1 00:00:14,523 --> 00:00:19,283 Mér fannst hann í fyrstu vera indæll. 2 00:00:19,443 --> 00:00:21,403 Hann virtist nokkuð feiminn. 3 00:00:22,523 --> 00:00:23,843 Ein mínúta, 30 sekúndur. 4 00:00:26,243 --> 00:00:29,963 Hann sagði: "Má ég leggja hönd á hnéð þitt?" 5 00:00:30,123 --> 00:00:33,723 Ég sagði: "Allt í lagi." Mér fannst sætt af honum að spyrja. 6 00:00:34,923 --> 00:00:38,723 Geimskot eftir 17, 16, 15... 7 00:00:38,883 --> 00:00:40,603 Hann sagðist sjaldan gera þetta, 8 00:00:40,763 --> 00:00:45,483 en segir: "Viltu hitta mig í morgunmat á morgun?" 9 00:00:45,643 --> 00:00:48,123 Við snæddum morgunmat, og eftir það... 10 00:00:48,283 --> 00:00:52,443 segir hann: "Má ég bjóða þér í hádegismat?" og við gerðum það. 11 00:00:52,603 --> 00:00:55,563 Skot eftir 10, 9, 8... 12 00:00:55,723 --> 00:00:57,483 Þá spurði hann: "Viltu kvöldmat?" 13 00:00:57,643 --> 00:01:01,123 Svo man ég að eitt kvöld sagði hann... 14 00:01:01,283 --> 00:01:05,763 "Viltu koma upp á herbergi að horfa á eldflaugamyndbönd 15 00:01:05,923 --> 00:01:09,483 Fimm, fjórir, þrír, tveir... 16 00:01:09,643 --> 00:01:13,603 Og ég var alveg: "Ókei, ég skal koma aftur." 17 00:01:13,763 --> 00:01:18,723 Við fórum upp á herbergi og hann sýndi mér bara eldflaugavídeó. 18 00:01:38,483 --> 00:01:42,963 Elon Musk er ríkasti maður allra tíma. 19 00:01:43,123 --> 00:01:45,163 En segist ekki eiga hús. 20 00:01:45,323 --> 00:01:47,443 Hann er svolítið frábrugðinn öðrum. 21 00:01:47,603 --> 00:01:51,163 Hann er holdgervingur stórhuga og áhættusækni. 22 00:01:53,563 --> 00:01:58,523 Með nokkrum fingrapotum geta markaðir heimsins risið og fallið. 23 00:01:58,683 --> 00:02:01,683 Elon Musk skapar glundroða með einu tísti. 24 00:02:01,843 --> 00:02:03,763 -Þetta er skrítið. -Dró úr trausti. 25 00:02:03,923 --> 00:02:08,083 Hann er að hanna flögu sem sett verður í heila okkar. 26 00:02:15,723 --> 00:02:20,243 Nú er hann að smíða flugar til að flytja 100 manns til Mars. 27 00:02:22,563 --> 00:02:23,963 Völd hans og auður... 28 00:02:26,523 --> 00:02:29,163 vaxa sífellt. 29 00:02:29,323 --> 00:02:32,843 Enginn hér á jörðu gerir meira til að breyta heiminum. 30 00:02:33,003 --> 00:02:36,763 -Komdu hingað. -Hví vilijið þið tala við mig? 31 00:02:36,923 --> 00:02:40,763 Þú ert maðurinn, vinur. Þú ert maðurinn. 32 00:02:40,923 --> 00:02:45,283 ÞETTA ER SAGA ELONS MUSK 33 00:02:47,043 --> 00:02:51,283 Hann gerir hluti sem ekkert ríki getur gert. Það er tilkomumikið. 34 00:02:51,443 --> 00:02:52,763 -Þú ert mamma Elons. -Já. 35 00:02:52,923 --> 00:02:54,683 -Og helsti stuðningsmaður. -Já. 36 00:02:54,843 --> 00:02:57,883 Fyrrum eiginkonur, fjölskylda, vinir, óvinir. 37 00:02:58,043 --> 00:03:03,363 Hann er stórhættulegur. Algerlega ábyrgðarlaus með öllu. 38 00:03:03,523 --> 00:03:09,123 Það er ekki eins gaman að vera ég og þú heldur. Ég vil varla vera ég. 39 00:03:10,323 --> 00:03:11,923 ÆTTI AÐ FAGNA AFREKUM HANS? 40 00:03:12,083 --> 00:03:15,843 Það er svolítið skrítið að rétta einkafélagi þetta allt. 41 00:03:16,003 --> 00:03:18,563 En ég er þá víst bara gamaldags. 42 00:03:21,243 --> 00:03:24,523 EÐA ÓTTAST VÖLD HANS 43 00:03:24,683 --> 00:03:27,883 -"Óstöðugur, óábyrgur..." -Þannig er ég bara. 44 00:03:40,763 --> 00:03:42,603 Ókei. 45 00:03:44,683 --> 00:03:46,003 -Allt í góðu. -Í lagi. 46 00:03:46,163 --> 00:03:50,003 -Sleppur þetta? -Já, ljómandi, takk. 47 00:03:50,163 --> 00:03:53,283 Ég var vísindalúði í miðskóla. 48 00:03:53,443 --> 00:03:57,283 Ég hitti ekki marga. Menn, eða kannski strákar, 49 00:03:57,443 --> 00:04:00,803 voru hræddir við mig eða eitthvað, en ég hitti ekki marga. 50 00:04:00,963 --> 00:04:05,763 Ég vildi bara hitta þá sem væru eins góðir og ég í stærðfræði og vísindum. 51 00:04:05,923 --> 00:04:08,323 Og það var enginn... 52 00:04:08,483 --> 00:04:10,363 Fyrrverandi maðurinn minn var það. 53 00:04:10,523 --> 00:04:13,923 Hann sló mér við í stærðfræði og vísindum, sárt að segja, 54 00:04:14,083 --> 00:04:17,203 en það varð mögulega til þess að Elon varð snillingur. 55 00:04:30,283 --> 00:04:34,923 Einn samstarfsfélagi var ráðgjafi hjá fyrsta sprotafyrirtæki Elons, 56 00:04:35,083 --> 00:04:36,563 sem hét Zip2. 57 00:04:36,723 --> 00:04:40,843 Elon var ósáttur við að verkfræðingur sem vann að samningum, 58 00:04:41,003 --> 00:04:44,563 kynni ekki nógu vel á tæknina, þannig að hann rak hann. 59 00:04:44,723 --> 00:04:47,803 Ég mætti daginn eftir og hann grillaði mig aðeins. 60 00:04:47,963 --> 00:04:51,043 "Þekkirðu viðfangsefnið?" og ég svara: "Já, það er svona." 61 00:04:51,203 --> 00:04:53,763 Þá sagði hann: "Flott, þú ert ráðinn." 62 00:04:55,403 --> 00:04:57,963 Vegir hans eru órannsakanlegir. 63 00:05:02,123 --> 00:05:07,963 Þú ert að hlusta á KRX og það er annar fallegur dagur í San José. 64 00:05:08,123 --> 00:05:11,363 Í árdaga internetsins... 65 00:05:12,803 --> 00:05:14,363 var Zip2 flott fyrirtæki. 66 00:05:14,523 --> 00:05:17,163 Við Elon sátum gegnt hvor öðrum. 67 00:05:17,323 --> 00:05:19,803 Þeir voru að finna upp vöruna jafnóðum. 68 00:05:19,963 --> 00:05:24,643 Zip2, kalifornískt fyrirtæki sem býður upp á upplýsingar á netinu... 69 00:05:24,803 --> 00:05:27,203 um borgir um land allt, 70 00:05:27,363 --> 00:05:29,843 jafnt um matsölustaði og hvernig á að rata. 71 00:05:30,003 --> 00:05:31,843 Þú getur ímyndað þér möguleikana. 72 00:05:32,003 --> 00:05:34,323 Stofnandinn heitir Elon Musk. 73 00:05:34,483 --> 00:05:37,083 Hvað varstu gamall þegar þú stofnaðir fyrirtækið? 74 00:05:37,243 --> 00:05:39,003 23ja ára. 75 00:05:41,123 --> 00:05:42,763 Ég man okkar fyrsta fund. 76 00:05:42,923 --> 00:05:44,843 Hann sýndi mér hvað hann hafði gert. 77 00:05:45,003 --> 00:05:48,163 Það var eins og Gulu síðurnar á netinu, með kortum og slíku. 78 00:05:48,323 --> 00:05:51,683 Hann segir við mig: "Er þetta ekki svalt?" Ég svara: "Jú, mjög." 79 00:05:51,843 --> 00:05:54,043 Ég horfi á hann, hann horfir á mig. 80 00:05:54,203 --> 00:05:56,203 Ég hugsa hvort þetta sé fyrisláttur. 81 00:05:56,363 --> 00:05:58,603 Eru þeir að sjá hvort ég fái hugmyndir? 82 00:05:58,763 --> 00:06:00,963 Hann vegur fólk og metur. 83 00:06:01,123 --> 00:06:06,243 Ég sé hann oft stara á þau. Það getur verið ógnandi. 84 00:06:08,243 --> 00:06:10,283 Svo hitti ég bróður hans, Kimbal. 85 00:06:10,443 --> 00:06:13,563 Zip2 einblínir á upplýsingar um fyrirtæki... 86 00:06:13,723 --> 00:06:16,603 Kimbal var miklu alþýðlegri. 87 00:06:16,763 --> 00:06:23,123 1995. Bræðurnir Elon og Kimbal vilja teljast athafnamenn, 88 00:06:23,283 --> 00:06:26,883 og reyna að koma á legg einu af þeim þúsundum sprotafyrirtækja 89 00:06:27,043 --> 00:06:29,803 sem einkenna tæknigullæðið í Kísildal. 90 00:06:32,163 --> 00:06:36,843 Þeir búa á skrifstofunni og skulda yfir 100.000 dali í námslán, 91 00:06:37,003 --> 00:06:38,723 en eru í leit að fólki 92 00:06:38,883 --> 00:06:41,403 sem vilja fjármagna fyrirtækið þeirra. 93 00:06:44,003 --> 00:06:45,923 Hvað ertu búinn að fjárfesta í...? 94 00:06:46,083 --> 00:06:47,803 Fyrirtækjum Elons? 95 00:06:47,963 --> 00:06:51,083 Ég veit ekki. Sennilega í kringum 100 milljónir dala. 96 00:06:51,243 --> 00:06:54,683 Um það bil 100 milljónir, já. 97 00:07:01,083 --> 00:07:04,483 Þegar ég hitti Elon var hann að kynna Zip2. Ég man það vel. 98 00:07:04,643 --> 00:07:07,043 Þeir Kimbal voru nýkomnir í Kísildal. 99 00:07:07,203 --> 00:07:08,763 Höfðu verið í nokkra mánuði. 100 00:07:08,923 --> 00:07:13,003 Ég hugsaði að þeir væru klárir og með passlegt sjálfstraust 101 00:07:13,163 --> 00:07:18,243 Þessi passlega blanda milli sjálfstrausts og hógværðar. 102 00:07:18,403 --> 00:07:24,683 Og nógu klárir til að svara spurningnum lipurlega. 103 00:07:27,043 --> 00:07:29,923 Fyrstu vikuna mína... 104 00:07:30,083 --> 00:07:33,763 sé ég tvo gaura búna á því á sófa. 105 00:07:33,923 --> 00:07:36,683 Annar var Elon og hinn starfsnemi. 106 00:07:36,843 --> 00:07:39,763 Þeir höfðu unnið alla nóttina. 107 00:07:39,923 --> 00:07:42,883 Það var víst ansi algengt hjá Elon. 108 00:07:43,043 --> 00:07:45,283 Við unnum alltaf frameftir á skrifstofunni. 109 00:07:45,443 --> 00:07:49,043 Svo sofnaði hann undir borðinu, 110 00:07:49,203 --> 00:07:50,643 koddinn var eðlisfræðibók. 111 00:07:51,883 --> 00:07:55,083 Elon er óvenjulegur. 112 00:07:55,243 --> 00:07:59,603 Hann veit um það bil allt um allt. 113 00:08:02,043 --> 00:08:06,123 Frá þriggja ára aldri var ég viss um að hann væri snillingur. 114 00:08:06,283 --> 00:08:11,363 Við skiptumst á skoðunum og hann beitti skynsamlegum rökum. 115 00:08:11,523 --> 00:08:15,923 Hvernig gerir maður það með svo litla lífsreynslu? 116 00:08:17,883 --> 00:08:20,003 Ég vildi að hann færi í leikskóla. 117 00:08:20,163 --> 00:08:22,763 Þau sögðu: "Hann sleppur á tveimur dögum, 118 00:08:22,923 --> 00:08:24,603 en hann ætti að bíða í eitt ár. 119 00:08:24,763 --> 00:08:27,483 Annars gæti hann átt erfitt félagslega." 120 00:08:27,643 --> 00:08:29,403 Ég svaraði: "Þið skiljið ekki... 121 00:08:29,563 --> 00:08:32,843 Sonur minn er snillingur sem verður að tala við aðra en mig." 122 00:08:33,003 --> 00:08:34,563 Þau ranghvolfdu augum... 123 00:08:34,723 --> 00:08:37,603 því allar mæður telja börn sín snillinga! 124 00:08:40,123 --> 00:08:41,563 Við unnum náið saman. 125 00:08:41,723 --> 00:08:46,123 Í góðu skapi var frábær og skemmtilegur gaur að hanga með. 126 00:08:46,283 --> 00:08:49,203 En ég man eitt skipti, um kl. 9 að kvöldi, 127 00:08:49,363 --> 00:08:53,963 þá gekk Elon umn skrifstofuna til að sjá hverjir voru á básunum sínum. 128 00:08:54,123 --> 00:08:56,883 Fáir voru þar, enda klukkan níu að kvöldi. 129 00:08:57,043 --> 00:09:00,763 Hvað varð sótrauður í framan af reiði, 130 00:09:00,923 --> 00:09:05,083 yfir því að allir væru farnir heim klukkan níu að kvöldi. 131 00:09:06,643 --> 00:09:09,083 Hann vann sjö daga vikunnar, öllum stundum. 132 00:09:09,243 --> 00:09:14,123 Á þeim tíma átti hann samt unnustu. 133 00:09:15,443 --> 00:09:19,643 Elon hitti Justine í háskólanum. 134 00:09:19,803 --> 00:09:23,883 Þau voru bæði í áfanga í afbrigðasálfræði. 135 00:09:24,043 --> 00:09:29,443 Þau eru bæði kappsöm og á meðan Justine fékk 97 stig á prófinu, 136 00:09:29,603 --> 00:09:35,083 fékk Elon 98. Þau hafa verið saman í sex ár. 137 00:09:35,243 --> 00:09:41,003 Það var sannkölluð rússíbanareið hjá Elon að vinna hörðum höndum, 138 00:09:41,163 --> 00:09:46,123 og sjá áhrifin sem það hafði á sambandið. 139 00:09:47,243 --> 00:09:50,363 Þú verður að sætta þið við að ef þú ert að hitta hann, 140 00:09:50,523 --> 00:09:52,643 færðu bara lítinn hluta af honum. 141 00:09:52,803 --> 00:09:58,523 Því að 95% af andlegri orku hans fer í að leysa sín verkefni. 142 00:09:58,683 --> 00:10:02,123 Hann fær aldrei frí frá þeim. 143 00:10:02,283 --> 00:10:05,843 Þú þarft að verja gríðarlegum tíma í vinnu. 144 00:10:06,003 --> 00:10:11,283 Engin svið í Kísildal bjóða upp á átta tíma vinnudag. 145 00:10:13,403 --> 00:10:15,603 Hæ. Þetta er Elon Musk. 146 00:10:15,763 --> 00:10:17,123 Klukkan er sjö að morgni. 147 00:10:17,283 --> 00:10:20,323 Elon Musk bíður spenntur... 148 00:10:20,483 --> 00:10:24,403 eftir afrakstri erfiðisins í Kísildal. 149 00:10:24,563 --> 00:10:27,683 Hann talaði sífellt um formúlubílinn frá McLaren. 150 00:10:27,843 --> 00:10:32,203 Hann kostaði milljón, hraðasti bíll heims. Bara 64 slíkir gerðir. 151 00:10:32,363 --> 00:10:35,483 Ég spurði: "Hví kaupir þú ekki bara McLaren F1?" 152 00:10:35,643 --> 00:10:37,643 Viku síðar sló hann til. 153 00:10:37,803 --> 00:10:40,923 Ég trúi ekki að hann sé kominn. Þetta er geggjað, maður. 154 00:10:41,083 --> 00:10:45,203 Fyrir þremur árum fór ég í sturtu á KFUM og svaf á skrifstofunni. 155 00:10:45,363 --> 00:10:48,843 Og nú, auðsjáanlega, á ég milljón dala bíl. 156 00:10:49,003 --> 00:10:51,763 Og talsvert af lífsins lystisemdum. 157 00:10:51,923 --> 00:10:54,603 Gjörið svo vel. Hraðskreiðasti bíll í öllum heimi. 158 00:10:54,763 --> 00:10:56,803 Ég gæti keypt mér Bahama-eyju, 159 00:10:56,963 --> 00:10:59,043 og breytt í mitt eigið óðal. 160 00:10:59,203 --> 00:11:02,963 Ég vil miklu frekar byggja upp og stofna nýtt fyrirtæki. 161 00:11:07,283 --> 00:11:08,723 Þegar við vorum keypt... 162 00:11:08,883 --> 00:11:11,763 hugsuðum við mörg um hvað ætti fyrir Elon að liggja. 163 00:11:11,923 --> 00:11:14,243 Hann yrði annað hvort ríkastur í heimi, 164 00:11:14,403 --> 00:11:17,443 eða skítblankur. En ekkert þar á milli. 165 00:11:22,283 --> 00:11:26,723 Elon setur nær allt sitt í næsta verkefni. 166 00:11:26,883 --> 00:11:31,443 Þetta er hraðbanki. Við ætlum að bylta bankabransanum. 167 00:11:31,603 --> 00:11:34,563 Hann varð forstjóri banka 168 00:11:34,723 --> 00:11:37,763 sem brátt yrði metinn á milljarða dala. 169 00:11:43,403 --> 00:11:47,843 En honum var bolað úr starfi meðan hann var í brúðkaupsferð. 170 00:11:50,723 --> 00:11:55,403 Hann hélt eignarhlutum sínum en hafði engin völd í fyrirtækinu. 171 00:12:00,043 --> 00:12:02,403 Slíkt hefur áhrif. Þér finnst þú svikinn. 172 00:12:06,283 --> 00:12:12,803 Sem táningur átti Elon ekki marga vini, en las sér til óbóta. 173 00:12:12,963 --> 00:12:15,763 Allar nætur... Ég kom honum ekki á fætur. 174 00:12:17,203 --> 00:12:19,443 Hann las mikið af vísindaskáldskap. 175 00:12:19,603 --> 00:12:22,443 Hann las þar til hann sá að ég var vöknuð. 176 00:12:22,603 --> 00:12:24,083 Þá fór hann að sofa. 177 00:12:24,243 --> 00:12:27,603 Þá þurfti ég að klæða hann hálfsofandi og koma í skólann. 178 00:12:30,683 --> 00:12:35,963 Hver eru helstu vandamál sem mannkyn stendur frammi fyrir? 179 00:12:36,123 --> 00:12:41,363 Stærsta vandamálið hér á jörð er sjálfbær orka. 180 00:12:41,523 --> 00:12:45,203 Hitt er að teygja líf út fyrir jörðina, 181 00:12:45,363 --> 00:12:47,683 svo líf verði á mörgum hnöttum. 182 00:12:51,843 --> 00:12:57,363 Mannkyn þarf ævintýri, að brjóta undir sig ný svæði. 183 00:12:57,523 --> 00:13:00,723 Aðallega svo við þurrkumst ekki út 184 00:13:00,883 --> 00:13:07,083 En líka út af hlutum eins og smástirnum, farsóttum og stríði. 185 00:13:11,523 --> 00:13:13,483 Ef eitthvað slíkt gerist, 186 00:13:13,643 --> 00:13:18,483 er gott að tryggja okkur með siðmenningu á mörgum hnöttum. 187 00:13:26,083 --> 00:13:31,603 í upphafi aldar sótti ég reglulega fundi Mars-félagsins. 188 00:13:31,763 --> 00:13:35,483 Þar var minnst á fjársöfnun. 189 00:13:36,723 --> 00:13:39,923 Leikstjórinn James Cameron er sjálfur Mars-óður, 190 00:13:40,083 --> 00:13:42,723 og var að íhuga að gera mynd um Mars. 191 00:13:42,883 --> 00:13:47,003 Einhverjum datt í huga að fá Cameron til að trekkja að. 192 00:13:49,483 --> 00:13:54,043 Ég sendi út boðskort og þau gengu ekki vel. 193 00:13:54,203 --> 00:13:56,883 JAMES CAMERON 5. MAÍ, 2001 194 00:13:57,043 --> 00:14:02,403 Eitt svar barst frá manni að nafni Elon Musk sem enginn kannaðist við. 195 00:14:02,563 --> 00:14:09,083 Hann borgaði 5.000 dali fyrir að sitja hjá Jim Cameron. 196 00:14:09,243 --> 00:14:10,723 Hann kippti mér til hliðar, 197 00:14:10,883 --> 00:14:14,643 og sagði: "Mig vantar aðstoð við eitt verkefni, 198 00:14:14,803 --> 00:14:18,803 að slaka litlu gróðurhúsi niður á yfirborð Mars, 199 00:14:18,963 --> 00:14:21,283 til að fylgjast með gríðrinum vaxa." 200 00:14:23,643 --> 00:14:30,203 Mér fannst þetta svolítið bratt, en vel úthugsað. 201 00:14:30,363 --> 00:14:31,763 40 fet, tvö og hálft... 202 00:14:31,923 --> 00:14:34,123 Hann var að reyna að hrista upp í fólki. 203 00:14:34,283 --> 00:14:37,003 Neil, við sjáum þig koma niður stigann. 204 00:14:37,163 --> 00:14:41,923 Hans sýn var að merklegir hlutir gerast ekki af sjálfum sér. 205 00:14:42,083 --> 00:14:44,403 Þetta er lítið skref fyrir einn mann... 206 00:14:44,563 --> 00:14:48,083 Eftir að sigra í geimkapphlaupinu, hægðist um hjá NASA. 207 00:14:51,883 --> 00:14:55,123 Vélar eru ræstar og flugtak hjá Proton-flauginni með Beseda, 208 00:14:55,283 --> 00:14:58,403 hluta af framlagi Rússa til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 209 00:14:58,563 --> 00:15:02,803 Á meðan þróuðu aðrar þjóðir eigin eldflaugatækni, 210 00:15:02,963 --> 00:15:05,963 og skutu á loft gervihnöttum og vistum fyrir geimstöðina. 211 00:15:08,163 --> 00:15:10,003 Með skipulagningu ferðar til Mars 212 00:15:10,163 --> 00:15:13,843 trúir Musk líka að hann geti grætt á viðskiptatækifærum... 213 00:15:14,003 --> 00:15:18,123 sem eru að skapast í geimnum, og komið Bandaríkjunum í gang á ný. 214 00:15:18,283 --> 00:15:20,363 Ef þú vilt skjóta upp gervihnetti... 215 00:15:20,523 --> 00:15:25,603 geturðu notast við rússneska eða kínverska eldflaug... 216 00:15:26,803 --> 00:15:30,923 evrópska eða indverska eldflaug. En enginn flaug frá Bandaríkjunum. 217 00:15:31,083 --> 00:15:33,243 Engin flugu Bandarískum eldflaugum, 218 00:15:33,403 --> 00:15:34,883 heldur leituðu erlendis, 219 00:15:35,043 --> 00:15:38,163 því ekkert í Bandaríkjunum var samkeppnishæft í kostnaði. 220 00:15:42,963 --> 00:15:45,283 Ef Elon ætlar út í geim, 221 00:15:45,443 --> 00:15:50,283 þarf hann að sannfæra fólk frá NASA til að hjálpa sér. 222 00:15:50,443 --> 00:15:52,363 Þegar Elon ræddi fyrst við mig, 223 00:15:52,523 --> 00:15:57,243 um að koma mannkyni á aðra hnetti.. 224 00:15:58,963 --> 00:16:01,803 Þá... Þú notar þetta varla, 225 00:16:01,963 --> 00:16:07,123 en þetta var það sem ég hugsaði fyrst... 226 00:16:07,283 --> 00:16:09,923 Ég skal gefa þér eitt til að nota á bandinu. 227 00:16:10,083 --> 00:16:13,283 Ég náði ekki nafninu hans. Heyrðist hann segja "Ian Musk". 228 00:16:13,443 --> 00:16:16,803 Og ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta PayPal var. 229 00:16:16,963 --> 00:16:18,763 Þetta var bara skrítið nafn. 230 00:16:18,923 --> 00:16:22,643 Hann var að skoða rússneska eldflaug til að gera tilraunir á Mars. 231 00:16:22,803 --> 00:16:26,803 Ég var gaurinn sem átti að geta hjálpað honum við það. 232 00:16:30,723 --> 00:16:33,843 Elon, Jim og annar verkfræðingur, að nafni Mike Griffin, 233 00:16:34,003 --> 00:16:38,043 flugu til Rússlands til að kaupa ódýrar eldflaugar. 234 00:16:38,203 --> 00:16:42,843 Venjuleg Delta-flaug kostaði um 80-100 milljónir. 235 00:16:43,003 --> 00:16:46,843 Þú gast farið til Rússlands og fengið svipaða flaug á tvær milljónir. 236 00:16:51,763 --> 00:16:55,163 Við komum inn á hernaðarsvæði. 237 00:16:55,323 --> 00:16:58,443 Gaddavír, öryggisgæsla og byssur. 238 00:16:58,603 --> 00:17:01,723 Loks komum við þar sem allir biðu, 239 00:17:01,883 --> 00:17:03,203 líka aðalhönnuðurinn. 240 00:17:04,643 --> 00:17:10,763 Eins og gerist í Evrópu fengum við drykki áður en viðræður hófust. 241 00:17:10,923 --> 00:17:14,043 Smá vodka og glösum lyft. 242 00:17:14,203 --> 00:17:16,883 Skáluðum fyrir Rússum og Bandaríkjamönnum, 243 00:17:17,043 --> 00:17:19,163 og skáluðum fyrir Elon og internetinu. 244 00:17:19,323 --> 00:17:23,323 Elon segir þá yfirhönnuðinum, 245 00:17:23,483 --> 00:17:26,563 frá þessari fjölhnattahugmynd. 246 00:17:26,723 --> 00:17:28,683 Þar er Elon hátt á þrítugsaldri 247 00:17:28,843 --> 00:17:34,363 og enginn þekkir hann. Hann er eins og hann hafi komið inn af götunni. 248 00:17:34,523 --> 00:17:37,083 Það finnst þeim móðgun. 249 00:17:40,003 --> 00:17:41,363 Hönnuðurinn var reiður. 250 00:17:41,523 --> 00:17:45,923 Hann greip frammí fyrir Elon og byrjaði á sinni rússnesku. 251 00:17:46,083 --> 00:17:47,483 "Þetta er stríðsvél, 252 00:17:47,643 --> 00:17:51,243 ekki leikfang fyrir krakka frá Kísildal, 253 00:17:51,403 --> 00:17:54,643 þetta er ekkert netrugl, heldur líf og dauði. 254 00:17:54,803 --> 00:17:57,723 Svo hrækti hann á koæi 255 00:17:57,883 --> 00:18:02,203 Elon segir þá "Ég held hann hafi hrækt á þig." Það var rétt. 256 00:18:05,403 --> 00:18:08,763 Við komumst í gegnum það, og fórum með Delta-vél til New York. 257 00:18:08,923 --> 00:18:13,163 Við Mike sátum aftast. pöntuðum viskí og dreyptum á. 258 00:18:13,323 --> 00:18:16,603 Við horfðum á Elon. Hann sat 3-4 röðum fyrir ofan okkur. 259 00:18:16,763 --> 00:18:21,163 Hann er á fullu að vinna í tölvunni. 260 00:18:21,323 --> 00:18:23,843 Mike hnippir í mig og segir: 261 00:18:24,003 --> 00:18:27,603 "Hvað heldurðu að þessi takmarkaði snillingur sé að gera hér?" 262 00:18:27,763 --> 00:18:31,403 Elon snýr sér við og horfir á okkur, 263 00:18:31,563 --> 00:18:34,283 í eitt af fáum skiptum sem hann horfir í augu fólks, 264 00:18:34,443 --> 00:18:36,563 og segir: "Farið báðir í rassgat." 265 00:18:36,723 --> 00:18:39,923 Hann segir svo: "Við smíðum þessa eldflaug sjálfir." 266 00:18:42,083 --> 00:18:44,163 Og bætir við: "Ég er með Excel-skjal." 267 00:18:44,323 --> 00:18:47,723 Við kíkjum á það og það er magnað. 268 00:18:47,883 --> 00:18:49,843 Hann segir: "Smíðum þetta heima." 269 00:18:50,003 --> 00:18:52,923 Og við Mike segjum bara ókei. 270 00:18:56,203 --> 00:18:58,683 Hann myndi prófa að drekka það. 271 00:19:00,923 --> 00:19:04,603 Ég og John Garvey vildum smíða stærustu áhugamannaeldflaugina. 272 00:19:09,083 --> 00:19:11,723 Vá! 273 00:19:11,883 --> 00:19:15,163 Við kölluðum hana Big Freaking Rocket, eða BFR. 274 00:19:17,843 --> 00:19:21,363 John sagði að internet-auðkýfingur ætlaði að koma við, 275 00:19:21,523 --> 00:19:25,203 og skoða BFR. "Mætti hann koma á sunnudaginn?" 276 00:19:25,363 --> 00:19:28,043 Og ég bara: "Já, það er í lagi." 277 00:19:28,203 --> 00:19:30,603 Tveir, einn. 278 00:19:35,203 --> 00:19:36,523 Hann var áhugaverður. 279 00:19:36,683 --> 00:19:39,923 Hann spurði strax ákveðinna spurninga, 280 00:19:40,083 --> 00:19:44,363 eins og: "Er þetta 13.000 punda hreyfill?" 281 00:19:44,523 --> 00:19:47,523 "Er það stór vél?" Ég svara: "Stærsta áhugamannavélin." 282 00:19:47,683 --> 00:19:49,643 En, höfum við unnið að stærri vél? 283 00:19:49,803 --> 00:19:53,603 Já, 650.000 punda vél hjá TRW 284 00:19:53,763 --> 00:19:56,403 Hann spyr hvort við gætum byggt þannig vél. 285 00:19:56,563 --> 00:19:58,203 Hann sagði við mig og aðra, 286 00:19:58,363 --> 00:20:00,443 "Ef þið eruð með, stofnum við félag." 287 00:20:00,603 --> 00:20:03,363 Ég vildi vera með og skrifaði fyrstur undir. 288 00:20:03,523 --> 00:20:07,083 Þannig varð ég starfsmaður nr. 1 hjá SpaceX. 289 00:20:10,443 --> 00:20:15,323 Ég sendio Elon póst og spurði hvort eldflaugafyrirtæki væri næst. 290 00:20:15,483 --> 00:20:16,803 Ég var til í það. 291 00:20:16,963 --> 00:20:19,723 Segðu nafnið þitt, stafaðu það, og hvað gerirðu? 292 00:20:19,883 --> 00:20:22,883 Elon Musk, E-L-O-N M-U-S-K, 293 00:20:23,043 --> 00:20:27,523 forstjóri Space Exploration Technologies, eða SpaceX. 294 00:20:27,683 --> 00:20:29,283 Við fengum engan úr bransanum, 295 00:20:29,443 --> 00:20:31,883 því allir vinir mínir það hugsuðu: 296 00:20:32,043 --> 00:20:34,483 "Ekki séns að ég komi. Ykkur mun mistakast." 297 00:20:34,643 --> 00:20:37,523 Við lærum svo takmarkað með sjónaukum. 298 00:20:37,683 --> 00:20:40,643 Við þurfum að fara þangað út og leita svara. 299 00:20:40,803 --> 00:20:45,723 Ég hitti hann fyrst á samkomu eldflaugaáhugafólks. 300 00:20:45,883 --> 00:20:48,963 Síðar kom hann heim til mín. 301 00:20:49,123 --> 00:20:54,083 Ég sendi fjölskylduna mína í bíó! 302 00:20:54,243 --> 00:20:56,083 Við töluðum lengi saman. 303 00:20:56,243 --> 00:21:00,483 Meira en tvo tíma. Þegar þau komu aftur var hann enn hjá okkur. 304 00:21:00,643 --> 00:21:02,403 Þetta er sennilega sniðugt. 305 00:21:02,563 --> 00:21:05,563 Að fara heim til fólks og skoða heimilið. 306 00:21:05,723 --> 00:21:10,563 Þú hefur betri heildarmynd ef þú veist hvernig fólk býr. 307 00:21:10,723 --> 00:21:14,243 EBay borgar milljarð fyrir PayPal, 308 00:21:14,403 --> 00:21:18,283 forrit til að borga á netinu. 309 00:21:18,443 --> 00:21:20,803 Mánuði eftir stofnun SpaceX, 310 00:21:20,963 --> 00:21:27,043 skilar salan á PayPal Elon 250 milljónum dala. 311 00:21:27,203 --> 00:21:30,243 Elon tilkynnir tæknifólkinu sínu það strax. 312 00:21:30,403 --> 00:21:34,403 Þau hafa nú rúmt ár til að verða fyrsta fyrirtækið í einkaeigu, 313 00:21:34,563 --> 00:21:38,203 til að senda eldflaug á sporbaug um jörðu. 314 00:21:41,723 --> 00:21:48,643 SpaceX flyst á Kwajalein, litla eyju í Kyrrahafi. 315 00:21:48,803 --> 00:21:51,643 Þar var ekkert rafmagn, ekkert vatn eða frárennsli. 316 00:21:51,803 --> 00:21:53,923 Við þurftum að taka allt með okkur. 317 00:21:57,083 --> 00:21:58,763 Aðdrættir voru agalegir. 318 00:21:58,923 --> 00:22:03,243 Það að koma fljótandi súrefni í hitabeltið var afrek eitt og sér. 319 00:22:04,603 --> 00:22:08,763 Það var svo rakt. Ég er ekki byggður fyrir slíkt. 320 00:22:08,923 --> 00:22:14,043 Það var vinna, svo vinna og kannski líka vinna! 321 00:22:14,203 --> 00:22:17,043 Allt er rekið á tímaáætlun. 322 00:22:19,843 --> 00:22:21,883 Það var mjög erfitt. 323 00:22:22,043 --> 00:22:24,483 Kwajalein var það eina hjá okkur þá, 324 00:22:24,643 --> 00:22:28,763 en það var svo ekki lokastaðurinn. 325 00:22:30,923 --> 00:22:32,843 Þegar Falcon var skotið á loft, 326 00:22:33,003 --> 00:22:37,003 hafði Elon áhyggjur af peningunum sem hann eyddi. 327 00:22:40,803 --> 00:22:45,883 Hefjið skotferli eftir 60 sekúndur. 328 00:22:46,043 --> 00:22:48,323 Við höldum áfram. 329 00:22:48,483 --> 00:22:51,203 Við nálguðumst skotdaginn. 330 00:22:51,363 --> 00:22:53,643 og svo ertu allt í einu í stjórnstöðinni, 331 00:22:53,803 --> 00:22:55,443 og þetta er að fara að gerast. 332 00:22:55,603 --> 00:22:57,163 30 sekúndur 333 00:22:57,323 --> 00:23:01,163 Elon var stressaður eins og við öll. 334 00:23:02,323 --> 00:23:03,963 20 sekúndur. 335 00:23:04,123 --> 00:23:08,443 Síðustu sekúndurnar er maður að farast úr stressi. 336 00:23:08,603 --> 00:23:10,403 Gerðu það, taktu á loft! 337 00:23:10,563 --> 00:23:15,363 Tíu, níu, átta, sjö, sex, 338 00:23:15,523 --> 00:23:18,763 fimm, fjórir, þrír, 339 00:23:18,923 --> 00:23:21,723 tveir, einn, núll. 340 00:23:21,883 --> 00:23:26,083 Plús einn, plús tveir, plús þrír, plús fjórir, 341 00:23:26,243 --> 00:23:32,403 plús fimm, plús sex, plús sjö, plús átta, plús níu, plús tíu. 342 00:23:38,003 --> 00:23:43,283 Þetta er skotstöð. Falcon er nú á lofti. 343 00:24:21,883 --> 00:24:26,643 Hún gekk bara í um 28 sekúndur áður en drapst á vélinni. 344 00:24:26,803 --> 00:24:29,883 Fyrsta stig. Við misstum þetta. 345 00:24:36,163 --> 00:24:39,083 Elon var vonsvikinn. 346 00:24:39,243 --> 00:24:43,643 Fyrir skemmstu flaug Falcon á leið út í geim frá lítilli eyju í Kyrrahafi. 347 00:24:43,803 --> 00:24:47,643 En skömmu eftir flugtak bilaði eldflaugin. 348 00:24:49,723 --> 00:24:51,363 Reiður út af mistökunum, 349 00:24:51,523 --> 00:24:55,803 skellti Elon skömminni á Jeremy Hollman, einn af tæknimönnum. 350 00:24:55,963 --> 00:25:00,963 Við fjölmiðla sagði Elon að tæknifólk hefðu klúðrað. 351 00:25:01,123 --> 00:25:04,003 Það var í raun ekki þeirra sök. 352 00:25:04,163 --> 00:25:06,723 Það var mér að kenna að velja ál. 353 00:25:07,883 --> 00:25:09,203 Greining leiddi í ljós, 354 00:25:09,363 --> 00:25:13,843 að sjávarselta hafi olllið tæringu í álhlutum. 355 00:25:14,003 --> 00:25:17,003 En Elon haggaðist ekki. 356 00:25:18,643 --> 00:25:23,243 Elon vildi ekki draga til baka að þetta væri Jeremy að kenna. 357 00:25:23,403 --> 00:25:28,043 Ég talaði við Elon, og hann sagði... 358 00:25:28,203 --> 00:25:31,843 að það væri ekki hægt að snúa við. "Við horfum bara fram á veginn." 359 00:25:32,003 --> 00:25:34,923 Þannig að hann hætti hjá okkur. 360 00:25:44,403 --> 00:25:48,843 Á fundum einsettum við okkur að mistakast ekki aftur. 361 00:25:49,003 --> 00:25:51,083 Hann vann með okkur að bæta flaugina. 362 00:25:51,243 --> 00:25:53,203 Að ná öllu úr henni sem hægt var. 363 00:25:55,763 --> 00:25:59,923 Hann var tæknilega sterkur, þó hann væri nýr í eldflugabransanum. 364 00:26:00,083 --> 00:26:02,683 Ég tók eftir að ef fólk var neikvætt, 365 00:26:02,843 --> 00:26:04,963 breyttist það fyrir næsta fund. 366 00:26:06,563 --> 00:26:11,483 Hann sagði að fyrirtæki væri samsett út vigrum og hver manneskja sé vigur. 367 00:26:11,643 --> 00:26:14,363 Þau þurfa að benda í þá átt sem stefnt er að. 368 00:26:14,523 --> 00:26:19,843 Skrifræði, skrifstofupólitík, vondur andi, allt eru það vigrar. 369 00:26:20,003 --> 00:26:23,803 Hann vilti að allt starfsfólkið, allir vigrarnir, 370 00:26:23,963 --> 00:26:26,643 beindust í rétta átt, beint áfram. 371 00:26:28,643 --> 00:26:33,443 Metnað Elons fyrir SpaceX má lesa úr ættarsögu hans, 372 00:26:33,603 --> 00:26:37,283 sérstaklega hvað varðar afa hans, Joshua Haldeman. 373 00:26:37,443 --> 00:26:39,563 Pabbi minn var ævintýragjarn. 374 00:26:39,723 --> 00:26:44,003 Eitt sinn var hann að keyra í Saskatchewan, 375 00:26:44,163 --> 00:26:46,563 þegar hann sá flugvél til sölu úti á akri. 376 00:26:46,723 --> 00:26:51,923 Honum leist vel á og skipti á vélinni og bílnum. 377 00:26:52,083 --> 00:26:59,043 Hann gerðist flugmaður og flaug um allt Kanada og Ameríku. 378 00:26:59,203 --> 00:27:03,043 Afi Elons missti allt sitt í Kreppunni miklu. 379 00:27:03,203 --> 00:27:06,843 Því endurhugsaði hann allt, 380 00:27:07,003 --> 00:27:11,363 og varð einn af helstu framámönnum í tæknihyggjuhreyfingunni. 381 00:27:14,203 --> 00:27:20,323 Jörðin er í hættu á að tortímast. 382 00:27:20,483 --> 00:27:24,043 Tæknihyggja nálgast heiminn með vísindin í forgrunni. 383 00:27:24,203 --> 00:27:27,523 Tæknisinnar vildu losna við stjórnmálamenn. 384 00:27:27,683 --> 00:27:33,323 Í þeirra stað áttu vísindamenn og verkfræðingar að stýra málum. 385 00:27:33,483 --> 00:27:37,043 Þeir gengu í gráum einkennisbúningum. 386 00:27:37,203 --> 00:27:43,483 Og breyttu jafnvel nöfum sínum í tölur, líkt og 1X1809. 387 00:27:43,643 --> 00:27:46,603 Umfram allt einsettu tæknisinar sér að beita vísindum, 388 00:27:46,763 --> 00:27:50,403 til að leysa vandamál sem steðjuðu að mannkyni. 389 00:27:51,563 --> 00:27:54,603 Til að halda samkeppnihæfi þurfa Bandaríkin ódýra orku. 390 00:27:54,763 --> 00:27:59,283 Hér er vandinn, Ameríka er háð olíu. 391 00:28:04,323 --> 00:28:08,603 Við verðum að snúa okkur að endurnýtanlegum orkugjöfum. 392 00:28:08,763 --> 00:28:13,563 Annars klárum við orkulindir og mannkynið mun rústast. 393 00:28:13,723 --> 00:28:18,203 Árið 2004 lagði Elon Musk 6 milljónir dala, 394 00:28:18,363 --> 00:28:24,123 til lítils rafbílafyrirtækis að nafni Tesla, og tók við stjórn. 395 00:28:24,283 --> 00:28:26,763 Erum við að breyta heiminum? 396 00:28:26,923 --> 00:28:30,123 Til að breyta heiminum þurfum við að smíða marga bíla. 397 00:28:30,283 --> 00:28:35,563 Við munum ekki hætta fyrr en allir bílar ganga fyrir rafmagni. 398 00:28:35,723 --> 00:28:39,963 Þetta er bara upphafið að upphafinu. 399 00:28:44,963 --> 00:28:48,763 Fyrsta daginn minn var allt hér tómt. 400 00:28:48,923 --> 00:28:53,483 Þau voru með eina verkfærakistu og við keyptum skrifborð í IKEA. 401 00:28:53,643 --> 00:28:56,323 Við fórum í Dell að kaupa tölvur. 402 00:28:56,483 --> 00:28:59,843 Við gengum frá netsnúrum og máluðum veggi um helgina. 403 00:29:00,003 --> 00:29:01,843 Þeir voru með Lotus Elise, 404 00:29:02,003 --> 00:29:05,803 og bretti af lithium-rafhlöðum nýkomnum frá Kóreu. 405 00:29:05,963 --> 00:29:08,363 Þeir ætluðu sér að taka þessar rafhlöður... 406 00:29:08,523 --> 00:29:11,523 og setja í bílinn. "Við ætlum að stofna bílafyrirtæki." 407 00:29:17,163 --> 00:29:22,203 Öll ný bílafyrirtæki síðan Ford hafa farið á hausinn. 408 00:29:22,363 --> 00:29:24,043 Rosen Motors, DeLorean, 409 00:29:24,203 --> 00:29:26,723 Fisker... Hvert á eftir öðru. 410 00:29:26,883 --> 00:29:31,323 Mikill peningur og tími hafði farið í fyrirtækin, 411 00:29:31,483 --> 00:29:33,003 áður en allt fór í skrúfuna. 412 00:29:33,163 --> 00:29:36,763 Svona hljómar kraminn bifreið. 413 00:29:37,883 --> 00:29:40,643 Elon Musk rekur nú tvö fyrirtæki, 414 00:29:40,803 --> 00:29:44,883 sem framleiða óreyndar og tilraunakenndar vörur. 415 00:29:45,043 --> 00:29:50,523 Þetta er rafbíllinn Tesla og við erum hér með Elon Musk. 416 00:29:50,683 --> 00:29:54,003 Hann opnar fyrir þér. Hér er snertiskjár sem þú ýtir á... 417 00:29:54,163 --> 00:29:55,963 Þetta er of flókið fyrir mig! 418 00:29:56,123 --> 00:30:03,123 Í júlí 2006 setti Tesla út fyrsta rafbílinn sinn, Roadster. 419 00:30:03,283 --> 00:30:06,443 Þetta var í raun eini almenni rafbíllinn í Bandaríkjunum. 420 00:30:06,603 --> 00:30:09,003 Ég var fyrst skrifstofustjóri. 421 00:30:09,163 --> 00:30:12,043 Ég sá um svo til allt hjá fyrirtækinu, 422 00:30:12,203 --> 00:30:14,523 sem laut ekki að verkfræði. 423 00:30:14,683 --> 00:30:20,363 Við vorum sprotafyrirtæki, og eyddum engu í neitt. 424 00:30:20,523 --> 00:30:24,883 En við ætluðum að koma Roadster á markað. 425 00:30:29,403 --> 00:30:32,403 Ég fór á afhjúpunina á Santa Monica. 426 00:30:32,563 --> 00:30:34,323 Hún fór fram í flugskýli. 427 00:30:36,643 --> 00:30:39,683 Kokteilveisla með bílum að keyra innandyra. 428 00:30:44,043 --> 00:30:49,963 Hringinn í kringum fólkið, hljóðlaust, án útblásturs. 429 00:30:50,123 --> 00:30:52,443 Það var... ekki laust við spennu í loftinu. 430 00:30:52,603 --> 00:30:56,163 Ég var allt í einu kominn í spjall með litlum hópi... 431 00:30:56,323 --> 00:30:59,323 þar var Arnold Schwarzenegger. Slíkt hendir mig sjaldan. 432 00:30:59,483 --> 00:31:01,163 Hann er um 4 sek upp í 100. 433 00:31:01,323 --> 00:31:03,483 -Látum vaða. -Af stað. 434 00:31:08,523 --> 00:31:12,803 Nýliði með enga reynslu er nú kominn í hlaupið. 435 00:31:12,963 --> 00:31:16,923 Útblásturslaus sportbíll sem fer upp á móti Ferrari... 436 00:31:17,083 --> 00:31:18,763 og Porsche og sigrar. 437 00:31:18,923 --> 00:31:20,683 Mjög gott. 438 00:31:20,843 --> 00:31:24,083 Allir voru mjög bjartsýnir. 439 00:31:24,243 --> 00:31:26,083 Fólk keypti bíla. Það kom á óvart. 440 00:31:26,243 --> 00:31:28,923 Ég þekkti ekki svo marga sem kaupa bara bíla, 441 00:31:29,083 --> 00:31:31,403 sem eru ekki tilbúnir, á 109.000 dali. 442 00:31:31,563 --> 00:31:34,163 Ég kolféll og keypti Roadster. 443 00:31:34,323 --> 00:31:36,763 Ég var víst kúnni númer 17. 444 00:31:36,923 --> 00:31:41,003 Bak við tjöldin var enn óleyst... 445 00:31:41,163 --> 00:31:44,803 hvernig kæla mætti rafhlöðurnar svo þær hitnuðu ekki of mikið. 446 00:31:44,963 --> 00:31:48,643 Svo finn ég bara lyktina. Maður þekkir þessa lykt. 447 00:31:48,803 --> 00:31:52,123 Við kældum rafhlöðurnar með klakapokum. 448 00:31:52,283 --> 00:31:57,123 En það var eins og við værum að gefa fyrirheit sem... 449 00:31:57,283 --> 00:32:00,163 voru mögulega óraunhæf. 450 00:32:00,323 --> 00:32:04,203 En Elon kunni að dansa í kringum það. 451 00:32:04,363 --> 00:32:06,883 -109.000 dalir? Selt! -Það er selt! 452 00:32:07,043 --> 00:32:09,643 Okkar bíll er tvöfalt sparneytnari en Prius. 453 00:32:09,803 --> 00:32:12,123 Prius er bensínhákur miðað við okkar bíla. 454 00:32:12,283 --> 00:32:14,443 Eins og að setja hárþurrku í samband. 455 00:32:14,603 --> 00:32:15,923 -Er það ekki? -jú. 456 00:32:16,083 --> 00:32:20,003 Að geta sannfært fólk eins og mig um að allir bílar verði rafknúnir, 457 00:32:20,163 --> 00:32:24,043 svo kyrfilega að ég trúi frá innstu hjartarótum, 458 00:32:24,203 --> 00:32:26,923 að það sé óumflýjanleg framtíðarsýn, er fágæt kúnst. 459 00:32:29,603 --> 00:32:33,163 Pantanir bárust fyrir mörg hundruð Roadster-bílum. 460 00:32:33,323 --> 00:32:35,083 Hann er heitur þessi. 461 00:32:35,243 --> 00:32:39,603 Elon fékk milljónir frá viðskiptavinum. 462 00:32:39,763 --> 00:32:42,923 En vegna framleiðsluörðugleika liðu mánuðirnir, 463 00:32:43,083 --> 00:32:45,323 en bílarnir voru ekki tilbúnir. 464 00:32:45,483 --> 00:32:49,083 Nú fossa fjármunir úr fyrirtækin. 465 00:32:50,443 --> 00:32:55,763 Ef Roadster kemur fyrirtækinu ekki á flot fyrir mars er allt búið. 466 00:32:55,923 --> 00:32:58,563 Við þurfum að fá tekjur innan sex til níu mánaða, 467 00:32:58,723 --> 00:33:00,403 annars erum við í skítnum. 468 00:33:00,563 --> 00:33:04,643 Þú veist að hver mánuður bókstaflega... 469 00:33:04,803 --> 00:33:08,683 kostar okkur tugi milljóna dala. Við þurfum að skilja það. 470 00:33:16,283 --> 00:33:21,763 Ég fór niður í sýningarsal til að taka hvern bíl fyrir í einu. 471 00:33:21,923 --> 00:33:26,883 Ég vildi sjá stöðuna á hverjum bíl og vita hvað tefur. 472 00:33:27,043 --> 00:33:29,763 Til að bjarga fyrirtækinu var hann kominn á gólfið. 473 00:33:29,923 --> 00:33:31,523 Lykillinn datt í sundur. 474 00:33:31,683 --> 00:33:35,643 Hann sökkti sér ofan í allt. 475 00:33:35,803 --> 00:33:37,963 Hver skrambinn! 476 00:33:40,363 --> 00:33:43,403 Flestir bílarnir eru gallaðir. 477 00:33:43,563 --> 00:33:46,403 Við erum hér með heilan her af bílum. 478 00:33:46,563 --> 00:33:50,083 Mér sýnist við geta afhent fjóra bíla í sölu. 479 00:33:50,243 --> 00:33:53,043 Það er skelfing. 480 00:33:53,203 --> 00:33:54,523 Nú er hér vandamál, 481 00:33:54,683 --> 00:33:57,763 þar sem viðskiptavinir eru að missa trúna. 482 00:33:57,923 --> 00:34:01,683 Það er ekki hægt að tefja endalaust áður en þau fara að hugsa... 483 00:34:01,843 --> 00:34:04,483 "Er þetta fyrirtæki að fara að afhenda mér bíl?" 484 00:34:04,643 --> 00:34:09,843 Hann talaði við undirverktaka og birgja. 485 00:34:10,003 --> 00:34:11,683 Hann hringdi á nóttunni. 486 00:34:11,843 --> 00:34:16,003 Ég er alltaf ínáanlegur. Klukkan 3 aðfararnótt sunnudags. Skiptir engu. 487 00:34:16,163 --> 00:34:19,483 Tesla-tíminn var ekki hápunktur fjölskyldulífsins hjá mér. 488 00:34:19,643 --> 00:34:22,043 Þetta voru langir vinnudagar. 489 00:34:23,683 --> 00:34:27,003 Það var ekki fyrr en Zach og Doreen fundu gallann að við sáum, 490 00:34:27,163 --> 00:34:32,403 að íhlutirnir voru lélegir. Þá varð ég reiður. 491 00:34:32,563 --> 00:34:34,523 Ég vil fá nöfn. 492 00:34:34,683 --> 00:34:37,643 Þarna var Elon undir mikilli pressu. 493 00:34:37,803 --> 00:34:40,563 Hvernig segirðu duglegasta manni í heimi, 494 00:34:40,723 --> 00:34:42,443 að þú getir ekki gert eitthvað? 495 00:34:42,603 --> 00:34:47,483 Ef einhver er alltaf í veseni og veldur alltaf vanda... 496 00:34:47,643 --> 00:34:50,563 verða þau ekki langlíf í starfi. 497 00:34:50,723 --> 00:34:53,043 Það er ekki í boði að vinna hér ósáttur. 498 00:34:53,203 --> 00:34:55,603 Ef fólk finnur ekki gleði er best að skijla. 499 00:34:55,763 --> 00:34:57,763 Einmitt. 500 00:35:00,643 --> 00:35:03,643 Ég tala frá eigin reynslu. 501 00:35:06,363 --> 00:35:10,243 Árið 2002 misstu Elon og Justine 502 00:35:10,403 --> 00:35:16,283 frumburð sinn, Nevada, aðeins tíu vikna að aldri. 503 00:35:16,443 --> 00:35:22,043 Með hjálp gervifrjóvgunar eignuðust þau tvíbura og svo þríbura. 504 00:35:22,203 --> 00:35:28,403 Allt í einu var forstjóri SpaceX og formaður Tesla, fimm barna faðir. 505 00:35:29,723 --> 00:35:32,003 Nú þegar þú átt börn, 506 00:35:32,163 --> 00:35:37,083 keyrir það þig frekar áfram í fyrirtækjunum tveimur? 507 00:35:37,243 --> 00:35:39,163 Eiginlega ekki... 508 00:35:39,323 --> 00:35:42,723 Mín keyrsla hefur ekkert breyst í grundvallaratriðum, 509 00:35:42,883 --> 00:35:44,203 fyrir hvorugt fyrirtæki. 510 00:35:44,363 --> 00:35:46,283 Ég hef minni tíma fyrir vinnu, 511 00:35:46,443 --> 00:35:52,323 því ég vil vera með börnunum mínum, svo... 512 00:35:52,483 --> 00:35:56,243 Það heldur aftur af mér hér í vinnunni. 513 00:35:56,403 --> 00:35:58,163 En það er í lagi. Mér er sama. 514 00:35:58,323 --> 00:36:00,483 Allt í sóma. 515 00:36:00,643 --> 00:36:04,323 Hann greinir á milli í hausnum á sér. 516 00:36:04,483 --> 00:36:06,403 Fólk er alltaf að tala við hann. 517 00:36:06,563 --> 00:36:09,083 Alltaf að segja honum hvað er í gangi. 518 00:36:09,243 --> 00:36:14,323 Þegar þú ert gift Elon, eða að hitta hann, sérðu hann sjaldan. 519 00:36:14,483 --> 00:36:19,483 Það er erfitt fyrir hann að vera í sambandi. 520 00:36:20,643 --> 00:36:22,563 Við erum í pararáðgjöf. 521 00:36:22,723 --> 00:36:25,163 Hann er bara svo þreyttur á álaginu, 522 00:36:25,323 --> 00:36:27,443 og óvissunni. Næsta dag... 523 00:36:29,323 --> 00:36:31,123 mætti ég til sálfræðingsins. 524 00:36:31,283 --> 00:36:37,483 Þar biðu mín skilaboð um að hann væri að sækja um skilnað. 525 00:36:37,643 --> 00:36:41,003 Þannig komst ég að því. 526 00:36:41,163 --> 00:36:46,203 Eitt af eftirminnilegri augnablikum lífins, tvímælalaust. 527 00:37:03,483 --> 00:37:08,083 Ég var svo ung þegar við kynntumst, 22ja ára. svo ég hafði ekki... 528 00:37:08,243 --> 00:37:10,803 Það var bara skóli og smá leiklist. 529 00:37:13,403 --> 00:37:18,763 Nokkrum vikum eftir beiðina um skilnað hélt Elon til Lundúna. 530 00:37:18,923 --> 00:37:23,443 Þar hitti hann leikkonu að nafni Talulah Riley á næturklúbbi. 531 00:37:24,963 --> 00:37:27,923 Ég man að ég hugsaði: "En ótrúlegur maður. 532 00:37:28,083 --> 00:37:29,643 Ég þekki engan hans líka." 533 00:37:29,803 --> 00:37:33,003 Ég var að hugsa um hann og sendi honum póst. 534 00:37:33,163 --> 00:37:36,003 Ég sagðist hafa tíma eftir töku. 535 00:37:36,163 --> 00:37:39,723 Ég bókaði flug til LA, þar sem ég hafði aldrei komið. 536 00:37:39,883 --> 00:37:42,123 "Ég er á leið í frí og vil hitta þig." 537 00:37:42,283 --> 00:37:46,323 Hann vildi bjóða mér og redda öllu, 538 00:37:46,483 --> 00:37:48,803 en ég sagðist myndu sjá um það. 539 00:37:50,523 --> 00:37:55,203 En hann sagði: "Ég vil ekki að þú farir heim. Ég vil giftast þér." 540 00:37:55,363 --> 00:37:58,523 Svo baðst hann afsökunar á að eiga ekki hring. 541 00:37:58,683 --> 00:38:03,643 En hann sagði að þetta vildi hann gera. 542 00:38:03,803 --> 00:38:09,203 Þannig að við handsöluðum þetta og ég sagði "Já". 543 00:38:09,363 --> 00:38:12,843 Pabbi sagði mömmu, eftir þeirra fyrsta stefnumót, 544 00:38:13,003 --> 00:38:14,603 að hann myndi kvænast henni. 545 00:38:14,763 --> 00:38:20,283 Ég hugsaði því að eftir tíu daga... 546 00:38:20,443 --> 00:38:24,403 Þá væri þannig sem ástin virkaði... 547 00:38:24,563 --> 00:38:26,283 Gerðu þetta, pabbi. 548 00:38:26,443 --> 00:38:29,643 Ég flutti strax inn með börnunum. 549 00:38:29,803 --> 00:38:32,643 Veruleikinn skall strax á manni. 550 00:38:32,803 --> 00:38:36,283 -Hvaða leikur er þetta? -Tókstu þetta af bróður þínum? 551 00:38:36,443 --> 00:38:38,323 Ég vil vita hvaða leikur þetta er. 552 00:38:38,483 --> 00:38:44,203 Ég var að meina þetta! Einhver tók dót af einhverjum. 553 00:38:44,363 --> 00:38:46,843 Tölfræðilega er líklegt að eitt af fimm, 554 00:38:47,003 --> 00:38:49,403 sé ósátt á hverjum tímapunkti. 555 00:38:49,563 --> 00:38:53,283 Út af mínu uppeldi var ég ekki að stressa mig mikið á neinu. 556 00:38:53,443 --> 00:38:56,083 En heimilislífið tók verulega á. 557 00:38:56,243 --> 00:39:00,523 Við einblíndum á fyrirtækin og börnin. Ekkert annað komst að. 558 00:39:00,683 --> 00:39:06,763 Árið 2010, eftir 30 ár, verður geimskutlunni... 559 00:39:06,923 --> 00:39:10,283 lagt varanlega. 560 00:39:13,603 --> 00:39:17,163 SpaceX gæti fengið samning upp á milljarða dala, 561 00:39:17,323 --> 00:39:21,163 ef þau geta tekið við skyldum geimskutlunnar. 562 00:39:24,483 --> 00:39:27,003 Tæknimenn SpaceX hafa dvalið á Kyrrahafseyju 563 00:39:27,163 --> 00:39:33,083 í nær tvö ár og aðeins reynt eitt skot, sem misheppnaðist. 564 00:39:35,203 --> 00:39:36,683 Þetta er stjórnstöð SpaceX. 565 00:39:36,843 --> 00:39:40,203 Flaugin snýr aftur og reynir á ný. 566 00:39:40,363 --> 00:39:44,203 Niðurtalning að skoti er hafin. 90 sekúndur. 567 00:39:44,363 --> 00:39:48,403 Fyrsta skotið var glatað því að hreyfillinn minn brann yfir. 568 00:39:48,563 --> 00:39:51,243 -60 sekúndur -Ræsið hreyflana. 569 00:39:51,403 --> 00:39:56,043 Í öðru skotinu var ég enn í skammarkróknum hjá Elon. 570 00:39:56,203 --> 00:39:59,003 Síðasta skot klikkaði og það má ekki gerast aftur. 571 00:39:59,163 --> 00:40:01,243 30 sekúndur. 572 00:40:01,403 --> 00:40:05,123 Fólk ætti ekki að bregðast við með ótta. 573 00:40:05,283 --> 00:40:10,043 En hann getur valdið fólki ugg. Ég sé það. 574 00:40:10,203 --> 00:40:12,883 Það er gott að hafa þykkan skráp. 575 00:40:16,603 --> 00:40:19,603 -Sex, fimm, fjórir... -Rásferli eitt hafið. 576 00:40:19,763 --> 00:40:23,363 ...þrír, tveir, einn. 577 00:40:34,403 --> 00:40:36,563 Falcon er farinn frá turninum. 578 00:40:45,883 --> 00:40:47,803 Merlin-hreyfillinn virkaði vel. 579 00:40:47,963 --> 00:40:49,483 Guði sé fjandans lof. 580 00:40:49,643 --> 00:40:50,963 Ég var: "Já. Það tókst!" 581 00:40:51,123 --> 00:40:55,403 Ég sat alltaf við hlið Elons. Við stóðum upp og föðmuðumst. 582 00:40:55,563 --> 00:40:58,483 Álagið var farið. Og við vorum alveg: "Þetta tókst." 583 00:41:00,643 --> 00:41:01,963 Nú er það aðskilnaður. 584 00:41:05,963 --> 00:41:07,963 -Aðskilnaður. -Aðskilnaði náð. 585 00:41:10,483 --> 00:41:13,203 Fyrsta stigið flaug vel. svo kom aðskilnaðurinn. 586 00:41:13,363 --> 00:41:18,203 Á öðru stigi byrjar allt að hreyfast. 587 00:41:21,803 --> 00:41:24,843 Flaugin fer að hristast og hreyfillinn hendist til. 588 00:41:25,003 --> 00:41:28,003 Þetta er eins og að halda á vínglasi. Í hverju skrefi... 589 00:41:28,163 --> 00:41:31,363 sullast vínið til og að lokum sullast það svo hátt... 590 00:41:31,523 --> 00:41:35,563 í tönkunum að þeir brunnu og hreyfillinn með. 591 00:41:36,843 --> 00:41:39,643 Við snerumst og misstum stjórn. 592 00:41:39,803 --> 00:41:44,643 Flaugin fór nokkur þúsund kílómetra og hrapaði aftur í sjóinn. 593 00:41:52,083 --> 00:41:54,243 Ekki mér að kenna, en það skiptir engu. 594 00:41:54,403 --> 00:41:57,003 Annað klúður var hræðilegt fyrir fyrirtækið. 595 00:41:57,163 --> 00:41:58,963 Það munaði svo litlu. 596 00:42:03,003 --> 00:42:05,603 Elon hafði efni á þremur eldflaugum. 597 00:42:05,763 --> 00:42:08,163 Við sögðum honum að róa sig.q 598 00:42:08,323 --> 00:42:10,283 Við myndum finna vandann og laga. 599 00:42:10,443 --> 00:42:13,923 Við gerðum mistök og lögum þau aftur. 600 00:42:14,083 --> 00:42:17,083 Níu, átta, sjö... 601 00:42:17,243 --> 00:42:21,643 Ári seinna erum við komin með nýjan hreyfil. 602 00:42:29,443 --> 00:42:31,203 Miklu betri hreyfil. 603 00:42:34,043 --> 00:42:37,203 Allt annað var þéttara eftir hin skotin. 604 00:42:38,643 --> 00:42:43,523 Elon sagði að hann hefði þrjú tækifæri og allir kynnu að telja! 605 00:42:58,763 --> 00:43:00,403 Þrjú skipti og svo búið. 606 00:43:01,923 --> 00:43:04,443 Þú leggur svo hart að þér, svo lengi... 607 00:43:06,403 --> 00:43:08,843 Það tekur virkilega á... 608 00:43:09,003 --> 00:43:12,723 Við lögðum allt í það og svo brást það. 609 00:43:12,883 --> 00:43:15,963 Þrjár misheppnaðar tilraunir draga úr manni mátt. 610 00:43:21,363 --> 00:43:25,203 Færum okkur yfir í umhverfisvæna bíla. 611 00:43:27,043 --> 00:43:31,843 Tesla segir að það sé frekar kalt. Hver vinnur kappaksturinn? 612 00:43:37,483 --> 00:43:39,203 Jesús minn... 613 00:43:41,883 --> 00:43:46,083 Áfram nú! Bless! 614 00:43:46,243 --> 00:43:50,443 Upp í hundrað á 3,9 sekúndum. 615 00:43:58,083 --> 00:44:00,923 Tveimur árum eftir afhjúpunina, 616 00:44:01,083 --> 00:44:05,923 hefur Roadster breyst úr frumgerð í bíl fyrir almennan markað. 617 00:44:07,643 --> 00:44:11,683 Tesla áætlaði 25 milljónir dala í að þróa Roadster. 618 00:44:11,843 --> 00:44:16,203 Nú standa útgjöldin í 140 milljónum. 619 00:44:17,603 --> 00:44:19,523 Þessi misreikningur þýðir... 620 00:44:19,683 --> 00:44:24,723 að fyrirtækið getur ekki afhent bílana á umsömdu verði. 621 00:44:24,883 --> 00:44:28,803 400 tilvonandi viðskiptavinir hafa þegar greitt fulla útborgun. 622 00:44:28,963 --> 00:44:32,523 Nú eru þeir beðnir um 6.000 dali í viðbót. 623 00:44:32,683 --> 00:44:35,003 Ég get ekki tjáð raunirnar... 624 00:44:35,163 --> 00:44:37,483 sem ég hef gengið í gegnum til að ná hingað. 625 00:44:37,643 --> 00:44:39,683 Glersamlokur hvern dag. 626 00:44:39,843 --> 00:44:43,043 Ég vildi að við þyrftum ekki að hækka verðið. Það er glatað. 627 00:44:43,203 --> 00:44:45,883 Ég get ekki borið Tesla aleinn. 628 00:44:46,043 --> 00:44:47,723 Ég hef ekki fjármagnið í það. 629 00:44:47,883 --> 00:44:51,003 Við trúðum á þig, en nú kemur þú... 630 00:44:51,163 --> 00:44:53,003 hækkar verðið og segir ekkert. 631 00:44:53,163 --> 00:44:55,763 Við fréttum þetta eftir krókaleiðum, 632 00:44:55,923 --> 00:45:00,163 og okkur sárnar að hafa ekkert heyrt. 633 00:45:00,323 --> 00:45:06,043 Við getum ekki selt bíla undir kostnaðarverði. 634 00:45:06,203 --> 00:45:10,043 Það var talsverð reiði í salnum. 635 00:45:11,723 --> 00:45:13,923 Þetta tók á. 636 00:45:15,923 --> 00:45:18,163 Þú fattar ekki þegar þú snappar. 637 00:45:18,323 --> 00:45:19,643 Þá ertu orðinn bilaður. 638 00:45:19,803 --> 00:45:25,083 Þá er allt sjáfsmat alvarlega skert. 639 00:45:25,243 --> 00:45:28,523 Bilaðasta fólkið trúir ekki að það sé bilað. 640 00:45:28,683 --> 00:45:31,363 Nú brýtur á Tesla þar sem margir hafa afpantað, 641 00:45:31,523 --> 00:45:33,043 rafknúnu sportbílana. 642 00:45:35,683 --> 00:45:38,643 Bíllinn kom út árið 2008. 643 00:45:38,803 --> 00:45:43,363 Starfsfólkið stóð sig frábærlega, 644 00:45:43,523 --> 00:45:47,563 og náði afköstum upp úr engu. 645 00:45:47,723 --> 00:45:50,483 Þá tilkynnti Elon opinberlega 646 00:45:50,643 --> 00:45:54,283 að við myndum fá til okkar alvöru fólk úr bílaiðnaðinum. 647 00:45:54,443 --> 00:45:56,723 Leiktíminn var liðinn. 648 00:45:56,883 --> 00:46:02,683 Ég var álitinn meira vandamál en lausn. 649 00:46:04,763 --> 00:46:07,283 Mér fannst það persónuleg aðför. 650 00:46:07,443 --> 00:46:13,083 Mér fannst ég ekki njóta sannmælis og sneri mér að öðru. 651 00:46:15,763 --> 00:46:19,363 Elon ákvað að ég væri þessi gaur. 652 00:46:19,523 --> 00:46:24,443 Ég sagði Elon í viðtölum: "Sjáðu nafnið. 653 00:46:24,603 --> 00:46:29,523 Það er stafað Z-E-E-V. 654 00:46:29,683 --> 00:46:33,283 Zero-emission electric vehicle (útblásturslaust raf-farartæki). 655 00:46:34,563 --> 00:46:36,443 "Þetta eru forlögin!" 656 00:46:37,963 --> 00:46:40,483 Fyrirtækið var að tapa miklum fjárhæðum 657 00:46:40,643 --> 00:46:46,203 Ef bíllinn kæmist ekki á markað, færi fyrirtækið á hliðina. 658 00:46:46,363 --> 00:46:50,123 Ég var því hreyfiafl til breytinga. 659 00:46:50,283 --> 00:46:53,323 Ég hitti alla stjórnendur, 660 00:46:53,483 --> 00:46:57,723 sem ég áleit að ættu ekki samleið með okkur og rak þá. 661 00:46:58,803 --> 00:47:04,363 Elon stóð frammi fyrir gjaldþroti eins og afi hans forðum. 662 00:47:04,523 --> 00:47:09,403 Hann fór því að vinna að því að auka framleiðni starfsfólks. 663 00:47:10,803 --> 00:47:14,523 Maður þarf að vera svolítið geggjaður að vinna hjá Tesla. 664 00:47:15,763 --> 00:47:21,123 Þú þarft að helga þig verkefninu, 665 00:47:21,283 --> 00:47:24,283 meira en sjálfum þér. 666 00:47:25,563 --> 00:47:29,283 Við Elon vorum á sama stað. 667 00:47:29,443 --> 00:47:33,203 Ég var sannfærður um verkefnið og hann líka. 668 00:47:34,843 --> 00:47:36,683 Fyrirtæki er bara hópur fólks, 669 00:47:36,843 --> 00:47:39,683 sem kemur saman til að skapa vöru eða þjónustu. 670 00:47:39,843 --> 00:47:41,923 Er vinnan sem fólk innir af hendi... 671 00:47:42,083 --> 00:47:44,603 að skila sér í betri vöru eða þjónustu? 672 00:47:44,763 --> 00:47:47,723 Ef svo er ekki, má stöðva þá vinnu. 673 00:47:47,883 --> 00:47:49,643 Elon getur verið mjög krefjandi. 674 00:47:49,803 --> 00:47:52,923 Ég hef séð Elon reka fólk í tugatali. 675 00:47:53,083 --> 00:47:55,163 Hann biður þig ekki um neitt, 676 00:47:55,323 --> 00:47:58,083 sem hann leggur ekki sjálfur á sig. 677 00:47:58,243 --> 00:48:02,003 Þess vegna lagði ég mig alla fram í hvert skipti. 678 00:48:02,163 --> 00:48:05,403 Ég var að drekka úr brunaslöngunni alla daga í mörg ár. 679 00:48:05,563 --> 00:48:09,603 Þannig fannst mér að það ætti að vera. 680 00:48:12,043 --> 00:48:16,003 Mér finnst leitt að hafa misst af þessum árum með dóttur minni. 681 00:48:17,323 --> 00:48:21,523 Ég hafði ekki eins mikið samband við fjölskylduna og ég hefði viljað. 682 00:48:21,683 --> 00:48:25,043 Ég veit ekki hvernig hann fer að þessu. 683 00:48:25,203 --> 00:48:29,643 Orkan í honum er alveg ótrúleg. 684 00:48:29,803 --> 00:48:33,803 Hann getur átt við þetta endalaust. 685 00:48:33,963 --> 00:48:35,403 Fæst okkar eru fær um það. 686 00:48:37,123 --> 00:48:43,523 Ég sá að ég gat ekki skilið milli vinnu og heimilislífs. Ég þurfti frí. 687 00:48:43,683 --> 00:48:46,563 Svo sat ég með honum í herbergi... 688 00:48:50,723 --> 00:48:57,043 og sagði honum að þriggja ára sonur minn kallaði mig pabba. 689 00:48:57,203 --> 00:48:59,763 Ég þurfti frí. 690 00:49:00,923 --> 00:49:03,083 Leggið ykkur fram hverja vökustund. 691 00:49:03,243 --> 00:49:05,563 Ef einhver vinnur 50 tíma, en þið 100, 692 00:49:05,723 --> 00:49:09,843 komið þið tvöfalt meiru í verk á ársgrundvelli en hitt fyrirtækið. 693 00:49:11,123 --> 00:49:13,243 Hann reyndi að forðast gjaldþrot. 694 00:49:13,403 --> 00:49:16,563 Á hverjum degi sagði Elon: "Á morgun og svo ekki meir." 695 00:49:16,723 --> 00:49:19,883 Hann var hæddur í fjölmiðlum. 696 00:49:20,043 --> 00:49:22,403 Það var nokkuð sem hét "Tesla Dauðavaktin", 697 00:49:22,563 --> 00:49:25,163 sem var vefsíða sem taldi niður dagana... 698 00:49:25,323 --> 00:49:27,643 þangað til Tesla færi á hausinn. 699 00:49:27,803 --> 00:49:33,363 Rafbílaframleiðandinn Tesla sagði upp 24% starfsfólks. 700 00:49:33,523 --> 00:49:35,683 Hann glímdi við næturótta. 701 00:49:35,843 --> 00:49:39,483 Ég var í fastasvefni þegar hann hrökk upp með andfælum. 702 00:49:39,643 --> 00:49:43,883 Hann reyndi að klifra upp eða sleppa frá einhverju. 703 00:49:44,043 --> 00:49:50,043 Hann hafði lagt allt sitt í félögin. 704 00:49:50,203 --> 00:49:54,323 Hann sagði að ég mætti fara. "Þetta verður mjög erfið vegferð... 705 00:49:54,483 --> 00:49:57,083 Þú þarft ekki að upplifa hana." 706 00:50:01,163 --> 00:50:03,723 Þessi sífelldu mistök í fyrirtækjum hans... 707 00:50:03,883 --> 00:50:06,283 Talandi um að éta gler og stara í hyldýpið... 708 00:50:06,443 --> 00:50:07,923 Eldflaugarnar sprungu. 709 00:50:11,963 --> 00:50:14,483 Þetta hlóðst allt upp. 710 00:50:16,523 --> 00:50:22,243 Almenningur hefur áhyggjur af stöðunni á mörkuðum, 711 00:50:22,403 --> 00:50:25,083 og í efnahagslífinu, og ég deili þeim áhyggjum. 712 00:50:25,243 --> 00:50:27,003 Það var fjármálakreppan. 713 00:50:27,163 --> 00:50:31,083 Heldur þú starfi þínu? Getur næsti forseti snúið stöðunni við? 714 00:50:31,243 --> 00:50:34,523 Niðursveiflan verður lengri en við héldum. 715 00:50:34,683 --> 00:50:39,043 Allt er á hverfanda hveli. Stórir bílaframleiðendur eru gjaldþrota. 716 00:50:39,203 --> 00:50:41,963 Ekki góður tími til að sækja fjárfestingar 717 00:50:42,123 --> 00:50:44,083 fyrir bílaframleiðanda í taprekstri. 718 00:50:44,243 --> 00:50:46,843 Aðalatriðið með nýja tækni... 719 00:50:47,003 --> 00:50:49,083 Það tekur alltaf tíma að bæta hana. 720 00:50:49,243 --> 00:50:54,163 Við Elon vorum að reyna að afla 100 milljóna dala. 721 00:50:54,323 --> 00:51:01,243 Þegar þú kemur upp að anda, ertu laminn í hausinn. 722 00:51:03,083 --> 00:51:04,483 Svo versnar það verulega. 723 00:51:04,643 --> 00:51:10,363 Neikvæðnin kallar fram ótta, óvissu og efasemdir. 724 00:51:10,523 --> 00:51:14,363 Stundum, þegar fyrirtæki er mitt á milli rekstrarhæfis og skýjaborga, 725 00:51:14,523 --> 00:51:17,803 getur skynjun skipt miklu máli. 726 00:51:17,963 --> 00:51:19,483 Það getur snúist gegn þér. 727 00:51:21,203 --> 00:51:24,043 Stærsti fjárfestirinn er orðinn andvígur. 728 00:51:24,203 --> 00:51:27,403 Þá er kannski ekki skrifað undir pappíra. 729 00:51:27,563 --> 00:51:30,083 Svo verður það enn erfiðara þegar fyrirtækið 730 00:51:30,243 --> 00:51:31,723 er að verða peningalaust. 731 00:51:31,883 --> 00:51:35,043 Við áttum ekki fé til að endast út 2008. 732 00:51:35,203 --> 00:51:38,723 Þá segist fjárfestirinn ekki ætla að setja meira fé í reksturinn. 733 00:51:40,243 --> 00:51:45,043 Þar gerði Elon nokkuð sem ég hef aldrei séð athafnamann gera. 734 00:51:45,203 --> 00:51:46,523 Fór í neikvætt eigið fé. 735 00:51:46,683 --> 00:51:50,043 Hann fékk lán hjá vinum og eyddi hverjum eyri af eigin fé. 736 00:51:50,203 --> 00:51:55,083 Hann sagði fólkinu hjá Tesla: "Ég set sjálfur 40 milljónir í reksturinn." 737 00:51:55,243 --> 00:51:58,123 Hann átti ekki hús, ekki neitt. Allt fór í þetta. 738 00:52:01,443 --> 00:52:05,483 Það sem gerðist var að óttinn breyttist í græðgi. 739 00:52:09,803 --> 00:52:12,003 Allir hinir innri fjárfestarnir, líka við, 740 00:52:12,163 --> 00:52:14,283 fjárfestum allt sem við áttum. 741 00:52:14,443 --> 00:52:17,843 Við vorum ekki hugrökk, heldur festum okkur í hugrekki Elons. 742 00:52:21,443 --> 00:52:27,083 Hluti af því er sjálfsöryggið. 743 00:52:27,243 --> 00:52:32,883 Það sem Kimbal bróðir hans kallar eins konar ónæmi fyrir áhættu. 744 00:52:33,043 --> 00:52:39,323 Þetta er frekar að sýn hans er svo skýr, 745 00:52:39,483 --> 00:52:42,763 að hann getur ekki ímyndað sér að hún rætist ekki. 746 00:52:45,403 --> 00:52:47,043 Elon boðaði til fundar. 747 00:52:47,203 --> 00:52:52,043 Það sagði hann: "Takið ykkur saman í andlitinu. 748 00:52:52,203 --> 00:52:55,523 Við eigum eina eldflaug enn. Hún fer upp eftir sex vikur." 749 00:52:57,723 --> 00:53:00,683 Eftir þriðja skotið héldum við að allt væri búið. 750 00:53:00,843 --> 00:53:02,803 En svo fengum við fjórða sénsinn. 751 00:53:04,203 --> 00:53:06,923 SpaceX á nóg af íhlutum... 752 00:53:07,083 --> 00:53:10,763 til að reyna fjórðu og síðustu tilraun til að ná á sporbaug. 753 00:53:10,923 --> 00:53:13,923 -Ég var úrvinda. -20 sekúndur 754 00:53:14,083 --> 00:53:18,123 En hann peppaði okkur upp fyrir að hætta ekki, heldur halda áfram, 755 00:53:18,283 --> 00:53:21,163 og setja allt í þessa síðustu flaug. 756 00:53:21,323 --> 00:53:24,363 Tveir, einn, núll. 757 00:53:25,403 --> 00:53:28,683 Við erum á flugi. 758 00:53:50,003 --> 00:53:52,843 -Aðskilnaður. -Staðfestur! 759 00:54:00,323 --> 00:54:02,643 Við breyttum ekki miklu. 760 00:54:02,803 --> 00:54:05,403 Aðallega hugbúnaði. 761 00:54:08,563 --> 00:54:12,203 -Níu mínútur, 30 sekúndur. -Annað stig aðskilnaðar. 762 00:54:12,363 --> 00:54:15,203 Þetta var allt sem þurfti. Flaugin komst á sporbaug. 763 00:54:17,763 --> 00:54:22,403 Þar með er Falcon fyrsta eldflaugin í einkaeigu, 764 00:54:22,563 --> 00:54:24,483 sem kemst frá jörðu upp á sporbaug. 765 00:54:31,563 --> 00:54:33,523 Þetta var magnað. 766 00:54:47,363 --> 00:54:48,803 Við heyrum í bakgrunninum 767 00:54:48,963 --> 00:54:53,763 þar sem Elon Musk ávarpar starfsfólk SpaceX. 768 00:54:53,923 --> 00:54:55,603 Einn af bestu dögum ævi minnar. 769 00:54:55,763 --> 00:55:00,363 Og draumur er að rætast fyrir mörg ykkar hér hjá SpaceX. 770 00:55:00,523 --> 00:55:01,963 Þetta er alveg ótrúlegt. 771 00:55:07,523 --> 00:55:12,043 NASA hafði samband. Við erum komin með 1,5 milljarða samning. 772 00:55:12,203 --> 00:55:14,043 Ég gat varla haldið á símanum. 773 00:55:14,203 --> 00:55:17,443 Ég bullaði bara: "Ég elska ykkur!" 774 00:55:17,603 --> 00:55:20,883 -Þau björguðu þér. -Svo sannarlega. 775 00:55:21,043 --> 00:55:23,683 Fjárhagslega og jafnvel tilfininngalega. 776 00:55:23,843 --> 00:55:27,403 Þetta kom sér allavegana afar vel. 777 00:55:32,043 --> 00:55:35,683 Partíið var allhresst. Ég man ekki hvernig það endaði. 778 00:55:51,843 --> 00:55:53,803 Það var það fyrsta sem gekk vel. 779 00:55:57,043 --> 00:56:03,403 Elon var bara svo glaður. 780 00:56:06,203 --> 00:56:10,043 Það var yndislegt að sjá hann uppskera svona. 781 00:56:10,203 --> 00:56:16,563 Elon fór frá því að vera skotspónn yfir í að vera dáðue. 782 00:56:24,763 --> 00:56:28,243 Frægð á mjög illa við hann. 783 00:56:32,963 --> 00:56:36,083 Þetta er Kyrrðarhafsstöð. Örninn er lentur. 784 00:56:36,243 --> 00:56:38,603 Þeir voru innblásturinn er það ekki? 785 00:56:38,763 --> 00:56:41,403 Jú. 786 00:56:41,563 --> 00:56:45,403 Og að þeir séu að gagnrýna þig... 787 00:56:48,003 --> 00:56:49,883 Það er erfitt. 788 00:56:50,043 --> 00:56:54,003 Við Neil, og Jim Lovell höfum komist að þeirri niðustöðu, 789 00:56:54,163 --> 00:56:59,283 að þetta sé uppkast að för til einskis. 790 00:57:07,803 --> 00:57:10,563 Má ég gera smá hlé? 791 00:57:12,243 --> 00:57:16,243 Þýðandi: Þorgils Jónsson Iyuno