að koma. 108 00:12:38,883 --> 00:12:40,509 Kallið Vermax að hæl, Jacaerys prins. 109 00:12:40,593 --> 00:12:41,635 Þjónaðu! 110 00:12:48,267 --> 00:12:49,268 Stans! 111 00:12:55,816 --> 00:12:57,276 Vel gert. 112 00:13:16,837 --> 00:13:18,130 Vermax! 113 00:13:18,797 --> 00:13:19,882 Vermax! 114 00:13:19,965 --> 00:13:20,883 Stans! 115 00:13:29,016 --> 00:13:32,102 Þér verðið að sýna drekanum hver sé húsbóndinn, ungu tignir. 116 00:13:34,104 --> 00:13:36,023 Eins og Aegon prins sýnir Sólloga. 117 00:13:43,322 --> 00:13:46,825 Þegar þeir bindast ykkur að fullu neita þeir að sýna öðrum auðsveipni. 118 00:13:50,913 --> 00:13:51,830 Má ég segja það? 119 00:13:59,922 --> 00:14:01,298 Dracarys, Vermax! 120 00:14:24,446 --> 00:14:26,240 Aemond, við erum með glaðning handa þér. 121 00:14:27,741 --> 00:14:29,868 Hvað er það? -Svolítið alveg einstakt. 122 00:14:31,912 --> 00:14:33,872 Þú ert sá eini okkar án dreka. 123 00:14:33,956 --> 00:14:36,875 Satt. -Okkur fannst það leitt. 124 00:14:37,793 --> 00:14:41,463 Svo við fundum slíkan fyrir þig. -Dreka? 125 00:14:42,423 --> 00:14:44,925 Hvernig? -Guðirnir sjá um sína. 126 00:14:53,767 --> 00:14:56,312 Sjá: Bleika ógnin! -Bleika ógnin! 127 00:14:59,481 --> 00:15:02,401 Farðu varlega á bak. Fyrsta flugið er alltaf erfitt. 128 00:16:39,373 --> 00:16:40,749 Þessi hefur 60 hringi. 129 00:16:42,209 --> 00:16:43,585 Og tvö pör af fótum á hverjum. 130 00:16:44,837 --> 00:16:46,088 Það gerir 240. 131 00:16:47,589 --> 00:16:48,590 Mikið rétt. 132 00:16:51,427 --> 00:16:52,428 Það hefur augu. 133 00:16:53,804 --> 00:16:54,722 En þó... 134 00:16:55,597 --> 00:16:57,015 Tel ég óvíst að það sjái. 135 00:16:58,559 --> 00:17:00,436 Hvers vegna heldurðu það? 136 00:17:02,688 --> 00:17:04,273 Það er ofar okkar skilningi. 137 00:17:06,817 --> 00:17:09,570 Líklega er það rétt. Sumt er bara eins og það er. 138 00:17:13,657 --> 00:17:14,575 Yðar tign. 139 00:17:16,618 --> 00:17:20,247 Aemond. Hvað hefurðu gert? -Hann gerði það aftur. 140 00:17:20,330 --> 00:17:22,875 Eftir að hafa verið varaður við. Verð ég að loka þig inni? 141 00:17:22,958 --> 00:17:25,127 Þeir neyddu mig til þess? -Þú þarft ekki hvatningu. 142 00:17:25,210 --> 00:17:28,547 Þráhyggja þín er ofar mínum skilningi. -Þeir gáfu mér svín! 143 00:17:29,214 --> 00:17:31,925 Hvað þá? -Þeir sögðust hafa fundið mér dreka. 144 00:17:32,009 --> 00:17:35,053 Síðasti hringurinn er fótalaus. -En það var bara svín. 145 00:17:36,221 --> 00:17:38,182 Þú færð dreka einn daginn. 146 00:17:39,057 --> 00:17:41,310 Hann þarf að loka auga. -Ég veit það. 147 00:17:43,270 --> 00:17:44,313 Þeir hlógu allir. 148 00:17:48,484 --> 00:17:50,360 Þeir útbjuggu vængi fyrir hann. 149 00:17:50,444 --> 00:17:51,612 Og hala. 150 00:17:51,695 --> 00:17:54,490 Pilturinn á ekki að vera svona trúgjarn. -Hann er barn. 151 00:17:54,573 --> 00:17:57,785 Hélt hann að þeir hefðu bara fundið villtan, ónefndan dreka 152 00:17:57,868 --> 00:17:59,203 og lokkað í drekagryfjuna? 153 00:17:59,286 --> 00:18:02,748 Dóttursynir þínir eru plága. -Þeir eru meiri börn en hann. 154 00:18:02,831 --> 00:18:05,375 Þeir eru villimenn. Og ekki að undra. 155 00:18:07,878 --> 00:18:10,297 Ertu viss um að Aegon okkar hafi ekki átt upptökin? 156 00:18:14,676 --> 00:18:16,678 Furða að eggin þeirra hafi yfir höfuð klakist. 157 00:18:18,222 --> 00:18:20,224 Hvað áttu við? -Þú veist það vel. 158 00:18:20,307 --> 00:18:21,934 Það geri ég ekki. -Ekki... 159 00:18:23,811 --> 00:18:24,853 Viserys. 160 00:18:27,523 --> 00:18:29,858 Við höldum áfram síðar í dag, Eddard. 161 00:18:38,408 --> 00:18:40,869 Ég hef imprað á þessu áður 162 00:18:40,953 --> 00:18:43,372 og þú bannaðir mér það svo ég þagði. 163 00:18:45,415 --> 00:18:47,751 Að eignast eitt svona barn eru mistök. 164 00:18:47,835 --> 00:18:50,546 Þrjú eru móðgun. 165 00:18:50,629 --> 00:18:51,880 Við krúnuna, við þig. 166 00:18:52,631 --> 00:18:55,551 Við Velaryon-ættina og makann sem þú valdir henni af kostgæfni. 167 00:18:55,634 --> 00:18:58,095 Svo ekki sé minnst á velsæmið. 168 00:18:59,429 --> 00:19:01,223 Eitt sinn átti ég svarta meri. 169 00:19:02,224 --> 00:19:04,059 Svarta sem hrafn. 170 00:19:04,143 --> 00:19:06,144 Einn daginn slapp hún úr haga sínum 171 00:19:06,854 --> 00:19:09,356 og foli í nágrenninu gerði hana fylfulla. 172 00:19:11,817 --> 00:19:14,945 Folinn var jafn hvítur og mánaskin að nóttu. 173 00:19:16,071 --> 00:19:19,575 Þegar hryssan bar var folaldið brúnt. 174 00:19:21,618 --> 00:19:25,372 Ómerkilegasti, brúni hestur sem sést hafði. 175 00:19:27,541 --> 00:19:29,751 Náttúran vinnur á dularfyllsta hátt. 176 00:19:36,425 --> 00:19:37,634 Hvernig veistu? 177 00:19:39,678 --> 00:19:43,182 Hvernig veistu að það var hvíti folinn? 178 00:19:45,142 --> 00:19:47,019 Sástu verknaðinn með eigin augum? 179 00:19:51,189 --> 00:19:55,569 Afleiðingar ásakananna sem þú leikur þér að 180 00:19:56,445 --> 00:19:57,738 gætu orðið alvarlegar. 181 00:20:06,455 --> 00:20:08,123 Nefndu þetta aldrei aftur. 182 00:20:19,217 --> 00:20:21,428 Hef ég tapað glórunni, ser Criston? 183 00:20:21,511 --> 00:20:23,764 Er ég á villigötum eða eru allir aðrir sofandi, 184 00:20:23,847 --> 00:20:27,184 dreymandi sama óráðsdrauminn? -Virðist stundum þannig, yðar tign. 185 00:20:30,187 --> 00:20:32,564 Hún flaggar erfingaforréttindum sínum skammarlaust 186 00:20:32,648 --> 00:20:35,776 ætlast til þess að allir í Rauðaturni látist ekki sjá hið augljósa 187 00:20:35,859 --> 00:20:37,277 og konungurinn... -Hann veit. 188 00:20:37,361 --> 00:20:40,113 Auðvitað veit hann. Eða vissi og neitar að trúa því nú. 189 00:20:40,197 --> 00:20:41,907 Hann gerir fátt annað en að afsaka hana. 190 00:20:42,950 --> 00:20:46,536 Rhaenyra prinsessa er frökk og hömlulaus, 191 00:20:46,620 --> 00:20:49,623 könguló sem stingur og sýgur bráð sína þurra. 192 00:20:50,791 --> 00:20:52,042 Fordekruð kunta. 193 00:20:58,173 --> 00:21:00,217 Afsakaðu, þetta var fyrir neðan mína virðingu. 194 00:21:03,887 --> 00:21:09,017 Ég verð að trúa því að heiður og velsæmd sigri að lokum. 195 00:21:10,519 --> 00:21:13,313 Við verðum að halda fast við það og hvort annað. 196 00:21:32,624 --> 00:21:34,751 Hver átti hugmyndina? -Fjandinn! 197 00:21:39,256 --> 00:21:41,675 Svínið. Var það þín hugmynd? 198 00:21:42,426 --> 00:21:43,427 Nei. 199 00:21:44,177 --> 00:21:45,303 Það var Jace. 200 00:21:46,096 --> 00:21:47,014 Og... 201 00:21:48,849 --> 00:21:51,977 Það voru þeir tveir, alveg örugglega. 202 00:21:52,060 --> 00:21:54,271 Aemond er bróðir þinn. -Hann er auli. 203 00:21:54,354 --> 00:21:58,150 Við erum fjölskylda. Þú getur tuskað hann til að vild heima. 204 00:21:58,233 --> 00:22:01,403 En úti í heiminum verðum við að vernda hvert annað. 205 00:22:01,486 --> 00:22:02,571 Það var fyndið. 206 00:22:02,654 --> 00:22:05,323 Haldið þið að synir Rhaenyru verði leikföng þín að eilífu? 207 00:22:07,200 --> 00:22:08,118 Eins og stendur 208 00:22:09,244 --> 00:22:12,873 tekur Rhaenyra við krúnunni og Jacaerys Targaryen mun erfa hana. 209 00:22:13,540 --> 00:22:14,458 Og? 210 00:22:15,208 --> 00:22:18,170 Þú ert nánast fullorðinn maður. Hvernig geturðu verið svo skammsýnn? 211 00:22:20,922 --> 00:22:22,591 Komist Rhaenyra til valda 212 00:22:23,675 --> 00:22:26,011 gæti líf þitt verið í hættu. 213 00:22:27,137 --> 00:22:28,180 Líf Aemonds líka. 214 00:22:29,890 --> 00:22:32,517 Hún gæti ákveðið að fjarlægja alla áskorun við erfingja sína. 215 00:22:33,435 --> 00:22:35,312 Þá ætla ég ekki... -Þú ert áskorunin! 216 00:22:35,395 --> 00:22:39,232 Þú ert áskorunin, Aegon. Með því einu að lifa og anda. 217 00:22:43,862 --> 00:22:45,947 Þú ert fyrsti sonur konungs. 218 00:22:46,823 --> 00:22:49,785 Og það sem þau vita, það sem allir í ríkinu vita, 219 00:22:49,868 --> 00:22:51,578 í blóði sínu og beinum, 220 00:22:52,996 --> 00:22:55,540 er að einn daginn verður þú konungur okkar. 221 00:23:04,466 --> 00:23:05,842 Klæddu þig bara. 222 00:24:31,219 --> 00:24:33,638 Lambshjörtun eru gómsæt. 223 00:24:33,722 --> 00:24:36,391 Við erum heppin með matráð, yðar hágöfgi. 224 00:24:36,474 --> 00:24:38,059 Það á enn eftir að bera plómukökuna. 225 00:24:38,143 --> 00:24:40,020 Það verður barist um hverja sneið. 226 00:24:40,103 --> 00:24:42,147 Áður en baráttan hefst... 227 00:24:43,440 --> 00:24:47,319 Skál fyrir Aegon Sigurvegara, mikilfenglegum forföður ykkar 228 00:24:47,402 --> 00:24:50,989 sem gekk okkur á sveif gegn Volantis á Blóðöldinni. 229 00:24:51,072 --> 00:24:54,701 Á baki drekans mikla Balerion kom hann okkur til hjálpar í Lys, 230 00:24:54,784 --> 00:24:58,038 brenndi óvinaflotann og sneri taflinu okkur í vil. 231 00:25:00,457 --> 00:25:01,625 Aegon Sigurvegari. 232 00:25:01,708 --> 00:25:02,834 Fyrir Aegon! -Aegon! 233 00:25:06,296 --> 00:25:07,923 Þá eru það viðskiptin. 234 00:25:08,924 --> 00:25:10,467 Ég hef tillögu fram að færa 235 00:25:11,384 --> 00:25:14,221 til þess að heiðra sögufrægt bandalag okkar. 236 00:25:14,304 --> 00:25:16,681 Sé ætlunin að giftast einni af dætrum okkar 237 00:25:16,765 --> 00:25:18,808 gastu sagt það og sleppt sögufyrirlestrinum. 238 00:25:18,892 --> 00:25:20,060 Hvað? 239 00:25:21,228 --> 00:25:24,314 Ég myndi ekki telja mig svo maklegan, lafði Laena. 240 00:25:27,234 --> 00:25:30,737 Mig langar að bjóða ykkur varanlegt heimili hér í Pentos. 241 00:25:31,488 --> 00:25:33,949 Ég myndi gefa ykkur þetta setur 242 00:25:34,032 --> 00:25:38,119 ásamt býlum þess og lendum, vínekru og skógum. 243 00:25:38,203 --> 00:25:42,707 Ábúendur myndu greiða árlega leigu til Targaryen-herra síns. 244 00:25:42,791 --> 00:25:45,126 Þið yrðuð frjáls ferða ykkar um borgina og höfnina 245 00:25:45,210 --> 00:25:47,379 eins og konunglegri stöðu ykkar myndi hæfir. 246 00:25:51,049 --> 00:25:52,467 Haltu áfram. 247 00:25:52,550 --> 00:25:55,845 Lys og bandamenn rísa upp á ný. 248 00:25:55,929 --> 00:25:59,975 Þríveldið hefur hefur fengið liðsauka í Qoren Martell af Dorn. 249 00:26:00,684 --> 00:26:03,561 Þeir gætu beint sjónum sínum í norðurátt hvenær sem er. 250 00:26:03,645 --> 00:26:05,438 Fjölskylda þín á dreka. 251 00:26:06,231 --> 00:26:09,609 Þrjá nú, hugsanlega fjóra síðar. 252 00:26:11,111 --> 00:26:14,948 Markmið mitt er að vernda Pentos gegn girndarauga Þríveldisins. 253 00:26:15,031 --> 00:26:18,201 Leggðu Pentos lið líkt og Aegon gerði áður 254 00:26:19,244 --> 00:26:22,872 og þakklæti mitt mun fylla bikar þinn og gott betur. 255 00:26:23,581 --> 00:26:28,128 Hágöfgi, við erum ferðalangar. Við höfum þegar framlengt dvöl okkar hér. 256 00:26:32,924 --> 00:26:34,634 Þetta er höfðinglegt boð. 257 00:26:35,427 --> 00:26:36,970 Boð sem við munum hugleiða. 258 00:27:07,959 --> 00:27:10,295 Ætlarðu að hugleiða boð Reggios prins? 259 00:27:10,378 --> 00:27:11,379 Við eigum gott líf hér. 260 00:27:12,505 --> 00:27:15,884 Getum um frjálst höfuð strokið, erum velkomin og heiðruð. 261 00:27:15,967 --> 00:27:18,345 Og gestir að eilífu. -Einmitt. 262 00:27:18,428 --> 00:27:21,431 Við erum laus við ábyrgð og stjórnmálaráðabrugg. 263 00:27:21,514 --> 00:27:25,685 Endalausar sviptingar í hollustu og erfðamálum gilda okkur einu. 264 00:27:26,394 --> 00:27:29,105 Þeir notfæra sér okkur. -Frískandi, ekki satt? 265 00:27:31,024 --> 00:27:34,611 Einföld skipti. Við eigum dreka, þeir eiga gull. 266 00:27:40,325 --> 00:27:42,369 Við erum yfir þetta hafin, Daemon. 267 00:27:42,452 --> 00:27:45,663 Við erum ekki farandlistamenn sem skemmta prinsum að vild. 268 00:27:45,747 --> 00:27:47,624 Við erum blóð Gömlu Valyríu. 269 00:27:48,750 --> 00:27:50,293 Við eigum ekki heima hér. 270 00:27:50,377 --> 00:27:52,504 Valyría er horfin. Við eigum hvergi heima lengur. 271 00:27:58,843 --> 00:28:02,263 Ég vil að barnið mitt fæðist þar sem ég fæddist, 272 00:28:02,347 --> 00:28:04,766 á Rekaskeri í kastala föður míns. 273 00:28:04,849 --> 00:28:07,602 Ég vil að dætur mínar alist upp í heimalandi sínu, 274 00:28:07,685 --> 00:28:11,106 með fjölskyldu sinni, í samræmi við fæðingarrétt sinn. 275 00:28:13,942 --> 00:28:16,569 Ég vil mæta dauða mínum sem drekaknapi. 276 00:28:17,320 --> 00:28:19,531 Ekki sem feitur sveitaaðall. 277 00:28:53,356 --> 00:28:56,109 Laus í hnjánum. Léttur á fótum. 278 00:28:57,777 --> 00:28:59,279 Léttur á fótum en höggþungur. 279 00:28:59,362 --> 00:29:01,990 Þetta er málið, Lyonel. -Þungann framarlega. 280 00:29:02,073 --> 00:29:05,410 Drengir sem læra saman, æfa saman, 281 00:29:05,493 --> 00:29:07,620 fella hver annan og hjálpa hver öðrum upp. 282 00:29:08,455 --> 00:29:11,124 Þeir munu bindast ævilöngum böndum. Sammála? 283 00:29:11,916 --> 00:29:13,376 Það er vonandi, yðar tign. 284 00:29:16,254 --> 00:29:18,798 Ekki standa alveg uppréttur, prins. Þú verður felldur. 285 00:29:30,018 --> 00:29:30,977 Aegon. 286 00:29:32,854 --> 00:29:36,941 Ég vann fyrsta bardagann, ser Criston. Andstæðingurinn biður um vægð. 287 00:29:37,567 --> 00:29:40,028 Þá færðu nýjan andstæðing, litli strávarður. 288 00:29:40,945 --> 00:29:42,322 Sjáum hvort þú náir lagi á mig. 289 00:29:43,406 --> 00:29:44,574 Þú og bróðir þinn. 290 00:30:12,143 --> 00:30:13,853 Þið verðið að gera betur. 291 00:30:19,692 --> 00:30:22,570 Vopnin upp, piltar. Veitið óvininum enga vægð. 292 00:30:25,240 --> 00:30:29,744 Mér sýnist yngri drengjunum ekki veita af smá athygli frá þér, ser Criston. 293 00:30:30,286 --> 00:30:32,580 Efastu um þjálfunar- aðferðir mínar, ser? 294 00:30:33,373 --> 00:30:36,834 Nei, ég legg bara til að þú beitir þeim á alla þína nemendur. 295 00:30:40,588 --> 00:30:41,506 Gott og vel. 296 00:30:45,176 --> 00:30:48,388 Jacaerys. Komdu. Þú æfir með Aegon. 297 00:30:51,558 --> 00:30:53,017 Elsti sonurinn gegn elsta syninum. 298 00:30:56,312 --> 00:30:59,107 Harla ójafn leikur. -Þú þekkir ekki alvöru bardaga 299 00:30:59,190 --> 00:31:01,859 en þegar sverðum er brugðið má tæpast búast við jöfnum leik. 300 00:31:04,445 --> 00:31:05,363 Sverðin upp. 301 00:31:07,198 --> 00:31:08,366 Berjist. 302 00:31:32,640 --> 00:31:34,058 Ódrengilegt. -Ég sé um hann. 303 00:31:37,437 --> 00:31:39,772 Taktu þér stöðu. Þú ert hærri, nýttu þér það. 304 00:31:39,856 --> 00:31:41,941 Sæktu með snöggu svari og nýttu stöðu hans gegn honum... 305 00:31:42,025 --> 00:31:43,818 í bringuna, ekki augun og þá sigrar þú. 306 00:31:46,362 --> 00:31:47,405 Þú! 307 00:31:48,948 --> 00:31:49,991 Lokaðu bilinu. 308 00:31:51,284 --> 00:31:53,202 Þvingaðu hann aftur. Lokaðu bilinu. 309 00:31:53,911 --> 00:31:55,663 Sæktu áfram. Notaðu fæturna. 310 00:31:59,292 --> 00:32:00,543 Ekki hleypa honum á fætur. 311 00:32:02,670 --> 00:32:03,838 Sæktu áfram! 312 00:32:05,423 --> 00:32:06,382 Þetta nægir! 313 00:32:08,259 --> 00:32:10,887 Dirfistu að leggja hendur á mig? -Aegon! 314 00:32:10,970 --> 00:32:14,182 Þú gleymir þér. Þetta er prinsinn. -Er það þetta sem þú kennir, Cole? 315 00:32:17,101 --> 00:32:20,313 Vægðarleysi gagnvart veikari andstæðingum? 316 00:32:23,524 --> 00:32:26,694 Áhugi þinn á þjálfun prinsanna er harla óvenjulegur, foringi. 317 00:32:28,946 --> 00:32:31,866 Flestir sýndu aðeins frændum sínum slíka hollustu. 318 00:32:34,077 --> 00:32:34,994 Eða bróður. 319 00:32:35,828 --> 00:32:37,038 Eða syni. 320 00:32:54,389 --> 00:32:55,348 Hörfaðu! 321 00:32:56,057 --> 00:32:57,308 Segðu þetta aftur! 322 00:32:58,351 --> 00:32:59,560 Segðu þetta aftur! 323 00:33:00,561 --> 00:33:01,562 Þetta grunaði mig. 324 00:33:05,024 --> 00:33:06,567 Látið þvo hann með klútum 325 00:33:06,651 --> 00:33:10,071 og gættu þess að matráðurinn gefi þér gott vín að drekka. 326 00:33:12,782 --> 00:33:13,783 Prinsessa? 327 00:33:14,575 --> 00:33:17,495 Það varð uppákoma í hallargarðinum. 328 00:33:27,422 --> 00:33:29,549 Ég fyllist yfirþyrmandi skömm. 329 00:33:29,632 --> 00:33:32,927 Hvað snýst þetta um? Skömm þína? 330 00:33:33,010 --> 00:33:34,387 Okkar skömm, Harwin! 331 00:33:35,680 --> 00:33:37,390 Skömm allrar Strong-ættarinnar. 332 00:33:37,473 --> 00:33:40,059 Því ég lumbraði á lúsablesanum Cole? 333 00:33:40,143 --> 00:33:42,395 Ráðsmannssyni? -Hann er riddari Konungsvarðanna! 334 00:33:42,478 --> 00:33:44,772 Hann réðst á Jacaerys prins... -Verndari krúnunnar! 335 00:33:44,856 --> 00:33:46,357 Vangavelturnar um fæðingu hans... 336 00:33:48,568 --> 00:33:50,987 Þú hefur opinberað okkur 337 00:33:51,070 --> 00:33:54,532 fyrir ásökunum um svæsnari svik. 338 00:33:54,615 --> 00:33:56,325 Hvaða svik eru það? 339 00:33:59,245 --> 00:34:01,164 Engan aulahátt við mig, drengur. 340 00:34:03,082 --> 00:34:06,836 Samneyti þitt við Rhaenyru prinsessu er glæpur 341 00:34:06,919 --> 00:34:09,130 refsiverður með útlegð eða dauða. 342 00:34:09,839 --> 00:34:13,217 Fyrir þig, hana og börnin. 343 00:34:14,469 --> 00:34:16,471 Það er bara flökkusaga. 344 00:34:18,723 --> 00:34:21,893 Uppspunnin af fjandmönnum prinsessunnar. -Fólk hefur augu, drengur. 345 00:34:24,687 --> 00:34:28,274 Þó kýs konungur að meðtaka ekki það sem augu hans sjá. 346 00:34:29,150 --> 00:34:33,571 Hans þunni skjöldur er það eina sem skilur þig og böðulinn að. 347 00:34:34,822 --> 00:34:37,366 Óskhyggjuleg blindni föður í garð barns síns. 348 00:34:38,034 --> 00:34:40,411 Það væri óskandi að sama blindni hrjáði föður minn. 349 00:34:40,495 --> 00:34:42,663 Er það ekki raunin öll þessi ár? 350 00:34:43,372 --> 00:34:44,624 En í dag, þrátt fyrir allt, 351 00:34:44,707 --> 00:34:48,044 réðst þú opinberlega á Konungsvörð til að vernda eigin... 352 00:34:51,464 --> 00:34:54,258 Þú hefur þinn heiður og ég minn. 353 00:35:02,850 --> 00:35:04,185 Til að lina þjáningarnar. 354 00:35:12,068 --> 00:35:17,031 Eitt sinn var einn björn, einn björn, biksvartur og brúnn. 355 00:35:17,114 --> 00:35:19,909 Þakkir. -Yður mun líða betur eftir nokkra daga 356 00:35:19,992 --> 00:35:21,160 þegar mjólkin þornar. 357 00:35:22,328 --> 00:35:25,873 Kvörn? Sagði hann en ég er björn. 358 00:35:25,957 --> 00:35:29,377 Biksvartur og brúnn með feld minn sem vörn. 359 00:35:29,460 --> 00:35:32,839 Og áfram veginn þrjú dansandi börn 360 00:35:32,922 --> 00:35:37,426 héldu með geit sína og dansandi björn... 361 00:35:40,096 --> 00:35:41,305 Eiginkona kær. 362 00:35:42,390 --> 00:35:43,307 Prinsessa. 363 00:35:46,018 --> 00:35:47,061 Ég féll. 364 00:35:49,438 --> 00:35:52,400 Hvar hefurðu verið? -Með Qarl. Nefndi ég það ekki? 365 00:35:54,610 --> 00:35:55,945 Ertu mjög þjáð? 366 00:35:56,946 --> 00:35:57,864 Mjólkin... 367 00:35:59,115 --> 00:36:00,157 belgir út brjóstin... 368 00:36:00,241 --> 00:36:03,119 Væri þér sama, ser Qarl? Ég vil ræða við eiginmann minn. 369 00:36:03,202 --> 00:36:04,453 Vissulega, prinsessa. 370 00:36:16,382 --> 00:36:19,927 Stríð er aftur hafið á Þrepunum, Rhaenyra. 371 00:36:21,429 --> 00:36:25,433 Þríveldið er upprisið á ný þökk sé bandalaginu við Dorn. 372 00:36:26,851 --> 00:36:28,519 Þeir herja á skip og farma. 373 00:36:29,520 --> 00:36:32,106 Qarl hefur barist þar. Hann sýndi mér... 374 00:36:35,401 --> 00:36:39,280 Hann sýndi mér sekk af safírum á stærð við valhnetur 375 00:36:39,363 --> 00:36:41,073 sem hann tók af sjóræningja sem hann drap. 376 00:36:43,868 --> 00:36:47,246 Eftir allan þennan tíma er þetta einmitt það sem ég þarf. 377 00:36:47,330 --> 00:36:49,040 Smá ævintýri. 378 00:36:49,123 --> 00:36:52,043 Alvöru orrustu til að koma blóðinu á hreyfingu á ný. 379 00:36:53,669 --> 00:36:57,423 Hann segir að þarna sé hershöfðingi frá Tyriosh, risavaxinn, 380 00:36:58,215 --> 00:37:02,595 sem litar skegg sitt purpurablátt og gengur í kvenmannskjólum. 381 00:37:06,349 --> 00:37:08,017 Kannski bara nokkra mánuði. 382 00:37:13,314 --> 00:37:15,149 Að komast aftur út á haf. 383 00:37:17,193 --> 00:37:18,319 Ertu brjálaður? 384 00:37:20,029 --> 00:37:21,447 Veistu hvað gerðist 385 00:37:22,782 --> 00:37:26,410 á meðan þú drakkst allt ölið í Flóabotnum og guðrnir vita hvað meira? 386 00:37:27,578 --> 00:37:31,374 Svæsnir orðrómar sækja að okkur, Laenor. Narta í hæla okkar. 387 00:37:32,124 --> 00:37:33,167 Spurningar 388 00:37:34,377 --> 00:37:36,879 um faðerni sona okkar. 389 00:37:37,922 --> 00:37:40,299 Viðbjóðslegar andstyggðaraðdróttanir. 390 00:37:41,342 --> 00:37:42,802 Eru það aðdróttanir? 391 00:37:43,511 --> 00:37:45,388 Þetta eru synir okkar. 392 00:37:45,471 --> 00:37:47,181 Þínir og mínir. 393 00:37:48,349 --> 00:37:50,518 Og sannur faðir þeirra mun ekki yfirgefa þá núna 394 00:37:50,601 --> 00:37:53,104 til að þvælast um Mjóahaf 395 00:37:53,187 --> 00:37:55,147 veifandi sverði sínu og blikkandi sjómenn. 396 00:37:55,231 --> 00:37:56,399 Ég er riddari. 397 00:37:58,818 --> 00:38:00,027 Og stríðsmaður. 398 00:38:01,153 --> 00:38:05,950 Ég hef leikið mína rullu hér dyggilega. 399 00:38:07,410 --> 00:38:10,079 Í áratug. 400 00:38:11,539 --> 00:38:14,208 Ég á inni eitthvað... -Þú átt ekkert inni. 401 00:38:15,543 --> 00:38:19,672 Í áratug hefurðu lifað við hirðina í vellystingum. 402 00:38:20,631 --> 00:38:23,050 Keypt fínustu hross, 403 00:38:23,134 --> 00:38:27,304 drukkið fágætustu vín, og riðið föngulegustu drengjunum. 404 00:38:27,388 --> 00:38:30,349 Slíkt var samkomulag okkar, ég hef ekki talið það eftir þér. 405 00:38:31,600 --> 00:38:32,518 En 406 00:38:34,478 --> 00:38:37,815 þú yfirgefur ekki stöðu þína þegar hvessa tekur. 407 00:38:38,774 --> 00:38:42,945 Klókur sæfari flýr storminn þegar hann myndast. 408 00:38:53,789 --> 00:38:55,916 Gott og vel. Þá skipa ég þér. 409 00:38:57,460 --> 00:38:59,378 Sem prinsessa þín og efingi krúninnar 410 00:38:59,462 --> 00:39:04,550 skipa ég þér að dvelja hér við mína hlið á Kóngsvöllum. 411 00:39:25,613 --> 00:39:27,281 Nú eru liðin átta ár, kærust. 412 00:39:29,158 --> 00:39:31,994 Helmingur þeirra nær því aldrei. -Hverju? 413 00:39:34,997 --> 00:39:35,915 Að klekjast. 414 00:39:39,043 --> 00:39:40,294 Leyfa þau mér að vera um kyrrt? 415 00:39:42,088 --> 00:39:43,339 Hvern áttu við? 416 00:39:44,298 --> 00:39:45,508 Prinsinn af Pentos. 417 00:39:46,926 --> 00:39:48,094 Ég skil ekki. 418 00:39:49,720 --> 00:39:51,430 Hann vill þig og pabba. 419 00:39:53,057 --> 00:39:54,225 Og Baelu. 420 00:39:55,017 --> 00:39:56,393 Því þið eigið dreka. 421 00:40:01,148 --> 00:40:05,069 Það eru fleiri en ein leið til að bindast dreka. 422 00:40:05,152 --> 00:40:09,031 Sjálf var ég án dreka þar til ég varð 15 ára. 423 00:40:09,782 --> 00:40:13,786 Og nú sit ég Vhagar, þann stærsta í heimi. 424 00:40:17,414 --> 00:40:20,751 Leið þín er grýttari. Dreki Baelu fæddist henni. 425 00:40:23,754 --> 00:40:28,008 En óskirðu þess að verða knapi verðurðu að gera tilkall. 426 00:40:30,052 --> 00:40:31,804 Faðir þinn myndi segja þér það sama. 427 00:40:33,597 --> 00:40:34,849 Pabbi hunsar mig. 428 00:40:41,939 --> 00:40:43,315 Hann gerir sitt besta. 429 00:41:21,562 --> 00:41:23,063 Laenor skrifaði. 430 00:41:25,024 --> 00:41:27,067 Rhaenyra ól annan son. 431 00:41:29,570 --> 00:41:31,197 Nefnir bróðir þinn hvort þessi 432 00:41:31,280 --> 00:41:34,325 beri greinilegan en algjörlega tilfallandi svip 433 00:41:34,408 --> 00:41:36,035 Foringja Borgarvaktarinnar? 434 00:41:37,620 --> 00:41:40,039 Hann virðist hafa sleppt slíkum smáatriðum. 435 00:41:43,042 --> 00:41:44,793 Ég sakna bróður míns, Daemon. 436 00:41:47,588 --> 00:41:48,714 Eins og þú þínum, held ég. 437 00:41:50,883 --> 00:41:52,968 Ég sakna sterkvíns Westeros. 438 00:41:54,720 --> 00:41:57,598 Það mátti stóla á það fyrir nokkurra stunda óminni. 439 00:41:59,642 --> 00:42:01,644 Þetta kvoðusull sem þeir drekka hér... 440 00:42:09,860 --> 00:42:11,195 Færðu aldrei heimþrá? 441 00:42:11,987 --> 00:42:12,905 Nei. 442 00:42:13,572 --> 00:42:15,991 Ég trúi þér ekki. -Trúðu því sem þú vilt. 443 00:42:16,075 --> 00:42:20,329 Þú hampar kostum Pentos en sýnir þeim engan áhuga. 444 00:42:20,412 --> 00:42:22,373 Ef svo væri færirðu inn í borgina 445 00:42:22,456 --> 00:42:25,417 en þess í stað verðu öllum þínum stundum hér á bókasafninu, 446 00:42:25,501 --> 00:42:28,295 lesandi frásagnir af dauðum drekaherrum 447 00:42:28,379 --> 00:42:31,423 hverra arfleifð þú segir ekkert tangarhald hafa á þér. 448 00:42:31,507 --> 00:42:34,093 Ég vissi ekki að það væri fylgst svo náið með mér. 449 00:42:34,176 --> 00:42:35,427 Þú sefur ekki. 450 00:42:35,511 --> 00:42:37,596 Hvernig er það hægt með þig sífellt á hælunum? 451 00:42:41,517 --> 00:42:43,560 Lífið hefur valdið þér vonbrigðum. Það veit ég. 452 00:42:44,979 --> 00:42:47,564 Hugsanlega er ég ekki eiginkonan sem þú hafðir hugsað þér. 453 00:42:47,648 --> 00:42:48,774 Laena... 454 00:42:48,857 --> 00:42:50,234 Það særir mig ekki. 455 00:42:51,610 --> 00:42:53,112 Ég hef náð minni sátt. 456 00:42:57,533 --> 00:42:58,993 En þú ert meiri en þetta, Daemon. 457 00:43:01,620 --> 00:43:04,331 Maðurinn sem ég gekk að eiga var meiri en þetta. 458 00:43:12,339 --> 00:43:14,717 Það er því álit Blackwoods lávarðs 459 00:43:14,800 --> 00:43:17,678 að Bracken-liðar hafi fært marksteinana að næturlagi 460 00:43:17,761 --> 00:43:20,347 og hleypt hrossum sínum til beitar á túni hans. 461 00:43:20,431 --> 00:43:22,933 Hví var þetta mál ekki borið fyrir Grover lávarð? 462 00:43:23,017 --> 00:43:26,061 Er hann orðinn svo máttlaus að geta ekki leyst þras um grjót? 463 00:43:26,145 --> 00:43:30,607 Sagan segir að sonur hans stjórni Ármótum að öll leyti nema nafninu. 464 00:43:30,691 --> 00:43:34,028 Hann er einnig Tully-ættar svo þetta er Tully-vandi. 465 00:43:35,070 --> 00:43:36,113 Ég er sammála. 466 00:43:37,239 --> 00:43:38,615 Ef við gætum haldið áfram... 467 00:43:38,699 --> 00:43:41,201 En samt nota ættirnar Bracken og Blackwood 468 00:43:41,285 --> 00:43:44,121 hvert tækifæri til að úthella blóði hvor annarrar. 469 00:43:46,665 --> 00:43:49,918 Því er vert að huga að þessari deilu. 470 00:43:50,002 --> 00:43:53,255 Sveitafólk veit hvar lóðamörk hafa legið kynslóðum saman. 471 00:43:53,964 --> 00:43:55,132 Það er sáraeinfalt. 472 00:43:56,300 --> 00:43:57,301 Auðvitað. 473 00:44:00,220 --> 00:44:01,180 Ser Tyland. 474 00:44:03,724 --> 00:44:07,728 Við ættum að ræða nýjustu vendingar á Þrepunum, herrar mínir. 475 00:44:07,811 --> 00:44:10,230 Mun sá volaði staður einhvern tíma verða til friðs? 476 00:44:10,314 --> 00:44:13,984 Ef þið spyrjið mig tel ég málstað Blackwoods-liða sterkari. 477 00:44:14,068 --> 00:44:16,362 Við erum að ræða Þrepin, Beesbury lávarður. 478 00:44:16,445 --> 00:44:19,698 Og nýtt bandalag Þríveldisins og Dorn. 479 00:44:19,782 --> 00:44:22,368 Ég vonaði að viðræður okkar við Sunnuvigur 480 00:44:22,451 --> 00:44:24,370 gætu þjónað til að tala um fyrir þeim. 481 00:44:26,080 --> 00:44:28,707 Að treysta Martell-manni veldur vonbrigðum. 482 00:44:28,791 --> 00:44:31,293 Og hvar er Daemon prins? 483 00:44:31,377 --> 00:44:33,170 Eða á ég að kalla hann konung 484 00:44:33,253 --> 00:44:35,214 eins og hann titlaði sig eftir sigurinn þar? 485 00:44:35,297 --> 00:44:36,423 Einn sigur. 486 00:44:36,507 --> 00:44:39,301 Það er liðinn áratugur síðan hefur hann látið svæðið óvarið. 487 00:44:39,385 --> 00:44:41,220 Við létum það óvarið. 488 00:44:41,303 --> 00:44:44,723 Við hefðum átt að reisa virki og varðturna. 489 00:44:44,807 --> 00:44:48,852 Senda herflota og herdeildir að verja lendur okkar. 490 00:44:48,936 --> 00:44:50,062 Við höfum ekki efni á því. 491 00:44:52,481 --> 00:44:55,275 Fjárhirslurnar eru tryggar en ekki botnlausar. 492 00:44:56,610 --> 00:44:58,570 Við verðum að hafa kostnaðinn í huga. 493 00:44:58,654 --> 00:45:01,323 Ég er sammála. -Kostnaður stríðs er meiri. 494 00:45:03,992 --> 00:45:07,830 En við höfum sofið á verðinum og nú reisir gamalt skrímsli höfuðið. 495 00:45:13,419 --> 00:45:14,503 Segjum þetta gott. 496 00:45:14,920 --> 00:45:17,256 Ahhh... já. 497 00:45:21,593 --> 00:45:22,511 Bíðið. 498 00:45:23,679 --> 00:45:24,680 Ég óska áheyrnar. 499 00:45:26,473 --> 00:45:27,391 Setjist. 500 00:45:36,984 --> 00:45:39,611 Ég hef fundið fyrir 501 00:45:41,196 --> 00:45:42,114 væringum 502 00:45:43,407 --> 00:45:45,659 milli fjölskyldna okkar undafarið, yðar tign. 503 00:45:48,454 --> 00:45:51,790 Hafi mín móðgað biðst ég afsökunar. 504 00:45:54,376 --> 00:45:56,003 En við erum ein ætt. 505 00:45:57,546 --> 00:46:00,966 Og löngu fyrir það vorum við vinir. 506 00:46:07,764 --> 00:46:10,601 Sonur minn, Jacaerys mun erfa Járnveldisstólinn eftir mig. 507 00:46:10,684 --> 00:46:13,187 Ég legg til að við trúlofum hann Helaenu dóttur þinni. 508 00:46:15,147 --> 00:46:18,567 Bindumst böndum í eitt skipti fyrir öll. 509 00:46:20,235 --> 00:46:23,906 Leyfum þeim að ríkja saman. -Afar hyggið boð. 510 00:46:29,036 --> 00:46:32,748 Að auki, verpi Syrax öðrum eggjaklasa, 511 00:46:32,831 --> 00:46:35,167 fái sonur ykkar, Aemond, að velja úr þeim. 512 00:46:36,418 --> 00:46:38,670 Tákn um velvild okkar. 513 00:46:42,007 --> 00:46:42,925 Rhaenyra... 514 00:46:51,892 --> 00:46:52,809 Sjöfalt helvíti. 515 00:46:56,021 --> 00:47:00,150 Mín kæra, drekaegg er vegleg gjöf. 516 00:47:01,693 --> 00:47:05,405 Við konungurinn þökkum boðið og tökum það til hugleiðingar. 517 00:47:05,489 --> 00:47:07,032 Nú verður þú að hvílast, eiginmaður. 518 00:47:10,661 --> 00:47:11,578 Já. 519 00:47:18,460 --> 00:47:22,297 Hve mjúklega mælir tófan þegar rakkarnir hafa króað hana af. 520 00:47:22,381 --> 00:47:23,423 Hún er heiðarleg. 521 00:47:24,091 --> 00:47:25,509 Hún er örvæntingarfull. 522 00:47:25,592 --> 00:47:27,803 Hún finnur jörðina renna undan fótum sér 523 00:47:27,886 --> 00:47:30,347 og nú býst hún við því að við hunsum syndir hennar 524 00:47:30,430 --> 00:47:32,683 og að ég gifti einkadóttur mína einum af 525 00:47:33,600 --> 00:47:34,726 almúgasonum hennar. 526 00:47:35,352 --> 00:47:37,521 Tilboðið er sanngjarnt, góða mín. 527 00:47:39,064 --> 00:47:40,607 Við erum fjölskylda. 528 00:47:40,691 --> 00:47:45,070 Leggjum þessar barnalegu erjur til hliðar, tökum höndum saman og styrkjumst sem slík. 529 00:47:46,655 --> 00:47:48,031 Þú mátt gera sem þér þóknast 530 00:47:49,741 --> 00:47:51,660 þegar ég ligg daup og grafin. 531 00:47:52,869 --> 00:47:53,787 Alicent... 532 00:47:55,872 --> 00:47:56,790 Alicent. 533 00:48:20,606 --> 00:48:22,065 Ég þarf ekki teppið. 534 00:48:26,111 --> 00:48:27,112 Höndin, yðar tign. 535 00:48:28,280 --> 00:48:30,657 Konungurinn hvílist. -Ég skal hitta hann. 536 00:48:32,534 --> 00:48:33,493 Hallaðu þér fram. 537 00:48:41,126 --> 00:48:43,920 Það er endalaust haft fyrir mér, Lyonel. 538 00:48:44,755 --> 00:48:47,007 Undrun að ég fái að nota salernið í einrúmi. 539 00:48:48,008 --> 00:48:48,925 Yðar tign. 540 00:48:50,218 --> 00:48:52,220 Hvert er erindið, Lyonel lávarður? 541 00:48:55,265 --> 00:48:56,433 Yðar tign, mér finnst... 542 00:48:59,186 --> 00:49:01,647 Ég er kominn til að afsala mér stöðu minni sem Hönd konungs. 543 00:49:03,315 --> 00:49:05,192 Uppákoman í hallargarðinum í morgun. 544 00:49:05,275 --> 00:49:08,195 Sonur minn, Harwin, hefur smánað sig 545 00:49:08,278 --> 00:49:11,198 og brátt flýgur fiskisagan um alla Kóngsvelli. 546 00:49:11,281 --> 00:49:14,660 Reiðikast Harwins var sannarlega óheppilegt. 547 00:49:15,535 --> 00:49:17,371 En honum var vísað úr Borgarvaktinni. 548 00:49:17,454 --> 00:49:20,499 Það er nógu hörð refsing. -Afsakaðu en ég er ósammála. 549 00:49:28,340 --> 00:49:33,720 Þú hefur þjónað mér dyggilega í áratug sem Hönd. 550 00:49:35,389 --> 00:49:39,226 Ráðleggingar þínar eru af heilum hug, án eigin hagsmuna. 551 00:49:40,268 --> 00:49:42,938 Til mótvægis við alla aðra. 552 00:49:44,564 --> 00:49:45,816 Þér mælið falleg orð. 553 00:49:47,317 --> 00:49:51,405 En það hvílir skuggi yfir ætt minni sem dýpkar sífellt. 554 00:49:51,488 --> 00:49:53,949 Ég get ekki lengur þjónað yður af heilindum. 555 00:49:55,492 --> 00:49:56,660 Hver er þessi skuggi? 556 00:49:58,537 --> 00:50:00,414 Nefndu hann ef hann veldur slíkum ugg. 557 00:50:01,039 --> 00:50:05,293 Já, þú hlýtur að geta fært skýr rök. 558 00:50:13,510 --> 00:50:14,428 Það get ég ekki. 559 00:50:16,888 --> 00:50:19,391 Þá get ég ekki samþykkt þetta. -Kæri eiginmaður. 560 00:50:19,474 --> 00:50:20,392 Ég sagði nei. 561 00:50:21,810 --> 00:50:23,895 Ef þér krefjist þess, hágöfgi. -Ég krefst þess. 562 00:50:25,355 --> 00:50:27,315 Þú munt halda þjónustu þinni við krúnuna áfram. 563 00:50:30,068 --> 00:50:32,112 Þá biðst ég leyfis til að flytja son minn héðan 564 00:50:32,195 --> 00:50:34,614 og fylgja honum að fjölskyldusetrinu í Harrenhöll. 565 00:50:35,407 --> 00:50:36,366 Hann er erfingi minn 566 00:50:37,451 --> 00:50:39,327 og verður lávarðurinn af Harrenhöll dag einn 567 00:50:39,411 --> 00:50:41,371 Það er tímabært að hann uppfylli skyldur sínar. 568 00:50:44,958 --> 00:50:45,876 Gerðu það. 569 00:51:06,813 --> 00:51:08,064 Ætlarðu ekki að hjálpa mér? 570 00:51:48,563 --> 00:51:51,274 Ég leyfði mér að byrja án þín, yðar tign. 571 00:51:51,358 --> 00:51:54,027 Það væri synd að láta svona böku kólna. 572 00:51:54,110 --> 00:51:56,071 Það var viturlegt af þér, Larys lávarður. 573 00:51:57,197 --> 00:51:59,950 En þú hafðir engar áhyggjur af víninu, er það? 574 00:52:00,033 --> 00:52:02,577 Kjöt án víns er líka synd. 575 00:52:08,250 --> 00:52:11,002 Það hefur verið skylda mín að segja þér atburði kastalans, 576 00:52:11,086 --> 00:52:13,755 en í kvöld veist þú en ekki ég. 577 00:52:14,798 --> 00:52:17,634 Konungurinn veitti föður mínum áheyrn. 578 00:52:17,717 --> 00:52:19,177 Hann vildi afsala sér stöðu sinni. 579 00:52:20,303 --> 00:52:21,304 Það hélt ég. 580 00:52:23,056 --> 00:52:26,309 Heiður hans hefur verið honum sem millusteinn um hálsinn. 581 00:52:28,687 --> 00:52:30,689 Áhugavert, þér sögðuð vildi. 582 00:52:30,772 --> 00:52:32,482 Eiginmaður minn hafnaði því. 583 00:52:34,192 --> 00:52:37,988 Þá misfórst honum að játa syndir bróður míns. 584 00:52:38,071 --> 00:52:39,406 Með uppþoti sínu í garðinum 585 00:52:39,489 --> 00:52:41,867 játaði bróðir þinn nánast sannleikann sjálfur. 586 00:52:42,617 --> 00:52:44,619 Sannleikurinn er margslunginn, yðar tign. 587 00:52:45,954 --> 00:52:49,875 Eigið þér von á að konungurinn dæmi kæra dóttur sína í útlegð? 588 00:52:52,002 --> 00:52:52,919 Ekki núna, Talya. 589 00:53:00,552 --> 00:53:01,845 Hann neitar að sjá það. 590 00:53:02,721 --> 00:53:06,182 Konungurinn. Þér mynduð eflaust þola sömu mæðu ef til þess kæmi. 591 00:53:06,266 --> 00:53:07,267 Það myndi ég ekki gera. 592 00:53:09,728 --> 00:53:12,606 Lyonel lávarður fylgir ser Harwin aftur til Harrenhallar 593 00:53:12,689 --> 00:53:15,567 til að sjá um ættaróðalið á meðan hann þjónar áfram sem Hönd. 594 00:53:16,735 --> 00:53:20,906 En Höndin er í hættu vegna hegðunar sonar síns. 595 00:53:21,531 --> 00:53:25,744 Faðir minn getur ekki ráðlagt konunginum hlutlaust. 596 00:53:26,578 --> 00:53:29,831 Nú sýti ég fjarveru eigin föður hvað mest. 597 00:53:29,915 --> 00:53:32,000 Hann myndi ekki hika við að ræða við konunginn. 598 00:53:32,083 --> 00:53:34,794 Væri Otto Hightower enn Hönd. -Þér vitið ekki 599 00:53:34,878 --> 00:53:37,589 hvort faðir yðar yrði hlutlaus í þessu máli. 600 00:53:37,672 --> 00:53:39,341 Nei, en hann stæði með mér! 601 00:53:49,267 --> 00:53:51,603 Mun enginn standa með mér á öllum Kóngsvöllum? 602 00:54:18,296 --> 00:54:21,132 Hvílíkt safn af kempum stendur hér frammi fyrir mér. 603 00:54:25,553 --> 00:54:26,596 Morðingi. 604 00:54:27,681 --> 00:54:29,140 Afstyrmi. 605 00:54:30,600 --> 00:54:31,893 Krúnusvikari. 606 00:54:33,228 --> 00:54:37,357 Þið hafið verið dæmdir til hengingar fyrir glæpi ykkar. 607 00:54:39,484 --> 00:54:40,652 Hvað viltu okkur? 608 00:54:44,531 --> 00:54:47,325 Ég er tilbúinn að veita ykkur grið. 609 00:54:49,160 --> 00:54:51,997 Ef þið eruð tilbúnir að greiða lítið gjald. 610 00:55:16,813 --> 00:55:18,565 Ýtið, lafði! -Ýtið! 611 00:55:19,816 --> 00:55:22,610 Ýtið! Ýtið! 612 00:55:22,694 --> 00:55:24,654 Þér verðið að rembast! -Ýtið! 613 00:55:27,282 --> 00:55:28,450 Það verður að koma núna! 614 00:55:29,534 --> 00:55:30,577 Ýtið! 615 00:55:32,912 --> 00:55:33,997 Svona, rembist! 616 00:55:35,290 --> 00:55:37,125 Þér verðið að rembast, lafði. 617 00:55:38,418 --> 00:55:39,586 Ýtið! 618 00:55:58,146 --> 00:55:59,856 Ég er að þrotum kominn. 619 00:56:02,108 --> 00:56:03,485 Barnið vill ekki fæðast. 620 00:56:06,529 --> 00:56:07,864 Hugrakka stúlkan mín. 621 00:56:14,037 --> 00:56:15,205 Mér þykir fyrir því, prins. 622 00:56:17,290 --> 00:56:19,000 Við gætum rist á kviðinn. 623 00:56:20,293 --> 00:56:23,421 Náð barninu út með uppskurði. 624 00:56:25,381 --> 00:56:27,926 En ég get ekki sagt með sanni hvort það lifi. 625 00:56:28,551 --> 00:56:30,011 Myndi móðirin lifa það af? 626 00:56:32,055 --> 00:56:32,972 Nei. 627 00:57:04,337 --> 00:57:05,255 Vhagar. 628 00:57:50,425 --> 00:57:51,342 Laena! 629 00:58:14,657 --> 00:58:17,952 Verið góðir við mömmu ykkar, piltar. Ég heimsæki við tækifæri. 630 00:58:21,873 --> 00:58:23,333 En það gæti liðið nokkur hríð. 631 00:58:27,170 --> 00:58:28,087 Jace. 632 00:58:35,261 --> 00:58:36,179 Ég sný aftur. 633 00:58:39,015 --> 00:58:40,058 Ég lofa því. 634 00:58:55,615 --> 00:58:59,160 Ég verð ókunnugur þegar við hittumst á ný. 635 00:59:16,469 --> 00:59:17,387 Prinsessa. 636 00:59:39,909 --> 00:59:43,496 Við skiptumst á bréfum með hröfnum. Það verður gaman. 637 00:59:43,579 --> 00:59:45,581 Er Harwin Strong faðir minn? 638 00:59:50,545 --> 00:59:51,796 Er ég bastarður? 639 00:59:56,467 --> 00:59:57,760 Þú ert Targaryen. 640 01:00:00,305 --> 01:00:01,347 Það eitt skiptir máli. 641 01:00:26,372 --> 01:00:27,290 Eitt orð? 642 01:00:34,422 --> 01:00:35,673 Hann er þá farinn. 643 01:00:38,259 --> 01:00:39,927 Við erum búin hér. Við erum á förum. 644 01:00:43,139 --> 01:00:45,975 Hvað um tilboð þitt? Jace og Helaenu? 645 01:00:46,059 --> 01:00:47,643 Ég hef verið svert. 646 01:00:48,686 --> 01:00:51,939 Og lítilsvirt. Það er hvíslað um mig á göngunum. 647 01:00:52,023 --> 01:00:54,233 En ég læt þau um það. 648 01:00:58,279 --> 01:00:59,447 Að Drekasteini þá? 649 01:01:00,490 --> 01:01:01,699 Við hefðum átt að fara fyrr. 650 01:01:07,789 --> 01:01:09,082 Hvað um stöðu þína? 651 01:01:09,957 --> 01:01:12,168 Þú segir að ef þú sért fjarverandi hirðina 652 01:01:12,251 --> 01:01:14,837 muni hún fylla höfuð föður þíns af sínu máli. 653 01:01:15,922 --> 01:01:18,925 Klókur sæfari flýr storminn þegar hann myndast. 654 01:01:21,302 --> 01:01:22,220 Laenor. 655 01:01:24,514 --> 01:01:25,598 Taktu hann með. 656 01:01:27,517 --> 01:01:29,060 Við þurfum hvert það sverð sem býðst. 657 01:02:40,798 --> 01:02:42,008 Faðir! 658 01:02:42,967 --> 01:02:44,302 Ég mun brenna! 659 01:02:47,180 --> 01:02:49,390 Harwin! -Ég mun brenna! 660 01:02:49,474 --> 01:02:50,391 Harwin! 661 01:02:51,392 --> 01:02:52,310 Harwin! 662 01:03:16,751 --> 01:03:20,421 Hvað eru börn annað en veikleiki? 663 01:03:24,008 --> 01:03:25,051 Fásinna. 664 01:03:26,719 --> 01:03:28,095 Gagnsleysi. 665 01:03:33,935 --> 01:03:38,439 Gegnum þau telur maður sig geta haft betur en hið mikla myrkur. 666 01:03:54,497 --> 01:03:59,335 Að maður lifi að eilífu í einhverju formi. 667 01:04:02,213 --> 01:04:04,715 Eins og þau hlífi manni við moldinni. 668 01:04:16,477 --> 01:04:20,565 En fyrir þau gefur maður eftir það sem maður ætti ekki að gera. 669 01:04:23,859 --> 01:04:27,822 Þér kunnið að vita hvað réttast væri að gera 670 01:04:27,905 --> 01:04:31,701 en ástin heldur aftur af yður. 671 01:04:40,084 --> 01:04:41,127 Ástin 672 01:04:43,462 --> 01:04:45,006 er ósigur. 673 01:04:50,428 --> 01:04:53,764 Það er best að komast í gegnum lífið skuldlaus. 674 01:04:55,641 --> 01:04:56,934 Ef þér spyrjið mig. 675 01:05:00,605 --> 01:05:02,023 Eru þeir látnir? 676 01:05:02,106 --> 01:05:04,650 Þér þekkið sögurnar af Harrenhöll, yðar tign. 677 01:05:06,736 --> 01:05:11,282 Hún var reist í drambsemi af Harren hinum Svarta sem minnisvarði um eigið ágæti. 678 01:05:11,365 --> 01:05:13,826 Blóði blandað við steinlímið. 679 01:05:16,537 --> 01:05:18,831 Álög eru sögð hvíla á staðnum. 680 01:05:19,749 --> 01:05:23,044 Að dómur falli um hvern þann sem gangi um hlið hans. 681 01:05:23,586 --> 01:05:26,672 Nei, þú... Þú felldir dóm. 682 01:05:28,799 --> 01:05:30,092 Drottningin óskar sér. 683 01:05:31,969 --> 01:05:35,222 Hvaða ríkisþjón myndi ekki kappkosta að uppfylla hana? 684 01:05:37,767 --> 01:05:40,978 Ég geri ráð fyrir að þér skrifið föður yðar núna? 685 01:05:43,314 --> 01:05:44,231 Larys... 686 01:05:45,524 --> 01:05:47,652 Ég óskaði ekki eftir þessu. 687 01:05:50,029 --> 01:05:52,865 Ég er viss um að þér verðlaunið mig 688 01:05:55,660 --> 01:05:57,036 þegar tími gefst.